Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Konungsbréf (til biskups), er löggildir máldagabók Gísla biskups Jónssonar

1749 5. apríl



   Vér höfum orđiđ ţess áskynja af allraţegnsamlegustu bréfi ţínu 10. júní f.á., ađ í stiftskistunni í Skálholtsstifti, sem ţú ert allranáđarsamlegast skipađur yfir, sé, auk hinnar gömlu svokölluđu máldagabókar Vilchins biskups eđa kirkjuregisturs, sem löggilt var međ 16. gr. í erindisbréfi biskupa á Voru landi Íslandi, annađ kirkjuregistur, sem fyrrverandi biskup í Skálholtsstifti, herra Gísli heitinn Jónsson, á ađ hafa samiđ áriđ 1575; tjáist registur ţetta ađeins vera óstađfest eftirrit, en konsistorialrétturinn á áriđ 1710 ađ hafa á landsţinginu kveđiđ upp ţađ álit sitt, ađ ţađ vćri hiđ elsta og áreiđanlegasta kirkjuregistur sem til vćri í stiftinu, ţví ađ í ţví eiga ađ vera taldar kirkjur nokkrar og réttindi ţeirra, sem ţćr eiga enn ţá, en eigi eru talin í Vilchins máldagabók, sem heldur eigi tjáist telja allar kirkjur í stiftinu. Fyrir ţví gefum Vér ţér hér međ til vitundar, ađ Oss hefur allramildilegast ţóknast … auk fyrrnefnds kirkjuregisturs Vilchins biskups sem ţegar hefur löggilt veriđ í Skálholtsstifti međ 16. gr. í erindisbréfi biskupanna, ađ löggilda einnig allramildilegast fyrrtéđ kirkjuregistur eđa máldagabók, sem ţáverandi biskup yfir Skálholtsstifti, Gísli heitinn Jónsson, samdi áriđ 1575, og viljum Vér ţví allramildilegast, ađ ţó ađ eftirrit ţađ af registri ţessu, sem er í stiftskistunni, sé óstađfest, ţá skuli registriđ eins fyrir ţađ vera taliđ áreiđanlegt og authentiskt kirkjuregistur; ţó skal ađ öđru leyti fariđ eftir oftnefndri 16. gr. í erindisbréfi ţví, er allramildilegast hefur veriđ útgefiđ handa biskupum á Íslandi.