Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Konungsbréf (til stiftamtmanns og biskups) um eigandaskipti að bændakirkjum

1751 5. mars



   … Vér höfum nú fengið allraþegnsamlegast álit þitt, kammerherra greifi Rantzau, um mál þetta, og orðið þess vísari af því, að rétti kirknanna á Íslandi sé svo varið, að þó að kirkjueigandi selji kirkjueignina, þá sé þó sá, er keypti, skyldur að svara til skuldar þeirrar, er kirkjan átti hjá eiganda sínum, en verði aftur, ef hann þykist vanhaldinn í kaupunum, að eiga um það við þann, er hann hefur átt kaupin við, og verður það mál þeirra. Er eftir þessu skylda kirkjueiganda til að gera grein fyrir tekjum kirknanna eigi onus personale, heldur reale, og virðist því eigi óhjákvæmilega nauðsynlegt, að samþykki biskups komi til, áður kirkjueigandi megi selja kirkjuna með eignum hennar. Fyrir því gefum Vér yður hér með til vitundar, að Vér viljum allranáðarsamlegast, að við þetta skuli standa, og að um það fari hér eftir sem hingað til; en til þess að biskuparnir á Íslandi geti vitað, hverir eru eigendur kirknanna, viljum Vér allranáðarsamlegast skipa svo fyrir og bjóða, að, eins og boðið er í tilsk. 8. nóvbr. 1726 fyrir Danmörku, að ef nokkur af þegnum Vorum selji eða kaupi kirkju, þá skuli báðir, seljandi og kaupandi, innan eins mánaðar frá því, er kaupin gerðust, skýra frá því bæði hinu danska kansellíi voru og biskupi þeim, sem kirkjan heyrir undir, að viðlagðri 100 rdl. sekt til fátækra í sókninni, svo skuli hér eftir eins að farið á Íslandi í þessu efni, þannig að ef maður kaupir eða selur kirkju þar í landi, þá skuli bæði seljandi og kaupandi skyldir til að gefa biskupinum í stifti því, er kirkjan er í, skýrslu um það innan eins mánaðar.