Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Opið bréf (frá kansellíinu) um meðferð á fundnu fé í kaupstöðum

1811 8. júní



   Í opnu bréfi 28. september 1767, fyrir Kaupmannahöfn, er ákveðið: að fundnir munir skulu geymdir á skrifstofu lögreglustjóra, og skuli þar bókað, hver fundið hafi hvern hlut og hvar, og það auglýst í blaði og með uppfestri skrifaðri auglýsingu; að þegar eigandinn gefur sig fram og fær hið fundna afhent á skrifstofu lögreglustjóra, skuli hann greiða dálitla þóknun í fundarlaun, eftir verði hlutarins, atvikum og úrskurði lögreglustjóra og auk þess kostnað við birtingu í blaði; og loks að, ef eigandinn kemur eigi innan árs og dags, skuli selja hið fundna handa lögreglusjóðnum, og finnandi þá fá þriðjung þess í fundarlaun. En með allrahæstum úrskurði, 5. júní síðastl., hefir Hans Hátign allramildilegast ákveðið, að fyrirmælin í ofannefndu opnu bréfi, 28. september 1767, skulu eftirleiðis einnig ná til allra annarra kaupstaða í báðum ríkjunum, þó svo, að í þeim kaupstöðum, þar sem engin blöð koma út, skal hinum fundnu munum lýst með uppfestum auglýsingum og bumbuslætti.