Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um verkfall opinberra starfsmanna1)
1915 nr. 33 3. nóvember
1)Lög þessi ná ekki til þeirra, sem heimilt er að gera verkfall skv. l. 94/1986, sbr. 14. gr. þeirra laga.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 5. nóvember 1915. Breytt með: L. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983). L. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998).
1. gr.
Hver sá, er sjálfur tekur þátt í verkfalli, enda skyldi starfið unnið samkvæmt embættisskyldu eða sem sýslan í þarfir landsins, Landsbankans, spítala, sveitar, sýslu eða kaupstaðar, skal sæta [sektum eða [fangelsi allt að 2 árum],1)]2) eða embættis- eða sýslunarmissi, ef miklar sakir eru, enda liggi eigi þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum. …2)
1)L. 82/1998, 144. gr. 2)L. 10/1983, 1. gr.
2. gr.
Hver sá, er hvetur eða tælir embættis- eða sýslunarmann eða ógnar honum til slíks verkfalls, er í 1. gr. segir, án þess að taka sjálfur þátt í því, eða veitir á annan hátt tilstyrk sinn til þess að slíkt verkfall hefjist eða haldi áfram, skal sæta [sektum eða [fangelsi allt að 2 árum],1)]2) ef miklar sakir eru, enda liggi eigi þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum.
1)L. 82/1998, 144. gr. 2)L. 10/1983, 1. gr.
3. gr.
Embættis- eða sýslunarmaður, sem ógnar með að taka þátt í verkfalli, sem í 1. gr. segir, skal, enda þótt verkfallið komi eigi til framkvæmda, sæta sektum, …1) enda liggi eigi þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum.
1)L. 10/1983, 1. gr.
4. gr.
Sá, er ógnar embættis- eða sýslunarmanni eða hvetur eða tælir hann til að ógna með verkfalli, sem í 1. gr. segir, skal, enda þótt verkfallið komi eigi til framkvæmda, sæta sektum, …1) enda liggi eigi þyngri refsing við að öðrum lögum.
1)L. 10/1983, 1. gr.
5. gr. …1)
1)L. 19/1991, 194. gr.