Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um selaskot á Breiðafirði og uppidráp

1925 nr. 30 27. júní


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 23. september 1925. Breytt með: L. 61/1932 (tóku gildi 1. jan. 1933; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 95. gr.). L. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990).


1. gr.
Öll selaskot skulu hér eftir bönnuð á Breiðafirði og fjörðum þeim, sem inn úr honum ganga, fyrir innan línu, sem hugsast dregin frá Eyrarfjalli, sunnan Breiðafjarðar, í Stagley og frá Stagley hálfa mílu frá Oddbjarnarskeri nyrðra í Bjargtanga í Barðastrandarsýslu. …1)
Í selalátrum á bannsvæðinu er engum öðrum en eigendum eða umráðamönnum látranna heimilt að rota seli eða drepa uppi.
   1)L. 61/1932, 94. gr.
2. gr.
[Brot gegn 1. gr. varðar sektum.
Skotvopn og veiðifang má gera upptækt, sbr. 69. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.]1)
   1)L. 116/1990, 15. gr.