Lagasafn.  Ķslensk lög 12. aprķl 2024.  Śtgįfa 154b.  Prenta ķ tveimur dįlkum.


Vķxillög

1933 nr. 93 19. jśnķ


Ferill mįlsins į Alžingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janśar 1934. Breytt meš: L. 83/1953 (tóku gildi 31. des. 1953). L. 54/1965 (tóku gildi 12. jśnķ 1965). L. 25/1968 (tóku gildi 30. aprķl 1968). L. 33/1987 (tóku gildi 14. aprķl 1987). L. 21/1991 (tóku gildi 1. jślķ 1992). L. 92/1991 (tóku gildi 1. jślķ 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992).


Fyrsti žįttur. Um vķxla į hendur öšrum manni.
Fyrsti kapķtuli. Um śtgįfu vķxils og form.
1. gr.
Ķ vķxli skal greina:
   1. Oršiš vķxil ķ meginmįli skjalsins og į žvķ mįli, sem skjališ er ritaš į.
   2. Skilyršislaus tilmęli um aš greiša įkvešna upphęš peninga (vķxilfjįrhęš).
   3. Nafn žess, er greiša skal (greišandi, trassat).
   4. Gjalddaga.
   5. Greišslustaš.
   6. Nafn žess, er viš greišslu į aš taka, eša įvķsa mį vķxilfjįrhęšinni til greišslu (vištakandi, remittent).
   7. Śtgįfudag og śtgįfustaš vķxilsins; og
   8. undirskrift žess, er vķxilinn gefur śt (śtgefandi, trassent).
2. gr.
Nś brestur į, aš greind séu ķ skjali öll žau atriši, sem nefnd eru ķ nęstu grein hér į undan, og hefir skjališ žį eigi vķxilgildi, nema žegar svo er įstatt sem segir sķšar ķ žessari grein.
Sé gjalddagi eigi tilgreindur, telst vķxillinn gjaldkręfur viš sżningu.
Sé greišslustašur eigi tilgreindur sérstaklega, skal sį stašur, sem tilgreindur er viš nafn greišanda, talinn vera greišslustašur vķxilsins, og skal žessi stašur žį einnig vera talinn heimili greišanda.
Sé śtgįfustašur eigi tilgreindur, skal lķta svo į, aš vķxillinn hafi veriš undirritašur į žeim staš, sem tilgreindur er viš nafn śtgefanda.
3. gr.
Vķxil mį gefa śt til rįšstöfunar śtgefanda sjįlfs.
Gefa mį vķxil śt į hendur śtgefanda sjįlfum.
Gefa mį vķxil śt fyrir reikning žrišja manns.
4. gr.
Kveša mį svo į ķ vķxli, aš hann skuli greiddur hjį žrišja manni, annašhvort į žeim staš, žar sem greišandi bżr, eša annars stašar.
5. gr.
Śtgefandi getur kvešiš svo į ķ vķxli, sem greišast į viš sżningu eša tilteknum tķma eftir sżningu, aš vexti skuli greiša af vķxilfjįrhęšinni, en ķ öllum öšrum vķxlum skulu slķk įkvęši metin sem óskrįš.
Tilgreina skal vaxtahęšina ķ vķxlinum, og skal įkvęšiš um vexti aš öšrum kosti metiš sem óskrįš.
Vextina skal greiša frį śtgįfudegi vķxilsins, sé eigi annar dagur tiltekinn.
6. gr.
Nś er fjįrhęš tilgreind ķ vķxli bęši meš bókstöfum og meš tölustöfum, og ber upphęšum žessum eigi saman, og gildir žį sś fjįrhęšin, sem meš bókstöfum er skrįš.
Sé fjįrhęšin tilgreind oftar en einu sinni ķ vķxlinum, annašhvort meš bókstöfum eša meš tölustöfum, og beri žeim eigi saman, gildir hin lęgsta upphęšin ein.
7. gr.
Séu į vķxli nöfn manna, er brestur hęfi til aš taka į sig vķxilskyldu, fölsuš nöfn, nöfn, sem fundin eru upp eša nafnritanir, sem af öšrum įstęšum eigi baka žeim skuldbindingu, er žau ritušu, eša žeim manni, er žau voru rituš ķ nafni hans, er žó skuldbinding hinna vķxilskuldaranna gild, žrįtt fyrir žaš.
8. gr.
Sį, sem ritar nafn sitt į vķxil fyrir hönd annars manns, en hefir eigi umboš til žess, veršur sjįlfur skuldbundinn eftir vķxlinum, enda öšlast hann, er hann hefir greitt vķxilinn, sama rétt og hinn myndi hafa öšlast. Sama gildir um žann mann, er fariš hefir śt fyrir umboš sitt.
9. gr.
Śtgefandi įbyrgist samžykki vķxilsins og greišslu hans.
Undanskilja mį hann sig įbyrgš į samžykki vķxilsins, en hver sį fyrirvari, er hann setur og mišar til žess aš undanžiggja hann įbyrgš į greišslu vķxilsins, skal metinn sem óskrįšur vęri.
10. gr.
Nś er vķxill eigi ritašur aš fullu, er hann er gefinn śt, og er hann seinna fylltur śt į annan veg en um hafši veriš samiš, og veršur žetta žį eigi boriš fyrir viš vķxilhafa, nema hann hafi vitaš betur, er hann fékk vķxilinn, eša sżnt af sér stórkostlegt gįleysi.

Annar kapķtuli. Um framsal vķxla.
11. gr.
Framselja mį vķxil, meš įritun į hann, žrišja manni (framsalshafa), enda žótt vķxillinn sé eigi berum oršum gefinn śt til framsals.
Nś hefir śtgefandi tekiš ķ vķxilinn oršin „eigi til framsals“ eša žvķ lķk oršatiltęki, og veršur vķxillinn žį ašeins framseldur meš žvķ formi og meš žeim įhrifum, er gilda um almennt framsal kröfu.
Framselja mį vķxil einnig til greišanda, hvort sem hann hefir samžykkt vķxilinn eša eigi, svo og til śtgefanda eša annars vķxilskuldara. Žessir menn geta framselt vķxilinn aftur.
12. gr.
Framsal skal vera skilyršislaust. Sé žaš skilyršum bundiš, skal meta žau sem óskrįš vęru.
Framsal į nokkrum hluta vķxilfjįrhęšar ašeins er ógilt.
Framsal til handhafa gildir sem eyšuframsal.
13. gr.
Framsal skal rita į vķxilinn sjįlfan eša į miša, sem festur er viš hann (allonge). Framseljandi skal undirrita žaš.
Framsal er gilt, žótt eigi sé greint ķ žvķ, hverjum vķxillinn er framseldur, eša framseljandi ašeins hafi ritaš nafn sitt (eyšuframsal). Ķ hinu sķšarnefnda tilfelli er framsališ žó žvķ ašeins gilt, aš žaš sé ritaš į bakhliš vķxilsins eša į miša, sem viš vķxilinn er festur.
14. gr.
Viš framsališ hverfa öll žau réttindi, er vķxillinn veitir, til framsalshafa. Sé framsališ eyšuframsal, getur vķxilhafi:
   1. Fyllt žaš meš nafni sjįlfs sķn eša annars manns,
   2. framselt vķxilinn aš nżju meš eyšuframsali eša til įkvešins manns, eša
   3. afhent vķxilinn žrišja manni, įn žess aš fylla eyšuframsališ eša rita framsal į vķxilinn.
15. gr.
Sį, sem ritaš hefir framsal į vķxil, įbyrgist samžykki og greišslu hans, nema hann hafi sérstaklega undanskiliš sig žeirri įbyrgš.
Hann getur lagt bann viš žvķ, aš vķxillinn sé framseldur aftur, og er hann žį laus viš įbyrgš gagnvart žeim, er vķxilinn fį framseldan eftir žaš.
16. gr.
Sį, sem vķxil hefir ķ höndum, skal talinn réttur vķxilhafi, ef hann sannar rétt sinn meš óslitinni röš af framsölum, žótt hiš sķšasta framsal sé eyšuframsal. Framsöl, er śt hafa veriš strikuš, skulu um žetta efni metin sem óskrįš vęru. Nś er annaš framsal nęst į eftir eyšuframsali og skal žį litiš svo į, sem sį, er undir žaš framsal hefir ritaš, hafi öšlast vķxilinn viš eyšuframsališ.
Nś hefir vķxill komist śr vörslum manns meš einhverju móti, og er žį handhafa žeim, er sannar rétt sinn meš žeim hętti, er segir ķ nęstu mįlsgrein hér aš framan, eigi skylt aš skila vķxlinum, nema hann hafi vitaš betur, er hann fékk vķxilinn, eša sżnt af sér stórkostlegt gįleysi.
17. gr.
Nś er lögsókn [eša fjįrnįm]1) hafin śt af vķxilkröfu, og getur varnarašili žį eigi boriš fram neinar žęr varnir gegn vķxilhafa, er lśta aš višskiptum hans viš śtgefanda eša žį, er įšur įttu vķxilinn, nema žvķ ašeins, aš vķxilhafi, er hann eignašist vķxilinn, hafi af įsettu rįši viljaš baka skuldara tjón.
   1)L. 92/1991, 18. gr.
18. gr.
Séu oršin „til innheimtu“ ķ framsali, eša önnur orš, sem ašeins felst ķ umboš (framsal til umbošs), getur vķxilhafi neytt allra žeirra réttinda, er vķxillinn veitir, en eigi framselt hann, nema framsali til umbošs.
Vķxilskuldarar mega žį bera žęr varnir einar fram gegn vķxilhafa, er bornar yršu fram gegn framseljanda.
Umboš žaš, er felst ķ framsali til umbošs, fellur eigi śr gildi, žótt umbjóšandi andist eša missi hęfi til aš taka į sig skuldbindingar.
19. gr.
Séu oršin „til tryggingar“, „aš veši“ eša önnur orš, sem lśta aš vešsetningu, ķ framsali, getur vķxilhafi neytt allra žeirra réttinda, er vķxillinn veitir, en framsal hans į vķxlinum hefir ašeins gildi sem framsal til umbošs.
Vķxilskuldarar geta eigi boriš žęr varnir fram gegn vķxilhafa er lśta aš višskiptum žeirra viš framseljanda, nema žvķ ašeins, aš vķxilhafi, er hann eignašist vķxilinn hafi af įsettu rįši viljaš baka skuldara tjón.
20. gr.
Framsal, sem ritaš er eftir gjalddaga vķxilsins, hefir sömu įhrif sem framsal ritaš fyrir žann tķma. Sé framsal ritaš eftir aš afsögn vegna greišslufalls hefir fariš fram, eša eftir aš afsagnarfrestur er lišinn, hefir žaš žó ašeins įhrif sem almennt framsal kröfu.
Ódagsett framsal skal tališ ritaš įšur en afsagnarfrestur leiš, nema annaš sannist.

Žrišji kapķtuli. Um samžykki vķxla.
21. gr.
Fram til gjalddaga vķxils getur hver, sem vķxilinn hefir ķ höndum, sżnt hann til samžykkis greišanda, į žeim staš, žar sem greišandi bżr.
22. gr.
Śtgefandi getur kvešiš svo į ķ vķxli, aš sżna skuli hann til samžykkis, hvort sem hann jafnframt setur frest til sżningar eša eigi.
Hann getur lagt bann viš žvķ ķ vķxlinum, aš hann sé sżndur til samžykkis, enda sé eigi aš ręša um vķxil, er greišast į hjį žrišja manni eša į öšrum staš en žeim, žar sem greišandi bżr, eša vķxil, er greišast į tilteknum tķma eftir sżningu.
Hann getur einnig męlt svo fyrir, aš vķxillinn skuli eigi sżndur til samžykkis fyrir tiltekinn tķma.
Sérhver framseljandi getur męlt svo fyrir, aš vķxillinn skuli sżndur til samžykkis, hvort sem hann um leiš kvešur į um sżningarfrest eša eigi. Žetta gildir žó eigi, ef śtgefandi hefir bannaš sżningu vķxilsins til samžykkis.
23. gr.
Vķxil, er greiša skal tilteknum tķma eftir sżningu, skal sżna til samžykkis įšur en eitt įr er lišiš frį śtgįfudegi hans.
Śtgefandi getur stytt frest žennan eša kvešiš į um lengri frest.
Framseljendur geta stytt žessa fresti.
24. gr.
Greišandi getur krafist žess, aš vķxill sé sżndur sér aš nżju nęsta dag eftir hina fyrstu sżningu. Nś er slķkri kröfu eigi sinnt, og veršur sś vörn eigi höfš uppi, nema kröfunnar sé getiš ķ afsagnargeršinni.
Vķxilhafa er eigi skylt aš lįta vķxilinn frį sér ķ vörslur greišanda, er hann sżnir vķxilinn til samžykkis.
25. gr.
Samžykki skal rita į vķxilinn. Žaš skal lįtiš ķ ljós meš oršinu „samžykkur“, eša öšru samsvarandi oršatiltęki, og skal žaš undirritaš af greišanda. Nafnritun greišanda į framhliš vķxilsins gildir, ein śt af fyrir sig, sem samžykki.
Eigi aš greiša vķxilinn tilteknum tķma eftir sżningu, eša eigi, eftir sérstöku įkvęši, aš sżna hann til samžykkis į tilteknum fresti, skal samžykki dagsett og žį tilgreindur sį dagur, er samžykki var gefiš, nema vķxilhafi krefjist žess, aš tilgreindur sé sį dagur, er sżning įtti sér staš. Vanti dagsetningu, veršur vķxilhafi, til žess aš varšveita fullnusturétt sinn gegn framseljendum og śtgefanda, aš sanna vöntun dagsetningarinnar meš afsagnargerš, er fram fari ķ tęka tķš.
26. gr.
Samžykki skal vera skilyršislaust. Žó mį greišandi takmarka samžykkiš viš nokkurn hluta fjįrhęšar vķxilsins.
Sé annars į einhvern hįtt vikiš frį efni vķxils viš samžykki hans, skal žaš metiš sem synjun į samžykki. Samžykkjandi er žó skuldbundinn eftir hljóšan samžykkis sķns.
27. gr.
Hafi śtgefandi tilgreint į vķxlinum annan greišslustaš en žann staš, žar sem heimili greišanda er, og eigi tilnefnt neinn žrišja mann, er greišsla skuli fara fram hjį, getur greišandi, er hann samžykkir vķxilinn, tilnefnt žennan mann. Sé enginn tilnefndur, skal lķta svo į, aš samžykkjandi hafi skuldbundiš sig til žess aš leysa sjįlfur vķxilinn inn į greišslustašnum.
Hljóši vķxill um greišslu hjį greišanda, getur hann, er hann samžykkir vķxilinn, tilgreint, hvar greišslu skuli krafist į greišslustašnum, eša tilnefnt annan mann į sama staš, er greiši vķxilinn.
28. gr.
Meš samžykki sķnu skuldbindur greišandi sig til žess aš greiša vķxilinn ķ eindaga.
Verši vķxillinn ekki greiddur, į vķxilhafi, jafnvel žótt hann sé śtgefandi vķxilsins, beina kröfu samkvęmt vķxlinum į hendur samžykkjanda um allt žaš, er krefja mį samkvęmt 48. og 49. gr.
29. gr.
Nś hefir greišandi ritaš samžykki sitt į vķxil, en strikar žaš śt įšur en hann skilar vķxlinum aftur, og skal žį tališ, aš neitaš sé um samžykki. Śtstrikunin skal talin hafa veriš gerš įšur en vķxlinum var skilaš aftur, nema annaš verši sannaš.
Hafi greišandi skriflega skżrt vķxilhafa eša einhverjum vķxilskuldara frį samžykki sķnu, er hann žó skuldbundinn viš žį eftir hljóšan samžykkis sķns.

Fjórši kapķtuli. Um įbyrgš į vķxilkröfu (aval).
30. gr.
Tryggja mį greišslu vķxils meš įbyrgš į allri vķxilfjįrhęšinni eša nokkrum hluta hennar.
Įbyrgšina getur tekiš į sig jafnt žrišji mašur sem einhver vķxilskuldaranna.
31. gr.
Įbyrgš skal rituš į vķxilinn eša į miša, er viš vķxilinn sé festur.
Henni skal lżst meš oršunum „sem įbyrgšarmašur“, eša meš öšru samsvarandi oršatiltęki, og skal hśn undirrituš af žeim, sem ķ įbyrgšina gengur (avalist).
Nafnritun ein sér į framhliš vķxilsins skal metin sem įbyrgš, nema um nafnritun greišanda eša śtgefanda sé aš ręša.
Ķ įbyrgš skal greina, fyrir hvern hśn sé tekin. Nś er žaš eigi gert, og telst hśn žį tekin fyrir śtgefanda.
32. gr.
Įbyrgšarmašur er skuldbundinn meš sama hętti og sį mašur, er hann gekk ķ įbyrgšina fyrir.
Skuldbinding hans er gild, žótt skuldbinding žess manns, er hann gekk ķ įbyrgšina fyrir, sé ógild, enda stafi ógildi hennar eigi af formgalla.
Greiši įbyrgšarmašur vķxil, öšlast hann allan rétt samkvęmt vķxlinum gegn žeim manni, er hann gekk ķ įbyrgš fyrir, og žeim mönnum, er samkvęmt vķxlinum bera įbyrgš gagnvart honum.

Fimmti kapķtuli. Um gjalddaga vķxils.
33. gr.
Vķxill getur hljóšaš um borgun: viš sżningu (a vista); tilteknum tķma eftir sżningu (a viso); tilteknum tķma eftir śtgįfudag (a dato) eša į tilteknum degi.
Vķxill, sem hljóšar um borgun į öšrum gjalddaga en žessum, eša greišast į smįm saman į fleiri en einum gjalddaga, er ógildur.
34. gr.
Sżningarvķxill skal greiddur viš sżningu. Sżna skal hann til greišslu įšur en eitt įr er lišiš frį śtgįfudegi hans. Śtgefandi getur stytt frest žennan eša kvešiš į um lengri frest. Framseljendur geta stytt fresti žessa.
Śtgefandi getur męlt svo fyrir, aš vķxill er greišast į viš sżningu, skuli eigi sżndur til greišslu fyrir tiltekinn tķma. Telst sżningarfrestur žį frį žeim tķma.
35. gr.
Gjalddagi vķxils, er hljóšar um borgun tilteknum tķma eftir sżningu, skal mišast viš dagsetningu samžykkis eša afsagnargeršar.
Sé samžykki eigi dagsett, og hafi afsagnargerš heldur eigi fariš fram, skal gagnvart samžykkjanda lķta svo į, aš vķxillinn hafi veriš samžykktur į sķšasta degi frests žess, er settur er til sżningar vķxilsins til samžykkis.
36. gr.
Hljóši vķxill um greišslu einum mįnuši eša fleirum eftir śtgįfudag hans eša eftir sżningu, veršur sami mįnašardagur ķ žeim mįnuši, er greiša į vķxilinn ķ, gjalddagi hans. Nś er sį dagur eigi til ķ mįnušinum, og er žį sķšasti dagur mįnašarins gjalddagi vķxilsins.
Hljóši vķxill um greišslu einum mįnuši eša fleirum og hįlfum mįnuši eftir śtgįfudag hans eša eftir sżningu, skulu heilu mįnuširnir taldir fyrstir.
Sé gjalddagi įkvešinn ķ upphafi mįnašar, ķ mišjum mįnuši eša ķ lok mįnašar, merkja žau orš fyrsta, fimmtįnda eša sķšasta dag mįnašarins.
Oršin „įtta dagar“ eša „fimmtįn dagar“ merkja eigi eina eša tvęr vikur, heldur heila įtta eša fimmtįn daga.
Oršin „hįlfur mįnušur“ merkja fimmtįn daga.
37. gr.
Hljóši vķxill um greišslu į tilteknum degi į staš, žar sem annaš tķmatal gildir en į śtgįfustaš hans, skal lķta svo į, aš gjalddaginn sé įkvešinn eftir tķmatalinu į greišslustašnum.
Žegar vķxill, sem śt er gefinn milli tveggja staša meš mismunandi tķmatali, hljóšar um greišslu tilteknum tķma eftir śtgįfudag, skal reikna śt žann dag aš tķmatalinu į greišslustašnum, er svarar til śtgįfudagsins, og skal gjalddaginn įkvešinn eftir žvķ.
Sżningarfrestir vķxla skulu taldir samkvęmt žvķ, er segir ķ nęstu mįlsgrein hér į undan.
Reglum žessum skal eigi beitt, ef žaš veršur séš af sérstöku įkvęši į vķxlinum eša af efni hans aš öšru leyti, aš til žess hafi veriš ętlast aš eftir öšrum reglum yrši fariš.

Sjötti kapķtuli. Um greišslu vķxla.
38. gr.
Handhafi vķxils, er greišast į į tilteknum degi, tilteknum tķma eftir śtgįfudag eša eftir sżningu, skal sżna vķxilinn til greišslu annašhvort į žeim degi, er hann skyldi greiddur, eša į öšrum hvorum tveggja hinna nęstu virkra daga žar į eftir.
Afhending vķxils til greišslujöfnunarstöšvar (clearing-house) jafngildir sżningu hans til greišslu.
39. gr.
Nś greišir greišandi vķxil, og getur hann žį krafist žess, aš vķxillinn sé afhentur sér meš įritašri kvittun vķxilhafa.
Vķxilhafi getur eigi neitaš aš taka į móti greišslu į nokkrum hluta vķxilfjįrhęšarinnar ašeins.
Nś er nokkur hluti vķxilfjįrhęšar greiddur, og getur greišandi žį krafist žess, aš žeirrar greišslu sé getiš į vķxlinum og aš sér sé fengin sérstök kvittun fyrir henni.
40. gr.
Vķxilhafa er eigi skylt aš taka viš greišslu vķxils fyrr en į gjalddaga hans.
Nś greišir greišandi fyrir gjalddaga, og gerir hann žaš į sjįlfs sķn įbyrgš.
Sį, sem greišir vķxil į gjalddaga hans, leysist meš žvķ endanlega undan skuldbindingu sinni, nema um svik eša stórkostlegt gįleysi af hans hįlfu sé aš ręša. Honum er skylt aš fullvissa sig um, aš framsölin séu ķ réttri og samfelldri röš, en eigi žarf hann aš ganga śr skugga um, hvort undirskriftir framseljenda séu ófalsašar.
41. gr.
Hljóši vķxill um greišslu ķ mynt, sem eigi er gjaldgeng į greišslustašnum, mį greiša vķxilfjįrhęšina ķ mynt žeirri, sem gjaldgeng er į greišslustašnum, eftir gengi hennar į gjalddaga. Greiši vķxilskuldari eigi į réttum tķma, getur vķxilhafi krafist žess, aš vķxilfjįrhęšin sé greidd ķ mynt, gjaldgengri į greišslustašnum, hvort sem hann heldur vill eftir gengi hennar į gjalddaga eša į greišsludegi.
Žegar reikna į gildi erlendrar myntar, skal fariš eftir žvķ, sem verslunartķska er į greišslustašnum, enda hafi śtgefandi eigi kvešiš svo į, aš vķxilfjįrhęšina skuli greiša eftir gengi, sem įkvešiš er ķ vķxlinum sjįlfum.
Įkvęši žessi gilda eigi, er śtgefandi hefir męlt svo fyrir, aš greitt skuli ķ vissri įkvešinni mynt (fyrirvari um virka greišslu ķ erlendri mynt).
Sé vķxilfjįrhęš greind ķ myntartegund, er hefir sama nafn en mismunandi gildi ķ landi žvķ, žar sem vķxillinn er gefinn śt, og landi žvķ, žar sem hann į aš greišast, skal lķta svo į, aš įtt sé viš mynt greišslustašarins.
42. gr.
Sé vķxill eigi sżndur til greišslu innan žess frests, er ręšir um ķ 38. gr., er hverjum vķxilskuldara heimilt aš koma vķxilfjįrhęšinni ķ geymslu į kostnaš og įbyrgš vķxilhafa, ķ žeim stofnunum, sem löggiltar eru til aš taka viš geymslufé.

Sjöundi kapķtuli. Um fullnustu vegna samžykkisskorts eša greišslufalls.
43. gr.
Žegar gjalddagi er kominn og vķxill hefir eigi veriš greiddur, getur vķxilhafi leitaš fullnustu hjį framseljendum, śtgefanda og öšrum vķxilskuldurum.
Sama rétt į vķxilhafi, žó gjalddagi enn eigi sé kominn:
   1. Ef neitaš hefir veriš um samžykki aš nokkru eša aš öllu.
   2. Ef bś greišanda hefir veriš tekiš til gjaldžrotaskipta, eša [honum hefur veriš veitt heimild til aš leita naušasamnings],1) eša hafi žaš komiš ķ ljós viš ašfarargerš, aš hann geti eigi greitt skuldir sķnar, eša sé hann kaupmašur og hafi stöšvaš greišslur sķnar. Gildir žetta jafnt, hvort sem greišandi hefir samžykkt vķxilinn eša eigi.
   3. Ef bś śtgefanda, er lagt hefir bann viš žvķ ķ vķxli, aš hann sé sżndur til samžykkis, hefir veriš tekiš til gjaldžrotaskipta, eša [honum hefur veriš veitt heimild til aš leita naušasamnings].1)
   1)L. 21/1991, 182. gr.
44. gr.
Sanna skal neitun samžykkis eša greišslufall meš opinberri gerš (afsagnargerš vegna samžykkisskorts eša greišslufalls).
Afsögn vegna samžykkisskorts skal gerš įšur en frestur sį er lišinn, sem settur er til sżningar vķxilsins til samžykkis. Hafi hin fyrsta sżning, er svo stendur į sem segir ķ 1. mgr. 24. gr., fariš fram į sķšasta degi ķ frestinum, mį samt gera afsögn į nęsta degi žar į eftir.
[Afsögn vegna greišslufalls į vķxli, er greišast skal į tilteknum degi, eša tilteknum tķma eftir śtgįfudag eša sżningu, skal gerš į öšrum žeirra tveggja virku daga, sem nęstir koma į eftir gjalddaga, sbr. žó undantekningar ķ 72. gr. Nś į vķxill aš greišast viš sżningu, og eiga žį įkvęši žau, er sett eru ķ nęstu mįlsgrein hér aš framan um afsögn vegna samžykkisskorts, einnig viš um afsögn hans vegna greišslufalls, eftir žvķ sem viš į.]1)
Hafi vķxill veriš afsagšur vegna samžykkisskorts, žarf eigi aš sżna hann til greišslu eša afsegja hann vegna greišslufalls.
Hafi žaš komiš ķ ljós viš ašfarargerš, aš greišandi geti eigi greitt skuldir sķnar, eša hafi hann, sé hann kaupmašur, stöšvaš greišslur sķnar, getur vķxilhafi eigi leitaš fullnustu vegna žess, fyrr en hann hefir sżnt greišanda vķxilinn til greišslu og afsögn hefir veriš gerš.
Verši bś greišanda tekiš til gjaldžrotaskipta, eša [honum veitt heimild til aš leita naušasamnings],2) nęgir žaš, til žess aš vķxilhafi megi leita fullnustu, aš hann leggi fram śrskuršinn, sem kvešur į um gjaldžrotaskiptin eša [heimildina til aš leita naušasamnings].2) Sama gildir, ef bś śtgefanda, er lagt hefir bann viš žvķ ķ vķxlinum, aš hann sé sżndur til samžykkis, veršur tekiš til gjaldžrotaskipta eša beišni hans um [heimild til aš leita naušasamnings veršur tekin til greina].2)
   1)L. 25/1968, 1. gr. 2)L. 21/1991, 182. gr.
45. gr.
Vķxilhafi skal senda sķšasta framseljanda og śtgefanda tilkynningu um samžykkisskort eša greišslufall innan fjögra virkra daga eftir afsagnardag, eša hafi veriš geršur fyrirvari um fullnustu įn kostnašar, žį eftir sżningardag. Hver framseljandi skal, ķ sķšasta lagi į öšrum virkum degi eftir aš hann fékk slķka tilkynningu, skżra žeim framseljanda, er nęstur er fyrir framan hann, frį tilkynningu žeirri, er hann fékk, og greina nöfn og heimili žeirra, sem įšur hafa sent tilkynningar, og skal žannig haldiš įfram, žar til kemur aš śtgefanda. Frestir žeir, sem aš ofan eru nefndir, teljast frį móttöku nęstu tilkynningar į undan.
Žegar tilkynning er send vķxilskuldara samkvęmt žvķ, sem fyrir er męlt ķ nęstu mįlsgrein hér į undan, skal einnig senda žeim manni, er gengiš hefir ķ įbyrgš fyrir žann vķxilskuldara, samsvarandi tilkynningu og į sama fresti.
Nś hefir framseljandi eigi greint heimili sitt eša tilgreint žaš svo, aš ólęsilegt er, og er žį nęgilegt, aš tilkynning sé send žeim framseljanda, sem nęstur er fyrir framan hann į vķxlinum.
Sį, sem skyldur er aš senda tilkynningu, getur gert žaš meš hverjum hętti sem vera skal, jafnvel meš žvķ ašeins aš endursenda vķxilinn.
Honum ber aš sanna, aš hann hafi sent tilkynninguna įšur en frestur sį var lišinn, er hann hafši til aš senda hana. Tilkynning telst send nógu snemma, ef bréf, er hefir hana aš geyma, er afhent pósti įšur en fresturinn er lišinn.
Sį, sem eigi sendir tilkynningu innan nefnds frests, glatar eigi fullnusturétti sķnum, en įbyrgjast skal hann allt žaš tjón, er af vanrękslu hans hlżst; skašabęturnar mega žó eigi fara fram śr vķxilfjįrhęšinni.
46. gr.
Nś er rituš į skjališ athugasemdin „fullnusta įn kostnašar“, „įn afsagnar“ eša žvķ um lķk athugasemd, og undirrituš af śtgefanda, framseljanda eša įbyrgšarmanni, og žarf vķxilhafi žį eigi, til žess aš halda fullnusturétti sķnum, aš lįta afsegja vķxilinn vegna samžykkisskorts eša greišslufalls.
Fyrirvari žessi leysir vķxilhafa hvorki undan žvķ aš sżna vķxilinn innan fresta žeirra, er til žess eru settir, né undan žvķ aš senda tilkynningu žį, sem męlt er fyrir um ķ 45. gr. Sönnun žess, aš frestir hafi veriš lįtnir hjį lķša, hvķlir į žeim, er bera vill žaš fyrir sig gegn vķxilhafa.
Hafi śtgefandinn sett fyrirvarann, hefir hann gildi gegn öllum vķxilskuldurunum. Hafi framseljandi eša įbyrgšarmašur sett hann, hefir hann ašeins gildi gegn žeim, er setti hann. Nś hefir vķxilhafi lįtiš afsagnargerš fram fara, žrįtt fyrir fyrirvara af hįlfu śtgefanda, og veršur hann žį sjįlfur aš bera kostnaš allan af henni. Sé fyrirvarinn hins vegar settur af framseljanda eša įbyrgšarmanni, mį krefja hvern vķxilskuldara sem vill um afsagnarkostnašinn, hafi afsögn veriš gerš.
47. gr.
Žeir, sem śt hafa gefiš vķxil, samžykkt hann eša framselt eša gerst įbyrgšarmenn aš honum, bera allir fyrir einn og einn fyrir alla įbyrgš gagnvart vķxilhafa.
Vķxilhafa er rétt aš beina kröfu sinni gegn hverjum sem hann vill af žessum skuldurum, gegn einum žeirra sér eša fleirum saman, og žarf hann eigi aš fara eftir žeirri röš, sem skuldbindingar žeirra eru į vķxlinum.
Sama rétt į hver vķxilskuldari, sem leyst hefir vķxilinn til sķn.
Nś er mįl höfšaš gegn einum af vķxilskuldurunum, og er žaš eigi žvķ til fyrirstöšu, aš krafa sé gerš gegn hinum, žó aš žeir séu į vķxlinum į eftir žeim, er fyrstur var lögsóttur.
48. gr.
Vķxilhafi getur krafist af žeim, er hann leitar fullnustu hjį:
   1. Žess hluta vķxilfjįrhęšarinnar, sem eigi var samžykktur eša eigi greiddur, įsamt vöxtum, ef vextir voru įskildir.
   2. [Drįttarvaxta frį gjalddaga samkvęmt lögum um vexti.]1)
   3. Kostnašar viš afsagnargerš og viš tilkynningar žęr, er męlt er fyrir um ķ 45. gr., svo og annars kostnašar …2)
Nś er fullnustu leitaš fyrir gjalddaga, og skal žį draga frį vķxilfjįrhęšinni vķxilforvexti, eftir žvķ sem bankaforvextir eru reiknašir af vķxlum į žeim staš, žar sem vķxilhafi bżr, žann dag, sem fullnustu er krafist.
   1)L. 33/1987, 2. gr. 2)L. 54/1965, 3. gr.
49. gr.
Sį, sem vķxilinn leysir til sķn, getur krafist af žeim vķxilskuldurum, er įbyrgš bera gagnvart honum:
   1. Allrar žeirrar fjįrhęšar, sem hann hefir greitt.
   2. [Drįttarvaxta samkvęmt lögum um vexti af fjįrhęš žeirri, er 1. tölul. greinir, frį žeim degi er hann greiddi hana.]1)
   3. Kostnašar žess, er hann hefir haft …2)
   1)L. 33/1987, 3. gr. 2)L. 54/1965, 3. gr.
50. gr.
Hver sį vķxilskuldari, sem krafinn er eša krefja mį um fullnustu, į rétt į žvķ aš fį vķxilinn afhentan sér įsamt afsagnargerš og kvittušum reikningi, enda greiši hann innlausnarféš.
Hver sį framseljandi, sem innleyst hefir vķxilinn, getur strikaš śt af honum nafn sitt og žeirra framseljenda, sem į eftir honum komu.
51. gr.
Nś er vķxillinn ašeins samžykktur aš žvķ er tekur til nokkurs hluta vķxilfjįrhęšarinnar, og fullnustu sķšan krafist, og getur žį sį, er greišir žann hluta vķxilfjįrhęšarinnar, er eigi fékkst samžykktur, heimtaš, aš žeirrar greišslu sinnar sé getiš į vķxlinum og aš sér sé jafnframt gefin sérstök kvittun fyrir henni. Vķxilhafi skal enn fremur, auk afsagnargeršarinnar, fį honum stašfest eftirrit af vķxlinum, og mį žį leita fullnustu samkvęmt žvķ eftirriti.
52. gr.
Hver sį, sem fullnustu getur krafist, getur, sé annaš eigi įskiliš, tekiš sér greišslu meš nżjum vķxli (gagnvķxill), er greišist viš sżningu og gefinn sé śt į hendur einhverjum žeirra, er įbyrgš bera gagnvart honum, til greišslu į žeim staš, žar sem sį mašur bżr.
Gagnvķxillinn skal nema upphęšum žeim, sem greinir ķ 48. og 49. gr. aš višbęttu gjaldi til mišlara og stimpilgjaldi af gagnvķxlinum.
Gefi vķxilhafi gagnvķxilinn śt, skal fjįrhęš hans įkvešin eftir gengi sżningarvķxla, sem gefnir eru śt frį greišslustaš upphaflega vķxilsins til žess stašar, žar sem hlutašeigandi vķxilskuldari bżr. Gefi framseljandi gagnvķxilinn śt, skal įkveša fjįrhęšina eftir gengi sżningarvķxla, sem gefnir eru śt frį žeim staš, žar sem śtgefandi gagnvķxilsins bżr, og til žess stašar, žar sem vķxilskuldarinn bżr.
53. gr.
Séu frestir žeir lįtnir hjį lķša, sem gilda um sżningu vķxils, er hljóšar um greišslu viš sżningu eša tilteknum tķma eftir sżningu, um framkvęmd afsagnargeršar vegna samžykkisskorts eša vegna greišslufalls, um sżningu vķxils til greišslu, er fyrirvari hefir veriš geršur um fullnustu įn kostnašar, žį glatar vķxilhafi rétti sķnum gegn framseljendum, śtgefanda og öšrum vķxilskuldurum, nema samžykkjanda.
Hafi vķxill eigi veriš sżndur til samžykkis innan frests žess, sem śtgefandi hefir įkvešiš, glatar vķxilhafi rétti sķnum til fullnustu, bęši vegna samžykkisskorts og vegna greišslufalls, nema žaš verši séš af įkvęšinu um frestinn, aš śtgefandi vildi ašeins undanskilja sig įbyrgš į samžykki.
Nś er settur frestur til sżningar ķ framsali, og getur žį hlutašeigandi framseljandi einn boriš žaš fyrir sig.
54. gr.
Komi į fresti žeim, sem settur er til sżningar vķxils eša til afsagnargeršar, fyrir óvišrįšanleg tįlmun (innlend eša erlend lagaįkvęši eša ašrir óvišrįšanlegir atburšir), og verši geršir žessar eigi framkvęmdar žess vegna, lengjast frestirnir.
Vķxilhafa er skylt aš senda sķšasta framseljanda žegar ķ staš tilkynningu um slķka tįlmun, og aš geta žessarar tilkynningar og dagsetningar hennar į vķxlinum eša miša, sem viš vķxilinn sé festur, og rita nafn sitt undir. Aš öšru leyti skal fariš eftir įkvęšunum ķ 45. gr.
Jafnskjótt og tįlmuninni er lokiš, skal vķxilhafi tafarlaust sżna vķxilinn til samžykkis eša greišslu, og lįta afsegja hann, ef žarf.
Vari tįlmunin lengur en žrjįtķu daga eftir gjalddaga, mį leita fullnustu įn žess aš naušsynlegt sé aš sżna vķxilinn eša afsegja hann.
Sé um vķxil aš ręša, er greišast į viš sżningu eša tilteknum tķma eftir sżningu, teljast žessir žrjįtķu dagar frį žeim degi, er vķxilhafi sendi sķšasta framseljanda tilkynningu um tįlmunina, žótt žaš hafi veriš įšur en sżningarfresti lauk. Nś į vķxill aš greišast tilteknum tķma eftir sżningu, og skal žį bęta žeim tķma viš žrjįtķu daga frestinn.
Atvik, er ašeins varša vķxilhafa persónulega, eša žann mann, er hann hefur fališ aš sżna vķxilinn eša lįta afsegja hann, skulu eigi talin óvišrįšanlegir atburšir (vis major).

Įttundi kapķtuli. Um mešalgöngu.
1. Almenn įkvęši.
55. gr.
Śtgefandi, framseljandi eša įbyrgšarmašur geta tilgreint naušleitarmann til aš samžykkja eša greiša vķxilinn.
Žegar žau skilyrši eru fyrir hendi er greinir hér į eftir, getur mašur gerst mešalgöngumašur og samžykkt vķxil eša greitt hann fyrir einhvern žann vķxilskuldara, er fullnustu yrši krafinn.
Mešalgöngumašur getur veriš einhver sį mašur, sem eigi er vķxilskuldari, jafnvel greišandi vķxilsins, eša einhver sį, sem oršinn er vķxilskuldari, žó ekki samžykkjandi vķxilsins.
Mešalgöngumašur skal, įšur en tveir virkir dagar eru lišnir, senda žeim, er hann gerist mešalgöngumašur fyrir, tilkynningu um mešalgönguna. Lįti hann frest žennan hjį lķša, ber hann įbyrgš į öllu žvķ tjóni, er hljótast kann af vanrękslu hans; skašabęturnar mega žó eigi fara fram śr vķxilfjįrhęšinni.
2. Samžykki fyrir mešalgöngu.
56. gr.
Mešalgöngumašur getur samžykkt vķxil, jafnan er vķxilhafi getur leitaš fullnustu fyrir gjalddaga vķxilsins, nema žvķ ašeins, aš bannaš hafi veriš aš sżna vķxilinn til samžykkis.
Nś er į vķxlinum vķsaš į naušleitarmann į greišslustašnum, og getur vķxilhafi žį eigi krafiš žann, er vķsaši į naušleitarmanninn, né žį vķxilskuldara, sem eftir honum koma, um fullnustu fyrir gjalddaga, nema hann hafi sżnt naušleitarmanninum vķxilinn og, hafi hann neitaš um samžykki, žį sannaš neitun hans meš afsagnargerš.
Endranęr getur vķxilhafi neitaš aš taka viš samžykki mešalgöngumanns. Taki hann samt viš samžykkinu, missir hann rétt sinn til žess aš krefjast fullnustu fyrir gjalddaga hjį žeim, er samžykkt var fyrir, og žeim vķxilskuldurum, er eftir hann koma.
57. gr.
Samžykki sitt skal mešalgöngumašur rita į vķxilinn og undirrita žaš. Ķ samžykkinu skal žess getiš, fyrir hvern žaš sé gefiš. Sé žess eigi getiš, telst samžykkiš gefiš fyrir śtgefanda.
58. gr.
Mešalgöngumašur, er samžykkt hefir vķxil, ber įbyrgš gagnvart vķxilhafa og žeim framseljendum, sem koma į eftir žeim, er hann samžykkti fyrir, meš sama hętti og sį mašur bar įbyrgš gagnvart žeim.
Žrįtt fyrir žaš, žótt mešalgöngumašur hafi samžykkt vķxil, getur sį, er hann samžykkti fyrir, og žeir vķxilskuldarar, er įbyrgš bera gagnvart žeim manni, ef žeir greiša fjįrhęš žį, sem ķ 48. gr. segir, krafist žess, aš vķxilhafi skili sér vķxlinum, kvittušum reikningi og afsagnargerš, hafi hśn fariš fram.
3. Greišsla mešalgöngumanns.
59. gr.
Mešalgöngumašur getur greitt vķxil, jafnan er vķxilhafi gęti leitaš fullnustu, hvort heldur er fyrir gjalddaga eša eftir.
Greiša skal alla žį fjįrhęš, er sį skyldi greiša, er fyrir er greitt.
Greišsla skal fara fram ķ sķšasta lagi nęsta dag eftir žann dag, er afsögn vegna greišslufalls sķšast hefši oršiš gerš.
60. gr.
Hafi mešalgöngumašur, er heima į į greišslustašnum, samžykkt vķxil, eša sé vķsaš į einn eša fleiri naušleitarmenn į vķxlinum, er bśi į greišslustašnum, skal vķxilhafi sżna öllum žessum mönnum vķxilinn og, ef meš žarf, lįta afsegja hann vegna greišslufalls ķ sķšasta lagi nęsta dag eftir žann dag, er afsögn sķšast hefši oršiš gerš.
Sé afsögn eigi gerš į žessum fresti, er sį, er vķsaši į naušleitarmanninn, eša sį, er vķxillinn var samžykktur fyrir, og framseljendur žeir, er į eftir žeim koma, leystir frį skuldbindingum sķnum.
61. gr.
Vķxilhafi, sem neitar aš taka viš greišslu mešalgöngumanns, glatar fullnusturétti sķnum gegn žeim, er leystir hefšu oršiš meš greišslunni.
62. gr.
Sanna skal greišslu mešalgöngumanns meš kvittun, er rituš sé į vķxilinn, og skal žess getiš, fyrir hvern greitt sé. Nś er žess eigi getiš, og skal žį tališ, aš greitt sé fyrir śtgefanda.
Afhenda skal mešalgöngumanni vķxilinn, įsamt afsagnargerš, hafi hśn fram fariš.
63. gr.
Mešalgöngumašur, er vķxil greišir, öšlast réttindi žau, er vķxillinn veitir gegn žeim, er hann greiddi fyrir, og žeim, er samkvęmt vķxlinum bįru įbyrgš gagnvart žeim manni; žó mį hann eigi framselja vķxilinn af nżju.
Framseljendur žeir, er koma į eftir žeim, er greitt var fyrir, leysast meš greišslunni.
Bjóšist fleiri en einn mešalgöngumašur til aš greiša, gengur sį žeirra fyrir, er flesta vķxilskuldara leysir. Sį, er mešalgöngumašur gerist gagnstętt įkvęši žessu, og veit hversu į stendur, glatar fullnusturétti sķnum gegn žeim, er ella hefšu leystir oršiš.

Nķundi kapķtuli. Um samrit og eftirrit vķxla.
1. Samrit.
64. gr.
Gefa mį vķxil śt ķ fleiri samhljóša eintökum (samrit).
Ķ texta hvers eintaks skal greina, hvert žaš sé ķ röšinni; aš öšrum kosti gildir hvert eintak sem sjįlfstęšur vķxill.
Sérhver handhafi vķxils, er eigi greinir, aš hann sé gefinn śt ķ einu eintaki (einritašur), getur krafist žess, aš sér séu, į sinn kostnaš, fengin samrit af vķxlinum. Ķ žvķ skyni skal hann snśa sér til žess, er nęstur er fyrir framan hann; sį mašur er skyldur til ašstošar honum meš tilmęlum til žess, er nęstur er į undan honum, og svo hver af öšrum, uns beišnin kemur til śtgefanda. Framseljendum er skylt aš rita af nżju framsöl sķn į nżju eintökin.
65. gr.
Greišsla samkvęmt einu af vķxileintökunum leysir undan vķxilskyldunni, žótt eigi sé žaš įskiliš, aš hin eintökin skuli śr gildi felld meš henni. Greišandi įbyrgist žó eftir sem įšur hvert žaš eintak, er samžykki hans er ritaš į og honum hefir eigi veriš skilaš.
Hafi framseljandi framselt żmsum mönnum vķxileintök, įbyrgist hann og framseljendur žeir, er į eftir honum koma, hvert žaš eintak, sem nafnritun žeirra er į og eigi hefir veriš skilaš aftur.
66. gr.
Nś sendir vķxilhafi eitt af vķxileintökunum til samžykkis, og skal hann žį rita į hin eintökin nafn žess manns, er žetta eintak er hjį. Skylt er žeim manni aš skila žvķ til löglegs handhafa annars vķxileintaks.
Nś neitar hann aš skila eintaki žessu, og getur vķxilhafi žį eigi leitaš fullnustu fyrr en hann hefir sannaš meš afsagnargerš:
   1. aš sér hafi eigi veriš skilaš eintaki žvķ, er til samžykkis var sent, žótt hann hafi krafist žess, og
   2. aš hann hafi eigi getaš fengiš samžykki eša greišslu samkvęmt öšru eintaki.
2. Eftirrit.
67. gr.
Hverjum handhafa vķxils er rétt aš taka eftirrit af honum.
Eftirrit vķxils skal nįkvęmlega fylgja frumvķxlinum, og skal žaš hafa aš geyma eftirrit af framsölum og öšrum įritunum, sem į frumvķxlinum eru. Žess skal getiš ķ eftirritinu, hve langt eftirritunin nęr.
Framselja mį vķxileftirrit, svo og rita į žaš įbyrgšarskuldbindingu, meš sama hętti og sömu įhrifum sem um frumvķxil vęri aš ręša.
68. gr.
Ķ vķxileftirriti skal žess getiš, hver frumvķxilinn hafi meš höndum, og er žeim manni skylt aš skila löglegum handhafa eftirritsins frumvķxlinum.
Nś fęrist hann undan žvķ, og getur žį handhafi eftirritsins eigi leitaš fullnustu hjį žeim, er framselt hafa eftirritiš eša ritaš į žaš įbyrgšarskuldbindingu, fyrr en hann hefir sannaš žaš meš afsagnargerš, aš sér hafi eigi veriš skilaš frumvķxlinum, žótt hann hafi krafist žess.
Hafi veriš rituš į frumvķxilinn, eftir sķšasta framsal įšur en eftirritiš var gert, žessi athugasemd: „eftirleišis er ašeins framsal į eftirrit gilt“, eša önnur įritun sama efnis, eru framsöl žau, er seinna eru rituš į frumvķxilinn, ógild.

Tķundi kapķtuli. Um breytingar į vķxli.
69. gr.
Nś eru breytingar geršar į texta vķxils, og eru žį žeir, er ritaš hafa nöfn sķn į vķxilinn eftir aš breytingin var gerš, skuldbundnir ķ samręmi viš hinn breytta texta, en hinir, er įšur höfšu ritaš nöfn sķn į vķxilinn, eru skuldbundnir ķ samręmi viš hinn upphaflega texta hans.

Ellefti kapķtuli. Um fyrningu vķxla.
70. gr.
Allar kröfur samkvęmt vķxlinum į hendur samžykkjanda fyrnast į žremur įrum frį gjalddaga.
Kröfur vķxilhafa į hendur framseljendum og śtgefanda fyrnast į einu įri frį žeim degi, er afsagnargerš fór fram, enda hafi afsögn veriš gerš į réttum tķma, eša į einu įri frį gjalddaga, hafi fyrirvari veriš geršur um fullnustu įn kostnašar.
Fullnustukröfur framseljanda į hendur öšrum framseljendum eša śtgefanda fyrnast į sex mįnušum frį žeim degi, er framseljandi leysti vķxilinn til sķn, eša frį žeim degi, er fyrningu var slitiš gagnvart honum.
71. gr.
Fyrningu vķxils er slitiš er stefna er birt ķ vķxilmįli, krafa gerš ķ mįli um notkun vķxilkröfu til skuldajafnašar įn gagnsóknar, [beišni um ašför fyrir vķxli berst sżslumanni eša hérašsdómara],1) vķxilkröfunni lżst ķ bś skuldunauts, er tekiš hefir veriš til opinberra skipta, eša kröfunni lżst …2) er skuldunautur leitar naušasamninga įn gjaldžrotamešferšar į bśi sķnu. Fyrningu vķxils er og slitiš, ef sį, sem sóttur er um vķxilkröfu, tilkynnir lögsóknina (litis denuntiatio) einhverjum, sem er fyrir framan hann į vķxlinum. Sį, er slķka tilkynningu fęr, getur slitiš fyrningu žį, er ręšir um ķ 1. mgr. 70. gr., meš žvķ aš tilkynna samžykkjanda lögsóknina.
Fyrningu vķxils er slitiš meš stefnu til erlends dómstóls, ef skuldunautur į heimili ķ žvķ landi, eša hann ber fram varnir ķ mįlinu, en ber žaš žó eigi fyrir sig, aš dómstóllinn sé eigi dómbęr, eša stefnan er birt honum sjįlfum. Tilkynning um lögsókn (litis denuntiatio) viš erlendan dómstól slķtur fyrningu meš sama hętti og stefna. Sömuleišis er fyrningu slitiš, er vķxilkrafa er notuš til skuldajafnašar ķ mįli, sem rekiš er fyrir erlendum dómstóli, samkvęmt žeim lögum, er žar gilda.
Fyrningu er slitiš meš lżsingu vķxilkröfu ķ bś skuldunauts, er tekiš hefir veriš erlendis til opinberra skipta, ef skuldunautur įtti heima ķ žvķ landi, er skiptamešferšin hófst.
Fyrningu er eigi slitiš gegn öšrum vķxilskuldurum en žeim, er einhverri af fyrrnefndum geršum er beint aš, en fyrningarslitin koma öllum žeim aš notum, sem eru fyrir framan hann į vķxlinum, er fyrningu sleit.
Nś hefir fyrningu veriš slitiš, en lögsókn er eigi til lykta leidd, og hefst žį nżr fyrningarfrestur frį žeim degi, er mįliš sķšast var til mešferšar ķ rétti.
Nś veršur gerš til slita fyrningar eigi komiš fram vegna tįlmana žeirra, sem ręšir um ķ 54. gr., og glatast žį vķxilréttur eigi, ef fyrningu er slitiš innan mįnašar frį žvķ aš tįlmuninni lauk.
   1)L. 92/1991, 18. gr. 2)L. 21/1991, 182. gr.

Tólfti kapķtuli. Almenn įkvęši.
72. gr.
[Nś ber gjalddaga vķxils į löghelgan dag eša dag, žegar bankastofnanir almennt eru lokašar, og veršur greišslu žį eigi krafist fyrr en nęsta virkan dag į eftir. Allar ašrar geršir, er varša vķxilinn, svo sem sżning til samžykkis og afsagnargerš, mį einnig ašeins framkvęma į virkum degi.
Nś į gerš aš fara fram į tilteknum fresti og er lokadagur frestsins löghelgur dagur eša almennur lokunardagur bankastofnana, og lengist fresturinn žį til nęsta virks dags į eftir. Löghelgir dagar innan frestsins skulu taldir meš, er fresturinn er reiknašur.
Nś er kvešiš į um frest ķ lögum žessum eša sérstökum įkvęšum, og telst žį dagur sį, er fresturinn er talinn frį, eigi meš ķ frestinum.
Frestsdagar til greišslu eftir gjalddaga gilda eigi um vķxla.]1)
   1)L. 25/1968, 2. gr.
73. gr.
Nś glatast vķxill, er greišast į hér į landi, og mį žį ógilda hann meš dómi, samkvęmt žeim reglum, sem gilda um ógilding skjala meš dómi. Ógildingarmįl skal höfša į greišslustaš vķxilsins.
Žegar stefna ķ ógildingarmįli er löglega birt, er śtgefandi skyldur aš gefa śt nżjan vķxil. Hafi hinn glataši vķxill veriš samžykktur, er samžykkjandi skyldur til aš greiša hann į gjalddaga, žeim manni, er sannar rétt sinn til aš taka viš greišslu. Setja skal žó śtgefanda eša samžykkjanda nęga tryggingu uns vķxillinn er dęmdur ógildur eša įbyrgš žeirra eftir hinum glataša vķxli er horfin į annan hįtt.
74. gr.
Nś hefir vķxilkrafa fyrnst eša vķxilréttur glatast fyrir vangeymslu, og er eiganda vķxils rétt aš sękja vķxilskuldara um žį fjįrhęš, er hann mundi vinna honum śr hendi, ef fjįrheimtan félli nišur, sem um hverja ašra skuld.

Annar žįttur. Um eiginvķxla.
Žrettįndi kapķtuli.
75. gr.
Ķ eiginvķxli skal greina:
   1. Oršiš vķxil ķ meginmįli skjalsins og į žvķ mįli, sem skjališ er ritaš į.
   2. Skilyršislaust loforš um aš greiša tiltekna upphęš peninga.
   3. Gjalddaga.
   4. Greišslustaš.
   5. Nafn žess, er viš greišslu į aš taka, eša įvķsa mį vķxilfjįrhęšinni til greišslu.
   6. Śtgįfustaš og śtgįfudag.
   7. Undirskrift žess, er gefur skjališ śt (śtgefandi).
76. gr.
Nś brestur į, aš greind séu ķ skjali öll žau atriši, sem nefnd eru ķ nęstu grein hér į undan, og hefir skjališ žį eigi gildi sem eiginvķxill, nema žegar svo er įstatt sem segir sķšar ķ žessari grein.
Sé gjalddagi eigi tilgreindur, telst vķxillinn gjaldkręfur viš sżningu.
Sé greišslustašur eigi tilgreindur sérstaklega, skal śtgįfustašur skjalsins talinn vera greišslustašur, og žį einnig vera talinn sį stašur, er greišandi bżr į.
Sé śtgįfustašur eigi tilgreindur, skal lķta svo į, aš vķxillinn hafi veriš undirritašur į žeim staš, sem tilgreindur er viš nafn śtgefanda.
77. gr.
Um eiginvķxla gilda, aš žvķ leyti, sem žeim veršur viš komiš, žau įkvęši, sem sett eru um vķxla į hendur öšrum manni og varša: framsal vķxla (11.–20. gr.), gjalddaga (33.–37. gr.), greišslu (38.–42. gr.), fullnustu vegna greišslufalls (43.–50. og 52.–54. gr.), milligöngu viš greišslu (55. gr. og 59.–63. gr.), eftirrit (67. og 68. gr.), breytingar (69. gr.), fyrningu (70.–71. gr.), löghelga daga, reikning į frestum og bann gegn frestdögum til greišslu eftir gjalddaga (72. gr.), glataša vķxla (73. gr.), og rétt vķxilhafa til mįlshöfšunar, er vķxilkrafa er fyrnd eša glötuš fyrir vangeymslu (74. gr.).
Sömuleišis gilda um eiginvķxla įkvęšin um vķxla, er greišast eiga hjį žrišja manni eša į öšrum staš en žeim, žar sem heimili greišanda er (4. gr. og 27. gr.), um heimild til aš įskilja vexti (5. gr.), um žaš, er vķxilfjįrhęš er tilgreind oftar en einu sinni og eigi hin sama ķ öll skiptin (6. gr.), um afleišingar žess, aš nafn er ritaš į vķxil meš žeim atvikum, er segir ķ 7. gr., um žaš, er į vķxli eru nafnritanir manna, er ritaš hafa įn umbošs eša fariš hafa śt fyrir umboš sitt (8. gr.), og įkvęšin um vķxla, er eigi voru fullritašir (10. gr.).
Ennfremur gilda um eiginvķxla įkvęšin um įbyrgš (30.–32. gr.). Sé eigi greint ķ įritun um įbyrgš, fyrir hvern hśn sé tekin (31. gr. sķšasta mįlsgrein), skal lķta svo į, aš hśn sé tekin fyrir śtgefanda.
78. gr.
Śtgefandi eiginvķxils er skuldbundinn meš sama hętti og samžykkjandi vķxils į hendur öšrum manni.
Nś hljóšar eiginvķxill um greišslu tilteknum tķma eftir sżningu, og skal žį sżna śtgefanda hann, til įritunar um sżninguna, innan žess frests, sem getiš er ķ 23. gr. Frestur frį sżningu telst žį frį žeim degi, er įritun śtgefanda um sżningu er dagsett į vķxlinum. Neiti śtgefandi aš rita į vķxilinn um sżninguna eša aš dagsetja įritunina, skal lįta fara fram afsagnargerš um žaš (25. gr.), og telst fresturinn frį sżningu žį frį dagsetningu hennar.

Žrišji žįttur. Um žaš, hve śtlend lög koma til greina.
Fjórtįndi kapķtuli.
79. gr.
Hvort erlendur mašur sé umkominn žess aš gangast undir vķxilskyldur, skal meta eftir lögum žess lands, er hann er rķkisfastur ķ. Męli žau lög svo fyrir, aš lögum annars lands skuli beitt, skal eftir hinum sķšastnefndu lögum fariš.
Erlendur mašur, sem eigi vęri žess umkominn aš gangast undir vķxilskyldur samkvęmt įkvęšum nęstu mįlsgreinar hér aš framan, er žó samt sem įšur skuldbundinn hér ķ landi, ef hann hefir gengist undir skylduna ķ einhverju žvķ landi, žar sem hann aš lögum žess lands hefši veriš žess umkominn aš skuldbinda sig.
80. gr.
Um form vķxilskuldbindingar skal dęma eftir lögum žess lands, žar sem undir skylduna var gengiš.
Nś er vķxilskuldbinding ógild samkvęmt fyrstu mįlsgrein žessarar greinar, en gild aš lögum žess lands, žar sem sķšar er gengist undir skuldbindingu og leišir žį ógilding hinnar fyrri skuldbindingar eigi til žess, aš hin sķšari einnig skuli metin ógild.
Vķxilskuldbinding, sem ķslenskur rķkisborgari gengst undir erlendis og fullnęgir skilyršum ķslenskra laga um form, skal talin gild hér į landi gagnvart öšrum ķslenskum rķkisborgara, žótt skuldbindingin ella mundi talin ógild samkvęmt įkvęšum fyrstu mįlsgreinar žessarar greinar.
81. gr.
Um įhrif žess, aš vķxill į hendur öšrum manni er samžykktur eša eiginvķxill gefinn śt, skal dęma eftir lögum žess lands, žar sem vķxillinn į aš greišast.
Um įhrif annarra vķxilskuldbindinga skal dęma eftir lögum žess lands, žar sem undir žęr var gengist, enda sé eigi öšruvķsi fyrir męlt.
82. gr.
Um fresti til aš leita fullnustu skal fara eftir lögum žess lands, žar sem vķxillinn var gefinn śt, hver vķxilskuldara sem hlut į aš mįli.
83. gr.
Nś er svo litiš į aš lögum žess lands, žar sem vķxillinn var gefinn śt, aš vķxilhafi sé einnig eigandi kröfu žeirrar, er varš tilefni žess aš vķxillinn var śt gefinn, og skal žį fariš eftir žeim lögum um žaš efni.
84. gr.
Fara skal eftir lögum žess lands, žar sem vķxillinn į aš greišast, um žaš, hvort takmarka megi samžykki viš nokkurn hluta vķxilfjįrhęšar og hvort vķxilhafi geti neitaš aš taka viš greišslu į nokkrum hluta vķxilfjįrhęšarinnar ašeins.
85. gr.
Um form afsagnargeršar og annarra gerša, er naušsynlegar eru til žess, aš vķxilrétti verši beitt eša hann varšveittur, og um frest til slķkra gerša, skal fariš eftir lögum žess lands, žar sem geršin fór fram.
86. gr.
Fara skal eftir lögum žess lands, žar sem vķxill į aš greišast, um žaš hversu fariš skuli aš, ef vķxill glatast eša er stoliš.
87. gr.
Eigi aš beita erlendum lögum ķ dómsmįli, samkvęmt žeim fyrirmęlum, sem um žaš eru sett, og séu dómnum eigi hin erlendu lög kunn, getur hann lagt fyrir hlutašeigandi ašila aš afla žeirra upplżsinga, er meš žarf, um žaš efni.

Fjórši žįttur. Lokaįkvęši.
Fimmtįndi kapķtuli.
88. gr.
Afsögn samkvęmt lögum žessum gerir notarius publicus eša embęttismašur sį, sem aš lögum gegnir notarialstörfum. Nįist eigi til žessa embęttismanns ķ tękan tķma, mį lįta hreppstjóra eša einn stefnuvott gera afsögnina.
89. gr.
Afsagnar mį beiša munnlega, žann sem į aš gera hana, ef vķxillinn er fenginn honum.
90. gr.
Sé afsagnar į sama vķxli krafist hjį fleirum į sama staš, žarf eigi meira en eina afsagnargerš.
91. gr.
Afsagnargeršir skulu, sé eigi um annaš samiš, fara fram į tķmabilinu frį kl. 9 įrdegis til kl. 7 sķšdegis, ķ starfhżsi hlutašeigandi manns, eša į heimili hans, eigi hann ekkert starfhżsi į afsagnarstašnum. Sé sį eigi višstaddur, er žola skal afsagnargerš, mį gera hana ķ eša hjį starfhżsi hans eša heimili. Sé eigi starfhżsi hans eša heimili kunn, og geti sį, er afsögn gerir, eigi fengiš vitneskju um žau hjį lögreglustjórn žess stašar, skal geta žess ķ afsagnargeršinni.
Žvķ, sem hér var fyrir męlt um staš og stund afsagnargeršar, skal einnig beita, eftir žvķ sem viš į, um sżningu vķxils til samžykkis eša til greišslu.
92. gr.
Nś į afsögn vegna greišslufalls fram aš fara, og bżšst sį, sem afsögn į aš gera hjį, til aš greiša vķxilinn aš nokkru eša öllu, og skal žį sį, sem afsögn gerir, veita fénu móttöku, enda sé enginn annar mašur višstaddur, er veitt geti žvķ móttöku fyrir geršarbeišanda hönd. Rita skal kvittun fyrir greišslunni į vķxilinn, og sé vķxilfjįrhęšin greidd aš fullu, įsamt vöxtum žeim, er įskildir kunna aš hafa veriš, sbr. 5. gr., skal afhenda vķxilinn žeim, er greišir hann, ef geršarbeišandi hefir eigi lįtiš öšruvķsi um męlt viš žann, er afsögn gerir.
93. gr.
Ķ afsagnargerš skal rita: eftirrit af vķxlinum eša eftirriti hans og öllu žvķ, er į honum stendur, tilmęli eša kröfu geršarbeišanda og svar žess, er afsögn er gerš hjį; hafi hann engu svaraš eša eigi fundist, skal žess getiš; svo skal og greina staš og stund afsagnargeršarinnar, og skal sį, er afsögn gerir, rita nafn sitt undir.
Į vķxilinn eša eftirrit hans skal rita vottorš um afsagnargeršina.
94. gr.
Fęra skal afsagnargerš oršrétta inn ķ notarialbók lögsagnarumdęmisins. Hafi hreppstjóri eša stefnuvottur gert afsögn, skal hann senda stašfest eftirrit af afsagnargeršinni til notarius innan žriggja daga frį afsagnardegi.
Eftirrit af afsagnargerš mį eigi veita öšrum en geršarbeišanda.