Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um inngöngu Íslands í Bernarsambandið

1947 nr. 74 5. júní


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júní 1947. Breytt með: L. 73/1972 (tóku gildi 29. nóv. 1972). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd sáttmála þann, er gerður var í Bern hinn 9. september 1886 og endurskoðaður í Berlín 13. nóvember 1908 og í Róm 2. júní 1928, um vernd bókmennta og listaverka. [Ráðuneytið]1) setur reglur um framkvæmd sáttmálans hér á landi.
   1)L. 126/2011, 22. gr.
2. gr.1)
   1)L. 73/1972, 64. gr.
3. gr.
Ríkisstjórnin skal, eftir því sem verða má, tryggja það, að þýðendur eða bókaútgefendur, sem þegar hafa þýtt eða látið þýða erlendar bækur, hafi forgangsrétt til útgáfu þeirra gegn hæfilegri þóknun til eiganda þýðingarréttarins, enda verði bókin gefin út fyrir 31. desember 1948.
Þýðendur og útgefendur, sem notfæra vilja sér þetta ákvæði, skulu senda [ráðuneytinu]1) skrá um bækur þessar innan þess tíma, sem ráðuneytið ákveður með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, og færa sönnur á, ef óskað er, að þýðingarstarfið hafi verið hafið, áður en Ísland óskaði inngöngu í Bernarsambandið.
   1)L. 126/2011, 22. gr.