Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna

1955 nr. 74 9. desember


Tók gildi 1. mars 1956.

Hinn 30. nóvember 1955 var forstjóra Sameinuðu þjóðanna afhent aðildarskjal Íslands að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna, sem lagður var fram til undirritunar í Genf 28. júlí 1951, en Alþingi veitti ríkisstjórninni, með þingsályktun frá 9. febrúar 1955, heimild til þess að fullgilda nefndan samning.
Samkvæmt samningnum gengur hann í gildi, að því er varðar Ísland, hinn 1. mars 1956. …1)
   1)Samningurinn er birtur í Stjtíð. A 74/1955.