Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um að banna hnefaleika
1956 nr. 92 27. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 29. desember 1956. Breytt með: L. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990).
1. gr.
Bönnuð er öll keppni eða sýning á hnefaleik. Enn fremur er bannað að kenna hnefaleik.
2. gr.
Bönnuð er sala og notkun hnefaleiksglófa og annarra tækja, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. Í reglugerð skal ákveða, hvernig fara skuli með slík tæki, sem nú eru til í landinu.
3. gr.
Brot gegn lögum þessum og reglugerð, settri samkvæmt þeim, skal varða sektum …1) ef ekki liggur þyngri refsing við brotinu samkvæmt öðrum lögum.
1)L. 116/1990, 27. gr.