Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðasiglingamálastofnun (IMCO)

1960 nr. 52 11. júní


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 28. september 1960.

1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt frá 6. mars 1948, um alþjóðasiglingamálastofnun (IMCO), með þeim fyrirvara, að Ísland muni taka staðfestingu sína til athugunar á ný, ef síðar yrði ákveðið, að siglingamálastofnunin (IMCO) skyldi einnig fjalla um mál, sem eru algerlega fjármálalegs eða viðskiptalegs eðlis.
Samtímis sé því lýst yfir, að af Íslands hálfu sé áhersla lögð á raunhæft gildi 59. gr. samþykktarinnar, varðandi uppsögn á þátttöku.
Samþykkt þessi er prentuð á íslensku og ensku sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
   1)Sjá Stjtíð. A 1960, bls. 186.
2. gr.
Þegar samþykkt sú, er um ræðir í 1. gr., hefur verið staðfest, skulu ákvæði hennar hafa lagagildi hér á landi.