Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um hreppstjóra
1965 nr. 32 26. apríl
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 12. júní 1965. Breytt með:
L. 13/1983 (tóku gildi 1. júlí 1983).
L. 50/1989 (tóku gildi 30. maí 1989).
L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992).
L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
[Hreppstjóri skal vera í hverju sveitarfélagi utan aðseturs sýslumanns, nema sýslumaður telji þess ekki þörf.]1)
1)L. 50/1989, 1. gr.
2. gr.
[Þá er starf hreppstjóra losnar skal sýslumaður auglýsa það laust til umsóknar. Sýslumaður veitir stöðu hreppstjóra að fenginni umsögn sveitarstjórnar.
Hafi sýslumaður skrifstofu í sveitarfélagi utan aðseturs síns er honum heimilt án auglýsingar að skipa forstöðumann þeirrar skrifstofu jafnframt hreppstjóra í því sveitarfélagi. Er hreppstjórastarfið þá hluti af starfi forstöðumanns.]1)
1)L. 50/1989, 2. gr.
3. gr.
Engan má skipa hreppstjóra, nema hann uppfylli eftirtalin skilyrði:
1. Sé svo andlega og líkamlega hraustur, að hann geti gegnt stöðunni.
2. Sé 21 árs að aldri.
3. Sé lögráða og hafi forræði á fé sínu.
4. Sé íslenskur ríkisborgari.
4. gr.
[Nú uppfyllir hreppstjóri eigi lengur skilyrði 3. gr. og skal þá sýslumaður leysa hann frá störfum. Enn fremur skal leysa hreppstjóra frá störfum, þegar hann er fullra 70 ára að aldri eða hann flyst brott úr hreppnum.]1)
1)L. 13/1983, 1. gr.
5. gr.
Nú losnar starf hreppstjóra og [sveitarstjórn]1) hefur eigi gert tillögur samkvæmt 2. gr. Skal sýslumaður þá setja einhvern þann, sem uppfyllir skilyrði 3. gr. sbr. 4. gr., til að gegna starfinu. Á sama hátt getur sýslumaður sett mann til að gegna hreppstjórastarfi um stundarsakir í forföllum hreppstjóra eða til að fara með einstök mál, sem hreppstjóri má eigi fara með.
1)L. 50/1989, 3. gr.
6. gr.
Hreppstjórar eru umboðsmenn sýslumanns, hver í sínum hreppi. Fara þeir með lögregluvald, annast innheimtu opinberra gjalda …1) og fleiri störf í umboði sýslumanns, svo og þau önnur störf, sem nánar kann að vera kveðið á um í lögum eða reglugerðum.
1)L. 92/1991, 43. gr.
7. gr.
[Hreppstjórar taka laun úr ríkissjóði og skulu þau greiðast mánaðarlega.
Launin skulu miðast við laun almennra lögreglumanna og úrskurðar [sá ráðherra er fer með launa- og kjaramál]1) við hvaða launaflokk skuli miða á hverjum tíma. Launin ákveðast sem hundraðshluti af viðmiðunarlaununum sem hér segir:
Í hreppum með 100 íbúa eða færri greiðast 6,5% launa.
Í hreppum með 101–200 íbúa greiðast 8,0% launa.
Í hreppum með 201–300 íbúa greiðast 9,5% launa.
Í hreppum með 301–400 íbúa greiðast 11% launa.
Í hreppum með 401–500 íbúa greiðast 12,5% launa.
Í hreppum með 501 og fleiri íbúa greiðast 14% launa.
Í hreppum þar sem verkefni hreppstjóra eru sérstaklega umfangsmikil eða þar sem þeim er gert að hafa opna skrifstofu tiltekinn tíma í viku hverri og hin föstu laun hrökkva eigi fyrir áætluðu vinnuframlagi getur [sá ráðherra er fer með málefni sýslumanna]1) ákveðið, að fengnum tillögum viðkomandi sýslumanns, að greiða hreppstjóra viðbótarlaun.
Auk launa skulu hreppstjórar fá greiddan útlagðan kostnað vegna hreppstjórastarfsins. Heimilt er [þeim ráðherra er fer með launa- og kjaramál]1) að ákveða að starfskostnaður2) reiknist sem ákveðið hlutfall af launum.]3)
1)L. 126/2011, 40. gr. 2)Rg. 349/1985. 3)L. 13/1983, 2. gr.
8. gr.
[Um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda af hreppstjóralaunum og um réttindi þeim tengd fer eftir reglum [settum af þeim ráðherra er fer með lífeyrismál].1)]2)
1)L. 126/2011, 40. gr. 2)L. 13/1983, 3. gr.
9. gr.
Auk hinna föstu launa samkvæmt 7. gr. hafa hreppstjórar þóknun fyrir einstök verk eftir því sem nánar segir í lögum og reglugerðum.
10. gr.
[[Sá ráðherra er fer með málefni sýslumanna]1) setur í reglugerð frekari ákvæði um hreppstjóra, störf þeirra og kjör, að undanskildum þeim atriðum sem [hlutaðeigandi ráðherra]1) ber að ákveða, sbr. 7. og 8. gr.]2)
1)L. 126/2011, 40. gr. 2)L. 13/1983, 4. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. um hámarksaldur skulu þeir hreppstjórar, sem eru í starfi þegar lög þessi taka gildi og eru orðnir 70 ára fyrir 30. júní 1984, gegna starfi til 30. júní 1984 nema þeir óski að láta af starfi fyrr.
…]1)
1)L. 13/1983.