Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um skrásetningu réttinda í loftförum
1966 nr. 21 16. apríl
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 6. maí 1966. Breytt međ:
L. 79/1975 (tóku gildi 1. jan. 1976).
L. 20/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992).
L. 90/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992).
L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992).
L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 74/2019 (tóku gildi 1. okt. 2020 skv. augl. A 79/2020 nema 1. gr. og 1. og 2. tölul. 12. gr. sem tóku gildi 5. júlí 2019).
Ef í lögum ţessum er getiđ um ráđherra eđa ráđuneyti án ţess ađ málefnasviđ sé tilgreint sérstaklega eđa til ţess vísađ, er átt viđ innviđaráđherra eđa innviđaráđuneyti sem fer međ lög ţessi. Upplýsingar um málefnasviđ ráđuneyta skv. forsetaúrskurđi er ađ finna hér.
I. kafli.
1. gr.
Réttindi í loftfari, sem skráđ er í ţjóđernisskrá samkvćmt lögum um loftferđir, skulu skrásett til ţess ađ njóta verndar gegn samningum um loftfariđ og gegn lögsókn. Skrásetja ber í réttindaskrá, sem gilda skal fyrir allt landiđ og halda ber viđ [embćtti sýslumannsins]1) í Reykjavík.
Skilyrđi ţess, ađ réttindi geti rýmt burt óskrásettum réttindum, er, ađ ţau séu sjálf skrásett og aflandi ţeirra samkvćmt samningi hafi öđlast ţau í grandleysi.
Nú er eigandi skrásettra réttinda í loftfari sviptur lögrćđi, og skal skrásetja athugasemd um ţađ, til ţess ađ lögrćđisvöntunina megi hafa uppi gegn samningi um loftfariđ, sem mađur gerir í grandleysi viđ hinn lögrćđissvipta mann. Sama gildir, ţá er réttindahafi hlítir međráđamennsku.
1)L. 92/1991, 45. gr.
[1. gr. a.
Ákvćđi laga um Höfđaborgarsamninginn um alţjóđleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnađi og bókunar um búnađ loftfara hafa forgang fram yfir ákvćđi ţessara laga vegna skráđra tryggingarréttinda sem falla undir Höfđaborgarsamninginn og bókun um búnađ loftfara og innbyrđis ţýđingu skráđra tryggingarréttinda, og ţeirra úrrćđa sem kröfuhafi hefur til ađ ná fullnustu kröfu sinnar frá ţví tímamarki.]1)
1)L. 74/2019, 12. gr.
2. gr.
Skrásetja má einkaskjal, ef ţađ eftir efni sínu kveđur á um, stofnar, breytir eđa fellir niđur einhver eftirtalinna réttinda:
1. eignarrétt, hvort heldur hann er óskilyrtur eđa bundinn skilyrđi um greiđslu kaupverđs eđa öđrum skildögum,
2. leiguréttindi, ţá er ţau eru veitt fyrir sex mánađa tímabil eđa lengri tíma,
3. veđréttindi og áţekk tryggingarréttindi í loftförum, sem samkvćmt samningi skulu tryggja greiđslu skuldar, enda sé fjárhćđ hennar eđa hámarksfjárhćđ fastákveđin. Veđréttindi og tryggingarréttindi, sem hafa eigi áđur veriđ viđurkennd í íslenskum rétti, má ţví ađeins skrásetja, ađ ţau fullnćgi framangreindum skilyrđum og [ráđherra]1) samţykki skrásetninguna.
1)L. 126/2011, 44. gr.
3. gr.
Nú er veđréttur eđa áţekkur tryggingarréttur skrásettur, og er endurnýjuđ skrásetning óţörf, ţótt ađiljaskipti verđi ađ réttinum.
4. gr.
Forgangsréttur krafna um opinber gjöld af loftförum, sem skrásett eru hér á landi, er gildur gegnt ţriđja manni án skrásetningar, enda sé kveđiđ á um hann í íslenskum lögum.
5. gr.
Kröfur um bjarglaun samkvćmt lögum um loftferđir og endurgjald fyrir útgjöld til varđveislu loftfars eru tryggđ međ veđi í loftfarinu.
Slíkur veđréttur gengur fyrir öllum öđrum réttindum í loftfari. …1)
Nú er um ađ tefla fleiri en ein réttindi nefndrar tegundar, og skal fullnćgja ţeim í öfugri röđ viđ ţá atburđi, sem leiddu til réttindanna.
1)L. 74/2019, 12. gr.
6. gr.
Önnur lögákveđin tryggingarréttindi en ţau, sem greinir í 5. gr., verđa eigi skrásett.
7. gr.
Skjöl, sem berast til skrásetningar, skal samdćgurs rita í dagbók, ţar sem m.a. sé tilgreint loftfar ţađ, sem tilkynningin varđar, skráningarmerki ţess, hvers konar réttindi um er ađ tefla, og svo nafn tilkynnanda og heimilisfang. Vísa skal frá skjölum, sem eigi fullnćgja skilyrđum ţeim, sem sett eru samkvćmt 16. gr. fyrir skrásetningu. Árita skal skjal um, hvenćr ţađ var ritađ í dagbók.
8. gr.
Nú hefur skjal veriđ ritađ í dagbók, og skal kanna, hvort skjal megi skrásetja. Ef skjaliđ varđar réttindi, sem eigi má skrásetja samkvćmt ofantöldum ákvćđum, eđa tilkynnandi fćrir eigi fram nauđsynleg skilríki fyrir rétti sínum til ađ krefjast skrásetningar, ber ađ vísa skjali frá skrásetningu og strika ţađ út í dagbók. Rétt er skrásetjara ţó ađ setja frest til öflunar nefndra skilríkja, enda skal frávísa skjali ađ útrunnum ţeim fresti, ef skilríkin hafa ţá enn eigi veriđ lögđ fram. Skrásetja skal ţá skjaliđ og tilgreina hinn ákveđna frest.
Skrásetning í réttindaskrá eđa frávísun skjalsins skal fara fram, svo fljótt sem kostur er, og eigi síđar en 10 dögum eftir tilkynningu til skrásetningar.
9. gr.
Nú er loftfar skrásett í réttindaskrá eđa samsvarandi skrá í ríki, sem er ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og er rétt ađ skrásetja eignarrétt á ţví samkvćmt:
1. afsali, sem tjáist útgefiđ af réttbćrum ađilja til ađ ráđstafa loftfarinu eftir réttindaskrá ţeirri, sem um er ađ tefla, eđa afsaliđ er gefiđ út međ samţykki ţess ađilja, eđa
2. vottorđi [sýslumanns],1) sem lýsir ţví, ađ ađili, er beiđst er skrásetningar á rétti hans, hafi fengiđ bú hins skrásetta eiganda framselt til setu í ţví óskiptu …1) eđa
3. endurriti af dómi eđa annarri opinberri réttarathöfn, sem veitir ađilja, er beiđst er skrásetningar á rétti hans, eignarrétt til loftfarsins eđa kveđur á um eignarrétt hans gegnt hinum skrásetta eiganda.
Nú stendur loftfar eigi á réttindaskrá eđa samsvarandi skrá í erlendu sáttmálaríki, og er rétt ađ skrásetja eignarrétt samkvćmt skilríki um, ađ ađili, er beiđst er skrásetningar á rétti hans, hafi á sjálfs sín spýtur látiđ smíđa loftfariđ eđa hafi hann eignast loftfariđ á annan hátt, samkvćmt skilríki, er [sýslumađur]2) metur gilt, ađ hann hafi eignast loftfariđ međ tilgreindum hćtti.
1)L. 20/1991, 136. gr. 2)L. 92/1991, 45. gr.
10. gr.
Rétt er, ađ skrásetning annarra réttinda fari fram samkvćmt:
1. skjali, er varđar réttindin og tjáist vera útgefiđ af réttbćrum ađilja eftir réttindaskránni til ađ ráđstafa réttinum, eđa framsali hans, sé um veđrétt ađ tefla, eđa ţađ er gefiđ út međ samţykki nefnds ađilja, eđa
2. endurriti dóms, ađfarargerđar eđa annarrar opinberrar réttarathafnar, sem veitir ađilja, er beiđst er skrásetningar á rétti hans, réttindin eđa kveđur á um ađild hans ađ réttindunum gegnt ţeim, sem umráđ ţeirra hefur eftir ákvćđi 1. tölul.
Nú hefur eigi veriđ kveđiđ á um veđréttindi ţau, sem í 5. gr. getur, né fjárhćđ ţeirra í dómi né samningi, og er rétt ađ skrásetja ţau samkvćmt fullnćgjandi skilríkjum um, ađ lögsókn sé hafin gegn hinum skrásetta eiganda til heimtu ţeirra. Skilríki skulu greina glöggt, til hverrar fjárhćđar lögsóknin tekur.
11. gr.
Nú er loftfar, sem skrásett er í ţjóđernisskrána, selt [međ nauđungarsölu, og skal ţá sýslumađur sjá til ţess ađ ţađ verđi skrásett]1) í réttindaskrá.
Nú er bú eiganda loftfars tekiđ til gjaldţrotaskipta eđa annarrar opinberrar skiptameđferđar, og ber [skiptastjóra]2) ađ láta skrásetja ţetta í réttindaskrá.
Nú eignast ólögráđa mađur loftfar fyrir arf eđa á annan hátt, og ber lögráđamanni ađ tilkynna ţađ til skrásetningar.
Í tilkynningu skal tilgreina fćđingardag hins ólögráđa manns.
1)L. 90/1991, 91. gr. 2)L. 20/1991, 136. gr.
12. gr.
Nú tálmar ekkert skrásetningu hins tilkynnta skjals, og skal skrásetja ţađ í réttindaskrá og árita um skrásetninguna.
Nú greinir skjal eigi stöđu rétthafa í réttindastiga eđa greinir hana ţannig, ađ í bága fer viđ efni réttindaskrár, eđa eigi ber saman í einhverjum minni háttar atriđum efni skjalsins, efni framlagđra skilríkja eđa efni réttindaskrár, og skal rita athugasemd á skjaliđ um ţetta og svo skrá athugasemdina í réttindaskrána.
13. gr.
Loftfar hvert skal í réttindaskrá hafa blađ í ţeirri röđ, sem skrásetningartala loftfars í ţjóđernisskrá segir til um. Blađ loftfars skal greina í ţrjá dálka, sem í skal skrá sundurgreint:
1. eignarheimildir;
2. veđréttindi og önnur tryggingarréttindi, ţar međ eignarréttarfyrirvara;
3. forkaupsrétt, leiguréttindi og önnur réttindi.
Í réttindaskrá skal skrá stuttlega efni skjals. Greina skal útgáfudag ţess og tilkynningarstund, nafn og heimili útgefanda ţess og nafn og heimili rétthafa, tegund réttinda ţeirra, sem um er ađ tefla, ásamt skilyrđum og frestum, sem ţau eru bundin. Tilgreina ber fjárhćđ eđa hámarksfjárhćđ skuldar, sem tryggđ er međ veđi eđa öđrum tryggingarrétti í loftfari, stöđu veđbréfs í veđstiga og hvort veđréttur tekur yfir varahluti, sbr. 24. gr.
14. gr.
[Um heimild til ađ kćra ákvörđun sýslumanns um skrásetningu til [ráđherra]1) og til málshöfđunar um hana fer eftir reglum ţinglýsingalaga.]2)
1)L. 162/2010, 102. gr. 2)L. 92/1991, 45. gr.
15. gr.
Leggja skal í skjalasafn [sýslumanns]1) endurrit af skrásettu skjali međ sömu áritun, sem er á hinu skrásetta skjali.
1)L. 92/1991, 45. gr.
16. gr.
Rétt er [ráđherra]1) ađ setja reglur um ritun réttindaskrár og um birtingu hins skrásetta efnis, hverjar skýrslur um loftför skal í té láta, áđur en skrásetning er framkvćmd, og hver skilríki skuli fylgja skjali, sem afhent er til skrásetningar. [Ráđherra]1) er einnig rétt ađ setja reglur um form skjalanna og međ hverjum hćtti útgefandi skuli sanna deili á sér og lögrćđi sitt og svo hvernig sanna skuli falsleysi skjalsins og framlagđra skilríkja.
1)L. 162/2010, 102. gr.
17. gr.
Útstrikun skrásetts réttar úr réttindaskrá fer fram samkvćmt samţykki skrásetts rétthafa eđa sönnun um, ađ rétturinn sé niđur fallinn eftir efni sínu eđa samkvćmt dómi eđa annarri réttargerđ.
Skilyrđi fyrir útstrikun veđbréfs er framlagning ţess međ áritađri kvittun eđa sönnun fyrir ţví, ađ veđrétturinn sé niđur fallinn samkvćmt dómsákvćđi.
Útstrikun skal framkvćma međ ţeim hćtti, ađ strika ber yfir ţađ, sem skrásett er í réttindaskrá, ţó ţannig ađ ţađ sé áfram lćsilegt.
18. gr.
[Sýslumađur]1) skal láta ađ beiđni í té endurrit úr réttindaskránni og dagbókinni eđa endurrit skrásettra og tilkynntra skjala gegn gjaldi, sem [ráđherra]2) ákveđur. Stađfesta skal [sýslumađur]1) međ undirskrift sinni, ađ endurrit séu rétt, og er undirritun hans sönnun fyrir réttleik endurrits, uns annađ sannast.
1)L. 92/1991, 45. gr. 2)L. 162/2010, 102. gr.
19. gr.
Nú er loftfar strikađ af ţjóđernisskrá, og skal ţá einnig strika ţađ af réttindaskrá.
Nú er rituđ í ţjóđernisskrá athugasemd um tilvik, sem leitt hefđi til útstrikunar, ef eigi hefđu hvílt skrásett réttindi á loftfarinu, og skal rita samsvarandi athugasemd í réttindaskrána.
20. gr.
Réttarverkanir skrásetningar teljast frá ţeim degi, er skjaliđ er tilkynnt til skrásetningar, enda sé eigi öđruvísi mćlt. Skjöl, sem tilkynnt eru sama dag, eru jafnrétthá.
Nú hafa réttindi í loftfari, ţeirrar tegundar, sem í 2. gr. getur, hingađ til veriđ skrásett í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og halda ţau stöđu sinni í réttindastiga, ţá er loftfariđ er fćrt yfir á réttindaskrá hér á landi. Skrásetja skal nefnd réttindi í réttindaskrá samtímis ţví, ađ eignarheimildin er skrásett.
21. gr.
Nú hefur skjal veriđ skrásett í réttindaskrá, og verđur engin mótbára höfđ uppi um gildi ţess gegn grandlausum manni, sem öđlast hefur ţađ samkvćmt skrásettum samningi. Ţó á rétt á sér sú mótbára, ađ skjaliđ sé falsađ ađ nokkru eđa öllu eđa útgáfa ţess hafi veriđ knúin fram međ líkamlegu ofbeldi eđa ógnun um beiting slíks ofbeldis ţegar í stađ eđa útgefandi ţess hafi veriđ ólögráđa, ţá er hann gaf ţađ út. Nú hefur loftfariđ áđur veriđ skrásett í réttindaskrá ríkis, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og hefur skrásetning loftfarsins í hina íslensku réttindaskrá eigi í för međ sér, ađ ónýtist mótbára sú, er áđur mátti hafa uppi gegn grandlausum manni, er öđlađist loftfariđ eđa skrásett réttindi í ţví.
22. gr.
Réttindi ţau, sem greinir í 2. og 5. gr., taka einnig yfir búnađ, sem komiđ er fyrir í loftfari, ţ. á m. hreyfla, skrúfur, útvarpsbúnađ, tćki og svo slíkan loftfarsbúnađ, sem einungis um stundarsakir er skilinn frá loftfarinu.
Sérstök réttindi verđa eigi stofnuđ eđa áskilin, ađ ţví er varđar slíkan búnađ eđa slíka hluta loftfars, er getur í 1. mgr.
23. gr.
Nú eru tvö loftför eđa fleiri sett í einu ađ tryggingu fyrir sömu kröfu, og er hvert ţeirra ađ veđi fyrir allri veđskuldinni.
Nú er hluti loftfars settur ađ veđi eđa til tryggingar, og verđur slík setning veđs eđa tryggingar eigi skrásett.
24. gr.
Skrásetja má veđrétt eđa áţekkan tryggingarrétt, sem einnig tekur yfir varahluti í eigu eiganda loftfars, enda séu ţeir eigi áđur sérstaklega veđbundnir, ţeir séu í birgđageymslu hér á landi eđa í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og tegund ţeirra, tala ţeirra hér um bil og geymslustađur sé tilgreint í skjalinu eđa í fylgiskjali ţess. Viđ hverja slíka birgđastöđ skal vera uppfest auglýsing, sem greini haftiđ, nafn lánardrottins og svo hvar rétturinn er skrásettur.
Nú hefur slík veđsetning fariđ fram, og er veđsala skylt ađ sjá um, ađ magn birgđanna skerđist ekki ađ mun. Eigi verđur beint lögsókn gegn hluta birgđanna, nema til komi samţykki rétthafa, sem ofar standa í réttindastiga.
Tryggingarréttur í varahlutabirgđum fellur niđur í síđasta lagi, ţremur mánuđum eftir ađ hann er fallinn niđur í loftfari ţví, sem um er ađ tefla, nema handhafi tryggingarréttarins hafi fyrir lok nefnds tímabils hafiđ lögsókn til heimtu kröfu sinnar og leiđir hana til lykta án tafar til öflunar fullnustu.
Til varahluta teljast hlutar loftfars, hreyflar, skrúfur, útvarpstćki, önnur tćki og ađrir hlutir, sem geymt er og ćtlađ er til setningar í loftför í stađinn fyrir hluta eđa búnađ, sem tekinn er úr notkun.
25. gr.
Ađ öđru ber ađ beita reglum ţeim, sem gilda um veđréttindi í fasteignum, um rétt veđhafa og handhafa áţekkra tryggingarréttinda í loftförum til fullnustu á undan öđrum kröfuhöfum međ ţeim tilslökunum, sem leiđir af séređli slíkra tryggingarréttinda.
II. kafli. Sérstakar reglur um erlend loftför.
26. gr.
Um réttindi í loftförum, sem eru skrásett í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, gilda ákvćđi 22., 27.–30. og 33.–35. gr.
27. gr.
Nú eru réttindi ţau, sem um er ađ tefla, stofnuđ samkvćmt ţeim reglum, er um ţađ gilda í ríki, er loftfariđ ţá var skrásett í ţjóđernisskrá ţess, og réttindin eru löglega skrásett í opinberri skrá í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og njóta réttindi, sem hér á eftir eru talin, verndar á Íslandi:
1. eignarréttur til loftfars;
2. réttur vörsluhafa loftfars til ađ kaupa ţađ;
3. leiguréttur til loftfars, svo fremi hann er veittur fyrir eigi styttri tíma en sex mánuđi, og
4. veđréttindi og önnur áţekk tryggingarréttindi í loftfari, sem samkvćmt samningi eiga ađ tryggja efnd skuldbindingar, er fjárhćđ hennar eđa hámarksfjárhćđ er fastákveđin. Verndin tekur einungis til vaxta, sem falliđ hafa á í allt ađ ţrjú ár fyrir upphaf lögsóknar eđa međan á lögsókn stendur.
Efni réttarverndar ákveđst, ađ ţví er varđar loftför ţau, sem í 26. gr. getur, samkvćmt reglum ţeim, er um ţađ gilda í ríki ţví, ţar sem réttindin eru skrásett, enda sé eigi öđruvísi mćlt í lögum ţessum eđa réttarfarslögum.
Nú eru réttindi ţeirrar tegundar, er getur í 1. mgr. 1.–4. tölul. ţessarar greinar, skrásett í sama loftfari í fleiri ríkjum en einu, sem hafa gerst ađiljar ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og skal meta lögmćti hverrar einstakrar skrásetningar samkvćmt lögum ţess ríkis, er loftfariđ var ţá skrásett í ţjóđernisskrá ţess.
Nú eru birgđir af varahlutum, sem geymdar eru hér á landi, settar til tryggingar ásamt loftfari eđa loftförum, sem tekin eru á ţjóđernisskrá í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og ber ađ gćta reglna 1. mgr. 24. gr.
28. gr.
Nú hefur eigandi loftfars selt ţađ eđa stofnađ í ţví einhver ţau réttindi, sem greinir í 2.–4. tölul. 1. mgr. 27. gr., eđa handhafi einhverra ţessara réttinda hefur framselt ţau ţriđja manni, ţótt eigandi loftfars eđa framseljandi réttinda vissi, ađ framkvćmd hefđi veriđ kyrrsetning, fjárnám eđa nauđungarsala á loftfarinu eđa nefndum réttindum, og nýtur kaupunautur eigi réttarverndar gegn lánardrottni ţeim, sem framkvćmir lögsóknina, né gegn kaupanda viđ nauđungarsölu.
29. gr.
Nú hefur stofnast krafa um bjarglaun eđa endurgjald fyrir óvenjuleg útgjöld, sem hafa veriđ algerlega nauđsynleg til ţess ađ varđveita loftfar, og ţessar ađgerđir hafa veriđ til lykta leiddar í ríki, sem ađili hefur gerst ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og krafan er samkvćmt reglum ţeim, sem gilda í ríki ţessu, tryggđ međ veđi í loftfarinu, og gengur slíkur veđréttur fyrir réttindum ţeim, sem greinir í 27. gr.
Nú eru fleiri en ein slík réttindi í loftfari og skal fullnćgja ţeim í öfugri röđ viđ ţá atburđi, sem leiddu til ţeirra.
Nú eru liđnir ţrír mánuđir frá ađgerđum ţeim, sem getur í 1. mgr., og fellur rétturinn niđur, nema hann sé skráđur í réttindaskrána og fjárhćđ kröfunnar fastákveđin í samningi ađilja eđa lögsókn sé hafin. Ţađ fer eftir lögum ţess lands, ţar sem lögsókn er hafin, hvort rjúfa má nefndan tveggja mánađa frest, eđa láta hann hćtta ađ líđa um stundarsakir.
30. gr.
Nú er annars einhver réttur, tryggđur í loftfari, skrásettur í ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, og víkur hann fyrir réttindum ţeim, sem greinir í 27. gr., jafnvel ţótt hann gangi í ríki ţví, sem í hlut á, fyrir nefndum réttindum. Nú veldur erlent loftfar tjóni á mönnum eđa munum hér á landi, og gilda ákvćđi sérlaga um lögsókn til heimtu skađabóta fyrir tjóniđ.
III. kafli.
31. gr. …1)
1)L. 79/1975, 25. gr.
32. gr.
Gjald er krćft viđ tilkynningu. Gjaldiđ má heimta fyrirfram. Nú er skjali vísađ frá, og ber ađ endurgreiđa gjaldiđ.
Ábyrgur fyrir greiđslu gjaldsins er sá, sem krefst skrásetningar, hvort sem hann kemur fram í sjálfs sín ţágu eđa ţágu annars ađilja. Í síđara tilvikinu er einnig sá, sem í hlut á, ábyrgur.
IV. kafli.
33. gr.
Í lögum ţessum merkir ríki, sem gerst hefur ađili ađ Genfsáttmálanum frá 1948, ríki, er hefur gerst ađili ađ sáttmála ţeim, sem samţykktur var í Genf 19. júní 1948 um alţjóđlega viđurkenningu á réttindum í loftförum, eđa landsvćđi, er slíkt ríki fer međ málefni ţess gegnt öđrum ríkjum, enda hafi ríkiđ eigi undanskiliđ nefnt landsvćđi reglum sáttmálans.
34. gr.
Ákvćđi laga ţessara skulu eigi vera til fyrirstöđu breytingu ţeirra lagaađgerđa, sem heimilađar eru í lögum um toll og loftferđir og svo komu manna hingađ til lands.
35. gr.
Lögin gilda eigi um loftför hers, tollyfirvalda né lögreglu.
36. gr. …
V. kafli.
37. gr. …1)
1)L. 92/1991, 45. gr.