Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Orkulög

1967 nr. 58 29. apríl


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 1967. Breytt með: L. 84/1972 (tóku gildi 26. júní 1972). L. 51/1973 (tóku gildi 24. maí 1973). L. 60/1979 (tóku gildi 14. júní 1979). L. 32/1983 (tóku gildi 14. apríl 1983). L. 53/1985 (tóku gildi 1. júlí 1985). L. 107/1985 (tóku gildi 31. des. 1985). L. 48/1992 (tóku gildi 10. júní 1992; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.). L. 140/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997 nema 1. gr. sem tók gildi 30. des. 1996). L. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997). L. 57/1998 (tóku gildi 18. júní 1998). L. 35/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 49/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 78/2001 (tóku gildi 15. júní 2001). L. 64/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003 en komu til framkvæmda 1. júlí sama ár). L. 87/2003 (breyting skv. lögunum tók gildi 1. júlí 2003). L. 135/2003 (tóku gildi 30. des. 2003). L. 65/2005 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 25/2006 (tóku gildi 3. maí 2006). L. 58/2008 (tóku gildi 11. júní 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 12. gr.). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. 1)
   1)L. 87/2003, 10. gr.

II. kafli. 1)
   1)L. 64/2003, 3. gr.

III. kafli. …1)
   1)L. 57/1998, 36. gr.

IV. kafli. 1)
   1)L. 64/2003, 3. gr.

V. kafli. Um hitaveitur.
[30. gr.]1)
Ráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum eða samtökum þeirra einkaleyfi, með þeim skilyrðum, sem lög þessi ákveða, til þess að starfrækja hitaveitur, sem annist dreifingu eða sölu heits vatns eða gufu til almenningsþarfa á tilteknu veitusvæði, frá jarðhitastöðvum eða hitunarstöðvum með öðrum orkugjafa. Þeir aðilar, sem nú hafa einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu, skulu halda þeim rétti. [Hitaveitu sem dreifir heitu vatni eða gufu á grundvelli einkaleyfis er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem henni er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt einkaleyfi eða öðrum sérleyfum og lögum þar að lútandi, sbr. þó 1. mgr. 14. gr. raforkulaga. Hitaveitu er þó heimilt að stunda aðra starfsemi sem hefur sambærilega stöðu. Stjórn hitaveitu skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, flutning eða sölu raforku eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum hennar.]2)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 58/2008, 9. gr.
[31. gr.]1)
Einkaleyfi það, sem um ræðir í 27. gr.,2) getur sveitarfélag, með samþykki ráðherra, framselt einstaklingum eða félögum að einhverju eða öllu leyti um ákveðið tímabil í senn með þeim skilyrðum og kvöðum, sem ástæður þykja til.
[Hitaveita sem starfar á grundvelli einkaleyfis skal ávallt vera í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.]3)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)30. gr. 3)L. 58/2008, 10. gr.
[32. gr.]1)
Einkaleyfisumsókn samkvæmt 27. og 28. gr.2) skulu fylgja fullnægjandi uppdrættir að fyrirhugaðri hitaveitu, kostnaðaráætlun og rekstraráætlun.
Einkaleyfi skal því aðeins veita, að ráðherra telji, að fengnu áliti Orkustofnunar, að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
Nú hefur einkaleyfi verið veitt til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt lögum þessum, og skal þá, áður en veitan tekur til starfa, setja henni gjaldskrá, er ráðherra staðfestir.
Í gjaldskrá má ákveða sérstakt heimæðargjald.
Gjaldskrána ber að endurskoða eigi sjaldnar en fimmta hvert ár.
[Eiganda hitaveitu er ár hvert heimilt að áskilja sér allt að 7% arð af eigin fé hitaveitunnar. Ákvæði 1. málsl. nær eingöngu til hitaveitu sem er alfarið í eigu sveitarfélags og starfar ekki samkvæmt sérlögum.]3)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Nú 30. og 31. gr. 3)L. 78/2001, 2. gr.
[33. gr.]1)
Heimilt er ríkisstjórninni að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs nauðsynleg lán, er aðilar þeir, sem um ræðir í 27. og 28. gr.,2) kunna að taka til að koma upp hitaveitu samkvæmt ákvæðum þessara laga. Má ábyrgðin þó aldrei fara fram úr 80% upphaflegs stofnkostnaðar hitaveitunnar. Í tryggingu fyrir ábyrgðinni getur ríkissjóður krafist 1. veðréttar í hitaveitunni, svo og árlegum tekjum hennar, ef aðrar tryggingar eru ekki fyrir hendi, er ríkisstjórnin metur gildar.
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Nú 30. og 31. gr.
[34. gr.]1)
Jarðeigendur, sem eiga land, þar sem leiðslur hitaveitu sveitarfélags verða lagðar, svo og lóðareigendur og lóðarleigjendur í hlutaðeigandi umdæmi eru skyldir til að láta af hendi land, landsafnot og mannvirki, sem þarf til þess að veita megi vatninu um veitusvæðið. Þeim er einnig skylt að þola grjóttak, malartekju og aðra jarðefnatöku, svo og eignarkvaðir, óhagræði og takmörkun á afnotarétti, sem bygging og rekstur hitaveitunnar kann að hafa í för með sér. Fullar bætur komi fyrir eftir mati, ef samkomulag næst ekki.
   1)L. 53/1985, 2. gr.
[35. gr.]1)
Bæjarstjórn eða hreppsnefnd hefur rétt til þess að löggilda menn, er hún telur hæfa, til að annast pípulagningavinnu við veituna, og skulu þeir í starfi sínu fara eftir reglum, er sveitarstjórn setur.
Nú hefur sveitarfélag notfært sér framangreinda heimild, og mega þá engir aðrir en þeir, sem fengið hafa slíka löggildingu, taka að sér pípulagnir við hitaveituna.
   1)L. 53/1985, 2. gr.
[36. gr.]1)
Nú vill sveitarfélag — eða samtök þeirra — koma upp hitaveitu samkvæmt 27. gr.2) og telur fjárhagslega afkomu fyrirtækisins ekki tryggða, nema öll hús innan veitusvæðisins verði hituð frá veitunni, og getur ráðherra þá, að fenginni umsögn Orkustofnunar, ákveðið, að öll hús innan veitusvæðisins skuli hituð frá hitaveitunni, og einnig heimilað eignarnám á utanhússpípulögnum samhitunarkerfa, sem einkaleyfisheimild skv. 27. gr.2) náði ekki til. Fer um eignarnám það að lögum. Nauðsynlegar breytingar á innanhússlögnum vegna tengingar við hitaveituna skulu kostaðar af húseigendum.
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)30. gr.
[37. gr.]1)
Nú hafa einstaklingar eða félög komið upp hitaveitu með leyfi hlutaðeigandi bæjarstjórnar eða hreppsnefndar samkvæmt 28. gr.,2) og getur ráðherra þá, við lok leyfistíma, heimilað eignarnám á eignum hitaveitunnar, ef sveitarstjórn óskar þess og ekki næst samkomulag um yfirtöku einkaleyfisins og eignanna. Fer um slíkt eignarnám að lögum.
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)31. gr.
[38. gr.]1)
Nú hefur félag komið á hitaveitu í þágu almennings fyrir gildistöku laga þessara og annast rekstur hennar, og hefur félagið þá sömu réttindi og skyldur samkvæmt þessum lögum sem sveitarfélag væri.
Rétt á bæjarstjórn eða hreppsnefnd að kaupa slíka hitaveitu eftir mati, ef samkomulag næst ekki um verð mannvirkisins.
   1)L. 53/1985, 2. gr.

VI. kafli. 1)
   1)L. 60/1979, 15. gr.

VII. kafli. 1)
   1)L. 57/1998, 36. gr.

VIII. kafli. 1)
   1)L. 107/1985, 7. gr.

IX. kafli. 1)
   1)L. 25/2006, 11. gr.

X. kafli. 1)
   1)L. 49/1999, 10. gr.

XI. kafli. Almenn ákvæði.
[78. gr.]1)
Matsgerðir samkvæmt lögum þessum skulu dómkvaddir menn framkvæma. Um matsgerðir fer að öðru leyti eftir ákvæðum vatnalaga nr. 15 frá 1923, nema annað sé fram tekið í lögum þessum.
   1)L. 53/1985, 2. gr.
[79. gr.]1)
[Öll gjöld samkvæmt lögum þessum og reglugerðum og gjaldskrám settum samkvæmt þeim má taka lögtaki á kostnað gjaldanda og stöðva afhendingu hitaorku ef ekki er staðið í skilum á settum gjalddaga.]2)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 64/2003, 7. gr.
[80. gr.]1)2)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 65/2005, 1. gr.
[81. gr.]1)
Brot gegn lögum þessum varða sektum.
   1)L. 53/1985, 2. gr.
[82. gr.]1)
Nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga skal setja í reglugerð,2) þar á meðal ákvæði um skyldu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til að láta Orkustofnun í té skýrslur um atriði, er orkumál varða og Orkustofnun þarf á að halda til að geta sinnt hlutverki sínu; um skyldu til samningsgerðar um samrekstur orkuvera, þar sem tveir eða fleiri aðilar annast vinnslu raforku inn á samtengt kerfi.
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Rg. 585/1993. Rg. 252/2001, sbr. 569/2002 og 1409/2023. Rg. 202/2005, sbr. 1119/2022. Rg. 297/2006, sbr. 10/2012. Rg. 505/2008. Rg. 564/2008, sbr. 1594/2021. Rg. 237/2011. Rg. 1192/2012. Rg. 1227/2012. Rg. 27/2017, sbr. 1163/2017 og 634/2020. Rg. 944/2018. Rg. 488/2021.
[83. gr.]1)2)
   1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 88/2008, 233. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. …]1)
   1)L. 53/1985, brbákv.