Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna, sem gerð var í Brüssel 10. október 1957

1968 nr. 10 1. apríl


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 24. apríl 1968.

1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna, sem gerð var í Brüssel 10. október 1957. Fyrirvara má gera um einstök ákvæði, sem ríkisstjórninni þykir við eiga og heimilt er að gera samkvæmt samþykktinni.
Samþykktin er prentuð á íslensku og ensku sem fylgiskjöl með lögum þessum.1)
   1)Sjá Stjtíð. A 1968, bls. 26–37.