Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum

1978 nr. 44 10. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 6. júní 1978.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum sem undirritaður var í Bonn 11. október 1977. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
   1)Sjá Stjtíð. A 1978, bls. 221–228.
2. gr.
Þegar samningurinn hefur verið fullgiltur skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.1)
   1)Augl. C 9/1978.
3. gr.
Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.