Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn]1)
1979 nr. 41 1. júní
1)L. 58/2017, 3. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júní 1979. Breytt með:
L. 58/2017 (tóku gildi 21. júní 2017).
L. 44/2018 (tóku gildi 26. maí 2018).
L. 82/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema 1. tölul. 40. gr. sem tók gildi 14. júlí 2022; EES-samningurinn: XIII. viðauki tilskipun 1999/95/EB, 2005/45/EB, reglugerð 336/2006, tilskipun 2008/106/EB, XVIII. viðauki tilskipun 1999/63/EB, 2009/13/EB, 2013/54/ESB).
I. Landhelgi.
1. gr.
[Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er milli eftirtalinna staða:
1. 66°27'18,73"N 22°24'10,19"V Horn I
2. 66°08'04,64"N 20°10'48,81"V Ásbúðarrif
3. 66°12'04,58"N 18°51'30,00"V Siglunes
4. 66°10'20,57"N 17°51'14,76"V Flatey
5. 66°17'59,33"N 17°07'02,92"V Lágey
6. 66°30'37,67"N 16°32'38,58"V Rauðinúpur
7. 66°32'26,03"N 16°11'47,30"V Rifstangi
8. 66°32'16,91"N 16°01'52,45"V Hraunhafnartangi I
9. 66°32'15,98"N 16°01'31,32"V Hraunhafnartangi II
10. 66°32'14,74"N 16°01'18,66"V Hraunhafnartangi III
11. 66°22'42,72"N 14°31'47,69"V Langanes
12. 65°30'39,80"N 13°36'16,23"V Glettinganes
13. 65°09'58,45"N 13°30'37,83"V Norðfjarðarhorn
14. 65°04'37,50"N 13°29'34,21"V Gerpir
15. 64°58'54,90"N 13°30'46,40"V Hólmur
16. 64°57'41,21"N 13°31'33,17"V Setusker
17. 64°54'04,80"N 13°36'51,98"V Þursasker
18. 64°35'06,16"N 14°01'35,92"V Ystiboði
19. 64°32'45,47"N 14°06'56,14"V Selsker
20. 64°23'45,67"N 14°27'32,81"V Hvítingar
21. [64°14'23,41"N 14°57'37,98"V Stokksnes I]1)
22. [64°14'08,11"N 14°58'22,20"V Stokksnes II]1)
23. 64°01'39,04"N 15°58'37,16"V Hrollaugseyjar
24. 63°55'45,18"N 16°11'00,17"V Tvísker
25. 63°47'50,65"N 16°38'22,59"V Ingólfshöfði
26. 63°43'31,09"N 17°37'32,76"V Hvalsíki
27. [63°32'23,47"N 17°55'14,65"V Meðallandssandur I]1)
28. [63°30'24,19"N 18°00'01,69"V Meðallandssandur II]1)
29. 63°27'43,73"N 18°09'09,22"V Mýrnatangi
30. 63°23'36,05"N 18°44'10,16"V Kötlutangi
31. 63°23'32,72"N 19°07'26,23"V Lundadrangur
32. 63°17'44,80"N 20°36'16,61"V Surtsey
33. 63°43'48,66"N 22°59'18,71"V Eldeyjardrangur
34. 63°40'40,03"N 23°17'05,86"V Geirfugladrangur
35. 64°51'16,81"N 24°02'19,59"V Skálasnagi
36. 65°30'07,00"N 24°32'12,73"V Bjargtangar I
37. 65°30'17,56"N 24°32'07,35"V Bjargtangar II
38. 65°48'23,52"N 24°06'07,72"V Kópanes
39. 66°03'39,84"N 23°47'33,50"V Barði I
40. 66°04'11,01"N 23°46'41,61"V Barði II
41. 66°25'48,44"N 23°08'21,56"V Straumnes I
42. 66°25'54,17"N 23°08'10,87"V Straumnes II
43. 66°25'59,11"N 23°07'52,08"V Straumnes III
44. 66°26'11,36"N 23°06'47,40"V Straumnes IV
45. 66°28'00,48"N 22°57'13,86"V Kögur I
46. 66°28'11,57"N 22°56'12,07"V Kögur II
47. 66°27'55,63"N 22°28'21,71"V Horn II
Landhelgin skal auk þess afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá stórstraumsfjöruborði Kolbeinseyjar (67°08'59,57"N, 18°40'58,70"V), Hvalbaks (64°35'45,42"N, 13°16'37,71"V) og ystu annesjum og skerjum Grímseyjar (66°34'03,27"N, 18°01'18,74"V; 66°33'33,72"N, 18°00'03,65"V; 66°32'45,09"N, 17°58'38,74"V; 66°32'00,88"N, 17°58'40,37"V; 66°31'29,42"N, 17°58'45,61"V; 66°31'36,26"N, 17°59'24,84"V; 66°31'40,69"N, 17°59'43,81"V; 66°32'15,60"N, 18°01'17,25"V; 66°32'21,61"N, 18°01'22,93"V; 66°32'33,57"N, 18°01'34,45"V; 66°33'04,77"N, 18°01'48,60"V; 66°34'01,34"N, 18°01'28,13"V).
Hver sjómíla reiknast 1.852 metrar.
[Innsævi er hafsvæði landmegin við grunnlínur.]2)]3)
1)L. 44/2018, 1. gr. 2)L. 82/2022, 40. gr. 3)L. 58/2017, 1. gr.
2. gr.
Fullveldisréttur Íslands nær til landhelginnar, hafsbotnsins innan hennar og loftrýmisins yfir henni.
Framkvæmd fullveldisréttarins fer eftir íslenskum lögum og ákvæðum alþjóðalaga.
[I.A. Aðlægt belti.]1)
1)L. 58/2017, 2. gr.
[2. gr. a.
Aðlægt belti er svæði utan landhelgi sem afmarkast af línu sem alls staðar er 24 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar.]1)
1)L. 58/2017, 2. gr.
[2. gr. b.
Innan aðlægs beltis hafa íslensk stjórnvöld heimild til að beita nauðsynlegu valdi til að:
a. afstýra brotum á lögum og reglum í tolla-, fjár-, innflytjenda- eða heilbrigðismálum á landi eða innan landhelginnar,
b. refsa fyrir brot á framangreindum lögum og reglum sem framin eru á landi eða innan landhelginnar.]1)
1)L. 58/2017, 2. gr.
[2. gr. c.
Brottnám muna sem eru fornleifafræðilegs og sögulegs eðlis af hafsbotni innan aðlæga beltisins án heimildar íslenskra stjórnvalda telst vera brot á lögum og reglum sem um slíkt gilda á Íslandi.]1)
1)L. 58/2017, 2. gr.
II. Efnahagslögsaga.
3. gr.
Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi sem afmarkast af línu sem alls staðar er 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar, sbr. þó 7. gr.
4. gr.
Innan efnahagslögsögunnar hefur Ísland:
a. fullveldisrétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni og í honum, í hafinu yfir honum svo og aðrar athafnir varðandi efnahagslega nýtingu og rannsóknir innan svæðisins, svo sem framleiðslu orku frá sjávarföllum, straumum og vindi,
b. lögsögu að því er varðar:
i. byggingu mannvirkja og afnot af þeim,
ii. vísindalegar rannsóknir,
iii. verndun hafsins,
c. önnur réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðalögum.
Framkvæmd réttinda og skyldna innan efnahagslögsögunnar skal vera samkvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að.
III. Landgrunn.
5. gr.
Landgrunn Íslands nær til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan landhelgi, sem eru framlenging landssvæðisins, allt að ytri mörkum landgrunnssvæðisins, þó að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínum landhelginnar þar sem ytri mörk landgrunnssvæðisins ná ekki þeirri fjarlægð, sbr. þó 7. gr.
6. gr.
Fullveldisréttur Íslands yfir landgrunninu tekur til rannsóknar og hagnýtingar á ólífrænum auðlindum, sem þar eru, svo og á lífverum, sem á nýtingarstigi eru annaðhvort hreyfingarlausar á hafsbotni eða í honum eða geta ekki hreyft sig án snertingar við hafsbotninn.
Stjórnvöld setja reglur1) um rannsóknir og hagnýtingu auðlinda landgrunnsins.
1)Rg. 196/1985 (afmörkun landgrunnsins).
IV. Afmörkun svæða milli landa.
7. gr.
Afmörkun efnahagslögsögu og landgrunns milli Íslands og annarra landa skal eftir atvikum ákveðin með samningum við hlutaðeigandi ríki og skulu slíkir samningar háðir samþykki Alþingis.
Þar til annað verður ákveðið skulu efnahagslögsaga og landgrunn Íslands miðuð við 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar að því undanskildu þó að þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunnlína Færeyja og Grænlands annars vegar og Íslands hins vegar skulu efnahagslögsaga og landgrunn Íslands afmarkast af miðlínu.
V. Ráðstafanir gegn mengun.
8. gr.
Skylt er að forðast allt það sem getur mengað eða á annan hátt spillt hafinu.
Íslensk stjórnvöld skulu samkvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að gera ráðstafanir til að vernda hafið gegn mengun og öðrum spjöllum.
VI. Vísindalegar rannsóknir.
9. gr.
Vísindalegar rannsóknir í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands skulu háðar samþykki íslenskra stjórnvalda.
Að því er varðar rannsóknir innan efnahagslögsögunnar eða á landgrunninu skal slíkt samþykki að jafnaði veitt, ef umsókn kemur frá erlendu ríki eða hlutaðeigandi milliríkjastofnun, enda sé um að ræða friðsamlega viðleitni til að efla þekkingu á umhverfi sjávar. Hafna má beiðni, meðal annars, ef hún:
a. stendur í beinu sambandi við rannsókn eða hagnýtingu á lífrænum eða ólífrænum auðlindum,
b. hefur í för með sér boranir á landgrunninu, notkun sprengiefna eða skaðlegra efna fyrir umhverfið,
c. leiðir til byggingar, starfrækslu eða notkunar mannvirkja.
10. gr.
Umsókn um leyfi til rannsókna skv. 9. gr. skal lögð fram eigi síðar en sex mánuðum áður en rannsókn hefst og skulu henni fylgja nákvæmar upplýsingar varðandi:
a. eðli og markmið rannsókna,
b. rannsóknaraðferð, þ. á m. nafn, stærð, tegund og gerð skipa og lýsingu á rannsóknartækjum,
c. nákvæma staðsetningu svæða, sem rannsaka á,
d. upphaf og lok rannsóknatímabils,
e. nafn stofnunar, sem að rannsóknum stendur, nafn forstjóra hennar og framkvæmdastjóra rannsóknaleiðangurs.
f. fyrirhugaða þátttöku íslenskra stjórnvalda í rannsóknum.
Íslensk stjórnvöld skulu tilkynna afstöðu sína til umsóknarinnar innan fjögurra mánaða, ef umsókn er hafnað.
VII. Ýmis ákvæði.
11. gr.
Brot á lögum þessum varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum gildandi laga.
12. gr. …