Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um bókasafnsfræðinga

1984 nr. 97 28. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 13. júní 1984. Breytt með: L. 21/2001 (tóku gildi 16. maí 2001). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við mennta- og barnamálaráðherra eða mennta- og barnamálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Rétt til að kalla sig [bókasafns- og upplýsingafræðing]1) og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn sem til þess hefur leyfi [ráðherra].2)
   1)L. 21/2001, 1. gr. 2)L. 126/2011, 104. gr.
2. gr.
Leyfi samkvæmt 1. gr. má aðeins veita:
   1. [þeim sem lokið hafa BA-prófi frá Háskóla Íslands með bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein er jafngildir a.m.k. 60 námseiningum];1)
   2. þeim sem tekið hafa lokapróf frá háskóla og a.m.k. 60 einingar í [bókasafns- og upplýsingafræði]1) við Háskóla Íslands;
   3. þeim sem lokið hafa hliðstæðu prófi erlendis sé námið viðurkennt sem slíkt af yfirvöldum þess lands þar sem námið er stundað;
   4. [þeim sem tekið hafa lokapróf frá háskóla og framhaldsgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði til viðbótar, þ.e. MA, MLS eða sambærilega háskólagráðu].1)
[Áður en leyfi er veitt skv. 3. og 4. lið skal leita umsagnar Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.]1)
   1)L. 21/2001, 2. gr.
3. gr.
[Bókasafns- og upplýsingafræðingi]1) ber að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um bókasöfn sem í gildi eru á hverjum tíma.
   1)L. 21/2001, 3. gr.
4. gr.
Brot á lögum þessum varða sektum. …1)
   1)L. 88/2008, 233. gr.
5. gr.
[Ráðherra]1) getur sett nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laga þessara.
   1)L. 126/2011, 104. gr.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.