Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka]1)
1998 nr. 144 22. desember
1)L. 99/2002, 4. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 30. desember 1998. Breytt með:
L. 99/2002 (tóku gildi 31. maí 2002).
L. 125/2003 (tóku gildi 30. des. 2003).
1. gr.
[Nú er í starfsemi lögaðila framið brot gegn 109. gr. eða 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga og er þá heimilt að gera lögaðilanum fésekt. Nú er í starfsemi lögaðila framið brot gegn 264. gr. almennra hegningarlaga og frumbrotið, sem ávinningur stafar af, varðar 109. gr. eða 1. mgr. 264. gr. a almennra hegningarlaga og er þá sömuleiðis heimilt að gera lögaðilanum fésekt.]1)
1)L. 125/2003, 5. gr.
[2. gr.
Nú er í starfsemi lögaðila framið brot gegn 100. gr. a – 100. gr. c almennra hegningarlaga og er þá heimilt að gera lögaðilanum fésekt.]1)
1)L. 99/2002, 3. gr.
[3. gr.
Um tilhögun refsiábyrgðar samkvæmt lögunum fer eftir II. kafla A almennra hegningarlaga.]1)
1)L. 125/2003, 6. gr.
[4. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi.
1)L. 125/2003, 6. gr.