Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um skattfrelsi norrænna verðlauna
1999 nr. 126 31. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 11. janúar 2000, sjá þó 2. gr.
1. gr.
Eftirtalin norræn verðlaun skulu undanþegin tekjuskatti og útsvari:
1. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
2. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
3. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
4. Norrænu leikskáldaverðlaunin.
5. Nóbelsverðlaunin.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999. …