Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um áhugamannahnefaleika

2002 nr. 9 18. febrúar


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 20. febrúar 2002.

1. gr.
Heimil er keppni og sýning á áhugamannahnefaleikum. Enn fremur er heimilt að kenna áhugamannahnefaleika.
2. gr.
Heimil er sala og notkun hnefaleikahanska og annarra tækja sem ætluð eru til þjálfunar áhugamannahnefaleika.
3. gr.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur reglur um áhugamannahnefaleika. Við samningu reglnanna skal leitast við að taka mið af ýtrustu öryggisreglum í nágrannalöndum.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.