Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um gæðamat á æðardúni

2005 nr. 52 18. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. maí 2005. Breytt með: L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Lög þessi gilda um íslenskan æðardún og gæðamat á honum.
2. gr.
Allur æðardúnn, hvort sem er til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings, skal metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun. Áður en að dreifingu á innanlandsmarkaði eða til útflutnings kemur skal liggja fyrir að æðardúnn standist gæðamat dúnmatsmanna með vottorði þeirra þar að lútandi.
3. gr.
[Ráðuneytið]1) gefur út leyfi til handa dúnmatsmönnum til starfa á þeim stöðum sem það telur þörf á að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands og Félags íslenskra stórkaupmanna. Dúnmatsmenn skulu undirrita eiðstaf áður en þeir taka til starfa. Kostnaður af störfum þeirra greiðist af matsbeiðanda í samræmi við gjaldskrá sem ráðuneytið staðfestir.
Nánar er kveðið á um framkvæmd laganna, starfsskyldur og hæfniskröfur dúnmatsmanna í reglugerð.2)
   1)L. 126/2011, 403. gr. 2)Rg. 350/2011.
4. gr.
Brot á lögum þessum varða sektum …1)
   1)L. 88/2008, 233. gr.
5. gr.
Lög þessi taka gildi þegar í stað.