Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga
2006 nr. 150 15. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 30. desember 2006. Breytt með:
L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008).
L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 22/2021 (tóku gildi 31. mars 2021).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. er opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaga á Íslandi. Félagið starfar samkvæmt hlutafélagalögum og sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
2. gr.
Eignarhlutir í Lánasjóði sveitarfélaga ohf. geta eingöngu verið í eigu íslenskra sveitarfélaga og stofnana og fyrirtækja sem eru að fullu í þeirra eigu.
3. gr.
Tilgangur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er að tryggja sveitarfélögum ásamt fyrirtækjum og stofnunum í eigu sveitarfélaga eða sveitarfélaga og ríkissjóðs lánsfé á hagstæðum kjörum og takmarkast útlán hans við verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu.
Tilgangi og verkefnum félagsins skal nánar lýst í samþykktum þess.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …
5. gr. …
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Stofna skal hlutafélagið Lánasjóð sveitarfélaga ohf. á stofnfundi sem haldinn skal eigi síðar en 31. mars 2007. Á stofnfundinum skal leggja fram drög að stofnsamningi, stofnefnahagsreikningi og samþykktum fyrir félagið og kjósa stjórn þess. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. skal frá útgáfu starfsleyfis yfirtaka allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Lánasjóðs sveitarfélaga og skal stofnefnahagsreikningur miðast við 1. janúar 2007.
Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga annast undirbúning að stofnun hlutafélagsins fyrir hönd eigenda þess og yfirtöku á rekstri Lánasjóðs sveitarfélaga. Allur kostnaður af stofnun hlutafélagsins greiðist af Lánasjóði sveitarfélaga.
Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2006 getur ákveðið að eigið fé lánasjóðsins verði fært niður um allt að 3 milljarða kr. enda uppfylli sjóðurinn þrátt fyrir lækkunina skilyrði laga um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja og hafi nægilegt handbært fé til að standa við skuldbindingar sínar.
Innköllun til lánardrottna Lánasjóðs sveitarfélaga skal eigi gefin út. Greiðslustaður skuldaskjala, sem eru í eigu Lánasjóðs sveitarfélaga, verður hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Lánasjóður sveitarfélaga skal birta tvær auglýsingar þessa efnis í Lögbirtingablaðinu.
II.
Við yfirtöku Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á Lánasjóði sveitarfélaga skulu eignarhlutir í félaginu skiptast á eftirfarandi hátt:
17,472% Reykjavíkurborg
5,814% Vestmannaeyjabær
5,517% Kópavogsbær
5,458% Akureyrarkaupstaður
4,251% Hafnarfjarðarkaupstaður
4,148% Ísafjarðarbær
3,052% Sveitarfélagið Árborg
3,042% Garðabær
3,030% Reykjanesbær
2,995% Fjarðabyggð
2,410% Akraneskaupstaður
2,394% Fjallabyggð
2,339% Sveitarfélagið Skagafjörður
2,222% Norðurþing
1,853% Stykkishólmsbær
1,781% Borgarbyggð
1,766% Snæfellsbær
1,716% Rangárþing ytra
1,669% Rangárþing eystra
1,587% Fljótsdalshérað
1,489% Mosfellsbær
1,466% Blönduósbær
1,348% Sveitarfélagið Hornafjörður
1,347% Dalvíkurbyggð
1,320% Vesturbyggð
1,159% Seltjarnarneskaupstaður
1,089% Grindavíkurbær
0,977% Seyðisfjarðarkaupstaður
0,960% Hveragerðisbær
0,863% Sveitarfélagið Ölfus
0,857% Húnaþing vestra
0,831% Bolungarvíkurkaupstaður
0,722% Sveitarfélagið Álftanes
0,680% Vopnafjarðarhreppur
0,633% Sandgerðisbær
0,625% Bláskógabyggð
0,612% Dalabyggð
0,597% Grundarfjarðarbær
0,537% Langanesbyggð
0,457% Sveitarfélagið Garður
0,448% Strandabyggð
0,424% Sveitarfélagið Vogar
0,381% Skaftárhreppur
0,369% Mýrdalshreppur
0,367% Eyjafjarðarsveit
0,366% Skeiða- og Gnúpverjahreppur
0,348% Breiðdalshreppur
0,330% Djúpavogshreppur
0,299% Súðavíkurhreppur
0,298% Reykhólahreppur
0,293% Höfðahreppur
0,246% Flóahreppur
0,243% Hrunamannahreppur
0,223% Grímsnes- og Grafningshreppur
0,215% Hvalfjarðarsveit
0,211% Skútustaðahreppur
0,202% Þingeyjarsveit
0,201% Tálknafjarðarhreppur
0,177% Svalbarðsstrandarhreppur
0,153% Húnavatnshreppur
0,136% Aðaldælahreppur
0,129% Grýtubakkahreppur
0,111% Hörgárbyggð
0,092% Borgarfjarðarhreppur
0,081% Kjósarhreppur
0,081% Akrahreppur
0,078% Svalbarðshreppur
0,062% Arnarneshreppur
0,056% Kaldrananeshreppur
0,045% Eyja- og Miklaholtshreppur
0,039% Ásahreppur
0,036% Árneshreppur
0,036% Bæjarhreppur
0,030% Skagabyggð
0,027% Grímseyjarhreppur
0,027% Fljótsdalshreppur
0,020% Tjörneshreppur
0,017% Helgafellssveit
0,017% Skorradalshreppur
Hlutabréf í félaginu, útgefin í tengslum við stofnun þess, skulu undanþegin stimpilgjaldi.
III.
Ekki mega fara fram viðskipti með hluti í félaginu fyrr en 1. janúar 2009. Sveitarfélögum er þó heimilt að færa eignarhluti sína til stofnunar eða fyrirtækis sem að fullu er í eigu sveitarfélagsins.
IV.
Nú vanrækir sveitarfélag greiðslu afborgana og vaxta af lánum úr Lánasjóði sveitarfélaga, sem tekin voru fyrir 1. janúar 2005, á réttum gjalddaga, og getur [ráðherra]1) þá greitt vanskilin af framlagi hlutaðeigandi sveitarfélags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eftir því sem til vinnst. Sama gildir um greiðslur sem Lánasjóður sveitarfélaga kann að hafa innt af hendi vegna ábyrgða sem hann hefur tekist á hendur skv. 10. gr. þágildandi laga, nr. 35/1966, um Lánasjóð sveitarfélaga.
1)L. 126/2011, 441. gr.
[V.
Þrátt fyrir 1. mgr. 3. gr. skal Lánasjóði sveitarfélaga heimilt að veita lán til að mæta rekstrarhalla sveitarfélaga, auk rekstrarhalla stofnana og fyrirtækja þeirra sem sinna lögmæltum verkefnum og ekki eru í samkeppnisrekstri, á reikningsárunum 2020–2022.]1)
1)L. 22/2021, 4. gr.