Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar]1)

2006 nr. 176 20. desember


   1)L. 47/2021, 6. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. desember 2006. Breytt með: L. 34/2008 (tóku gildi 31. maí 2008 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 8. maí 2008). L. 76/2008 (tóku gildi 19. júní 2008). L. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 47/2021 (tóku gildi 1. sept. 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við utanríkisráðherra eða utanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. [Svæðaskipting.
Með lögum þessum er kveðið á um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar.
Ráðherra sem fer með málefni öryggissvæða skal með auglýsingu birta uppdrátt um ytri mörk og innri skiptingu svæðisins í flugvallarsvæði (svæði A) og öryggissvæði (svæði B). Áður en slík auglýsing er birt skal aflað umsagnar samgönguyfirvalda og skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar.
Ef breyta þarf auglýstum ytri mörkum svæða skv. 2. mgr. er ráðherra heimilt að semja um slíka breytingu við hlutaðeigandi sveitarfélag.]1)
   1)L. 47/2021, 1. gr.
2. gr. Flugvallarsvæði.
Flugvallarsvæði, þ.e. flugbrauta- og flugverndarsvæði, Keflavíkurflugvallar …1) er afmarkað sem svæði A í fylgiskjali.
1)
   1)L. 47/2021, 2. gr.
3. gr. Öryggissvæði.
[Ráðherra]1) fer með yfirstjórn öryggissvæðis sem afmarkað er sem svæði B í fylgiskjali. Öryggissvæðið er ætlað til varnarþarfa, þ.m.t. heræfinga og eftir atvikum friðargæsluæfinga, m.a. á vegum Bandaríkjanna eða annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins.
2)
   1)L. 126/2011, 445. gr. 2)L. 34/2008, 30. gr.
4. gr.1)
   1)L. 47/2021, 3. gr.
5. gr. Opinber gjöld.
Fasteignir ríkisins og mannvirki sem Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið hafa skilað til eignar, [á svæði skv. 2. gr.],1) eru undanþegin öllum opinberum gjöldum og skyldutryggingu fasteigna. Sú undanþága fellur niður er þeim hefur verið ráðstafað með leigu eða sölu enda sé ekki sérstaklega mælt fyrir um undanþágu frá slíkum gjöldum í öðrum lögum. Undanþágan gildir einnig þótt gefin sé út auglýsing um svæðin skv. 2. mgr. 1. gr.
2)
   1)L. 47/2021, 4. gr. 2)L. 34/2008, 30. gr.
6. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …1)
   1)L. 47/2021, 5. gr.
7. gr.

Fylgiskjal. 1)
   1)Sjá Stjtíð. A 2006, bls. 787.