Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli
2007 nr. 135 12. nóvember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 17. nóvember 2007. Breytt með:
L. 39/2014 (tóku gildi 1. sept. 2014).
L. 137/2019 (tóku gildi 31. des. 2019).
1. gr.
Heimilt er að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal fyrir 1. október 2007 leggja fram verkáætlun til [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) um hvernig staðið verði að breytingum til samræmis við íslenskar kröfur fyrir 1. október 2010.
1)L. 137/2019, 19. gr.
2. gr.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal tilnefna umsjónarmann öryggismála á svæðinu sem starfi í samvinnu við [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun].1) Hann skal uppfylla þær hæfniskröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 264/1971, um raforkuvirki, með síðari breytingum.
1)L. 137/2019, 19. gr.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.