Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík

2010 nr. 145 22. desember


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 29. desember 2010.

1. gr.
Með lögum þessum staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. (sem hefur yfirtekið réttindi og skyldur Alusuisse-Lonza Holding Ltd. að lögum), dags. 13. október 2010, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966 (áður breyttan með viðaukum dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984, 11. nóvember 1985, 16. nóvember 1995, 5. mars 2007 og 7. desember 2009), um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum, á íslensku og ensku.1)
   1)Um samningstextann vísast í Stjtíð. A 2010, l. 145/2010.
2. gr.
Ákvæði viðaukasamnings þess sem um ræðir í 1. gr. skulu hafa lagagildi hér á landi.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.