Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fjármálastöðugleikaráð
2014 nr. 66 28. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 6. júní 2014. Breytt með:
L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019).
L. 91/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 133. gr. sem tók gildi 16. júlí 2019).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
I. kafli. Markmið og skilgreiningar.
1. gr. Markmið.
[Markmið laga þessara er að tryggja reglulegt samráð og upplýsingaskipti milli ráðherra og Seðlabanka Íslands í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, sporna við uppsöfnun kerfisáhættu og stuðla að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Í því skyni er fjármálastöðugleikaráði falið skilgreint hlutverk samkvæmt lögum þessum.]1)
1)L. 91/2019, 23. gr.
2. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum merkir:
1. …1)
2. …1)
3. Fjármálakerfi: Allir lögaðilar sem stunda fjármálastarfsemi í skilningi laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, þ.m.t. opinberir lánasjóðir og lífeyrissjóðir, svo og fjármálamarkaðir, [kerfislega þýðingarmikil greiðslu- og uppgjörskerfi og Seðlabanki Íslands].1)
4. …1)
5. …1)
6. Fjármálastöðugleiki: Það ástand þegar ekki er rof eða veruleg truflun á starfsemi fjármálakerfisins og það býr yfir nægum viðnámsþrótti til að þola áföll og ójafnvægi án þess að veruleg neikvæð áhrif verði í miðlun fjármagns, miðlun greiðslna og dreifingu áhættu.
7. …1)
8. Kerfisáhætta: Þegar samspil fjármálakerfis og þjóðarbúskapar felur í sér hagsveiflumögnun, fjármálafyrirtæki verða viðkvæm fyrir aðgerðum annarra aðila og hætta er á atburðarás sem getur ógnað fjármálastöðugleika með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á þjóðarbúskapinn.
9. …1)
1)L. 91/2019, 24. gr.
II. kafli. Fjármálastöðugleikaráð.
3. gr. Hlutverk og skipan.
Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.
[Í fjármálastöðugleikaráði sitja ráðherra, og er hann formaður ráðsins, og seðlabankastjóri. Formaður kallar ráðið saman til fundar þrisvar sinnum á ári en oftar telji annar ráðsmanna þörf á.]1) Fjármálastöðugleikaráð setur sér starfsreglur og heldur gerðabók á fundum sínum.
[Seðlabanki Íslands veitir ráðinu þær upplýsingar sem ráðið óskar eftir til að sinna hlutverki sínu og ber sjálfur þann kostnað sem af hlýst.]1) Umsýsla vegna fjármálastöðugleikaráðs og undirbúningur funda þess er á hendi ráðuneytisins.
1)L. 91/2019, 25. gr.
4. gr. Almenn verkefni.
Fjármálastöðugleikaráð er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila [þegar fjármálastöðugleika er ógnað].1)
Helstu verkefni fjármálastöðugleikaráðs eru eftirfarandi:
a. að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika,
b. að [vakta]1) efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika,
c. [að meta árangur af þjóðhagsvarúðartækjum],1)
d. …1)
Fjármálastöðugleikaráð skal einkum byggja á tillögum eða greiningu [Seðlabanka Íslands]1) við vinnslu verkefna skv. 2. mgr.
1)L. 91/2019, 26. gr.
5. gr. …1)
1)L. 91/2019, 27. gr.
6. gr. Sérstakar aðstæður.
[Fjármálastöðugleikaráð fundar sérstaklega þegar fjármálastöðugleika er ógnað eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamarkaði. Seðlabanki Íslands skal upplýsa ráðherra, án tafar, telji bankinn að aðstæður skv. 1. málsl. hafi skapast.]1)
Ráðið leggur mat á til hvaða nauðsynlegu aðgerða eða ráðstafana þurfi að grípa …1) og samræmir aðkomu stjórnvalda.
[Ráðið skal upplýsa efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um helstu aðgerðir og ráðstafanir skv. 2. mgr.]1)
1)L. 91/2019, 28. gr.
III. kafli. …1)
1)L. 91/2019, 29. gr.
IV. kafli. Ýmis ákvæði.
9. gr. Gagnaöflun. Þagnarskylda.
[Seðlabanki Íslands afhendir fjármálastöðugleikaráði upplýsingar og gögn sem hann býr yfir og ráðið telur nauðsynleg vegna hlutverks síns.
Upplýsingar sem veittar eru ráðinu lúta þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.]1)
[Þeir sem sitja í fjármálastöðugleikaráði …1) eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.]2)
1)L. 91/2019, 30. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.
10. gr. Gagnsæi.
[Fjármálastöðugleikaráð skal gera fundargerðir sínar opinberar innan eins mánaðar frá því að fundur er haldinn, nema ætla megi að opinber birting geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.]1)
Fjármálastöðugleikaráð skal árlega, og oftar ef þörf er á, gera Alþingi grein fyrir meginþáttum í störfum sínum. Birta skal opinberlega starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs …1)
Formaður fjármálastöðugleikaráðs skal halda ríkisstjórninni upplýstri um störf ráðsins og viðbúnað stjórnvalda og viðbragðsáætlanir við sérstakar aðstæður. Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi, sem ekki eru jafnframt ráðherrar, skulu upplýstir með sama hætti. Ef formaður fjármálastöðugleikaráðs …1) krefst þess að trúnaður ríki um veittar upplýsingar skal gæta fyllstu þagmælsku um þær.
Ákvæði upplýsingalaga og stjórnsýslulaga um aðgang að gögnum gilda ekki um fundargerðir og þau gögn sem eru unnin fyrir fjármálastöðugleikaráð …1) eða eru þar til meðferðar.
1)L. 91/2019, 31. gr.
11. gr. Hæfisskilyrði.
Þeim sem sitja í fjármálastöðugleikaráði …1) er óheimilt að sinna störfum sem geta verið til þess fallin að draga megi óhlutdrægni þeirra í efa.
Þeir sem sitja í fjármálastöðugleikaráði …,1) sem og allir þeir sem sitja fundi ráðsins …1) eða starfa á [þess]1) vegum, skulu hver fyrir sig og af sjálfsdáðum gæta að ábyrgð sinni varðandi meðferð innherjaupplýsinga og stöðu innherja samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti.
1)L. 91/2019, 32. gr.
12. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.