Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Auglýsing um liti íslenska fánans

2016 nr. 32 10. maí


Tók gildi 12. maí 2016.

Litir þjóðfána Íslendinga ákvarðast sem hér segir:
Litirnir skulu miðast við SCOTDIC-litakerfið (Standard Colour of Textile, – Dictionaire Internationale de la Couleur) þannig:
   Heiðblái liturinn: SCOTDIC nr. 693009.
   Mjallhvíti liturinn: SCOTDIC nr. 95.
   Eldrauði liturinn: SCOTDIC ICELAND FLAG RED.
Við notkun eftirfarandi litakerfa fyrir prent- og skjámiðla skal miða við eftirfarandi litanúmer:
   1. Pantone-litakerfið:
   a. Heiðblái liturinn: Pantone nr. 287.
   b. Mjallhvíti liturinn: Án Pantone tilvísunar (opaque white).
   c. Eldrauði liturinn: Pantone nr. 199.
   2. CMYK-litakerfið:
   a. Heiðblái liturinn: CMYK nr. 100/75/2/18.
   b. Mjallhvíti liturinn: CMYK nr. 0/0/0/0.
   c. Eldrauði liturinn: CMYK nr. 0/100/72/0.
   3. RGB-litakerfið:
   a. Heiðblái liturinn: RGB nr. 2/82/156.
   b. Mjallhvíti liturinn: RGB nr. 255/255/255.
   c. Eldrauði liturinn: RGB nr. 220/30/53.
   4. HEX-litakerfið:
   a. Heiðblái liturinn: HEX nr. \#02529C.
   b. Mjallhvíti liturinn: HEX nr. \#FFFFFF.
   c. Eldrauði liturinn: HEX nr. \#DC1E35.
   5. Avery-litakerfið:
   a. Heiðblái liturinn: Avery nr. 520.
   b. Mjallhvíti liturinn: Avery nr. 501.
   c. Eldrauði liturinn: Avery nr. 503.
Við notkun annarra litakerfa skal notast við þá liti sem samsvara best litum fánans samkvæmt SCOTDIC-litakerfinu, sbr. 1. mgr.
Nánari upplýsingar um fánalitina veitir forsætisráðuneytið og sendiráð Íslands erlendis.
Fáninn í réttum litum og hlutföllum skal vera til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands og hjá lögreglustjórum landsins.
Auglýsing þessi er sett samkvæmt 13. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána Íslendinga, og tekur þegar gildi.