Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði

2017 nr. 24 19. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 23. maí 2017. EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 1092/2010, 1093/2010, 1094/2010, 1095/2010, 1022/2013. Breytt með: L. 91/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 133. gr. sem tók gildi 16. júlí 2019). L. 45/2020 (tóku gildi 4. júní 2020; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2011/61/ESB, 2013/14/ESB). L. 62/2020 (tóku gildi 30. júní 2020; EES-samningurinn: IX. og XIX. viðauki tilskipun 2014/17/ESB). L. 70/2020 (tóku gildi 1. sept. 2020). L. 114/2021 (tóku gildi 1. nóv. 2021; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2015/2366). L. 50/2022 (tóku gildi 8. júlí 2022; EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 2017/2294, 2019/1011, 2021/527, 2019/2115, 2018/1717, tilskipun 2014/51/ESB, XXII. viðauki tilskipun 2004/25/EB).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Tilgangur.
Tilgangur laga þessara er að lögfesta evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Eftirlitskerfinu er ætlað að vernda hagsmuni almennings og fjármálamarkaðarins með því að stuðla að stöðugleika og heilbrigði fjármálakerfisins á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
2. gr. Evrópskar eftirlitsstofnanir.
Evrópskar eftirlitsstofnanir samkvæmt lögum þessum eru eftirfarandi:
   1. Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA).
   2. Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA).
   3. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA).
   4. Evrópska kerfisáhætturáðið (ESRB).
3. gr. Lögfesting.
Ákvæði eftirfarandi reglugerða, eins og þær voru teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2016, 200/2016, 201/2016 og 198/2016 frá 30. september 2016, sem eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 1–35, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
   1. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin, sem eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 599–634 og bls. 354–363, [með þeim breytingum sem leiðir af 48. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 14. nóvember 2019, bls. 4–55, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 frá 8. maí 2019 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 99 frá 12. desember 2019, bls. 8–9],1) [með þeim breytingum sem leiðir af 125. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25 frá 19. apríl 2018, bls. 4–162],2) [með þeim breytingum sem leiðir af 112. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 frá 25. nóvember 2015 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/64/EB, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87 frá 17. desember 2020, bls. 180–272, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 frá 14. júní 2019],3) [með þeim breytingum sem leiðir af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1717 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 að því er varðar aðsetur Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90 frá 7. nóvember 2019, bls. 275–276, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2019 frá 25. október 2019].4)
   2. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 635–670, [með þeim breytingum sem leiðir af 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101 frá 19. desember 2019, bls. 1–61, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2018 frá 5. desember 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 23. september 2021, bls. 39–40].4)
   3. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 671–706, [með þeim breytingum sem leiðir af …4)]:5)
   [a. 65. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 364–436,
   b. 5. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101 frá 19. desember 2019, bls. 1–61, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2018 frá 5. desember 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 23. september 2021, bls. 39–40.]4)
   4. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 343–353.
   1)L. 62/2020, 17. gr. 2)L. 70/2020, 103. gr. 3)L. 114/2021, 117. gr. 4)L. 50/2022, 20. gr. 5)L. 45/2020, 120. gr.
4. gr. Eftirlit.
Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA annast eftirlit samkvæmt lögum þessum í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, og samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins fer nánar samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beita ákvæðum þeirra laga við framkvæmd eftirlits og vegna samvinnu við Eftirlitsstofnun EFTA og evrópskar eftirlitsstofnanir samkvæmt lögum þessum.
5. gr. Upplýsingagjöf til evrópskra eftirlitsstofnana.
1) Seðlabanka Íslands, öðrum stjórnvöldum, einstaklingum og lögaðilum er heimilt að veita evrópskum eftirlitsstofnunum upplýsingar og gögn, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum eða öðrum lögum, vegna framkvæmdar eftirlits. Heimildin nær einnig til gagna sem háð eru þagnarskyldu samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eða á grundvelli annarra laga.
Evrópskum eftirlitsstofnunum er heimilt að veita Eftirlitsstofnun EFTA eða eftir atvikum öðrum stofnunum innan Evrópska efnahagssvæðisins aðgang að upplýsingum skv. 1. mgr. með sömu takmörkunum og þar greinir.
   1)L. 91/2019, 77. gr.
6. gr. Upplýsingagjöf til stofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Stjórnvöldum, einstaklingum og lögaðilum er skylt að láta Eftirlitsstofnun EFTA, EFTA-dómstólnum eða eftir atvikum öðrum stofnunum innan Evrópska efnahagssvæðisins í té allar þær upplýsingar og gögn sem stofnunum þessum eru nauðsynleg til að þeim sé unnt að sinna eftirlitshlutverki sínu samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum.
Fjármálaeftirlitið getur krafið markaðsaðila um sömu upplýsingar og segir í 1. mgr. og getur sett skilafrest í því sambandi.
7. gr. Aðfararhæfi.
Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins.
8. gr. Reglugerð.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
9. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
10. gr. Breyting á öðrum lögum.