Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd
2020 nr. 20 16. mars
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 19. mars 2020. EES-samningurinn: XIX. viðauki reglugerð 2017/2394.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr. Lögfesting.
Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 18. júlí 2019, bls. 216–241, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019, frá 14. júní 2019, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd og heimildir þar til bærra stjórnvalda til rannsókna og framfylgdar í þágu neytenda.
3. gr. Stjórnsýsla.
Ráðherra fer með yfirstjórn samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra er heimilt að tilnefna eitt eða fleiri lögbær yfirvöld, miðlæga tengiskrifstofu og stofnanir sem bera ábyrgð á beitingu laga þessara. Ráðherra getur með reglugerð veitt viðeigandi aðilum heimild til að gefa út utanaðkomandi viðvaranir samkvæmt lögunum.
4. gr. Reglugerð.
Reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins, sem teknar verða upp í EES-samninginn og fela í sér breytingar eða viðbætur við viðauka reglugerðar skv. 1. gr., er ráðherra heimilt að innleiða með reglugerð.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara og samvinnu yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd.
5. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
…