Lagasafn. Íslensk lög 1. september 2025. Útgáfa 156b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um Loftslags- og orkusjóð]1)
2020 nr. 76 10. júlí
1)L. 66/2024, 6. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 14. júlí 2020. Breytt með:
L. 66/2024 (tóku gildi 1. júlí 2024).
L. 110/2024 (tóku gildi 1. jan. 2025 nema 3. mgr. 2. gr. sem tekur gildi 1. jan. 2026; um lagaskil sjá 7. gr. og brbákv.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði.
1. gr. [Loftslags- og orkusjóður.]1)
Starfrækja skal sjóð í eigu íslenska ríkisins sem nefnist [Loftslags- og orkusjóður].2) Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins og heyrir hann stjórnarfarslega undir ráðherra.
1)L. 66/2024, 2. gr. 2)L. 66/2024, 1. gr.
2. gr. Hlutverk.
Hlutverk [Loftslags- og orkusjóðs]1) er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.
[Loftslags- og orkusjóður]1) styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
[Loftslags- og orkusjóður skal enn fremur styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, verkefni sem stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Jafnframt er hlutverk Loftslags- og orkusjóðs að sjá um beinar stuðningsaðgerðir, svo sem styrki til kaupa á rafbílum og styrki til jarðhitaleitar, eftir atvikum hverju sinni.]2)
1)L. 66/2024, 1. gr. 2)L. 66/2024, 3. gr.
3. gr. Stjórn.
[Ráðherra skipar fimm einstaklinga í stjórn Loftslags- og orkusjóðs til fjögurra ára. Formaður skal skipaður án tilnefningar og honum til viðbótar skipar ráðherra einn fulltrúa án tilnefningar, einn fulltrúa, sem hefur þekkingu á loftslagsmálum, samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins, einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka.]1)
Stjórn [Loftslags- og orkusjóðs]2) skal hafa yfirumsjón með umsýslu sjóðsins í samræmi við hlutverk hans.
[Umhverfis- og orkustofnun]3) annast daglega umsýslu [Loftslags- og orkusjóðs]2) undir yfirstjórn stjórnar sjóðsins. [Stjórninni er þó heimilt að framselja óháðum aðila faglega umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi.]1)
[Ákvarðanir sem teknar eru um að veita styrki úr Loftslags- og orkusjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi.]1)
1)L. 66/2024, 4. gr. 2)L. 66/2024, 1. gr. 3)L. 110/2024, 8. gr.
4. gr. Fjármögnun verkefna.
Stjórn [Loftslags- og orkusjóðs]1) gerir tillögur til ráðherra um lánveitingar …2) úr [Loftslags- og orkusjóði]1) í samræmi við áherslur og stefnumótun stjórnvalda sem og fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins.
[Loftslags- og orkusjóði]1) er ekki heimilt að veita [Umhverfis- og orkustofnun]3) styrki eða lán af fé sjóðsins.
1)L. 66/2024, 1. gr. 2)L. 66/2024, 5. gr. 3)L. 110/2024, 8. gr.
5. gr. Eftirlit.
Þeir sem hljóta styrk eða lán frá [Loftslags- og orkusjóði]1) skulu gera grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari reglum stjórnar [Loftslags- og orkusjóðs].1)
Ríkisendurskoðun annast árlega endurskoðun reikninga [Loftslags- og orkusjóðs].1)
1)L. 66/2024, 1. gr.
6. gr. Tekjur.
Tekjur [Loftslags- og orkusjóðs]1) eru framlag úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun Alþingis á fjárlögum hverju sinni og vextir af fé sjóðsins.
1)L. 66/2024, 1. gr.
7. gr. Kostnaður af rekstri.
Kostnaður af rekstri [Loftslags- og orkusjóðs]1) greiðist af tekjum hans eða eigin fé.
1)L. 66/2024, 1. gr.
8. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra skal setja í reglugerð nánari fyrirmæli um skilyrði fyrir framlögum úr [Loftslags- og orkusjóði],1) undirbúning úthlutunar, lánveitingar, þ.m.t. vexti og önnur útlánakjör, greiðslur, eftirlit með framkvæmdum sem [Loftslags- og orkusjóður]1) veitir fé til og heimildir til að fella niður endurgreiðsluskyldu lántaka. Stjórn [Loftslags- og orkusjóðs]1) getur sett nánari reglur og skilyrði um tilfærslu fjármuna milli einstakra verkefna ef nauðsyn krefur.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð2) nánari ákvæði um starfsemi og skipulag [Loftslags- og orkusjóðs]1) og framkvæmd laga þessara.
1)L. 66/2024, 1. gr. 2)Rg. 1566/2024.
9. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …