Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nćr ekki til
2020 nr. 129 8. desember
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 15. desember 2020.
1. gr. Gerđ skráa.
Til ađ tryggja ađ nauđsynlegasta heilbrigđis- og öryggisţjónusta viđ íbúa sveitarfélaga sé veitt og lífi og heilsu ţeirra sé ekki ógnađ vegna verkfalls skal hvert sveitarfélag fyrir sig birta skrá yfir störf hjá sveitarfélaginu sem heimild til verkfalls samkvćmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nćr ekki til. Skrá skv. 1. málsl. skal unnin í samráđi viđ viđkomandi stéttarfélög.
Skrá skv. 1. mgr. skal taka til starfa ţeirra sem sinna nauđsynlegustu heilbrigđis- og öryggisţjónustu sem hlutađeigandi sveitarfélag veitir íbúum.
2. gr. Birting skráa.
Fyrir 1. febrúar ár hvert skulu sveitarfélög birta í B-deild Stjórnartíđinda skrár yfir störf sem heimild til verkfalls samkvćmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nćr ekki til, sbr. 1. gr. Ný skrá tekur gildi 15. febrúar nćst eftir birtingu. Sé ný skrá ekki birt samkvćmt framangreindu framlengist síđast gildandi skrá um eitt ár. Andmćli gegn breytingum á skrám skulu borin fram fyrir 1. mars sama ár og skal ágreiningur sem ekki leysist međ samkomulagi lagđur fyrir Félagsdóm sem sker úr honum til fullnustu.
3. gr. Gildistaka.
Lög ţessi öđlast ţegar gildi.
Ákvćđi til bráđabirgđa.
Innan eins mánađar frá gildistöku laga ţessara skal hvert sveitarfélag ljúka viđ gerđ skrár skv. 1. gr. sem birt verđur skv. 2. gr. Komi upp ágreiningur viđ gerđ skrár, sbr. 1. málsl., ţannig ađ ekki takist ađ ljúka gerđ hennar innan eins mánađar frá gildistöku laga ţessara skal ágreiningurinn lagđur fyrir Félagsdóm sem sker úr honum til fullnustu.