Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
2023 nr. 96 22. desember
Starfsemi | Gróðurhúsalofttegundir |
Brennsla eldsneytis í stöðvum með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW (að undanskildum stöðvum til brennslu á hættulegum úrgangi eða sorpi). | Koldíoxíð |
Frá 1. janúar 2024, brennsla eldsneytis í stöðvum, til brennslu á heimilis- og rekstrarúrgangi, með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW, að því er varðar 12. gr. | |
Hreinsun á olíu þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á koksi. | Koldíoxíð |
Brennsla eða glæðing, einnig kögglun, málmgrýtis (þ.m.t. brennisteinsgrýtis). | Koldíoxíð |
Framleiðsla á járni eða stáli (fyrsta eða önnur bræðsla), þ.m.t. samfelld málmsteypa, þar sem afkastagetan er meiri en 2,5 tonn á klukkustund. | Koldíoxíð |
Framleiðsla eða vinnsla á járnríkum málmum (þ.m.t. járnblendi) þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. Vinnslan tekur m.a. til völsunarstöðva, ofna til endurhitunar, glæðingarofna, smiðja, málmsteypna og eininga til yfirborðsmeðhöndlunar og sýruböðunar. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á hrááli eða áloxíði. | Koldíoxíð og perflúorkolefni |
Framleiðsla á endurunnu áli þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. | Koldíoxíð |
Framleiðsla eða vinnsla á járnlausum málmum, þ.m.t. framleiðsla á málmblöndum, hreinsun, steypumótun o.s.frv., þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli (þ.m.t. eldsneyti sem er notað sem afoxunarefni) sem er yfir 20 MW. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á sementsgjalli í hverfiofnum með afkastagetu sem er yfir 500 tonnum á dag eða í annars konar ofnum þar sem framleiðsluafköstin eru yfir 50 tonnum á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á kalki eða glæðing á dólómíti eða magnesíti í hverfiofnum eða annars konar ofnum sem hafa framleiðslugetu sem er yfir 50 tonnum á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla glers, einnig glertrefja, þar sem bræðsluafköstin eru meiri en 20 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á leirvörum með brennslu, einkum þakflísum, múrsteinum, eldföstum múrsteini, þaksteini og leirmunum eða postulíni, þar sem framleiðslugetan er yfir 75 tonnum á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á einangrunarefni úr steinull þar sem notað er gler, berg eða gjall og bræðsluafköstin eru yfir 20 tonnum á dag. | Koldíoxíð |
Þurrkun eða glæðing á gifsi eða framleiðsla á gifsplötum og öðrum gifsvörum þar sem framleiðslugeta á brenndu gifsi eða þurrkuðu endurunnu gifsi fer samtals yfir 20 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á pappírsdeigi úr timbri eða öðrum trefjaefnum. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á pappír eða pappa þar sem framleiðslugetan er meiri en 20 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla kinroks, sem felur í sér kolun á lífrænum efnum á borð við olíu, tjöru og sundrunar- og eimingarleif, þar sem framleiðslugetan er meiri en 50 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á saltpéturssýru. | Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð |
Framleiðsla á adipínsýru. | Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð |
Framleiðsla á glýoxali og glýoxýlsýru. | Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð |
Framleiðsla á ammoníaki. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á lífrænum íðefnum í lausu með sundrun, umbreytingu, oxun, að hluta eða til fulls, eða með svipuðum ferlum þar sem framleiðslugetan er meiri en 100 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á vetni (H2) og tilbúnu gasi þar sem framleiðslugetan er meiri en 5 tonn á dag. | Koldíoxíð |
Framleiðsla á natríumkarbónati (Na2CO3) og natríumbíkarbónati (NaHCO3). | Koldíoxíð |
Föngun gróðurhúsalofttegunda frá stöðvum sem falla undir þennan viðauka í því skyni að flytja þær til geymslu í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. | Koldíoxíð |
Flutningur gróðurhúsalofttegunda til geymslu í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að þeirri losun undanskilinni sem fellur undir aðra starfsemi samkvæmt lögum þessum. | Koldíoxíð |
Geymsla gróðurhúsalofttegunda í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. | Koldíoxíð |
Flug. | Koldíoxíð |
Flugferðir sem fela í sér flugtak eða lendingu á flugvelli á yfirráðasvæði aðildarríkis Evrópska efnahagssvæðisins. | |
Flug milli flugvalla, sem eru staðsettir í tveimur mismunandi ríkjum sem eru skráð í framkvæmdargerðina sem er samþykkt skv. 3. mgr. 25. gr. a tilskipunar 2003/87/EB, og flug milli Sviss eða Bretlands og ríkja sem eru skráð í framkvæmdargerðina sem er samþykkt skv. 3. mgr. 25. gr. a tilskipunar 2003/87/EB og, að því er varðar 6. og 8. mgr. 12. gr. og 28. gr. c, öll önnur flug milli flugvalla sem eru staðsettir í tveimur mismunandi þriðju löndum, á vegum umráðenda loftfara/flugrekenda sem uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:
a. umráðendur loftfara/flugrekendur eru með flugrekandaskírteini sem aðildarríki gefur út eða eru skráðir í aðildarríki, þ.m.t. ysta svæði, hjálendur og yfirráðasvæði viðkomandi aðildarríkis, og b. árleg koldíoxíðlosun þeirra er meiri en 10.000 tonn vegna notkunar á flugvélum með skráðan hámarksflugtaksmassa yfir 5.700 kg, þeir annast flug sem falla undir þennan viðauka, önnur en þau sem fara frá og lenda í sama aðildarríkinu, þ.m.t. ystu svæði sama aðildarríkisins, frá og með 1. janúar 2021; að því er varðar þennan lið skal ekki taka tillit til losunar frá eftirfarandi tegundum flugs: i. ríkisflugi, ii. flugi í mannúðarskyni, iii. sjúkraflugi, iv. herflugi, v. flugi til slökkvistarfa, vi. flugi á undan eða eftir flugi í mannúðarskyni, sjúkraflugi eða flugi til slökkvistarfa, að því tilskildu að slík flug hafi verið framkvæmd með sama loftfarinu og verið nauðsynleg til að sinna tengdri starfsemi í mannúðarskyni, sjúkra- eða slökkvistarfi eða til að skipta um staðsetningu loftfarsins eftir þessa starfsemi fyrir næstu starfsemi þess. | |
Eftirfarandi flug eru undanþegin gildissviði viðskiptakerfisins og laga þessara:
a. flugferðir sem eingöngu eru til flutninga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja konungsríkis og nánustu vandamanna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráðherra landa, annarra en aðildarríkja, ef þær eru rökstuddar með viðeigandi stöðuvísi á flugáætluninni, b. herflug herloftfara og toll- og lögregluflug, c. flug í tengslum við leit og björgun, flug í tengslum við slökkvistarf, flug í mannúðarskyni og sjúkraflug sem viðurkennt er af viðeigandi lögbæru yfirvaldi, d. flug sem er eingöngu samkvæmt sjónflugsreglum eins og þær eru skilgreindar í II. viðauka við Chicago-samninginn, e. flug sem endar á flugvellinum þar sem loftfarið hóf sig til flugs og þar sem engin lending á sér stað í millitíðinni, f. æfingaflug, eingöngu að því er varðar öflun vottorðs eða áritunar ef um flugáhafnir er að ræða, þar sem þetta er rökstutt með viðeigandi athugasemd í flugáætluninni, ef flugið er hvorki til farþega- eða farmflutninga né vegna staðsetningar eða flutnings á loftfarinu, g. flug sem er eingöngu vegna vísindarannsókna eða til að skoða, prófa eða votta loftför eða búnað, hvort sem er í lofti eða á jörðu niðri, h. flug loftfara með staðfestan hámarksflugtaksmassa sem er minni en 5.700 kg, i. flugferðir sem farnar eru innan ramma um skyldur um opinbera þjónustu, sem settar eru fram í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 2408/92, eins og tilgreint er í 2. mgr. 299. gr. Rómarsáttmálans, eða á flugleiðum þar sem flutningsgetan sem í boði er er ekki meiri en 30.000 sæti á ári, j. flug sem félli undir lögin ef ekki væri fyrir tilstilli þessa liðar og er á vegum flugrekanda í rekstri sem annast annaðhvort færri en 243 flugferðir á hverju tímabili í þrjú samfelld fjögurra mánaða tímabil eða flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 10.000 tonn. Flugferðir sem um getur í l-lið eða eru eingöngu til flutninga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja konungsríkis og nánustu vandamanna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráðherra aðildarríkis má ekki undanskilja að því er varðar þennan lið, | |
k. frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2030: Flugferðir sem mundu, ef ekki væri fyrir tilstilli þessa liðar, falla undir þessa starfsemi á vegum umráðenda loftfara, sem eru ekki með rekstur í atvinnuskyni, sem annast flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 1.000 tonn, þ.m.t. losun frá flugferðum sem um getur í l-lið, l. flugferðir frá flugvöllum í Sviss til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu, m. flugferðir frá flugvöllum á Bretlandi til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu. | |
Sjóflutningar. | Koldíoxíð. |
Sjóflutningastarfsemi sem fellur undir reglugerð (ESB) 2015/757, að undanskilinni sjóflutningastarfsemi sem fellur undir 1. mgr. a í 2. gr. og, til 31. desember 2026, 1. mgr. b í 2. gr. þeirrar reglugerðar. | Frá 1. janúar 2026 metan og díköfnunarefnisoxíð. |