Lagasafn.  Íslensk lög 1. september 2025.  Útgáfa 156b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að samþykkja hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

2024 nr. 126 19. nóvember


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 27. nóvember 2024.

1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að samþykkja hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 321,8 milljónum SDR í 482,7 milljónir SDR. Seðlabanki Íslands skal leggja fram það fé sem þarf til hækkunar kvótans, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.