Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Tilskipun um starfsreglur ríkisráđs
1943 nr. 82 16. desember
Tók gildi 31. desember 1943.
1. gr.
Ráđherrarnir allir skipa ríkisráđ. Ríkisstjóri1) er forseti ríkisráđsins. Auk ţess er ríkisráđsritari á fundum ríkisráđsins.
1)Nú forseti Íslands.
2. gr.
Ríkisstjóri kveđur ríkisráđ til fundar á ţeim stađ og stundu, sem hann ákveđur eftir tillögu forsćtisráđherra. Ríkisstjóri getur einnig kvatt ríkisráđ til funda án ţess ađ fyrir liggi tillaga frá forsćtisráđherra, ef hann telur ţađ óhjákvćmilega nauđsynlegt. Fundir skulu ađ jafnađi haldnir í skrifstofu ríkisstjóra í Reykjavík eđa nágrenni. Skulu allir ráđherrar sćkja fundi ríkisráđs, nema fjarvera eđa veikindaforföll hamli.
3. gr.
Fundur ríkisráđs er lögmćtur, ef meiri hluti ráđherranna er á fundi. Ef alveg sérstaklega stendur á og brýna nauđsyn ber til ađ halda ríkisráđsfund tafarlaust, telst ţó fundur lögmćtur, ef auk forseta eru tveir ráđherrar á fundi, enda sé fullvíst, ađ ekki geti fleiri komiđ á fundinn.
4. gr.
Ţađ, sem gerist á fundum ríkisráđs skal bókađ í sérstaka, löggilta gerđabók ríkisráđs. Ríkisráđsritari annast bókunina.
Forseti og ráđherrar geta, ef ţeir óska ţess, krafist, ađ bókađar séu athugasemdir eđa ágreiningsálit ţeirra um eitthvert eđa einhver mál.
Ađ loknum hverjum fundi skal gerđabókin lesin upp og undirrituđ af öllum ţeim, sem viđstaddir voru á fundinum.
5. gr.
Bera skal upp fyrir ríkisstjóra í ríkisráđi öll lög, ţar á međal bráđabirgđalög og mikilvćgar stjórnarráđstafanir. Sem mikilvćgar stjórnarráđstafanir, er bornar skulu upp í ríkisráđi, skal jafnan telja:
1. Lagafrumvörp, sem ráđherra vill leggja fyrir Alţingi.
2. Tillögur um ađ kveđja saman Alţingi, slíta ţví, fresta fundum ţess eđa rjúfa ţađ.
3. Samninga viđ erlend ríki sem eru mikilvćgir eđa ţurfa stađfestingar ríkisstjóra annađhvort samkvćmt stjórnarskránni eđa samkvćmt ákvćđum samningsins.
4. Tillögur um veitingu á, lausn eđa frávikningu frá embćtti, eđa flutning úr einu embćtti í annađ, sem ríkisstjóri veitir.
5. Tillögur um, ađ saksókn fyrir afbrot skuli falla niđur, um náđun og um almenna uppgjöf saka.
6. Ríkisstjóraúrskurđi, tilskipanir, opin bréf og ađrar mikilvćgar stjórnarráđstafanir, sem hafa ekki ţegar veriđ taldar hér á undan.
6. gr.
Nú er ríkisstjóri fjarverandi eđa forfallađur sökum veikinda, og er forsćtisráđherra ţá forseti ríkisráđs, eđa ef forsćtisráđherra er einnig fjarverandi eđa forfallađur sökum veikinda, sá ráđherrann, sem gegnir störfum forsćtisráđherra.
7. gr.
Forseti stjórnar fundum ríkisráđs og umrćđum á fundunum. Hann ákveđur í hverri röđ ráđherrarnir bera upp tillögur sínar og hver ţeirra tekur til máls.
Nú kemur fram á ráđherrafundi, ađ ágreiningur er milli ráđherranna, eđa um ţađ er vitađ á annan hátt, um mál, sem ćtlađ er ađ bera upp í ríkisráđi, og skal ţá ríkisstjóra gefin skýrsla um máliđ og ágreininginn eigi síđar en sólarhring áđur en bera skal máliđ upp í ríkisráđi. Nú kemur ţađ fram, ţegar máliđ kemur fyrir ríkisráđ, ađ mikill ágreiningur er enn milli ráđherranna, og forseti telur máliđ mikilsvert, og getur hann ţá ákveđiđ ađ fresta afgreiđslu ţess til síđari fundar, sem ţó skal haldinn eigi síđar en viku seinna.
8. gr.
Ríkisráđsritari skal skipađur af ríkisráđi, eftir tillögu forsćtisráđherra, til eins árs í senn frá 17. júní til jafnlengdar nćsta ár.1) Ţóknun fyrir störf hans ákveđur ráđuneytiđ eftir tillögu forsćtisráđherra.
Auk ţess ađ annast bókun fundargerđa samkvćmt 4. gr., skal ríkisráđsritari annast kvađningu til funda, sjá um, ađ fyrir liggi í réttu formi tillögur ţćr er bera skal upp á fundinum, sjá um afgreiđslu mála ţeirra, sem afgreidd hafa veriđ í ríkisráđi, í hendur hlutađeigandi ráđuneyta eđa annarra; sjá um afgreiđslu eftirrita af tillögum, sem afgreiddar hafa veriđ í ríkisráđi, til skrifstofu ríkisstjóra; geyma gerđabók og skjalasafn ríkisráđs og sjá um, ađ ţađ sé jafnan í góđu lagi.
1)Sjá nú l. 115/2011, 2. mgr. 16. gr.
9. gr.
Nú er ríkisráđsritari fjarverandi eđa forfallađur sökum veikinda, og setur ţá forsćtisráđherra annan til ađ gegna störfum hans.