Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um íslenskan ríkisborgararétt

1952 nr. 100 23. desember


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1953. Breytt með: L. 49/1982 (tóku gildi 1. júlí 1982). L. 62/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 18. júní 1998). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 96/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003). L. 9/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003). L. 81/2007 (tóku gildi 17. apríl 2007 nema 3. tölul. c-liðar 5. gr. sem tók gildi 1. jan. 2009). L. 26/2009 (tóku gildi 1. apríl 2009). L. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 40/2012 (tóku gildi 9. júní 2012). L. 145/2013 (tóku gildi 1. febr. 2014 nema 2.–4. mgr. 24. gr. sem tóku gildi 1. júní 2014). L. 80/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 114. og 115. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2016). L. 61/2018 (tóku gildi 1. júlí 2018). L. 80/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019 nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020 og brbákv. I sem tók gildi 28. júní 2018). L. 72/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019 nema 9. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2003/4/EB). L. 11/2020 (tóku gildi 1. apríl 2020; um lagaskil sjá 6. gr. s.l.). L. 91/2023 (tóku gildi 1. apríl 2024 nema brbákv. I, 3. mgr. brbákv. II og brbákv. IV sem tóku gildi 16. des. 2023).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

[I. kafli. Ríkisborgararéttur við fæðingu o.fl.]1)
   1)L. 81/2007, 1. gr.
1. gr.
[Barn öðlast íslenskt ríkisfang við fæðingu:
   1. ef foreldri þess er íslenskur ríkisborgari,
   2. ef foreldri þess er látið og var þá íslenskur ríkisborgari.
Barn sem fundist hefur hér á landi telst vera íslenskur ríkisborgari, þar til annað reynist sannara. Ef sannast eftir að barn hefur náð fimm ára aldri að það sé með erlent ríkisfang heldur það þó sínu íslenska ríkisfangi.]1)
   1)L. 61/2018, 1. gr.
[1. gr. a.
Sá sem er fæddur hér á landi og hefur verið ríkisfangslaus frá fæðingu öðlast íslenskt ríkisfang með skriflegri tilkynningu til Útlendingastofnunar áður en hann nær 21 árs aldri. Tilkynning skal lögð fram af forsjármönnum hans hafi hann ekki náð 18 ára aldri.
Sá sem óskar að öðlast íslenskt ríkisfang skv. 1. mgr. skal hafa dvalist samfellt hér á landi frá fæðingu og í að minnsta kosti þrjú ár þegar tilkynning er lögð fram.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga enn fremur við um þann sem fæðist um borð í skipi eða loftfari ef skipið siglir undir íslenskum fána eða loftfarið er skráð hér á landi.]1)
   1)L. 61/2018, 2. gr.
2. gr.1)
   1)L. 61/2018, 3. gr.
[2. gr. a.
[Barn, undir [18]1) ára aldri, sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara, öðlast íslenskt ríkisfang við ættleiðinguna ef:
   a. ættleiðingarleyfi er gefið út hér á landi,
   b. ættleiðingarleyfi er gefið út erlendis og íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að það gildi hér á landi samkvæmt lögum um ættleiðingar.
[Ættleiði íslenskur ríkisborgari þegar hann er búsettur erlendis barn undir 18 ára aldri, með erlendri ákvörðun sem íslensk stjórnvöld viðurkenna, getur hann óskað eftir staðfestingu sýslumanns á ættleiðingunni þannig að hún hafi gildi hér á landi og réttaráhrif samkvæmt lögum um ættleiðingar. Við staðfestingu sýslumanns öðlast barnið íslenskt ríkisfang.
Hafi barn náð 12 ára aldri og sé með erlent ríkisfang skal það veita samþykki sitt til að fá íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli 2. mgr. Ef barn er yngra en 12 ára skal sýna fram á að haft hafi verið samráð við það ef slíkt þykir gerlegt miðað við aldur þess og þroska. Ekki skal krefjast samþykkis barns ef það er ófært um að veita það sökum andlegs vanþroska eða annars sambærilegs ástands.]1)]2)]3)
   1)L. 61/2018, 4. gr. 2)L. 145/2013, 2. gr. 3)L. 49/1982, 2. gr.
3. gr.
[Útlendingur sem hefur haft fasta búsetu og dvalist hér á landi samfellt frá 13 ára aldri öðlast íslenskan ríkisborgararétt með því að tilkynna Útlendingastofnun skriflega þá ósk sína eftir að 18 ára aldri er náð en áður en hann verður 21 árs.
Sá sem er ríkisfangslaus eða hefur hlotið alþjóðlega vernd, og hefur haft fasta búsetu og dvalist hér á landi samfellt í að minnsta kosti þrjú ár, öðlast íslenskan ríkisborgararétt með því að tilkynna Útlendingastofnun skriflega þá ósk sína áður en hann verður 21 árs. Forsjármenn hans skulu leggja fram tilkynninguna sé hann yngri en 18 ára.]1)
   1)L. 61/2018, 5. gr.
4. gr.
Nú hefur einhver, sem öðlast hefur íslenskt ríkisfang við fæðingu og átt hefur hér lögheimili til fullnaðs 18 ára aldurs, misst íslensks ríkisfangs síns, og fær hann þá ríkisfangið að nýju, hafi hann átt hér lögheimili síðustu 2 árin, með því að tilkynna [Útlendingastofnun]1) skriflega þá ósk sína. …2)
   1)L. 145/2013, 1. gr. 2)L. 62/1998, 4. gr.
5. gr.
[Fái einhver ríkisfang skv. 3. og 4. gr. öðlast jafnframt ógift börn hans undir 18 ára aldri ríkisfangið, hafi hann forsjá þeirra og þau eigi lögheimili hér á landi.]1)
   1)L. 62/1998, 5. gr.
[5. gr. a.1)]2)
   1)L. 81/2007, 3. gr. 2)L. 62/1998, 6. gr.

[II. kafli. Veiting ríkisborgararéttar með lögum.]1)
   1)L. 81/2007, 4. gr.
6. gr.
[Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum.
[Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina.]1)
Eigi sá börn sem ríkisborgararétt fær með lögum fer um þau eftir ákvæðum 5. gr., nema lögin láti öðruvísi um mælt.]2)
   1)L. 145/2013, 3. gr. 2)L. 62/1998, 7. gr.

[III. kafli. Veiting ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun.]1)
   1)L. 81/2007, 5. gr.
[7. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. er [Útlendingastofnun]1) heimilt, að fenginni umsögn lögreglu …,2) að veita íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt umsókn sem borin er fram af umsækjanda sjálfum eða forsjármönnum hans hafi hann ekki náð 18 ára aldri, enda fullnægi hann skilyrðum 8. og 9. gr.
Heimild [Útlendingastofnunar]1) samkvæmt ákvæðum þessa kafla er bundin við þau mál þar sem vafalaust er að umsækjandi uppfylli lögmælt skilyrði. Er [Útlendingastofnun]1) þó ávallt heimilt að vísa umsókn um ríkisborgararétt til ákvörðunar Alþingis sem eftir atvikum veitir umsækjanda ríkisborgararétt með lögum.
Ákvarðanir skv. 2. mgr. eru undanþegnar III.–V. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og [upplýsingalögum].3)]4)
   1)L. 145/2013, 1. gr. 2)L. 145/2013, 4. gr. 3)L. 72/2019, 21. gr. 4)L. 81/2007, 5. gr.
[8. gr.
Um veitingu íslensks ríkisborgararéttar skv. 1. mgr. 7. gr. gilda eftirtalin búsetuskilyrði:
   1. Umsækjandi hafi verið hér búsettur í sjö ár; ríkisborgari í einhverju Norðurlandanna þó einungis í fjögur ár.
   2. [Umsækjandi, sem er í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og samvistum við hann, hafi verið hér búsettur í [fjögur]1) ár frá giftingu, enda hafi makinn haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.]2)
   3. [Umsækjandi, sem er í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara, hafi verið hér búsettur í fimm ár frá skráningu sambúðarinnar, enda hafi sambúðarmakinn haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.]2)
   4. Umsækjandi, sem á íslenskan ríkisborgara að öðru foreldri, hafi verið hér búsettur í tvö ár, enda hafi hið íslenska foreldri haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
   5. Umsækjandi, sem verið hefur íslenskur ríkisborgari en hefur gerst erlendur ríkisborgari, hafi verið hér búsettur í eitt ár.
   6. Flóttamaður, sem fullnægir skilgreiningu í alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna sem gerður var 28. júlí 1951, hafi verið hér búsettur sem slíkur í fimm ár. Sama gildir um mann sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum.
   [7. Umsækjandi, sem telst vera ríkisfangslaus samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga, hafi verið hér búsettur í fimm ár.]3)
[Skilyrði 1. mgr. miðast við fasta búsetu hér á landi þegar umsókn er lögð fram og þegar ákvörðun er tekin. Enn fremur skal föst búseta vera samfelld og dvöl hér á landi lögleg síðustu ár áður en umsókn er lögð fram. Með fastri búsetu er átt við lögheimili samkvæmt lögum um lögheimili [og aðsetur].4) [Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum hafi dvöl umsækjanda hér á landi verið rofin allt að einu ári samtals á þeim tíma sem hann verður að uppfylla skv. 1. mgr., en þó allt að tveimur árum vegna tímabundinnar atvinnu erlendis eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum eins og vegna veikinda umsækjanda eða nákomins ættingja, en þó allt að þremur árum vegna náms erlendis. Dvöl erlendis vegna atvinnu maka eða forsjárforeldris, sem er íslenskur ríkisborgari, sem gegnir störfum erlendis á vegum íslenska ríkisins eða er starfsmaður alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að heyrir enn fremur undir 4. málsl. Búseta telst þó vera samfelld hér á landi dveljist umsækjandi ekki lengur en 90 daga samtals erlendis á hverju 12 mánaða tímabili. Ef samfelld dvöl erlendis á þessu tímabili er lengri en 90 dagar dregst hún öll frá búsetutímanum. Þrátt fyrir heimild til dvalar erlendis verður sá tími sem umsækjandi hefur átt hér lögheimili og dvöl að vera að minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður að uppfylla skv. 1. mgr.]1)]5)
[Umsækjandi skal uppfylla skilyrði þess að fá [útgefið ótímabundið dvalarleyfi]6) af Útlendingastofnun og hafa slíkt leyfi þegar sótt er um íslenskan ríkisborgararétt. Þetta gildir þó ekki um umsækjanda sem er undanþeginn skyldu til að hafa dvalarleyfi hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga.]2)]7)
   1)L. 11/2020, 1. gr. 2)L. 40/2012, 1. gr. 3)L. 61/2018, 6. gr. 4)L. 80/2018, 20. gr. 5)L. 145/2013, 5. gr. 6)L. 80/2016, 125. gr. 7)L. 81/2007, 5. gr.
[9. gr.
Um veitingu íslensks ríkisborgararéttar skv. 1. mgr. 7. gr. gilda að öðru leyti eftirtalin skilyrði:
   1. [Umsækjandi hafi sannað með fullnægjandi hætti hver hann sé. Komi í ljós að umsækjandi hafi dvalist hér á landi á grundvelli skilríkja sem reynast ekki hans eða upplýsinga sem reynast ekki réttar reiknast sá dvalartími ekki sem búseta skv. 8. gr.]1)
   2.1)
   3. Umsækjandi hafi staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum sem [ráðherra]2) setur í reglugerð.3) Í reglugerð skal jafnframt mælt fyrir um undanþágur frá þessu skilyrði fyrir þá sem telja verður ósanngjarnt að gera þessa kröfu til. [Ráðherra getur falið [Miðstöð menntunar og skólaþjónustu]4) eða öðrum sambærilegum aðila að annast undirbúning og framkvæmd prófa og greiðist kostnaður vegna þessa með gjaldi sem ráðherra ákveður.]5)
   4. Árangurslaust fjárnám hafi ekki verið gert hjá umsækjanda sl. þrjú ár, bú hans tekið til gjaldþrotaskipta eða hann í vanskilum með skattgreiðslur.
   5. Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi sl. þrjú ár. [Enn fremur er umsækjanda skylt að sýna fram á að á sama tíma hafi hann]1) framfært sig með löglegum hætti hér á landi og er [Útlendingastofnun]6) heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfirvöldum því til staðfestingar.
   6. [Umsækjandi hafi ekki, hérlendis eða erlendis, sætt sektum eða fangelsisrefsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Frá þessu má þó víkja að liðnum biðtíma sem greinir í 9. gr. a.]1)
   [7. Sá sem talinn er ógna mikilvægum þjóðarhagsmunum, öryggi ríkisins eða utanríkisstefnu þess á ekki rétt á íslenskum ríkisborgararétti.]1)
[Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um framkvæmd 1. og 5. tölul. 1. mgr.
Heimilt er að víkja frá skilyrðum 1. og 6. tölul. 1. mgr. varðandi framvísun gagna frá heimaríki eða fyrra dvalarríki ef aðstæður umsækjanda eru óvenjulegar og ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Umsækjandi þarf jafnframt að uppfylla önnur skilyrði laga þessara fyrir veitingu ríkisborgararéttar.]1)]7)
   1)L. 11/2020, 2. gr. 2)L. 162/2010, 92. gr. 3)Rg. 1129/2008, sbr. 151/2014. 4)L. 91/2023, 9. gr. 5)L. 26/2009, 1. gr. 6)L. 145/2013, 1. gr. 7)L. 81/2007, 5. gr.
[9. gr. a.
Hafi umsækjandi sætt sektum eða fangelsisrefsingu er heimilt að víkja frá skilyrðum 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. að liðnum biðtíma sem greinir í eftirfarandi töflu ef sekt hefur verið greidd að fullu eða refsing fullnustuð með öðrum hætti og aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því:
RefsingBiðtími
Sekt lægri en 80.000 kr.Enginn biðtími.
Sekt 80.000–200.000 kr.Að liðnu einu ári frá því að brot var framið.
Sekt 200.001–300.000 kr.Að liðnum tveimur árum frá því að brot var framið.
Sekt 300.001–1.000.000 kr.Að liðnum þremur árum frá því að brot var framið.
Sekt hærri en 1.000.000 kr.Að liðnum fimm árum frá því að brot var framið.
Fangelsi allt að 60 dagar.Að liðnum sex árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi allt að sex mánuðir.Að liðnum átta árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi allt að eitt ár.Að liðnum níu árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi allt að tvö ár.Að liðnum 10 árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi allt að fimm ár.Að liðnum 12 árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi allt að tíu ár.Að liðnum 14 árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Fangelsi meira en tíu ár.Að liðnum 25 árum frá því að refsing var afplánuð eða frá veitingu reynslulausnar.
Skilorðsbundinn dómur.Að liðnum þremur árum frá því að skilorðstími er liðinn.
Ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið.Að liðnum tveimur árum frá því að skilorðstími er liðinn.
Ákvörðun um skilorðsbundna ákærufrestun.Að liðnu einu ári frá því að skilorðstími er liðinn.
Þegar talið er að refsing sé úttekin með gæsluvarðhaldi reiknast tíminn frá því að viðkomandi var látinn laus.
Ef hluti dóms er skilorðsbundinn hefst biðtími þegar afplánun lýkur og miðast hann við lengd óskilorðsbundna dómsins.
Ef umsækjandi hefur einungis sætt sektarrefsingu og samanlögð fjárhæð sekta er lægri en 200.001 kr. er heimilt að veita íslenskan ríkisborgararétt ef aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því, enda sé liðið að minnsta kosti eitt ár frá því að síðasta brot var framið.
Ef umsækjandi hefur framið fleiri en eitt brot sem ekki heyra undir 4. mgr. reiknast biðtíminn frá því broti sem síðast var framið eða dómur fullnustaður, sbr. töflu 1. mgr., en með telst biðtími sem gildir um hvert og eitt brot sem framið hefur verið þar á undan eða eftirstöðvar hans sé hluti biðtímans liðinn.
Ef umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun er biðtíminn 14 ár frá því að öryggisgæslu lýkur.]1)
   1)L. 11/2020, 3. gr.
[10. gr.
1)
Um börn þeirra sem fá ríkisborgararétt samkvæmt þessum kafla gilda ákvæði 5. gr., nema öðruvísi sé ákveðið.]2)
   1)L. 61/2018, 7. gr. 2)L. 81/2007, 5. gr.
[11. gr.
Sektir eða fangelsi allt að einu ári liggur við því að veita íslenskum yfirvöldum rangar upplýsingar við umsókn um ríkisborgararétt.]1)
   1)L. 81/2007, 5. gr.

[IV. kafli. Önnur ákvæði.]1)
   1)L. 81/2007, 6. gr.
[12. gr.]1)
Íslenskur ríkisborgari, sem fæddur er erlendis og aldrei hefur átt lögheimili hér á landi né hefur dvalist hér í einhverju skyni, er af megi ráða að hann vilji íslenskur ríkisborgari vera, missir íslensks ríkisfangs þá er hann verður 22 ára. Þó getur [Útlendingastofnun]2) leyft, að hann haldi ríkisfangi sínu, ef um það er sótt innan þess tíma. [Hann missir þó ekki íslensks ríkisfangs verði hann við það ríkisfangslaus.]3)
[Nú missir einhver íslensks ríkisfangs samkvæmt þessari grein og missa þá einnig börn hans íslensks ríkisfangs, sem þau hafa öðlast á grundvelli ríkisfangs hans, nema þau við það verði ríkisfangslaus.]4)
[[Útlendingastofnun]2) úrskurðar hvort fullnægt er skilyrði 1. mgr. um dvöl hér á landi til að halda ríkisfanginu, leiki á því vafi.]5)
   1)L. 81/2007, 5. gr. 2)L. 145/2013, 1. gr. 3)L. 62/1998, 9. gr. 4)L. 49/1982, 6. gr. 5)L. 9/2003, 3. gr.
[13. gr.]1)
[[Útlendingastofnun]2) getur leyst þann sem búsettur er erlendis og er orðinn eða óskar að verða erlendur ríkisborgari undan íslensku ríkisfangi, enda sanni aðili að hann verði innan ákveðins tíma erlendur ríkisborgari, ef hann er ekki þá þegar orðinn það. Eigi hann lögheimili hér á landi verður hann eigi leystur frá íslensku ríkisfangi nema sérstakar ástæður séu til að mati [Útlendingastofnunar].2)
Eigi verður þeim neitað um að verða leystur undan ríkisfangi sem er erlendur ríkisborgari og á lögheimili erlendis.]3)
   1)L. 81/2007, 5. gr. 2)L. 145/2013, 1. gr. 3)L. 9/2003, 4. gr.
   …1)
   1)L. 81/2007, 5. gr.
[[14. gr.]1)
Ákveða má, með samningi2) við Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð, að eitt eða fleiri ákvæðanna í A–C hér á eftir, skuli fá gildi. Orðin norrænt samningsríki í greininni eiga við það eða þau ríki, sem gerður er við slíkur samningur.
   A. Þegar beitt er 3. gr. skal meta lögheimili í norrænu samningsríki til 16 ára aldurs til jafns við lögheimili hér á landi. Þó skal sá, sem hlut á að máli, hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 5 árin, þegar yfirlýsing er gefin.
   Þegar beitt er 4. gr. skal meta lögheimili í norrænu samningsríki til 12 ára aldurs til jafns við lögheimili hér á landi.
   Þegar beitt er [12. gr.]3) skal meta lögheimili í norrænu samningsríki í minnst 7 ár til jafns við lögheimili hér á landi.
   B. Ríkisborgari í norrænu samningsríki, sem
   1. hefur öðlast ríkisborgararétt þar með öðrum hætti en með lögum eða samsvarandi hætti,
   2. hefur náð 18 ára aldri,
   3. hefur átt lögheimili hér á landi síðustu [3]4) árin, og
   4. hefur ekki á því tímabili verið dæmdur [í fangelsi]5) eða til að sæta öryggisgæslu eða hælisvist samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, öðlast íslenskt ríkisfang með því að tilkynna [Útlendingastofnun]6) skriflega þá ósk sína. Ákvæði 5. gr. eiga hér við.
   C. Sá sem misst hefur íslensks ríkisfangs, og hefur síðan óslitið verið ríkisborgari í norrænu samningsríki, öðlast ríkisfang að nýju með því að tilkynna [Útlendingastofnun]6) skriflega þá ósk sína, enda hafi hann þá fengið lögheimili hér á landi. Ákvæði 5. gr. eiga hér við.]7)
   1)L. 81/2007, 5. gr. 2)Augl. B 468/2000. 3)L. 81/2007, 7. gr. 4)L. 11/2020, 4. gr. 5)L. 82/1998, 151. gr. 6)L. 145/2013, 1. gr. 7)L. 49/1982, 9. gr.
[15. gr.]1)
[Útlendingastofnun]2) sker úr ágreiningi um það, hvort maður hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt við setningu laga þessara eða fullnægi skilyrðum til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt með því að lýsa ósk sinni þar um. [Skjóta má ákvörðun um þetta efni til ráðuneytisins.]3)
[Ráðherra er heimilt að setja reglugerð eða nánari reglur um framkvæmd laga þessara.]4)
[Yfirlýsingu skv. 3. gr., 4. gr. og B- og C-lið [14. gr.]5) um að maður óski að verða íslenskur ríkisborgari getur aðeins sá aðili sjálfur gefið en ekki forsjármaður.]6)
Þar sem eigi er annað ákveðið aldursmark í lögum þessum, skal þeim, sem náð hefur 18 ára aldri, heimilt að gefa yfirlýsingu um ríkisborgararétt samkvæmt lögum þessum, án tillits til þess, að hann er háður [forsjá]7) annars manns.
   1)L. 81/2007, 5. gr. 2)L. 145/2013, 1. gr. 3)L. 145/2013, 6. gr. 4)L. 61/2018, 8. gr. 5)L. 81/2007, 7. gr. 6)L. 9/2003, 6. gr. 7)L. 62/1998, 10. gr.
[15. gr. a.
Þjóðskrá Íslands, sem tekur ákvörðun um skráningu barns skv. 1. gr. í þjóðskrá, er heimilt, í því skyni að staðfesta að skilyrði þeirrar greinar séu uppfyllt, að óska eftir því að þeir sem í hlut eiga gangist undir rannsókn á erfðaefni og töku lífsýnis til rannsóknar, ef fyrirliggjandi gögn í því efni eru ekki talin fullnægjandi. Neiti sá sem óskar skráningar barns, án fullnægjandi ástæðu, að gangast undir slíkar rannsóknir skal honum gert ljóst að það kunni að hafa áhrif á meðferð máls.
Sá sem óskar skráningar barns skv. 1. gr. greiðir allan kostnað af þeim gögnum sem leggja þarf fram, þar á meðal fyrir þýðingu þeirra ef þurfa þykir, áður en Þjóðskrá Íslands tekur ákvörðun um skráningu barns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands er jafnframt heimilt að innheimta áfallinn kostnað við rannsókn á lífsýni sem tekið hefur verið og erfðaefni.
Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um þau gögn sem ber að leggja fram til staðfestingar á fæðingu barns skv. 1. gr. og um foreldri þess.]1)
   1)L. 61/2018, 9. gr.
[16. gr.]1)
[Barn sem er fætt eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefði öðlast íslenskan ríkisborgararétt ef ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga þessara, sbr. lög nr. 49/1982, hefði verið í gildi er það fæddist öðlast íslenskt ríkisfang með því að tilkynna [Útlendingastofnun]2) skriflega þá ósk sína, enda hafi móðir þess verið íslenskur ríkisborgari við fæðingu þess og til 1. júlí 1982.
Sá sem óskar að öðlast íslenskt ríkisfang skv. 1. mgr. skal fullnægja ákvæði [12. gr.]3) um lögheimili eða dvöl hér á landi fyrir 22 ára aldur.]4)
   1)L. 81/2007, 5. gr. 2)L. 145/2013, 1. gr. 3)L. 81/2007, 7. gr. 4)L. 9/2003, 7. gr.
[17. gr.
[Ákvarðanir sýslumanns, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár Íslands samkvæmt lögum þessum er hægt að kæra til ráðuneytisins. Um kærufrest og málsmeðferð að öðru leyti fer eftir ákvæðum VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.]1)]2)
   1)L. 61/2018, 10. gr. 2)L. 145/2013, 7. gr.
[18. gr.
Sá sem misst hefur íslenskt ríkisfang samkvæmt upphaflegum ákvæðum 7. gr. laga nr. 100/1952 en hefði haldið því ef greinin hefði verið fallin úr gildi á þeim tíma er hann missti íslenska ríkisfangið getur óskað þess við Útlendingastofnun að öðlast ríkisfangið að nýju, enda uppfylli hann skilyrði 12. gr. og leggi fram fullnægjandi gögn að mati Útlendingastofnunar.
Sé viðkomandi háður forsjá annarra skal beiðni borin fram af forsjármanni.
Ef sá sem öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt þessu ákvæði á ógift börn yngri en 18 ára, sem hann hefur forsjá fyrir, öðlast þau einnig ríkisfangið. Hafi barnið náð 12 ára aldri og sé með erlent ríkisfang skal það veita samþykki sitt til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Samþykkis skal þó ekki krafist ef barnið er ófært um að veita það sökum líkamlegrar eða andlegrar hömlunar eða annars sambærilegs ástands.]1)
   1)L. 11/2020, 5. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. …1)]2)    1)L. 61/2018, 11. gr. 2)L. 62/1998, 11. gr.