Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um félagsheimili
1970 nr. 107 28. október
Upphaflega l. 77/1947. Tóku gildi 1. janúar 1948. Endurútgefin, sbr. 3. gr. l. 57/1970, sem l. 107/1970. Tóku gildi 31. desember 1970. Breytt með: L. 54/1979 (tóku gildi 14. júní 1979). L. 87/1989 (tóku gildi 1. jan. 1990). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
[Með félagsheimilum er í lögum þessum átt við samkomuhús, sem ungmennafélög, verkalýðsfélög, íþróttafélög, lestrarfélög, bindindisfélög, skátafélög, kvenfélög, búnaðarfélög og hvers konar önnur menningarfélög, er standa almenningi opin án tillits til stjórnmálaskoðana, eiga og nota til fundahalda eða annarrar félagsstarfsemi, enn fremur samkomuhús sveitarfélaga. Sama gildir um sjómannastofur, sem sömu aðilar eiga og reka, sjálfstætt eða í tengslum við aðra starfsemi.]1)
1)L. 54/1979, 1. gr.
2. gr.
[Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til félagsheimila eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarstjórnar. Samþykki sveitarstjórnar skal liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.]1)
1)L. 87/1989, 51. gr.
[3. gr.
Eigendum félagsheimila, sem notið hafa byggingarstyrks frá ríki eða sveitarfélagi, er skylt að heimila öðrum félögum, sem falla undir 1. gr., afnot af húsinu gegn hæfilegu gjaldi ef það fer ekki í bága við notkun þeirra sjálfra. Rísi ágreiningur um rétt til afnota af félagsheimili eða um eðlilegt leigugjald skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skera úr.]1)
1)L. 87/1989, 52. gr.
[4. gr.
Óheimilt er að selja félagsheimili, sem styrkt hafa verið af ríki eða sveitarfélagi, án leyfis [ráðherra]1) og hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Óheimilt er að veðsetja félagsheimili, sem styrkt hafa verið, nema fyrir láni til greiðslu byggingarkostnaðar eða til endurbóta á eigninni.]2)
1)L. 126/2011, 50. gr. 2)L. 87/1989, 53. gr.
[5. gr.]1)
Sérhvert félagsheimili, sem byggt er með [opinberum styrk],1) skal vera sjálfstæð stofnun, og skulu settar reglur2) um rekstur og afnot þess, hvers og eins, og [ráðherra]3) staðfesta þær.
1)L. 87/1989, 54. gr. 2)T.d. rg. 219/1973, 301/1976, 439/1985 og 440/1985. 3)L. 126/2011, 50. gr.
[6. gr.
[Ráðuneytið]1) getur, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, ákveðið með reglugerð nánari skilyrði til styrkveitinga og önnur atriði er snúa að framkvæmd laganna.
Ágreiningi, sem verða kann um skilning á lögum þessum eða um framkvæmd þeirra, má skjóta til ráðherra.]2)
1)L. 126/2011, 50. gr. 2)L. 87/1989, 55. gr.
[7. gr.
Til Menningarsjóðs félagsheimila skal renna hluti af skemmtanaskatti. Sjóðurinn skal verja tekjum sínum til að stuðla að menningarstarfsemi í félagsheimilum. Heimilt er einnig, ef sérstaklega stendur á, að styrkja menningarstarfsemi sem fram fer utan félagsheimila.
[Ráðuneytið]1) skal fara með málefni sjóðsins.]2)
1)L. 126/2011, 50. gr. 2)L. 87/1989, 56. gr.