Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um innheimtu meðlaga o.fl.]1)
1971 nr. 54 6. apríl
1)L. 45/2023, 10. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 1972. Breytt með:
L. 27/1982 (tóku gildi 24. maí 1982).
L. 43/1984 (tóku gildi 1. júní 1984).
L. 41/1986 (tóku gildi 21. maí 1986).
L. 39/1987 (tóku gildi 14. apríl 1987).
L. 49/1988 (tóku gildi 1. jan. 1989).
L. 31/1990 (tóku gildi 1. júlí 1992).
L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992).
L. 71/1996 (tóku gildi 19. júní 1996).
L. 62/2000 (tóku gildi 26. maí 2000).
L. 76/2003 (tóku gildi 1. nóv. 2003).
L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008).
L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 150/2018 (tóku gildi 8. jan. 2019).
L. 45/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 8. gr. og b-liður 9. gr. sem tóku gildi 21. júní 2023; um lagaskil sjá nánar 11. gr.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
[IHS fer með verkefni við innheimtu meðlaga sem ekki eru falin sýslumanni með lögum.
IHS skal vera sameign allra sveitarfélaga landsins og stýrt af verkefnisstjórn skipaðri af ráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga skv. 2. gr.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stendur straum af kostnaði vegna reksturs og skuldbindinga IHS.]1)
1)L. 45/2023, 1. gr.
2. gr.
[Með yfirstjórn IHS fer þriggja manna verkefnisstjórn sem í eiga sæti tveir fulltrúar skipaðir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þ.m.t. formaður stjórnar, og einn fulltrúi skipaður af ráðherra til tveggja ára í senn. Samband íslenskra sveitarfélaga ákvarðar þóknun fulltrúa í verkefnisstjórn sem greiðist af IHS.
Verkefnisstjórn ber að gæta að réttindum og skyldum IHS. Verkefnisstjórnin fer með forræði yfir IHS, ráðstafar hagsmunum og svarar fyrir skyldur stofnunarinnar. Verkefnisstjórninni ber að vinna að því að allar eignir og öll réttindi stofnunarinnar komi fram og verði ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt ásamt því að innheimta kröfur stofnunarinnar, gæta þess að engin réttindi stofnunarinnar fari forgörðum og að gripið verði til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi stofnunarinnar.
Verkefnisstjórn skal bera ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu undir Samband íslenskra sveitarfélaga til samþykktar.]1)
1)L. 45/2023, 2. gr.
3. gr.
[Sýslumaður ber ábyrgð á innheimtu meðlaga og öðrum framfærsluframlögum sem hið opinbera hefur milligöngu um að inna af hendi samkvæmt lögum um almannatryggingar og á grundvelli þjóðréttarlegra samninga um innheimtu meðlaga.]1)
[…1) [Sýslumaður getur, að beiðni ráðuneyta, tekið að sér]1) innheimtu meðlagsskulda erlendra ríkisborgara búsettra hér á landi og meðlög, sem greidd eru erlendis vegna íslenskra ríkisborgara.]2)
…1)
1)L. 45/2023, 3. gr. 2)L. 27/1982, 1. gr.
[3. gr. a.
[Sýslumanni]1) er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar og fjárhag einstaklinga, félagslega erfiðleika þeirra og atvinnustöðu, upplýsinga um greiðsluskyldu og móttakendur meðlags og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu skv. 3. og 5. gr. að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.]2)
1)L. 45/2023, 4. gr. 2)L. 150/2018, 1. gr.
4. gr. …1)
1)L. 45/2023, 5. gr.
5. gr.
…1)
[Meðlagsskyldu foreldri er skylt að endurgreiða sýslumanni meðlag með barni sínu, skilgetnu eða óskilgetnu, þegar og með þeim hætti sem sýslumaður krefst.]1)
[Nú greiðir [meðlagsskylt foreldri]1) ekki meðlag innan eins mánaðar frá því meðlagskrafa féll í gjalddaga samkvæmt ákvæðum yfirvaldsúrskurðar eða skilnaðarbréfs og skal [foreldrið]1) þá greiða dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. [Um dráttarvexti fer skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.]1)]2) [[Sýslumanni]1) er heimilt að víkja frá þessari dráttarvaxtatöku ef um sérstaka félagslega erfiðleika er að ræða hjá skuldara. Nánari ákvæði um þetta atriði skulu sett í reglugerð.]3)
[[Sýslumanni]1) er heimilt að gera tímabundna samninga sem kveða á um greiðslu skuldara á lægri upphæð en til fellur mánaðarlega þegar til skuldarinnar hefur verið stofnað sökum félagslegra erfiðleika skuldara, svo sem af heilsufarsástæðum, ónógum tekjum, skertri starfsorku, mikilli greiðslubyrði, barnamergð eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Slíka samninga skal endurskoða reglulega og a.m.k. á sex mánaða fresti. Ef um áframhaldandi félagslega og fjárhagslega erfiðleika er að ræða hjá skuldara og [sýslumaður]1) telur fullljóst að aðstæður skuldara séu þannig að hann geti eigi greitt áfallinn höfuðstól eða hluta hans, auk meðlaga sem falla til mánaðarlega, er [sýslumanni]1) heimilt að afskrifa höfuðstól skuldara að hluta eða öllu leyti. Heimild til niðurfellingar höfuðstóls eða hluta hans er bundin því skilyrði að skuldari hafi í a.m.k. þrjú ár staðið við samning skv. 1. málsl. Nánari ákvæði um framkvæmd skulu sett í reglugerð.
[Sýslumanni]1) er heimilt að afskrifa og endurgreiða höfuðstól skuldara sem stofnast hefur eftir að niðurstaða blóðrannsóknar liggur fyrir og/eða mál hefur verið höfðað til ógildingar á faðernisviðurkenningu eða til vefengingar á faðerni barns. Heimildin til afskriftar og endurgreiðslu er þó bundin því skilyrði að niðurstaða dómsmáls leiði í ljós að skuldari er ekki faðir viðkomandi barns. Nánari ákvæði um framkvæmd skulu sett í reglugerð.
[Sýslumanni]1) er heimilt að mæla með nauðasamningi þar sem fjallað er um niðurfellingu höfuðstóls og/eða dráttarvaxta að hluta eða öllu leyti, enda sé ljóst að [hagsmunum sýslumanns]1) verði betur borgið með nauðasamningi.]4)
[Vanræki meðlagsskylt foreldri að einhverju eða öllu leyti að verða við innheimtukröfu, getur sýslumaður krafið launagreiðanda um að halda eftir hluta af launum þess sem nemur greiðslu hinnar ógreiddu kröfu. Skulu slíkar kröfur ganga fyrir öðrum kröfum, þar á meðal kröfum sveitarsjóða og innheimtumanna ríkissjóðs. Launagreiðendur skulu halda slíku innheimtufé aðgreindu frá eigin fé eða fé fyrirtækisins. Vanræki launagreiðandi að verða við kröfu sýslumanns ber hann ábyrgð gagnvart sýslumanni allt að þeirri fjárhæð sem hann hefur greitt meðlagsskyldu foreldri eftir að krafa sýslumanns barst honum. Sama gildir ef launagreiðandi tekur ekki tilskilda fjárhæð af launum meðlagsgreiðanda eða ef hann skilar ekki innheimtu meðlagsfé til sýslumanns innan hálfs mánaðar. Gera má lögtak hjá launagreiðanda vegna vanrækslu hans í þessu sambandi með sama hætti og hjá meðlagsskyldu foreldri. Lögtaksrétturinn fyrnist ekki.]1)
[Meðlög, sem falla á þann tíma, reiknaðan í heilum mánuðum, sem maður afplánar refsingu, …5) skulu ekki innheimt hjá honum fyrir þann tíma sem afplánun stendur fyrr en tveimur árum eftir að afplánun lýkur og skal þá greiðslum jafnað á eitt til þrjú ár. Dráttarvextir skulu ekki innheimtir af slíkum skuldum fyrir þann tíma sem innheimta skal liggja niðri samkvæmt þessu. …1)]6)
[Skattyfirvöld, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá Íslands, Fangelsismálastofnun, sveitarfélög, launagreiðendur og Lánasjóður íslenskra námsmanna skulu láta [sýslumanni]1) í té upplýsingar, vegna innheimtu meðlaga, með rafrænum hætti, ef því verður við komið, að því marki sem þær eru nauðsynlegar til að unnt sé að framfylgja lögum þessum.]7)
[Kröfur til endurgreiðslu barnsmeðlaga og sérstakra framlaga [samkvæmt barnalögum],8) sem greidd eru fyrir milligöngu opinberra aðila og endurgreiða ber að lögum, fyrnast á tíu árum. [Kröfur á hendur meðlagsskyldu foreldri njóta lögtaksréttar.]1)]9)
[Unnt er að fá ákvarðanir sýslumanns sem byggjast á lögum þessum endurskoðaðar með stjórnsýslukæru til ráðuneytisins á grundvelli VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun sýslumanns er kæranleg innan þriggja mánaða frá því að aðila máls er tilkynnt um ákvörðun. Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum.]1)
1)L. 45/2023, 6. gr. 2)L. 41/1986, 1. gr. 3)L. 39/1987, 1. gr. 4)L. 71/1996, 1. gr. 5)L. 92/1991, 57. gr. 6)L. 49/1988, 1. gr. 7)L. 150/2018, 2. gr. 8)L. 76/2003, 82. gr. 9)L. 62/2000, 1. gr.
6. gr.
Reikningsár [IHS]1) er almanaksárið.
Reikningar skulu fullgerðir fyrir 31. mars ár hvert, og skal endurskoðun þeirra lokið eigi síðar en 30. júní.
Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs tvo endurskoðendur og tvo til vara til fjögurra ára, og skulu þeir láta sérstaka endurskoðunarskýrslu fylgja áritun sinni á reikninga [IHS].1)
Endurskoðaða reikninga skal senda stjórn og fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga og [ráðuneytinu].2)
…1)
1)L. 45/2023, 7. gr. 2)L. 162/2010, 204. gr.
7. gr.
Setja skal með reglugerð1) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. …2)
[Ráðherra er í reglugerð1) heimilt að ákveða að þau verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum þessum verði á hendi eins sýslumanns. Ákvörðun skal tekin að höfðu samráði við þann ráðherra sem fer með málefni sýslumanna.]3)
1)Rg. 491/1996, sbr. 645/2023. 2)L. 92/1991, 57. gr. 3)L. 45/2023, 8. gr.
8. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1972 og ná til allra meðlagsgreiðslna, sem Tryggingastofnun ríkisins innir af hendi frá og með þeim degi.
Ákvæði til bráðabirgða.
[I.
Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, staða forstjóra og öll störf hjá stofnuninni eru lögð niður frá 1. janúar 2024. Starfsfólki, öðru en forstjóra, sem uppfyllir skilyrði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, skal boðið starf hjá sýslumanni. Um rétt starfsfólks til starfa hjá embætti sýslumanns fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði um auglýsingaskyldu í 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.]1)
1)L. 45/2023, 9. gr.
[II.
Fram til 1. janúar 2024 er sýslumanni heimilt í samráði við forstjóra að undirbúa flutning verkefna Innheimtustofnunar sveitarfélaga til sýslumanns og starfsemi innheimtunnar, þ.m.t. starfsmannahald og skipulag.
Ráðherra er með reglugerð heimilt að kveða nánar á um þau verkefni sem tengjast innheimtu meðlaga.
Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga er heimilt að semja við sýslumann um að annast hluta verkefna stofnunarinnar við innheimtu meðlaga o.fl. Samningur samkvæmt þessu ákvæði er háður samþykki ráðherra sem fara með málefni Innheimtustofnunar og sýslumanns.]1)
1)L. 45/2023, 9. gr.
[III.
Leggja skal IHS niður 1. janúar 2028 og skulu allar eignir, skuldbindingar, réttindi og skyldur stofnunarinnar flytjast til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.]1)
1)L. 45/2023, 9. gr.