Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur
1989 nr. 52 29. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júní 1989. Breytt með:
L. 47/1990 (tóku gildi 31. maí 1990 nema 14. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 1991).
L. 26/2000 (tóku gildi 1. júní 2000).
L. 138/2001 (tóku gildi 31. des. 2001).
L. 20/2003 (tóku gildi 1. maí 2003).
L. 82/2004 (tóku gildi 1. júlí 2004).
L. 47/2007 (tóku gildi 31. mars 2007).
L. 58/2011 (tóku gildi 7. júní 2011 nema 2. mgr. d-liðar 10. gr. sem tók gildi 1. jan. 2012; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2006/21/EB, II. viðauki tilskipun 2006/66/EB).
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 141/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014).
L. 124/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015 nema 3. gr. sem tók gildi 31. des. 2014 og a–d-, f–h- og j–l-liðir 1. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 11. gr.).
L. 65/2017 (tóku gildi 24. júní 2017 nema a-liður 4. gr. og b-liður 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2012/19/ESB, reglugerð 1257/2013).
L. 141/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020).
L. 30/2021 (tóku gildi 1. maí 2021).
L. 129/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema a-liður 31. gr. sem tók gildi 1. mars 2023 og 37. og 60. gr. sem tóku gildi 31. des. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 68. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr.
[Markmið laga þessara er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með því að stuðla að söfnun og endurvinnslu allra einnota drykkjarvöruumbúða, minnka notkun slíkra einnota umbúða og stuðla að skilvirkari auðlindanýtingu.]1)
[Á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni skal leggja skilagjald sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Skal gjaldið nema [18,02 kr.]2) án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu …1). Sama gjald skal lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir …1). …3) [Til viðbótar skilagjaldi skal með sama hætti taka umsýsluþóknun fyrir hverja umbúðaeiningu úr stáli, áli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar án virðisaukaskatts vera [[6,10 kr.]2) fyrir umbúðir úr stáli, [0,40 kr.]2) fyrir umbúðir úr áli, 12,30 kr. fyrir umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 9,40 kr. fyrir umbúðir úr gleri 500 ml og minni, [4,10 kr.]2) fyrir umbúðir úr lituðu plastefni, [1,60 kr.]2) fyrir umbúðir úr ólituðu plastefni og [0,60 kr.]2) fyrir umbúðir úr endurunnu ólituðu plastefni].1)]4)]5)
…3)
[Þeir aðilar sem hafa fengið leyfi [tollyfirvalda]6) til að selja farþegum og áhöfnum millilandafara við komu til landsins vörur úr tollfrjálsri verslun, sbr. 2. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu leggja á og greiða gjald skv. [2. mgr.]3) eins og um væri að ræða sölu innan lands.]7)
[Þeir aðilar sem selja farþegum og áhöfnum millilandafara óáfengar drykkjarvörur og bjór úr tollfrjálsri verslun við brottför frá landinu, sbr. 1. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu leggja á og greiða gjald skv. 2. mgr. eins og um væri að ræða sölu innan lands.]1)
1)L. 30/2021, 1. gr. 2)L. 129/2022, 62. gr. 3)L. 124/2014, 9. gr. 4)L. 65/2017, 19. gr. 5)L. 26/2000, 1. gr. 6)L. 141/2019, 54. gr. 7)L. 141/2013, 7. gr.
2. gr.
[Ráðherra]1) skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags sem taki að sér [umsýslu]2) skilagjaldsins svo og söfnun og endurvinnslu einnota umbúða er falla undir lög þessi. Til samvinnu um stofnun og starfsemi hlutafélagsins skal [ráðherra]1) heimilt að kveðja til aðila sem áhuga hafa á málinu. Heimilt er að semja við félagið um að það fái umsýsluþóknun …2) til að standa undir rekstri sínum og auk þess skilagjald af þeim umbúðum sem eigi er skilað. Ríkissjóði er heimilt að eiga aðild að félaginu og leggja fram allt að 12 milljónum króna. [Skila má hluthöfum hóflegum arði af því hlutafé sem þeir hafa lagt í félagið.]2)
Félagið skal hafa einkarétt til framangreindrar starfsemi hér á landi.
1)L. 126/2011, 131. gr. 2)L. 30/2021, 2. gr.
3. gr.
Skilagjald skal endurgreiða neytendum við móttöku á notuðum skilagjaldsskyldum umbúðum. Sömuleiðis skal greiða samsvarandi til einstaklinga, fyrirtækja eða félagasamtaka sem taka að sér að safna slíkum umbúðum til eyðingar eða endurvinnslu.
Félagið skal sjá til þess að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á söfnun skilagjaldsskyldra umbúða um land allt. [Félagið skal stuðla að því að umbúðir fari til undirbúnings fyrir endurnotkun, endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. lög um meðhöndlun úrgangs, eða koma þeim annars til förgunar.]1)
Félagið skal kappkosta að ná sem bestum [árangri við söfnun]1) á skilagjaldsskyldum umbúðum og hafa samstarf við sveitarfélög, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök um sérstakar hreinsunarherferðir þar sem áhersla verður lögð á söfnun skilagjaldsskyldra umbúða. Enn fremur verði leitað samstarfs við þá aðila sem aðstöðu hafa til úrvinnslu umbúðanna.
…2)
1)L. 30/2021, 3. gr. 2)L. 138/2001, 1. gr.
4. gr.
[Í reglugerð1) sem [ráðherra er fer með meðhöndlun úrgangs]2) setur skal kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara, m.a. [um markmið um söfnun, innheimtu og endurgreiðslu skilagjaldsins og stærð, gerð og efnisval skilagjaldsskyldra umbúða fyrir drykkjarvörur].3) …3)
[Ráðherra er fer með meðhöndlun úrgangs]2) er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um bann við notkun og sölu einnota drykkjarvöruumbúða sem ekki er unnt eða torvelt er að endurnota eða endurnýta, kröfur um meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða og móttökuskilyrði, ákvæði um skyldu framleiðenda og innflytjenda til að merkja drykkjarvöruumbúðir, m.a. með strikamerkingum, lágmarksmarkmið um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurnotkun þeirra, sem félaginu ber að ná árlega, svo og um hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist.]4)
1)Rg. 750/2017, sbr. 477/2021. 2)L. 126/2011, 131. gr. 3)L. 30/2021, 4. gr. 4)L. 58/2011, 24. gr.
[5. gr.
Skylda til að greiða skilagjald samkvæmt lögum þessum hvílir á þessum aðilum:
1. Öllum þeim sem flytja til landsins skilagjaldsskyldar vörur hvort sem er til eigin nota eða endursölu.
2. Öllum þeim sem framleiða, vinna að eða pakka skilagjaldsskyldum vörum innan lands.
3. Öllum þeim sem hafa fengið leyfi [tollyfirvalda]1) til að selja farþegum og áhöfnum millilandafara …2) vörur úr tollfrjálsri verslun, sbr. [4. og 5. mgr.]2) 1. gr.
Aðilar sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem flytja vörur til landsins, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en gjaldskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá [tollyfirvöldum].1) Breytingu sem verður á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram skal tilkynna eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting átti sér stað.]3)
1)L. 141/2019, 54. gr. 2)L. 30/2021, 5. gr. 3)L. 124/2014, 10. gr.
[6. gr.
[Tollyfirvöld skulu]1) reikna skilagjald af gjaldskyldum vörum sem aðilar flytja til landsins og annast álagningu skilagjalds vegna innlendrar framleiðslu.]2)
1)L. 141/2019, 55. gr. 2)L. 124/2014, 10. gr.
[7. gr.
Hvert uppgjörstímabil aðila sem skráðir eru skv. 2. mgr. 5. gr. er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Gjalddagi hvers uppgjörstímabils er 28. dagur annars mánaðar eftir lok þess.
Þeir sem flytja inn skilagjaldsskyldar vörur til landsins til endursölu skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs skilagjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu. Aðilar sem flytja skilagjaldsskylda vöru til landsins skulu greiða skilagjald við tollafgreiðslu.
Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs skilagjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu.
Gjaldskyldir aðilar skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila skilagjaldsskýrslu í því formi sem [tollyfirvöld ákveða]1) vegna vara sem greiða ber skilagjald af á uppgjörstímabilinu. [Tollyfirvöld skulu]2) áætla skilagjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma eða senda enga skýrslu. Sama á við ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að gjaldfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. [Tollyfirvöld skulu]2) tilkynna gjaldskyldum aðila og öðrum innheimtumönnum um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Þó [skulu tollyfirvöld]3) ávallt leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til gjaldenda.
Sé skilagjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar því skilagjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef skilagjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og skilagjald því áætlað. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
Sé skilagjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum.]4)
1)L. 141/2019, 56. gr. 2)L. 141/2019, 55. gr. 3)L. 141/2019, 57. gr. 4)L. 124/2014, 10. gr.
[8. gr.
Heimilt er að kæra álagningu skilagjalds innan 30 daga frá því að gjaldið var ákveðið. Kæru skal beint til [tollyfirvalda].1) Henni skal fylgja skriflegur rökstuðningur. Innsend fullnægjandi skilagjaldsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 4. mgr. 7. gr. [Tollyfirvöld skulu]2) kveða upp skriflegan rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi innan 30 daga frá lokum kærufrests.
Gjaldskyldur aðili getur skotið úrskurði [tollyfirvalda]1) skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufrest og málsmeðferð fer eftir ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.]3)
1)L. 141/2019, 54. gr. 2)L. 141/2019, 55. gr. 3)L. 124/2014, 10. gr.
[9. gr.
Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um gjaldskyldu, álagningu, tilhögun bókhalds, eftirlit, viðurlög og aðra framkvæmd varðandi skilagjald skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, um innfluttar vörur og laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, um innlendar framleiðsluvörur.
Vegna eftirlits með skilum á skilagjaldi [skulu tollyfirvöld]1) hafa sömu heimildir til eftirlits og skattyfirvöldum eru veittar í 38. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.]2)
1)L. 141/2019, 57. gr. 2)L. 124/2014, 10. gr.
[10. gr.]1)
Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Með mál vegna slíkra brota skal farið að hætti opinberra mála.
1)L. 124/2014, 10. gr.
[11. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi.
1)L. 124/2014, 10. gr.