Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

1994 nr. 22 29. mars


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 11. apríl 1994. EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 70/524/EBE og 73/103/EBE, II. viðauki tilskipun 76/116/EBE og 77/535/EBE og I. viðauki tilskipun 87/153/EBE. Breytt með: L. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996). L. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997). L. 76/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006). L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 143/2009 (tóku gildi 1. mars 2010 nema II.–IV. kafli sem tóku gildi 1. nóv. 2011 (utan 43. gr. í IV. kafla sem tók gildi 1. mars 2010) og 54. og 55. gr. og 9. efnismgr. 63. gr. sem tóku gildi 1. mars 2011; EES-samningurinn: I. og II. viðauki reglugerð 178/2002). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 37/2014 (tóku gildi 27. maí 2014). L. 40/2016 (tóku gildi 2. júní 2016). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 93/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 4., 10. og 11. gr. sem tóku gildi 16. júlí 2019). L. 144/2019 (tóku gildi 21. des. 2019, birt í Stjtíð. 27. des. 2019). L. 101/2020 (tóku gildi 23. júlí 2020). L. 71/2021 (tóku gildi 29. júní 2021 nema 29. gr. sem tók gildi 1. júlí 2021). L. 51/2022 (tóku gildi 8. júlí 2022; EES-samningurinn: II. viðauki reglugerð 2018/848). L. 29/2024 (tóku gildi 6. apríl 2024 nema g-liður 3. gr. sem tekur gildi 6. apríl 2026; EES-samningurinn: I. viðauki reglugerð (EB) 999/2001, (ESB) 2019/4).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. [Tilgangur, gildissvið, yfirstjórn o.fl.]1)
   1)L. 144/2019, 24. gr.
1. gr.
[Tilgangur laga þessara er að tryggja svo sem kostur er öryggi og heilnæmi fóðurs og [öryggi og]1) gæði áburðar og sáðvöru.]2)
   1)L. 29/2024, 4. gr. 2)L. 143/2009, 65. gr.
2. gr.
Lög þessi gilda um eftirlit með framleiðslu, geymslu og sölu á fóðri sem ætlað er búfé sem haldið er til matvælaframleiðslu og sölufóðri annarra dýra, svo og alla sáðvöru, tilbúinn áburð og önnur jarðvegsbætandi efni. [Um lífræna framleiðslu fóðurs, áburðar og sáðvöru gilda ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur.]1)
   1)L. 51/2022, 7. gr.
[2. gr. a.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
   1. Aukaafurðir úr dýrum eru heil hræ, skrokkar, skrokkhlutar, líffæri eða aðrar afurðir af dýrum sem ekki eru hæfar eða ætlaðar til manneldis.
   2. Aukefni eru efni, efnablöndur eða örverur önnur en fóðurefni eða forblöndur sem eru notaðar í fóður eða vatn í því skyni að:
   a. bæta eiginleika fóðurs eða dýraafurða eða
   b. bæta frumefnum í fóðrið og stuðla að því að ná tilteknum næringarmarkmiðum eða mæta sérstakri tilfallandi næringarþörf dýra eða
   c. fullnægja næringarþörf dýra eða bæta búfjárframleiðslu, einkum með því að hafa áhrif á örveruflóru meltingarvegarins eða niðurbrotshæfni fóðurs eða
   d. koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum búfjárhalds eða bæta umhverfi dýra eða
   e. verjast hníslum og/eða vefsvipungum.
   3. Áhættugreining er ferli sem er samsett af þremur innbyrðis tengdum þáttum, þ.e. áhættumati, áhættustjórnun og áhættukynningu.
   [4. Dreifing er hvers konar flutningur, framboð og afhending, þ.m.t. innflutningur, útflutningur og sala. Hér er einnig átt við geymslu og annað sem tengist dreifingu.]1)
   [5.]1) Forblöndur eru blöndur aukefna í fóðri eða blöndur eins eða fleiri aukefna í fóðri við fóðurefni eða vatn, sem notuð eru sem burðarefni, ekki ætluð til nota beint sem fóður.
   [6.]1) Fóður er hvers konar efni eða vörur, einnig aukefni, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem ætluð eru til fóðrunar dýra. Til fóðurs teljast einnig vörur unnar úr fiski eða fiskúrgangi.
   [7.]1) Fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki er fyrirtæki eða einstaklingur sem starfar við framleiðslu, vinnslu, geymslu, flutning eða dreifingu fóðurs, áburðar og sáðvöru, þ.m.t. framleiðsla, vinnsla eða geymsla framleiðanda á slíkum vörum til notkunar á eigin bújörð, hvort sem fyrirtækið er rekið í ágóðaskyni eður ei og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki.
   [8. Lífræn framleiðsla er notkun framleiðsluaðferða sem eru í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 8. mgr. 7. gr.]2)
   [9.]2) [Markaðssetning fóðurs, áburðar eða sáðvöru er að hafa umráð yfir fóðri, áburði eða sáðvöru með sölu fyrir augum, þ.m.t. að bjóða vöruna til sölu eða afhendingar í öðru formi, gegn gjaldi eða endurgjaldslaust, og sjálf salan, dreifingin eða önnur form afhendingar.]1)
   [[10.]2) Opinber eftirlitsaðili er Matvælastofnun.
   [11.]2) Opinbert eftirlit er eftirlit á vegum stjórnvalda í þeim tilgangi að tryggja að ákvæðum laga og reglna um fóður, áburð og sáðvöru sé framfylgt og stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun.]3)
   [12.]2) Rekjanleiki fóðurs er sá möguleiki að rekja feril fóðurs, dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis og efna sem nota á eða vænst er að verði notuð í fóður og matvæli í gegnum öll stig framleiðslu, vinnslu og dreifingar.
   [13.]2) [Rekstraraðili er einstaklingur eða lögaðili sem er ábyrgur fyrir því að farið sé að kröfum samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um fóður, áburð eða sáðvöru í fyrirtækjum undir hans stjórn. Stjórnandi fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækis telst rekstraraðili þess.]3)
   [[14.]2) Önnur opinber starfsemi er starfsemi önnur en opinbert eftirlit sem opinberir eftirlitsaðilar, einstaklingar eða aðilar, sem hefur verið úthlutað tilteknum öðrum opinberum verkefnum, inna af hendi, svo sem veiting leyfa eða samþykkis og útgáfa opinberra vottorða eða opinberra staðfestinga.]3)]4)
   1)L. 37/2014, 1. gr. 2)L. 51/2022, 8. gr. 3)L. 144/2019, 22. gr. 4)L. 143/2009, 66. gr.
3. gr.
[[Ráðherra]1) fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. [Matvælastofnun]1) fer með umsjón með framkvæmd laganna og reglugerða sem settar verða samkvæmt þeim.]2)
[Matvælastofnun er heimilt að fela heilbrigðisnefndum sveitarfélaganna að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum.
Framsal skv. 2. mgr. getur líka tekið til ákvarðana um þvingunarúrræði og viðurlög skv. 9. gr. og 9. gr. a – 9. gr. j og gjaldtöku fyrir [opinbert eftirlit]3) skv. 8. gr.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd framsals á [opinberu eftirliti].3)]4)
   1)L. 126/2011, 185. gr. 2)L. 76/2005, 19. gr. 3)L. 144/2019, 23. gr. 4)L. 37/2014, 2. gr.

II. kafli. [Skráningarskylda og starfsleyfi, opinbert eftirlit, reglugerðarheimild o.fl.]1)
   1)L. 144/2019, 29. gr.
4. gr.
[Fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki skulu tilkynna Matvælastofnun um starfsemi sína áður en starfsemi hefst. Óheimilt er að skrá fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki sem ekki sýna fram á fullnægjandi aðstöðu fyrir þá starfsemi sem tilkynnt er um.
[Fóðurfyrirtæki sem nota aukefni eða forblöndur í fóðurvörur, framleiða lyfjablandað fóður eða vinna fóður úr aukaafurðum dýra skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun og skulu þau sækja um starfsleyfi áður en starfsemi hefst. …1)]2) Heimilt er að skilyrða starfsleyfi. Ef einnig er kveðið á um starfsleyfisskyldu í lögum um matvæli eða sérlögum fyrir starfsemi sem fellur einnig undir ákvæði þessara laga skal Matvælastofnun gefa út eitt starfsleyfi á grundvelli laganna.
[Starfsleyfi sem kveðið er á um í 2. mgr. eru gefin út án tímabindingar, enda uppfylli starfsemin skilyrði laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem um hana gilda. Þó er heimilt að gefa út starfsleyfi til bráðabirgða við upphaf starfsemi þannig að fóðurfyrirtæki gefist ráðrúm til nauðsynlegra úrbóta á starfsemi sinni, enda sé um smávægilegar athugasemdir opinbers aðila að ræða.]3) Óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi hafi starfsleyfi fyrir hana ekki verið gefið út. Stjórnanda ber að veita Matvælastofnun upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi sem varðað geta ákvæði starfsleyfis með hæfilegum fyrirvara. Matvælastofnun er heimilt að endurskoða starfsleyfi …3) vegna breyttra forsendna, svo sem ef breytingar verða á rekstrinum eða vegna tækniþróunar eða breytinga á reglum um öryggi fóðurs eða framkvæmd [opinbers eftirlits með fóðri].4)]5)
   1)L. 29/2024, 5. gr. 2)L. 37/2014, 3. gr. 3)L. 71/2021, 25. gr. 4)L. 144/2019, 25. gr. 5)L. 143/2009, 68. gr.
5. gr.
[Óheimilt er að flytja til landsins, framleiða eða pakka hér á landi áburði, sáðvöru [og lyfjablönduðu fóðri]1) nema tilkynna þær vörur fyrst og láta skrá hjá Matvælastofnun sem staðfestir skráningu vörunnar. Sama gildir um [allt]1) fóður sem flutt er inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.]2) [Matvælastofnun]3) skal aðeins skrá vörur er þeim hefur verið lýst á fullnægjandi hátt.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 11. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020, er heimilt að selja hér á landi lyfjablandað fóður án markaðsleyfis.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja nánari ákvæði um skilyrði fyrir veitingu leyfis til innflutnings og framleiðslu lyfjablandaðs fóðurs, þ.m.t. ávísun, eftirlit, afhendingu og dreifingu.]1)
[…4)
Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða upplýsingar skulu fylgja vörum sem lög þessi ná yfir og kröfur um merkingar og lýsingu á notkun einstakra vöruflokka.]2)
[Fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtæki sem skráir vöru hjá Matvælastofnun er ábyrgt fyrir því að efnainnihald eða eiginleikar vörunnar séu í samræmi við skráða vörulýsingu og ber að veita allar nauðsynlegar upplýsingar vegna vörulýsingarinnar.]5)
   1)L. 29/2024, 6. gr. 2)L. 101/2020, 6. gr. 3)L. 126/2011, 185. gr. 4)L. 71/2021, 26. gr. 5)L. 37/2014, 4. gr.
[5. gr. a.
Óheimilt er að nota hvers kyns orð, orðmyndir, hugtök, myndir eða tákn sem vísa til lífrænnar framleiðslu á merkingum umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði lífrænt vottaðrar framleiðslu og hafi hlotið vottun þar um frá lögbæru yfirvaldi og tilnefndri vottunarstofu, sbr. 7. gr. j.]1)
   1)L. 51/2022, 9. gr.
6. gr.
[Matvælastofnun]1) skal með sýnatökum fylgjast með að vörur þær, sem skráðar hafa verið, séu í samræmi við gildandi vörulýsingar. [Matvælastofnun]1) skal hafa aðgang að eftirlitsskyldum vörum hvar og hvenær sem þess er óskað. Kaupandi vöru getur óskað eftir því að fram fari sérstök athugun á vegum [Matvælastofnunar]1) vegna gruns um að varan sé ófullnægjandi. Kostnað af ítrekuðum tilefnislausum rannsóknum greiðir kaupandi samkvæmt reikningi.
2)
   1)L. 167/2007, 67. gr. 2)L. 37/2014, 5. gr.
[6. gr. a.
Leiki rökstuddur grunur á að tiltekið fóður, áburður eða sáðvara hafi í för með sér áhættu fyrir heilbrigði manna eða dýra skal Matvælastofnun upplýsa almenning um eðli áhættunnar fyrir heilsu dýra eða manna. Slíkar ráðstafanir Matvælastofnunar skulu miðast við eðli, alvarleika og umfang áhættunnar. Tilgreina skal eins nákvæmlega og unnt er fóður, áburð og sáðvöru sem um er að ræða, tegund vörunnar, þá áhættu sem kann að vera á ferðum og ráðstafanir sem hafa verið gerðar eða verða gerðar á næstunni til að fyrirbyggja, draga úr eða eyða þessari áhættu.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð1) um opinbera birtingu niðurstaðna [opinbers]2) eftirlits skv. 1. mgr.
Jafnframt er ráðherra heimilt að setja með reglugerð reglur um birtingu niðurstaðna [opinbers eftirlits].2) Ráðherra getur m.a. ákveðið að kæra fresti ekki réttaráhrifum opinberrar birtingar og jafnframt ákveðið að vissum upplýsingum sé haldið leyndum. Slíkar reglur skulu kveða á um framsetningu og inntak birtingarinnar, m.a. að birtingin sé rafræn og á hvaða tímamarki skuli birta slíkar upplýsingar. Heimilt er að birta niðurstöður [opinbers]2) eftirlits er varða eitt fyrirtæki eða fleiri í senn eftir atvikum.]3)
   1)Rg. 291/2010, sbr. 14/2012. 2)L. 144/2019, 26. gr. 3)L. 143/2009, 69. gr.
[6. gr. b.
Leiki grunur á að ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim séu brotin er unnt að tilkynna um brot eða miðla gögnum um brot til Matvælastofnunar. Matvælastofnun skal kanna hvort tilkynning sé á rökum reist og grípa til viðeigandi ráðstafana á grundvelli laganna ef stofnunin telur þörf á.
Fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki er óheimilt að láta aðila sem hefur tilkynnt um brot eða miðlað gögnum skv. 1. mgr. sæta óréttlátri meðferð.
Matvælastofnun skal gæta leyndar um persónuupplýsingar sem berast um þann sem tilkynnir um brot eða miðlar gögnum skv. 1. mgr. nema viðkomandi veiti afdráttarlaust samþykki sitt.]1)
   1)L. 144/2019, 27. gr.
[6. gr. c.
Opinbert eftirlit skal fara fram án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram nema rök séu fyrir hendi um mikilvægi slíkrar tilkynningar áður en eftirlitið er framkvæmt. Fari opinbert eftirlit fram að beiðni fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækis hefur opinber eftirlitsaðili heimild til þess að taka ákvörðun um hvort eftirlitið verði framkvæmt að undangenginni tilkynningu eða ekki.
Til að tryggja að opinberir eftirlitsaðilar fari að ákvæðum laga þessara og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim skulu þeir framkvæma innri úttektir eða láta framkvæma úttektir á sjálfum sér og skulu gera viðeigandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðna úr úttektunum.
Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að gera úttektir á opinberu eftirliti og annarri opinberri starfsemi á Íslandi.
Matvælastofnun er heimilt að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins.]1)
   1)L. 144/2019, 27. gr.
7. gr.
[Til þess að tryggja framkvæmd laga þessara setur ráðherra reglugerðir1) um atriði sem lög þessi ná til og varða fóður, áburð og sáðvöru. Þar skal m.a. kveðið nánar á um framleiðslu og markaðssetningu, hollustuhætti í framleiðslu, rekjanleika fóðurs, merkingar og vörulýsingar, efnainnihald, aukefni, sýnatökur, viðmiðunarmörk fyrir örverufræðilega þætti og óæskileg efni, umbúðir og pökkun, erfðabreytt fóður og merkingar þess, [opinbert eftirlit],2) innra eftirlit, meðferð aukaafurða dýra, innflutning fóðurs, áburðar og sáðvöru frá þriðju ríkjum og starfsemi landamærastöðva vegna fóðurs, hraðviðvörunarkerfi og stjórnun vegna neyðartilvika. [Um lífræna framleiðslu gilda ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 1. mgr. 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, og 8. mgr.]3)
Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð4) reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002, frá 28. janúar 2002, um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 27. október 2007 nr. 134/2007. Reglugerðir EB sem teknar verða upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og fela í sér breytingar eða viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002, frá 28. janúar 2002, er einnig heimilt að innleiða með reglugerð.5) Sama gildir um reglugerðir sem settar eru með tilvísun í reglugerðina.
Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð6) reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005, frá 12. janúar 2005, um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 27. október 2007 nr. 138/2007. Reglugerðir EB sem teknar verða upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og fela í sér breytingar eða viðbætur við framangreinda reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) er einnig heimilt að innleiða með reglugerð. Sama gildir um reglugerðir sem settar eru með tilvísun í reglugerðina.
Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004, frá 29. apríl 2004, um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um dýraheilbrigði og velferð dýra séu virt, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 27. október 2007 nr. 137/2007. Reglugerðir EB sem teknar verða upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og fela í sér breytingar eða viðbætur við framangreindar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) er einnig heimilt að innleiða með reglugerð.7) Sama gildir um reglugerðir sem settar eru með tilvísun í þessar reglugerðir EB.
[Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð8) Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 frá 27. september 2019.]2)
[Ráðherra er heimilt að vísa til erlendrar frumútgáfu reglugerða við innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins sem teknar eru upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með einfaldaðri málsmeðferð. Birta skal erlendu frumútgáfuna í C-deild Stjórnartíðinda.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða á um ráðstafanir í framleiðslu og dreifingu fóðurs í því skyni að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmra bakteríustofna.]9)
[Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2022 frá 4. febrúar 2022.]3)
[Ráðherra er heimilt með reglugerð að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 frá 22. maí 2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007, frá 26. október 2007. Sama gildir um reglugerðir sem settar eru með tilvísun í reglugerðina.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 frá 11. desember 2018 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2021, frá 19. mars 2021. Sama gildir um reglugerðir sem settar eru með tilvísun í reglugerðina.]10)]11)
   1)Rg. 301/1995, sbr. 202/1996, 783/2001, 352/2002, 678/2002, 784/2003, 300/2004, 386/2004, 514/2005, 895/2006, 919/2006, 422/2007, 991/2007, 1328/2007, 399/2008, 818/2008, 416/2009, 1013/2009, 840/2010, 150/2011, 151/2011, 152/2011, 375/2013, 946/2013, 951/2013, 396/2014, 407/2015, 1046/2016, 468/2017, 988/2017, 449/2018, 557/2018, 517/2019, 931/2019, 157/2020, 267/2021, 1288/2021, 933/2022, 1447/2022, 957/2023 og 1393/2023. Rg. 398/1995, sbr. 499/1996, 579/1999, 785/2001 og 301/2004. Augl. 690/2001. Rg. 630/2007, sbr. 986/2007, 116/2008, 1087/2008, 721/2010, 1007/2011, 366/2012, 105/2013, 406/2014, 422/2015, 756/2017, 880/2020, 533/2021, 1375/2021, 984/2022 og 52/2025. Rg. 672/2008, sbr. 1089/2008, 907/2012, 400/2013 og 836/2014. Rg. 1004/2009, sbr. 710/2022. Rg. 489/2010, sbr. 478/2017. Rg. 565/2010. Rg. 820/2010. Rg. 1012/2010, sbr. 402/2014, 357/2015, 972/2017, 529/2021 og 612/2023. Rg. 387/2011, sbr. 1051/2016. Rg. 744/2011, sbr. 170/2012, 321/2012, 898/2018 og 510/2019. Rg. 746/2011. Rg. 349/2013. Rg. 1237/2014. Rg. 147/2016, sbr. 1174/2018 og 955/2019. Rg. 1000/2018, sbr. 228/2022. Rg. 670/2019. Rg. 1250/2019. Rg. 1251/2019. Rg. 123/2020. Rg. 234/2020, sbr. 937/2022 og 1038/2022. Rg. 285/2020. Rg. 371/2020, sbr. 442/2022. Rg. 373/2020. Rg. 374/2020. Rg. 375/2020. Rg. 507/2020, sbr. 733/2020, 1343/2020, 474/2021, 57/2022, 452/2022, 1037/2022, 146/2023 og 153/2024. Rg. 508/2020. Rg. 840/2020, sbr. 151/2024. Rg. 1014/2020, sbr. 527/2021 og 1281/2021. Rg. 16/2021. Rg. 201/2021. Rg. 266/2021, sbr. 1361/2021. Rg. 804/2021. Rg. 1145/2021. Rg. 1205/2021, sbr. 1280/2021, 1366/2021, 332/2022, 926/2022, 1035/2022, 1237/2022, 1461/2022, 614/2023, 1251/2023 og 1390/2023. Rg. 1206/2021. Rg. 1040/2022. Rg. 203/2023, sbr. 1384/2023. Rg. 204/2023, sbr. 1197/2023. Rg. 205/2023, sbr. 1252/2023 og 1386/2023. Rg. 1170/2023. Rg. 1171/2023. Rg. 1172/2023. Rg. 1190/2023, sbr. 1387/2023. Rg. 1191/2023. Rg. 1192/2023. Rg. 1193/2023, sbr. 1388/2023. Rg. 1194/2023. Rg. 1234/2023. Rg. 1235/2023. Rg. 1236/2023. Rg. 1237/2023. Rg. 1239/2023. 2)L. 144/2019, 28. gr. 3)L. 51/2022, 10. gr. 4)Rg. 102/2010, sbr. 720/2010, 755/2017 og 1367/2021. 5)Rg. 128/2010. Rg. 129/2010. Rg. 130/2010. 6)Rg. 107/2010, sbr. 395/2013 og 475/2016. Rg. 180/2012. 7)Rg. 131/2010. 8)Rg. 120/2010. Rg. 121/2010. Rg. 122/2010. Rg. 123/2010. Rg. 124/2010. Rg. 125/2010. Rg. 126/2010, sbr. 169/2011. Rg. 127/2010. Rg. 674/2017, sbr. 1046/2017, 328/2018, 362/2018, 992/2019, 1339/2019, 161/2020, 879/2020, 205/2021, 530/2021, 1165/2021, 441/2022, 934/2022, 538/2023 og 1506/2023. Rg. 1238/2023. Rg. 1242/2023. 9)L. 93/2019, 11. gr. 10)L. 29/2024, 7. gr. 11)L. 143/2009, 70. gr.

[III. kafli. Reglur um fóður.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. a.
Óheimilt er að markaðssetja fóður sem ekki er öruggt eða gefa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis. Fóður telst ekki öruggt til fyrirhugaðrar notkunar ef það er álitið heilsuspillandi fyrir menn og dýr eða verður þess valdandi að dýraafurðir verða óhæfar til manneldis. Ef fóður, sem staðfest hefur verið að standist ekki kröfur um öryggi fóðurs, er hluti af framleiðslueiningu, lotu eða sendingu fóðurs í sama flokki eða með sömu einkenni skal gert ráð fyrir að ekkert fóður í þeirri framleiðslueiningu, lotu eða sendingu standist kröfurnar nema ítarlegt mat hafi leitt í ljós að engar vísbendingar séu um að afgangurinn af framleiðslueiningunni, lotunni eða sendingunni standist ekki kröfur um öryggi fóðurs.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. b.
[Dýraprótein sem unnin eru úr dýrum eða aukaafurðum úr dýrum má ekki nota í fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis. Afurðir sem koma af sjávarspendýrum eða aukaafurðum þeirra er óheimilt að nota til fóðurgerðar.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að nota dýraprótein sem unnin eru úr dýrum eða aukaafurðum dýra, svo framarlega sem slík dýraprótein, notkun þeirra og meðferð uppfylli skilyrði í reglugerð skv. 4. mgr. með svohljóðandi hætti:
   1. Heimilt er að nota dýraprótein sem unnin eru úr aukaafurðum lagardýra, að frátöldum sjávarspendýrum, sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir öll dýr.
   2. Heimilt er að nota dýraprótein sem unnin eru úr aukaafurðum svína og alinna skordýra sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir alifugla.
   3. Heimilt er að nota dýraprótein sem unnin eru úr aukaafurðum alifugla og alinna skordýra sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir svín.
   4. Heimilt er að nota dýraprótein sem unnin eru úr aukaafurðum alinna skordýra sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir lagardýr.
Í öllum tilvikum er óheimilt að fóðra dýr á dýrapróteinum sem unnin eru úr dýrum eða afurðum dýra af sömu tegund.
Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um notkun á fóðri og áburði sem búinn er til úr aukaafurðum dýra. Þar er ráðherra heimilt að flokka þessar afurðir í áhættuflokka eftir því hversu mikil hætta stafar af þeim varðandi útbreiðslu á smitsjúkdómum, sem og að banna notkun á einstökum flokkum ef slíkt reynist nauðsynlegt til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma.]1)]2)
   1)L. 29/2024, 8. gr. 2)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. c.
[Opinbert eftirlit með fóðri]1) skal m.a. byggjast á áhættugreiningu og skal áhættumat unnið á hlutlausan og gagnsæjan hátt á grundvelli vísindalegra upplýsinga og gagna. Í þessum tilgangi skipar ráðherra ráðgefandi nefnd sem veitir vísindalega ráðgjöf um áhættumat. Stjórnendur fóðurfyrirtækja skulu innleiða, koma á og viðhalda framleiðsluaðferðum sem byggjast á meginreglum um hættugreiningu.]2)
   1)L. 144/2019, 30. gr. 2)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. d.
Stjórnandi fóðurfyrirtækis ber ábyrgð á að uppfylltar séu kröfur laga og stjórnvaldsreglna sem gilda um starfsemi þess á hverjum tíma. Stjórnandi ber ábyrgð á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar í fyrirtæki undir hans stjórn og skal sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. e.
Ef stjórnandi fóðurfyrirtækis álítur eða hefur ástæðu til að álíta að fóður, sem hann hefur flutt inn, framleitt, tilreitt, unnið eða dreift, sé ekki í samræmi við kröfur um öryggi fóðurs skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að taka umrætt fóður af markaðnum og tilkynna það Matvælastofnun. Í þessum tilvikum eða þar sem framleiðslueiningin, lotan eða vörusendingin stenst ekki kröfur um öryggi fóðurs skal farga fóðrinu nema Matvælastofnun fallist á aðra lausn. Stjórnandi skal upplýsa notendur fóðursins á skilvirkan og nákvæman hátt um ástæðurnar fyrir því að það var tekið af markaðnum og, ef nauðsyn krefur, innkalla vörur sem þeim hafa þegar verið afhentar ef aðrar ráðstafanir nægja ekki til þess að tryggja víðtæka heilsuvernd.
Stjórnandi fóðurfyrirtækis, sem ber ábyrgð á smásölu eða dreifingarstarfsemi sem hefur ekki áhrif á umbúðir, merkingu, öryggi eða heilnæmi fóðursins, skal gera ráðstafanir, innan þeirra marka sem ráðast af viðkomandi starfsemi, til að taka vörur af markaðnum ef þær eru ekki í samræmi við kröfur um öryggi fóðurs og stuðla að öryggi fóðurs með því að veita þær upplýsingar sem þarf til að rekja feril tiltekins fóðurs í samvinnu við framleiðendur, vinnsluaðila og/eða Matvælastofnun.
Álíti stjórnandi fóðurfyrirtækis eða hafi hann ástæðu til að álíta að tiltekið fóður, sem hann hefur markaðssett, standist ekki kröfur um öryggi fóðurs skal hann þegar í stað tilkynna það Matvælastofnun. Stjórnendur skulu tilkynna yfirvöldum um aðgerðir til að fyrirbyggja hættu vegna notkunar þessa fóðurs. Þeir skulu jafnframt eiga allt það samstarf við yfirvöld sem dregið getur úr eða eytt áhættu vegna viðkomandi fóðurs.
Þegar nauðsyn krefur getur Matvælastofnun lagt fyrir stjórnanda fóðurfyrirtækis að hann tilkynni henni, með hæfilegum fyrirvara, um flutning fóðurs til landsins frá EES-ríkjum.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. f.
Á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar skal vera fyrir hendi möguleiki á að rekja feril fóðurs dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis og hvers kyns efna sem nota á eða vænst er að verði notuð í fóður. Stjórnandi fóðurfyrirtækis skal geta tilgreint alla einstaklinga og lögaðila sem hafa afhent því fóður og hvers kyns efni sem nota á eða vænst er að verði notuð í fóður. Einnig skal stjórnandi geta tilgreint fyrirtæki sem fóðurfyrirtækið hefur afhent vörur sínar. Í þessu skyni skulu umræddir stjórnendur hafa yfir að ráða kerfum og verklagsreglum til að gera framangreindar upplýsingar aðgengilegar Matvælastofnun að beiðni hennar. Þá skulu fóðurvörur vera merktar og auðkenndar á viðeigandi hátt til að auðveldara verði að rekja feril þeirra með aðstoð viðeigandi skjala eða upplýsinga í samræmi við fyrrgreindar kröfur.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. g.
Í sérstökum tilvikum þar sem mat á fyrirliggjandi upplýsingum leiðir í ljós möguleika á heilsuspillandi áhrifum fóðurs en vísindaleg óvissa ríkir áfram er ráðherra heimilt að samþykkja nauðsynlegar bráðabirgðaráðstafanir til að tryggja heilsu almennings vegna hugsanlegra heilsuspillandi áhrifa fóðurs.
Ráðstafanir, sem eru samþykktar á grundvelli 1. mgr., skulu vera í réttu hlutfalli við markmiðið og ekki hamla viðskiptum meira en nauðsynlegt er. Ráðstafanirnar skulu endurskoðaðar innan eðlilegs tíma miðað við eðli þeirrar áhættu fyrir líf eða heilsu manna sem greind hefur verið og þá tegund vísindalegra upplýsinga sem þarf til að eyða vísindalegri óvissu og til að framkvæma umfangsmeira áhættumat.
Varúðar- og varnaraðgerðir skv. 1. mgr. geta náð til alls landsins eða hluta þess. Skal ráðherra hafa samráð við Matvælastofnun áður en til slíkra aðgerða er gripið.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. h.
[Fóðurfyrirtæki og aðilar sem starfa við sýnatöku, rannsóknir og greiningu á fóðri skulu tilkynna Matvælastofnun ef í fóðri eða umhverfissýnum, sem tekin eru í eða við fóður- eða matvælafyrirtæki, greinast örverur sem geta borist í dýr og þannig valdið sjúkdómum í mönnum sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt ákvæðum sóttvarnalaga, nr. 19/1997, eða reglna settra með stoð í þeim lögum.]1)]2)
   1)L. 37/2014, 6. gr. 2)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. i.
Allur innflutningur fóðurs frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem inniheldur dýraafurðir skal fara um landamærastöðvar.
Tilkynna skal Matvælastofnun fyrir fram um slíkan innflutning þar sem getið er um magn, tegund, áfangastað og hvenær áætlað er að sending berist.
Á landamærastöðvum eða í þeim höfnum sem heimild hafa fengið fyrir innflutningi skal fara fram athugun á skjölum og samanburður á þeim og sendingu til að sannreyna uppruna hennar og ákvörðunarstað.
Matvælastofnun skal kanna ástand fóðursins og taka sýni til rannsóknar á rannsóknastofu. Skal hún í þeim efnum fylgja gildandi reglum um tíðni skoðana og sýnatökur. Komi í ljós við skynmat eða rannsókn að fóðrið sé heilsuspillandi og verði þess valdandi að dýraafurðir verði óhæfar til manneldis skal eyða því. Heimilt er þó að endursenda fóðrið að fengnu leyfi yfirvalda í útflutningslandi eða taka það til annarra nota enda sé það talið öruggt. Innflytjandi er ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem getur fallið til við að endursenda vöru, geyma hana, taka til annarra nota eða eyða henni.]1)
   1)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. j.
[Opinberum eftirlitsaðila er heimilt að úthluta aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu og einstaklingum að annast tiltekin verkefni við framkvæmd opinbers eftirlits samkvæmt lögum þessum og skal gerður um það sérstakur samningur í hverju tilviki. Auk þess er opinberum eftirlitsaðilum heimilt að tilnefna rannsóknastofur með faggildingu til að framkvæma greiningar og prófanir. Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Ráðherra setur reglugerð sem kveður á um úthlutun aðila og tilnefningu rannsóknastofa.]1)
Faggiltir aðilar skulu rækja eftirlit sitt á vegum Matvælastofnunar sem fylgist með starfi þeirra og sannreynir að þeir ræki skyldur sínar á fullnægjandi hátt, enda skulu þeir veita stofnuninni upplýsingar um starfsemi og ástand fyrirtækja á þann hátt sem hún ákveður.
Verði misbrestur á að hinir faggiltu aðilar ræki almennt skyldur sínar samkvæmt samningi sínum við Matvælastofnun, vanræki þeir upplýsingaskyldu sína eða gefi rangar upplýsingar veitir stofnunin þeim áminningu eða riftir við þá samningi ef sakir eru miklar.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um skilyrði og störf faggiltra aðila samkvæmt lögum þessum.
Jafnframt getur ráðherra sett reglur um hvernig innra eftirlit fóðurfyrirtækja, sem starfrækt er samkvæmt vottuðu gæðakerfi, getur verið þáttur í [opinberu eftirliti með fóðri].1)
Þá er ráðherra heimilt að ákveða að tilteknar rannsóknastofur, sem hlotið hafa faggildingu á viðkomandi rannsóknar- eða prófunarsviði, skuli vera tilvísunarrannsóknastofur.]2)
   1)L. 144/2019, 31. gr. 2)L. 143/2009, 72. gr.
[7. gr. k.
Opinberum eftirlitsaðila er heimilt að úthluta tilteknum opinberum verkefnum til einstaklinga eða til lögaðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Ráðherra skal kveða nánar á um skilyrði samkvæmt ákvæði þessu í reglugerð.]1)
   1)L. 144/2019, 32. gr.

[IV. kafli. Reglur um áburð.]1)
   1)L. 37/2014, 7. gr.
[[7. gr. l.]1)
Áburðarfyrirtæki skal leggja fram vottorð um kadmíuminnihald hverrar áburðartegundar fyrir innflutning eða markaðssetningu vörunnar. Vottorð þetta skal lagt fram árlega til staðfestingar á niðurstöðum mælinga á þeim áburðartegundum sem eru markaðssettar.
Hámark kadmíuminnihalds í áburði skal ákveðið í reglugerð sem ráðherra setur.]2)
   1)L. 144/2019, 32. gr. 2)L. 37/2014, 7. gr.
[[7. gr. m.]1)
Verði breyting á hráefnum, efnainnihaldi eða eiginleikum áburðar skal slík breyting tafarlaust tilkynnt Matvælastofnun sem tekur ákvörðun um það hvort varan verði afskráð eða haldi skráningu sinni skv. 5. gr. og þá með hvaða skilyrðum.
Í þeim tilvikum þegar áburður hefur verið afskráður hefur Matvælastofnun heimild til að stöðva markaðssetningu áburðarins að nýju, eftir að varan er komin til landsins, þar til Matvælastofnun hefur staðfest með sýnatöku að varan sé í samræmi við skráða vörulýsingu, framlögð vottorð eða aðrar upplýsingar um vöruna.]2)
   1)L. 144/2019, 32. gr. 2)L. 37/2014, 7. gr.
[[7. gr. n.]1)
Ef stjórnandi áburðarfyrirtækis álítur eða hefur ástæðu til að álíta að áburður, sem hann hefur flutt inn, framleitt, unnið eða dreift, sé ekki í samræmi við kröfur um efnainnihald, eiginleika áburðarins samkvæmt vörulýsingu eða öryggi, skal hann tafarlaust tilkynna það til Matvælastofnunar, gera ráðstafanir til úrbóta og taka umræddan áburð af markaðnum ef hann telst ekki öruggur til notkunar. Áburður telst ekki öruggur ef notkun hans getur haft áhrif á heilbrigði dýra eða plantna eða orðið þess valdandi að matjurtir eða dýraafurðir verða óhæfar til manneldis. Stjórnandinn skal, ef nauðsyn krefur, innkalla vörur sem þegar hafa verið afhentar og standast ekki fyrrgreindar kröfur. Ef framleiðslueiningin, lotan eða vörusendingin stenst ekki fyrrgreindar kröfur skal farga áburðinum eða endursenda nema Matvælastofnun fallist á aðra lausn. Stjórnandi skal án tafar upplýsa notendur áburðarins á skilvirkan og nákvæman hátt um ástæðurnar fyrir því að varan uppfyllti ekki kröfur, var tekin af markaðnum eða innkölluð.]2)
   1)L. 144/2019, 32. gr. 2)L. 37/2014, 7. gr.
[[7. gr. o.]1)
Stjórnandi áburðarfyrirtækis ber ábyrgð á að uppfylltar séu kröfur laga og stjórnvaldsreglna sem gilda um starfsemi þess á hverjum tíma. Stjórnandi ber ábyrgð á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar í fyrirtæki undir hans stjórn og skal sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt.]2)
   1)L. 144/2019, 32. gr. 2)L. 37/2014, 7. gr.
[[7. gr. p.]1)
[Opinbert eftirlit með áburði]2) skal m.a. byggjast á áhættugreiningu og skal áhættumat unnið á hlutlausan og gagnsæjan hátt á grundvelli vísindalegra upplýsinga og gagna. Í þessum tilgangi skipar ráðherra ráðgefandi nefnd sem veitir vísindalega ráðgjöf um áhættumat. Stjórnendur áburðarfyrirtækja skulu innleiða, koma á og viðhalda framleiðsluaðferðum sem byggjast á meginreglum um áhættugreiningu.
Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um framkvæmd [opinbers eftirlits með áburði]2) og um vottorð í reglugerð.]3)
   1)L. 144/2019, 32. gr. 2)L. 144/2019, 33. gr. 3)L. 37/2014, 7. gr.

[V. kafli.]1) [Gjaldtaka.]2)
   1)L. 37/2014, 7. gr. 2)L. 144/2019, 35. gr.
8. gr.
[[Fyrir eftirlit samkvæmt lögum þessum skulu fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtæki greiða eftirlitsgjald sem ekki er hærra en nemur raunkostnaði við eftirlitið til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum við það:
   a. launum starfsfólks og launatengdum kostnaði, þ.m.t. aðstoðar- og skrifstofufólks sem tekur þátt í framkvæmd opinbers eftirlits,
   b. kostnaði við aðstöðu og búnað, þ.m.t. viðhalds- og tryggingakostnaði og öðrum tengdum kostnaði,
   c. kostnaði við rekstrarvörur og áhöld,
   d. kostnaði við þjónustu sem aðilar sem hafa fengið úthlutað tilteknum opinberum eftirlitsverkefnum gjaldfæra á opinbera eftirlitsaðila vegna opinbers eftirlits,
   e. kostnaði við þjálfun starfsfólks, sem um getur í a-lið, að undanskilinni þjálfun sem er nauðsynleg til að hljóta réttindi og hæfni sem þarf til að vera ráðinn til starfa hjá opinberum eftirlitsaðilum,
   f. kostnaði við ferðalög starfsfólks, sem um getur í a-lið, sem og tengdum framfærslukostnaði,
   g. kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greininga, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits.
Heilbrigðisnefnd, aðilar sem hafa faggildingu og fara með tiltekin eftirlitsverkefni og matvælafyrirtæki skulu tilkynna Matvælastofnun ef gögn sem þessir aðilar hafa undir höndum eða aðrar ástæður benda til hættu á heilsutjóni vegna neyslu matvæla. Sama tilkynningarskylda á við um þá sem starfa við rannsóknir og greiningu ef þeir greina í sýnum úr fóðri eða umhverfissýnum sem tekin eru í eða við fóður- eða matvælafyrirtæki örverur sem geta valdið sjúkdómum í mönnum sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt ákvæðum sóttvarnalaga eða reglna settra með stoð í þeim lögum.]1)
Matvælastofnun framkvæmir viðbótareftirlit, þar á meðal rannsóknir, með vöru þegar tiltekin starfsemi eða vara fyrirtækis er ekki talin uppfylla þær almennu og eðlilegu kröfur sem gerðar eru til meðferðar eða heilbrigðis vara vegna vísbendinga um smitefni, mengun eða brot gegn heilbrigðis- eða starfsreglum eða skyldra atvika. Raunkostnað af viðbótareftirliti ber fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki. Framkvæma má viðbótareftirlit þrátt fyrir að vara hafi þegar hlotið heilbrigðisvottun.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd og inntak eftirlits og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlitið að fengnum tillögum Matvælastofnunar. Ráðherra skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist ráðherra að mánuði liðnum er honum þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
Við gerð reglugerðar og gjaldskrár skal ráðherra taka tillit til eftirfarandi atriða:
   a. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
   b. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
   c. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
   d. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir tilteknar landfræðilegar takmarkanir.
Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi Matvælastofnunar. Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Matvælastofnun er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.
Þá skulu ákvæði þessarar greinar einnig gilda eftir því sem við á um eftirlitsgjöld Matvælastofnunar vegna eftirlits sem hún felur faggiltum aðilum að framkvæma samkvæmt þessum lögum.]2)
   1)L. 144/2019, 34. gr. 2)L. 143/2009, 73. gr.
[8. gr. a.
[Ráðherra skal setja gjaldskrá vegna útgáfu starfsleyfa og vottorða vegna framkvæmdar á lögum þessum, svo og vegna skráningar og móttöku umsókna og tilkynninga. Gjaldskrá skal taka mið af kostnaði sem hlýst af útgáfu starfsleyfa og vottorða, skráningu og móttöku umsókna og tilkynninga og leyfisveitingum og má ákvörðun gjalds ekki vera hærri en sá kostnaður.]1)]2)
   1)L. 37/2014, 8. gr. 2)L. 143/2009, 74. gr.

[VI. kafli.]1) [Þvingunarúrræði og refsiákvæði.]2)
   1)L. 37/2014, 7. gr. 2)L. 143/2009, 77. gr.
9. gr.
[Matvælastofnun er heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að fóður, áburður eða sáðvara sé heilsuspillandi fyrir menn og dýr og verði þess valdandi að matvæli af dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis verða óhæf til manneldis. Sama gildir ef um er að ræða starfsemi sem starfar án tilskilins leyfis eða hefur ekki sinnt tilkynningarskyldu skv. 4. gr.
[Heimilt er að fella tímabundið úr gildi eða afturkalla vottorð um lífræna framleiðslu að hluta eða í heild þegar ekki er farið eftir ákvæðum reglugerða um lífræna framleiðslu sem ráðherra setur, sbr. 2. gr.]1)
[Einnig er Matvælastofnun heimilt að gefa fyrirmæli um afmengun fóðurs eða sáðvöru, stöðva eða takmarka framleiðslu, afskrá vöruna, stöðva inn- og útflutning eða markaðssetningu og innkalla af markaði og leggja hald á slíka vöru þegar rökstuddur grunur er um að hún sé ekki í samræmi við vörulýsingu eða uppfylli ekki ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim.]2) Þegar Matvælastofnun leggur hald á fóður, áburð eða sáðvöru er henni heimil förgun vörunnar sé það talið nauðsynlegt.
Þá getur Matvælastofnun jafnframt, til að knýja á um aðgerðir samkvæmt lögum þessum, reglugerðum eða eigin fyrirmælum samkvæmt þessum ákvæðum, beitt eftirfarandi aðgerðum:
   1. veitt áminningu,
   2. veitt áminningu og tilhlýðilegan frest til úrbóta.
Stöðvun starfsemi og förgun á vörum skal því aðeins beitt að um alvarlegri tilvik eða ítrekað brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki úrbótum innan tiltekins frests og er heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Sé um slík brot að ræða getur Matvælastofnun afturkallað leyfi viðkomandi fyrirtækis til reksturs skv. 4. gr.]3)
   1)L. 51/2022, 11. gr. 2)L. 37/2014, 9. gr. 3)L. 143/2009, 76. gr.
[9. gr. a.
Þegar stjórnandi sinnir ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur Matvælastofnun ákveðið fyrirtæki dagsektir þar til úrbætur hafa verið framkvæmdar. Dagsektir renna í ríkissjóð og skal hámark þeirra ákveðið í reglugerð1) sem ráðherra setur. Jafnframt er Matvælastofnun heimilt að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef fyrirmæli um framkvæmd eru vanrækt og skal kostnaður þá greiddur til bráðabirgða af Matvælastofnun en innheimtast síðar hjá hlutaðeigandi fyrirtæki. Kostnað og dagsektir má innheimta með fjárnámi án dóms eða sáttar.]2)
   1)Rg. 767/2010. 2)L. 143/2009, 76. gr.
[9. gr. b.
[Opinberum eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem lög þessi, reglugerðir og samþykktir ná yfir og er heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Skylt er að veita óhindraðan aðgang til eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi að þeim stöðum þar sem framleiðsla, dreifing, geymsla og sala á fóðri sem ætlað er búfé sem haldið er til matvælaframleiðslu og sölufóðri annarra dýra, svo og framleiðsla eða dreifing á allri sáðvöru, tilbúnum áburði og öðrum jarðvegsbætandi efnum, á sér stað, að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi. Að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi skal stjórnandi fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis veita opinberum eftirlitsaðila eða aðila sem sinnir annarri opinberri starfsemi aðgang að:
   a. búnaði, tækjum sem nýtt eru til flutninga, athafnasvæðum sem og öðrum stöðum undir stjórn fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis og umhverfi þeirra,
   b. tölvuvæddum upplýsingastjórnunarkerfum fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis,
   c. vörum undir stjórn fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis,
   d. skjölum og öðrum upplýsingum sem máli skipta,
   e. upplýsingum um heiti fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis og félagsform og
   f. upplýsingum um starfsemi fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis, þ.m.t. starfsemi sem fer fram með fjarsamskiptamiðlum, og staði sem eru undir stjórn fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis.
Opinberum eftirlitsaðila er heimilt að taka sýni þar sem starfsemi fer fram og lög þessi, reglugerðir settar samkvæmt þeim og samþykktir ná til. Opinberum eftirlitsaðila er einnig heimilt að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu.]1)
Stjórnanda er skylt að veita aðstoð við framkvæmd eftirlitsins og veita allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd laganna og ber honum endurgjaldslaust að afhenda sýni sem talin eru nauðsynleg vegna eftirlits. Þá getur [opinber eftirlitsaðili]1) ákveðið að fyrirtæki skuli greiða allan kostnað vegna þvingunarúrræða sem framkvæmd eru samkvæmt lögum þessum og má innheimta slíkan kostnað með fjárnámi án dóms eða sáttar.]2)
   1)L. 144/2019, 36. gr. 2)L. 143/2009, 76. gr.
[9. gr. c.
Telji Matvælastofnun svo alvarlega hættu stafa af tiltekinni starfrækslu eða notkun að aðgerð þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef þurfa þykir.]1)
   1)L. 143/2009, 76. gr.
[9. gr. d.
[Ákvarðanir Matvælastofnunar má kæra til ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Kæra vegna stjórnsýsluákvörðunar í tengslum við eftirlit með innflutningi fóðurs, sem unnið er úr dýraafurðum og kemur til landsins frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, skal þó borin fram innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina.]1)]2)
   1)L. 37/2014, 10. gr. 2)L. 143/2009, 76. gr.
[9. gr. e.
Það varðar mann sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn:
   a. tilkynningar- eða starfsleyfisskyldu skv. 4. gr. eða skilyrðum sem Matvælastofnun hefur sett skv. 2. mgr. 4. gr.,
   b. skráningarskyldu vörunnar og ábyrgð á því að efnainnihald og eiginleikar vörunnar séu í samræmi við skráða vörulýsingu skv. 5. gr.,
   c. banni við notkun dýrapróteins úr aukaafurðum úr dýrum í fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru upp til manneldis skv. 1. mgr. 7. gr. b,
   d. banni við fóðrun dýra á dýrapróteini sem er unnið úr dýrum eða afurðum dýra af sömu tegund skv. 3. mgr. 7. gr. b,
   e. banni við markaðssetningu fóðurs og áburðar sem ekki uppfyllir kröfur um öryggi skv. 7. gr. a og [7. gr. n],1)
   f. skyldu til innköllunar fóðurs og áburðar og tilkynningarskyldu stjórnenda skv. 7. gr. e og [7. gr. n],1)
   g. tilkynningarskyldu vegna greininga á örverum í fóðri og umhverfissýnum sem varða tilkynningarskylda matarsjúkdóma skv. 7. gr. h.
Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga fyrir brot skv. 1. mgr. þessarar greinar.
Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.]2)
   1)L. 144/2019, 37. gr. 2)L. 37/2014, 11. gr.
[9. gr. f.
Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Matvælastofnunar til lögreglu.
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Matvælastofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Matvælastofnun á hvaða stigi málsins sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til rannsóknar hjá lögreglu. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Matvælastofnunar skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Matvælastofnunar um að kæra mál til lögreglu.
Matvælastofnun er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Matvælastofnun er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Matvælastofnun í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Matvælastofnunar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Matvælastofnunar til meðferðar og ákvörðunar.]1)
   1)L. 37/2014, 11. gr.
[9. gr. g.
Matvælastofnun getur lagt stjórnvaldssektir á fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtæki sem brjóta gegn:
   a. tilkynningar- eða starfsleyfisskyldu skv. 4. gr. eða skilyrðum sem Matvælastofnun hefur sett skv. 2. mgr. 4. gr.,
   b. tilkynningar- og skráningarskyldu vörunnar og ábyrgð á því að efnainnihald og eiginleikar vörunnar séu í samræmi við skráða vörulýsingu skv. 5. gr.,
   c. banni við markaðssetningu fóðurs og áburðar sem ekki uppfyllir kröfur um öryggi skv. 7. gr. a og [7. gr. n],1)
   d. banni við notkun dýrapróteins úr aukaafurðum úr dýrum í fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru upp til manneldis skv. 1. mgr. 7. gr. b,
   e. banni við fóðrun dýra á dýrapróteini sem er unnið úr dýrum eða afurðum dýra af sömu tegund skv. 3. mgr. 7. gr. b,
   f. skyldu til innköllunar fóðurs og áburðar og tilkynningarskyldu stjórnenda skv. 7. gr. e og [7. gr. n],1)
   g. skyldu til að geta rakið feril dýrafóðurs skv. 7. gr. f,
   h. tilkynningarskyldu vegna greininga á örverum í fóðri og umhverfissýnum sem varða tilkynningarskylda matarsjúkdóma skv. 7. gr. h,
   i. tilkynningarskyldu vegna innflutnings frá þriðju ríkjum skv. 7. gr. i,
   j. skyldu til að leggja fram vottorð um kadmíuminnihald skv. [7. gr. l],1)
   k. tilkynningarskyldu vegna innflutnings áburðar skv. [7. gr. n],1)
   l. ákvæðum varðandi kröfur um starfsemi fóður- og áburðarfyrirtækja skv. 7. gr. d og [7. gr. o].1)
Ráðherra getur í reglugerð ákveðið fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Hafi fjárhæð sekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun sekta m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir lögbrotið með stjórnun og eftirliti. Matvælastofnun er heimilt að ákveða hærri sektir hafi aðili haft ávinning af broti. Skal fjárhæð stjórnvaldssektar þá ákveðin sem allt að tvöfalt margfeldi af þeim ávinningi sem aðili hefur aflað sér með broti gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, þó innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Sektir sem lagðar eru á einstaklinga í samræmi við skilgreiningu á fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtæki í 7. tölul. 2. gr. a geta numið frá 10 þús. kr. til 10 millj. kr. en sektir á lögaðila geta numið frá 25 þús. kr. til 25 millj. kr.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga hennar. Ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Aðili máls getur einungis skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla.
Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin. Málskot frestar aðför.
[Við ákvörðun refsinga við brotum matvælafyrirtækis gegn lögum þessum sem framin eru með sviksamlegum eða villandi viðskiptaháttum er heimilt að ákvarða sekt:
   a. út frá efnahagslegum ávinningi matvælafyrirtækis eða
   b. sem hlutfall af veltu matvælafyrirtækis.
Mál vegna brota samkvæmt þessari grein skulu sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.]1)]2)
   1)L. 144/2019, 38. gr. 2)L. 37/2014, 11. gr.
[9. gr. h.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Matvælastofnunar á grundvelli þeirra er Matvælastofnun heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Matvælastofnun setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.]1)
   1)L. 37/2014, 11. gr.
[9. gr. i.
Heimild Matvælastofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Matvælastofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.]1)
   1)L. 37/2014, 11. gr.
[9. gr. j.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Matvælastofnun skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.]1)
   1)L. 37/2014, 11. gr.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.