Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um tóbaksvarnir1)

2002 nr. 6 31. janúar


   1)Lögunum var breytt með l. 110/2023; um gildistöku sjá nánar 18. gr. s.l.
Upphaflega l. 74/1984. Tóku gildi 1. janúar 1985. Breytt með: L. 7/1996 (tóku gildi 1. okt. 1996). L. 101/1996 (tóku gildi skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 95/2001 (tóku gildi 1. ágúst 2001).
Endurútgefin, sbr. 17. gr. l. 95/2001, sem l. 6/2002. Tóku gildi 20. febrúar 2002. Breytt með: L. 164/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003). L. 18/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003). L. 24/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 2001/37/EB). L. 83/2006 (tóku gildi 30. júní 2006; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 33/2009 (tóku gildi 8. apríl 2009). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 28/2011 (tóku gildi 1. maí 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 59/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013). L. 47/2018 (tóku gildi 26. maí 2018). L. 80/2022 (tóku gildi 14. júlí 2022 nema b-liður 2. mgr. 170. gr., b-liður 1. mgr. 171. gr. hvað varðar samevrópska u-rýmisþjónustu og c-liður 1. mgr. 171. gr. sem tóku gildi 26. jan. 2023 og d-liður 258. gr. sem tók gildi 1. jan. 2023; EES-samningurinn: XIII. viðauki reglugerð 2027/97, 889/2002, tilskipun 2000/79/EB, 2009/12/EB). L. 110/2023 (tóku gildi 11. jan. 2024 nema c-liður 6. gr. sem tekur gildi 11. jan. 2028, d-liður 6. gr. sem tekur gildi 11. jan. 2025 og e-, f- og g-liður 6. gr. sem taka gildi 11. maí 2025; um lagaskil sjá 18. gr.; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 2014/40/ESB, framseld tilskipun 2014/109/ESB).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við heilbrigðisráðherra eða heilbrigðisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. [Markmið, orðskýringar og gildissvið.]1)
   1)L. 110/2023, 4. gr.
1. gr. [Markmið.]1)
[Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks og tengdra vara, m.a. með því að minnka tóbaksneyslu og vernda þannig fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Sérstaklega skal unnið gegn tóbaksneyslu barna og ungs fólks og takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til þeirra.]1)
Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.
Þeir sem bera ábyrgð á barni skulu stuðla að því að það njóti réttar skv. 2. mgr., einnig þar sem reykingar eru ekki bannaðar skv. III. kafla þessara laga.
   1)L. 110/2023, 1. gr.
2. gr. [Orðskýringar.
Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
   1. Auglýsingar: m.a.
   a. hvers konar tilkynningar til almennings eða sérstakra markhópa, þar á meðal vörukynningar, útstillingar í gluggum verslana, hvers konar skilti og svipaður búnaður,
   b. öll notkun hefðbundinna tóbaksvörumerkja (heita og auðkenna) eða hluta þeirra,
   c. hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum, á vefmiðlum eða samfélagsmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra,
   d. dreifing vörusýna til neytenda.
   2. Aukefni: Efni, annað en tóbak, sem er bætt í tóbaksvöru, einingarpakka eða ytri umbúðir.
   3. Bragðefni: Aukefni sem gefur lykt og/eða bragð.
   4. CMR-eiginleikar: Krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða æxlunarskaðandi eiginleikar.
   5. Einingarpakki:Minnsta staka pakkning af tóbaki eða tengdum vörum sem sett er á markað.
   6. Einkennandi bragð: Greinilega merkjanleg lykt eða bragð, annað en af tóbakinu sjálfu, sem leiðir af aukefni eða samsetningu aukefna, þ.m.t. en ekki takmarkað við bragð af aldinum, kryddi, kryddjurtum, alkóhóli, sælgæti, mentóli eða vanillu, sem er greinilegt áður en tóbaksvörunnar er neytt eða meðan á neyslunni stendur.
   7. Einkvæmt auðkenni: Alstafakóði sem gerir kleift að bera kennsl á einingarpakka eða heildarpakkningar tóbaksvara.
   8. Fjarsala yfir landamæri: Fjarsala til neytanda þegar neytandinn er, á þeim tíma sem hann pantar vöruna frá smásölustað, staðsettur í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins en því aðildarríki eða þriðja landi sem smásölustaðurinn hefur staðfestu í. Smásölustaður telst hafa staðfestu í aðildarríki ef um er að ræða:
   a. einstakling með starfsstöð í því aðildarríki,
   b. smásölustað sem hefur aðsetur, höfuðstöðvar eða starfsstöð, þ.m.t. útibú, umboðsskrifstofu eða hvers konar starfsemi aðra, í því aðildarríki.
   9. Framleiðandi: Einstaklingur eða lögaðili sem framleiðir vöru eða lætur hanna eða framleiða vöru og setur vöruna á markað undir sínu nafni eða vörumerki.
   10. Fyrsti smásölustaður: Aðstaða þar sem tóbaksvörur eru settar á markað í fyrsta sinn. Með aðstöðu er átt við sérhverja staðsetningu, byggingu eða sjálfsala þar sem tóbaksvörur eru framleiddar, geymdar eða settar á markað.
   11. Innflytjandi: Sá aðili sem flytur til landsins vöru sem fellur undir lög þessi.
   12. Innihaldsefni: Tóbak, aukefni og öll efni eða efnisþættir sem er að finna í fullunninni tóbaksvöru eða tengdum vörum, þ.m.t. pappír, síum, bleki, hylkjum og lími.
   13. Jurtavara til reykinga: Vara að stofni til úr plöntum, jurtum eða aldinum sem inniheldur ekkert tóbak og sem hægt er að neyta með brennslu.
   14. Kolsýringur: Kolmónoxíð (CO).
   15. Munntóbak: Allar tóbaksvörur til notkunar í munn sem eru gerðar að öllu leyti eða að hluta úr tóbaki, í formi dufts eða fíngerðra agna eða settar saman úr dufti og ögnum, t.d. vörur sem eru í smápokum eða grisjusmápokum, þó ekki vörur sem eru ætlaðar til að anda að sér eða tyggja.
   16. Mynd- og textaviðvörunarmerking: Viðvörunarmerking sem samanstendur af viðvörunartexta og samsvarandi ljósmynd eða teikningu.
   17. Neftóbak: Duft eða mylsna sem er að öllu eða einhverju leyti gerð úr tóbaki og er til töku í nef.
   18. Nikótín: Nikótínbeiskjuefni.
   19. Ný tóbaksvara: Tóbaksvara sem var sett á markað eftir 19. maí 2014 og fellur ekki í neinn af eftirfarandi flokkum: Sígarettur, vafningstóbak, píputóbak, vatnspíputóbak, vindlar, smávindlar, tuggutóbak, neftóbak eða munntóbak.
   20. Rekstraraðili: Sérhver einstaklingur eða lögaðili sem á aðild að viðskiptum með tóbaksvörur frá framleiðanda til síðasta rekstraraðila fyrir fyrsta smásölustað.
   21. Reykfæri: Áhöld og búnaður tengdur tóbaksreykingum, svo sem sígarettupappír, reykjarpípur og tæki til að vefja sígarettur, svo og annar slíkur varningur.
   22. Setja á markað: Að gera vörur, án tillits til þess hvar þær eru framleiddar, aðgengilegar neytendum, hvort sem er gegn greiðslu eða ekki, þ.m.t. með fjarsölu. Ef um er að ræða fjarsölu yfir landamæri telst varan sett á markað í því ríki þar sem neytandi er staðsettur.
   23. Sígaretta: Vafið tóbak sem hægt er að neyta með brennslu.
   24. Smásölustaður: Allir sölustaðir þar sem tóbaksvörur eru settar á markað, þ.m.t. af einstaklingi.
   25. Smávindill: Lítill vindill.
   26. Tjara: Hrá þétting tóbaksreyks, vatnsfrí og nikótínlaus.
   27. Tóbak: Tóbaksjurtir (Nicotiana) og allur varningur unninn að öllu eða einhverju leyti úr þeim til neyslu, svo sem sígarettur, vindlar, reyktóbak, neftóbak og munntóbak.
   28. Tuggutóbak: Tóbaksvara í bitum eða ræmum sem eingöngu er ætluð til að tyggja, t.d. skrotóbak.
   29. Vafningstóbak: Tóbak sem neytendur eða smásölustaðir geta notað til að búa til sígarettur.
   30. Vara: Tóbaksvara, jurtavara til reykinga, tóbakslíki og aðrar vörur sem falla undir lög þessi.
   31. Vatnspíputóbak: Tóbaksvara sem er hægt að neyta með vatnspípu. Ef bæði er hægt að nota vöru með vatnspípu og sem vafningstóbak telst hún vafningstóbak.
   32. Viðvörunarmerking: Viðvörun sem varðar skaðleg áhrif vöru á heilbrigði manna eða aðrar óæskilegar afleiðingar af neyslu hennar, þ.m.t. viðvörunartexti, mynd- og textaviðvörunarmerkingar, almennar viðvaranir og upplýsingatexti.
   33. Vindill: Vafið tóbak sem hægt er að neyta með brennslu.
   34. Ytri umbúðir: Allar umbúðir sem tóbak eða tengdar vörur eru settar á markað í, þ.m.t. einingarpakkar og safn einingarpakka. Gagnsæjar umbúðir teljast ekki ytri umbúðir.
   35. Þjónusturými: Öll svæði undir þaki, föstu eða hreyfanlegu, svo og samkomutjöld og sýningartjöld, sem almenningur hefur aðgang að vegna viðskipta og veittrar þjónustu og þátttöku í menningar- og félagsstarfsemi, þ.m.t. áhorfendasvæði, biðstofur, gestamóttaka, forstofur, gangar, snyrtiherbergi o.fl.]1)
   1)L. 110/2023, 2. gr.
3. gr. [Gildissvið.
Lög þessi gilda um vörur sem innihalda tóbak og tengdar vörur. Lögin gilda ekki um vörur sem falla undir lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur eða vörur sem falla undir efnalög.]1)
   1)L. 110/2023, 3. gr.

[I. kafli A. Stjórnsýsla.]1)
   1)L. 110/2023, 5. gr.
[4. gr. Yfirstjórn.
Yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum er í höndum ráðherra sem fer með málefni lýðheilsu og forvarna.]1)
   1)L. 110/2023, 5. gr.
[5. gr. Hlutverk Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, annast framkvæmd og hefur eftirlit með ákvæðum laga þessara um:
   a. losun og mæliaðferðir, sbr. 6. gr.,
   b. skýrslugjöf um innihaldsefni og losun, sbr. 6. gr. a,
   c. innihaldsefni tóbaksvara og einkennandi bragð, sbr. 6. gr. b,
   d. merkingu og umbúðir, sbr. 6. gr. c,
   e. rekjanleika, sbr. 6. gr. d,
   f. skráningu, sbr. 6. gr. e,
   g. öryggisþátt, sbr. 6. gr. f,
   h. tilkynningu um nýjar tóbaksvörur, sbr. 6. gr. g,
   i. upplýsingar um hverjir hafa leyfi til smásölu tóbaksvara, sbr. 13. mgr. 8. gr.
Önnur verkefni ÁTVR eru m.a. að banna innflutning og sölu eða innkalla vöru af markaði samkvæmt lögum þessum og halda skrá yfir þá sem hafa fengið leyfi til smásölu tóbaksvara og tilkynntar tóbaksvörur.
ÁTVR er heimilt að krefja framleiðendur, innflytjendur og aðra sem lög þessi taka til um upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja að mati stofnunarinnar til þess að sinna eftirliti og skyldum samkvæmt lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim.
ÁTVR getur að eigin frumkvæði fjallað um einstök mál og tekið ákvörðun um þau eða samkvæmt erindi eða ábendingu. ÁTVR setur sér reglur um málsmeðferð.
ÁTVR er heimil vinnsla persónuupplýsinga í þeim tilgangi að sinna eftirliti og lögbundnum skyldum samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Ráðherra er heimilt að skilgreina verkefni ÁTVR nánar með reglugerð og setja m.a. nánari ákvæði um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits ÁTVR.]1)
   1)L. 110/2023, 5. gr.
[5. gr. a. Hlutverk embættis landlæknis.
Embætti landlæknis annast fræðslu og forvarnastarf á sviði tóbaksvarna, er ráðherra til ráðgjafar og fer með eftirlit samkvæmt því sem kveðið er á um í lögum þessum. Í því skyni skal embætti landlæknis m.a.:
   a. veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á sviði tóbaksvarna,
   b. annast forvarnaverkefni á sviði tóbaksvarna,
   c. safna og vinna upplýsingar um tóbaksneyslu, neyslumynstur og áhrif tóbaksreykinga og tóbaksneyslu á heilsu og stuðla að rannsóknum á sviði tóbaksvarna,
   d. sinna öðrum verkefnum sem embættinu er falið að sinna samkvæmt lögum þessum, stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim eða ákvörðun ráðherra, þ.m.t. samvinnu við erlendar stofnanir á sviði tóbaksvarna.
Embætti landlæknis er heimilt að krefja framleiðendur, innflytjendur og aðra sem lög þessi taka til um upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja að mati stofnunarinnar til þess að sinna eftirliti og skyldum samkvæmt lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum settum með stoð í þeim, t.d. upplýsingar á grundvelli 6. gr. a um innihaldsefni og losun og 6. gr. b um innihaldsefni tóbaksvara og einkennandi bragð.
Embætti landlæknis er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar einstaklinga, í þeim tilgangi að sinna lögbundnum skyldum samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um verkefni landlæknis á sviði tóbaksvarna með reglugerð.]1)
   1)L. 110/2023, 5. gr.
[5. gr. b. Hlutverk heilbrigðisnefnda.
Heilbrigðisnefndir veita leyfi til sölu tóbaks í smásölu og hafa eftirlit með smásölu tóbaks. Um hlutverk og eftirlit heilbrigðisnefnda er nánar fjallað í 17. og 18. gr.
Ráðherra er heimilt að skilgreina verkefni heilbrigðisnefnda nánar með reglugerð og kveða nánar á um fyrirkomulag og framkvæmd leyfisveitinga og eftirlits nefndanna samkvæmt lögum þessum.]1)
   1)L. 110/2023, 5. gr.

II. kafli. [Losun, innihaldsefni, umbúðir, rekjanleiki o.fl.]1)
   1)L. 110/2023, 9. gr.
[6. gr. Losun og mæliaðferðir.
Gildi fyrir losun úr sígarettum, sem settar eru á markað eða framleiddar hér á landi, skulu að hámarki vera 10 mg af tjöru á hverja sígarettu, 1 mg af nikótíni á hverja sígarettu og 10 mg af kolsýringi á hverja sígarettu. Ráðherra er heimilt að lækka framangreind hámarksgildi losunar úr sígarettum með reglugerð. Þá skal ráðherra í reglugerð kveða á um hámarksgildi losunar úr öðrum tóbaksvörum.
Mæling á losun skv. 1. mgr. skal framkvæmd á rannsóknastofum sem hafa verið samþykktar af ÁTVR að fenginni umsögn landlæknis. Landlæknir fer með eftirlit með rannsóknastofum. Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um mæliaðferðir og þau skilyrði sem rannsóknastofa þarf að uppfylla.
Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara standa straum af kostnaði við sannprófun á mælingum sem um getur í grein þessari.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr.
[6. gr. a. Skýrslugjöf um innihaldsefni og losun.
Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skulu afhenda ÁTVR upplýsingar, eftir vöruheiti og tegund tóbaksvara, um innihaldsefni þeirra ásamt magni allra efna sem notuð eru við framleiðslu á viðkomandi vöru, losunargildi skv. 6. gr. og upplýsingar um aðra losun og losunarstig, liggi þær síðastnefndu fyrir. Allar framangreindar upplýsingar skulu lagðar fram áður en ný eða breytt tóbaksvara er sett á markað. Framleiðendur og innflytjendur sígarettna og vafningstóbaks skulu auk þess leggja fram tækniskjal þar sem fram kemur lýsing á aukefnum sem eru notuð og eiginleikum þeirra.
Framleiðendur og innflytjendur jurtavara til reykinga skulu afhenda ÁTVR skrá yfir öll innihaldsefni, ásamt magni þeirra, sem eru notuð við framleiðslu á vörunum eftir vöruheiti og tegund. Upplýsingarnar skulu lagðar fram áður en ný eða breytt jurtavara til reykinga er sett á markað.
Ef samsetningu vöru hefur verið breytt þannig að það hafi áhrif á upplýsingar sem lagðar eru fram skv. 1. og 2. mgr. er framleiðendum og innflytjendum skylt að upplýsa ÁTVR um það áður en ný eða breytt vara er sett á markað.
Framleiðendur og innflytjendur skulu afhenda ÁTVR sýnishorn af vöru og gera prófanir sem eru nauðsynlegar að mati ÁTVR til þess að meta innihaldsefni, eiginleika og áhrif vörunnar. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari útfærslu á ákvæði þessu.
Embætti landlæknis getur krafið framleiðendur eða innflytjendur um rannsóknir til að meta áhrif innihaldsefna á heilbrigði, m.a. með tilliti til ávanabindandi áhrifa þeirra og eiturhrifa.
Framleiðendur og innflytjendur skulu senda ÁTVR og embætti landlæknis árlega upplýsingar um sölumagn tóbaksvara eftir vöruheiti og tegund. Framleiðendur og innflytjendur skulu afhenda embætti landlæknis innri og ytri rannsóknir, sem eru þeim aðgengilegar, um markaðsrannsóknir og neyslumynstur mismunandi hópa, svo sem með tilliti til aldurs og kyns, auk markaðskannana á þeirra vegum.
Sérstök skylda um upplýsinga- og skýrslugjöf hvílir á framleiðendum og innflytjendum vafningstóbaks og sígarettna sem innihalda aukefni sem er að finna í forgangsskrá auk þess sem þeim er skylt að gera ítarlegar rannsóknir á áhrifum viðkomandi aukefna. Ráðherra skal birta forgangsskrá í reglugerð ásamt því að kveða nánar á um skyldur framleiðenda og innflytjenda samkvæmt ákvæði þessu.
Upplýsingar um innihaldsefni, losunargildi og eftir atvikum aðra losun og losunarstig samkvæmt þessari grein skulu birtar á vef ÁTVR og embættis landlæknis og vera þannig aðgengilegar almenningi, að teknu tilliti til viðskiptaleyndarmála viðkomandi vöru.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um upplýsingaskyldu og skýrslugjöf framleiðenda og innflytjenda samkvæmt þessari grein.
Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara standa straum af kostnaði við upplýsinga- og skýrslugjöf samkvæmt þessari grein, svo sem kostnaði sem hlýst af móttöku, geymslu, meðhöndlun, greiningu og birtingu upplýsinga á vef eftirlitsaðila. Jafnframt bera framleiðendur og innflytjendur kostnað vegna þeirra rannsókna, mælinga og prófana sem þeim er skylt að gera samkvæmt þessari grein.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr.
[6. gr. b. Innihaldsefni tóbaksvara og einkennandi bragð.
Óheimilt er að setja á markað sígarettur og vafningstóbak með einkennandi bragði. Jafnframt er óheimilt að setja á markað vafningstóbak og sígarettur sem innihalda bragðefni í einhverjum efnisþætti, svo sem í síum, pappír, umbúðum, hylkjum eða öðrum tæknilegum þáttum sem geta breytt lykt eða bragði viðkomandi tóbaksvöru eða styrkleika reyksins.
Ráðherra er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð að óheimilt sé að setja á markað aðrar tóbaksvörur með einkennandi bragði en fram koma í 1. mgr.
Óheimilt er að setja á markað tóbaksvörur sem innihalda eftirfarandi aukefni:
   a. vítamín eða önnur aukefni sem vekja þá hugmynd að varan hafi í för með sér heilsufarslegan ávinning eða minni heilbrigðisáhættu,
   b. koffín, tárín eða önnur aukefni og örvandi efnasambönd sem eru tengd orku og lífsþrótti,
   c. aukefni sem lita losunina,
   d. aukefni sem auðvelda innöndun eða upptöku nikótíns,
   e. aukefni sem hafa krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða æxlunarskaðandi eiginleika í óbrunnu formi.
Síur, pappír og hylki tóbaksvara skulu ekki innihalda tóbak eða nikótín.
Óheimilt er að setja á markað tóbaksvöru sem inniheldur aukefni í því magni að það auki eiturhrif eða ávanabindandi áhrif eða að CMR-eiginleikar tóbaksvörunnar við neyslu aukist umtalsvert og mælanlega. Ráðherra mælir í reglugerð nánar fyrir um framkvæmd á ákvæði þessu.
Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skulu standa straum af kostnaði við mat á því hvort tóbaksvara hafi einkennandi bragð, hvort notuð séu bönnuð aukefni eða bragðefni við framleiðslu hennar og hvort tóbaksvara innihaldi aukefni í magni sem eykur, umtalsvert og mælanlega, eiturhrif eða ávanabindandi áhrif eða CMR-eiginleika viðkomandi tóbaksvöru.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr. Greinin tekur gildi 11. jan. 2028 skv. 18. gr. s.l.
[6. gr. c. Merking og umbúðir.
Á hverjum einingarpakka sem inniheldur tóbaksvöru og öllum ytri umbúðum skulu vera viðvörunarmerkingar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Viðvörunarmerkingar skulu vera á íslensku. Tóbaksvöru má því aðeins hafa til sölu eða dreifingar að skráðar séu viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðir hennar. Viðvörunarmerkingar skulu vera óafmáanlegar og að fullu sýnilegar.
Óheimilt er að hafa á einingarpökkum og öllum ytri umbúðum og á tóbaksvörunni sjálfri merkingar, hvort sem það er texti, heiti, vörumerki, myndir og myndræn eða annars konar tákn, sem:
   a. veita upplýsingar um nikótín-, tjöru- eða kolsýringsinnihald tóbaksvörunnar,
   b. koma tóbaksvöru á framfæri eða hvetja til neyslu hennar með því að skapa ranga hugmynd um eiginleika hennar, áhrif á heilbrigði, áhættu eða losun,
   c. gefa í skyn að tilteknar tóbaksvörur séu síður skaðlegar en aðrar eða að þær miði að því að draga úr áhrifum einhverra skaðlegra innihaldsefna í reyk eða hafi eiginleika sem auka lífsþrótt og orku, lækningamátt, yngjandi eða náttúrulega eiginleika, séu lífrænar eða hafi annan ávinning fyrir heilbrigði eða lífsstíl,
   d. vísa til bragðs, lyktar, hvers kyns bragðefna eða annarra aukefna eða að þau séu ekki fyrir hendi,
   e. gera vöruna líka matvælum eða snyrtivöru,
   f. gefa til kynna að tiltekin tóbaksvara hafi aukinn lífbrjótanleika eða annan umhverfislegan ávinning,
   g. gefa til kynna efnahagslegan ávinning með því að láta prentaða afsláttarmiða fylgja, bjóða afslátt, ókeypis dreifingu eða hvers kyns tilboð.
Óheimilt er að setja jurtavörur til reykinga á markað hér á landi nema einingarpakkar og ytri umbúðir þeirra séu með viðvörunarmerkingu í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Einingarpakkar og ytri umbúðir jurtavara til reykinga mega ekki innihalda þætti eða einkenni skv. a-, b-, c- og e-lið 2. mgr. og skulu ekki gefa til kynna að varan sé laus við aukefni eða bragðefni.
Framleiðendur og innflytjendur standa straum af kostnaði við merkingar samkvæmt grein þessari og reglugerðum settum með stoð í henni.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um viðvörunarmerkingar og útlit einingarpakka og ytri umbúða samkvæmt ákvæði þessu, þar á meðal um viðvörunartexta, viðvörunarmyndir, letur og leturstærð, þyngd pakkninga, stærð þeirra og lögun.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr. Greinin tekur gildi 11. jan. 2025 skv. 18. gr. s.l.
[6. gr. d. Rekjanleiki.
Einingarpakkar sem innihalda tóbaksvörur og settir eru á markað hér á landi skulu merktir með einkvæmu auðkenni. Einkvæma auðkennið skal prentað þannig eða fest að ekki sé hægt að fjarlægja það. Það skal vera óafmáanlegt og ekki falið eða rofið á neinn hátt, þ.m.t. með tollborðum eða verðmerkingum eða með því að opna einingarpakkann.
Með einkvæmu auðkenni skal m.a. skráður framleiðslustaður og framleiðslutími vörunnar ásamt vörulýsingu hennar og fyrirhugaðri flutningsleið og smásölumarkaði.
ÁTVR tilnefnir útgefanda auðkenna sem ber ábyrgð á að búa til og gefa út einkvæmt auðkenni. Ráðherra er heimilt með reglugerð að fela öðrum aðila að tilnefna útgefanda auðkenna.
Ráðherra skal setja reglugerð um nánari útfærslu á grein þessari, svo sem hvaða atriði er varða vöruna skulu skráð með einkvæmu auðkenni, hvaða upplýsingar skulu aðgengilegar á rafrænu formi með tengingu við einkvæma auðkennið og hvaða kröfur eru gerðar til útgefanda auðkenna, merkingar vöru með einkvæmu auðkenni og sannprófun á því.
Framleiðendur og innflytjendur standa straum af kostnaði við merkingu tóbaksvara með einkvæmu auðkenni samkvæmt grein þessari og reglugerðum settum með stoð í henni.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr. Greinin tekur gildi 11. maí 2025 skv. 18. gr. s.l.
[6. gr. e. Skráning.
Allir rekstraraðilar sem eiga aðild að viðskiptum með tóbaksvörur, frá framleiðanda til síðasta rekstraraðila áður en varan kemur á fyrsta smásölustað, skulu skrá komu allra einingarpakka sem þeir fá í sína vörslu. Sama skráningarskylda hvílir á þeim við milliflutninga og þegar einingarpakkarnir fara úr vörslu þeirra. Rekstraraðila er heimilt að uppfylla skráningarskyldu samkvæmt ákvæði þessu með því að merkja og skrá allar heildarpakkningar tóbaksvara, svo sem karton, kassa utan um karton eða vörubretti, að því tilskildu að ÁTVR telji að áfram verði mögulegt að rekja feril og slóð allra einingarpakka.
Öllum einstaklingum og lögaðilum sem taka þátt í aðfangakeðju tóbaksvara er skylt að halda alhliða og nákvæmar skrár yfir viðskipti með viðkomandi tóbaksvörur.
Framleiðendum tóbaksvara er skylt að útvega öllum rekstraraðilum sem eiga aðild að viðskiptum með tóbaksvörur, allt frá framleiðanda til síðasta rekstraraðila áður en tóbaksvaran kemur að fyrsta smásölustað, þ.m.t. innflytjendum, vörugeymslum og flutningafyrirtækjum, búnað sem er nauðsynlegur til skráningar á þeim tóbaksvörum sem eru keyptar, seldar, geymdar, fluttar eða meðhöndlaðar með öðrum hætti. Þessi búnaður skal geta lesið og sent gögn rafrænt í gagnageymsluaðstöðu, sbr. 4. mgr.
Eingöngu er heimilt að setja tóbaksvörur á markað hér á landi svo fremi að framleiðendur og innflytjendur þeirra hafi samið um gagnageymslu við óháðan þriðja aðila í þeim tilgangi að sjá um gagnageymsluaðstöðu fyrir öll viðeigandi gögn.
Ráðherra skal í reglugerð mæla fyrir um rekjanleikakerfi sem rekur ferli og slóð tóbaksvara, þ.m.t. merkingu með einkvæmu auðkenni, skráningu, sendingu, vinnslu og geymslu gagna og aðgang að gögnum í geymslu. Ráðherra skal í reglugerð jafnframt kveða á um nánari útfærslu á þessari grein, svo sem um kröfur og framkvæmd varðandi skráningu tóbaksvara og ákvæði varðandi gagnageymslu, svo sem lykilþætti samninga um gagnageymslu.
Framleiðendur tóbaksvara standa straum af kostnaði við búnað til skráningar á tóbaksvörum, sbr. 3. mgr. Framleiðendur og innflytjendur skulu bera allan kostnað í tengslum við rekjanleikakerfi, gagnageymslu og gagnageymsluaðstöðu samkvæmt grein þessari og reglugerðum settum með stoð í henni.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr. Greinin tekur gildi 11. maí 2025 skv. 18. gr. s.l.
[6. gr. f. Öryggisþáttur.
Allir einingarpakkar sem innihalda tóbaksvörur og settir eru á markað hér á landi skulu vera merktir með öryggisþætti sem samanstendur af sýnilegum og ósýnilegum þáttum. Öryggisþátturinn skal prentaður þannig eða festur að ekki sé hægt að fjarlægja hann, hann skal vera óafmáanlegur og ekki falinn eða rofinn á neinn hátt.
Ráðherra skal í reglugerð kveða á um nánari útfærslu á þessari grein, svo sem um kröfur varðandi öryggisþætti, af hvaða þáttum öryggisþáttur skal samanstanda og tæknistaðla fyrir öryggisþætti. Ráðherra getur í reglugerð mælt fyrir um að heimilt sé að nota tollborða, sem uppfylla tæknistaðla og virkni samkvæmt reglugerð, sem öryggisþátt.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr. Greinin tekur gildi 11. maí 2025 skv. 18. gr. s.l.
[6. gr. g. Tilkynning um nýjar tóbaksvörur.
Framleiðendur og innflytjendur, sem hyggjast setja nýjar tóbaksvörur á markað hér á landi, skulu senda ÁTVR tilkynningu um það sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð. Tilkynningin skal lögð fram rafrænt og henni skal fylgja ítarleg lýsing á tóbaksvörunni ásamt leiðbeiningum um neyslu hennar og upplýsingum um innihaldsefni og losun í samræmi við lög þessi. Leggja skal fram nýja tilkynningu fyrir hverja umtalsverða breytingu á tóbaksvörunni og sker ÁTVR úr um hvort breyting telst umtalsverð. Óheimilt er að flytja inn eða selja nýja tóbaksvöru sem ekki hefur verið tilkynnt í samræmi við ákvæði þetta og reglugerðir settar með stoð í því og samþykkt af ÁTVR.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um tilkynningu skv. 1. mgr., m.a. um hvaða upplýsingar skulu fylgja með tilkynningu, skyldu framleiðenda og innflytjenda til að framkvæma prófanir á viðkomandi tóbaksvöru eða leggja fram viðbótarupplýsingar um tóbaksvöruna, móttöku tilkynninga og geymslu og meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem fylgja tilkynningunni.
ÁTVR er heimilt að taka gjald fyrir móttöku tilkynninga til að standa undir kostnaði við móttöku þeirra og geymslu og meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem stofnunin tekur við. Ráðherra setur gjaldskrá vegna tilkynninga að fengnum tillögum frá ÁTVR. Gjaldskráin skal taka mið af kostnaði.
ÁTVR birtir á vef sínum upplýsingar um þær vörur sem uppfyllt hafa skilyrði um tilkynningu skv. 1. mgr.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr.
[6. gr. h. Fjarsala tóbaksvöru yfir landamæri.
Fjarsala tóbaksvöru til neytenda yfir landamæri Íslands er óheimil.]1)
   1)L. 110/2023, 6. gr.
7. gr. [Auglýsingar.]1)
Hvers konar auglýsingar á tóbaki, [jurtavörum til reykinga, vörum sem falla undir lög þessi]1) og reykfærum eru bannaðar hér á landi. [Þetta nær þó ekki til upplýsinga um tóbaksvöru sem miðlað er til þeirra sem selja tóbak í heildsölu eða smásölu enda sé þess gætt að upplýsingarnar séu ekki aðgengilegar neytendum eða öðrum. Sama á við um auglýsingar í ritum sem prentuð eru og gefin út utan Evrópska efnahagssvæðisins enda séu þau fyrst og fremst ætluð til dreifingar utan svæðisins og megintilgangur þeirra ekki að auglýsa tóbaksvörur. Þá er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heimilt, þrátt fyrir ákvæði 1. málsl., að gefa út og birta skrá yfir skaðleg efni í tóbaksvörum.]2)
Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu og í myndskreytingu á varningi. [Bannað er jafnframt að flytja inn, framleiða og selja leikföng eða sælgæti sem er eftirlíking af sígarettum, vindlum eða reykjarpípum.]2)
1)
Óheimilt er að setja á markað hér á landi tóbak undir vörumerkjum sem eru þekkt sem eða notuð sem merki fyrir aðra vöru eða þjónustu.
Hvers kyns framlög til viðburða eða starfsemi sem miða að því eða hafa þau beinu eða óbeinu áhrif að kynna tóbak eru bönnuð.
Tóbaki og vörumerkjum tóbaks skal komið þannig fyrir á [smásölustöðum]1) að það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum. [Sérverslunum með tóbak, þ.e. verslunum sem einkum hafa tóbak og reykfæri á boðstólum, er þó heimilt að koma tóbaki og vörumerkjum tóbaks þannig fyrir innan verslunar að það sé sýnilegt viðskiptavinum þegar inn í verslunina er komið.]3)
   1)L. 110/2023, 7. gr. 2)L. 33/2009, 2. gr. 3)L. 83/2006, 2. gr.
8. gr. [Sala og afhending.]1)
Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára.
2)
Bannað er að selja tóbak úr sjálfsölum.
Ekki er heimilt að selja sígarettur í minna magni en heilum 20 stykkja pökkum.
Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.
Ekki má selja tóbak í skólum, stofnunum fyrir börn og unglinga eða á heilbrigðisstofnunum.
Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja tóbak. Heilbrigðisnefnd á viðkomandi eftirlitssvæði getur veitt tímabundna undanþágu frá þessu ákvæði um aldurstakmark. [Ráðherra]3) setur í reglugerð4) að fenginni umsögn Vinnueftirlits ríkisins nánari ákvæði um undanþágur um aldurstakmark.
1)
1)
1)
[Til að selja tóbak í smásölu þarf sérstakt leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði. Til reksturs sérverslunar með tóbak þarf jafnframt sérstakt leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði. Auðkenna skal sérverslun með tóbak sérstaklega. [Leyfi samkvæmt þessari grein skal bundið tilgreindum sölustað, veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt lögaðila sem fullnægir skilyrðum reglugerðar um leyfisveitingar, sbr. 7. málsl.]1) Heimilt er sveitarfélögum að innheimta gjald fyrir leyfi og eftirlit með starfsemi leyfishafa að fenginni umsögn heilbrigðisnefnda. Um gjaldtöku fer samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Ráðherra er heimilt í samráði við [ráðherra er fer með málefni mengunarvarna]5) að setja í reglugerð6) nánari ákvæði um leyfisveitingu samkvæmt þessari grein, m.a. um [skilyrði fyrir leyfisveitingu um smásölu tóbaks sem talin eru nauðsynleg til að tryggja öryggi og eftirlit með atvinnustarfseminni],1) umbúnað sérverslana með tóbak, hvernig þær skuli auðkenndar og hvernig koma megi tóbaki og vörumerkjum tóbaks fyrir á [smásölustöðum]1) og í sérverslunum.]7)
Þeim sem selur tóbak í heildsölu er óheimilt að selja eða afhenda tóbak öðrum en þeim sem hafa leyfi til að selja tóbak í smásölu samkvæmt lögum þessum.
[ÁTVR birtir á vef sínum upplýsingar um þá sem hafa leyfi til smásölu tóbaksvara. Útgefendum leyfa er skylt að tilkynna ÁTVR um útgefin og niðurfelld leyfi.]1)
   1)L. 110/2023, 8. gr. 2)L. 33/2009, 3. gr. 3)L. 162/2010, 72. gr. 4)Rg. 326/2007. 5)L. 126/2011, 338. gr. 6)Rg. 325/2007. 7)L. 83/2006, 3. gr.

III. kafli. Takmörkun á tóbaksreykingum.
9. gr.
[Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf. Sama gildir um tilsvarandi svæði utan húss séu þau ekki nægilega opin til að tryggja viðunandi loftstreymi.]1)
1)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má leyfa reykingar í tilteknum gistiherbergjum á hótelum og gistiheimilum. Í gistiskálum má hvorki leyfa reykingar í herbergjum né svefnskálum.
Þar sem reykingar eru leyfðar samkvæmt grein þessari skal séð fyrir loftræstingu sem fullnægir kröfum heilbrigðiseftirlits og þess gætt að reykingarnar mengi ekki andrúmsloftið þar sem þær eru ekki leyfðar.
1)
[Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð,2) í samráði við [ráðherra er fer með framkvæmd löggjafar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald]3) og [ráðherra er fer með málefni mengunarvarna],3) nánari ákvæði um reykingar á gististöðum og um framkvæmd banns við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, m.a. hvað varðar svæði utan dyra, sbr. 1. mgr.]1)
Tóbaksreykingar eru bannaðar í öllu húsrými í sameign fjöleignarhúsa.
Ráðherra skal í samráði við [ráðherra er fer með íþróttamál]3) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setja reglur2) um takmarkanir á tóbaksneyslu utan húss á íþróttasvæðum.
   1)L. 83/2006, 4. gr. 2)Rg. 326/2007. 3)L. 126/2011, 338. gr.
10. gr.
Tóbaksreykingar eru með öllu óheimilar:
   1. Í grunnskólum, vinnuskólum sveitarfélaga, á leikskólum, hvers konar dagvistum barna og í húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa barna og unglinga.
   2. Á opinberum samkomum innan húss sem einkum eru ætlaðar börnum eða unglingum.
   3. Í framhaldsskólum og sérskólum.
   4. Á heilsugæslustöðvum, á læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta. Það á þó ekki við íbúðarherbergi vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum en þar er þó skylt að gefa þeim sem ekki reykja kost á reyklausum íbúðarherbergjum.
   5. Á sjúkrahúsum. Þó má leyfa reykingar sjúklinga í vissum tilvikum. Ráðherra setur reglugerð1) þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd undanþágunnar.
   6. Í fangelsum. Leyfa má þó reykingar í fangaklefum. Skylt er að gefa þeim sem ekki reykja kost á reyklausum fangaklefum.
Öll önnur tóbaksneysla er jafnframt bönnuð í grunnskólum, vinnuskólum sveitarfélaga, leikskólum, hvers konar dagvistum barna og húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa ungmenna. Sama gildir um allar samkomur sem einkum eru ætlaðar ungmennum.
Forstöðumenn allra annarra opinberra stofnana en um getur í 1. mgr. skulu í samráði við starfsfólk gera áætlun um bann við reykingum innan viðkomandi stofnunar sem kemur til framkvæmda eigi síðar en fyrir lok ársins 2000. Innan sérhverrar stofnunar skal þó heimilt að gera ráð fyrir afdrepi þar sem reykingar eru heimilaðar.
   1)Rg. 326/2007.
11. gr.
Forráðamenn húsnæðis, sem almenningur hefur aðgang að en fellur ekki undir 9. og 10. gr. laga þessara, geta sjálfir ákveðið að takmarka reykingar í húsnæðinu. Skal slíkt látið greinilega í ljós á staðnum og tilkynnt heilbrigðisnefnd eða Vinnueftirliti ríkisins eftir því sem við á skv. 1. mgr. 18. gr. og gilda þá ákvæði þessara laga þar sem við á.
12. gr.
[Með þeirri undantekningu sem leiða kann af 3. mgr. 9. gr. skal hver maður eiga rétt á reyklausu andrúmslofti innan dyra á vinnustað sínum og vinnuveitandi hans sjá til þess að hann njóti þess réttar.]1)
[Ráðherra]2) skal setja reglur3) í samráði við …2) [ráðherra er fer með framkvæmd löggjafar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald]4) um takmarkanir á reykingum á vinnustöðum, þar á meðal í skipum, í samræmi við 1. mgr. og með tilliti til 1. gr. laga þessara.
   1)L. 83/2006, 5. gr. 2)L. 162/2010, 72. gr. 3)Rg. 326/2007. 4)L. 126/2011, 338. gr.
13. gr.
Tóbaksreykingar eru óheimilar í almenningsfarartækjum sem rekin eru gegn gjaldtöku.
Heimilt er forráðamönnum [loftfara]1) að leyfa reykingar í hluta farþegarýmis í atvinnuflugi milli landa án viðkomu á Íslandi. Þess skal þó ávallt gætt að óþægindi skapist ekki fyrir þá sem ekki reykja.
   1)L. 80/2022, 265. gr.

IV. kafli. Fræðslustarfsemi.
14. gr.
[Það ráðuneyti er fer með fræðslumál]1) skal í samráði við [ráðuneytið]2) og [landlækni]3) sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla í því skyni að draga úr tóbaksneyslu:
   1. Í skólum landsins. Sérstök áhersla skal lögð á slíka fræðslu í grunnskólum og skólum þeim sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum.
   2. Í fjölmiðlum.
Fræðsla um áhrif tóbaksneyslu og leiðir til að draga úr henni skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
   1)L. 126/2011, 338. gr. 2)L. 162/2010, 72. gr. 3)L. 28/2011, 15. gr.

V. kafli. [Þvingunarúrræði o.fl.]1)
   1)L. 110/2023, 13. gr.
15. gr. [Heimild til skoðunar og upplýsingaskylda.
ÁTVR getur krafið framleiðendur, innflytjendur og aðra er lög þessi taka til um upplýsingar og gögn til að sinna eftirliti samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum með stoð í þeim við athugun einstakra mála. Upplýsinga er hægt að krefjast munnlega eða skriflega og skulu þær veittar innan hæfilegs frests sem stofnunin ákveður.
ÁTVR getur krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal tollyfirvöldum, óháð þagnarskyldu þeirra.
ÁTVR er heimilt að skoða tóbaksvöru og aðra vöru, sem fellur undir lög þessi og reglugerðir settar með stoð í þeim, hjá rekstraraðilum og smásöluaðilum, hvort sem það er á framleiðslustað, í vörugeymslu, hjá flutningafyrirtækjum, í heildsölu eða smásölu, og taka sýnishorn af vörunni til rannsóknar.
Rekstrar- eða smásöluaðili ber kostnað vegna þeirra sýnishorna sem tekin eru til rannsóknar skv. 3. mgr. Að lokinni rannsókn skal sýnishornum skilað eða þeim eytt með öruggum hætti eftir atvikum.]1)
   1)L. 110/2023, 10. gr.
16. gr. [Áminning, úrbætur og dagsektir.
Til að tryggja eftirfylgni við ákvæði laga þessara er ÁTVR heimilt að veita þeim áminningu sem ekki fer eftir ákvæðum laganna. Jafnframt skal veita hæfilegan frest til úrbóta ef þeirra er þörf.
Ef aðili sinnir ekki fyrirmælum innan tiltekins frests er ÁTVR heimilt að ákveða honum dagsektir þar til úr er bætt og er hámark þeirra 500.000 kr. á dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. höfð hliðsjón af umfangi og alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi yfir og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Ákvarðanir um dagsektir eru aðfararhæfar. Sé sekt samkvæmt þessari grein ekki greidd innan 30 daga frá ákvörðun viðkomandi stjórnvalds skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Óinnheimtar dagsektir sem lagðar eru á fram að efndadegi falla ekki niður þótt aðili efni síðar viðkomandi kröfu nema viðkomandi stjórnvald ákveði það sérstaklega. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.]1)
   1)L. 110/2023, 11. gr.
[16. gr. a. Innköllun og bann við sölu.
ÁTVR getur bannað innflutning eða sölu tóbaksvöru eða annarrar vöru ef hún uppfyllir ekki skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
ÁTVR getur fyrirskipað innköllun eða að vara sé tekin af markaði ef hún uppfyllir ekki skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
Torveldi rekstrar- eða smásöluaðili sannanlega rannsókn eða eftirlit ÁTVR eða gefur stofnuninni vísvitandi rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um tóbaksvöru eða aðra vöru sem fellur undir lög þessi getur ÁTVR bannað sölu og innkallað vöruna þangað til rannsókn er lokið.
ÁTVR getur krafist þess að rekstraraðili eða smásöluaðili fargi viðkomandi vöru með öruggum hætti eða innkalli hana og geymi þar til bætt hefur verið úr ágöllum.
Rekstrar- eða smásöluaðili ber allan kostnað af innköllun vöru. Sé vara ekki í samræmi við settar reglur skal hann bera kostnað sem hlýst af skoðun, rannsókn, geymslu og prófun, svo og annan kostnað.]1)
   1)L. 110/2023, 12. gr.
[16. gr. b. Aðstoð lögreglu.
ÁTVR getur leitað aðstoðar lögreglu ef með þarf við framkvæmd þvingunarúrræða.]1)
   1)L. 110/2023, 12. gr.
[16. gr. c. Gjaldtaka.
ÁTVR er heimilt að innheimta gjald fyrir kostnað sem hlýst af:
   a. sannprófun á mælingum á losun tóbaksvara, sbr. 6. gr.,
   b. móttöku, geymslu, meðhöndlun, greiningu og birtingu upplýsinga sem framleiðendum og innflytjendum er skylt að veita samkvæmt lögum þessum, sbr. 6. gr. a og 15. gr.,
   c. mati á því hvort tóbaksvara hafi einkennandi bragð, hvort notuð séu bönnuð aukefni eða bragðefni og hvort tóbaksvara innihaldi aukefni í magni sem eykur, umtalsvert og mælanlega, eiturhrif eða ávanabindandi áhrif eða CMR-eiginleika viðkomandi tóbaksvöru, sbr. 6. gr. b,
   d. eftirliti með því að merkingar og umbúðir tóbaksvara og jurtavara til reykinga séu í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim, sbr. 6. gr. c,
   e. móttöku, geymslu, rannsókn og eftir atvikum eyðingu á sýnishorni af vöru til að meta innihaldsefni, eiginleika og áhrif hennar eða að öðrum ákvæðum laga þessara sé fylgt, svo sem um merkingar og umbúðir, sbr. 6. gr. a og 15. gr.,
   f. eftirliti með því að kröfum laganna og reglugerða settra með stoð í þeim um rekjanleika tóbaksvara skv. 6. gr. d, skráningu tóbaksvara skv. 6. gr. e og öryggisþátt skv. 6. gr. f sé fullnægt,
   g. móttöku tilkynninga um nýjar tóbaksvörur og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem fylgja tilkynningunni, sbr. 6. gr. g,
   h. innköllun eða haldlagningu vöru og eftir atvikum geymslu hennar eða förgun, sbr. 16. gr. a og 19. gr. a.
Ráðherra setur, að fengnum tillögum ÁTVR, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni sem stofnuninni er falið að annast samkvæmt lögum þessum. Fjárhæð gjalds skal taka mið af þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þjónustuna og framkvæma einstök verkefni. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður. Gjaldskrá skal birt í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi.]1)
   1)L. 110/2023, 12. gr.

VI. kafli. Eftirlit og viðurlög.
17. gr. [Eftirlit heilbrigðisnefnda.]1)
Heilbrigðisnefndir, undir yfirumsjón [Umhverfisstofnunar],2) hafa eftirlit með [smásölustöðum]1) tóbaks og fylgjast með því í umdæmi sínu að virt séu ákvæði II. kafla laga þessara um merkingar [og umbúðir tóbaksvara sem seldar eru í smásölu],1) auglýsingar og sölu tóbaks.
[Nú er brotið gegn ákvæðum II. kafla og ekki farið að fyrirmælum heilbrigðisnefndar og getur þá nefndin beitt sömu úrræðum og talin eru upp í V. og VI. kafla sem og þeim úrræðum sem talin eru upp í XVII.–XIX. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.]1)
Brjóti leyfishafi skv. 8. gr. gegn ákvæðum þeirrar greinar getur heilbrigðisnefnd á viðkomandi eftirlitssvæði að undangenginni áminningu svipt hann leyfinu. Við ítrekað brot ber heilbrigðisnefnd að svipta hann leyfinu og eins ef brot er stórfellt.
[Ákvarðanir heilbrigðisnefndar sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.]3)
   1)L. 110/2023, 14. gr. 2)L. 164/2002, 27. gr. 3)L. 131/2011, 31. gr.
18. gr.
Heilbrigðisnefndir, Vinnueftirlit ríkisins [og Samgöngustofa]1) hafa, eftir því sem við á, eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laga þessara í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir.
Ráðherra setur í reglugerð2) nánari ákvæði um framkvæmd eftirlitsins.
   1)L. 59/2013, 20. gr. 2)Rg. 326/2007.
19. gr. [Viðurlög, saknæmi, tilraun og hlutdeild.
Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara.
Um tilraun til brots eða hlutdeild gilda ákvæði almennra hegningarlaga.]1)
   1)L. 110/2023, 15. gr.
[19. gr. a. Haldlagning.
ÁTVR getur lagt hald á tóbaksvöru eða aðra vöru sem fellur undir lög þessi sem ekki uppfyllir skilyrði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim og fargað vörunni á kostnað handhafa hennar.]1)
   1)L. 110/2023, 16. gr.
[19. gr. b. Stjórnvaldssektir.
ÁTVR getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim og ákvörðunum eftirlitsaðila.
Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10.000 kr. til 10 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á lögaðila geta numið frá 25.000 kr. til 25 millj. kr.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara innan þess ramma sem ákveðinn er í 2. mgr.
Hafi fjárhæð sekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun sekta m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi yfir, samstarfsvilja hins brotlega og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun ÁTVR um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.]1)
   1)L. 110/2023, 16. gr.
[19. gr. c. Kæra til lögreglu.
ÁTVR er heimilt að kæra brot til lögreglu.
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur ÁTVR hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber ÁTVR að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur ÁTVR á hvaða stigi sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ekki um ákvörðun skv. 1. mgr. um að kæra brot til lögreglu.
ÁTVR er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. ÁTVR er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta ÁTVR í té upplýsingar og gögn sem aflað hefur verið og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum viðkomandi stjórnvalds sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi, sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum, getur hann sent eða endursent málið til ÁTVR til meðferðar og ákvörðunar.]1)
   1)L. 110/2023, 16. gr.
20. gr.
Það varðar mann sektum haldi hann áfram að reykja í húsakynnum eða farartæki þar sem bannað er að reykja skv. 9., 10. og 13. gr., sbr. einnig 11. gr., enda hafi umráðamaður húsakynna eða stjórnandi farartækis eða fulltrúi þeirra veitt honum áminningu.
Sömu aðilar geta vísað hinum brotlega úr farartækinu eða húsakynnum láti hann ekki segjast.

[VII. kafli. Reglugerð og innleiðing.]1)
   1)L. 110/2023, 17. gr.
[20. gr. a. Reglugerðarheimild.
Ráðherra setur í reglugerðir nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. um:
   1. hámarksgildi losunar úr öðrum tóbaksvörum en sígarettum, sbr. 1. mgr. 6. gr.,
   2. mæliaðferðir og skilyrði sem rannsóknastofa þarf að uppfylla við mælingar á losun, sbr. 2. mgr. 6. gr.,
   3. forgangsskrá, sbr. 7. mgr. 6. gr. a,
   4. upplýsingaskyldu og skýrslugjöf framleiðenda og innflytjenda um innihaldsefni og losun, sbr. 9. mgr. 6. gr. a,
   5. aukefni sem valda eitur- eða ávanabindandi áhrifum, sbr. 5. mgr. 6. gr. b,
   6. viðvörunarmerkingar og útlit einingarpakka og ytri umbúða, sbr. 5. mgr. 6. gr. c,
   7. rekjanleika, sbr. 4. mgr. 6. gr. d,
   8. rekjanleikakerfi, skráningu og gagnageymslu, sbr. 5. mgr. 6. gr. e,
   9. öryggisþætti, sbr. 2. mgr. 6. gr. f,
   10. tilkynningar um nýjar tóbaksvörur, sbr. 2. mgr. 6. gr. g,
   11. undanþágur um aldurstakmark, sbr. 7. mgr. 8. gr.,
   12. takmarkanir á tóbaksneyslu utan húss á íþróttasvæðum, sbr. 8. mgr. 9. gr.,
   13. takmarkanir á tóbaksneyslu á sjúkrahúsum, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 10. gr.,
   14. framkvæmd eftirlits, sbr. 2. mgr. 18. gr.
Þá er ráðherra heimilt að setja í reglugerðir nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. um:
   1. fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits ÁTVR, sbr. 6. mgr. 5. gr.,
   2. verkefni landlæknis á sviði tóbaksvarna, sbr. 4. mgr. 5. gr. a,
   3. verkefni heilbrigðisnefnda, m.a. um fyrirkomulag og framkvæmd leyfisveitinga og eftirlits, sbr. 2. mgr. 5. gr. b,
   4. hámarksgildi losunar úr sígarettum til lækkunar, sbr. 1. mgr. 6. gr.,
   5. útfærslu á sýnishornum og prófunum sem nauðsynlegar eru taldar til að meta innihaldsefni, eiginleika og áhrif tóbaksvöru, sbr. 4. mgr. 6. gr. a,
   6. hvaða aðrar tóbaksvörur sé óheimilt að setja á markað með einkennandi bragði en fram koma í 1. mgr. 6. gr. b, sbr. 2. mgr. 6. gr. b,
   7. tilnefningu útgefanda auðkenna, sbr. 3. mgr. 6. gr. d,
   8. notkun tollborða sem öryggisþáttar, sbr. 2. mgr. 6. gr. f,
   9. leyfisveitingar, sbr. 11. mgr. 8. gr.,
   10. takmarkanir á tóbaksreykingum, sbr. 6. mgr. 9. gr.,
   11. fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara, sbr. 3. mgr. 19. gr. b.
Ráðherra er heimilt að birta sem reglugerð framkvæmdarreglur Evrópusambandsins, framkvæmdarákvarðanir og aðrar afleiddar gerðir framkvæmdastjórnarinnar um tóbaksvarnir og tóbaksvörur, með aðlögun vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.]1)
   1)L. 110/2023, 17. gr.
[20. gr. b. Innleiðing.
Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum með áorðnum breytingum:
   1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB frá 3. apríl 2014 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2022 frá 4. febrúar 2022.
   2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB frá 10. október 2014 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB með því að taka saman safn af myndaviðvörunum til að nota á tóbaksvörur eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2022 frá 4. febrúar 2022.]1)
   1)L. 110/2023, 17. gr.
21. gr.1)
   1)L. 88/2008, 233. gr.