Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Umhverfisstofnun

2002 nr. 90 15. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2003. Breytt með: L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 36/2011 (tóku gildi 19. apríl 2011; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2000/60/EB, 2006/118/EB, 2008/105/EB, 2009/90/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013). L. 55/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014). L. 60/2013 (tóku gildi 15. nóv. 2015). L. 100/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021 nema 5. mgr. 53. gr. og 79. gr. sem tóku gildi 23. júlí 2020; EES-samningurinn: sjá 110. gr.).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Ríkið starfrækir stofnun sem nefnist Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu en getur rekið hluta af starfsemi sinni annars staðar á landinu.
Hlutverk stofnunarinnar er:
   a. að annast starfsemi sem Hollustuvernd ríkisins er falin samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, með síðari breytingum, …1) lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, með síðari breytingum, lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum, lögum nr. 74/1984, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, …2) sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum, lögum nr. 17/2000, um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, og lögum nr. 75/2000, um brunavarnir,
   b. [að annast verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum um náttúruvernd],3) lögum nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, með síðari breytingum, lögum nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, með síðari breytingum, lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, með síðari breytingum, lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, með síðari breytingum, lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, með síðari breytingum, lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, með síðari breytingum, og lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, með síðari breytingum,
   c. að annast starfsemi sem embætti veiðistjóra er falin samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum,
   d. að annast starfsemi hreindýraráðs samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum,
   e.4)
   [f. að annast verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum um stjórn vatnamála].5)
   1)L. 167/2007, 50. gr. 2)L. 100/2020, 112. gr. 3)L. 60/2013, 95. gr. 4)L. 157/2012, 14. gr. 5)L. 36/2011, 32. gr.
2. gr.
Við stofnunina starfar forstjóri skipaður af [ráðherra]1) til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa háskólamenntun og þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Forstjóri fer með stjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar.
Stofnuninni er skipt í fagsvið og starfar forstöðumaður yfir hverju sviði. Forstöðumenn skulu hafa háskólamenntun og sérþekkingu eða starfsreynslu á viðkomandi sviði. Forstjóri ræður forstöðumenn. Einn forstöðumanna gegnir starfi staðgengils forstjóra. Forstjóri ræður jafnframt annað starfsfólk stofnunarinnar.
Ráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum forstjóra, nánari ákvæði um skipulag stofnunarinnar.
   1)L. 126/2011, 348. gr.
3. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.
4. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
   1. Starfsmenn stofnana sem sinnt hafa þeim verkefnum sem munu heyra undir Umhverfisstofnun samkvæmt lögum þessum skulu eiga forgangsrétt til starfa þar á fyrsta starfsári stofnunarinnar. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessum tölulið.
   2. Þegar lög þessi hafa verið samþykkt skal umhverfisráðherra skipa starfshóp sem í eiga sæti auk fulltrúa ráðuneytisins forstjóri Hollustuverndar ríkisins, forstjóri Náttúruverndar ríkisins og veiðistjóri. Starfshópurinn skal undirbúa gildistöku laganna.
   3. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal forstjóri Umhverfisstofnunar skipaður frá 1. ágúst 2002 og skal hann frá þeim tíma taka þátt í starfshópi skipuðum skv. 2. tölul.