Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráđherra, alţingismanna og hćstaréttardómara, međ síđari breytingum, og breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóđ starfsmanna ríkisins, međ síđari breytingum
2009 nr. 12 11. mars
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 25. apríl 2009.
I. kafli. Afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráđherra, alţingismanna og hćstaréttardómara.
1. gr.
Lög nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráđherra, alţingismanna og hćstaréttardómara, sbr. lög nr. 169/2008 um breytingu á lögum nr. 141/2003, falla úr gildi.
2. gr.
Ţrátt fyrir ákvćđi 1. gr. skulu ákvćđi laga nr. 141/2003 halda gildi sínu gagnvart hćstaréttardómurum sem skipađir hafa veriđ í Hćstarétt fyrir gildistöku laga ţessara sem og núverandi forseta Íslands.
3. gr.
Nú hefur mađur öđlast eftirlaunarétt samkvćmt lögum nr. 141/2003 og heldur hann ţá ţegar áunnum réttindum.
Nú gegnir sá sem fćr greidd eftirlaun samkvćmt lögum nr. 141/2003, eđa samkvćmt eldri lögum er giltu um eftirlaun alţingismanna og ráđherra fyrir 30. desember 2003, starfi á vegum ríkisins, stofnana ţess eđa félaga í meirihlutaeigu ţess, og koma ţá launagreiđslur fyrir ţađ starf ađ fullu til frádráttar eftirlaunum.
Ţingfararkaup og biđlaunagreiđslur alţingismanna sem ljúka ţingsetu og ráđherra sem láta af störfum í kjölfar kjördags 25. apríl 2009 mynda eftirlaunaréttindi samkvćmt lögum nr. 141/2003.
II. kafli. …
5. gr.
Lög ţessi öđlast gildi 25. apríl 2009.