Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík]1)

2010 nr. 64 22. júní


   1)L. 53/2013, 5. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 24. júní 2010. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 53/2013 (tóku gildi 1. sept. 2013 nema 4. gr. sem tók gildi 12. apríl 2013).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Markmið og tilgangur Nýs Landspítala ohf. er að standa að nauðsynlegum undirbúningi útboðs byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.]1) Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.
1)
Ákvæði laga um hlutafélög gilda um félagið ef ekki er kveðið á um annað í lögum þessum.
   1)L. 53/2013, 1. gr.
2. gr.
[Um fullnaðarhönnun, byggingu og útboð hins nýja spítala skulu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001.]1)
Félaginu skal vera heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Tilgangi félagsins skal nánar lýst í samþykktum þess.
Stjórn félagsins skal eins og unnt er vinna að verkefnum skv. [1. mgr. 1. gr.]1) í samráði og samvinnu við helstu hagsmunaaðila verkefnisins.
[Ráðherra er heimilt að ákveða að tilteknir skýrt afmarkaðir, minni byggingarhlutar, eða byggingar, séu boðnir út í formi langtímaleigu.]1)
   1)L. 53/2013, 2. gr.
3. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Þeir skulu kosnir á aðalfundi ár hvert.
Framkvæmdastjóri skal hafa haldgóða menntun eða reynslu af sambærilegum verkefnum.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða. Þeir mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga eða gjaldþrotaskipti o.fl.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu hvorki taka þátt í meðferð mála þar sem þeir eiga verulegra hagsmuna að gæta né mála er varða aðila sem eru þeim tengdir persónulega eða fjárhagslega.
4. gr.
Hlutafé félagsins við stofnun þess skal vera 20 milljónir króna og greiðast úr ríkissjóði.
5. gr.1)
   1)L. 53/2013, 3. gr.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
[Ákvæði til bráðabirgða.
Ráðherra er heimilt að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna undirbúnings útboðs fullnaðarhönnunar.]1)
   1)L. 53/2013, 4. gr.