Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um íslensk landshöfuđlén
2021 nr. 54 27. maí
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 11. júní 2021. Breytt međ:
L. 70/2022 (tóku gildi 1. sept. 2022 nema 4. mgr. 86. gr. sem tók gildi 13. júlí 2022).
Ef í lögum ţessum er getiđ um ráđherra eđa ráđuneyti án ţess ađ málefnasviđ sé tilgreint sérstaklega eđa til ţess vísađ, er átt viđ háskóla-, iđnađar- og nýsköpunarráđherra eđa háskóla-, iđnađar- og nýsköpunarráđuneyti sem fer međ lög ţessi. Upplýsingar um málefnasviđ ráđuneyta skv. forsetaúrskurđi er ađ finna hér.
I. kafli. Almenn ákvćđi.
1. gr. Markmiđ.
Markmiđ laga ţessara er ađ stuđla ađ öruggum, hagkvćmum og skilvirkum ađgangi ađ íslenskum landshöfuđlénum og styrkja tengsl ţeirra viđ Ísland međ ţví ađ kveđa á um örugga, gagnsćja og skilvirka umsýslu ţeirra.
2. gr. Gildissviđ.
Lög ţessi gilda um rekstur landshöfuđléna sem Íslandi hefur veriđ úthlutađ til notkunar á netinu ásamt nafnaţjónustu fyrir höfuđlén og skráningu léna undir ţeim.
Lög ţessi gilda, eftir ţví sem viđ á, um höfuđléniđ .eu, sbr. 17. gr.
3. gr. Stjórn lénamála.
Ráđherra hefur yfirumsjón međ framkvćmd laga ţessara.
[Fjarskiptastofa]1) sinnir eftirliti skv. 13. gr.
1)L. 70/2022, 110. gr.
4. gr. Orđskýringar.
Í lögum ţessum og reglum settum samkvćmt ţeim er merking eftirtalinna orđa og hugtaka sem hér segir:
1. Almennt höfuđlén er höfuđlén sem ekki hefur veriđ úthlutađ til ríkis eđa landsvćđis.
2. Almennt IP-fjarskiptanet er ţađ sem er í almennu máli kallađ netiđ.
3. Höfuđlén er efsti hluti lénakerfisins og vísar til ţess hluta sem kemur á eftir síđasta punktinum í heiti léns og er samţykkt af ţar til bćrum alţjóđlegum ađila. Höfuđlén skiptast í almenn höfuđlén og landshöfuđlén.
4. IP-fjarskiptanet er fjarskiptanet sem flytur gagnapakka samkvćmt IP-fjarskiptareglu.
5. IP-tala er númer tćkis sem tengt er almennu IP-fjarskiptaneti og úthlutađ hefur veriđ af ţar til bćrum ađila til ađgreiningar frá öđrum tćkjum.
6. Íslenskt landshöfuđlén er höfuđlén sem hefur beina skírskotun til Íslands, t.d. .is.
7. Landshöfuđlén eru ţau höfuđlén sem hafa beina skírskotun til tiltekinna ríkja.
8. Lén er auđkenni í almennum IP-fjarskiptanetum. IP-tala er ađ baki hverju léni.
9. Lénaheitakerfi er stigskipt dreift gagnasafn sem annast fyrirspurnir um lénsheiti.
10. Nafnaţjónn er tölva sem svarar fyrirspurnum um lén.
11. Rétthafaskrá er miđlćg skrá ţar sem fram koma upplýsingar um rétthafa léna, tengiliđi ţeirra og nafnaţjóna.
12. Rétthafi er einstaklingur eđa lögađili sem skráđur er fyrir léni í rétthafaskrá.
13. Skráningarađili er ađili sem getur á grundvelli samnings viđ skráningarstofu séđ um skráningu léna undir íslensku höfuđléni og breytingar á upplýsingum sem tengjast ţví fyrir hönd rétthafa léna.
14. Skráningarstofa er lögađili sem annast og vinnur ađ skráningu léna undir landshöfuđléni tengdu Íslandi og fer međ umsýslu ţess á grundvelli almennrar heimildar.
5. gr. Persónuvernd.
Vinnsla persónuupplýsinga, ţ.e. tengiupplýsinga og kennitalna sem hinn skráđi lćtur í té og skráningarstofa, skráningarađilar eđa ađrir ţeir sem starfa í umbođi skráningarstofu afla sjálfir eđa berast frá ţriđja ađila, er heimil í ţeim tilgangi ađ sinna skyldum samkvćmt lögum ţessum ađ uppfylltum skilyrđum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
II. kafli. Skráningarstofa.
6. gr. Almenn heimild.
Almenn heimild felur í sér réttindi til ađ starfa sem skráningarstofa hér á landi samkvćmt ákvćđum laga ţessara og reglugerđa og reglna sem settar eru samkvćmt ţeim.
Skilyrđi almennrar heimildar til reksturs skráningarstofu hér á landi eru ađ:
a. almennir viđskiptaskilmálar og gjaldskrár sem um ţjónustuna gilda séu ađgengilegar á vef,
b. ákvćđi laga ţessara séu uppfyllt,
c. lögheimili skráningarstofunnar sé á Íslandi,
d. rétthafaskrá og vinnsla hennar sé stađsett á Íslandi,
e. ársreikningar skráningarstofu séu gerđir í samrćmi viđ lög um bókhald og lög um ársreikninga og sendir [Fjarskiptastofu]1) og
f. stjórnarmenn og framkvćmdastjóri séu lögráđa, fjár síns ráđandi og hafi ekki á síđustu ţremur árum í tengslum viđ atvinnurekstur hlotiđ dóm fyrir refsiverđan verknađ samkvćmt almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldţrotaskipti o.fl. eđa lögum um stađgreiđslu opinberra gjalda.
1)L. 70/2022, 110. gr.
7. gr. Tilkynning um starfsemi.
Skráningarstofa skal tilkynna [Fjarskiptastofu]1) um starfsemi sína innan átta vikna frá ţví ađ hún hefur starfsemi.
Tilkynning skráningarstofu skal innihalda upplýsingar sem nauđsynlegar eru til skráningar. Um form og efni tilkynningar skal getiđ í reglugerđ sem ráđherra setur.
[Fjarskiptastofa]1) skal stađfesta skráningu ađila á skrá yfir skráningarstofur innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningar samkvćmt ákvćđi ţessu, enda sé ţađ mat stofnunarinnar ađ skilyrđi 6. gr. séu uppfyllt.
Hyggist skráningarstofa leggja niđur starfsemi, ađ hluta eđa í heild, skal tilkynna ţađ til [Fjarskiptastofu]1) međ minnst 12 vikna fyrirvara.
1)L. 70/2022, 110. gr.
8. gr. Hlutverk skráningarstofu.
Skráningarstofa fer međ daglega umsjón landshöfuđléns eđa léna og skal gegna skyldum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í ţágu almannahagsmuna.
Skráningarstofa skal m.a.:
a. halda rétthafaskrá og geyma eđa taka saman ađrar upplýsingar sem eru nauđsynlegar vegna nafnaţjónustu,
b. reka og halda skrá um nauđsynlega nafnaţjóna fyrir landshöfuđlén og tryggja öryggi ţeirra og högun í samrćmi viđ gćđastađla ţar til bćrs alţjóđlegs ađila,
c. stuđla ađ ţví ađ nauđsynleg nafnaţjónusta fyrir lén rétthafa sé ćtíđ virk og sett upp samkvćmt viđurkenndum stöđlum og reglum ţar til bćrs alţjóđlegs ađila,
d. stuđla ađ skilvirkri svörun viđ fyrirspurnum um undirlén höfuđléns,
e. viđhafa skilvirka vernd gagna,
f. stuđla ađ skilvirkum verkferlum sem uppfylla viđurkennda gćđastađla ţar til bćrs alţjóđlegs ađila,
g. setja reglur um lénaskráningar skv. 9. gr. og framfylgja ţeim,
h. ađstođa stjórnvöld í samrćmi viđ 11. gr. og
i. starfrćkja úrskurđarnefnd, eins til ţriggja manna eftir eđli máls, sem sker úr deilum um lén á grundvelli reglna skráningarstofunnar.
Í rétthafaskrá skv. a-liđ 2. mgr. er heimilt ađ skrá nauđsynlegar upplýsingar í ţeim tilgangi ađ:
a. sannreyna réttmćti skráningar,
b. innheimta ţóknun fyrir ţjónustu eđa
c. senda innskráningarkóđa í símanúmer.
III. kafli. Skráning léna.
9. gr. Skráning léna.
Skráning léna skal vera stafrćn í ţar til gerđu skráningarkerfi á vegum skráningarstofu og í samrćmi viđ reglur hennar, sbr. g-liđ 2. mgr. 8. gr.
Skráningarstofa setur reglur um skráningu léna. Ráđherra getur í reglugerđ sett viđmiđ sem fylgt skal viđ setningu reglnanna, svo sem um gagnsći, jafnrćđissjónarmiđ, réttindi rétthafa, réttindi tengiliđa, hagsmuni notenda o.fl.
Skráningarstofa skal stuđla ađ ţví ađ rétthafar léna séu upplýstir um skilyrđi skráningar léna samkvćmt lögum ţessum. Séu skilyrđi um skráningu léna ekki uppfyllt skal skráningarstofa beina ábendingu um úrbćtur til rétthafa. Sé ábendingum um úrbćtur ekki sinnt skal skráningarstofa fjarlćgja vísanir til lénsins úr nafnaţjónum landshöfuđlénsins ţar til bćtt hefur veriđ úr. Verđi ađili uppvís ađ ţví ađ misnota skráningu léna er skráningarstofu heimilt ađ loka ađgangi hans ađ skráningarkerfi.
Skráningarstofu er heimilt ađ innheimta gjald fyrir ţjónustu.
10. gr. Lokun, lćsing og afskráning léna.
Skráningarstofu er heimilt ađ afskrá lén undir íslensku landshöfuđléni eđa loka léni ef eitt af eftirfarandi á viđ:
a. skráningarupplýsingar lénsins eru augljóslega rangar og/eđa ófullnćgjandi,
b. tćknileg uppsetning er ófullnćgjandi,
c. rétthafi borgar ekki árgjaldiđ eđa
d. vistunarađili vill taka léniđ niđur.
Skráningarstofa skal í ţessum tilvikum leitast viđ ađ senda rétthafa léns áskorun um úrbćtur á skráningarupplýsingum áđur en lén er afskráđ.
Skráningarstofu er heimilt ađ lćsa léni undir íslensku landshöfuđléni ef beiđni ţar um er studd gögnum um međferđ máls fyrir dómstólum, hjá stjórnvöldum, úrskurđarnefnd skráningarstofu eđa öđrum ađila sem á hverjum tíma telst bćr til ađ úrskurđa í viđkomandi máli. Sama gildir um fyrirhugađa međferđ máls ef lagđar eru fram óbirtar stefnur, kćrur o.s.frv. Ráđherra getur međ reglugerđ kveđiđ nánar á um lćsingu léna, svo sem frá hverjum beiđni um lćsingu getur komiđ, hvađa gögn ţarf ađ leggja fram o.fl.
Skráningarstofu er skylt ađ afskrá lén undir íslensku landshöfuđléni eđa loka léni sé ţađ ólögmćtt samkvćmt dómi eđa endanlegum úrskurđi.
11. gr. Lokun og haldlagning skráđra léna.
Lögregla getur krafist ţess, ađ undangengnum dómsúrskurđi, ađ skráningarstofa loki léni sem skráđ er undir íslensku landshöfuđléni í eftirfarandi tilvikum:
a. ef rétthafi léns, umbođsmađur hans eđa ţjónustuađili hefur náin tengsl viđ skipulagđa brotastarfsemi eđa nýtir léniđ í ţágu ţeirrar starfsemi eins og sú starfsemi er skilgreind í almennum hegningarlögum eđa
b. ef lén er notađ til ađ miđla ólöglegu efni eđa efni sem hvetur til refsiverđrar háttsemi sem varđar viđ almenn hegningarlög og meint brot getur varđađ fangelsisrefsingu allt ađ sex árum eđa meira.
Lögregla getur, ađ undangengnum dómsúrskurđi, haldlagt lén sem skráđ er undir íslensku landshöfuđléni, tekiđ yfir forrćđi ţess og rekiđ ţađ tímabundiđ í tengslum viđ rannsókn opinbers máls og öflun sönnunargagna.
Kröfum í einkamáli er varđa greiđslu skađabóta vegna athafna starfsmanna skráningarstofu samkvćmt ákvćđi ţessu verđur ekki beint ađ starfsmönnum skráningarstofu eđa skráningarstofunni sjálfri. Íslenska ríkiđ ber ábyrgđ á athöfnum starfsmanna skráningarstofa vegna ađgerđa á grundvelli ţessa ákvćđis eftir almennum reglum hvort sem mál er höfđađ fyrir innlendum eđa erlendum dómstóli. Verđi mál höfđađ gegn starfsmanni skráningarstofu, ţrátt fyrir 1. málsl., greiđir íslenska ríkiđ allan kostnađ hans viđ rekstur málsins og ađrar áfallnar kröfur af ţví tilefni.
12. gr. Réttindi og skyldur rétthafa.
Rétthafi léns sem skráđ er undir íslensku landshöfuđléni hefur einkaafnotarétt af hinu skráđa léni međan ţađ uppfyllir reglur skráningarstofu og ţađ hefur ekki veriđ afskráđ.
Rétthafi ber ábyrgđ á:
a. ađ notkun léns sé í samrćmi viđ gildandi lög og reglur,
b. greiđslu gjalda vegna skráningar og endurnýjunar léns,
c. ađ skráning léns og tengiliđa ţess sé rétt og
d. ađ vistun léns sé tćknilega viđunandi.
Rétthafi ber ábyrgđ á ađ notkun á léni samrýmist réttmćtum og lögvernduđum hagsmunum hans og skerđi ekki lögvarin réttindi annarra, svo sem hugverkaréttindi.
IV. kafli. Ýmis ákvćđi.
13. gr. Eftirlit.
[Fjarskiptastofa]1) hefur eftirlit međ ţví ađ starfsemi skráningarstofu uppfylli skilyrđi laga ţessara.
Stofnunin skal a.m.k. á tveggja ára fresti óska eftir upplýsingum frá skráđum skráningarstofum til ađ kanna hvort ţćr uppfylli skilyrđi 6. og 8. gr. Um skil á upplýsingum gildir frestur sem tilgreindur er í 7. gr.
1)L. 70/2022, 110. gr.
14. gr. Dagsektir.
[Fjarskiptastofa]1) getur gert skráningarstofu ađ greiđa dagsektir ef hún sinnir ekki skyldum skv. II. kafla. Áđur en dagsektir eru lagđar á skal gefa skráningarstofu fćri á ađ bćta úr innan hćfilegs frests. Slíkar dagsektir mega nema allt ađ 50.000 kr. á sólarhring. Skal upphćđ ţeirra fara eftir eđli brots.
Ef ákvörđun um dagsektir er skotiđ til dómstóla falla dagsektir ekki á fyrr en dómur er endanlegur. Dagsektir renna í ríkissjóđ og má án undangengins dóms gera ađför til fullnustu ţeirra samkvćmt lögum um ađför.
1)L. 70/2022, 110. gr.
15. gr. Rekstur landshöfuđléns á stríđstímum eđa vegna yfirvofandi hryđjuverkaárásar.
Ef Ísland á í stríđi, stríđshćtta er fyrir hendi eđa slíkar ađstćđur ríkja utan Íslands ađ hćtta sé á ađ Ísland lendi í stríđi eđa verđi fyrir hryđjuverkaárás getur ríkisstjórn Íslands sett rekstri landshöfuđléns ţćr viđbótarreglur sem nauđsynlegar ţykja vegna varna Íslands, varna Atlantshafsbandalagsins og almenns öryggis ríkisins.
16. gr. Fagráđ.
Fjarskiptaráđ sem starfar samkvćmt lögum um fjarskipti skal jafnframt gegna hlutverki fagráđs um lénamál og vera ráđherra til ráđgjafar um slík mál.
Skráningarstofa skal tilnefna áheyrnarfulltrúa međ tillögurétt til ađ sitja fundi fjarskiptaráđs ţegar lénamálefni eru á dagskrá.
17. gr. Höfuđléniđ .eu.
Ráđherra er í reglugerđ1) heimilt ađ setja reglur um notkun höfuđlénsins .eu hér á landi í ţví skyni ađ tryggja notendum hérlendis ađgang ađ höfuđléninu .eu.
1)Rg. 1209/2021.
18. gr. Reglugerđ.
Ráđherra er heimilt í reglugerđ ađ kveđa nánar á um framkvćmd laga ţessara, svo sem um:
a. form og efni skráningar skv. 2. mgr. 7. gr.,
b. viđmiđ reglna sem skráningarstofur setja skv. 2. mgr. 9. gr. og
c. lćsingu léna skv. 3. mgr. 10. gr.
19. gr. Gildistaka.
Lög ţessi taka ţegar gildi.
Ákvćđi til bráđabirgđa.
I.
Ríkissjóđur á forkaupsrétt ađ öllum hlutum í félaginu Internet á Íslandi hf., ISNIC, kt. 660595-2449, og hlutabréfum ţeirra lögađila sem eiga bréf í Internet á Íslandi hf., ISNIC.
Eigandi Internet á Íslandi hf., ISNIC, skal tilkynna til ríkisskattstjóra og [Fjarskiptastofu]1) um beint og óbeint eignarhald í Internet á Íslandi hf., ISNIC, kt. 660595-2449, í samrćmi viđ lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.
Berist kauptilbođ í félagiđ eđa hlutabréf ţeirra ađila sem eiga bréf í félaginu skal tilkynna ţađ til [Fjarskiptastofu]1) án tafar, eigi síđar en innan 48 klukkustunda frá ţví ađ kauptilbođiđ kom til vitundar seljanda.
Ţegar kominn er á samningur skal [Fjarskiptastofa]1) bera samninginn undir ráđherra sem fer međ málefni fjarskipta, fyrir hönd forkaupsréttarhafa, til samţykktar. Frestur ríkissjóđs til ađ svara forkaupsréttartilbođi skal vera 60 dagar frá ţví ađ tilbođiđ barst ráđherra.
Kaup á hlutum, sem forkaupsréttur gildir um, koma ekki til framkvćmda á međan frestur forkaupsréttarhafa er ađ líđa, matsgerđ samkvćmt ákvćđi til bráđabirgđa II er enn ólokiđ eđa rekiđ er dómsmál um forkaupsréttarverđ.
1)L. 70/2022, 110. gr.
II.
Ef kaupverđ hluta, sem forkaupsréttur samkvćmt ákvćđi til bráđabirgđa I gildir um, er bersýnilega ósanngjarnt getur forkaupsréttarhafi krafist ţess ađ ţađ verđi metiđ af dómkvöddum matsmönnum eđa yfirmatsmönnum og gildir ţađ ţá sem söluverđ. Forkaupsréttarhafi skal taka ákvörđun um ađ krefjast mats innan 15 daga frá ţví ađ forkaupsréttartilbođ barst honum og fellur ţá 60 daga frestur 4. mgr. ákvćđis til bráđabirgđa I úr gildi.
Forkaupsréttarhafi skal innan viku frá ţví ađ matsgerđ skv. 1. mgr. berst honum ákveđa hvort hann neytir forkaupsréttar samkvćmt matsgerđinni. Matsgerđ skal lokiđ eins fljótt og auđiđ er.
Matsmenn skulu dómkvaddir fyrir Hérađsdómi Reykjavíkur. Matsmenn ákveđa matskostnađ og hvernig hann greiđist.
Ágreiningur vegna forkaupsréttar skal rekinn fyrir Hérađsdómi Reykjavíkur. Komi upp ágreiningur um forkaupsréttarverđ ađ loknu mati er unnt ađ bera máliđ undir dómstóla og skal ţađ sćta flýtimeđferđ í samrćmi viđ ákvćđi XIX. kafla laga um međferđ einkamála.
III.
Skráningarstofa sem starfar ţegar lög ţessi taka gildi hefur átta vikna frest frá gildistöku reglugerđar sem ráđherra setur međ heimild í 7. gr. til ađ tilkynna starfsemi sína til [Fjarskiptastofu].1)
1)L. 70/2022, 110. gr.