Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
2021 nr. 111 25. júní
Flokkur framkvæmda | A | B | |
1. Landbúnaður, skógrækt og fiskeldi. | |||
1.01 | Framkvæmdir til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli sem taka til 20 ha svæðis eða stærra. | X | |
1.02 | Framkvæmdir til að leggja óræktað land eða lítt snortið svæði undir þaulnýtinn landbúnað sem taka til 5 ha svæðis eða stærra. | X | |
1.03 | Vatnsstjórnunarframkvæmdir vegna landbúnaðar, þ.m.t. áveitu- og framræsluframkvæmdir, sem hafa áhrif á 2 ha eða stærra svæði. | X | |
1.04 | Nýræktun skóga sem tekur til 200 ha eða stærra svæðis. Varanleg skógareyðing sem tekur til 0,5 ha svæðis eða stærra. | X | |
1.05 | Uppgræðsla lands á verndarsvæðum. | X | |
1.06 | Stöðvar eða bú með þauleldi alifugla eða svína með a.m.k.: | X | |
i. 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hænur, | |||
ii. 3.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg) eða | |||
iii. 900 stæði fyrir gyltur. | |||
1.07 | Stöðvar eða bú með þauleldi búfjár utan þess sem tilgreint er í tölul. 1.06. | X | |
1.08 | Sjókvíaeldi þar sem hámarkslífmassi er 3.000 tonn eða meiri. | X | |
1.09 | Þauleldi á fiski, annað en það sem tilgreint er í tölul. [1.08],1) þar sem hámarkslífmassi er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem hámarkslífmassi er 20 tonn eða meiri og fráveita er í ferskvatn. | X | |
1.10 | Endurheimt lands frá hafi. | X | |
2. Vinnsla auðlinda í jörðu. | |||
2.01 | Efnistaka þar sem áætlað er að raska 25 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 500.000 m3 eða meira. | X | |
2.02 | Efnistaka, utan þess sem tilgreint er í tölul. 2.01, þar sem áætlað er að raska 2,5 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 50.000 m3 eða meira, einnig efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 2,5 ha svæði eða stærra. | X | |
2.03 | Neðanjarðarnámur. | X | |
2.04 | Djúpborun (að frátalinni borun til að kanna stöðugleika jarðvegs), einkum: | X | |
i. borun á vinnsluholum og rannsóknarholum á háhitasvæðum, | |||
ii. borun eftir jarðhita á lághitasvæðum þar sem ölkeldur, laugar eða hverir eru á yfirborði eða í næsta nágrenni, | |||
iii. borun fyrir geymslu kjarnorkuúrgangs, | |||
iv. vinnsla og rannsóknarboranir vegna kolvetnis utan netlaga og innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka, | |||
v. borun eftir vatni þar sem gert er ráð fyrir að vinna a.m.k. 70 l/sek. | |||
2.05 | Iðjuver ofan jarðar til að nema kol, jarðolíu, jarðgas og málmgrýti, svo og jarðbiksleir. | X | |
3. Orkuiðnaður. | |||
3.01 | Olíuhreinsunarstöðvar (þó ekki fyrirtæki sem framleiða eingöngu smurolíur úr hráolíu) og mannvirki fyrir kolagösun og þéttingu úr a.m.k. 500 tonnum af kolum eða jarðbiksleir á dag. | X | |
3.02 | Öll orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira. Jarðvarmavirkjanir og önnur varmaorkuver með 50 MW uppsett varmaafl eða meira. | X | |
3.03 | Kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar, einnig þegar slík orkuver eða kjarnakljúfar (kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar teljast ekki lengur til slíkra stöðva þegar öll kjarnakleyf efni og önnur geislamenguð efni hafa verið endanlega fjarlægð af staðnum) eru rifnir niður eða teknir úr notkun (nema rannsóknastöðvar með yfir 1 kW heildarhitaafköst þar sem fer fram umbreyting á kjarnakleyfum efnum og tímgunarefnum). | X | |
3.04 | Stöðvar þar sem geisluð kjarnakleyf efni eru endurunnin. Stöðvar til framleiðslu eða auðgunar kjarnakleyfra efna, til vinnslu geislaðra kjarnakleyfra efna eða mjög geislavirks úrgangs, til endanlegrar geymslu á geisluðum kjarnakleyfum efnum, eingöngu til endanlegrar geymslu á geislavirkum úrgangi eða eingöngu til geymslu (til meira en tíu ára) á geisluðum kjarnakleyfum efnum eða geislavirkum úrgangi annars staðar en á framleiðslustað. | X | |
3.05 | Stöðvar til vinnslu og geymslu á geislavirkum úrgangi, utan þeirra sem tilgreindar eru í tölul. 3.04. | X | |
3.06 | Vinnsla á meira en 500 tonnum af jarðolíu og meira en 500.000 m3 af jarðgasi á dag. | X | |
3.07 | Flutningskerfi gass, gufu eða heits vatns. | X | |
3.08 | Leiðslur sem eru 10 km eða lengri og 50 cm í þvermál eða meira til flutnings á gasi, olíu eða annars konar efnum/efnasamböndum. | X | |
3.09 | Leiðslur sem eru 10 km eða lengri og 50 cm í þvermál eða meira til flutnings á koltvísýringi (CO2) til …2) geymslu í jörðu, ásamt þrýstiaukadælu. | X | |
3.10 | Leiðslur til flutnings á olíu og gasi og til flutnings á koltvísýringi (CO2) til …2) geymslu í jörðu utan þess sem tilgreint er í tölul. 3.08 og 3.09. | X | |
3.11 | Geymsla á jarðgasi ofan jarðar. | X | |
3.12 | Neðanjarðargeymsla á eldfimu gasi. | X | |
3.13 | Geymsla jarðefnaeldsneytis ofan jarðar. | X | |
3.14 | Gerð taflna úr kolum og brúnkolum. | X | |
3.15 | Vatnsorkuver, utan þess sem fellur undir tölul. 3.02, með uppsett rafafl 200 kW eða meira. | X | |
3.16 | Vindorkuver, utan þess sem fellur undir tölul. 3.02, með uppsett rafafl 1 MW eða meira eða mannvirki sem eru 25 m eða hærri. | X | |
3.17 | Jarðvarmaver eða iðjuver til framleiðslu á rafmagni, gufu og heitu vatni sem nemur 2.500 kW uppsettu afli eða meira, utan þess sem fellur undir tölul. 3.02. Uppsett afl varmavera skal reikna út frá því framrásarhitastigi sem sent er frá varmaverinu og því bakrásarhitastigi sem notendur varmans skila frá sér. | X | |
3.18 | [Geymslusvæði]2) fyrir koltvísýring (CO2) í jörðu. | X | |
3.19 | Mannvirki sem hafa þann tilgang að fanga koltvísýring (CO2) til geymslu í jörðu frá verksmiðjum eða iðjuverum sem heyra undir flokk A eða frá verksmiðjum eða iðjuverum þar sem árleg heildarföngun koltvísýrings nemur 1,5 megatonnum eða meira. | X | |
3.20 | Mannvirki sem hafa þann tilgang að fanga koltvísýring (CO2) til …2) geymslu í jörðu úr andrúmslofti eða frá verksmiðjum eða iðjuverum utan þess sem fellur undir tölul. 3.19. | X | |
4. Framleiðsla og vinnsla málma. | |||
4.01 | Verksmiðjur þar sem fram fer frumbræðsla á steypujárni og stáli. Framleiðsla hrámálms, sem inniheldur ekki járn úr grýti, kirni eða afleiddu hráefni, sem fer fram með málmvinnsluaðferðum, efnafræðilegum aðferðum eða rafgreiningaraðferðum. | X | |
4.02 | Stöðvar til framleiðslu á steypujárni og stáli (fyrsta og önnur bræðsla) ásamt samfelldri steypingu þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.03 | Stöðvar til vinnslu á járnkenndum málmum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2: | X | |
i. heitvölsunarstöðvar, | |||
ii. smiðjur með hömrun, | |||
iii. varnarhúðun með bræddum málmum. | |||
4.04 | Málmsteypusmiðjur fyrir járnkennda málma þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.05 | Stöðvar til bræðslu, einnig málmblendis, á járnlausum málmum öðrum en góðmálmum, einnig endurheimtum vörum (hreinsun, steypa í steypusmiðjum o.s.frv.) þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.06 | Stöðvar þar sem unnið er að yfirborðsmeðferð málma og plastefna með rafgreiningar- og efnaaðferðum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.07 | Framleiðsla og samsetning vélknúinna ökutækja og framleiðsla á hreyflum í slík ökutæki þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.08 | Skipasmíðastöðvar þar sem gólfflötur mannvirkja er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.09 | Stöðvar til smíða og viðgerða á loftförum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.10 | Framleiðsla á járnbrautarbúnaði þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.11 | Málmmótun með sprengiefnum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
4.12 | Stöðvar til að brenna og glæða málmgrýti þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
5. Steinefnaiðnaður. | |||
5.01 | Koxofnar (þurreiming kola) þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
5.02 | Sementsverksmiðjur þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
5.03 | Stöðvar til framleiðslu á gleri og trefjaefni þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
5.04 | Stöðvar til að bræða steinefni og framleiða steinefnatrefjar þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
5.05 | Framleiðsla á keramikvörum með brennslu, svo sem þakflísum, múrsteinum, eldföstum múrsteinum, flísum, leirmunum eða postulíni, þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
6. Efnaiðnaður. | |||
6.01 | Efnaverksmiðjur með samþætta framleiðslu þar sem fram fer umfangsmikil iðnaðarframleiðsla með efnaumbreytingu og framleiða: | X | |
i. lífrænt hráefni, | |||
ii. ólífrænt hráefni, | |||
iii. áburð sem inniheldur fosfór, köfnunarefni eða kalíum (einnig áburðarblöndur), | |||
iv. grunnvörur fyrir plöntuverndarvörur og sæfivörur, | |||
v. grunnlyfjavörur með efnafræðilegum og líffræðilegum aðferðum, | |||
vi. sprengiefni. | |||
6.02 | Meðferð á hálfunnum vörum og framleiðsla kemískra efna, utan þess sem tilgreint er í tölul. 6.01, þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
6.03 | Framleiðsla á sæfivörum, plöntuverndarvörum og lyfjum, málningu og lakki, gúmmílíki og peroxíðum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
6.04 | Geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu eða efnavörur með 50.000 m3 geymslugetu eða meira. | X | |
6.05 | Geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu og önnur kemísk efni þar sem geymslugeta er a.m.k. 200 m3 utan þess sem tilgreint er í tölul. 6.04. | X | |
7. Matvælaiðnaður. | |||
7.01 | Framleiðsla á olíu og fitu úr jurtum og dýrum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.02 | Pökkun og niðursuða á jurta- og dýraafurðum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.03 | Framleiðsla á mjólkurvörum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.04 | Öl- og maltgerð þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.05 | Framleiðsla á sætindum og sírópi þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.06 | Sláturhús þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.07 | Stöðvar til sterkjuframleiðslu þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
7.08 | Fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur í þéttbýli með framleiðslugetu 1.000 tonn á sólarhring eða meiri. | X | |
7.09 | Fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur, utan þess sem tilgreint er í tölul. 7.08, þar sem framkvæmd er staðsett í þéttbýli og framleiðslugeta er a.m.k. 500 tonn á sólarhring. | X | |
7.10 | Sykurverksmiðjur þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
8. Textíl-, leður-, timbur- og pappírsiðnaður. | |||
8.01 | Verksmiðjur sem framleiða: | X | |
i. pappírsdeig úr timbri eða svipuðum trefjaefnum, | |||
ii. pappír og pappa og geta framleitt meira en 200 tonn á dag. | |||
8.02 | Verksmiðjur til framleiðslu á pappír og pappa utan þeirra sem tilgreindar eru í tölul. 8.01 og þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
8.03 | Stöðvar þar sem fram fer formeðferð (t.d. þvottur, bleiking, mersivinna) eða litun trefja eða textílefna þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
8.04 | Stöðvar þar sem fram fer sútun á húðum og skinnum þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
8.05 | Stöðvar þar sem fram fer vinnsla og framleiðsla á sellulósa þar sem gólfflötur bygginga er a.m.k. 1.000 m2. | X | |
9.Gúmmíiðnaður. | |||
9.01 | Framleiðsla og meðferð á vörum úr gúmmílíki þar sem stærð gólfflatar er a.m.k. 1.000 m2 . | X | |
10. Grunnvirki. | |||
10.01 | Iðnaðarframkvæmd þar sem framkvæmdasvæði eða gólfflötur bygginga er a.m.k. 20.000 m2. | X | |
10.02 | Framkvæmd við uppbyggingu mannvirkja, svo sem við byggingu verslunarmiðstöðva, bílastæða, íþróttaleikvanga, háskóla og sjúkrahúsa, og sambærilega mannvirkjagerð þar sem framkvæmdasvæði eða gólfflötur bygginga er a.m.k. 20.000 m2. | X | |
10.03 | Bygging samgöngumiðstöðva þar sem framkvæmdasvæði er a.m.k. 5.000 m2. | X | |
10.04 | Flugvellir með 2.100 m meginflugbraut eða lengri. | X | |
10.05 | Flugvellir með styttri en 2.100 m meginflugbraut. | X | |
10.06 | Lagning hraðbrauta og sambærilegra vega, svo sem lagning nýrra vega með aðskildum akstursstefnum og mislægum vegamótum. | X | |
10.07 | Lagning nýrra vega sem eru 10 km eða lengri eða breikkun vega úr tveimur akreinum í a.m.k. fjórar sem eru 10 km eða lengri. | X | |
10.08 | Lagning nýrra vega eða enduruppbygging eða breikkun vega utan þéttbýlis sem ekki eru tilgreindir í tölul. 10.06 eða 10.07 sem eru a.m.k. 5 km. | X | |
10.09 | Viðskiptahafnir, skipgengar vatnaleiðir og innhafnir og viðlegubryggjur til lestunar og löndunar utan hafna (aðrar en ferjulægi) fyrir skip stærri en 1.350 tonn. | X | |
10.10 | Hafnir, vatnaleiðir og viðlegubryggjur, utan þess sem tilgreint er í tölul. 10.09 þar sem framkvæmdasvæði er a.m.k. 1 ha. | X | |
10.11 | Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3 km2 lands eða meira fara undir vatn eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m3. | X | |
10.12 | Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem framkvæmdasvæði er a.m.k. 1 ha utan þess sem tilgreint er í tölul. 10.11. | X | |
10.13 | Lagning járnbrauta um langar vegalengdir. | X | |
10.14 | Járnbrautir, sporvagnar, lestir í lofti og neðan jarðar, svifbrautir og ámóta brautir af sérstakri gerð sem notaðar eru eingöngu eða aðallega til fólksflutninga. | X | |
10.15 | Lagning loftlína til flutnings á raforku með a.m.k. 132 kV spennu. | X | |
10.16 | Lagning loftlína til flutnings raforku, utan þess sem fellur undir tölul. 10.15, með a.m.k. 66 kV spennu. Lagning strengja í jörð, vatn eða sjó sem eru a.m.k. 10 km og utan þéttbýlis, einnig styttri en 10 km ef staðsettir á verndarsvæðum utan þéttbýlis. | X | |
10.17 | Lagning vatnsveitu um langan veg. | X | |
10.18 | Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum á verndarsvæðum, t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri. Undanskilið er viðhald og endurbygging framangreindra mannvirkja. | X | |
10.19 | Vinnsla grunnvatns eða íveita vatns í grunnvatn með 300 l/sek. meðalrennsli eða meira á ári. | X | |
10.20 | Vinnsla grunnvatns eða íveita vatns í grunnvatn, utan þess sem fellur undir tölul. 10.19, með sem nemur a.m.k. 70 l/sek. | X | |
10.21 | Mannvirkjagerð þegar fyrirhugað er að veita meira en 1.000 l/sek. af vatni á milli vatnasviða. Flutningur á drykkjarvatni í leiðslum er undanskilinn. | X | |
10.22 | Mannvirkjagerð þegar fyrirhugað er að veita vatni á milli vatnasviða, utan þess sem fellur undir tölul. 10.21. Flutningur á drykkjarvatni í leiðslum er undanskilinn. | X | |
11. Aðrar framkvæmdir. | |||
11.01 | Varanlegar kappaksturs- og reynsluakstursbrautir fyrir vélknúin ökutæki. | X | |
11.02 | Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári. | X | |
11.03 | Förgunarstöðvar þar sem úrgangur er brenndur, meðhöndlaður með efnum eða urðaður, utan þess sem tilgreint er í tölul. 11.02. | X | |
11.04 | Skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða atvinnustarfsemi, þ.m.t. stöðvum með þaulnýtnum landbúnaði með afkastagetu a.m.k. 150.000 persónueiningar. | X | |
11.05 | Skolphreinsivirki frá íbúðarbyggð eða atvinnustarfsemi, þ.m.t. stöðvum með þaulnýtnum landbúnaði með afkastagetu a.m.k. 2.000 persónueiningar utan þess sem tilgreint er í tölul. 11.04. Sams konar framkvæmdir á verndarsvæðum og þar sem losað er í viðkvæman viðtaka ef afkastageta nemur a.m.k. 100 persónueiningum. | X | |
11.06 | Förgunarstöðvar fyrir seyru. | X | |
11.07 | Geymsla brotajárns, þ.m.t. farartækja, sem er a.m.k. 1.500 tonn á ári. | X | |
11.08 | Prófunaraðstaða fyrir vélar, hverfla eða hvarfrými. | X | |
11.09 | Stöðvar sem framleiða steinefnatrefjar. | X | |
11.10 | Stöðvar til að endurvinna sprengiefni eða eyða því. | X | |
11.11 | Förgun sláturúrgangs. | X | |
11.12 | Endurnýting úrgangs þar sem meðhöndluð eru meira en 500 tonn af úrgangi á ári. | X | |
11.13 | Varnargarðar til varnar ofanflóðum í þéttbýli. | X | |
12. Ferðaþjónusta og afþreying. | |||
12.01 | Skíðabrekkur, skíðalyftur, kláfar og tengdar framkvæmdir sem ná yfir 15 ha svæði, eða þar sem mannvirki eru 15 m eða hærri eða framkvæmdir eru á jökli. | X | |
12.02 | Smábátahafnir með a.m.k. 100 bátalægi. | X | |
12.03 | Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á miðhálendinu og á verndarsvæðum á láglendi utan þéttbýlis. | X | |
12.04 | Framkvæmdir við uppbyggingu orlofsþorpa eða hótela og tengdra framkvæmda utan þéttbýlis þar sem heildarbyggingarmagn er a.m.k. 5.000 m2 eða gestafjöldi (gistirúm) a.m.k. 200. | X | |
12.05 | Varanleg tjaldsvæði og hjólhýsasvæði sem eru a.m.k. 10 ha og hjólhýsasvæði óháð stærð á verndarsvæðum. | X | |
12.06 | Skemmtigarðar sem ná yfir a.m.k. 2 ha svæði. | X | |
12.07 | Golfvellir sem eru a.m.k. 18 holur. | X | |
13. Breytingar og viðbætur við aðrar framkvæmdir. | |||
13.01 | Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A þegar breytingin eða viðbótin sjálf fer yfir þau viðmið sem flokkur A setur. | X | |
13.02 | Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A, utan þess sem fellur undir tölul. 13.01, og flokki B sem hafa verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. | X | |
13.03 | Framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki A sem ráðist er í eingöngu eða aðallega til að þróa og prófa nýjar aðferðir eða vörur og eru ekki notaðar lengur en í tvö ár. | X |