Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fiskeldi
2008 nr. 71 11. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júlí 2008. Breytt með:
L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012).
L. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013).
L. 49/2014 (tóku gildi 29. maí 2014 nema 3. gr., 5. gr., 2. mgr. 7. gr., 3. og 5. mgr. c-liðar 8. gr., a-liður 11. gr., 12. gr., 16. gr., 21. gr. og 22. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015).
L. 113/2015 (tóku gildi 1. júlí 2016).
L. 47/2018 (tóku gildi 26. maí 2018).
L. 88/2018 (tóku gildi 29. júní 2018).
L. 108/2018 (tóku gildi 12. október 2018).
L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019).
L. 101/2019 (tóku gildi 19. júlí 2019 nema 15. gr., b- og c-liður 17. gr. og 18., 19. og 22. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020).
L. 88/2020 (tóku gildi 22. júlí 2020 nema 14. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021).
L. 59/2021 (tóku gildi 15. júní 2021).
L. 71/2021 (tóku gildi 29. júní 2021 nema 29. gr. sem tók gildi 1. júlí 2021).
L. 129/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema a-liður 31. gr. sem tók gildi 1. mars 2023 og 37. og 60. gr. sem tóku gildi 31. des. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 68. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.).
L. 28/2023 (tóku gildi 1. júlí 2023).
L. 60/2023 (tóku gildi 7. júlí 2023).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
I. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Skal í því skyni leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. [Til að ná því markmiði skal tryggt að eldisbúnaður og framkvæmd í sjókvíaeldi standist ströngustu staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki í sjó.]1)
Við framkvæmd laganna skal þess ávallt gætt að sem minnst röskun verði á vistkerfi villtra fiskstofna og að sjálfbærri nýtingu þeirra sé ekki stefnt í hættu.
1)L. 49/2014, 1. gr.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi taka til eldis vatnafiska og nytjastofna sjávar á íslensku forráðasvæði. Við framkvæmd þeirra skal gætt samræmis við framkvæmd laga um lax- og silungsveiði, laga um fiskrækt og laga um varnir gegn fisksjúkdómum.
3. gr. Skilgreiningar.
Í lögum þessum, reglugerðum og reglum, settum á grundvelli þeirra, er merking hugtaka sem hér segir:
1. Alifiskur: Fiskur sem alinn er eða látinn ganga sjálfala í tjörnum eða ílátum.
[2. Áhættumat erfðablöndunar: Mat á því magni frjórra eldislaxa sem strjúka úr eldi í sjó og vænta má að komi í ár þar sem villta laxastofna er að finna og metið er að erfðablöndun eldislax við villta nytjastofna, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, verði það mikil að tíðni arfgerða villtra stofna breytist og valdi versnandi hæfni stofngerða þeirra.]1)
[[3.]1) Burðarþolsmat: Mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið sem sett eru fyrir það samkvæmt lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi.]2)
[4.]1) Eldisdýr: Lifandi fiskur, krabbadýr eða lindýr frá eldisstöð, óháð þroskastigi, að meðtöldum dýrum sem lifa upprunalega villt en eru ætluð fyrir eldisstöð.
[5. Eldissvæði: Svæði þar sem fiskeldi er leyft og afmarkað með sérstökum hnitum.]1)
[6.]1) Fiskeldi: Geymsla, gæsla og fóðrun vatnafiska, annarra vatnadýra og nytjastofna sjávar, klak- og seiðaeldi, hvort sem er í söltu eða ósöltu vatni.
[7.]1) Fiskeldisstöð: Staður þar sem vatn, sjór, land eða mannvirki er nýtt í þágu fiskeldis.
[8.]1) Fiskrækt: Hvers konar aðgerðir sem ætla má að skapi eða auki fisk í veiðivatni eða sjó.
[9.]1) Fiskræktarslepping: Slepping samstofna smáseiða eða gönguseiða í því skyni að auka fiskigengd í veiðivatni eða sjó.
[10.]1) Fiskstofn: Hópur fiska sömu tegundar sem hrygnir á tilteknum stað og tíma en gerir það ekki í neinum mæli með öðrum hópum á öðrum stað eða tíma.
[11.]1) Fiskur: Fiskur í merkingu laga þessara tekur til allra tegunda lagardýra sem lifa í vatni og sjó, hvort sem er við náttúrulegar aðstæður eða í eldi.
[12.]1) Geldstofn: Fiskur sem ekki framleiðir frjóar kynfrumur.
[13.]1) Göngusilungur: Silungur er gengur úr sjó í ósalt vatn, svo sem sjóbirtingur (urriði) og sjóreyður (bleikja).
[14.]1) Hafbeit: Slepping gönguseiða til sjógöngu og föngun þeirra sem fullvaxta fiska á sleppistað þegar þeir ganga úr sjó í ferskt vatn, annaðhvort til slátrunar eða flutnings í annað veiðivatn til endurveiða.
[15.]1) Heilsárseldi: Hefðbundið eldi í sjókvíum frá 50 gramma göngustærð upp í markaðsstærð.
[16. Kví: Netpoki sem hangir í fljótandi grind eða er festur á grind sem komið er fyrir við yfirborð lagar.]1)
[17.]1) Kvíaeldi: Fiskeldi í netkvíum (netbúrum) í fersku vatni eða söltu.
[18.]1) Kynbætur: Markvisst val með tilliti til ákveðinna arfgengra eiginleika. Slíkir eiginleikar geta verið mikill vaxtarhraði eða síðbúinn kynþroski. Til undaneldis eru valdir fiskar sem sýna ákjósanlega eiginleika umfram aðra fiska í stofninum. Slíku vali er viðhaldið og það aukið með vali í hverri kynslóð.
[19.]1) Lagardýr: Öll dýr með kalt blóð sem lifa og geta afkvæmi í sjó eða fersku vatni.
[20. Lax: Fiskur af tegundinni Salmo salar.
21. Laxfiskar: Fiskar af tegundunum lax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus) og regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss).
22. Lífmassi: Lífmassi er margfeldi af fjölda og meðalþyngd eldisdýra á tilteknu eldissvæði í sjó eða landeldi.
23. Lokaður eldisbúnaður: Eldisbúnaður þar sem eldisdýrum er haldið í lokuðu rými í sjó eða söltu vatni, sjó- eða vatnsskiptum er stýrt og mögulegt er að endurnýta úrgang vegna eldisins með því að fjarlægja hann úr eldisbúnaðinum. Kröfur vegna slíks eldisbúnaðar skulu taka mið af sömu stöðlum og kröfum og gerðar eru til kvía sem notaðar eru í sjó.]1)
[24.]1) Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.
[25.]1) Nytjastofnar: Fiskar og sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru eða kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi, íslensku landgrunni eða á landi með eldi.
[26. Ófrjór lax: Lax sem framleiðir ekki frjóar kynfrumur.]1)
[27.]1) Sjávarfiskur: Fiskur sem lifir allan sinn lífsferil í sjó.
[28.]1) [Sjókvíaeldi: Eldi á eldisdýrum í kvíum eða lokuðum eldisbúnaði sem komið er fyrir í sjó eða söltu vatni.]1)
[29. Sjókvíaeldisstöð: Starfsstöð rekin sem ein heild. Stöðin getur verið hefðbundin kví í sjó eða sökkvanlegur eða fljótandi lokaður eldisbúnaður, fleki, fóðurlagnir og/eða annar sá búnaður sem er nauðsynlegur til reksturs slíkrar stöðvar.]1)
[[30.]1) Sjókvíaeldissvæði: Fjörður eða afmarkað hafsvæði fyrir sjókvíaeldi þar sem gert er ráð fyrir einum árgangi eldisfisks hverju sinni og möguleiki er að fleiri en einn rekstrarleyfishafi starfræki sjókvíaeldisstöðvar á sama svæði með skilyrtri samræmingu í útsetningu seiða og hvíld svæðisins. Afmörkun sjókvíaeldissvæða tekur á hverjum tíma mið af niðurstöðum rannsókna á dreifingu sjúkdómsvalda.]2)
[31.]1) Sjór: Salt vatn utan árósa.
[32.]1) Skiptieldi: Eldi á fiski í strandeldi upp í 250–1.000 grömm og framhaldseldi í sjókvíum upp í markaðsstærð.
[33. Sníkjudýr: Dýr sem lifir sníkjulífi á eða í eldisdýri og getur valdið því skaða.]1)
[34.]1) Strandeldi: Eldi fiska til slátrunar í tönkum eða kerum á landi.
[35.]1) Straumvatn: Ósalt vatn, á eða ósasvæði sem í er greinilegur straumur, þá er enginn vöxtur er í, og um stórstraumsfjöru.
[36.]1) Stöðuvatn: Ósalt vatn sem eigi er í greinilegur straumur annar en sá sem stafar af sjávarföllum, vindi eða aðrennsli í leysingum.
[37.]1) Vatn: Ósalt vatn með föstu legi eða farvegi, straumvatn eða stöðuvatn.
[38.]1) Vatnadýr: Öll dýr með kalt blóð sem lifa að hluta eða allan sinn lífsferil í fersku vatni.
[39.]1) Vatnafiskur: Lax (Salmo salar), silungur (urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus) og regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss)), áll (Anguilla anguilla) eða annar vatnafiskur ef ræktaður verður.
[40.]1) Vatnasilungur: Silungur sem elur allan aldur sinn í ósöltu vatni, svo sem vatnaurriði, vatnableikja (reyður), lækjasilungur og murta.
[41.]1) Veiðivatn: Á eða stöðuvatn sem veiði er í eða mætti í vera ef fiskur væri ræktaður þar.
[42.]1) Villtur fiskstofn: Fiskstofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í náttúrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.
[43. Villtur laxastofn: Laxastofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í náttúrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.]1)
[44.]1) Örmerkingar: Merkingar á fiski með málmflísum í trjónuna.
1)L. 101/2019, 1. gr. 2)L. 49/2014, 2. gr.
II. kafli. Stjórnsýsla.
4. gr. Stjórnsýsla.
[Ráðherra]1) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum, en framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum [Matvælastofnunar]2) sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.
[[Ákvarðanir Matvælastofnunar er lúta að skráningarskyldu eða veitingu, endurskoðun og afturköllun rekstrarleyfis til fiskeldis samkvæmt þessum kafla og III. og V. kafla sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.]3) Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina. Aðrar ákvarðanir sem [Matvælastofnun]2) tekur á grundvelli laga þessara sæta kæru til ráðherra og fer um kærurnar samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.]4)
[Ráðherra skipar samráðsnefnd um fiskeldi til fjögurra ára í senn. Nefndin er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis og skal taka til umfjöllunar hvaðeina sem málaflokkinn snertir. Í því felst m.a. að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Í nefndinni eiga sæti sex fulltrúar. Einn fulltrúi skal skipaður án tilnefningar og er hann formaður, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar, einn samkvæmt tilnefningu samtaka fiskeldisfyrirtækja, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og auðlindaráðherra. Fulltrúar til vara skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin skal funda svo oft sem þurfa þykir. Formaður kveður hana saman til fundar. Kostnaður af störfum hennar greiðist úr ríkissjóði en hver þeirra sem tilnefnir fulltrúa ber kostnað af störfum þess fulltrúa. Ráðherra skal setja nánari reglur um störf nefndarinnar með reglugerð.5)]6)
1)L. 126/2011, 483. gr. 2)L. 49/2014, 3. gr. 3)L. 71/2021, 1. gr. 4)L. 131/2011, 2. gr. 5)Rg. 890/2019. 6)L. 101/2019, 2. gr.
[4. gr. a. Skipting hafsvæða í eldissvæði, auglýsing og úthlutun þeirra.
Hafrannsóknastofnun ákveður skiptingu fjarða eða hafsvæða í eldissvæði á grundvelli burðarþols og bestu heildarnýtingar mögulegra eldissvæða. Áður skal stofnunin leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og, þar sem við á, svæðisráðs viðkomandi svæðis um tillögu sína, sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018. Þar sem strandsvæðisskipulag samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða liggur fyrir skal Hafrannsóknastofnun taka tillit til þess við ákvörðun um skiptingu í eldissvæði. Þar sem strandsvæðisskipulag liggur ekki fyrir skal Skipulagsstofnun birta tillögu Hafrannsóknastofnunar opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar og veita þriggja vikna frest til að skila inn athugasemdum áður en stofnunin veitir umsögn til Hafrannsóknastofnunar.
Þegar burðarþol, áhættumat erfðablöndunar og svæðaskipting skv. 1. mgr. liggur fyrir úthlutar ráðherra eldissvæðum. Ráðherra ákveður hvenær eldissvæðum er úthlutað og hversu mörgum er úthlutað hverju sinni. Heimilt er að framselja þetta vald til undirstofnunar ráðherra.
Auglýsa skal opinberlega úthlutun eldissvæða. Við mat á tilboðum kemur m.a. til skoðunar upphæð tilboðs, reynsla af fiskeldisstarfsemi, fjárhagslegur styrkur, mælikvarðar sem mæla hvernig tilboðsgjafi hefur stundað rekstur sinn og upplýsingar um það hvernig tilboðsgjafi hyggst stunda reksturinn, m.a. út frá umhverfissjónarmiðum.
Komi í ljós að umsækjandi uppfyllir ekki skilmála úthlutunar, umsókn hans um rekstrarleyfi er hafnað af Matvælastofnun eða forsendur fyrir henni bresta af öðrum ástæðum er heimilt að úthluta eldissvæðum að nýju samkvæmt þessari grein.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um skiptingu hafsvæða í eldissvæði, um auglýsingu, úthlutun eldissvæða, skilmála úthlutunar, hvað teljist hagstæðasta tilboð og afturköllun tilboðs.]1)
1)L. 101/2019, 3. gr.
[[4. gr. b.]1) Móttaka og afgreiðsla umsókna.
Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar.
[Þegar ákvörðun Skipulagsstofnunar, eða eftir atvikum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, um að framkvæmd sé ekki matsskyld eða álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar liggur fyrir skal umsækjandi afhenda Matvælastofnun umsóknir um leyfi skv. 1. mgr. og skulu þær afgreiddar samhliða, sbr. þó [11. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021].]2)
Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. [Hvor stofnun um sig skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsókn berst.]1) Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. [Matvælastofnun afhendir umsækjanda útgefin starfs- og rekstrarleyfi samtímis.]1) [Varði umsókn um leyfi strandsvæði samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða þar sem tillaga að strandsvæðisskipulagi hefur verið auglýst þegar umsókn er lögð fram er leyfisveitendum heimilt að fresta afgreiðslu á leyfisumsókn þar til strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi fyrir viðkomandi svæði. Frestunin skal þó ekki vera lengri en sjö mánuðir nema sérstakar ástæður mæli með því.]3)]4)
1)L. 101/2019, 4. gr. 2)L. 28/2023, 5. gr. 3)L. 88/2018, 18. gr. 4)L. 49/2014, 4. gr.
5. gr. [Skráningarskylda.
Ráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð að starfræksla fiskeldisstöðva á landi, þar sem hámarkslífmassi er allt að 20 tonnum á hverjum tíma og starfrækslan er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar samkvæmt [lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana],1) sé háð skráningarskyldu í stað útgáfu rekstrarleyfis.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð kröfur, skilyrði og skilmála sem gilda fyrir starfsemi og eru forsenda skráningar, þ.m.t. kröfur um innra eftirlit, úttektir þegar nauðsyn ber til, skýrslugjöf til Matvælastofnunar og að stofnuninni sé heimilt að afla upplýsinga rafrænt og skylda skráningaraðila til að skrá upplýsingar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til. Aðili sem er skráningarskyldur skv. 1. mgr. skal skrá starfsemi sína hjá Matvælastofnun. Matvælastofnun skal staðfesta skráningu rekstraraðila og leiðbeina honum um hvaða reglur gilda um starfsemina. Óheimilt er að flytja eldisfisk eða seiði í fiskeldisstöð áður en staðfesting Matvælastofnunar á skráningu hefur verið gefin út.]2)
1)L. 28/2023, 6. gr. 2)L. 71/2021, 2. gr.
6. gr. Staðbundið bann við starfsemi.
[Ráðherra]1) getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, …2) [Hafrannsóknastofnunar]3) og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart starfsemi þeirri sem fram fer samkvæmt lögum þessum.
Við ákvörðun ráðherra skv. 1. mgr. skal taka mið af því að markmið laga þessara er m.a. að vernda villta nytjastofna, hvort sem um er að ræða ferskvatnsfiska eða sjávarfiska, og hlífa þeim við fisksjúkdómum og öðrum neikvæðum vistfræðilegum áhrifum. Skal í því sambandi m.a. litið til staðsetningar eldisstöðva, stærðar þeirra, fjarlægðar frá veiðiám og veiðiverðmætis á viðkomandi svæði, þ.e. firði eða flóa. Jafnframt skal litið til þess hvort fiskeldissvæði séu á gönguleiðum lax og silungs og hvort straumar geti leitt sleppifisk í ár. [Ráðherra skal taka tillit til sjónarmiða um aðra nýtingu hafsvæða en nýtingu vegna fiskeldis við ákvörðun sína skv. 1. mgr.]4)
Um skaðabætur vegna tjóns, sem leiðir af banni eða takmörkun samkvæmt grein þessari, fer eftir því sem mælt er fyrir um í 18. gr.
1)L. 126/2011, 483. gr. 2)L. 113/2015, 8. gr. 3)L. 157/2012, 22. gr. 4)L. 101/2019, 6. gr.
[6. gr. a. Áhættumat erfðablöndunar.
Hafrannsóknastofnun gerir tillögu til ráðherra um það magn frjórra laxa, mælt í lífmassa, sem heimila skal að ala í sjó hverju sinni á tilteknu hafsvæði á grundvelli áhættumats erfðablöndunar. Með áhættumatinu er áhætta af erfðablöndun frjórra eldislaxa við villta laxastofna miðað við magn frjórra eldislaxa á tilteknu hafsvæði metin með líkani. Markmið þessa er að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum.
Í áhættumati erfðablöndunar skal tekið tillit til mótvægisaðgerða sem draga úr mögulegri erfðablöndun, m.a. ljósastýringar og stærðar seiða og netpoka. Hafrannsóknastofnun skal leita eftir tillögum eldisfyrirtækja að slíkum mótvægisaðgerðum. Áhættumatið skal byggt á þáttum eins og áætlun um fjölda strokufiska og endurkomuhlutfalli þeirra, áhrifum hafstrauma og dreifingu fiska, fjarlægð áa frá sjókvíaeldissvæðum, stofnstærð laxa í ám og öðru sem þýðingu kann að hafa.
Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Undirbúi Hafrannsóknastofnun tillögu skv. 1. mgr. skal stofnunin áður leita ráðgefandi álits samráðsnefndar skv. 3. mgr. 4. gr. um tillöguna. Stofnunin skal taka rökstudda afstöðu til álitsins og gera breytingar á tillögunni ef stofnunin telur ástæðu til þess.
Ráðherra staðfestir áhættumat erfðablöndunar að fenginni tillögu Hafrannsóknastofnunar. Tillagan er bindandi fyrir ráðherra. Eldra áhættumat gildir þar til nýtt hefur verið staðfest. Rekstrarleyfi skulu samrýmast staðfestu áhættumati erfðablöndunar og skal Matvælastofnun, ef við á, breyta gildandi rekstrarleyfum, að gefnum hæfilegum fresti til aðlögunar. Sé leyfilegt framleiðslumagn í áhættumati bundið tilteknum skilyrðum, t.d. um mótvægisaðgerðir, skal Matvælastofnun hafa eftirlit með að rekstrarleyfishafi fullnægi þeim skilyrðum. Sama gildir að breyttu breytanda um starfsleyfi sem gefin eru út samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Ráðherra skal setja nánari ákvæði í reglugerð um meðferð, útgáfu og breytingu rekstrarleyfa og mótvægisaðgerðir sem og framkvæmd vöktunar lífmassa frjórra laxa. Þar verði nánari ákvæði um meðferð, útgáfu og breytingu áhættumats, m.a. hvernig skuli farið með framleiðslu verði dregið úr henni í kjölfar endurskoðunar áhættumats, og hvernig skuli farið að við aukningu á framleiðslu, í samræmi við niðurstöðu endurskoðunar áhættumats. Reglugerðin skal taka tillit til bestu fáanlegrar tækni og þess hvernig best verði stuðlað að sem umhverfisvænstum rekstri.]1)
1)L. 101/2019, 7. gr.
[6. gr. b. Burðarþolsmat.
Ráðherra ákveður hvaða firði eða hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert. Burðarþolsmat skal framkvæmt af Hafrannsóknastofnun eða aðila sem ráðuneytið samþykkir að fenginni bindandi umsögn Hafrannsóknastofnunar.
Hafrannsóknastofnun skal vakta lífrænt álag þeirra svæða sem þegar hafa verið metin til burðarþols og endurskoða matið svo oft sem þurfa þykir að mati stofnunarinnar.
Lífmassi eldisdýra hvers rekstrarleyfis skal að hámarki samrýmast burðarþolsmati og skal Matvælastofnun, ef við á, breyta gildandi rekstrarleyfum, að gefnum hæfilegum fresti til aðlögunar. Sama gildir að breyttu breytanda um starfsleyfi sem gefin eru út samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Heimilt er að setja nánari ákvæði í reglugerð um meðferð, útgáfu og breytingu burðarþolsmats.]1)
1)L. 101/2019, 7. gr.
III. kafli. Rekstrarleyfi til fiskeldis.
7. gr. Rekstrarleyfi.
Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf rekstrarleyfi sem [Matvælastofnun]1) veitir.
[Áður en leyfi skv. 1. mgr. er veitt getur Matvælastofnun aflað umsagnar Fiskistofu, …2) Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar eftir því sem við á um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi. [Umsækjandi skal uppfylla kröfur sem gerðar eru um heilbrigði lagareldisdýra og afurða þeirra, um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum og um velferð lagareldisdýra.]3)]4)
[Við lok gildistíma rekstrarleyfis er heimilt, að framkominni umsókn, að úthluta eldissvæðum að nýju til hlutaðeigandi. Sé um endurúthlutun að ræða skal Matvælastofnun endurmeta hvort umsækjandi uppfylli kröfur sem gerðar eru til rekstursins skv. 2. mgr.]3)
1)L. 49/2014, 3. gr. 2)L. 113/2015, 8. gr. 3)L. 101/2019, 8. gr. 4)L. 49/2014, 5. gr.
8. gr. Umsókn um rekstrarleyfi.
[Umsókn um rekstrarleyfi til fiskeldis skal vera skrifleg. Í henni skulu m.a. koma fram upplýsingar um eignaraðild að fiskeldisstöð, að umsækjandi hafi fullnægjandi fagþekkingu á viðkomandi sviði, að innra eftirlit stöðvar og eldisbúnaður standist kröfur sem nánar er kveðið á um í lögum þessum eða reglugerð um fiskeldi, um stærð og framleiðslumagn stöðvar mælt í lífmassa, eldistegundir, eldisstofna, hlutfall frjórra laxa og ófrjórra í eldi og eldisaðferðir. Einnig skal fylgja umsókn afrit af ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmd sé ekki matsskyld eða álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar samkvæmt [lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana].1)
Umsókn skv. 1. mgr. skulu fylgja gögn um heimild til afnota af landi eða vatni eða gögn um úthlutun eldissvæðis skv. 4. gr. a ef við á. Umsókn skal einnig fylgja rekstraráætlun sem sýnir m.a. uppbyggingarferil eldis og öflun hrogna og seiða, svo og önnur gögn sem Matvælastofnun eru nauðsynleg til að meta hvort skilyrði til útgáfu rekstrarleyfis séu fyrir hendi.
Umsókn um rekstrarleyfi sjókvíaeldisstöðvar skal fylgja áætlun um fjárfestingar í búnaði ásamt staðfestingu á stöðu eigin fjár og eiginfjárhlutfalli umsækjanda þegar umsókn er lögð fram. Eiginfjárhlutfall skal vera að lágmarki 30% að teknu tilliti til fjárfestinga í búnaði samkvæmt áætlun.]2)
1)L. 28/2023, 6. gr. 2)L. 101/2019, 9. gr.
9. gr. [Afstaða Matvælastofnunar.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar eða álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdar skal liggja fyrir áður en tillaga að rekstrarleyfi er auglýst opinberlega.
[Sé fyrirhuguð starfsemi háð mati á umhverfisáhrifum skal Matvælastofnun fyrir útgáfu rekstrarleyfis kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar til grundvallar. Matvælastofnun skal taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem gerð er grein fyrir samræmi milli leyfis og niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum …1). [Hafi Skipulagsstofnun sett skilyrði um mótvægisaðgerðir eða vöktun, sbr. 24. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, skal það koma fram í leyfinu.]1) Matvælastofnun skal í greinargerðinni einnig taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga þegar tilefni er til ef um það er fjallað í áliti Skipulagsstofnunar. Sé framkvæmd ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar skal Matvælastofnun fyrir útgáfu rekstrarleyfis kynna sér tilkynningu framkvæmdaraðila og ákvörðun um matsskyldu og kanna hvort framkvæmdin sé í samræmi við tilkynnta framkvæmd.]2)
Matvælastofnun skal taka tillit til áhættumats erfðablöndunar skv. 6. gr. a og burðarþolsmats skv. 6. gr. b og taka rökstudda afstöðu til sjúkdómstengdra þátta sem kunna að fylgja starfsemi fiskeldisstöðvar.
Matvælastofnun er heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma eða sníkjudýra, svo sem kveðið er á um í 10. gr. laga um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006. Stofnunin getur m.a. skilgreint smitsjúkdómasvæði og takmarkað flutning lifandi eldisfiska milli slíkra svæða.]3)
1)L. 28/2023, 7. gr. 2)L. 88/2020, 19. gr. 3)L. 101/2019, 10. gr.
10. gr. Efni og útgáfa rekstrarleyfis.
[Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi skilyrðum laga þessara, og eftir auglýsingu tillögu að rekstrarleyfi skv. 10. gr. a, skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Matvælastofnun skal endurskoða rekstrarleyfi reglulega. Rekstrarleyfishafi skal afhenda leyfisveitanda öll gögn og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að endurskoða skilyrði rekstrarleyfis, ef leyfisveitandi óskar þess. Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um endurskoðunina, m.a. um skilyrði hennar og tíðni.
Í rekstrarleyfi skulu vera ákvæði um stærð fiskeldisstöðvar mælt í leyfilegum lífmassa og hvort um sé að ræða seiðaeldi, áframeldi, strandeldi, landeldi eða sjókvíaeldi. Þegar um er að ræða sjókvíaeldi þarf einnig að koma fram hvort eldið sé kynslóðaskipt eða án kynslóðaskiptingar. Þá skal í rekstrarleyfi kveðið á um leyfilegar tegundir í eldi og leyfilega eldisstofna. Í rekstrarleyfi fyrir laxeldi skal m.a. kveðið á um hvort um sé að ræða eldi á frjóum laxi eða ófrjóum og skyldu til að halda skrá yfir uppruna eldislaxa, sem byggist á gagnagrunni um erfðaefni hjá framleiðanda hrogna. Ætli rekstrarleyfishafi að stunda bæði eldi á frjóum og ófrjóum laxi skal Matvælastofnun gefa út aðskilin rekstrarleyfi. Eldi ófrjórra laxa skal halda aðgreindu frá eldi frjórra laxa. Ráðherra skal setja nánari ákvæði í reglugerð um þær aðferðir sem skylt er að nota til að rekja uppruna eldislaxa til ákveðinna sjókvíaeldisstöðva og um framkvæmd þeirra.]1)
[Skilyrði fyrir útgáfu rekstrarleyfis er að fyrirhuguð starfsemi samræmist skipulagi á svæðinu samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða.]2)
Ráðherra er í reglugerð heimilt að mæla fyrir um nánari skilyrði sem setja má í rekstrarleyfi. …3)
Við útgáfu rekstrarleyfis skal þess ávallt gætt að fullnægt sé ákvæðum [laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana]4) og laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
[Matvælastofnun skal hafna útgáfu rekstrarleyfis til sjókvíaeldis sem felur í sér meiri framleiðslu en viðkomandi sjókvíaeldissvæði þolir samkvæmt burðarþolsmati. Burðarþolsmat skal framkvæmt af Hafrannsóknastofnun eða aðila sem ráðuneytið samþykkir að fenginni bindandi umsögn Hafrannsóknastofnunar.
…5)
Matvælastofnun skal hafna umsókn um rekstrarleyfi ef umsækjandi uppfyllir ekki kröfur skv. 2. málsl. 2. mgr. 7. gr.
Matvælastofnun skal hafna umsókn ef umsækjandi leggur ekki fram þau gögn sem kveðið er á um í 8. gr., enda hafi umsækjanda verið gefinn hæfilegur frestur til að leggja fram þau gögn sem vantar.
Matvælastofnun skal hafna umsókn ef mat skv. [3. mgr.]1) 9. gr. bendir til þess að fyrirhugað eldi feli í sér umtalsverða hættu á útbreiðslu sjúkdóma eða umtalsverð óæskileg áhrif á vistkerfi.]3)
1)L. 101/2019, 11. gr. 2)L. 88/2018, 18. gr. 3)L. 49/2014, 8. gr. 4)L. 28/2023, 6. gr. 5)L. 88/2020, 20. gr.
[10. gr. a. Auglýsing tillögu að rekstrarleyfi. Birting rekstrarleyfis.
Matvælastofnun skal vinna tillögur að rekstrarleyfum og auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Matvælastofnun og Umhverfisstofnun skulu auglýsa tillögu að rekstrar- og starfsleyfi á sama tíma. Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögur Matvælastofnunar innan fjögurra vikna frá auglýsingu.
Matvælastofnun skal innan fjögurra vikna frá því að frestur rann út til að gera athugasemdir við tillögur að rekstrarleyfi taka ákvörðun um útgáfu rekstrarleyfis. Matvælastofnun skal tilkynna Umhverfisstofnun, umsækjanda um rekstrarleyfi og þeim sem hafa gert athugasemdir við umsóknina um afgreiðslu rekstrarleyfis.
Matvælastofnun skal auglýsa á vefsíðu sinni útgáfu og gildistöku rekstrarleyfa. Birting á vefsíðu Matvælastofnunar telst vera opinber birting. [Matvælastofnun skal birta ákvörðun sína um útgáfu leyfis innan tveggja vikna frá afgreiðslu þess. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar greinargerð um afgreiðslu leyfis er aðgengileg og tilgreina um kæruheimild og kærufrest.]1)]2)
1)L. 88/2020, 21. gr. 2)L. 101/2019, 12. gr.
IV. kafli. Starfræksla fiskeldisstöðva.
11. gr. Upphaf starfsemi.
Rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum tekur þá fyrst gildi þegar [Matvælastofnun]1) hefur gert úttekt á fiskeldisstöð [og m.a. staðfest að því er varðar sjókvíaeldi laxfiska að framkvæmd og eldisbúnaður standist ströngustu staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki í sjó].2) Markmið úttektar er að staðreyna eftir föngum að rekstrarleyfishafi sé fær um að fullnægja skilyrðum laga þessara og skilmálum rekstrarleyfis.
Fiskeldisstöðvum er óheimilt að flytja eldisfisk eða seiði í fiskeldisstöð fyrr en rekstrarleyfi er fengið og úttekt hefur farið fram.
[Sjókvíaeldisstöðvar skulu hafa stöðvarskírteini útgefið af faggiltri skoðunarstofu og skal skírteinið aðeins gilda fyrir eina sjókvíaeldisstöð á tilteknum stað. Í stöðvarskírteini skulu koma fram upplýsingar um hönnun, ástand og samsetningu búnaðar sjókvíaeldisstöðvar og vottun um að búnaður uppfylli kröfur laga og gildandi staðla.
Ráðherra skal setja nánari reglur um upphaf starfsemi, m.a. um staðarúttekt, matsgreiningar festinga, meginíhluti og stöðvarskírteini með reglugerð.]3)
1)L. 49/2014, 3. gr. 2)L. 49/2014, 9. gr. 3)L. 101/2019, 13. gr.
12. gr. Friðunarsvæði í sjó.
[Matvælastofnun]1) er heimilt, að fenginni umsögn …2) [Hafrannsóknastofnunar],3) að ákveða friðunarsvæði í sjó framan við frárennsli fiskeldisstöðva með sömu skilyrðum og kveðið er á um í 5. mgr. 15. gr. og 16. gr. laga um lax- og silungsveiði.
Ef sannað þykir að veiðitakmarkanir skv. 1. mgr. hafi í för með sér tjón á fjárhagslegum hagsmunum eiganda sjávarjarðar skulu þeir bæta honum tjónið sem takmörkunin er til hagsbóta fyrir. Bætur skulu ákveðnar með mati skv. VII. kafla laga um lax- og silungsveiði.
1)L. 49/2014, 3. gr. 2)L. 113/2015, 8. gr. 3)L. 157/2012, 22. gr.
13. gr. [Veiðar á fiski sem strýkur.]1)
[Rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.],2) sem hefur ástæðu til að ætla að hann hafi misst eldisfisk úr fiskeldisstöð, skal án tafar tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu, Matvælastofnunar, sveitarfélaga og næstu veiðifélaga. Ef fyrir liggur rökstuddur grunur um strokufisk úr eldi í sjó skal Fiskistofa án tafar að eigin frumkvæði kanna hvort strok hafi átt sér stað. Staðfesti Fiskistofa strok eldisfisks skal stofnunin tryggja að brugðist sé við í samræmi við 2.–4 mgr.]1)
Rekstrarleyfishafa [eða skráningarskyldum aðila skv. 5. gr.]2) er skylt að grípa til allra þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar eru og í hans valdi standa, til þess að varna því að slíkur atburður, sem greinir í 1. mgr., valdi vistfræðilegu tjóni. Er honum í því skyni m.a. skylt, þrátt fyrir friðun á villtum fiski á svæðinu og án tillits til réttar eigenda sjávarjarða í netlögum, að gera allt sem í hans valdi stendur til að veiddur verði slíkur fiskur á svæði innan 200 metra frá stöðinni. Skal hver eldisstöð eiga og viðhalda nauðsynlegum búnaði í því skyni. [Fiskistofu er heimilt, að fengnu samþykki stjórnar veiðifélags eða veiðiréttarhafa, þar sem veiðifélag hefur ekki verið stofnað, að mæla fyrir um að leitað verði að slíkum fiski í nærliggjandi veiðiám eða vötnum og hann fjarlægður.]1) Ráðherra skal í reglugerð setja nánari fyrirmæli um hvernig að slíkum veiðum skal staðið.
Skylda til veiða skv. 2. mgr. takmarkast við þrjá sólarhringa frá því að ljóst er að fiskur hafi sloppið út, ef slíkur atburður gerist á göngutíma laxfiska, en veiðitíminn í slíkum tilvikum skal að öðru leyti háður ákvörðun Fiskistofu. Veiðar þær sem hér um ræðir skulu ávallt fara fram í samráði við fulltrúa Fiskistofu.
Ef rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.]2) hefur ekki hafið aðgerðir skv. 2. mgr. innan tólf klukkustunda frá því að ljóst er að eldisfiskur slapp út getur Fiskistofa, ef þörf krefur, gefið út almenna heimild til veiða á svæðinu með sömu skilyrðum og fram koma í 2. mgr.
Allan kostnað Fiskistofu og annarra stjórnvalda vegna nauðsynlegra aðgerða samkvæmt þessari grein skal rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.]2) greiða.
1)L. 101/2019, 14. gr. 2)L. 71/2021, 3. gr.
[13. gr. a. Innra eftirlit.
Rekstrarleyfishafi ber ábyrgð á því að sett sé á fót og starfrækt innra eftirlit með starfseminni, þ.m.t. eldisdýrum og heilbrigði þeirra, mannvirkjum og búnaði. Innra eftirlit skal tryggja að starfsemin sé í samræmi við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla eða rekstrarleyfi sem eru veitt samkvæmt þeim. Rekstrarleyfishafi skal sannprófa að eftirlit og úrbætur séu í samræmi við reglur um innra eftirlit.
Innra eftirlit sjókvíaeldisstöðvar skal m.a. fela í sér vöktun á viðkomu sníkjudýra í eldinu í samræmi við leiðbeiningar sem fram koma í reglugerð sem ráðherra setur. Niðurstöður vöktunar skulu sendar Matvælastofnun sem metur hvort og þá hvaða aðgerða er þörf vegna sníkjudýra í eldinu. Matvælastofnun skal leita umsagnar Hafrannsóknastofnunar áður en ákvörðun um aðgerðir er tekin. Niðurstöður vöktunar skal Matvælastofnun birta opinberlega í samræmi við 19. gr. b.
Rekstrarleyfishafi sjókvíaeldisstöðvar og landeldisstöðvar yfir ákveðinni stærð skal, sem hluta af innra eftirliti, starfrækja gæðakerfi þar sem fram koma verklagsreglur, m.a. um þjálfun starfsmanna og viðbragðsáætlanir. Leyfishafi skal sannreyna að verklagsreglur og viðbragðsáætlanir uppfylli markmið og gera nauðsynlegar úrbætur. Heimilt er að draga úr tíðni eftirlits hjá rekstrarleyfishafa sem hefur vottun frá faggiltum aðila eða frá alþjóðlega viðurkenndum aðila um að innra eftirlit fyrirtækisins uppfylli kröfur laga og reglna og viðmið Matvælastofnunar um frávik í opinberu eftirliti.
Matvælastofnun skal sannreyna með reglulegum hætti að framkvæmd innra eftirlits með starfseminni sé í samræmi við lög og reglur.
Ráðherra setur frekari ákvæði um innra eftirlit í reglugerð,1) þ.m.t. um viðbragðsáætlanir og skyldu rekstrarleyfishafa til starfrækslu gæðakerfis.]2)
1)Rg. 300/2018, sbr. 1061/2021. 2)L. 101/2019, 15. gr.
14. gr. Eftirlit og skýrslugjöf.
[Matvælastofnun]1) skal hafa eftirlit með fiskeldisstöðvum í samræmi við fyrirmæli laga þessara. Eftirlitið skal ná til rekstrar- og fiskeldisþátta í starfsemi stöðvanna og þess að skilyrði í rekstrarleyfi séu haldin. [Eftirlit með heilbrigði og velferð fiska og heilnæmi eldisafurða skal einnig framkvæmt af Matvælastofnun í samræmi við lög þar að lútandi.]2)
[Til að Matvælastofnun geti framkvæmt eftirlit skv. 1. mgr. skal rekstrarleyfishafi mánaðarlega gefa Matvælastofnun skýrslu um starfsemi sína. Þar skulu m.a. koma fram upplýsingar um framleiðslumagn stöðvar af slátruðum fiski, eldisrými, fóðurnotkun, birgðir af fiski mældar í lífmassa, uppruna fisks, sjúkdóma, sníkjudýr og önnur óhöpp í rekstri, svo og önnur þau atriði sem stofnuninni eru nauðsynleg til virks eftirlits samkvæmt lögum þessum. Þá skal færð dagbók um starfsemina í fiskeldisstöðvum samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Matvælastofnun er heimilt að kalla eftir frekari gögnum en hér greinir þegar tilefni er til. Matvælastofnun er heimilt að framkvæma upplýsingaöflun með rafrænum hætti og skylda rekstrarleyfishafa til að skrá upplýsingarnar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til. [Matvælastofnun er heimilt að draga úr tíðni og umfangi upplýsingagjafar hjá rekstraraðilum sem framleiða minna en 20 tonn á ári.]3)]2)
Ráðherra skal í reglugerð mæla nánar fyrir um eftirlitshlutverk [Matvælastofnunar].1) [Matvælastofnun]1) er heimilt að fela aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. að annast framkvæmd eftirlitsins samkvæmt sérstökum samningi. Þeir skulu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd eftirlitsins og leynt á að fara. [Um þagnarskylduna gilda ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga og skal brot á þeim varða refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.]4)
[Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar eða faggiltra eftirlitsaðila á hennar vegum skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
a. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
b. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
c. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
a. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
b. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
c. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
d. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.
Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.
Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.]5)
[Matvælastofnun skal heimill óheftur aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal til töku sýna og myndatöku, að dagbók rekstrarleyfishafa og að öllum þeim stöðum sem lög þessi og stjórnvaldsreglur ná yfir og er stofnuninni heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf.
[Rekstrarleyfishafa og skráningarskyldum aðila skv. 5. gr. eða starfsmönnum þeirra]6) er skylt að veita aðstoð við framkvæmd eftirlitsins og veita allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd laga þessara og ber [að afhenda endurgjaldslaust]6) sýni sem talin eru nauðsynleg til eftirlits. Þá getur opinber eftirlitsaðili ákveðið að rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.]6) skuli greiða allan kostnað vegna þvingunarúrræða sem framkvæmd eru samkvæmt lögum þessum og má innheimta slíkan kostnað með fjárnámi án dóms eða sáttar.]2)
1)L. 49/2014, 3. gr. 2)L. 101/2019, 16. gr. 3)L. 88/2020, 22. gr. 4)L. 71/2019, 5. gr. 5)L. 60/2023, 5. gr. 6)L. 71/2021, 4. gr.
[IV. kafli A. Gjaldtaka og trygging.]1)
1)L. 49/2014, 11. gr.
[14. gr. a. Gjaldtaka.
Við móttöku Matvælastofnunar á umsókn um rekstrarleyfi [og rekstrarleyfi til bráðabirgða]1) samkvæmt lögum þessum skulu umsækjendur greiða Matvælastofnun þjónustugjald vegna þess kostnaðar sem til fellur við afgreiðslu umsóknar. Ráðherra staðfestir, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem stofnuninni er falið að annast í tengslum við afgreiðslu á umsóknum um rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum. Umsóknir um rekstrarleyfi skulu ekki teknar til afgreiðslu fyrr en þjónustugjald hefur verið greitt.
[Við skráningu skv. 5. gr. skal aðili greiða þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá Matvælastofnunar vegna þess kostnaðar sem fellur til við afgreiðslu skráningarinnar. Fyrir úttekt Matvælastofnunar á starfseminni og framkvæmd eftirlits skal greitt þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar.]2)]3)
1)L. 28/2023, 8. gr. 2)L. 71/2021, 5. gr. 3)L. 49/2014, 11. gr.
[14. gr. b. Trygging.
Fyrir útgáfu rekstrarleyfis til sjókvíaeldis skal umsækjandi leggja fram sönnun þess að hann hafi keypt ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi. Ábyrgðartrygging takmarkast við að greiða þann kostnað sem til fellur við að fjarlægja búnað sjókvíaeldisstöðvar sem hætt hefur starfsemi, viðgerð á búnaði, hreinsun eldissvæðis og nauðsynlegar ráðstafanir vegna sjúkdómahættu, sbr. 21. gr. b. Ábyrgðartrygging skal gilda út gildistíma rekstrarleyfis og í tvö ár að gildistíma loknum. Ráðherra getur sett nánari ákvæði um trygginguna í reglugerð.]1)
1)L. 49/2014, 11. gr.
V. kafli. [Afturköllun rekstrarleyfis og afskráning fiskeldisstöðvar.]1)
1)L. 71/2021, 6. gr.
15. gr. Forsendubrestur.
[Ef fiskeldisstöð hefur ekki innan þriggja ára frá útgáfu rekstrarleyfis hafið starfsemi í samræmi við rekstraráætlun sem fylgdi umsókn samkvæmt ákvæðum 8. gr. skal Matvælastofnun fella rekstrarleyfið úr gildi. Matvælastofnun getur veitt undanþágu frá 1. málsl. ef málefnaleg sjónarmið búa að baki töfinni, þó ekki lengur en 12 mánuði. Rekstrarleyfi skal fellt úr gildi ef starfsemi fiskeldisstöðvar stöðvast í tvö ár. Matvælastofnun er heimilt, fimm árum frá útgáfu rekstrarleyfis til sjókvíaeldis, að minnka leyfilegt framleiðslumagn samkvæmt rekstrarleyfi sé nýting þess minni en 50% af burðarþoli sjókvíaeldissvæðis.]1)
Áður en gripið er til afturköllunar leyfis skv. 1. mgr. skal [Matvælastofnun]2) ávallt veita rekstrarleyfishafa skriflega viðvörun og hæfilegan frest til úrbóta.
1)L. 49/2014, 12. gr. 2)L. 49/2014, 3. gr.
16. gr. Afturköllun rekstrarleyfis.
[Matvælastofnun]1) getur afturkallað rekstrarleyfi ef leyfishafi eða starfsmenn hans brjóta gegn ákvæðum laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli þeirra. Einnig er heimilt að afturkalla leyfi ef leyfishafi eða starfsmenn hans brjóta gegn skilyrðum rekstrarleyfis eða skilyrðum þess er að öðru leyti ekki fullnægt. Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi ef leyfishafi verður ófær um að stunda rekstur og þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.
Áður en gripið er til afturköllunar leyfis skv. 1. mgr. skal [Matvælastofnun]1) ávallt veita rekstrarleyfishafa skriflega viðvörun og hæfilegan frest til úrbóta.
1)L. 49/2014, 3. gr.
[16. gr. a. Afskráning fiskeldisstöðvar.
Matvælastofnun er heimilt að afskrá skráða starfsemi og synja um endurskráningu verði aðili uppvís að því að vanrækja þær kröfur sem gilda um skráningu eða brjóta að öðru leyti gegn skilyrðum og skilmálum skráningarinnar. Matvælastofnun ber að senda skráningaraðila tilkynningu um tilefni afskráningar og skal skráningaraðila veittur frestur til andmæla.]1)
1)L. 71/2021, 6. gr.
VI. kafli. Ýmis ákvæði.
17. gr. Framsal.
Framsal, leiga og veðsetning á rekstrarleyfi til fiskeldis án skriflegs samþykkis [Matvælastofnunar]1) er óheimil. Slíku samþykki skal þinglýst í samræmi við ákvæði þinglýsingalaga.
1)L. 49/2014, 3. gr.
18. gr. Skaðabætur.
Ef rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili]1) samkvæmt lögum þessum verður umfram aðra fyrir tjóni vegna þess að tekin er ákvörðun um bann eða takmörkun á starfsemi með heimild í 6. gr. laga þessara skal slíkt tjón bætt úr ríkissjóði. Um ákvörðun bóta fer samkvæmt almennum reglum.
Ef sannað þykir að missir eldisfisks úr fiskeldisstöð valdi tjóni á hagsmunum veiðiréttarhafa, sem verndar njóta samkvæmt lax- og silungsveiðilögum, skal viðkomandi rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili]1) bæta tjónið á grundvelli mats skv. VII. kafla laga um lax- og silungsveiði. Hið sama á við um tjón annarra þeirra sem hafbeit, fiskeldi eða fiskrækt stunda.
Ef sannað þykir að starfsemi samkvæmt lögum þessum valdi tjóni í veiðivatni samkvæmt lax- og silungsveiðilögum í öðrum tilvikum en þeim sem greinir í 2. mgr. skal það tjón bætt eftir mati skv. VII. kafla þeirra laga, ef eigi semur.
1)L. 71/2021, 7. gr.
19. gr. Tilflutningur eldisfisks.
Kynbættan eldisfisk er eingöngu heimilt að nýta til fiskeldis og óheimilt er að sleppa honum í fiskrækt eða hafbeit. Þó getur Fiskistofa veitt rannsóknaraðila undanþágu til sleppitilrauna í óverulegum mæli, að fenginni umsögn Matvælastofnunar, [Hafrannsóknastofnunar]1) …2) eða annarra fagaðila ef ástæða þykir til.
Flutningur eldistegunda, sem ekki eru tilgreindar í rekstrarleyfi, milli fiskeldisstöðva, svo og flutningur og sleppingar lifandi fisks og frjóvgaðra hrogna milli ótengdra vatnasvæða, er óheimill.
…1)
1)L. 49/2014, 13. gr. 2)L. 113/2015, 8. gr.
[19. gr. a. Tímabundnar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar.
Hafrannsóknastofnun getur, sjálf eða í samvinnu við aðra, stundað tímabundnar rannsóknir í fiskveiðilandhelgi Íslands á eldi lagardýra, eldisaðferðum, atferli eldisfisks, mannvirkjum, búnaði og heilbrigði lagardýra.
Ráðherra veitir leyfi til rannsókna skv. 1. mgr. samkvæmt umsókn þar sem fram koma m.a. upplýsingar um markmið og framkvæmd rannsóknarinnar.
Við slíkar rannsóknir skal gætt allra varúðarsjónarmiða vegna þeirrar eldisstarfsemi sem þegar er starfrækt á viðkomandi svæði og þess gætt að tilraunastarfsemi raski ekki eða auki rekstrarlega áhættu þeirrar starfsemi.]1)
1)L. 101/2019, 17. gr.
[19. gr. b. Birting upplýsinga úr eftirliti og um framleiðslu.
Heimilt er að birta opinberlega upplýsingar úr eftirliti Matvælastofnunar og upplýsingar úr rekstrarleyfum og framleiðsluskýrslum [skráningarskyldra aðila og]1) einstakra rekstrarleyfishafa skv. 2. mgr. 14. gr.
Upplýsingar um strok og tilkynningarskylda sjúkdóma, svo sem um laxalús, óeðlileg afföll eldisdýra eða slæma meðferð á eldisdýri, skal Matvælastofnun birta opinberlega þegar slíks verður vart.
Ráðherra skal setja ákvæði í reglugerð um opinbera birtingu upplýsinga. Slíkar reglur skulu kveða nánar á um framsetningu og inntak birtingarinnar, m.a. að birtingin sé rafræn og innan hvaða tímamarka skuli birta slíkar upplýsingar.]2)
1)L. 71/2021, 8. gr. 2)L. 101/2019, 17. gr.
[19. gr. c. Birting upplýsinga.
Matvælastofnun skal greina opinberlega frá niðurstöðum eftirlits og ákvörðunum sem fela í sér:
a. afturköllun rekstrarleyfis [og ákvörðun Matvælastofnunar um afskráningu],1)
b. ákvörðun um úrbætur sem unnar eru á kostnað rekstrarleyfishafa [eða skráningarskylds aðila],1)
c. álagningu dagsekta,
d. ákvörðun um álagningu stjórnvaldssekta.]2)
1)L. 71/2021, 9. gr. 2)L. 101/2019, 17. gr.
20. gr. Eldisbúnaður.
Innflutningur á notuðum eldisbúnaði er óheimill. Til slíks búnaðar teljast eldiskvíar, eldisker, nætur, fóðrarar og fiskidælur. Þó er heimilt að flytja inn notuð vísindatæki og tæknibúnað, m.a. tæki til flutnings sem sannanlega er hægt að sótthreinsa að mati Matvælastofnunar. Einnig getur Matvælastofnun með sömu skilyrðum heimilað innflutning á öðrum eldisbúnaði enda þyki sannað að ekki berist smitefni með honum sem valda dýrasjúkdómum. Sækja skal um leyfi fyrir innflutningi á notuðum vísindatækjum, tæknibúnaði og eldisbúnaði til Matvælastofnunar sem getur heimilað innflutning að fenginni jákvæðri umsögn fisksjúkdómanefndar. [Ráðherra]1) skal í reglugerð setja nánari fyrirmæli um notkun flutningstækja og búnaðar sem notaður er í starfsemi rekstrarleyfishafa.
1)L. 126/2011, 483. gr.
[VI. kafli A. Umhverfissjóður sjókvíaeldis.]1)
1)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. a. Umhverfissjóður sjókvíaeldis.
Umhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og á forræði ráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. …1)]2)
1)L. 101/2019, 18. gr. 2)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. b. Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.
Umhverfissjóður sjókvíaeldis lýtur fjögurra manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Einn stjórnarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu ráðherra sem fer með umhverfismál. Ráðherra skal skipa formann sjóðsins án tilnefningar og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jafnt. Varamenn skal skipa með sama hætti.]1)
1)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. c. Verkefni stjórnar.
Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerð setta samkvæmt þeim. Verkefni stjórnar eru að:
a. skila ársreikningum og reglulegu yfirliti um starfsemi sjóðsins til ráðherra,
b. taka ákvarðanir um forgangsröðun verkefna og greiðslur úr sjóðnum,
c. taka ákvarðanir um ávöxtun eigin fjár,
d. tryggja að upplýsingar og gögn sem unnin eru á vegum sjóðsins séu aðgengileg.]1)
1)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. d. Ráðstöfunarfé Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.
Ráðstöfunarfé Umhverfissjóðs sjókvíaeldis er:
a. [árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum],1)
b. arður af eigin fé.]2)
1)L. 47/2018, 23. gr. 2)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. e. Árgjald Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.
[Rekstrarleyfishafi sem elur frjóan lax í kvíum í sjó skal greiða árlegt gjald að upphæð 20 SDR fyrir hvert tonn [leyfilegs hámarkslífmassa]1) samkvæmt rekstrarleyfi. Rekstrarleyfishafi sem elur ófrjóan lax eða regnbogasilung skal greiða árlegt gjald að upphæð 10 SDR fyrir hvert tonn [leyfilegs hámarkslífmassa]1) samkvæmt rekstrarleyfi. Rekstrarleyfishafi sem starfrækir eldi með lokuðum eldisbúnaði skal greiða árlegt gjald að upphæð 5 SDR fyrir hvert tonn [leyfilegs hámarkslífmassa]1) samkvæmt rekstrarleyfi. Við umreikning í íslenskar krónur skal miða við miðgengi íslensku krónunnar. Gjaldið rennur í ríkissjóð.]2)
…2)]3)
1)L. 129/2022, 59. gr. 2)L. 101/2019, 19. gr. 3)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. f. Álagning og innheimta árgjalds.
Matvælastofnun annast álagningu og innheimtu árgjalds skv. 20. gr. e. Ráðherra er þó heimilt að fela innheimtumönnum ríkissjóðs eða öðrum aðilum innheimtu þess.
Eigi síðar en 30. ágúst ár hvert skal Matvælastofnun hafa lokið álagningu á gjaldendur skv. 20 gr. e og skal gjaldendum tilkynnt bréflega um hana.
Gjöld skv. 20. gr. e vegna yfirstandandi almanaksárs falla í gjalddaga 1. október ár hvert. Ef gjöld eru ekki greidd innan 30 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af þeim skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu. Álagning gjalds eða úrskurður um gjaldtöku eru aðfararhæfar ákvarðanir. Matvælastofnun getur krafist fullnustu með aðfarargerð þegar liðnir eru 30 dagar frá gjalddaga.]1)
1)L. 49/2014, 14. gr.
[20. gr. g. Reglugerðarheimild. Kostnaður af rekstri.
Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð1) nánari ákvæði um starfsemi Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, þ.m.t. um málsmeðferð og reglur um greiðslur úr sjóðnum.
Allur kostnaður af starfsemi Umhverfissjóðs sjókvíaeldis greiðist af sjóðnum.]2)
1)Rg. 874/2019. Rg. 1133/2021. 2)L. 49/2014, 14. gr.
VII. kafli. Reglugerðarheimild, refsiákvæði o.fl.
21. gr. Reglugerðarheimild o.fl.
[Ráðherra]1) setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara með reglugerð.2) Þar skal m.a. kveðið á um útgáfu rekstrarleyfa, merkingar á seiðum í kvíaeldi, fóðurnotkun, endurnýjun eldisbúnaðar, úttekt á fiskeldisstöðvum, eftirlit með starfsemi fiskeldisstöðva, flutning eldistegunda milli fiskeldisstöðva, flutning fisks og frjóvgaðra hrogna milli ótengdra vatnasvæða o.fl.
[Matvælastofnun]3) er, eftir því sem þörf krefur, heimilt að setja svæðis- eða tímabundnar reglur á grundvelli slíkra reglugerða.
[Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð á um skyldu til notkunar geldstofns í sjókvíaeldi.]4)
1)L. 126/2011, 483. gr. 2)Rg. 105/2000, sbr. 528/2003 og 55/2019. Rg. 1254/2008, sbr. 936/2014. Rg. 346/2012. Rg. 401/2012, sbr. 626/2015 og 931/2015; reglugerðin fellur úr gildi nema að því er varðar þær umsóknir og þau rekstrarleyfi sem fjallað er um í ákvæði II og III til bráðabirgða í lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Rg. 220/2013. Rg. 221/2013. Rg. 271/2013. Rg. 272/2013. Rg. 273/2013. Rg. 1170/2015, sbr. 283/2016, 93/2017, 561/2017 og 54/2019. Rg. 300/2018, sbr. 1061/2021 og 1447/2021. Rg. 540/2020, sbr. 627/2020, 553/2021, 1062/2021, 1140/2021 og 367/2024. Rg. 588/2020. Rg. 462/2021, sbr. 634/2021, 1059/2021, 1369/2021, 717/2022, 1033/2022 og 283/2023. Rg. 463/2021, sbr. 1247/2023. Rg. 464/2021, sbr. 1248/2023. Rg. 580/2021, sbr. 61/2022, 383/2022, 443/2022, 524/2022, 525/2022, 711/2022, 927/2022, 1031/2022, 1143/2022, 1236/2022, 1393/2022 og 1547/2022. Rg. 581/2021, sbr. 453/2022, 715/2022, 1202/2023 og 162/2024. Rg. 637/2021, sbr. 1548/2022. Rg. 1069/2021. Rg. 1376/2021. Rg. 1377/2021, sbr. 708/2022 og 1041/2022. Rg. 450/2022, sbr. 712/2022. Rg. 454/2022, sbr. 721/2022, 1032/2022 og 1472/2022. Rg. 930/2022. Rg. 1034/2022. Rg. 1137/2022. 3)L. 49/2014, 3. gr. 4)L. 49/2014, 15. gr.
[21. gr. a. Dagsektir.
Fari rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili]1) ekki að fyrirmælum Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim eða skilyrðum í rekstrarleyfi innan tiltekins frests getur stofnunin ákveðið að leyfishafi [eða skráningarskyldur aðili]1) greiði dagsektir þar til úr verður bætt. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt [rekstraraðila fiskeldisstöðvar].1)
Dagsektir mega nema allt að 500.000 kr. á sólarhring. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta skal m.a. taka tillit til þess hve aðkallandi úrbæturnar eru og hversu stór og umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.
Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.
Aðila er heimilt að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um beitingu dagsekta til ráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að honum er tilkynnt ákvörðunin. Ráðuneytið skal kveða upp úrskurð eins fljótt og unnt er og að jafnaði innan mánaðar frá því að kæra berst.
Ákvarðanir Matvælastofnunar um dagsektir eru aðfararhæfar. Málskot til ráðuneytisins frestar aðför.]2)
1)L. 71/2021, 10. gr. 2)L. 49/2014, 16. gr.
[21. gr. b. Úrbætur á kostnað rekstrarleyfishafa.
Matvælastofnun er heimilt á kostnað rekstrarleyfishafa að láta fjarlægja búnað fiskeldisstöðvar sem hætt hefur starfsemi, gera við búnað og hreinsa eldissvæði og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir vegna sjúkdómahættu fari hann ekki að fyrirmælum Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim eða skilyrðum í rekstrarleyfi. [Með sama hætti getur Matvælastofnun látið slátra eldisfiski og hreinsað eldissvæði á kostnað rekstrarleyfishafa þegar hann hefur ekki farið að ákvæðum laga og reglugerða um leyfilegan lífmassa frjórra laxa eða lífmassa eldisdýra samkvæmt rekstrarleyfi. Ráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmdina með reglugerð.]1) Skal kostnaður þá greiddur til bráðabirgða af Matvælastofnun en innheimtast síðar hjá rekstrarleyfishafa eða úr ábyrgðartryggingu hans. Kostnað má innheimta með fjárnámi.]2)
1)L. 101/2019, 20. gr. 2)L. 49/2014, 16. gr.
[21. gr. c. [Starfsemi án rekstrarleyfis eða staðfestrar skráningar.]1)
Ef fiskeldisstöð er rekin án þess að rekstrarleyfi [eða staðfest skráning skv. 5. gr.]1) sé í gildi skal Matvælastofnun stöðva starfsemina. Eftir þörfum ber lögreglu að veita Matvælastofnun liðsinni í því skyni. Matvælastofnun er heimilt að slátra eða farga eldisdýrum, fjarlægja búnað sem notaður hefur verið til starfseminnar og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir skv. 21. gr. b á kostnað þess aðila sem rekið hefur fiskeldisstarfsemi án leyfis. [Eldisdýr sem hæf eru til manneldis skulu seld og andvirðið, að frádregnum kostnaði Matvælastofnunar við söluna, skal renna í ríkissjóð hafi aðili hafið starfsemi án rekstrarleyfis [eða staðfestrar skráningar]1) en ella til fyrrverandi [rekstraraðila].1)]2)
[[Sé rekstrarleyfi fellt úr gildi getur Matvælastofnun í sérstökum undantekningartilvikum, enda mæli ríkar ástæður með því, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að eins árs berist umsókn þess efnis frá handhafa þess leyfis sem var fellt úr gildi innan þriggja vikna frá því að leyfi var fellt úr gildi.]3) Umsókn um rekstrarleyfi til bráðabirgða skal afgreidd eins fljótt og mögulegt er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að umsókn berst. Í umsókn skal tilgreina með skýrum hætti tilgang rekstrarleyfis til bráðabirgða, ástæður þess og fyrirhugaðar aðgerðir á gildistíma bráðabirgðaleyfisins. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Matvælastofnun ekki stöðva rekstur fiskeldisstöðvar fyrr en fyrir liggur hvort sótt verði um rekstrarleyfi til bráðabirgða. [Berist umsókn um rekstrarleyfi til bráðabirgða skal ekki stöðva rekstur meðan umsókn er til meðferðar.]3) Rekstrarleyfi til bráðabirgða skal vera efnislega innan marka þess leyfis sem áður var í gildi. Ákvörðun um rekstrarleyfi til bráðabirgða [skal]3) byggja á gögnum sem aflað hefur verið við undirbúning þess rekstrarleyfis sem fellt var úr gildi. Þá getur [Matvælastofnun]3) sett rekstrarleyfi til bráðabirgða þau skilyrði sem þörf er á svo að tilgangur leyfisins náist, svo sem um samdrátt þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir hendi, um tímafresti vegna úrbóta eða um tímamörk málshöfðunar eða annarra athafna fyrir dómi sem eru á forræði aðila. [Sé rekstrarleyfi fellt úr gildi vegna annmarka á umhverfismati samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana skal Matvælastofnun auk framangreindra skilyrða tryggja að rekstrarleyfi til bráðabirgða sé bundið þeim skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 25. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.]3) Rekstrarleyfi til bráðabirgða samkvæmt þessari málsgrein er heimilt að endurútgefa einu sinni.
[Matvælastofnun skal vinna tillögur að rekstrarleyfum til bráðabirgða og auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögur Matvælastofnunar innan viku frá auglýsingu. Matvælastofnun skal tilkynna Umhverfisstofnun, umsækjanda um rekstrarleyfi til bráðabirgða og þeim sem hafa gert athugasemdir við tillögu um afgreiðslu rekstrarleyfis til bráðabirgða. Matvælastofnun skal auglýsa á vefsíðu sinni útgáfu og gildistöku rekstrarleyfis til bráðabirgða. Birting á vefsíðu Matvælastofnunar telst vera opinber birting. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar greinargerð um afgreiðslu leyfis er aðgengileg og tilgreina um kæruheimild og kærufrest. Ákvörðun Matvælastofnunar um veitingu rekstrarleyfis til bráðabirgða er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan mánaðar frá því að ákvörðun var birt opinberlega. Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um umsókn, málsmeðferð og skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi fyrir veitingu rekstrarleyfis til bráðabirgða samkvæmt þessari grein.]3)]4)]5)
1)L. 71/2021, 11. gr. 2)L. 101/2019, 21. gr. 3)L. 28/2023, 9. gr. 4)L. 108/2018, 1. gr. Ákvæðið tekur jafnframt til rekstrarleyfa sem voru felld úr gildi fyrir gildistöku þess skv. 2. gr. s.l. 5)L. 49/2014, 16. gr.
[21. gr. d. Stjórnvaldssektir.
Matvælastofnun getur lagt stjórnvaldssektir á [aðila]1) sem brýtur gegn einhverju eftirtalinna ákvæða laga þessara um:
1. hámark lífmassa í eldi á hverjum tíma skv. [5. gr.],1) 6. gr. a og 6. gr. b,
2. bann við flutningi eldisfisks eða seiða í fiskeldisstöð án rekstrarleyfis skv. 2. mgr. 11. gr. [eða staðfestrar skráningar skv. 5. gr.],1)
3. skyldu til að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokufiski skv. 1. og 2. mgr. 13. gr.,
4. bann við framsali, leigu og veðsetningu á rekstrarleyfi án skriflegs samþykkis Matvælastofnunar skv. 17. gr.,
5. bann við sleppingum kynbætts eldisfisks í fiskrækt eða hafbeit skv. 1. mgr. 19. gr.,
6. bann við flutningi og sleppingum eldisfisks og lifandi fisks skv. 2. mgr. 19. gr.,
7. bann við innflutningi á notuðum eldisbúnaði án leyfis Matvælastofnunar skv. 20. gr.
Sektir geta numið frá 100.000 kr. til 150.000.000 kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, þeirra hagsmuna sem í húfi eru, verðmætis ólögmætrar framleiðslu, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot hefur verið að ræða síðastliðin þrjú ár. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna lögaðila, hann hafi eða hafi getað haft ávinning af broti og hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir brotið með stjórnun og eftirliti.
Matvælastofnun er heimilt að fella mál niður í stað þess að leggja á stjórnvaldssektir ef:
a. ómögulegt var fyrir rekstrarleyfishafa [eða skráningarskyldan aðila skv. 5. gr.]1) að koma í veg fyrir brot,
b. brot hans er smávægilegt,
c. sérstaklega stendur á og álagning stjórnvaldssekta þykir ekki brýn af almennum réttarvörsluástæðum.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina er tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga hennar. Ákvörðun Matvælastofnunar um álagningu stjórnvaldssektar er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Aðili máls getur skotið ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssektir til ráðherra innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málskot til ráðherra frestar aðför. Úrskurðir ráðherra um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfir.
Heimild Matvælastofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk. Frestur skv. 1. málsl. rofnar þegar Matvælastofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.]2)
1)L. 71/2021, 12. gr. 2)L. 101/2019, 22. gr.
[21. gr. e. Réttur einstaklinga.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Matvælastofnun skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.]1)
1)L. 101/2019, 22. gr.
22. gr. Um refsingar.
Það varðar stjórnarmenn og framkvæmdastjóra rekstrarleyfishafa [eða skráningarskylds aðila skv. 5. gr.]1) sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar:
a. ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi,
b. ef þeir brjóta gegn ákvæðum 1. eða 2. mgr. 13. gr. laga þessara af ásetningi eða gáleysi,
c. ef fiskeldisstöðvar gefa ekki lögboðnar skýrslur um starfsemi sína eða veita eftirlitsmönnum rangar upplýsingar,
d. …2)
1)L. 71/2021, 13. gr. 2)L. 101/2019, 23. gr.
VIII. kafli. Gildistökuákvæði.
23. gr. Gildistaka o.fl.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2008. …
Ákvæði til bráðabirgða.
[I.
Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á hafsvæðum sem ekki er búið að meta til burðarþols við gildistöku ákvæðis þessa falla úr gildi. Um úthlutun þessara svæða fer þá skv. 4. gr. a.
Gilt rekstrarleyfi á hafsvæði sem ekki er búið að meta til burðarþols heldur gildi sínu eftir gildistöku þessa ákvæðis en skal taka breytingum þegar burðarþolsmat hefur farið fram. Að öðru leyti gilda ákvæði laganna um slík rekstrarleyfi.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[II.
Um meðferð og afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á hafsvæðum sem hafa verið metin til burðarþols og þar sem málsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, er lokið fyrir gildistöku þessa ákvæðis eða frummatsskýrslu hefur verið skilað fyrir gildistöku þessa ákvæðis til Skipulagsstofnunar skv. 9. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fer eftir eldri ákvæðum laganna.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[III.
Sé rekstrarleyfi sem veitt var samkvæmt eldri löggjöf fellt úr gildi vegna annmarka á leyfisveitingu, skulu ákvæði eldri laga gilda um afgreiðslu nýrra umsókna vegna áðurnefndra leyfa. Það sama á við um þau rekstrarleyfi sem gefin verða út samkvæmt eldri lögum eftir gildistöku laga þessara.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[IV.
Rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gefur út fyrir eldi á ófrjóum laxi í samræmi við áhættumat erfðablöndunar skal endurskoða fimm árum frá útgáfu rekstrarleyfisins enda liggi fyrir endurskoðaðar niðurstöður áhættumats erfðablöndunar innan þess tíma.
Hafi rekstrarleyfishafi ekki hafið eldi á ófrjóum laxi innan fimm ára frá útgáfu rekstrarleyfisins skal Matvælastofnun fella leyfið niður. Hafi rekstrarleyfishafi ekki nýtt helming eða meira af leyfilegum lífmassa rekstrarleyfis á ófrjóum laxi innan sjö ára frá útgáfu rekstrarleyfisins skal Matvælastofnun lækka heimilaðan lífmassa í rekstrarleyfi sem hinu ónýtta magni nemur.
Ráðherra er heimilt að auglýsa og úthluta að nýju í samræmi við 4. gr. a eldissvæðum eða leyfilegum lífmassa rekstrarleyfis fyrir ófrjóan lax sem fellur niður skv. 2. mgr.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[V.
Gilt starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi sem ekki hefur gilt rekstrarleyfi og er á hafsvæði sem ekki hefur verið burðarþolsmetið við gildistöku ákvæðis þessa fellur úr gildi við gildistökuna.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[VI.
Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. a skal Hafrannsóknastofnun leggja tillögu að endurskoðuðu áhættumati erfðablöndunar fyrir samráðsnefnd um fiskeldi svo fljótt sem auðið er eftir að lög þessi hafa verið birt í Stjórnartíðindum.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[VII.
Ráðherra skal skipa nefnd þriggja óvilhallra vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vistfræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal nefndin skila áliti sínu og tillögum fyrir 1. maí 2020 til ráðherra. Ráðherra skal í kjölfarið skila Alþingi skýrslu um niðurstöður nefndarinnar og viðbrögð við þeim.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[VIII.
Lög þessi skal endurskoða eigi síðar en 1. maí 2024.]1)
1)L. 101/2019, 24. gr.
[IX.
Heimilt er að úthluta opinberlega því magni í lífmassa sem heimilt getur verið að ala í Arnarfirði, Berufirði, Fáskrúðsfirði, Ísafjarðardjúpi, Reyðarfirði og Önundarfirði og er umfram heimildir í leyfum til fiskeldis og heimildir sem kunna að verða veittar á grundvelli umsókna sem til meðferðar koma samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II. Við útboð er skylt að setja lágmarksverð og skal það ákvarðað á grundvelli hlutlægra og málefnalegra forsendna sem taka mið af íslenskum aðstæðum og gjaldaumhverfi. Við mat á tilboðum gilda ákvæði 3. mgr. 4. gr. a auk þess sem líta skal til frumkvöðla á þeim svæðum sem slíkt á við. Sá lífmassi sem hér um ræðir tekur hlutfallslegum breytingum innan viðkomandi fjarðar eða hafsvæðis, sbr. 6. gr. b, uns rekstrarleyfi er gefið út. Ekki kemur til útgáfu eða breytinga á leyfum til fiskeldis til hækkunar á lífmassa á kostnað þess sem kemur til úthlutunar samkvæmt ákvæði þessu. Sá lífmassi sem hér um ræðir kemur ekki til ráðstöfunar á annan hátt en með úthlutun samkvæmt þessu ákvæði. Umsókn um rekstrarleyfi í kjölfar úthlutunar samkvæmt þessu ákvæði skulu fylgja gögn um úthlutun lífmassa.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um úthlutun lífmassa samkvæmt þessu ákvæði til bráðabirgða, þar á meðal um úthlutun til frumkvöðla.]1)
1)L. 59/2021, 1. gr.