Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um opinbera háskóla

2008 nr. 85 12. júní


Ferill málsins á Alţingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 20. júní 2008. Breytt međ: L. 50/2010 (tóku gildi 12. júní 2010). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 171/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 56/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013). L. 140/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 4.–12., 16.–18., 23.–29., 31.–32., 34.–38. og 40.–48. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014 og 21. gr. sem tók gildi 1. jan. 2016; komu til framkvćmda skv. fyrirmćlum í 49. gr.). L. 115/2015 (tóku gildi 16. des. 2015). L. 46/2021 (tóku gildi 8. júní 2021).

Ef í lögum ţessum er getiđ um ráđherra eđa ráđuneyti án ţess ađ málefnasviđ sé tilgreint sérstaklega eđa til ţess vísađ, er átt viđ háskóla-, iđnađar- og nýsköpunarráđherra eđa háskóla-, iđnađar- og nýsköpunarráđuneyti sem fer međ lög ţessi. Upplýsingar um málefnasviđ ráđuneyta skv. forsetaúrskurđi er ađ finna hér.

I. kafli. Gildissviđ o.fl.
1. gr. Gildissviđ.
[Lög ţessi gilda um Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnađarháskóla Íslands og Hólaskóla – Háskólann á Hólum sem reknir eru sem opinberir háskólar og lúta yfirstjórn ráđherra.]1) Opinber háskóli er í lögum ţessum nefndur háskóli.
[Ráđherra]2) birtir auglýsingu3) um háskóla sem starfa samkvćmt lögum ţessum.
   1)L. 56/2013, 1. gr. 2)L. 50/2010, 1. gr. 3)Augl. 753/2013.
2. gr.1)
   1)L. 56/2013, 2. gr.
3. gr. Hlutverk.
[[Háskóli er sjálfstćđ menntastofnun sem sinnir kennslu, rannsóknum, ţekkingarleit og sköpun á sviđi vísinda, frćđa, tćkniţróunar eđa lista, sbr. 2. og 3. gr. laga um háskóla.]1) Hann miđlar frćđslu til almennings og veitir ţjóđfélaginu ţjónustu í krafti ţekkingar sinnar. Háskóla er enn fremur heimilt ađ sinna endurmenntun ţeirra sem lokiđ hafa háskólaprófi í ţeim frćđum sem stunduđ eru innan hans.
Ráđherra er heimilt ađ fela einstökum háskólum ađ sinna kennslu eđa rannsóknum á ákveđnum afmörkuđum sviđum, ótímabundiđ eđa til ákveđins tíma, [sbr. 21. gr. laga um háskóla].1)
Um hlutverk háskóla fer ađ öđru leyti eftir ţví sem mćlt er fyrir um í lögum nr. 63/2006, um háskóla.]2)
   1)L. 56/2013, 3. gr. 2)L. 50/2010, 3. gr.

II. kafli. Stjórnsýsla og stjórnskipulag.
4. gr. Skipulagseiningar og rekstrarform.
Skipulagseiningar háskóla eru:
   a. skólar og deildir, sbr. IV. kafla laga ţessara,
   b. háskólastofnanir sem heyra undir háskólaráđ samkvćmt ákvörđun ţess,
   c. háskólastofnanir sem heyra undir skóla eđa deildir samkvćmt ákvörđun skólaráđs,
   d. háskólastofnanir sem starfa á grundvelli sérlaga.
Heimilt er í reglum,1) er háskólaráđ setur, ađ nota önnur heiti fyrir skóla og deildir, sbr. a-liđ 1. mgr., og ađ háskóli starfi á grundvelli annarra skipulagseininga.
   1)Rgl. 480/2010, sbr. rgl. 553/2011 og rgl. 1195/2013. Rgl. 483/2010.
5. gr. Háskólaráđ og stjórn háskóla.
Stjórn háskóla er falin háskólaráđi og rektor. Háskólaráđ markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla. Háskólaráđ fer međ almennt eftirlit međ starfsemi háskólans í heild, einstakra skóla og háskólastofnana og ber ábyrgđ á ţví ađ háskóli starfi í samrćmi viđ lög og stjórnvaldsfyrirmćli.
Háskólaráđ fer međ úrskurđarvald í málefnum háskólans, einstakra skóla og stofnana sem honum tengjast og heyra undir háskólaráđ eđa skóla.
Háskólaráđ ber ábyrgđ á framkvćmd samstarfssamninga sem háskóli gerir viđ fyrirtćki og ađrar stofnanir. Ţá hefur háskólaráđ yfirumsjón međ fyrirtćkjum, sjóđum og almennum eignum háskóla.
Háskólaráđ setur reglur og viđmiđ um ráđningu starfsfólks skóla og háskólastofnana, sbr. b- og c-liđ 1. mgr. 4. gr.
Háskólaráđ getur framselt ákvörđunarvald sem rektor eđa öđrum stjórnendum er fengiđ í einstökum málum eđa málaflokkum til annarra stjórnenda enda sé ţađ gert skriflega og tilkynnt sérstaklega.
Fái háskólaráđ til međferđar málefni er varđar sérstaklega einn skóla skal ráđiđ leita álits forseta hans áđur en málefniđ er leitt til lykta. Međ sama hćtti skal háskólaráđ leita álits forstöđumanns háskólastofnunar sem ekki heyrir undir skóla.
6. gr. Fulltrúar í háskólaráđi.
Rektor á sćti í háskólaráđi og er hann jafnframt formađur ráđsins.
Í háskólaráđi háskóla međ fćrri en 5.000 nemendur skulu auk rektors eiga sćti sex fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
   1. [Tveir fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi.]1)
   2. Einn fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda viđ háskólann.
   3. [Einn fulltrúi tilnefndur af ráđherra.]1)
   4. Tveir fulltrúar tilnefndir af ţeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráđi.
Í háskólaráđi háskóla međ fleiri en 5.000 nemendur skulu auk rektors eiga sćti tíu fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
   1. [Ţrír]1) fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi.
   2. Tveir fulltrúar tilnefndir af heildarsamtökum nemenda viđ háskólann.
   3. [Tveir fulltrúar tilnefndir af ráđherra.]1)
   4. [Ţrír]1) fulltrúar tilnefndir af ţeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráđi.
Hverjum fulltrúa skv. 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. og 1., 2. og 3. tölul. 3. mgr. skal tilnefndur varamađur.
[Tveir fulltrúar skv. 4. tölul. 2. mgr., ţrír fulltrúar skv. 4. tölul. 3. mgr.]1) og einn sameiginlegur varamađur fyrir ţá skulu tilnefndir sameiginlega af rektor og öđrum fulltrúum skv. 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. og 1., 2. og 3. tölul. 3. mgr. ţegar ţeir hafa veriđ tilnefndir í ráđiđ til nćstu tveggja ára. Viđ tilnefningu fulltrúa skv. 3. og 4. tölul. 2. mgr. og 3. og 4. tölul. 3. mgr. skal leitast viđ ađ tryggja sem víđtćkasta ţekkingu og reynslu háskólanum til stuđnings og fulltrúarnir mega ekki vera starfsmenn eđa nemendur háskólans. Ţegar ţeir fulltrúar sem taldir eru í ţessari málsgrein hafa veriđ tilnefndir telst háskólaráđ fullskipađ.
Háskólaráđ setur nánari reglur um val á fulltrúum háskólasamfélagsins og nemenda. Leita skal umsagnar háskólafundar og heildarsamtaka nemenda háskóla áđur en slíkar reglur eru settar eđa ţeim breytt.
   1)L. 50/2010, 4. gr., sbr. einnig brbákv. I í s.l.
7. gr. Fundir háskólaráđs.
Háskólaráđ heldur fundi eftir ţörfum. Ćski ţrír fulltrúar í háskólaráđi fundar er formanni skylt ađ bođa til hans.
Háskólaráđ er ekki ályktunarfćrt nema fimm atkvćđisbćrir háskólaráđsmenn sćki fund hiđ fćsta. Afl atkvćđa rćđur úrslitum mála. Ef atkvćđi falla jöfn sker atkvćđi formanns úr.
Rektor bođar fundi háskólaráđs. Háskólaráđ setur reglur um undirbúning funda, fundarbođ, fundarsköp, birtingu ákvarđana og annađ er lýtur ađ starfsháttum ráđsins og ekki er ákveđiđ í lögum ţessum.
8. gr. Háskólarektor.
[Ráđherra]1) skipar háskólarektor til fimm ára samkvćmt tilnefningu háskólaráđs. Háskólaráđ setur reglur um hvernig stađiđ skuli ađ tilnefningu rektors. Getur háskólaráđ ákveđiđ hvort tilnefning ţess fari fram ađ undangengnum kosningum eđa auglýsingu embćttisins.
Rektor er formađur háskólaráđs. Hann er yfirmađur stjórnsýslu háskólans og ćđsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvćđi ađ ţví ađ háskólaráđ marki sér heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgđ á og hefur eftirlit međ allri starfsemi háskólans, ţ.m.t. ráđningar- og fjármálum einstakra skóla og stofnana. Hann ber ábyrgđ á gerđ starfs- og rekstraráćtlana og ađ ţćr séu samţykktar af háskólaráđi. Á milli funda háskólaráđs fer rektor međ ákvörđunarvald í öllum málum háskólans.
Rektor rćđur forseta fyrir hvern skóla, sbr. 12. gr., og setur honum erindisbréf. Háskólaráđ getur heimilađ ađ rektor ráđi ađstođarrektor, einn eđa fleiri.
Rektor rćđur starfsfólk sameiginlegrar stjórnsýslu háskóla og setur ţví erindisbréf eđa starfslýsingar.
   1)L. 50/2010, 5. gr.

III. kafli. Háskólafundur.
9. gr. Háskólafundur.
Háskólafundur er samráđsvettvangur háskólasamfélagsins ţar sem fram fer umrćđa um ţróun og eflingu háskólans. Háskólafundur [mótar og setur fram]1) sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans ađ frumkvćđi rektors. Háskólaráđ getur leitađ umsagnar háskólafundar um hvađeina sem varđar starfsemi háskóla, einstakra skóla eđa stofnana. Háskólaráđ getur einnig faliđ háskólafundi umfjöllun um fagleg málefni og akademíska stefnumörkun.
Háskólafundur er ályktunarbćr um ţau málefni sem fundurinn telur ađ varđi hag háskólasamfélagsins.
Ákvörđunum háskólaráđs, rektors, forseta skóla eđa forstöđumanna háskólastofnana verđur ekki skotiđ til háskólafundar.
   1)L. 50/2010, 6. gr.
10. gr. Fulltrúar á háskólafundi.
Á háskólafundi eiga sćti rektor, forsetar og formenn deilda. Ţar sitja jafnframt kennarar og sérfrćđingar úr skólum og stofnunum háskóla, ásamt fulltrúum stofnana sem starfa samkvćmt sérlögum eđa tengjast háskólanum sérstaklega. Fulltrúar skóla skulu kjörnir á skólafundi, sbr. 14. gr.
Á háskólafundi eiga einnig sćti til tveggja ára í senn tveir fulltrúar samtaka háskólakennara kjörnir í skriflegri kosningu úr hópi félagsmanna sem ekki gegna störfum forseta og tveir fulltrúar starfsmanna viđ stjórnsýslu háskólans kjörnir í skriflegri atkvćđagreiđslu. Auk ţess á sćti á háskólafundi einn fulltrúi nemenda á móti hverjum fimm fulltrúum annarra ađila innan háskólans, og skulu ţeir kjörnir í sérstökum kosningum til [eins árs]1) í senn.
Háskólaráđ setur nánari reglur2) um fjölda fulltrúa sem sćti eiga á háskólafundi og um val ţeirra. Í reglum skal jafnframt kveđiđ á um kosningu og setu fulltrúa annarra stofnana og samtaka á háskólafundi en ţeirra sem taldir eru í 1. mgr. og um atkvćđisrétt ţeirra.
Rektor bođar háskólafund og stýrir honum eđa felur öđrum stjórn hans. Háskólafund skal halda ađ minnsta kosti einu sinni á hverju ári. Ćski 2/3 hlutar fulltrúa á háskólafundi fundar er rektor skylt ađ bođa til hans.
   1)L. 56/2013, 4. gr. 2)Rgl. 984/2008, sbr. rgl. 1144/2011 og rgl. 521/2016.

IV. kafli. Skólar og stofnanir.
11. gr. Skólar og stofnanir.
Skólar eru megineiningar háskóla og deildir grunneiningar. Háskólaráđ ákvarđar hlutverk, mörk og verkaskiptingu milli skóla og kveđur á um skipan ţeirra í reglum. Hver skóli skiptist í deildir samkvćmt tillögu skólans sem lögđ er fyrir háskólaráđ. Leita skal umsagnar háskólafundar áđur en gerđar eru grundvallarbreytingar á skólaskipaninni.
Innan skóla fer fram kennsla, rannsóknir og stjórnun. Skólar eru sjálfstćđir um fagleg og rekstrarleg málefni innan ţeirra marka sem ákvörđuđ eru af háskólaráđi. Deildir bera faglega ábyrgđ á háskólakennslu og rannsóknum.
Viđ skóla og deildir er heimilt ađ starfrćkja sérstakar háskólastofnanir, sbr. c-liđ 1. mgr. 4. gr., og rannsóknastofur sem settar eru á stofn samkvćmt ákvörđun skólaráđs og samkvćmt nánari reglum1) sem háskólaráđ setur.
   1)Rgl. 844/2001, sbr. rgl. 895/2005, rgl. 315/2009, rgl. 96/2012 og rgl. 417/2023. Rgl. 1055/2006, sbr. rgl. 345/2008, rgl. 316/2009 og rgl. 1306/2011. Rgl. 370/2009, sbr. rgl. 443/2018. Rgl. 570/2009. Rgl. 1021/2009. Rgl. 1023/2009, sbr. rgl. 354/2013. Rgl. 542/2010, sbr. rgl. 511/2022. Rgl. 543/2010, sbr. rgl. 354/2017. Rgl. 544/2010. Rgl. 545/2010. Rgl. 546/2010, sbr. rgl. 737/2022. Rgl. 547/2010. Rgl. 548/2010. Rgl. 549/2010, sbr. 312/2021 og rgl. 416/2023. Rgl. 550/2010, sbr. rgl. 355/2017. Rgl. 551/2010. Rgl. 554/2010, sbr. rgl. 738/2022. Rgl. 554/2011. Rgl. 555/2011. Rgl. 685/2011, sbr. rgl. 382/2024.
12. gr. Forsetar skóla og deildarformenn.
Daglegri starfsemi skóla stýrir forseti. Rektor rćđur forseta hvers skóla ađ undangenginni auglýsingu. Heimilt er rektor ađ kalla starfsmann háskóla til ţess ađ vera forseti yfir skóla. Um tímalengd ráđningar fer samkvćmt reglum sem háskólaráđ setur. Rektor setur forsetum erindisbréf.
Í umbođi háskólaráđs og rektors á forseti frumkvćđi ađ mótun stefnu fyrir skóla, hefur eftirlit međ starfi og stjórnsýslu hans og rćđur til hans starfsfólk. Forseti ber ábyrgđ á fjármálum og almennum gćđakröfum skóla gagnvart rektor og háskólaráđi, sbr. 5. gr. Forseti velur deildarformenn til tveggja ára í senn samkvćmt tilnefningu deildarfundar. Háskólaráđ setur reglur um val deildarformanna.
13. gr. Skólaráđ.
Forseti og deildarformenn mynda skólaráđ. Í skólaráđi skal einnig sitja fulltrúi nemenda, einn eđa fleiri, sem valinn er af nemendum samkvćmt reglum sem háskólaráđ setur. Skólaráđ fjallar um sameiginleg málefni skólans, ţar á međal ákvarđanir deilda um námsframbođ. [Háskólaráđi er heimilt ađ ákveđa ađ í skólaráđi sitji einnig fulltrúar tiltekinna kennslugreina sem saman mynda deild. Enn fremur er háskólaráđi heimilt ađ ákveđa ađ í skólaráđi sitji fulltrúi opinberrar stofnunar sem er í mjög nánu samstarfi um kennslu og ţjálfun nemenda.]1)
Háskólaráđ setur nánari reglur um starfsemi skóla, stjórn ţeirra, skiptingu skóla í deildir, hlutverk deildarformanna og skóla- og deildarfundi.
   1)L. 50/2010, 8. gr.
14. gr. Skólafundir.
Skólafundur, sem forseti stýrir í umbođi rektors, er samráđsvettvangur ţar sem fram fer umrćđa um innri málefni skóla. Háskólaráđ getur leitađ umsagnar fundar skóla um hvađeina sem varđar starfsemi skólans og ţeirra deilda sem starfrćktar eru viđ hann.
Skólafundur er ályktunarbćr um ţau málefni sem fundurinn telur ađ varđi hag skóla. Ályktanir fundar skóla skulu kynntar háskólaráđi, rektor, forstöđumönnum háskólastofnana og öđrum ţeim er ţćr kunna ađ varđa.
Ákvörđunum háskólaráđs, rektors, forseta eđa forstöđumanns háskólastofnunar verđur ekki skotiđ til skólafundar. Sama gildir um húsfundi í háskólastofnun, sbr. b- og c-liđ 1. mgr. 4. gr.

V. kafli. Starfsfólk háskóla.
15. gr. Starfsheiti.
Starfsheiti kennara viđ háskóla skulu vera prófessor, dósent, lektor og ađjunkt. Háskólaráđ getur sett nánari reglur um ţessi og önnur starfsheiti sem ţađ ákveđur ađ nota.
Háskólakennarar hafa međ höndum og bera ábyrgđ á kennslu sem fram fer til viđurkenndrar prófgráđu.
Háskólakennarar og sérfrćđingar hafa međ höndum sjálfstćđar vísindarannsóknir.
Forstöđumenn stofnana hafa međ höndum háskólakennslu og sjálfstćđar rannsóknir ef kveđiđ er á um ţađ í reglum viđkomandi stofnunar.
Háskólaráđ setur nánari reglur1) um starfsheiti og starfsskyldur ţeirra sem ráđnir eru í akademísk störf samkvćmt ákvćđum ţessa kafla, sem og um leyfi ţeirra frá störfum.
   1)Rgl. 605/2006, sbr. rgl. 968/2009, rgl. 189/2013, rgl. 224/2015, rgl. 302/2015, rgl. 1158/2015, rgl. 169/2020, rgl. 491/2021 og rgl. 1049/2021. Rgl. 1096/2008, sbr. rgl. 541/2010. Rgl. 971/2009, sbr. rgl. 225/2015, rgl. 170/2020 og rgl. 492/2021. Rgl. 724/2023.
16. gr. Dómnefndir.
Háskóli skal setja á fót dómnefnd til ţess ađ meta hćfi ţeirra sem sćkja um akademísk störf eđa fá bođ um slíkt starf. [Ţeir sem bera starfsheitin prófessor, dósent, lektor og sérfrćđingur skulu hafa ţekkingu og reynslu í samrćmi viđ alţjóđleg viđmiđ fyrir viđkomandi starfsheiti á ţeirra frćđasviđi, stađfest međ áliti dómnefndar eđa međ doktorsprófi frá viđurkenndum háskóla.]1) Ţeir skulu jafnframt hafa sýnt ţann árangur í starfi ađ ţeir njóti viđurkenningar á viđkomandi sérsviđi.
Skóla eđa stofnun er heimilt ađ gera kröfu um ađ umsćkjendur um akademískt starf hafi doktorspróf á viđkomandi sérsviđi.
Um skipan, störf og niđurstöđur dómnefndar fer skv. 18. gr. laga um háskóla og reglum2) sem háskólaráđ setur ađ fenginni umsögn háskólafundar. Í ţeim reglum skal tryggt ađ umsóknir hljóti faglega og óvilhalla međferđ. Heimilt er ađ taka upp fyrirkomulag fastra dómnefnda innan háskóla.
   1)L. 56/2013, 5. gr. 2)Rgl. 724/2023.
17. gr. Veiting starfa.
[Rektor veitir ótímabundin akademísk störf viđ háskóla og framgang akademískra starfsmanna. Forseti frćđasviđs veitir tímabundin akademísk störf viđ skóla og stofnanir sem heyra undir skóla í umbođi rektors. Forstöđumađur veitir akademísk störf viđ stofnun sem heyrir undir háskólaráđ í umbođi rektors. Veiting starfs skal ákveđin á grundvelli tillögu sem gerđ er samkvćmt nánari reglum1) settum af háskólaráđi en ţćr afmarka jafnframt umbođ forseta og forstöđumanna. Ţegar starf hefur veriđ veitt skal gerđur um ţađ ráđningarsamningur.]2)
Akademískt starf, sem veitt er viđ háskóla, skal áđur hafa veriđ auglýst laust til umsóknar. Rektor háskóla, samkvćmt tillögu skóla og međ samţykki háskólaráđs, getur ţó bođiđ vísindamanni ađ taka viđ slíku starfi án ţess ađ ţađ sé auglýst laust til umsóknar. Háskóla er jafnframt heimilt ađ víkja frá skyldu til auglýsinga ţegar í hlut eiga störf sem byggjast á sérstökum tímabundnum styrkjum, störf sem tengjast sérstökum tímabundnum verkefnum, störf sem nemendur gegna viđ háskólann samhliđa rannsóknartengdu framhaldsnámi og störf viđ háskólann sem tengjast tilteknu starfi utan hans á grundvelli samstarfssamnings.
Starf er ekki auglýst ţegar um er ađ rćđa framgang eđa tilflutning milli starfsheita samkvćmt reglum3) settum af háskólaráđi.
Ráđningarsamningur um akademískt starf getur veriđ ótímabundinn eđa tímabundinn til allt ađ fimm ára. Ţegar sérstaklega stendur á er heimilt ađ framlengja tímabundna ráđningu um allt ađ tvö ár fram yfir fimm ára markiđ.
   1)Rgl. 1301/2020, sbr. rgl. 1077/2022. Rgl. 156/2022. Rgl. 157/2022. Rgl. 724/2023. Rgl. 726/2023. 2)L. 50/2010, 9. gr. 3)Rgl. 1300/2020. Rgl. 155/2022. Rgl. 157/2022. Rgl. 725/2023. Rgl. 761/2023.

VI. kafli. Nemendur.
18. gr. Innritun.
Rektor, og forsetar í umbođi hans, bera ábyrgđ á innritun nemenda í háskóla.
Nemendur, sem hefja nám til fyrstu háskólagráđu í háskóla, skulu hafa lokiđ stúdentsprófi eđa [stađist lokapróf frá framhaldsskóla á 3. hćfniţrepi].1) Háskóla er ţó heimilt ađ innrita nemendur sem ekki hafa lokiđ stúdentsprófi eđa öđru jafngildu prófi ef ţeir hafa öđlast reynslu eđa ráđa yfir ţekkingu og fćrni sem svarar til krafna skólans um undirbúning fyrir nám á háskólastigi.
Háskólaráđ setur, ađ fenginni tillögu skóla eftir ţví sem viđ á, nánari reglur2) um eftirfarandi atriđi:
   a. [kröfur um efni lokaprófs frá framhaldsskóla á 3. hćfniţrepi auk viđbótarkrafna, ţegar viđ á, um undirbúning fyrir einstakar námsleiđir í grunnnámi],1)
   b. inntökuskilyrđi í einstakar námsleiđir í framhaldsnámi,
   c. inntöku- eđa stöđupróf sem viđhöfđ eru á einstökum námsleiđum,
   d. mat á reynslu, ţekkingu og fćrni nemenda sem ekki hafa lokiđ formlegu undirbúningsnámi á framhaldsskólastigi.
Reglur um takmörkun á fjölda nemenda sem teknir eru inn á einstakar námsleiđir skulu settar fyrir fram fyrir hvert háskólaár. Í slíkum reglum skal taka miđ af skilyrđum háskóla til ţess ađ veita kennslu á viđkomandi námsleiđ. Í reglum háskólaráđs er heimilt ađ takmarka fjölda nemenda inn á einstaka námsleiđir enda séu ţá ekki fyrir hendi skilyrđi til inntöku allra umsćkjenda.
   1)L. 46/2021, 2. gr. 2)Rgl. 1042/2003, sbr. rgl. 277/2006, rgl. 1057/2006, rgl. 190/2013, rgl. 1042/2015, rgl. 107/2016, rgl. 1017/2016, rgl. 109/2018, rgl. 54/2020 og rgl. 247/2020. Rgl. 413/2006, sbr. rgl. 1172/2010, rgl. 391/2021 og rgl. 593/2022. Rgl. 972/2009, sbr. rgl. 155/2010, rgl. 139/2014 og rgl. 126/2023. Rgl. 153/2010, sbr. rgl. 153/2011, rgl. 1307/2011, rgl. 556/2012, rgl. 801/2012, rgl. 75/2013, rgl. 308/2013, rgl. 1234/2013, rgl. 316/2014, rgl. 1093/2014, rgl. 226/2015, rgl. 50/2016, rgl. 162/2016, rgl. 1204/2016, rgl. 1256/2017, rgl. 444/2018, rgl. 515/2018, 1193/2018, rgl. 201/2019, rgl. 376/2019, rgl. 906/2019, rgl. 1162/2019, rgl. 53/2020, rgl. 619/2020, rgl. 680/2020, rgl. 939/2020, rgl. 1299/2020, rgl. 67/2021, rgl. 1532/2021, rgl. 113/2022, rgl. 518/2022, rgl. 122/2023 og rgl. 1527/2023 rgl. 604/2023. Rgl. 154/2010, sbr. rgl. 1196/2012. Rgl. 155/2011, sbr. rgl. 479/2020, rgl. 310/2021 og rgl. 124/2023. Rgl. 214/2011, sbr. rgl. 606/2014 og rgl. 52/2020. Rgl. 500/2011, sbr. rgl. 187/2013, rgl. 547/2015, rgl. 996/2017, rgl. 445/2018, rgl. 1534/2021, rgl. 740/2022 og 1113/2023. Rgl. 501/2011, sbr. rgl. 306/2018. Rgl. 643/2011, sbr. rgl. 95/2012, rgl. 188/2013, rgl. 1078/2013, rgl. 1257/2017, rgl. 446/2018, rgl. 115/2022 og rgl. 736/2022. Rgl. 244/2014, sbr. rgl. 801/2016, rgl. 889/2016, rgl. 125/2023, rgl. 272/2023 og rgl. 605/2023. Rgl. 1160/2015, sbr. rgl. 1155/2016, rgl. 1032/2019, rgl. 1537/2021 og rgl. 516/2022. Rgl. 351/2017. Rgl. 994/2017, sbr. rgl. 447/2018 og rgl. 1192/2018. Rgl. 995/2017, sbr. rgl. 1536/2021 og rgl. 1256/2022. Rgl. 440/2018, sbr. rgl. 1533/2021. Rgl. 699/2018, sbr. rgl. 342/2024. Rgl. 700/2018. Rgl. 977/2018, sbr. rgl. 1529/2023. Rgl. 60/2019, sbr. rgl. 1127/2020, rgl. 114/2022, rgl. 515/2022 og rgl. 1013/2023. Rgl. 172/2020. Rgl. 1580/2020. Rgl. 1581/2020. Rgl. 140/2021. Rgl. 112/2022. Rgl. 331/2022, sbr. rgl. 512/2022 og rgl. 1528/2023. Rgl. 822/2022. Rg. 666/2023.
19. gr. Réttindi og skyldur nemenda.
Háskólaráđ setur, ađ fenginni umsögn heildarsamtaka nemenda innan háskólans, reglur um réttindi og skyldur nemenda, ţ.m.t. um málskotsrétt ţeirra innan háskólans.
Nemandi skal forđast ađ hafast nokkuđ ţađ ađ í námi sínu eđa í framkomu sinni innan og utan skólans sem er honum til vanvirđu eđa álitshnekkis eđa varpađ getur rýrđ á nám hans eđa skóla.
Gerist nemandi sekur um háttsemi skv. 2. mgr. eđa sem er andstćđ lögum ţessum eđa reglum settum samkvćmt ţeim skal forseti ţess skóla ţar sem hann er skráđur til náms taka mál hans til međferđar. Ađ teknu tilliti til alvarleika brots getur forseti veitt nemanda áminningu eđa vikiđ honum úr skóla um tiltekinn tíma eđa ađ fullu. Áđur en ákvörđun um brottrekstur er tekin skal gefa nemanda kost á ađ tjá sig um máliđ. Nemanda er heimilt ađ skjóta ákvörđun forseta til áfrýjunarnefndar samkvćmt lögum um háskóla. Málskot frestar framkvćmd ákvörđunar forseta.
Rektor getur ađ hćfilegum tíma liđnum heimilađ nemanda, sem vikiđ hefur veriđ ađ fullu úr skóla, ađ skrá sig aftur til náms í háskólanum ef ađstćđur hafa breyst. Nemanda er heimilt ađ skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar.

VII. kafli. Kennsla, prófhald og prófgráđur.
20. gr. Kennsla, kennsluhćttir.
Háskólaráđ setur reglur um lengd háskólaárs og skiptingu ţess í kennslumissiri. Fyrirlestrar, ćfingar og námskeiđ í háskóladeildum eru fyrir skrásetta stúdenta en kennara er heimilt ađ veita öđrum kost á ađ sćkja slíka kennslu nema forseti mćli öđruvísi fyrir.
Kennsla skal fara fram í námskeiđum sem metin eru í einingum, sbr. lög um háskóla. Háskólaráđ skal setja almennar reglur um mat námskeiđa til eininga.
Skólar skulu setja almennar reglur1) um kennslu og kennsluhćtti sem háskólaráđ stađfestir.
   1)Rgl. 390/2021.
21. gr. Próf og prófhald.
Háskólaráđ skal setja reglur1) um prófhald, ţ.m.t. viđurkenningu erlendra prófa, inntöku- og undirbúningspróf, einkunnir og annađ er ađ prófum lýtur. Hver háskóli rćđur tilhögun prófa ađ svo miklu leyti sem ekki eru sett bindandi ákvćđi um ţađ í reglum háskólaráđs.
Sameiginleg stjórnsýsla hvers [háskóla]2) annast skipulag og framkvćmd prófa.
Nemandi á rétt á ađ fá útskýringar kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar ef hann ćskir ţess innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Vilji nemandi, sem ekki hefur stađist próf, ţá eigi una mati kennarans getur hann snúiđ sér til viđkomandi forseta. Skal ţá prófdómari skipađur í hverju tilviki. Einnig getur kennari eđa meiri hluti nemenda, telji ţeir til ţess sérstaka ástćđu, óskađ skipunar prófdómara í einstöku prófi.
Heimilt er í reglum háskólaráđs ađ kveđa á um námsframvindu og hámarkstímalengd í námi.
Deild er heimilt ađ meta nám sem nemandi hefur stundađ utan deildarinnar sem hluta af námi viđ deildina enda uppfylli námiđ sambćrilegar gćđa- og námskröfur og gerđar eru á grundvelli laga ţessara og laga um háskóla.
   1)Rgl. 921/2018, sbr. rgl. 513/2020 og rgl. 722/2023. Rgl. 390/2021. 2)L. 50/2010, 10. gr.
22. gr. Prófgráđur.
Um prófgráđur sem háskóla er heimilt ađ veita fer samkvćmt lögum um háskóla, sbr. ţó 23. gr. laga ţessara. Háskólaráđi er heimilt ađ setja nánari reglur1) um prófgráđur á grundvelli ţeirra.
   1)Rgl. 290/2016, sbr. rgl. 838/2019 og rgl. 517/2022. Rgl. 822/2022.
23. gr. Doktorsnafnbót.
Háskólar hafa rétt til ađ veita doktorsnafnbót í heiđursskyni. Doktorsnafnbót í heiđursskyni verđur ekki veitt nema samkvćmt tillögu skólaráđs og međ samţykki háskólaráđs.
Háskólar hafa rétt til ađ veita doktorsnafnbót međ vörn sérstakrar doktorsritgerđar og setur háskólaráđ almennar reglur um vörn slíkra doktorsritgerđa.
[23. gr. a. Endurmenntun.
Háskóla er heimilt ađ bjóđa upp á endurmenntun ţeirra sem hafa lokiđ háskólaprófi í ţeim frćđum sem viđurkenning hans tekur til, sbr. 3. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006.
Međ hugtakinu endurmenntun er í lögum ţessum átt viđ eftirfarandi:
   a. námskeiđ fyrir háskólamenntađ fólk á fagsviđi ţess,
   b. viđbótarnám fyrir háskólamenntađ fólk á ţverfaglegum grunni sem miđar ađ skilgreindum námslokum eđa prófgráđu skv. 22. gr.]1)
   1)L. 50/2010, 11. gr., sbr. einnig brbákv. II í s.l.

VIII. kafli. Fjárhagsmálefni.
24. gr. Fjármögnun.
Hver háskóli hefur sjálfstćđa fjárveitingu á fjárlögum. Ráđherra gerir tillögur um fjárframlög til hvers háskóla til ađ mćta útgjöldum til kennslu, rannsókna og annarra verkefna.
Háskóla er heimilt ađ afla sér tekna til viđbótar viđ framlög skv. 1. mgr. međ:
   a. skrásetningargjöldum sem nemendur greiđa viđ skráningu í nám, allt ađ [75.000 kr.]1) fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli; álögđ gjöld samkvćmt ţessum liđ skulu eigi skila háskóla hćrri tekjum en sem nemur samanlögđum útgjöldum háskólans vegna nemendaskráningar og ţjónustu viđ nemendur sem ekki telst til kostnađar viđ kennslu og rannsóknastarfsemi,
   b. gjöldum til ađ standa undir útgáfu stađfestra vottorđa, gerđ, fyrirlögn og yfirferđ stöđu-, inntöku-, upptöku- og fjarprófa,
   c. gjöldum fyrir ţjónustu sem telst utan ţeirrar ţjónustu sem háskóla er skylt ađ veita,
   d. gjöldum fyrir ţjónustu sem háskóli veitir og grundvölluđ er á samningi viđ [ráđuneytiđ],2) sbr. d-liđ 2. mgr. 21. gr. laga um háskóla,
   e. [gjöldum fyrir endurmenntun skv. 23. gr. a],3)
   [f. gjöldum fyrir frćđslu fyrir almenning],3)
   [g. umsýslu- og afgreiđslugjöldum umsókna nemenda međ ríkisfang utan Evrópska efnahagssvćđisins, ađ undanskildum Fćreyjum og Grćnlandi.]4)
[Háskóla er heimilt ađ skipta innheimtu skrásetningargjalds skv. a-liđ hlutfallslega yfir skólaáriđ.]5)
Heimilt er ađ taka 15% hćrra gjald af ţeim sem fá leyfi til skrásetningar utan auglýstra skráningartímabila, sbr. a-liđ 2. mgr.
Háskólaráđ setur nánari reglur6) um gjaldtöku og ráđstöfun gjalda samkvćmt ţessari grein. Í reglum háskólaráđs er heimilt ađ mćla fyrir um lćkkun skrásetningargjalds til tekjulítilla stúdenta er búa viđ örorku eđa fötlun, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni [fatlađs fólks].7) Heimilt er ađ miđa slíkar reglur viđ tekjumörk og hvort lćkkun sé í formi fastrar krónutölu eđa hlutfalls af skrásetningargjaldi. Í reglum háskólaráđs er jafnframt heimilt ađ verja hluta skrásetningargjalds til félagssamtaka stúdenta.
   1)L. 140/2013, 23. gr. 2)L. 126/2011, 488. gr. 3)L. 50/2010, 12. gr., sbr. einnig brbákv. II í s.l. 4)L. 56/2013, 6. gr. 5)L. 171/2011, 1. gr. 6)Rgl. 898/2021. Rgl. 1082/2023. 7)L. 115/2015, 27. gr.
25. gr. Ţjónustusamningar.
Háskólaráđi er heimilt ađ semja viđ stúdenta, samtök ţeirra og félög, hollvinasamtök, einstaklinga, samtök ţeirra og fyrirtćki eđa opinberar stofnanir um ađ taka ađ sér ţjónustu fyrir hönd háskóla enda sé fariđ ađ ákvćđum 30. gr. laga um fjárreiđur ríkisins.

IX. kafli. Ýmis ákvćđi.
26. gr. Önnur viđfangsefni og starfsemi.
Háskóla er heimilt, međ samţykki [ráđherra],1) ađ eiga ađild ađ hlutafélögum, sjálfseignarstofnunum eđa félögum međ takmarkađa ábyrgđ ef starfsemi ţeirra samrýmist ţeim markmiđum sem háskólanum eru sett og ađild ţjónar hagsmunum hans. Háskólaráđ fer međ eignarhlut háskólans í slíkum fyrirtćkjum en getur veitt skóla, stofnun eđa öđrum ađila innan háskóla umbođ til ađ fara međ hlutinn.
Háskóla er heimilt ađ stofna og starfrćkja sérstaka rannsóknar- og ţróunarsjóđi. Skal um ţá sett skipulagsskrá sem [ráđherra]1) og háskólaráđ stađfesta. Skipulagsskráin skal birt í B-deild Stjórnartíđinda.
Háskóla er heimilt ađ semja viđ ađrar stofnanir og fyrirtćki, sem tengjast starfssviđi skólans, um kennslu, rannsóknir og ráđningu kennara og annarra starfsmanna.
   1)L. 50/2010, 13. gr.
27. gr. Ársfundur.
Háskóli skal árlega halda opinn ársfund ţar sem fjárhagur skólans og meginatriđi starfsáćtlunar hans eru kynnt.
28. gr. Birting reglna og kennsluskrár.
Reglur1) ţćr, sem háskólaráđ setur samkvćmt lögum ţessum, skulu birtar í B-deild Stjórnartíđinda.
Hver skóli semur og birtir eigin kennsluskrá. Árlega skal birt kennsluskrá fyrir háskólann í heild.
   1)Rgl. 389/2009, sbr. rgl. 1135/2011, rgl. 788/2020 og rgl. 1145/2022. Rgl. 569/2009 (fyrir Háskóla Íslands), sbr. rgl. 787/2009, rgl. 970/2009, rgl. 1024/2009, rgl. 152/2010, rgl. 262/2010, rgl. 226/2011, rgl. 497/2011, rgl. 552/2011, rgl. 832/2011, rgl. 1143/2011, rgl. 1305/2011, rgl. 94/2012, rgl. 192/2012, rgl. 285/2012, rgl. 600/2012, rgl. 74/2013, rgl. 186/2013, rgl. 307/2013, rgl. 629/2013, rgl. 929/2013, rgl. 1077/2013, rgl. 1233/2013, rgl. 138/2014, rgl. 315/2014, rgl. 443/2014, rgl. 605/2014, rgl. 1095/2014, rgl. 21/2015, rgl. 223/2015, rgl. 301/2015, rgl. 430/2015, rgl. 546/2015, rgl. 830/2015, rgl. 921/2015, rgl. 1087/2015, rgl. 1156/2015, rgl. 161/2016, rgl. 288/2016, rgl. 368/2016, rgl. 520/2016, rgl. 544/2016, rgl. 550/2016, rgl. 807/2016, rgl. 887/2016, rgl. 1015/2016, rgl. 1154/2016, rgl. 141/2017, rgl. 350/2017, rgl. 541/2017, rgl. 819/2017, rgl. 894/2017, rgl. 993/2017, rgl. 1255/2017, rgl. 106/2018, rgl. 284/2018, rgl. 304/2018, rgl. 441/2018, rgl. 540/2018, rgl. 641/2018, rgl. 859/2018, rgl. 978/2018, rgl. 1006/2018, rgl. 1191/2018, rgl. 199/2019, rgl. 280/2019, rgl. 594/2019, rgl. 837/2019, rgl. 1031/2019, rgl. 51/2020, rgl. 168/2020, rgl. 304/2020, rgl. 478/2020, rgl. 617/2020, rgl. 1012/2020, rgl. 1126/2020, rgl. 1297/2020, rgl. 36/2021, rgl. 183/2021, rgl. 593/2021, rgl. 1047/2021, rgl. 1302/2021, rgl. 1531/2021, rgl. 110/2022, rgl. 510/2022, rgl. 592/2022, rgl. 739/2022, rgl. 1076/2022, rgl. 1479/2022, rgl. 121/2023, rgl. 162/2023, rgl. 269/2023, rgl. 415/2023, rgl. 486/2023, rgl. 1112/2023, rgl. 1218/2023, rgl. 1526/2023, rgl. 1556/2023, rgl. 95/2024, rgl. 182/2024 og rgl. 381/2024. Rgl. 481/2010, sbr. rgl. 1088/2015, rgl. 55/2020, rgl. 248/2020, rgl. 618/2020, rgl. 123/2023 og rgl. 273/2023. Rgl. 484/2010, sbr. rgl. 1197/2012. Rgl. 735/2012. Rgl. 244/2014, sbr. rgl. 801/2016, rgl. 889/2016 og rgl. 272/2023. Rgl. 1344/2015. Rgl. 160/2016. Rgl. 888/2016, sbr. rgl. 493/2021 og rgl. 514/2022. Rgl. 890/2016, sbr. rgl. 839/2019, rgl. 908/2019, rgl. 1535/2021 og rgl. 1013/2023. Rgl. 287/2018.Rgl. 366/2020 (fyrir Landbúnađarháskóla Íslands). Rgl. 1211/2020, sbr. rgl. 721/2023. Rgl. 1540/2021 (fyrir Háskólann á Hólum). Rgl. 694/2022 (fyrir Háskólann á Akureyri), sbr. rgl. 572/2023 og rgl. 1081/2023. Rgl. 820/2022, sbr. rgl. 343/2024. Rgl. 821/2022. Rgl. 1144/2022. Rgl. 723/2023. Rgl. 1733/2023 (fyrir Háskólann á Hólum).
[29. gr. Samstarfsnet opinberra háskóla.
Rektorar opinberra háskóla, sem fengiđ hafa viđurkenningu ráđherra, skipa sérstaka verkefnastjórn um samstarfsnet opinberra háskóla undir forustu Háskóla Íslands. Auk rektora skal skipa fulltrúa til viđbótar ţar sem tekiđ verđur miđ af stćrđ háskólanna og umfangi. Samstarfsnetiđ skal koma saman reglulega og fjalla um sameiginleg málefni skólanna, einkum varđandi stođţjónustu, sameiginlega innritun, nám og námsframbođ. Jafnframt skal samrćma gćđamat í starfsemi skólanna og samţćtta sambćrileg frćđasviđ í kennslu og rannsóknum.
Ráđherra skal setja nánari starfsreglur um samstarfsnet opinberra háskóla og skulu ţćr birtar í B-deild Stjórnartíđinda.]1)
   1)L. 56/2013, 7. gr.

X. kafli. Gildistaka o.fl.
[30. gr.]1) Gildistaka.
Lög ţessi öđlast ţegar gildi.

   1)L. 56/2013, 7. gr.
Ákvćđi til bráđabirgđa.
Ţrátt fyrir 1. gr. laga ţessara gilda ţau um Kennaraháskóla Íslands til 1. júlí 2008, sbr. lög um sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands, nr. 37/2007.
Viđ gildistöku laga ţessara heldur starfsfólk Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands, sem hefur veriđ skipađ eđa ráđiđ á grundvelli laga nr. 41/1999 og laga nr. 40/1999, störfum sínum og starfsréttindum.
Skipan háskólaráđs samkvćmt lögum ţessum skal lokiđ fyrir 1. október 2008. Viđ slíka ráđstöfun fellur niđur umbođ háskólaráđs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.
Ákvćđi reglna, sem háskólaráđ Kennaraháskóla Íslands,1) Háskólans á Akureyri2) og Háskóla Íslands3) hafa sett á grundvelli gildandi laga um viđkomandi háskóla, gilda međ áorđnum breytingum, ađ svo miklu leyti sem ţau fara ekki gegn ţessum lögum, ţar til háskólaráđ hefur sett nýjar reglur samkvćmt ákvćđum ţessara laga.
Viđ gildistöku laga ţessara skulu skólar viđ Háskóla Íslands vera félagsvísinda-, laga- og viđskiptasviđ, heilbrigđisvísindasviđ, hugvísindasviđ, verkfrćđi- og raunvísindasviđ og menntavísindasviđ. Deildir viđ Háskólann á Akureyri eru félagsvísinda- og lagadeild, heilbrigđisvísindadeild, kennaradeild og viđskipta- og raunvísindadeild. Fyrir árslok 2008 skulu háskólar, sem lög ţessi taka til, laga sig ađ ákvćđum laga ţessara um skóla, sbr. 2. mgr. 4. gr.
Lög nr. 57/1999, um búnađarfrćđslu, skulu endurskođuđ fyrir árslok 2009.
   1)Sjá nú: Rgl. 843/2001, sbr. rgl. 70/2003. 2)Sjá nú: Rg. 292/1992. Rg. 393/1996. Rgl. 459/2000. Rgl. 1157/2007. Rgl. 1207/2007, sbr. rgl. 1358/2007. Rgl. 1208/2007, sbr. rgl. 789/2020 og rgl. 819/2022. Rgl. 156/2008. 3)Sjá nú: Rgl. 296/2001. Rgl. 720/2001. Rgl. 829/2001. Rgl. 498/2002. Rgl. 664/2002. Rgl. 156/2003, sbr. rgl. 850/2003. Rgl. 164/2003. Rgl. 385/2003. Rgl. 1041/2003, sbr. rgl. 255/2004. Rgl. 1046/2003. Rgl. 951/2004. Rgl. 540/2005. Rgl. 1236/2005. Rgl. 478/2006. Rgl. 343/2007, sbr. rgl. 487/2007 og rgl. 738/2007. Rgl. 890/2007. Rgl. 1298/2007, sbr. rgl. 341/2008.