Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga

1997 nr. 62 27. maí


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. maí 1997. Breytt með: L. 12/2000 (tóku gildi 28. apríl 2000). L. 75/2002 (tóku gildi 17. maí 2002). L. 85/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 69/2005 (tóku gildi 9. júní 2005). L. 157/2006 (tóku gildi 30. des. 2006). L. 151/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 46/2018 (tóku gildi 1. júlí 2018; um lagaskil sjá 19. gr.).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Heimild.
[Ráðherra]1) er veitt heimild til að gera samninga fyrir hönd ríkisstjórnarinnar innan ramma þessara laga við hlutafélag og stofnanda þess (stofnandinn), en félagið verður stofnað samkvæmt íslenskum hlutafélagalögum og þessum lögum í þeim tilgangi að reisa og reka álbræðslu og tengd mannvirki á Íslandi (verkefnið). [Heimilt er að semja um að stækkun verksmiðjunnar fari fram af hálfu sjálfstæðs hlutafélags er verður í eigu sömu aðila og [Norðurál ehf.]2) [Ráðherra]1) er heimilt að semja um að aðrir hluthafar komi að slíku félagi. Það félag skal háð sömu réttindum og skyldum og [Norðurál ehf.]2)]3) [Hlutafélaginu er heimilt að taka þátt í öðrum félögum eða með stofnun dótturfyrirtækja að fjárfesta í öðrum greinum atvinnurekstrar.]4)
Samningurinn skal kveða á um þær skuldbindingar af hálfu ríkisins, stofnandans og félagsins sem kunna að þykja nauðsynlegar og viðeigandi fyrir félagið og starfsemi þess, þar með talin framkvæmd á ákvæðum laga þessara. Í slíkum samningi skal ákveðið hversu lengi ákvæði hans skuli gilda og skulu þau eigi gilda skemur en í 20 ár frá stofnun félagsins.
Samningur sá, sem [ráðherra]1) undirritar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samkvæmt lögum þessum, um meginatriði varðandi verkefnið, skal birtur í B-deild Stjórnartíðinda.5)
Félagið skal rekið í samræmi við íslensk lög og reglugerðir eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum.
   1)L. 126/2011, 242. gr. 2)L. 157/2006, 1. gr. 3)L. 85/2003, 1. gr. 4)L. 75/2002, 1. gr. 5)Augl. 596/1997. Augl. 830/2008.
2. gr. Verkefnið.
Verkefnið, sem þessi lög heimila, felur í sér að félagið byggir verksmiðju á Grundartanga í Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi til framleiðslu á áli og aðstöðu sem tengist slíkri framleiðslu og skyldri starfsemi, þar með talin stækkun hafnarmannvirkja eins og nánar verður um samið í samningi sem gerður verður innan ramma þessara laga milli [ráðherra]1) og félagsins og hafnarsamningi milli félagsins og hafnarsjóðs Grundartangahafnar. Álverið skal í upphafi hannað til framleiðslu á um það bil 60.000 tonnum af áli á ári með möguleikum á aukinni framleiðslugetu [í allt að 300.000 tonn af áli á ári].2)
   1)L. 126/2011, 242. gr. 2)L. 85/2003, 2. gr.
3. gr. Verksmiðjulóðin.
Ríkisstjórninni er heimilt að láta flytja núverandi veg af fyrirhugaðri verksmiðjulóð, sbr. 2. gr., í samræmi við skipulag á svæðinu.
4. gr. Ábyrgðir ríkisstjórnarinnar.
Í tengslum við framkvæmd verkefnisins skv. 2. gr. er ríkisstjórninni heimilt að tryggja efndir af hálfu hreppsnefnda Skilmanna- og Hvalfjarðarstrandarhreppa eins og þær eru ákveðnar í samningi, auk efnda hafnarsjóðs Grundartangahafnar eins og kveðið er á um í hafnarsamningi.
5. gr. Undanþágur frá lögum.
Stofnandi (stofnendur) félagsins skv. 1. gr. skal teljast hæfur til að vera stofnandi slíks félags, án tillits til ákvæða 3. mgr. 3. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Fjöldi og búseta stofnenda og fjöldi hluthafa í félaginu skal vera óháður ákvæðum 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 20. gr. nefndra laga. Félagið skal undanþegið ákvæðum 2. mgr. 66. gr. hlutafélagalaga, nr. 2/1995, um að meiri hluti stjórnarmanna skuli vera búsettur hér á landi.
Félagið skal undanþegið ákvæðum 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem setur að skilyrði að 4/5 hlutafjár hlutafélags sé eign íslenskra ríkisborgara og að meiri hluti atkvæða á hluthafafundum sé í höndum íslenskra ríkisborgara og að allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar.
Félagið skal undanþegið ákvæðum laga nr. 48/1994, um brunatryggingar, eða ákvæðum síðari laga um sameiginlega skyldutryggingu húseigna, enda verði með öðrum hætti tryggilega séð fyrir brunatryggingum. Ákvæði [laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands]1) skulu ekki eiga við um félagið. Félagið skal viðhalda fullnægjandi [náttúruhamfaratryggingu].1)
Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi er heimilt, þrátt fyrir ákvæði byggingarlaga, að stofna sjálfstæða, sameiginlega byggingarnefnd til þess að fjalla um öll byggingarmál álvers á Grundartanga, svo og allt byggingareftirlit meðan á framkvæmdum stendur. Byggingarnefndinni er heimilt að ráða sérstakan byggingarfulltrúa meðan á framkvæmdum stendur en að öðru leyti skal fara að ákvæðum byggingarlaga.
   1)L. 46/2018, 20. gr.
6. gr. Skattlagning.
Félagið skal greiða skatta og önnur opinber gjöld, sem almennt eru á lögð hér á landi, eftir þeim reglum sem um þau gilda samkvæmt lögum á hverjum tíma, nema að því leyti sem á annan veg er mælt í lögum þessum:
   1. [Þrátt fyrir breytingar, sem síðar kunna að verða á [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt],1) skal félagið greiða 18% tekjuskatt með eftirfarandi sérákvæðum:
   a. Ef tekjuskattshlutfall á félög með takmarkaðri ábyrgð, sbr. 1. tölul. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt],1) er lægra en 18% 1. október 2007 skal það hlutfall gilda um félagið. Verði tekjuskattshlutfallið hækkað að nýju skal það gilda um félagið en skal þó aldrei vera hærra en 18%.
   b.2)
   c. Varanlegir rekstrarfjármunir vegna byggingar verksmiðjunnar skulu teljast byggingar, vélar og tæki í ákveðnum hlutföllum sem samið verður um. Fastafjármunir, sem að öðru leyti er aflað vegna endurbóta á verksmiðjunni, skulu flokkaðir í samræmi við [33. og 37. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].1) Fyrningu skal hagað í samræmi við 5. tölul. þessarar greinar.
   d. Félaginu skal heimilt að draga frá skattskyldum tekjum á hverju ári eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu níu almanaksárum eins og nánar er kveðið á um í 8. tölul. 1. mgr. 31. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].1) Ef íslenskum fyrirtækjum verður heimilað að draga eftirstöðvar rekstrartapa fleiri ára frá skattskyldum tekjum fram til 1. október 2007 skal sama gilda um félagið. Verði árunum fækkað síðar skal það sama gilda um félagið, þó þannig að því skal ávallt heimilt að draga frá skattskyldum tekjum eftirstöðvar rekstrartapa síðustu níu almanaksára.
   e. Félaginu skal óheimilt að draga frá skattskyldum tekjum á hverju ári og leggja í sérstakan innri fjárfestingarsjóð fjárhæð sem svarar til 4% af nafnverði hlutafjár. Fé í fjárfestingarsjóði sem notað er til fjárfestinga í varanlegum fastafjármunum innan sex ára skal talið til skattskyldra tekna félagsins á því ári sem fjárfesting á sér stað. Þá skal félaginu heimilt að hraða afskriftum um þá fjárhæð sem tekin er úr fjárfestingarsjóði á því ári sem fjárfestingin á sér stað. Fé í fjárfestingarsjóði sem ekki hefur verið notað til fjárfestinga innan sex ára skal talið til skattskyldra tekna og skattlagt með skatthlutfalli því sem gilti þegar féð var lagt í fjárfestingarsjóðinn. Það sama skal gilda ef félaginu er slitið.]3)
   2.1)
   3. Félagið skal vera undanþegið iðnlánasjóðsgjaldi samkvæmt lögum nr. 76/1987,4) um Iðnlánasjóð, iðnaðarmálagjaldi samkvæmt lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, og markaðsgjaldi samkvæmt lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands, með áorðnum breytingum, sem og sköttum eða gjöldum sömu eða að verulegu leyti svipaðrar tegundar sem síðar kynnu að verða lögð á til viðbótar við eða í staðinn fyrir iðnlánasjóðsgjald, iðnaðarmálagjald eða markaðsgjald.
   4. Sérákvæði 1., 2. og 3. tölul. að framan skulu gilda fyrsta samningstímabilið (eins og það er skilgreint í samningnum) eða þar til kemur til fyrri uppsagnar á samningnum skv. 1. gr. Verði gerðar breytingar á [lögum um tekjuskatt]1) skal félagið eiga rétt á að sérákvæði verði endurskoðuð í þeim tilgangi að tryggja að ekki séu lagðir á félagið þyngri skattar en ef það væri skattlagt samkvæmt lögunum, án hinna áðurnefndu sérstöku ákvæða.
   5. Á því ári þegar nýjar eignir eru teknar í notkun getur félagið valið að fyrna þær í hlutfalli við notkun á árinu í stað fullrar árlegrar fyrningar skv. [34. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].1) Þrátt fyrir ákvæði [35. og 42. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt],1) skal félaginu heimilt að fyrna eignir sínar að fullu.
   6. Í stað fasteignaskatts skv. II. kafla laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með áorðnum breytingum, og sérstaks fasteignaskatts á fasteignir, sem nýttar eru til verslunarreksturs eða skrifstofuhalds, samkvæmt bráðabirgðaákvæði sömu laga, sem og sköttum eða gjöldum sömu eða að verulegu leyti svipaðrar tegundar sem síðar kynnu að verða lögð á til viðbótar við eða í staðinn fyrir fasteignaskatt, skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 2.393 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga, athafnasvæðis og mannvirkja sem þarf til um 60 þús. lesta álframleiðslu á ári, miðað við byggingarvísitölu 1. desember 1996 (217,8 stig). [Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 826.444 þús. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 30 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu 1. desember 1999 (236,6 stig).]5) [Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 6.219 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 130 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu í desember 2004 (304,8). Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 1.007 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 40 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu í desember 2004 (304,8).]6) Fasteignaskattur skal lagður á og innheimtur fyrir sérhvert ár á grundvelli álagningarstofnsins svo sem hann er framreiknaður samkvæmt byggingarvísitölu desembermánaðar næstliðins árs. Hann skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir gangsetningu álbræðslunnar. [Fasteignaskattur skv. 2. málsl. skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir að framleiðslugetan er komin í 90 þús. lesta álframleiðslu á ári.]5) [Fasteignaskattur skv. 3. málsl. skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir að framleiðslugetan er komin í u.þ.b. [220 þús. lesta]6) álframleiðslu á ári. Fasteignaskattur skv. 4. málsl. skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir að framleiðslugetan er komin í u.þ.b. [260 þús. lesta]6) álframleiðslu á ári.]3)
   7. Stimpilgjöld skulu, þegar þeirra yrði krafist í samræmi við lög nr. 36/1978, um stimpilgjald, vera 0,15% af kaup- eða leigusamningum sem útgefnir eru eða gerðir af hálfu félagsins og af fjárfestingarlánum sem félagið kann að taka í sambandi við byggingu bræðslunnar og hafnarbúnaðar, sem og af öllum stimpilskyldum skjölum sem nauðsynleg eru í sambandi við stofnun félagsins. Lán, sem tekin eru í stað fjárfestingarlána, sem og hlutabréf í félaginu, skulu undanþegin stimpilgjaldi.
   8. Með samningum, sem gerðir verða innan ramma laga þessara, má ákveða að félagið skuli greiða umsamda fjárhæð til Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps í stað byggingarleyfisgjalds samkvæmt lögum nr. 54/19787) og gatnagerðargjalds samkvæmt lögum nr. 17/1996, um gatnagerðargjald, og umsamda fjárhæð til ríkissjóðs í stað skipulagsgjalda samkvæmt lögum nr. 19/1964.7)
   9. Samningar, sem gerðir eru samkvæmt lögum þessum, mega kveða á um meginreglur um endurskoðun skattlagningar félagsins þannig að heildarskattbyrði þess á Íslandi haldist óbreytt.
   [10. Félagið skal undanþegið ákvæðum 1. og 4. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.
   11. Hafnarsjóði Grundartangahafnar er heimilt að gera sérstakan samning um vörugjöld með öðrum hætti en fram kemur í hafnalögum, nr. 23/1994, með síðari breytingum, sbr. hafnarreglugerð og hafnagjaldskrá sem settar eru á grundvelli þeirra.]3)
   [12. Félagið skal undanþegið breytingum sem kunna að verða á ákvæðum um frádrátt vaxtakostnaðar í lögum um tekjuskatt eftir undirritun samninga skv. 1. gr.]2)
[Í fjárfestingarsamningi er heimilt að kveða á um að skattar eða gjöld verði ekki lögð á raforkunotkun félagsins og útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna, nema slíkir skattar og gjöld séu lögð með almennum hætti á öll önnur fyrirtæki hér á landi, þar með talin álfyrirtæki.]3)
Almenn ákvæði íslenskra laga um tekjuskatt, virðisaukaskatt og gjöld sem sveitarfélög leggja á og í gildi eru á hverjum tíma og varða skattframtal, framtalsfrest, álagningu, endurskoðun, endurálagningu, innheimtu, gjalddaga og greiðslu, sem og aðrar uppgjörsreglur varðandi tekjuskatt, virðisaukaskatt og gjöld sem sveitarfélög leggja á, auk andmæla og ágreinings í tengslum við þau, skulu gilda um félagið.
Á fyrsta samningstímabilinu getur félagið valið að almenn ákvæði íslenskra skattalaga, eins og þau eru á hverjum tíma, gildi um það. Beiðni um slíka breytingu skal gerð með skriflegri tilkynningu sem lögð skal fram eigi síðar en 1. júní árið áður en breytingarnar eiga að taka gildi. Slík breyting á fyrirkomulagi skatta getur fyrst átt sér stað árið 2000 en á hverju ári þar eftir.
   1)L. 129/2004, 122. gr. 2)L. 157/2006, 2. gr. 3)L. 85/2003, 3. gr. 4)Felld úr gildi með l. 60/1997. 5)L. 12/2000, 1. gr. 6)L. 69/2005, 1. gr. 7)l. 73/1997.
7. gr. Reikningsskilareglur.
Með samningum, sem gerðir eru samkvæmt lögum þessum, má ákveða sérstakar reikningsskilareglur fyrir félagið sem grundvallaðar eru á íslenskum lögum með þeim skýringum og breytingum sem taldar eru viðeigandi varðandi félagið. Í þessum reikningsskilareglum er heimilt að hafa ákvæði þar sem félaginu er heimilað að skrá allar færslur og gefa út fjárhagsyfirlit í Bandaríkjadölum, í samræmi við almennt viðurkenndar reikningsskilareglur sem gefnar eru út af alþjóðlega reikningsskilaráðinu. Slíkt ákvæði má fela í sér undanþágu frá [12. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt],1) og öðrum ákvæðum laga sem ekki eru í samræmi við slíkt fyrirkomulag.
   1)L. 129/2004, 123. gr.
8. gr. Lögsaga og lausn deilumála.
Uppbygging, túlkun og framkvæmd samninga, sem gerðir verða innan ramma þessara laga, skulu lúta lögsögu íslenskra laga. Heimilt skal að vísa ágreiningi til gerðardóms ef aðilar eru því samþykkir.
9. gr. [Innflutningur.]1)
Innflutningur og kaup félagsins eða einhvers fyrir þess hönd hérlendis, á byggingarefnum, vélum og tækjum og öðrum fjárfestingarvörum og varahlutum fyrir verksmiðjuna og tengd mannvirki, svo og til reksturs þeirra, skal vera undanþeginn tollum og vörugjöldum samkvæmt lögum nr. 97/1987, með áorðnum breytingum. Með samningum, sem gerðir eru innan ramma laga þessara, er heimilt að fella niður eða endurgreiða tolla og vörugjöld á vöru og þjónustu sem keypt er innan lands vegna byggingar bræðslunnar.
   1)L. 157/2006, 3. gr.
10. gr. Framsal.
Heimilt er að semja um framsal félagsins á samningnum.
11. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
[Ákvæði til bráðabirgða.
Með vísan til 1. mgr. 6. gr. er heimilt að gera viðauka við fjárfestingarsamninginn um fyrirframgreiðslu félagsins á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 sem hér segir:
Þrátt fyrir ákvæði 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er [ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]1) heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð2) að félagið skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skal fjárhæð fyrirframgreiðslunnar taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun félagsins eftir því sem kveðið verður nánar á um í fjárfestingarsamningnum.
Ef uppgjörsmynt félagsins er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar félagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum félagsins, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum.
Í reglugerðinni skal nánar kveðið á um greiðsludagsetningar, uppgjör fyrirframgreiðslu við álagningu, endurgreiðslu o.fl.]3)
   1)L. 126/2011, 242. gr. 2)Rg. 1018/2010, sbr. 1055/2010. 3)L. 151/2009, 3. gr.