Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um tekjuskatt]1)

2003 nr. 90 7. maí


   1)L. 129/2004, 31. gr.
Upphaflega l. 40/1978. Tóku gildi 1. janúar 1979; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 118. gr. Endurútgefin, sbr. 32. gr. l. 25/1981, sem l. 75/1981. Tóku gildi 24. september 1981. Breytt með: L. 21/1983 (tóku gildi 14. apríl 1983; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.). L. 84/1983 (tóku gildi 30. des. 1983; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 7/1984 (tóku gildi 30. mars 1984; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 8/1984 (tóku gildi 30. mars 1984; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 16. gr.). L. 48/1984 (tóku gildi 13. júní 1984). L. 119/1984 (tóku gildi 31. des. 1984; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 121/1984 (tóku gildi 31. des. 1984; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 9/1985 (tóku gildi 29. apríl 1985; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 41/1985 (tóku gildi 1. júlí 1985; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 47/1985 (tóku gildi 28. júní 1985; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr., sjá þó ákvæði til bráðabirgða). L. 118/1985 (tóku gildi 31. des. 1985; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 3/1986 (tóku gildi 1. mars 1986; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 24. gr.). L. 49/1987 (tóku gildi 1. jan. 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 92/1987 (tóku gildi 1. jan. 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.). L. 2/1988 (tóku gildi 6. jan. 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 10/1988 (tóku gildi 10. mars 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 22. gr.). L. 97/1988 (tóku gildi 30. des. 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 51/1989 (tóku gildi 1. júní 1989; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 62/1989 (tóku gildi 14. júní 1989). L. 79/1989 (tóku gildi 15. nóv. 1989; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 80/1989 (tóku gildi 14. júní 1989). L. 117/1989 (tóku gildi 30. des. 1989; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 15. gr.). L. 63/1990 (tóku gildi 31. maí 1990; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 7. gr.). L. 68/1990 (tóku gildi 31. maí 1990; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 112/1990 (tóku gildi 31. des. 1990; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 116/1990 (tóku gildi 31. des. 1990). L. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991). L. 20/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992). L. 36/1991 (tóku gildi 17. apríl 1991; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 8. gr.). L. 85/1991 (tóku gildi 1. jan. 1992; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 18. gr.). L. 91/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992). L. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992). L. 30/1992 (tóku gildi 1. okt. 1992). L. 111/1992 (tóku gildi 1. jan. 1993; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 22. gr.). L. 58/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: V. viðauki reglugerð 1612/68 og VI. viðauki reglugerð 1408/71). L. 60/1993 (tóku gildi 27. maí 1993; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 122/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr.). L. 57/1994 (tóku gildi 20. maí 1994; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 147/1994 (tóku gildi 1. jan. 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.). L. 151/1994 (tóku gildi 1. jan. 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 30/1995 (tóku gildi 9. mars 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 8. gr.). L. 31/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996). L. 37/1995 (tóku gildi 9. mars 1995). L. 42/1995 (tóku gildi 9. mars 1995). L. 101/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995). L. 145/1995 (tóku gildi 29. des. 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 24. gr., sbr. og l. 33/1996). L. 64/1996 (tóku gildi 1. júlí 1996). L. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996). L. 90/1996 (tóku gildi 1. júlí 1997). L. 97/1996 (tóku gildi 25. júní 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 137/1996 (tóku gildi 30. des. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 19. gr.). L. 22/1997 (tóku gildi 29. apríl 1997). L. 65/1997 (tóku gildi 30. maí 1997; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997). L. 118/1997 (tóku gildi 23. des. 1997; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 141/1997 (tóku gildi 30. des. 1997; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 95/1998 (tóku gildi 24. júní 1998; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 97/1998 (tóku gildi 24. júní 1998; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 154/1998 (tóku gildi 30. des. 1998; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr.). L. 29/1999 (tóku gildi 1. jan. 1999; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 8. gr.). L. 101/1999 (tóku gildi 30. des. 1999; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 102/1999 (tóku gildi 1. jan. 2000; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 9/2000 (tóku gildi 17. apríl 2000; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 84/2000 (tóku gildi 1. ágúst 2000). L. 86/2000 (tóku gildi 2. júní 2000; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 149/2000 (tóku gildi 29. des. 2000 nema 5. gr., a-liður 11. gr., 12. gr. og 20. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 150/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 166/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 30/2001 (tóku gildi 16. maí 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 60/2001 (tóku gildi 13. júní 2001). L. 133/2001 (tóku gildi 1. jan. 2002 nema 1. gr., a-, b- og c-liður 3. gr., b- og c-liður 17. gr., c-liður 19. gr., 34. gr., a-liður 35. gr., b-liður 36. gr., 37. gr., 38. gr., 39. gr., 40. gr., a-liður 41. gr., 42. gr. og 52. gr. sem tók gildi 31. des. 2001 og 44. gr. sem tók gildi 1. jan. 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 56. gr.). L. 25/2002 (tóku gildi 8. apríl 2002; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 51/2002 (tóku gildi 1. júlí 2002). L. 152/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 18. gr.). L. 21/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003). L. 22/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003).
Endurútgefin, sbr. 17. gr. l. 22/2003, sem l. 90/2003. Tóku gildi 15. maí 2003. Breytt með: L. 143/2003 (tóku gildi 1. jan. 2004; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 77/2004 (tóku gildi 18. júní 2004). L. 129/2004 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 149. gr.). L. 77/2005 (tóku gildi 9. júní 2005). L. 116/2005 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 134/2005 (tóku gildi 30. des. 2005). L. 48/2006 (tóku gildi 16. júní 2006). L. 65/2006 (tóku gildi 27. júní 2006). L. 77/2006 (tóku gildi 30. júní 2006). L. 79/2006 (tóku gildi 30. júní 2006). L. 80/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007 nema 1.–4. gr. og 7.–12. gr. sem tóku gildi 30. júní 2006). L. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006). L. 135/2006 (tóku gildi 30. nóv. 2006). L. 150/2006 (tóku gildi 30. des. 2006). L. 167/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 174/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007 nema 2. gr. og a-liður 8. gr. sem tóku gildi 30. des. 2006 og b-liður 6. gr. sem tók gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 76/2007 (tóku gildi 5. apríl 2007; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 166/2007 (tóku gildi 29. des. 2007 nema 6. gr. og a-, b- og e-liður 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 38/2008 (tóku gildi 29. maí 2008 nema 8. gr. sem tók gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 61/2008 (tóku gildi 11. júní 2008 nema 1. gr., 3. gr. og a-liður 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2009 og b- og c-liður 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 11. gr.). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 164/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 8. gr.). L. 173/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 20. gr.). L. 13/2009 (tóku gildi 14. mars 2009). L. 45/2009 (tóku gildi 22. apríl 2009). L. 46/2009 (tóku gildi 22. apríl 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 70/2009 (tóku gildi 30. júní 2009 nema 1.–3. gr., 12.–26. gr. og brbákv. V og VI sem tóku gildi 1. júlí 2009, 4. gr. sem tók gildi 1. sept. 2009 og brbákv. IV sem tók gildi 16. júní 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 29. gr., sbr. og l. 97/2009 (tóku gildi 3. sept. 2009)). L. 128/2009 (tóku gildi 30. des. 2009 nema 2.–6. gr., 2. efnismálsl. b-liðar og c-liður 7. gr., 10.–12. gr., 1.–4. tölul. a-liðar og b- og c-liður 13. gr., 14.–17. gr., 21.–23. gr., 25.–31. gr., b-liður 32. gr. og 33.–40. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010 og 1. efnismálsl. b-liðar og d-liður 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2011; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 41. gr.). L. 136/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 137/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.). L. 16/2010 (tóku gildi 20. mars 2010; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 23/2010 (tóku gildi 31. mars 2010). L. 35/2010 (tóku gildi 1. nóv. 2010). L. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010). L. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010). L. 92/2010 (tóku gildi 2. júlí 2010). L. 101/2010 (tóku gildi 1. ágúst 2010). L. 104/2010 (tóku gildi 6. júlí 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 164/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011 nema 2., 6., 22. og 26. gr. sem tóku gildi 31. des. 2010; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 29. gr.). L. 165/2010 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 69. gr.). L. 24/2011 (tóku gildi 23. mars 2011). L. 37/2011 (tóku gildi 21. apríl 2011). L. 73/2011 (tóku gildi 28. júní 2011 nema 2. og 5. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 82/2011 (tóku gildi 1. sept. 2011 nema brbákv. sem tók gildi 30. júní 2011). L. 110/2011 (tóku gildi 20. sept. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 164/2011 (tóku gildi 30. des. 2011 nema 1.–2., 4.–5., 7., 15.–21., 24.–27., 29.–30. og 34.–39. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 40. gr.). L. 165/2011 (tóku gildi 30. des. 2011 nema 1. tölul. og a-liður 2. tölul. 18. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.). L. 60/2012 (tóku gildi 1. okt. 2012). L. 145/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013 nema 4. og 5. gr. sem tóku gildi 1. apríl 2013). L. 146/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013 nema a- og d-liður 2. gr. sem tóku ekki gildi, sbr. l. 79/2013, 1. gr., og c-liður 2. gr. og 34. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2013; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.). L. 39/2013 (tóku gildi 10. apríl 2013). L. 43/2013 (tóku gildi 10. apríl 2013). L. 45/2013 (tóku gildi 11. apríl 2013). L. 139/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 9., 13.–14., 16.–17., 22. og 27.–29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 142/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014 nema 2. og 8. gr. sem tóku gildi 31. des. 2103 og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr.). L. 146/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1. gr. sem tók gildi 1. jan. 2014; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 9/2014 (tóku gildi 1. febr. 2014). L. 40/2014 (tóku gildi 27. maí 2014). L. 53/2014 (tóku gildi 31. maí 2014). L. 124/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015 nema 3. gr. sem tók gildi 31. des. 2014 og a–d-, f–h- og j–l-liðir 1. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 11. gr.). L. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 33/2015 (tóku gildi 1. júlí 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 22. gr.). L. 47/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema brbákv. og 22. og 23. gr. sem tóku gildi 15. júlí 2015). L. 59/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015). L. 88/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 107/2015 (tóku gildi 6. nóv. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 122/2015 (tóku gildi 24. des. 2015). L. 124/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 12. og 34. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.). L. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 54/2016 (tóku gildi 17. júní 2016 nema 1. gr. sem tók gildi 1. júlí 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 75/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017). L. 79/2016 (tóku gildi 1. júlí 2016 nema 3. og 5. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 111/2016 (tóku gildi 1. júlí 2017). L. 112/2016 (tóku gildi 25. okt. 2016 nema 1.–5., 8., 13.–15. og 18.–19. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.). L. 59/2017 (tóku gildi 21. júní 2017 nema 4., 9.–11., 16. og 18.–25. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017, b- og c-liður 2. gr. og 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018 og 3. gr. sem tók gildi 1. jan. 2019 skv. l. 96/2017, 48. gr.; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 26. gr.). L. 63/2017 (tóku gildi 1. júlí 2017 nema 6. gr. sem tók gildi 22. júní 2017). L. 96/2017 (tóku gildi 31. des. 2017 nema 1., 11., 13., 14., 17.–27., 31.–35. og 38.–46. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 50/2018 (tóku gildi 1. júní 2018). L. 77/2018 (tóku gildi 27. júní 2018 nema 1. gr. sem tók gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.). L. 80/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019 nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020 og brbákv. I sem tók gildi 28. júní 2018). L. 133/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019). L. 134/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 137/2018 (tóku gildi 28. des. 2018 nema 4. og 5. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 138/2018 (tóku gildi 28. des. 2018 nema 1.–13., 17., 19., 23.–28. og 31. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 32. gr.). L. 141/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019). L. 142/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 48. gr., sbr. einnig brbákv.). L. 38/2019 (tóku gildi 25. maí 2019). L. 60/2019 (tóku gildi 2. júlí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 111/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 132/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 2. gr. sem tók gildi 21. des. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 8. gr.). L. 135/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 16. gr. sem tók gildi 24. des. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 42. gr.). L. 137/2019 (tóku gildi 31. des. 2019). L. 141/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 150/2019 (tóku gildi 31. des. 2019). L. 154/2019 (tóku gildi 1. júlí 2020 nema 1. gr. og a-liður 2. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020). L. 25/2020 (tóku gildi 1. apríl 2020). L. 31/2020 (tóku gildi 7. maí 2020). L. 33/2020 (tóku gildi 15. maí 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.). L. 37/2020 (tóku gildi 23. maí 2020). L. 41/2020 (tóku gildi 28. maí 2020). L. 45/2020 (tóku gildi 4. júní 2020; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2011/61/ESB, 2013/14/ESB). L. 86/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 87/2020 (tóku gildi 22. júlí 2020). L. 133/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021 nema 37. og 38. gr. sem tóku gildi 17. des. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 40. gr.). L. 140/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021 nema 5. gr. sem gildir frá og með 1. sept. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 142/2020 (tóku gildi 31. des. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 28/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022 nema b-liður 31. gr. sem tók gildi 30. apríl 2021). L. 29/2021 (tóku gildi 1. maí 2021; um lagaskil sjá 42. gr. og brbákv.). L. 32/2021 (tóku gildi 1. nóv. 2021 nema 7. og 8. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2022). L. 33/2021 (tóku gildi 11. maí 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 37/2021 (tóku gildi 19. maí 2021 nema 1. og 7. gr. sem giltu afturvirkt frá 1. febr. 2021 og b- og c-liður 4. gr. og 5. gr. sem giltu afturvirkt frá 6. jan. 2021). L. 61/2021 (tóku gildi 16. júní 2021). L. 65/2021 (tóku gildi 17. júní 2021). L. 69/2021 (tóku gildi 26. júní 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 19. gr.). L. 70/2021 (tóku gildi 29. júní 2021). L. 115/2021 (tóku gildi 1. sept. 2021 nema 39. gr. sem tók gildi 1. nóv. 2021 og 5. mgr. 48. gr. sem tók gildi 28. febr. 2023; um lagaskil sjá 147. gr.; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2014/65/ESB, 2016/1034, reglugerð 600/2014, 2016/1033, 2017/565, 2017/567). L. 131/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022 nema d-liður 20. gr. sem tók gildi 31. des. 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 61. gr.). L. 132/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.). L. 133/2021 (tóku gildi 31. des. 2021 nema 3. gr. og 9.–19. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2022; um lagaskil sjá 26. gr.). L. 27/2022 (tóku gildi 26. maí 2022). L. 38/2022 (tóku gildi 1. júlí 2022 nema 76. gr., a-liður 82. gr., d-liður 177. gr., d-liður 206. gr. og 65. gr. sem tóku gildi skv. fyrirmælum í 215. gr. EES-samningurinn: IX. viðauki reglugerð 575/2013, 2015/62, 2016/1014, 2017/2188, 2017/2395, 2019/630, 2019/876, 2020/873). L. 55/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023). L. 69/2022 (tóku gildi 13. júlí 2022; um lagaskil sjá nánar brbákv. í s.l.). L. 73/2022 (tóku gildi 14. júlí 2022). L. 80/2022 (tóku gildi 14. júlí 2022 nema b-liður 2. mgr. 170. gr., b-liður 1. mgr. 171. gr. hvað varðar samevrópska u-rýmisþjónustu og c-liður 1. mgr. 171. gr. sem tóku gildi 26. jan. 2023 og d-liður 258. gr. sem tók gildi 1. jan. 2023; EES-samningurinn: XIII. viðauki reglugerð 2027/97, 889/2002, tilskipun 2000/79/EB, 2009/12/EB). L. 121/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 4. mgr. 3. gr., 4. gr. og 3. málsl. 3. mgr. b-liðar 6. gr. sem taka gildi 1. jan. 2024; um lagaskil og framkvæmd sjá nánar 10. gr.). L. 129/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema a-liður 31. gr. sem tók gildi 1. mars 2023 og 37. og 60. gr. sem tóku gildi 31. des. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 68. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.). L. 18/2023 (tóku gildi 12. apríl 2023). L. 42/2023 (tóku gildi 20. júní 2023; 2. gr. kemur til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr. s.l.). L. 45/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 8. gr. og b-liður 9. gr. sem tóku gildi 21. júní 2023; um lagaskil sjá nánar 11. gr.). L. 51/2023 (tóku gildi 28. júní 2023 nema 5. gr. sem tók gildi 1. júlí 2023). L. 100/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 31., 32. og 38. gr. sem tóku gildi 30. des. 2023; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 39. gr.). L. 102/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 8. gr. sem tekur gildi 1. jan. 2034, a-liður 11. gr. og 22. gr. sem taka gildi 1. jan. 2025 og 1. mgr. 27. gr. og 28. gr. sem tóku gildi 30. des. 2023; um lagaskil sjá 36. gr). L. 12/2024 (tóku gildi 24. febr. 2024).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Skattskyldir aðilar.
Skattskylda manna.
1. gr.
Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, …1) hvílir á þessum mönnum:
   1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
   2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
   3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
   4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.
Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Við ákvörðun á heimilisfesti skal miðað við reglur laga um lögheimili [og aðsetur],2) eftir því sem við á. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til [yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd].3)
   1)L. 129/2004, 1. gr. 2)L. 80/2018, 20. gr. 3)L. 96/2017, 1. gr.
Skattskylda lögaðila.
2. gr.
[Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, …1) hvílir á eftirtöldum lögaðilum sem heimilisfastir eru hér á landi:]2)
   1. [Skráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo og samlagshlutafélögum, enda sé þess óskað við skráningu að samlagshlutafélagið sé sjálfstæður skattaðili. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagshlutafélag er sé sjálfstæður skattaðili.]3)
   2. Gagnkvæmum vátryggingar- og ábyrgðarfélögum, kaupfélögum, öðrum samvinnufélögum og samvinnufélagasamböndum …2)
   3. Samlagsfélögum og sameignarfélögum með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, enda sé félagið skráð í firmaskrá hér á landi, þess óskað við skráningu að félagið sé sjálfstæður skattaðili og við skráningu afhentur félagssamningur þar sem getið sé eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. …4) Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagsfélag eða sameignarfélag er sé sjálfstæður skattaðili.
   4. Samlögum og samtökum sem hafa það að meginmarkmiði að annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsaðila sinna, innkaup á rekstrarvörum eða þjónustu í beinum tengslum við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi þeirra, enda séu þau skráð í firmaskrá hér á landi og þess getið við skráningu að þau séu sjálfstæðir skattaðilar. Við skráningu skal afhentur félagssamningur þar sem getið sé eignaraðildar, innborgaðs stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. …4)
   5. Öðrum félögum, sjóðum og stofnunum, þar með töldum sjálfseignarstofnunum, sem hér eiga heimili, sbr. þó 5. [og 6.]3) tölul. 4. gr., svo og dánarbúum og þrotabúum.
   …2)
[Lögaðili skv. 1. mgr. telst eiga hér heimili ef hann er skráður hér á landi, telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hér á landi.]2) [Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hvaða lögaðilar skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til [yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd].5)]6)
Sé þess ekki óskað við skráningu samlagsfélags, [samlagshlutafélags]3) eða sameignarfélags að félagið sé sjálfstæður skattaðili eða fullnægi lögaðili skv. 1.–4. tölul. þessarar greinar ekki skilyrðum til að teljast sjálfstæður skattaðili skal tekjum hans og eignum skipt milli félagsaðila í samræmi við félagssamning þeirra og þær skattlagðar með öðrum eignum og tekjum félagsaðilanna. Kveði félagssamningur eigi á um skiptingu tekna og eigna skal þeim skipt milli félagsaðila eftir eignarhlutföllum. Ef eignarhlutföll eru ekki fyrir hendi eða þau óljós skal tekjum og eignum skipt jafnt milli félagsaðila.
   1)L. 129/2004, 2. gr. 2)L. 77/2005, 1. gr. 3)L. 77/2006, 1. gr. 4)L. 33/2015, 1. gr. 5)L. 96/2017, 1. gr. 6)L. 166/2007, 1. gr.
Takmörkuð skattskylda.
3. gr.
Takmarkaða skattskyldu bera þessir aðilar, enda falli þeir ekki undir ákvæði 1. eða 2. gr. eða séu undanþegnir skattskyldu skv. 4. gr.:
   1. Allir menn sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín hér skulu greiða tekjuskatt af þeim launum. Hér með teljast þeir menn sem atvinnu stunda hér á landi, eða um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi, þar með talið á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli, þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili.
   2. Allir menn sem njóta frá íslenskum aðilum, [eða föstum starfsstöðvum hér á landi],1) launa fyrir störf, þar með talin stjórnar-, endurskoðenda- eða nefndarstörf, eftirlauna, biðlauna, lífeyris, styrkja eða hliðstæðra greiðslna skulu greiða tekjuskatt af þeim greiðslum. [Ekki skiptir máli hvar starfsemin fer fram.]1)
   3. Allir aðilar sem fá greiðslu fyrir þjónustu eða starfsemi innta af hendi hér á landi skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.
   4. Allir aðilar sem reka hér á landi fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. [Rekstrartekjur aðila sem eru skattskyldir skv. 2. gr. laga um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, og falla ekki undir 2. gr. laga þessara, skal gera upp samkvæmt reglum sem gilda um fastar starfsstöðvar, enda vari starfsemin samtals lengur en 30 daga á 12 mánaða tímabili.]2)
   5. Allir aðilar sem eiga fasteign hér á landi eða hafa rétt yfir fasteign hér á landi er þeir hafa af tekjur eða teljast hafa af tekjur, þar með talinn söluhagnað, samkvæmt ákvæðum laga þessara skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.
   6. Allir aðilar sem hafa hér á landi tekjur af leigu, afnotum eða rétti til hagnýtingar á lausafé, einkaleyfum, hvers konar réttindum eða sérþekkingu, svo og af söluhagnaði vegna slíkra eigna, skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. [Ákvæði þetta tekur þó ekki til tekna af leigu loftfara og skipa sem notuð eru til flutninga á alþjóðaleiðum.]3)
   7. Allir aðilar sem hafa tekjur, þar með talinn söluhagnað, af íslenskum hlutabréfum, stofnbréfum eða öðrum réttindum til hlutdeildar í hagnaði eða af rekstri íslenskra fyrirtækja skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.
   [8. Allir aðilar sem hafa vaxtatekjur hér á landi af bankainnstæðum, [verðbréfasjóðum og hlutdeildarsjóðum],4) skuldabréfum eða öðrum kröfum og fjármálagerningum, sbr. 3. tölul. C-liðar 7. gr., skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. Ákvæði þetta gildir þó hvorki um vexti sem greiddir eru af Seðlabanka Íslands [í eigin nafni]5) [eða fyrir hönd ríkissjóðs]6) né þá vexti sem greiðast erlendum ríkjum, alþjóðastofnunum eða öðrum opinberum aðilum sem undanþegnir eru skattskyldu í heimilisfestarríki sínu. [Ákvæðið gildir ekki heldur um vexti vegna skuldabréfa sem eru gefin út í eigin nafni af [viðskiptabönkum skv.]7) 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem og af orkufyrirtækjum sem falla undir lög nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja. Skilyrði er að skuldabréfin séu skráð hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og ekki sé um að ræða viðskipti sem [sæta takmörkunum skv. III. kafla laga um gjaldeyrismál].8)]9) [Ákvæðið gildir auk þess ekki um vexti sem greiddir eru af skuldabréfum sem gefin eru út í tengslum við efndir nauðasamnings og í eigin nafni af lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir en sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð með nauðasamningi sem staðfestur hefur verið af dómstólum.]10) Ákvæðið á ekki við kveði tvísköttunarsamningur sem Ísland hefur gert við erlent ríki á um að ekki skuli haldið eftir afdráttarskatti af vöxtum. [Ráðherra]11) er heimilt að setja reglugerð12) er kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.]13)
   [9.]13) Erlendir sendiherrar, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn sendisveita annarra ríkja hér á landi og aðrir, sem úrlendisréttar njóta, skulu greiða tekjuskatt af tekjum sem þeir njóta frá innlendum aðilum og af tekjum sem um er rætt í [4.–8. tölul.]13)
   [10.]13) [Allir aðilar sem hafa tekjur af afleiðusamningum hér á landi skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.]14)
   [11. Allir aðilar sem njóta gjafa, þó ekki tækifærisgjafa, frá íslenskum aðilum eða föstum starfsstöðvum hér á landi.]1)
[Með orðunum „hér á landi“ í 1. mgr. er átt við landið sjálft, landhelgina, efnahagslögsöguna og landgrunnið, sem og svæði þar sem Ísland hefur rétt til skattlagningar lögum samkvæmt eða samkvæmt sérstökum samningum við erlent ríki.]2)
   1)L. 102/2023, 6. gr. 2)L. 110/2011, 2. gr. 3)L. 174/2006, 1. gr. 4)L. 45/2020, 120. gr. 5)L. 128/2009, 1. gr. 6)L. 53/2014, 1. gr. 7)L. 38/2022, 152. gr. 8)L. 70/2021, 27. gr. 9)L. 39/2013, 1. gr. 10)L. 107/2015, 1. gr. 11)L. 126/2011, 377. gr. 12)Rg. 630/2013. 13)L. 70/2009, 6. gr. 14)L. 142/2013, 1. gr.
[Föst starfsstöð.]1)
   1)L. 112/2016, 1. gr.
[3. gr. a.
Föst starfsstöð, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., merkir fasta atvinnustöð þar sem starfsemi fyrirtækis fer að nokkru eða öllu leyti fram.
Byggingarsvæði eða byggingar- eða uppsetningarframkvæmd telst því aðeins föst starfsstöð að hún standi lengur en sex mánuði.
Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. telst fyrirtæki ekki hafa fasta starfsstöð hérlendis vegna starfsemi sem er aðeins ætlað að undirbúa, styðja við eða reka aðra starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. að nýta aðstöðu til geymslu gagna, sýningar eða birgðahalds á vörum eða öflunar upplýsinga fyrir fyrirtækið. Umráð erlends fyrirtækis á netþjónum og tengdum tölvubúnaði til að annast fyrrgreinda starfsemi mynda ekki ein og sér fasta starfsstöð þess hérlendis.
Ef fyrirtæki eða aðili sem það hefur náin tengsl við rekur fleiri en eina atvinnustöð hérlendis þar sem fram fer samþætt starfsemi skal meta hana sem eina heild við mat á því hvort um undirbúnings- eða stoðstarfsemi sé að ræða. Aðili telst hafa náin tengsl við fyrirtæki í skilningi þessarar málsgreinar ef annar hefur yfirráð yfir hinum eða báðir lúta yfirráðum sömu aðila.
Fyrirtæki telst ekki hafa fasta starfsstöð hér á landi þótt það reki hér viðskipti fyrir milligöngu miðlara, umboðsmanns eða annars óháðs umboðsaðila, ef þessir milligönguaðilar koma fram innan marka venjulegs atvinnureksturs þeirra. Ef milligönguaðili sem ekki er óháður hefur á hendi starfsemi fyrir fyrirtæki og hefur heimild til að gera samninga fyrir þess hönd hér á landi eða gegnir að jafnaði lykilhlutverki sem leiðir til samningagerðar án efnislegrar breytingar af hálfu viðkomandi fyrirtækis, telst fyrirtækið hafa hér fasta starfsstöð. Þetta á þó ekki við ef starfsemi þessa aðila er takmörkuð við þá starfsemi sem um ræðir í 3. mgr. og sem mundi ekki gera þessa föstu atvinnustöð að fastri starfsstöð samkvæmt ákvæðum þeirrar málsgreinar þótt innt væri af hendi frá fastri atvinnustöð.
Þótt félag sem er heimilisfast utan Íslands stjórni eða sé stjórnað af félagi sem er heimilisfast á Íslandi eða hefur með höndum starfsemi hér á landi, annaðhvort frá fastri atvinnustöð eða á annan hátt, leiðir það í sjálfu sér ekki til þess að annaðhvort þessara félaga sé föst atvinnustöð hins.
Ráðherra skal með reglugerð1) setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.]2)
   1)Rg. 1165/2016, sbr. 1094/2020. 2)L. 112/2016, 1. gr.
Aðilar undanþegnir skattskyldu.
4. gr.
[Þessir aðilar greiða ekki tekjuskatt:]1)
   1. Ríkissjóður, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki sem hann rekur og ber ótakmarkaða ábyrgð á svo og Fiskifélag Íslands.
   2. Sýslu- og sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir sem þau reka og bera ótakmarkaða ábyrgð á.
   3. Erlend ríki og alþjóðastofnanir, af fasteignum sem þær nota vegna viðurkenndrar starfsemi sinnar hér á landi.
   4. Þeir lögaðilar sem um ræðir í 2. gr. og hér eiga heimili, ef þeir verja hagnaði sínum einungis til [almannaheilla]2) og hafa það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum.
   [Eftirtalin starfsemi telst til almannaheilla:
   a. mannúðar- og líknarstarfsemi,
   b. æskulýðs- og menningarmálastarfsemi,
   c. starfsemi björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda og einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna,
   d. vísindaleg rannsóknarstarfsemi,
   e. starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra menntasjóða,
   f. neytenda- og forvarnastarfsemi,
   g. starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga.]2)
   5. Félög, sjóðir og stofnanir, sbr. 5. tölul. [1. mgr.]3) 2. gr., sem ekki reka atvinnu.
   [6. Lífeyrissjóðir sem starfa skv. III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða [og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar]4) [samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði].5)]6)
   [7.]6) Aðilar sem undanþegnir eru skattskyldu með sérstökum lögum.
   [8. Stofnanir eða félög í meirihlutaeigu ríkis og/eða sveitarfélaga, að því leyti sem þeim hafa verið falin lögbundin verkefni vegna reksturs vatnsveitu og/eða fráveitu enda sé bæði rekstur og efnahagur hinna lögbundnu verkefna að fullu aðgreindur bókhaldslega frá annarri starfsemi.]7)
   [9. Þeir lögaðilar sem um ræðir í 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 5. tölul. þessarar greinar, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir a–g-lið 2. mgr. 4. tölul. og eru skráðir í sérstaka almannaheillaskrá hjá [Skattinum].8) [Ákvæði II.–VI. og VIII. kafla laga um félög til almannaheilla, nr. 110/2021, gilda um lögaðila eftir því sem við á vegna skráningar og hæfis lögaðila í almannaheillaskrá Skattsins. Þá er það skilyrði fyrir skráningu og endurskráningu lögaðila í almannaheillaskrá að staðin hafi verið skil á skattframtali og ársreikningi til ríkisskattstjóra eftir því sem við á og að ekki sé um að ræða vanskil eða áætlanir skatta, skattsekta, gjalda og skýrsluskila. Ákvörðun ríkisskattstjóra um höfnun á skráningu í almannaheillaskrá eða afskráningu er kæranleg til yfirskattanefndar. Kærufrestur er 30 dagar og reiknast frá dagsetningu ákvörðunar ríkisskattstjóra.]8) Þrátt fyrir 1. málsl. er lögaðila heimilt að stunda atvinnustarfsemi til fjáröflunar innan þeirra marka sem tilgreind eru í samþykktum hans og leiða má beint af tilgangi lögaðilans eða starfsemi sem hefur aðeins óverulega fjárhagslega þýðingu með tilliti til heildartekna hans.]2)
   1)L. 129/2004, 4. gr. 2)L. 32/2021, 1. gr. 3)L. 33/2020, 1. gr. 4)L. 76/2007, 1. gr. 5)L. 166/2007, 2. gr. 6)L. 77/2006, 2. gr. 7)L. 142/2013, 2. gr. 8)L. 133/2021, 1. gr.
Skattskylda hjóna og barna.
5. gr.
Hjón eru sjálfstæðir skattaðilar hvort um sig og skal þeim ákveðinn tekjuskattur …1) hvoru í sínu lagi.
   1)L. 129/2004, 5. gr.
6. gr.
Barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, er ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna (þar með taldir kjörforeldrar, stjúpforeldrar, fósturforeldrar). Þó skulu þær tekjur barns sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. skattlagðar sérstaklega.

II. kafli. Skattskyldar tekjur.
Almenn ákvæði.
7. gr.
Skattskyldar tekjur teljast með þeim undantekningum og takmörkunum, er síðar greinir, hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru, svo sem:
A.
   1. Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir, fatnaður, fæði, húsnæði, risnufé, verkfærapeningar, ökutækjastyrkir, flutningspeningar og aðrar hliðstæðar starfstengdar greiðslur, fríðindi og hlunnindi, svo og framlög og gjafir sem sýnilega eru gefnar sem kaupauki. Hafi verið gerður samningur um skiptingu ellilífeyrisgreiðslna á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, telst ellilífeyrir til tekna hjá þeim sem fær hann greiddan. Hvorki skiptir máli hver tekur við greiðslu né í hvaða gjaldmiðli goldið er, hvort sem það er í reiðufé, fríðu, hlunnindum eða vinnuskiptum. Reki vinnuveitandi hópferðabifreið til að flytja starfsmenn sína til og frá vinnu teljast hlunnindi starfsmanna af slíkum ferðum þó ekki til skattskyldra tekna. [Sama gildir greiði vinnuveitandi kostnað starfsmanna af ferðum til og frá vinnu samkvæmt samningi milli aðila séu nýttar til ferðanna almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur, þó ekki með vélknúnum ökutækjum, enda sé fjárhæðin ekki umfram viðmiðunarmörk samkvæmt mati ríkisskattstjóra.]1)
   Vinni maður við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal hann telja sér til tekna eigi lægra endurgjald fyrir starf sitt og hefði hann innt það af hendi fyrir óskyldan eða ótengdan aðila. Sama gildir um vinnu við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum og einnig um vinnu manns við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar. Á sama hátt skal reikna endurgjald fyrir starf sem innt er af hendi af maka manns eða barni hans sé starfið innt af hendi fyrir framangreinda aðila.
   Til tekna sem laun teljast og lán til starfsmanna sem óheimil eru samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.
   2. Tryggingabætur, meðlög og styrkir. Skaðabætur og vátryggingafé vegna sjúkdóms, slysa, atvinnutaps eða launamissis og hvers konar aðrar skaðabætur og vátryggingabætur, sbr. þó 2. tölul. 28. gr. Þó skal hvorki teljast til tekna barnalífeyrir, sem greiddur er skv. [[40. gr. laga um almannatryggingar],2) 3. gr. laga um félagslega aðstoð og lögum um slysatryggingar almannatrygginga]3) vegna barns ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað, né heldur barnsmeðlag að því leyti sem það takmarkast af fjárhæð barnalífeyris skv. [40. gr. laga um almannatryggingar]2) eða af meðlagsúrskurði sýslumanns eða samkomulagi um framfærslu barns sem staðfest hefur verið af sýslumanni, þó aldrei hærra en sem nemur fjárhæð tvöfalds barnalífeyris skv. [40. gr. laga um almannatryggingar].2) Meðlög eða framfærslulífeyrir til maka eða fyrrverandi maka telst ekki til tekna hjá móttakanda hafi hjónin slitið samvistum eða eftir lögskilnað, að því leyti sem greiðslur þessar takmarkast við sömu fjárhæð og [lágmarksörorkulífeyrir]4) (grunnlífeyrir) er til einstaklinga samkvæmt lögum um almannatryggingar. [Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.]5)
   3. Endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir hvers konar hugverk, bókmenntir og listir eða listaverk, hvort sem um er að ræða afnot eða sölu.
   4. Verðlaun og heiðurslaun, vinningar í happdrætti, veðmáli eða keppni. Beinar gjafir í peningum eða öðrum verðmætum, þar með talin afhending slíkra verðmæta í hendur nákominna ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða. Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum.
   Til skattskyldra gjafa teljast lán til hluthafa og stjórnarmanna sem eru óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.
B.
   Allar tekjur af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, þar með talið endurgjald fyrir selda vöru og þjónustu, umboðslaun, þóknanir, atvinnurekstrarstyrkir, rekstrarstöðvunarbætur og hvers konar tekjur sem upp eru taldar í öðrum liðum þessarar greinar og tengdar eru atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.
C.
   1. Leigutekjur og arður af hvers konar lausafé, þar með talin skip og loftför.
   2. Arður, landskuld og leiga eftir hvers konar fasteignir og fasteignaréttindi, þar með talin námaréttindi, vatnsréttindi, jarðvarmaréttindi, veiðiréttur og hvers konar önnur fasteignatengd hlunnindi.
   Þegar heildarleigutekjur af einstökum íbúðum ná ekki hlunnindamati húsnæðis, sbr. 118. gr., skal reikna leiguna til tekna með því mati. Af íbúðarhúsnæði sem skattaðili á og notar til eigin þarfa skal hvorki reikna tekjur né gjöld.
   3. Vextir, verðbætur, afföll og gengishagnaður, sbr. 8. gr.
   4. Arður af hlutum og hlutabréfum í félögum, sbr. 11. gr.
   5. Fé sem félög þau sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. færa félagsaðilum sínum til séreignar í stofnsjóði vegna viðskipta þeirra.
   6. Fé sem félög þau sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. greiða félagsaðilum sínum vegna viðskipta þeirra, enda séu þessi viðskipti í tengslum við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi félagsaðilans eða sé varið til fjárfestingar í eignum sem notaðar eru í atvinnurekstri.
   7. Fé sem félög þau sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. greiða félagsaðilum sínum út í hlutfalli við viðskipti þeirra eða færa þeim til séreignar, hvort heldur í stofnsjóð eða á annan hátt.
   8. Hagnaður af sölu eigna, sbr. 12.–27. gr.
   9. Sérhverjar aðrar tekjur eða ígildi tekna sem eigi eru sérstaklega undanskildar í lögum þessum eða sérlögum.
   1)L. 146/2012, 5. gr. 2)L. 18/2023, 23. gr. 3)L. 88/2015, 25. gr. 4)L. 140/2020, 2. gr. 5)L. 174/2006, 2. gr.
Skattskyldir vextir, afföll og gengishagnaður.
8. gr.
Til tekna sem vextir, afföll og gengishagnaður skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. teljast:
   1. Vextir af innstæðum í innlendum [bönkum og sparisjóðum],1) á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum svo og vextir af verðbréfum sem hliðstæðar reglur gilda um samkvæmt sérlögum. Með vöxtum teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól og vexti, verðbætur á inneignir og kröfur sem bera ekki vexti og happdrættisvinningar sem greiddir eru í stað vaxta.
   2. Vextir af stofnsjóðseign í félögum skv. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.
   3. Vextir hjá innlendum og erlendum aðilum af sérhverjum öðrum innstæðum og inneignum en um getur í 1. og 2. tölul., þar með taldir vextir af víxlum, verðbréfum og öllum öðrum kröfum sem arð bera eða vexti. Með vöxtum teljast einnig áfallnar verðbætur og happdrættisvinningar á sama hátt og um getur í 1. tölul.
   4. Afföll af keyptum verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum kröfum. Afföllin skal reikna til tekna með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir afborgunartíma. Sé krafan látin af hendi áður en afborgunartíma er lokið telst sá hluti affallanna, sem ekki hefur þegar verið tekjufærður en fæst endurgreiddur í sölu- og afhendingarverði, til tekna í einu lagi á afhendingar- eða söluári.
   5. Gengishagnaður af hvers konar [eignum og skuldum]2) í erlendum verðmæli á því ári sem gengisbreyting á sér stað og miðast við kaupgengi hlutaðeigandi erlends gjaldeyris í árslok.
   Frá gengishagnaði ársins skal draga gengistap, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., og færa mismuninn til tekna sem gengishagnað [með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári þegar gengishagnaður fellur til].3)
Til tekna sem vextir, sbr. 1. mgr., af kröfum eða inneignum, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, teljast vextir sem greiddir eru eða eru greiðslukræfir og greiddar verðbætur á afborganir og vexti. Til tekna í þessu sambandi telst enn fremur gengishækkun hlutdeildarskírteina, svo og hvers kyns gengishagnaður og afföll af keyptum verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum kröfum og hvers kyns aðrar tekjur af peningalegum eignum. Ákvörðun tekna skal vera þannig:
   1. Vextir af reikningum í innlánsstofnunum skulu teljast til tekna þegar þeir eru færðir eiganda til eignar á reikningi. Þó skulu vextir af reikningum þar sem höfuðstóll og vextir eru bundnir til lengri tíma en 36 mánaða ekki teljast til tekna fyrr en þeir eru greiddir eða greiðslukræfir.
   2. Vextir af kröfu skulu teljast til tekna þegar þeir eru greiddir eða greiðslukræfir.
   3. Afföll, þ.e. mismunur á uppreiknuðu nafnverði kröfu á kaupdegi að frádregnu kaupverði hennar, skal færa til tekna í hlutfalli við afborganir nafnverðs þegar þær greiðast.
   4. [Innleystur gengishagnaður af hvers konar innlánsreikningum og kröfum í erlendri mynt á því ári sem innlausn á sér stað skal færður til tekna og miðast við mismun á kaupgengi hlutaðeigandi erlends gjaldeyris frá 1. janúar 2010 eða síðar og á úttektar- eða greiðsludegi. Heimilt er að jafna saman gengishagnaði og gengistapi hvers innlánsreiknings fyrir sig innan ársins.]4)
   5. Vextir, arður og önnur ávöxtun af lífeyristryggingum, söfnunartryggingum, einstaklinga hjá líftryggingafélögum skulu teljast til tekna þegar slíkar tekjur koma til greiðslu, nema að því leyti sem lífeyristryggingar, söfnunartryggingar, verða skattlagðar sem tekjur samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara.
   6. Vextir, verðbætur og önnur ávöxtun af lífeyrissparnaði samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða teljast til tekna sem lífeyrir skv. A-lið 7. gr. þegar slíkar greiðslur eru greiddar út.
   7. Vextir af stofnsjóðseign í félögum skv. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skulu teljast til tekna þegar þeir eru færðir eiganda til eignar eða ráðstöfunar.
   1)L. 41/2020, 8. gr. 2)L. 102/2023, 7. gr. 3)L. 61/2008, 1. gr. 4)L. 165/2010, 1. gr.
Kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti.
9. gr.
Tekjur skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr., vegna kaupa manns á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir annan aðila, sbr. þó 10. gr. [og 10. gr. a],1) skulu ákveðnar eins og kveðið er á um í þessari grein. [Sama á við um kaup stjórnarmanns á hlutum eða hlutabréfum samkvæmt kauprétti í félagi sem hann er stjórnarmaður í ef félagið fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, á því ári þegar viðskiptin eru gerð. Um skattlagningu framangreindra tekna stjórnarmanna fer skv. 1. mgr. 66. gr.]2) Til skattskyldra tekna telst mismunur á kaupverði samkvæmt kaupréttarsamningi og gangverði bréfanna þegar kaupréttur er nýttur. [Skattlagningu samkvæmt þessari grein skal frestað þar til [eigendaskipti verða á hlutabréfunum].2)]3) Með gangverði er átt við skráð markaðsverð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði þegar kaupréttur er nýttur. Ef hlutabréf í félagi eru ekki skráð í kauphöll skal miða við gangverð þeirra í viðskiptum, annars bókfært verð eigin fjár samkvæmt síðasta endurskoðaða ársreikningi eða árshlutareikningi viðkomandi félags.
   1)L. 42/2023, 1. gr. 2)L. 69/2021, 1. gr. 3)L. 79/2016, 1. gr.
10. gr.
Tekjur skv. 9. gr. skulu skattlagðar sem fjármagnstekjur skv. C-lið 7. gr. sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
   1. Kaupréttur að hlutabréfum eða hlutum í viðkomandi félagi hafi náð til allra starfsmanna. Hlutabréfum og hlutum starfsmanna skulu fylgja sömu réttindi og öðrum hlutabréfum eða hlutum félags.
   2. Starfsmaður hafi verið í föstu starfi hjá félaginu eða í öðru félagi í sömu félagasamstæðu, sbr. lög um ársreikninga.
   3. Að lágmarki 12 mánuðir þurfi að líða frá gerð samnings um kauprétt þar til hann er nýttur.
   4. Kaupverð sé eigi lægra en vegið meðalverð í viðskiptum með hluti/hlutabréf félags tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag ef slík viðskipti hafa verið skráð í kauphöll. Ef slík skráning hefur ekki átt sér stað skal miða við gangverð eins og það er skilgreint í 9. gr.
   5. Starfsmaður eigi hlutabréfin eða hlutina í tvö ár eftir að kaupréttur er nýttur.
   6. Samningur um kauprétt sé ekki framseljanlegur.
   7. Hámark kaupa hvers starfsmanns sé samanlagt [1.500.000 kr.]1) á ári miðað við kaupverð samkvæmt samningi.
   8. Félag sem hefur í hyggju að veita starfsmönnum kauprétt hafi sent ríkisskattstjóra fyrir fram til staðfestingar áætlun um kauprétt starfsmanna ásamt upplýsingum um framangreind atriði í því formi sem hann ákveður.
Í lok hvers árs skal senda [ríkisskattstjóra]2) upplýsingar um þá starfsmenn sem hafa nýtt kauprétt á árinu samkvæmt staðfestri áætlun ásamt upplýsingum um kaupverð bréfanna. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Tekjur samkvæmt þessari grein koma til skattlagningar þegar starfsmaður selur hlutabréfin. Teljast þær mismunur á upphaflegu kaupverði og söluverði þeirra. Sá mismunur telst ekki til rekstrarkostnaðar í skilningi 31. gr. laganna.
Kaup á hlutabréfum samkvæmt þessari grein veita ekki rétt til frádráttar frá tekjum skv. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr.
   1)L. 140/2020, 3. gr. 2)L. 136/2009, 1. gr.
[10. gr. a.1)
Tekjur starfsmanna og stjórnarmanna skv. 9. gr. vegna nýtingar kaupréttar í sprotafyrirtækjum, sbr. 9. málsl. 2. mgr. 18. gr., skulu skattlagðar sem fjármagnstekjur skv. C-lið 7. gr. sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
   1. Sprotafyrirtækið hafi fengið staðfestingu Rannís, sbr. 5. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, áður en kaupréttarsamningur var gerður og vinnuframlag þess sem fær kauprétt tengist eingöngu framkvæmd á hinu staðfesta verkefni.
   2. Að lágmarki 18 mánuðir þurfi að líða frá gerð samnings um kauprétt þar til hann er nýttur.
   3. Kaupverð samkvæmt kaupréttarsamningi sé eigi lægra en gangverð við gerð samnings eða, sé gangverð ekki til staðar, bókfært virði eigin fjár samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi.
   4. Samningur um kauprétt sé ekki framseljanlegur og nái ekki til lengri tíma en átta ára.
Ákvæði þessarar greinar tekur einnig til tekna af kaupréttum sem einstaklingum eru veittir fyrir þjónustu þeirra við sprotafyrirtæki. Skilyrði er að heildarvirði veittrar þjónustu sé ekki umfram 2 millj. kr. á 12 mánaða tímabili og forsendur verðs komi skýrt fram í samningi.
Í lok hvers árs skal félagið senda ríkisskattstjóra upplýsingar um útgefna kaupréttarsamninga og þá sem hafa nýtt kauprétt á árinu ásamt helstu upplýsingum á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Tekjur samkvæmt þessari grein koma til skattlagningar skv. 18. gr. við sölu á mótteknum hlutum. Ákvarðast tekjurnar sem nemur mismun á kaupverði samkvæmt kaupréttarsamningi og söluverði hlutanna. Sá mismunur telst ekki til rekstrarkostnaðar í skilningi 31. gr.
Kaup á hlutabréfum samkvæmt þessari grein veita ekki rétt til frádráttar frá tekjum skv. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr.
Ákvæði þetta tekur ekki til samninga þar sem sprotafyrirtækið, eða tengdur aðili, er skuldbundið að gera upp samning með útborgun eða kaupa innleyst bréf, nema ljóst sé að um eðlilega og venjubundna aðgerð sé að ræða við þær aðstæður.]2)
   1)Greinin fellur úr gildi 1. jan. 2034 skv. l. 102/2023, 8. gr., sbr. 36. gr. s.l. 2)L. 42/2023, 2. gr. Ákvæði greinarinnar kemur til framkvæmda að fenginni niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að ákvæðið samræmist reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð skv. 17. gr. sl.
Skattskyldur arður.
11. gr.
Til arðs af hlutum og hlutabréfum í félögum, sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., telst auk venjulegrar arðgreiðslu sérhver afhending verðmæta til hlutareiganda með takmarkaða eða ótakmarkaða ábyrgð eða hluthafa er telja verður sem tekjur af hlutareign þeirra í félaginu. Til arðs telst ekki úthlutun jöfnunarhlutabréfa samkvæmt lögum um einkahlutafélög, lögum um hlutafélög og lögum um samvinnufélög sem hafa ekki í för með sér breytta eignarhlutdeild hlutareiganda eða hluthafa eða hækkun séreignarhluta félagsaðila í A-deild stofnsjóðs samvinnufélaga eða samvinnuhlutabréf sem félagsaðilum eru afhent við slíka hækkun séreignarhluta í samvinnufélagi samkvæmt lögum um samvinnufélög. …1)
Úthlutun verðmæta skv. 1. mgr. til hluthafa eða hlutareiganda sem jafnframt er starfsmaður félags, eða tengds félags, telst vera laun skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. ef hún er óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög eða lögum um einkahlutafélög. Ef úthlutun til annarra en starfsmanna er óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög eða lögum um einkahlutafélög skal skattleggja úthlutunina sem tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. Ef slík úthlutun á sér stað til [samlagsfélags eða]2) sameignarfélags, þar sem einn sameigenda er hluthafi, stjórnarmaður eða starfsmaður félagsins sem úthlutar verðmætum, skal úthlutunin teljast til tekna hjá honum skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr.
Arður af eigin hlutum eða hlutabréfum telst hvorki til tekna né gjalda hjá hlutafélagi eða samlagshlutafélagi.
Nú er félagi sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. slitið án þess að um sameiningu félaga sé að ræða, sbr. 51. gr., og skal þá teljast til arðs úthlutun við félagsslit sem er umfram kaupverð bréfanna. Einnig telst til arðs lækkun hlutafjár, sem er greidd út til hluthafa, umfram kaupverð. Hafi aðili eignast hlutabréfin fyrir árslok 1996 er honum heimilt að miða við upphaflegt kaupverð hlutabréfanna þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 1996, eða jöfnunarverðmæti hlutabréfanna, sbr. 3. mgr. 18. gr., sé það hærra.
   1)L. 142/2013, 3. gr. 2)L. 165/2010, 2. gr.
Sameiginleg ákvæði um söluhagnað eigna.
12. gr.
Söluhagnaður eigna, [þ.m.t. hagnaður af uppgjöri afleiðusamninga],1) telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, að teknu tilliti til fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar eftir því sem nánar er ákveðið í 13.–27. gr.
Stofnverð eigna telst kostnaðarverð þeirra, þ.e. kaup- eða framleiðsluverð, ásamt kostnaði við endurbætur, breytingar eða endurbyggingu og sérhverjum öðrum kostnaði sem á eignirnar fellur, en að frádregnum óendurkræfum styrkjum, afsláttum, eftirgjöfum skulda og skaðabótum sem til falla í sambandi við kaup þeirra, framleiðslu, breytingar eða endurbætur.
Við ákvörðun söluhagnaðar af fyrnanlegum eignum sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við endurmat þessara eigna og fengnar fyrningar við framtalsgerð á árinu 2002. Sama gildir um stofnverð ófyrnanlegra eigna sem notaðar eru í atvinnurekstri og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun í lok reikningsársins 2001, sbr. 34. gr.
Við ákvörðun söluhagnaðar af ófyrnanlegum eignum sem einstaklingur hefur eignast fyrir árslok 2001 og ekki eru tengdar atvinnurekstri hans skal stofnverð þeirra hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001.
   1)L. 142/2013, 4. gr.
Söluhagnaður eigna sem heimilt er að fyrna.
13. gr.
Hagnaður af sölu eigna, sem heimilt er að fyrna skv. 33. gr., og af sölu réttinda, sem tengd eru þessum eignum, telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign.
Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og stofnverði þeirra að frádregnum áður fengnum fyrningum hins vegar.
14. gr.
Á því ári sem skattskyldur söluhagnaður eigna skv. 13. gr. færist til tekna er skattaðila heimilt að fyrna eignir, sem fyrnanlegar eru skv. 33. gr., um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Eigi skattaðili ekki eignir, sem hann getur fyrnt á þennan hátt á því ári þegar sala fer fram, getur hann farið fram á frestun skattlagningar á söluhagnaði um tvenn áramót, enda afli hann sér eigna sem fyrna má skv. 33. gr. innan þess tíma og fyrni þær um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Ef eignanna er ekki aflað innan tilskilins tíma telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist að viðbættu 10% álagi. Fyrning eða frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi verið jöfnuð.
Söluhagnaður eigna sem ekki er heimilt að fyrna.
15. gr.
Hagnaður af sölu fasteigna, sem ekki er heimilt að fyrna skv. 33. gr., þar með talin ófyrnanleg mannvirki, lönd, lóðir, ófyrnanleg náttúruauðæfi og réttindi tengd þessum eignum, svo sem lóðarréttindi, telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign.
Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og stofnverði þeirra að frádregnum áður fengnum niðurfærslum skv. 32. gr. og söluhagnaði, sbr. 4. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 12. gr., hins vegar. Ef skattaðili hefur eignast hina seldu eign fyrir árslok 1978 er honum heimilt að nota gildandi fasteignamat í árslok 1979 í stað stofnverðs. …1)
[Mönnum utan atvinnurekstrar]2) er jafnan heimilt að telja helming söluverðs til skattskyldra tekna í stað söluhagnaðar skv. 2. mgr.
Skattaðili getur farið fram á frestun skattlagningar söluhagnaðar af landi bújarða og ófyrnanlegum náttúruauðæfum á bújörðum um tvenn áramót frá söludegi, enda afli hann sér sams konar eignar …3) í stað hinnar seldu innan þess tíma og færist þá söluhagnaðurinn til lækkunar stofnverði hinnar nýju eignar. Nemi stofnverð hinnar nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðinum telst mismunurinn til skattskyldra tekna. Þessi meðferð söluhagnaðar er því aðeins heimil að seljandi hafi haft búrekstur á hinni seldu eign að aðalstarfi í a.m.k. fimm ár á síðastliðnum átta árum næst á undan söludegi og stundi búrekstur á sama hátt á hinni keyptu bújörð …3). Ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum þess árs þegar skilyrðið er rofið, að viðbættu 10% álagi. [Skattfrestun söluhagnaðar samkvæmt framangreindu er heimil óháð því félagaformi sem búreksturinn var í.]3) Frestun tekjufærslu kemur því aðeins til greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi verið jöfnuð. [Ákvæði þetta tekur jafnframt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota enda sé það í tengslum við lok búrekstrar og húsnæðið sé notað fyrir eigin íbúð í a.m.k. tvö ár eftir kaupdag.]3)
Hagnaður af sölu þeirra réttinda sem um ræðir í 48. gr. telst að fullu til tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hin seldu réttindi. Hagnaður af sölu telst mismunur á söluverði og kaupverði eftir að frá því hafa verið dregnar fengnar fyrningar og niðurfærsla skv. 6. mgr. Þegar ákveða skal hagnað af sölu aflahlutdeildar eða sambærilegra réttinda í sjávarútvegi skal á hverjum tíma litið svo á að fyrst sé seldur sá hluti aflahlutdeildar í sömu fisktegund sem skattaðili keypti fyrst en úthlutaðri aflahlutdeild sé ráðstafað eftir að öll keypt aflahlutdeild í tegundinni hefur verið seld.
Á því ári sem skattskyldur hagnaður af sölu aflahlutdeildar eða sambærilegra réttinda í sjávarútvegi skv. 5. mgr. færist til tekna er skattaðila heimilt að færa niður stofnverð aflahlutdeildar, sem keypt hefur verið á tekjuárinu eða á síðustu 12 mánuðum áður en salan fór fram, um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Þá getur skattaðili farið fram á frestun skattlagningar söluhagnaðarins um tvenn áramót, enda kaupi hann aflahlutdeild í sjávarútvegi innan þess tíma og færi hana niður um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Ef aflahlutdeild er ekki keypt innan tilskilins tíma samkvæmt þessari málsgrein telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist, að viðbættu 10% álagi. Niðurfærsla eða frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein er því aðeins heimil að yfirfæranleg rekstrartöp hafi verið jöfnuð.
Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um söluhagnað af íbúðarhúsnæði sem er undir stærðarmörkum þeim er greinir í 17. gr. og er í eigu manna, sbr. 5. mgr. þeirrar greinar.
   1)L. 42/2023, 3. gr. 2)L. 164/2008, 1. gr. 3)L. 102/2023, 9. gr.
16. gr.
Hagnaður af sölu lausafjár, sem eigi er heimilt að fyrna skv. 33. gr., annars en hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum, telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári, og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign. Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, sbr. 4. mgr. 12. gr.
Hagnaður manns af sölu lausafjár, sem ekki er notað í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, telst þó ekki til tekna, enda geri hann líklegt að sala þess falli ekki undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hans eða að eignarinnar hafi ekki verið aflað í þeim tilgangi að selja hana aftur með hagnaði, sbr. 21. gr.
[Söluhagnaður af afleiðum …1) telst ávallt til skattskyldra tekna á söluári.]2)
   1)L. 33/2015, 2. gr. 2)L. 142/2013, 5. gr.
Söluhagnaður af íbúðarhúsnæði.
17. gr.
Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári hafi maður átt hið selda húsnæði skemur en tvö ár, en hafi hann átt hið selda í tvö ár eða lengur telst söluhagnaðurinn ekki til skattskyldra tekna. Ákvæði þessarar greinar gilda aðeins um sölu íbúðarhúsnæðis sem er í eigu manna og aðeins að því marki sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis seljanda fer ekki fram úr 600 m3 á söludegi ef um einstakling er að ræða en 1200 m3 ef hjón, sbr. 62. gr., eiga í hlut, [þó ekki þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði til eigin nota].1) Stærðarmörk þau sem gilda fyrir hjón gilda einnig um sölu eftirlifandi maka á íbúðarhúsnæði sem var í eigu hjónanna. Um söluhagnað af íbúðarhúsnæði umfram þessi mörk gilda ákvæði 15. gr. …2) Selji maður íbúðarhúsnæði innan árs frá því að hann keypti annað húsnæði eða innan tveggja ára frá því að hann hóf byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, skal við ákvörðun á heildarrúmmáli íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda við sölu miða við það heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er var í eigu seljanda áður en hann keypti nýrra húsnæði eða hóf byggingu þess, enda sé söluandvirðinu varið til fjármögnunar á hinu nýja húsnæði.
Maður getur farið fram á frestun söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi. Kaupi hann annað íbúðarhúsnæði eða hefji byggingu íbúðarhúsnæðis [hér á landi eða í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]2) í stað þess selda innan þess tíma færist söluhagnaðurinn til lækkunar stofnverði hinnar nýju eignar. Nemi stofnverð hinnar nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðinum innan þessara tímamarka telst mismunurinn til skattskyldra tekna á kaupári hinnar nýju eignar. Ef eignarinnar er ekki aflað innan tilskilins tíma telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist.
Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst mismunur á söluverði og stofnverði að frádregnum áður fengnum söluhagnaði, sbr. 2. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 12. gr.
Þegar maður selur íbúðarhúsnæði sem hann hefur byggt eða endurbætt og salan fer fram innan tveggja ára frá því síðast var lagt í byggingarkostnað skal einungis sá hluti söluhagnaðarins teljast skattskyldur sem svarar til þess hlutfalls af heildarbyggingarkostnaði sem í var lagt innan tveggja ára frá söludegi.
Falli sala íbúðarhúsnæðis bæði undir ákvæði þessarar greinar og 15. gr. skal söluhagnaði skipt til skattlagningar í sama hlutfalli og er milli þess rúmmáls íbúðarhúsnæðis sem seljandi átti umfram 600 m3 á söludegi eða 1200 m3, eftir því sem við á, sbr. 1. mgr., og heildarrúmmáls hins selda húsnæðis.
[Ráðherra]3) skal ákveða með reglugerð hvernig reikna skuli rúmmál íbúðarhúsnæðis samkvæmt þessari grein.
Við útreikning á söluhagnaði af íbúðarhúsnæði skal ekki telja til stofnverðs eignaauka vegna vinnu utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Ákvæði þessarar greinar gilda um íbúðarhúsnæði án tillits til byggingarstigs og ná einnig til lóða eða lóðarréttinda sem slíku húsnæði fylgja, enda sé lóðin innan þeirra stærðarmarka sem almennt gerist um íbúðarhúsalóðir. Um söluhagnað lóðar umfram þessi mörk gilda ákvæði 15. gr. [Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um hagnað af sölu búseturéttar [og sölu íbúðarhúsnæðis úr dánarbúi manns enda séu uppfyllt framangreind skilyrði um eignarhaldstíma og stærðarmörk].4)]2) [Sama gildir um sölu á frístundahúsnæði, að teknu tilliti til stærðarmarka skv. 1. mgr., sem nýtt hefur verið af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi, enda hafi eignarhald varað að lágmarki 7 ár.]5)
   1)L. 124/2015, 1. gr. 2)L. 164/2008, 2. gr. 3)L. 126/2011, 377. gr. 4)L. 165/2010, 3. gr. 5)L. 142/2020, 1. gr.
Söluhagnaður af eignarhlutum í félögum.
18. gr.
Hagnaður af sölu hlutabréfa …1) telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hin seldu hlutabréf. [Hagnaður einstaklings utan atvinnurekstrar vegna viðskipta með breytanleg skuldabréf sem breytt hefur verið í hlutabréf á lægra verði en nemur markaðsverði bréfanna, sbr. 47.–49. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, og 31.–32. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, telst til skattskyldra fjármagnstekna þegar hlutabréfin eru seld.]2) [Lögaðila er heimilt að fresta yfir tvenn áramót skattlagningu hagnaðar sem myndast hefur við umbreytingu skuldabréfs með breytirétti í hluti í félagi sem fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, á því ári þegar viðskiptin eru gerð.]3)
Hagnaður af sölu hlutabréfa …1) telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og kaupverði þeirra hins vegar, sbr. þó 4. mgr. Þó skal kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, í árslok 2001 ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum. Kaupverð hlutabréfa, sem skattaðili hefur eignast við samruna hlutafélaga skv. 51. gr., skal ákvarðast jafnt kaupverði þeirra hlutabréfa er hann lét af hendi. Kaupverð hlutabréfa í B-deild stofnsjóðs samvinnufélags sem skattaðili hefur eignast við sértækt endurmat A-deildar stofnsjóðs samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um samvinnufélög skal ákvarðast jafnt fjárhæð hækkunar séreignarsjóðshluta A-deildar yfirfærðs stofnsjóðs. Kaupverð hlutabréfa sem seljandi hefur eignast vegna kaupréttar skv. 9. gr. skal ákvarðast jafnt gangverði því sem lagt var til grundvallar við ákvörðun tekna samkvæmt því ákvæði. Þegar ákveða skal hagnað af sölu hlutabréfa skal kaupverð hvers hlutabréfs teljast jafnt meðalkaupverði allra hlutabréfa sömu tegundar á hendi sama eiganda. [Skipti einstaklingur utan atvinnurekstrar á hlutum í sprotafyrirtæki fyrir eignarhluti í nýstofnuðu félagi, skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., í hans eigu skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutina lét af hendi. Skal kaupverð þeirra eignarhluta sem hann eignast við skiptin ákvarðast jafnt kaupverði þeirra hluta sem látnir voru af hendi. Með sprotafyrirtæki er átt við félag sem fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, er innan stærðarmarka 2. tölul. 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., hefur fyrir skiptin varið meira en 10% af veltu í viðurkennda rannsókna- og þróunarstarfsemi og er stofnað í þeim tilgangi. Ráðherra er heimilt að kveða á um framkvæmd ákvæðisins í reglugerð, m.a. skilgreiningu á sprotafyrirtæki.]3)
Jöfnunarverðmæti hlutabréfa hjá þeim félögum sem skráð voru, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., í árslok 1996 skal vera nafnverð hlutabréfanna í árslok 1996 að viðbættri þeirri fjárhæð sem heimilt væri að gefa út af jöfnunarhlutabréfum samkvæmt þeim reglum sem giltu í árslok 1996. Hafi hlutafélag ekki gefið út jöfnunarhlutabréf eða, ef um einkahlutafélag er að ræða, tilkynnt nýtt nafnverð til hlutafélagaskrár, eða gert [ríkisskattstjóra]4) grein fyrir útreikningi jöfnunarverðmætis í síðasta lagi í árslok 1999, skal jöfnunarverðmætið við sölu bréfanna vera nafnverð hlutabréfanna í árslok 1996. Ríkisskattstjóri skal birta með aðgengilegum hætti jöfnunarstuðul fyrir hlutabréf eða hluti í félögum, þ.e. hlutfall jöfnunarverðmætis, sem [ríkisskattstjóri]4) hefur staðfest samkvæmt þessari grein, og nafnverðs hlutabréfa eða hluta í félögum.
Við sölu á hlutabréfum, sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 1996, skal skattskyldur söluhagnaður vera söluverð þeirra að frádregnu jöfnunarverðmæti, sbr. 3. mgr., eða upphaflegu kaupverði hlutabréfanna þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 1996 ef það er hærra. Þó skal kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, í árslok 1996 ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra eða jöfnunarverðmæti þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum.
5)
Hagnaður manns af sölu hlutabréfa, sem hann hefur keypt á árunum 1990–1996 í félögum sem ríkisskattstjóri hefur á söluári bréfanna veitt staðfestingu um að uppfylli skilyrði III. kafla laga nr. 9/1984, telst þó ekki til skattskyldra tekna hafi hin seldu hlutabréf verið í eigu mannsins í full fjögur ár. Hámark skattfrjáls hagnaðar samkvæmt þessari málsgrein er 367.625 kr. Um hagnað umfram skattfrjálst hámark og um hagnað af sölu hlutabréfa, sem maður hefur keypt á árinu 1989 eða fyrr eða á árinu 1997 eða síðar, fer eftir ákvæðum 1. mgr.
Við sölu hlutabréfa í sparisjóði, sem breytt hefur verið í hlutafélag samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki skal skattskyldur söluhagnaður þeirra bréfa sem stofnfjáreigandi fékk í skiptum fyrir stofnbréf sín vera söluverð bréfanna að frádregnu kaupverði þeirra. Kaupverð hlutabréfa í eigu stofnfjáreigenda skal ákveðið sem stofnfé sjóðsins endurmetið til ársloka 1996, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að viðbættu innborguðu stofnfé frá þeim tíma þar til sparisjóðnum var breytt í hlutafélag. Kaupverð hlutabréfa sem rekstraraðili hefur fengið afhent sem stofnfjáreigandi skal þó ákvarðað sem kaupverð samkvæmt framangreindu þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli frá árslokum 1996 til ársloka 2001, enda hafi hlutabréfin verið eignfærð í atvinnurekstrinum. Kaupverð hlutabréfa í sparisjóði sem sjálfseignarstofnun hefur eignast samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki ákvarðast sem raunvirði hreinnar eignar sparisjóðsins í árslok 1996 að frádregnu kaupverði hlutabréfa í eigu stofnfjáreigenda, sbr. framangreint. Raunvirði hreinnar eignar skal ákveðið samkvæmt þeim reglum sem gilda um ákvörðun á jöfnunarverðmæti hlutabréfa, sbr. 3. mgr.
   1)L. 128/2009, 4. gr. 2)L. 79/2016, 2. gr. 3)L. 69/2021, 2. gr. 4)L. 136/2009, 1. gr. 5)L. 38/2008, 1. gr. Ákvæði málsgreinarinnar skulu halda gildi sínu um hagnað lögaðila skv. 1. mgr. 2. gr. og einstaklinga í atvinnurekstri af sölu hlutabréfa sem féll til fyrir gildistöku l. 38/2008 skv. ákvæði til bráðabirgða II við þau lög, sbr. l. 164/2008, 9. gr.
19. gr.
Hagnaður af sölu eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign.
Hagnaður af sölu eignarhluta telst mismunur á söluverði hans annars vegar og kaupverði hins vegar. Kaupverð eignarhluta í hendi seljanda ákveðst sem hlutur hans í eigin fé félagsins í byrjun þess árs sem salan fer fram á eða sem raunverulegt kaupverð að frádreginni eigin úttekt, sé það hærra. Til eigin fjár í þessu sambandi telst [framtalsskyld]1) hrein eign félagsins að meðtöldu stofnfé.
Þó skal [kaupverð]2) eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 2001 ákvarðast sem hlutur hans í eigin fé félagsins í byrjun árs 2001 eða sem raunverulegt kaupverð að frádreginni eigin úttekt, sé það hærra, þegar kaupverð og eigin úttekt hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001.
   1)L. 129/2004, 6. gr. 2)L. 143/2003, 1. gr.
Ýmis ákvæði um söluhagnað.
20. gr.
Söluverð eigna telst heildarandvirði þeirra að frádregnum beinum kostnaði við söluna.
21. gr.
Falli sala eigna undir atvinnurekstur skattaðila eða hafi eigna verið aflað í þeim tilgangi að selja þær aftur með hagnaði telst hagnaður af sölu þeirra ávallt að fullu til skattskyldra tekna á söluári. Með sama hætti telst söluhagnaður af rekstrarvörubirgðum og öðrum hliðstæðum eignum sem ætlaðar eru til notkunar í atvinnurekstri ávallt til skattskyldra tekna.
[Fari greiðsla fram með eign atvinnurekstrar skal ákvarða hagnað eða tap með sama hætti og hefði eignin verið seld ótengdum aðila, þ.m.t. við úttekt eigenda.]1)
   1)L. 73/2022, 1. gr.
22. gr.
Bætur vegna altjóns eða eignarnáms teljast söluverð eigna og reiknast söluhagnaður og fer um meðferð hans eftir ákvæðum 12.–27. gr. eftir því sem við á. Í slíkum tilvikum er skattaðila þó heimilt að færa skattskyldan söluhagnað til tekna með jöfnum fjárhæðum á allt að fimm árum, í fyrsta sinn á söluári. Ef um er að ræða eign sem ekki er heimilt að fyrna er heimilt að verja söluhagnaðinum til öflunar sams konar eignar innan þriggja ára. Söluhagnaðurinn telst þá ekki til tekna en færist til lækkunar stofnverði hinnar nýju eignar. Nemi stofnverð hinnar nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðinum telst mismunurinn til skattskyldra tekna.
23. gr.
Hafi skattaðili eignast selt íbúðarhúsnæði við arftöku, þar með talda fyrirframgreiðslu arfs, skal við ákvörðun eignartíma við sölu miða við samanlagðan eignartíma arfleifanda og arftaka.
24. gr.
Tap á sölu eigna, sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, er ekki heimilt að draga frá skattskyldum tekjum. Áður en skattskyldur hagnaður af sölu eigna er ákveðinn má skattaðili þó draga frá heildarhagnaðinum það tap sem hann kann að hafa orðið fyrir vegna sölu sams konar eigna á sama ári.
Tap á sölu eigna sem notaðar eru í atvinnurekstri er heimilt að gjaldfæra á söluári, sbr. 35. gr., þó ekki tap á sölu eigna þeirra sem um er rætt í 18. og 19. gr.
25. gr.
Þegar eign er látin af hendi við makaskipti skal það teljast sala hennar og fer um skattskyldu söluhagnaðar eftir ákvæðum 12.–27. gr. laga þessara.
Ef ákvörðun kaup- eða söluverðs í makaskiptasamningi er verulega frábrugðin því sem almennt gerist í hliðstæðum viðskiptum þar sem um beina sölu eða kaup er að ræða geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt verð og miðað skattlagningu söluhagnaðar við það.
26. gr.
Þegar seld er sérgreind fasteign eða mannvirki, ásamt lóð, landi eða réttindum tengdum þessum eignum, í heild eða að hluta, skal söluverðinu skipt í sama hlutfalli og hinar seldu eignir eru metnar til fasteignamats á söludegi. Sama gildir um skiptingu söluverðs mannvirkja eingöngu. …1) [Leiði skipting söluverðs, í sama hlutfalli og hinar seldu eignir eru metnar til fasteignamats, til verulega óeðlilegrar niðurstöðu sem ekki endurspeglar markaðsverð hinna seldu eigna skal miðað við markaðsverð þeirra á söludegi í stað fasteignamats.]2)
Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um ákvörðun stofnverðs.
Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um skiptingu söluverðs milli mannvirkis og leigulóðar þegar selt er mannvirki sem stendur á leigulóð og endurmetið var í hendi seljanda á árinu 1979 á grundvelli upphaflegs stofnverðs.
   1)L. 42/2023, 4. gr. 2)L. 140/2020, 4. gr.
27. gr.
Nú selur skattaðili eign með skattskyldum söluhagnaði og hluti söluandvirðis hennar er greiddur með skuldaviðurkenningum til þriggja ára eða lengri tíma og er honum þá heimilt að telja það hlutfall af söluhagnaðinum, sem svarar til hlutdeildar skuldaviðurkenninganna af heildarsöluverðmætinu, til tekna hlutfallslega eftir afborgunartíma skuldaviðurkenninganna, þó ekki á lengri tíma en sjö árum. Þó fellur þessi heimild niður ef skuldaviðurkenning er seld á þeim tíma sem heimilt er að dreifa söluhagnaði. Til skuldaviðurkenninga í þessu sambandi teljast ekki þær skuldir sem hvíla á hinni seldu eign og kaupandi tekur að sér að greiða. [Ríkisskattstjóra]1) skal tilkynnt um notkun þessarar heimildar með fyrsta framtali eftir söludag. Þessa heimild má skattaðili þó aðeins nota að því marki sem hann hefur ekki getað notað hinn skattskylda söluhagnað til að fyrna aðrar eignir, eða lækka stofnverð sams konar eigna, í samræmi við ákvæði þessara laga.
Sé heimild skv. 1. mgr. notuð kemur hún í stað annarra heimilda laga þessara til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari grein kemur því aðeins til greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi verið jöfnuð.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er heimilt að dreifa söluhagnaði á 20 ár þegar um er að ræða hagnað af sölu bújarða þar sem stundaður er landbúnaður.]2)
   1)L. 136/2009, 1. gr. 2)L. 87/2020, 1. gr.
Hvað ekki telst til tekna.
28. gr.
Þrátt fyrir ákvæði þessa kafla telst ekki til tekna:
   1. Eignaauki vegna arftöku, fyrirframgreiðslu arfs og dánargjafa, enda hafi erfðafjárskattur verið greiddur. Þetta á þó ekki við um þann hluta lífeyrissparnaðar sem fellur til erfingja samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
   2. Eignaauki sem verður vegna greiðslu líftryggingarfjár, [vátryggingabóta vegna sjúkdómatrygginga],1) dánarbóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku, enda séu bætur þessar ákveðnar í einu lagi til greiðslu. Einnig skaðabætur og vátryggingabætur vegna tjóns á eignum sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, sbr. þó 22. gr. Lækka skal stofnverð eignar vegna tjónsins að svo miklu leyti sem bótagreiðslum er ekki varið til viðgerða vegna tjónsins.
   3. Eignaauki [eða aukning ráðstöfunartekna]2) sem stafar af eftirgjöf skulda við nauðasamninga, enda hafi skuldirnar ekki myndast í sambandi við atvinnurekstur skattaðila. [Hið sama á við um eftirgefnar skuldir sem mælt er fyrir um í samningi um greiðsluaðlögun samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga eða nauðasamningi til greiðsluaðlögunar skv. X. kafla a í lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, eða á annan fullnægjandi hátt er sannað að eignir eru ekki til fyrir, að uppfylltum skilyrðum samkvæmt reglugerð3) sem [ráðherra]4) setur um hlutlægt mat á forsendum eftirgjafar, skilyrði þess að eftirgjöf teljist ekki til tekna, upplýsingagjöf skv. 92. gr. o.fl.]5) [Sama gildir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.]6)
   4. Eignaauki sem stafar af aukavinnu sem maður leggur fram utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin afnota. Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis, sbr. 15. og 17. gr., telst þó sem mismunur heildarandvirðis að frádregnum beinum kostnaði við söluna annars vegar og stofnverðs án eigin aukavinnu hins vegar.
   5. Framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða [og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði].7) [Þó skal telja framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda til skattskyldra tekna ef iðgjaldagreiðslur frá launagreiðanda eða sjálfstætt starfandi manni fara fram úr 12% af iðgjaldsstofni auk 2.000.000 kr. á ári.]8)
   …8)
   Hafi í kjarasamningum verið samið um iðgjald í lífeyrissjóð eða til aðila skv. [3.–5. mgr.]9) 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða það bundið í lögum skal það aldrei teljast til skattskyldra tekna.
   Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessa töluliðar, þar með talið um hvaða upplýsingar unnt er að krefja launagreiðendur, sjálfstætt starfandi einstaklinga og launþega vegna framkvæmdar ákvæðisins.
   6. Hlunnindi forseta Íslands vegna embættisbústaðar og rekstrar hans, risnu og bifreiða eða önnur hlunnindi sem embættinu fylgja.
   7. Persónuafsláttur, …9) barnabætur og vaxtabætur sem um ræðir í VI. kafla laga þessara.
   8. Matshækkun búfjár skv. 2. tölul. 73. gr., enda kemur matslækkun ekki til frádráttar tekjum.
   9. [Húsnæðisbætur, sbr. lög um húsnæðisbætur, og sérstakur húsnæðisstuðningur skv. 2. og 3. mgr. 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.]10)
   [10. [Styrkir úr starfsendurhæfingarsjóðum, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, sem ganga til greiðslu kostnaðar vegna endurhæfingar, heilbrigðisþjónustu og tiltekinnar þjónustu fagaðila.]11) [Ráðherra]4) setur reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.]12)
   [11. Sérstakur frádráttur nýsköpunarfyrirtækis samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.]13)
   [12. Úttekt viðbótariðgjalds af iðgjaldsstofni manna skv. II. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, ef öll skilyrði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð eru uppfyllt.
   Heimild manna takmarkast við allt að 4% framlag þeirra af iðgjaldsstofni, að hámarki 333 þús. kr., og allt að 2% framlag launagreiðanda, að hámarki 167 þús. kr., af iðgjaldsstofni, samanlagt að hámarki 500 þús. kr. fyrir tólf mánuði [á almanaksári]14) á samfelldu tíu ára tímabili, sbr. 4. gr. laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Ef útgreiðsla séreignarsparnaðar fer fram úr því hámarki telst það sem er umfram til skattskyldra tekna á greiðsluári.
   [Sama á við um úttekt tilgreindrar séreignar af iðgjaldsstofni manns skv. I. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, ef skilyrði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð eru uppfyllt.
   Heimild manns takmarkast þó við allt að 3,5% iðgjaldshluta af iðgjaldsstofni skv. 1. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sbr. þó 4. gr. laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016. Ef útgreiðsla á séreignarsparnaði fer yfir hámarksfjárhæðir 4. gr. laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016, telst það sem er umfram til skattskyldra tekna á greiðsluári.]15)
   Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]16)
   [13. Uppbætur á lífeyri vegna framfærslubyrðar skv. 1. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, og uppbót vegna reksturs bifreiðar skv. 2. mgr. 10. gr. sömu laga.]17)
   [14. Styrkur í formi niðurgreiðslu frá ríkinu vegna greiðsluþátttöku í fargjöldum innan lands fyrir einstaklinga með búsetu utan höfuðborgarsvæðisins.]18)
   [15. Styrkir til íbúðareigenda að því marki sem nemur útlögðum kostnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.]19)
   1)L. 37/2011, 1. gr., sbr. einnig 2. gr. s.l. 2)L. 46/2009, 1. gr. 3)Rg. 534/2009. 4)L. 126/2011, 377. gr. 5)L. 101/2010, 36. gr. 6)L. 9/2014, 10. gr. 7)L. 76/2007, 2. gr. 8)L. 128/2009, 5. gr. 9)L. 59/2017, 1. gr. 10)L. 75/2016, 32. gr. 11)L. 60/2012, 32. gr. 12)L. 164/2008, 3. gr. 13)L. 137/2009, 1. gr. 14)L. 63/2017, 5. gr. 15)L. 55/2022, 10. gr. 16)L. 111/2016, 9. gr. 17)L. 133/2018, 1. gr. 18)L. 140/2020, 5. gr. 19)L. 69/2022, 8. gr.

III. kafli. Frádráttur frá tekjum.
Almenn ákvæði.
29. gr.
Frá skattskyldum tekjum manns, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, þar með talið endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., er einungis heimill sá frádráttur sem sérstaklega er getið um í þessum kafla.
Frá tekjum lögaðila og tekjum manna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi er heimilt að draga rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. [Óheimilt er í sjálfstæðum afmörkuðum verkefnum sem taka til tveggja eða fleiri tekjuára að draga frá eða mynda tap með slíkum rekstrarkostnaði fyrr en verkefnin byrja að afla tekna eða fyrir liggur með skýrum hætti að ekkert verði af tekjuöfluninni.]1)
   1)L. 110/2011, 3. gr.
Frádráttur manna frá tekjum utan atvinnurekstrar.
30. gr.
Frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, má draga:
A.
   1. Útgjöld að hámarki móttekin fjárhæð ökutækjastyrkja, dagpeninga eða hliðstæðra endurgreiðslna á kostnaði sem sannað er að séu ferða- og dvalarkostnaður vegna atvinnurekanda og eru í samræmi við matsreglur [ráðherra].1) [Útgjöld að hámarki móttekinni fjárhæð ættleiðingarstyrks samkvæmt lögum um ættleiðingarstyrki og má frádráttur þessi aldrei vera hærri en fjárhæð styrksins.]2)
   2. Launatekjur sem greiddar eru embættismönnum, fulltrúum og öðrum starfsmönnum sem starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, enda sé kveðið á um skattfrelsið í samningum sem Ísland er aðili að. [Sama gildir um eftirlaun og örorkulífeyri sem greiddur er þeim sem starfað hafa hjá stofnunum Evrópusambandsins auk dánarbóta vegna þeirra sem greiddar eru til eftirlifandi maka og barna.]3) Staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að …4)
   3. Tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. sem skattfrjálsar eru samkvæmt sérlögum eða vinninga í happdrættum sem fengið hafa leyfi [þess ráðuneytis er fer með málefni happdrætta],1) enda sé öllum ágóða af þeim varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Sama gildir um happdrætti sem starfa samkvæmt leyfi útgefnu af stjórnvöldum á hinu Evrópska efnahagssvæði, [í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum],5) að sömu skilyrðum fullnægðum.
   4. Iðgjöld launþega til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að hámarki 4% af iðgjaldsstofni. [Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. [3.–5. mgr.]6) 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.]7) Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.
   5. Iðgjöld manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi vegna öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að hámarki 4% af iðgjaldsstofni. [Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. [3.–5. mgr.]6) 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði.]7) Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.
   [6. 25% tekna skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. þeirra erlendu sérfræðinga sem skattskyldir eru skv. 1. eða 3. gr., fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
   a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi.
   b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á [næsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, en þó þannig að fyrstu þrír mánuðir dvalar hérlendis teljast ekki með].8)
   c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli.
   Skrifleg umsókn um staðfestingu á því að tiltekinn erlendur sérfræðingur uppfylli skilyrði ákvæðisins skal send nefnd, sbr. 3. mgr. Umsókn um staðfestingu ásamt fylgigögnum skal berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að erlendur sérfræðingur hóf störf hér á landi. Vinnuveitandi og/eða starfsmaður skulu senda nefndinni umsókn og skal hún innihalda þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru hlutlægu mati nefndarinnar, sbr. a–c-lið 1. mgr. og 4. mgr.
   Ráðherra skipar nefndina sem meta skal hvort skilyrði 1. mgr. fyrir frádrætti frá tekjuskattsstofni séu uppfyllt. Skulu ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og fjármál og ráðherra sem fer með fræðslumál tilnefna sinn fulltrúa hvor, en sá þriðji skal skipaður án tilnefningar og vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
   Nefnd skv. 3. mgr. skal fara yfir þær umsóknir sem berast og meta þær m.a. með tilliti til menntunarstigs, sérþekkingar, reynslu og fjárhæðar launa. Telji nefndin umsækjanda uppfylla skilyrði ákvæðisins skal hún veita umsækjanda staðfestingu á því en hafna umsókn ella. Afrit af staðfestingu umsóknar skal senda ríkisskattstjóra.
   Ákvörðun nefndar skv. 4. mgr. er endanleg á stjórnsýslustigi.
   Ráðherra er heimilt að setja reglugerð9) sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um form og skilyrði umsókna, þær kröfur sem erlendir sérfræðingar þurfa að uppfylla, svo sem varðandi menntun, reynslu og fyrri störf, auk ráðningarsamninga, ásamt starfsháttum nefndarinnar og nefndarskipan.]10)
   [7. Gjafir og framlög til lögaðila skv. 9. tölul. 4. gr., að lágmarki samtals 10 þús. kr. og allt að hámarki samtals 350 þús. kr. á almanaksári. Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að sá lögaðili sem veitir viðtöku gjöfum eða framlögum til starfsemi sinnar falli undir 2. mgr. 4. tölul. 4. gr. og sé sem slíkur skráður í sérstaka almannaheillaskrá hjá [Skattinum]11) á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag er veitt og upplýsingar um fjárhæð fjárframlags hafi verið mótteknar frá viðtakanda til áritunar á skattframtal skv. 92. gr. Ráðherra setur með reglugerð12) nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.]13)
B.
   1. [Allt að 50% frá tekjuskattsstofni einstaklings, sbr. 1. og 3. gr., að viðbættum fjármagnstekjum, af fjárhæð sem hann sýnir fram á að sé til komin vegna fjárfestinga í hlutafélagi eða einkahlutafélagi sem uppfyllir skilyrði 2. og 3. mgr., við álagningu opinberra gjalda á árunum 2017, 2018, [2019, 2020, 2021, [2022, 2023, 2024 og 2025]14)]15) vegna fjárfestinga á árunum 2016, 2017, [2018, 2019, 2020, [2021, 2022, 2023 og 2024]14)].15) Fyrst skal dregið frá stofni til tekjuskatts og síðan fjármagnstekjuskattsstofni, að teknu tilliti til frítekjumarks vegna vaxta- og leigutekna.
   Til þess að einstaklingur geti nýtt sér heimild til frádráttar skv. 1. mgr. þurfa öll eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
   1. Fjárfesting einstaklings í félagi nemi að lágmarki 300 þús. kr. á almanaksári.
   2. Hver einstaklingur getur nýtt frádráttarheimild vegna heildarfjárfestinga sem nemi að hámarki 10 millj. kr. á almanaksári.
   3. Einstaklingur geti sýnt fram á að fjárfesting hafi verið að fullu greidd.
   4. Fjárfesting einstaklings sé til komin vegna hlutafjáraukningar í félagi.
   5. Félagið skili lista til ríkisskattstjóra yfir þátttakendur hlutafjáraukningarinnar og aukningin sé skráð í hlutafélagaskrá.
   6. Einstaklingur sé hvorki tengdur félaginu né félagasamstæðum þess, tveimur árum fyrir …15) skráða hlutafjáraukningu, á eftirfarandi hátt:
   a. Á grundvelli fjárhagslegra hagsmuna tengdra félaginu eða ef einstaklingur á eða mun eiga rétt á, með beinum eða óbeinum hætti, meira en 30% eignarhlutdeild í félaginu eða atkvæðarétti þess. Einstaklingur telst jafnframt vera tengdur félaginu ef viðskipti hans við félagið vegna hlutafjáraukningarinnar eru ekki sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila.
   b.15)
   Félag skv. 1. mgr. þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
   1. Félagið sé stofnsett á Íslandi eða innan annars EES-ríkis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og með fasta starfsstöð á Íslandi.
   2. Hjá félaginu starfi ekki fleiri en 25 starfsmenn og félagið sé með árlega veltu undir 650 millj. kr. og/eða efnahagsreikning undir 650 millj. kr. Ef félag er hluti af félagasamstæðu skal miða við samstæðuna í heild á grundvelli samstæðureiknings.
   3. Félagið hafi lokið greiðslu á öllu lágmarkshlutafé vegna stofnunar þess.
   4. Félagið hafi ekki verið skráð á skipulegan [markað].16)
   5. Félagið hafi ekki, þegar hlutafjáraukning á sér stað, verið starfandi á markaði lengur en sjö ár frá fyrstu sölu þess í viðskiptalegum tilgangi.
   6. Félagið sé rekið í hagnaðarskyni.
   7. Félagið eigi ekki í fjárhagsvanda.
   8. Íslenska ríkið eigi ekki útistandandi endurgreiðslukröfu á félagið vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar.
   9. Félagið hafi sent ríkisskattstjóra ársreikning sinn fyrir næstliðið reikningsár sem gerður hefur verið í samræmi við lög um ársreikninga.
   10. Félagið sýni fram á að andvirði hlutafjáraukningarinnar verði ráðstafað í þágu viðskiptastarfsemi þess. Ef félagið hefur ekki hafið viðskiptastarfsemi ber að nota að lágmarki 30% af andvirðinu til rannsókna eða þróunar á viðskiptastarfsemi sem hefjast skal innan tveggja ára frá skráningardegi hlutafjáraukningarinnar.
   11. Hlutafjáraukning í félagi geti að hámarki numið 2.000 millj. kr. í heild. Ef félag er hluti af félagasamstæðu nær hámarkið til samstæðunnar.
   12. Áður en hlutafjáraukning fer fram …15) skal félag fá staðfestingu ríkisskattstjóra á því að öll skilyrði þessarar málsgreinar séu uppfyllt. Sækja skal um staðfestinguna á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og getur hann krafið félagið um öll nauðsynleg gögn vegna hennar. Ríkisskattstjóri skal halda sérstaka skrá yfir þau félög sem hljóta staðfestingu samkvæmt ákvæði þessu og skal hún birt á vefsvæði ríkisskattstjóra. Ákvörðun ríkisskattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.
   Eftirtalin starfsemi félags fellur ekki undir ákvæði þetta:
   a. starfsemi sem felst í viðskiptum með fasteignir,
   b. starfsemi sem felst í útleigu fasteigna eða lausafjár,
   c. starfsemi eignarhaldsfélaga,
   d. starfsemi fjárfestingarfélaga,
   e. starfsemi eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999,
   f. starfsemi sem felst í útseldri þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga,
   g. starfsemi sem felst í kvikmyndaframleiðslu,
   h. starfsemi sem felst í mannvirkjagerð og hvers kyns viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum,
   i. starfsemi tengd fjárfestingu og/eða rekstri hótela, gistiheimila og veitingastaða,
   j. starfsemi sem felst í útflutningi og innflutningi vara sem framleiddar eru og þróaðar af öðrum,
   k. starfsemi sem felst í hvers kyns námuvinnslu.
   Ef einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. selur þau hlutabréf sem voru grundvöllur frádráttarins innan þriggja ára frá því að fjárfesting fer fram skal bakfæra upphaflega frádráttinn. …15) Bakfærður frádráttur samkvæmt þessari málsgrein skal færast til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Auk bakfærslu skal einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. greiða 15% álag af fjárhæð ofnýtts frádráttar.
   Ef frádráttur samkvæmt ákvæði þessu er hærri en tekjuskattsstofn skattaðila að viðbættum fjármagnstekjum á almanaksári færist það sem umfram er milli ára þar til hann er fullnýttur, en þó ekki lengur en næstu þrjú ár. Það sem ónýtt er af frádráttarheimildinni að þremur árum liðnum fellur niður.
   Ráðherra er heimilt að setja reglugerð17) sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um þær kröfur sem félög þurfa að uppfylla skv. 3. mgr., gagnsæiskröfur og skilgreiningu á hugtakinu félag í fjárhagsvanda.]18)
   2. Nú verður greiðslufall á kröfu sem vextir, sbr. 2. mgr. 8. gr., hafa verið reiknaðir af og frestast þá greiðsla skatts af slíkum vöxtum.
   Heimilt er að mótreikna tapaða vexti við fjármagnstekjur hafi skattur þegar verið greiddur af vöxtunum. Skal það gert á því ári þegar sýnt er að krafa sem vextir voru reiknaðir af fæst ekki greidd og skal gera grein fyrir henni í skattframtali viðkomandi tekjuárs. Með sama hætti fer um aðrar fjármagnstekjur, sbr. 3. mgr. 66. gr. Heimildin nær til fimm ára aftur í tímann frá og með tekjuári. Sé ekki um fjármagnstekjur að ræða á því tekjuári þegar mótreikningur á sér stað yfirfærist mótreikningsheimildin til næsta skattframtals í allt að fimm ár. Heimild samkvæmt þessari málsgrein tekur einungis til fjármagnstekna utan rekstrar hjá einstaklingum og þeirra lögaðila sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur.
   …19)
   [3.20)]21)
Hafi maður beinan kostnað við öflun annarra tekna en tekna skv. 1. tölul. A-liðar [eða 1.–8. tölul. C-liðar]19) 7. gr., án þess að hún verði talin falla undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skulu ákvæði 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. samt sem áður gilda um slíkan kostnað eftir því sem við á, þó ekki ákvæðin um vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna. Kostnaður þessi leyfist eingöngu til frádráttar sams konar tekjum og hann gekk til öflunar á, og má frádráttur hvers árs aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur þeim tekjum sem hann leyfist til frádráttar. …6)22)
6)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 174/2006, 3. gr. 3)L. 80/2022, 262. gr. 4)L. 122/2015, 14. gr. 5)L. 108/2006, 22. gr. 6)L. 59/2017, 2. gr. 7)L. 76/2007, 3. gr. 8)L. 33/2020, 2. gr. 9)Rg. 1202/2016, sbr. 38/2017, 541/2020, 45/2023 og 94/2023. 10)L. 79/2016, 3. gr. 11)L. 133/2021, 2. gr. 12)Rg. 215/2022. 13)L. 32/2021, 2. gr. 14)L. 133/2021, 3. gr. 15)L. 134/2018, 1. gr. 16)L. 115/2021, 148. gr. 17)Rg. 785/2016, sbr. 491/2017 og 335/2019. 18)L. 79/2016, 4. gr. 19)L. 102/2023, 10. gr. 20)L. 165/2010, 4. gr. 21)L. 137/2009, 2. gr. 22)L. 128/2009, 6. gr.
Frádráttur frá tekjum af atvinnurekstri.
31. gr.
Frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi eða eru tengdar slíkum rekstri má draga:
   1. Rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, þar á meðal iðgjöld til öflunar lífeyrisréttinda starfsmanna í lífeyrissjóði sem starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, vexti af skuldum, afföll, gengistöp, niðurfærslu og fyrningu eigna, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum, og það sem varið er til tryggingar og viðhalds á eignum þeim sem arð bera í rekstrinum.
   Ef eigi hefur verið fullnægt skyldu til að afhenda [ríkisskattstjóra]1) upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakasamninga vegna vinnu, sbr. 92. gr., að aðgættum ákvæðum 96. gr., er [ríkisskattstjóra]1) heimilt að synja um frádrátt vegna þeirra greiðslna eða hlunninda.
   Til rekstrarkostnaðar telst enn fremur það endurgjald sem manni ber að reikna sér fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu sem telja ber til tekna skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. Eigi skiptir máli hvort endurgjaldið hefur verið greitt. Hafi það verið greitt skiptir heldur ekki máli hvort það hefur verið greitt í reiðufé, fært á einkareikning, greitt í fríðu eða í hlunnindum eða með vinnuskiptum.
   2. [Einstakar gjafir og framlög til lögaðila skv. 9. tölul. 4. gr., þó ekki yfir 1,5% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. Auk þess skulu gjafir og framlög til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun, svo sem aðgerða í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis falla undir þennan tölulið, þó ekki yfir 1,5% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. Skilyrði frádráttar skv. 1. málsl. er að sá lögaðili sem veitir viðtöku gjöfum eða framlögum til starfsemi sinnar falli undir 2. mgr. 4. tölul. 4. gr. og sé sem slíkur skráður í sérstaka almannaheillaskrá hjá [Skattinum]2) á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag er veitt. Ráðherra skal í reglugerð3) kveða nánar á um hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið og um framkvæmd hans að öðru leyti.]4)
   3. Tap á útistandandi viðskiptakröfum, ábyrgðum og lánveitingum, sem beint tengjast atvinnurekstrinum, á því tekjuári sem eignir þessar sannanlega eru tapaðar.
   Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar, sbr. 1. mgr., í árslok, sbr. …5) 5. tölul. 73. gr., er heimilt að færa niður um allt að 5% og telja þá fjárhæð til frádráttar skattskyldum tekjum. [Niðurfærsla fyrra árs skal ávallt bakfærð, hafi hún verið færð til gjalda.]6)
   4. Niðurfærslu vörubirgða í lok reikningsárs um allt að 5% af matsverði, sbr. 4. tölul. 73. gr. [Niðurfærsla fyrra árs skal ávallt bakfærð, hafi hún verið færð til gjalda.]6)
   5.7)
   Sannanlega tapað hlutafé í félögum sem orðið hafa gjaldþrota. Sama gildir um hlutafé sem tapast hefur vegna þess að það hefur verið fært niður í kjölfar nauðasamninga samkvæmt lögum nr. 21/1991.
   …7)
   6. Veittan afslátt af vörum eða þjónustu.
   7. Fé það er innlend vátryggingarfélög færa í árslok í iðgjaldasjóð vegna þess hluta iðgjalda sem fellur á næsta reikningsár og í bótasjóð til að inna af hendi áfallnar skyldur sínar við vátryggingartaka.
   8. Eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu tíu árum á undan tekjuári, enda hafi fullnægjandi grein verið gerð fyrir rekstrartapinu og eftirstöðvum þess á því tekjuári þegar tapið myndaðist. Þó er ekki heimilt að nýta rekstrartap til frádráttar tekjum ef veruleg breyting hefur orðið á þeim rekstri eða starfsemi sem í hlut á, svo sem með breytingu á eignaraðild að lögaðila eða á tilgangi rekstrar, nema sýnt þyki að umræddar breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi.
   9. Þá fjárhæð sem hlutafélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og félög og samlög sem falla undir 2. …8) tölul. 1. mgr. 2. gr. hafa fengið greidda í arð skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. af hlutum og hlutabréfum í félögum er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., [sbr. XII. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög]8)9). [Sama gildir um fjárhæð sem félög í sömu félagaformum sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]10) hafa fengið greidda í arð.]11) [Ákvæði 1. málsl. skal einnig taka til arðs frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn fær sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi.]8) Frádráttur samkvæmt [3. málsl.]11) er bundinn því skilyrði að það skatthlutfall sem lagt er á hagnað hins erlenda félags sé eigi lægra en almennt skatthlutfall í einhverju aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) [eða aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins]12) [eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum].7) [Ráðherra]13) skal setja nánari reglur14) um framkvæmd þessa ákvæðis. …15)
   [9. a. Hagnað af sölu hlutabréfa …10) samkvæmt lögum þessum hjá félögum sem falla undir 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. af hlutabréfum í félögum er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. Sama gildir um hagnað sem félög í sömu félagaformum sem eru skattskyld skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]10) hafa fengið af sölu hlutabréfa. Ákvæði þessa töluliðar tekur einnig til hagnaðar af sölu hlutabréfa í félögum sem skráð eru erlendis ef seljandi sýnir fram á að hagnaður af starfsemi hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi. Frádráttur skv. 3. málsl. er bundinn því skilyrði að það skatthlutfall sem lagt er á hagnað hins erlenda félags sé eigi lægra en almennt skatthlutfall í einhverju aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
   Tap umfram hagnað af sölu hlutabréfa …10) heimilast ekki sem frádráttur frá tekjum og myndar ekki yfirfæranlegt tap.
   …15)
   [Ráðherra]13) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessara ákvæða.]7)
   10. Fjárhæð þá er félög, sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., greiða félagsaðilum sínum í árslok eða færa þeim til séreignar í stofnsjóði í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu samkvæmt lögum um samvinnufélög.
   Hafi félög þessi viðskipti við aðra en félagsaðila sína er sá hluti hreinna tekna, sem svarar hlutfalli viðskipta utanfélagsaðila af heildarviðskiptum, skattskyldur hjá félögunum. Félögum þessum er þó jafnan heimilt að draga frá skattskyldum tekjum arð af viðskiptum við félagsaðila sína á rekstrarárinu er nemi allt að 2/3 hlutum hreinna tekna, enda sé sú fjárhæð greidd félagsaðilum eða færð þeim til séreignar í stofnsjóði í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu. Slíkur arður skal þó aldrei nema meiru en 7% af viðskiptum félagsaðila.
   11. Fjárhæð þá er félög, sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr., greiða félagsaðilum sínum í árslok í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu, þó eigi hærra hlutfall af hreinum tekjum félags en sem svarar hlutfalli viðskipta félagsaðila af heildarviðskiptum þess.
   [12.16)]17)
   1)L. 136/2009, 1. gr. 2)L. 133/2021, 2. gr. 3)Rg. 1300/2021. 4)L. 32/2021, 3. gr. 5)L. 33/2020, 3. gr. 6)L. 42/2023, 5. gr. 7)L. 38/2008, 2. gr. 8)L. 166/2007, 4. gr. 9)L. 143/2003, 2. gr. 10)L. 128/2009, 7. gr. 11)L. 76/2007, 4. gr. 12)L. 174/2006, 4. gr. 13)L. 126/2011, 377. gr. 14)Rg. 297/2003, sbr. 53/2008. 15)L. 73/2011, 2. gr. 16)L. 165/2010, 5. gr. 17)L. 137/2009, 3. gr.
Niðurfærsla eigna.
32. gr.
1)
Eftirtaldar eignir er heimilt að færa niður á því ári sem þær myndast eða með jöfnum fjárhæðum á fimm árum:
   a. Stofnkostnað, svo sem kostnað við skráningu fyrirtækis og öflun atvinnurekstrarleyfa.
   b. Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vörumerkja.
Niðurfærsla samkvæmt grein þessari er heimil til frádráttar í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna. Við sölu eigna skv. a- og b-liðum 2. mgr. telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári að frádregnum þeim hluta sem ekki hefur verið færður niður. …1)
   1)L. 165/2010, 6. gr.
Fyrnanlegar eignir.
33. gr.
Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur. Helstu flokkar þeirra eru þessir:
   1. [Lausafé, þ.m.t. skip, loftför, bifreiðar, vélar, tæki og borpallar til kolvetnisvinnslu.]1)
   2. Mannvirki, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar.
   3. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra.
   4. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum, svo sem höfundaréttur, útgáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga, réttur til einkaleyfis og vörumerkis.
   5. Keypt viðskiptavild. Kaup á ófyrnanlegum réttindum skv. 48. gr. teljast ekki til keyptrar viðskiptavildar.
   1)L. 110/2011, 4. gr.
34. gr.
Fyrningartími eigna hefst við byrjun þess rekstrarárs þegar þær eru fyrst nýttar við öflun tekna.
35. gr.
Ekki er heimilt að fyrna eign á því rekstrarári þegar nýtingu hennar lýkur vegna sölu eða af öðrum ástæðum, þar með talið ef eign verður ónothæf, nema söluverð eða annað andvirði sé lægra en eftirstöðvar fyrningarverðs, þ.e. bókfært verð til skatts. Er þá heimilt að gjaldfæra mismuninn.
Fyrningargrunnur eigna.
36. gr.
Verðmæti sem fyrning er reiknuð af hverju sinni telst fyrningargrunnur eigna.
Fyrningargrunnur eigna skv. 1. tölul. 33. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum áður fengnum fyrningum. Fyrningargrunnur eigna skv. 2.–5. tölul. 33. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 12. gr.
Fyrningargrunnur eigna, sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001, og fengnar fyrningar þeirra ákvarðast í samræmi við endurmat stofnverðs við framtalsgerð á árinu 2002.
Fyrningarhlutföll.
37. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. skal fyrning vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna eða eignarflokks sem hér segir:
   1. Skip og skipsbúnaður, [þ.m.t. til notkunar sérstaklega við rannsóknir og vinnslu kolvetnis],1) svo og fólksbifreiðar fyrir færri en níu menn, aðrar en leigubifreiðar að lágmarki 10%, að hámarki 20%.
   2. Loftför og fylgihlutir þeirra að lágmarki 10%, að hámarki 20%.
   3. [a.]1) Verksmiðjuvélar og hvers konar iðnaðarvélar og tæki að lágmarki 10%, að hámarki 30%.
   [b. Borpallar, leiðslukerfi og annar búnaður til notkunar sérstaklega við rannsóknir og vinnslu kolvetnis að lágmarki 10%, að hámarki 30%.]1)
   4. a. Skrifstofuáhöld og -tæki að lágmarki 20%, að hámarki 35%.
   b. Vélar og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar, bifreiðar og önnur flutningatæki, svo og annað lausafé sem fellur ekki undir 1.–3. tölul. og a-lið þessa töluliðar að lágmarki 20%, að hámarki 35%.
   5. Fyrning mannvirkja, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar, skal vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna sem hér segir:
   a. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 1% en að hámarki 3%:
   1. Íbúðarhúsnæði.
   2. Skrifstofubyggingum.
   3. Verslunarbyggingum.
   b. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 3% en að hámarki 6%:
   1. Verksmiðjubyggingum.
   2. Verkstæðisbyggingum.
   3. Vörugeymslubyggingum.
   4. Dráttarbrautum.
   5. Gisti- og veitingahúsum.
   6. Útihúsum á bújörðum.
   7. Loðdýrabúum og tilheyrandi girðingum.
   8. Lýsis-, olíu- og vatnsgeymum.
   9. Ræktun á bújörðum.
   10. Hvers konar öðrum mannvirkjum og húsum, notuðum til atvinnurekstrar, sem ekki eru talin annars staðar í þessari grein.
   c. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 6% en að hámarki 8%:
   1. Bryggjum og plönum þeim tengdum.
   2. Gróðurhúsum.
   d. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 7,5% en að hámarki 10%:
   1. Borholum.
   2. Raflínum.
   3. Vinnubúðum, óvaranlegum.
   Ekki skiptir máli í sambandi við ákvörðun fyrningarhlutfalls úr hvaða byggingarefni mannvirki er gert.
   6. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptan rétt til nýtingar þeirra skal fyrna miðað við áætlaða heildarnýtingu og raunverulega nýtingu ár hvert. Áætluð heildarnýting er háð samþykki [ríkisskattstjóra].2) Heildarfjárhæð fyrningar samkvæmt þessum tölulið má aldrei verða hærri en fyrningargrunnur hins fyrnda að frádregnu verðmæti því sem eftir stendur að lokinni nýtingu.
   7. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum og aðrar eignir sem um er rætt í 4. tölul. 33. gr., 15–20%.
   Fyrning eigna samkvæmt þessum tölulið er heimil í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna.
   Þegar sýnt er fram á að notkunartími eigna samkvæmt þessum tölulið er skemmri en 5 ár er heimilt að fyrna þær á notkunartíma.
   8. Keypt viðskiptavild að lágmarki 10% en að hámarki 20%.
   1)L. 110/2011, 5. gr. 2)L. 136/2009, 1. gr.
38. gr.
Þegar notkun einstakra eigna er þannig háttað að þær falla ekki undir sama fyrningarhlutfall skal fyrningargrunni þeirra skipt eftir notkun, þó þannig að sé eign notuð að 3/4 hlutum eða meira til sömu starfsemi skal eignin í heild háð sama fyrningarhlutfalli. Sé hluti eignar ekki fyrnanlegur, t.d. ef um er að ræða íbúð í fyrnanlegri eign, skal ætíð lækka stofnverð eignarinnar um hinn ófyrnanlega hluta eftir stærðarhlutföllum. Við skiptingu á fyrningargrunni bygginga skal í þessu sambandi miða við fasteignamat einstakra byggingarhluta eða við rúmmál liggi fasteignamat þeirra ekki fyrir.
39. gr.
Þegar kostnaðarverð einstakra eigna eða eignasamstæðna er undir [600.000 kr.]1) er heimilt að færa það að fullu til gjalda á því ári þegar þeirra er aflað.
   1)L. 42/2023, 6. gr.
40. gr.
Við sölu eigna, sem færðar hafa verið til frádráttar tekjum samkvæmt heimild í 39. gr., telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári. Sama gildir um tjónbætur eða annað andvirði fyrir afhendingu slíkra eigna.
41. gr.
Kostnað við viðgerðir eða endurbyggingu fyrnanlegra eigna vegna tjóns má gjaldfæra á því ári þegar viðgerð fer fram, að svo miklu leyti sem kostnaðurinn fer fram úr tjónbótum. Hér er aðeins átt við kostnað við að koma eign í sama ástand og hún var í áður en tjónið varð.
42. gr.
Eignir skv. 1. og 2. tölul. 33. gr. má aldrei fyrna meira en svo að ávallt standi eftir sem niðurlagsverð eignar 10% af stofnverði hennar, sbr. 2. mgr. 12. gr.
Ýmis ákvæði um fyrningar.
43. gr.
Við ákvörðun fyrningargrunns eignar, sem yfirtekin er við makaskipti, skal farið eftir ákvæðum 25. gr.
44. gr.
Verði eigendaskipti að eign við arftöku, þar með talda fyrirframgreiðslu arfs, skal fyrningargrunnur slíkrar eignar óbreyttur standa í hendi erfingja frá því sem hann var í hendi arfleifanda.
45. gr.
Á því ári þegar rekstri er hætt, hann seldur eða látinn af hendi á annan hátt er ekki heimilt að fyrna eignir sem við hann voru bundnar. Ákvæði 39. gr. eiga þá ekki við.
46. gr.
Ríkisskattstjóra er heimilt að gera öllum framtalsskyldum aðilum að halda skrá um fyrnanlegar eignir í því formi og með þeim hætti er hann ákveður.
47. gr.
Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má víkja frá framangreindum reglum um fyrningarhlutföll og veitir ríkisskattstjóri heimild til slíkra frávika.
Ófyrnanleg réttindi.
48. gr.
Stofnkostnað við kaup á réttindum sem ekki rýrna vegna notkunar er eigi heimilt að fyrna. Til stofnkostnaðar samkvæmt þessari málsgrein telst m.a. keyptur réttur til nýtingar á náttúruauðæfum, svo sem kaup á varanlegri aflahlutdeild og sambærilegum réttindum.
Keypt leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 5. gr. laga nr. 38/1990 skal þó heimilt að telja til stofnkostnaðar með því skipi sem það er tengt og fer þá um fyrningar þess skv. 1. tölul. 33. gr., sbr. 1. tölul. 37. gr.
Um hagnað vegna sölu á ófyrnanlegum réttindum skv. 1. mgr. fer skv. 5. og 6. mgr. 15. gr. Verðmæti keyptra réttinda sem ekki er heimilt að fyrna er eigi heimilt að færa til frádráttar skattskyldum tekjum. Þó skal heimilt að telja til rekstrarkostnaðar skv. 31. gr. verðmæti þessara réttinda ef þau falla niður eða hlutfallslega ef þau eru skert verulega lögum samkvæmt.
Vaxtagjöld, afföll og gengistöp.
49. gr.
Til gjalda sem vextir, afföll og gengistöp af skuldum, sbr. 1. tölul. 31. gr., teljast:
   1. Vextir af skuldum, föstum og lausum, þar með taldir dráttarvextir. Til vaxtagjalda má og telja lántökukostnað, árlegan eða tímabundinn fastakostnað, þóknanir, stimpilgjöld og þinglýsingarkostnað af lánum. Með vaxtagjöldum í þessu sambandi teljast og áfallnar verðbætur á höfuðstól og vexti.
   2. Afföll af seldum verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin skulu reiknuð til frádráttar með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir afborgunartíma. Sé skuld yfirtekin af öðrum eða falli greiðsluskylda niður áður en afborgunartíma er lokið teljast eftirstöðvar affalla ekki til frádráttar tekjum. Hafi skuld verið yfirtekin í sambandi við eignasölu er seljanda þó heimilt að lækka söluverð eignarinnar um fjárhæð sem nemur eftirstöðvum affallanna, enda hafi hann verið upphaflegur skuldari hinnar yfirteknu skuldar.
   3. Vextir af stofnsjóðsinnstæðum í félögum sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.
   4. Gengistöp af hvers konar [eignum og skuldum]1) í erlendum verðmæli á því ári sem gengisbreyting á sér stað og miðast þau við sölugengi viðkomandi erlends gjaldeyris í árslok.
   Frá gengistapi ársins skal draga gengishagnað, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr., og færa mismuninn til gjalda sem gengistap [með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári sem gengistap fellur til].2)
Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðeins frádráttarbær að fullu séu þau tengd atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.
[Til frádráttarbærra vaxta skv. 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. teljast vextir af fjármálagerningum sem fara skal með sem fjárskuld í reikningsskilum og jafnframt uppfylla kröfur til myndunar eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis, skv. 84. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Skilyrtir vextir eru fyrst gjaldfæranlegir þegar skilyrði til greiðslu þeirra eru uppfyllt. Vextir sem skuldari hefur val um að greiða eða greiða ekki eru gjaldfæranlegir við greiðslu.]3)
   1)L. 102/2023, 7. gr. 2)L. 61/2008, 3. gr. 3)L. 69/2021, 3. gr.
Hvað ekki telst rekstrarkostnaður.
50. gr.
Til rekstrarkostnaðar skv. 31. gr. eða til frádráttar skattskyldum tekjum á einn eða annan hátt er ekki heimilt að telja:
   1. Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt.
   2. Fjársektir eða önnur viðurlög, hverju nafni sem nefnast, vegna refsiverðs verknaðar skattaðila sjálfs, þar með talið verðmæti upptækra eigna eða greiðslur þess í stað. Enn fremur kostnað, hverju nafni sem nefnist, við öflun ólöglegs upptæks hagnaðar eða tengdan saknæmum brotum.
   3. Arð eða vexti af framlögðu fé manns til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi, hvort heldur reksturinn er á eigin ábyrgð eiganda eða með ótakmarkaðri ábyrgð í sameign með öðrum, sbr. og 2. mgr. 2. gr.
   4. Þær greiðslur vegna fjármögnunarleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en níu menn, öðrum en leigubifreiðum, sem eru umfram fyrningar reiknaðar samkvæmt ákvæðum þessara laga að viðbættum reiknuðum vöxtum af fyrningargrunni þegar frá hafa verið dregnar reiknaðar fyrningar fyrri ára. Ríkisskattstjóri setur reglur um reikning fyrninga og vaxta í þessum tilvikum.
   5. Kostnað við rekstur fólksbifreiða, sem látnar eru starfsmönnum atvinnurekstrar í té til eigin afnota, nema að því marki sem hlunnindi af notkun viðkomandi fólksbifreiðar hafa verið talin til tekna, samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra, hjá þeim aðila sem heimilt er að hafa hana til umráða í eigin þágu.
   6. [Kostnað vegna greiðslna, gjafa eða annars sem ólögmætt er skv. 109. gr. og 264. gr. a almennra hegningarlaga.]1)
   1)L. 42/2023, 7. gr.

IV. kafli. Ýmis ákvæði um tekjur.
Sameining og skipting félaga.
51. gr.
Sé hlutafélagi slitið þannig að það sé algjörlega sameinað öðru hlutafélagi og hluthafar í fyrrnefnda félaginu fái eingöngu hlutabréf í síðarnefnda félaginu sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í félagi því sem slitið var, þá skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutabréfin lét af hendi. Við slíkan samruna hlutafélaga skal það félag, er við tekur, taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum þess félags sem slitið var.
[Sé hlutafélagi slitið þannig að það sé algjörlega sameinað öðru hlutafélagi sem er heimilisfast í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og hluthafar í fyrrnefnda félaginu fái eingöngu hlutabréf í síðarnefnda félaginu sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í félagi því sem slitið var skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutabréfin lét af hendi. Við slíkan samruna hlutafélaga skal það félag, er við tekur, taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum þess félags sem slitið er, frá og með uppgjörsdegi efnahagsreikninga samkvæmt samrunaáætlun. Sé um hlutafélög að ræða sem eru heimilisföst í lágskattaríki á ákvæði þetta ekki við nema þau geti sýnt fram á að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a.
Við samruna yfir landamæri, þar sem innlent félag er yfirtekið, skal fara með eignir, réttindi, kröfur og skuldbindingar sem eru yfirteknar og yfirfærðar, sbr. 2. málsl. 2. mgr., sem seldar eða innleystar væru. Leggja skal fram útreikninga á gangverði eigna með samrunaáætlun og skulu þeir byggjast á mati sérfræðinga og staðfestir af löggiltum endurskoðendum félagsins, sbr. XIV. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Þegar tilkynnt er um staðfestan samruna yfir landamæri og afskráningu félags skal jafnframt leggja fram skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður um þann skattstofn sem slíkur samruni hefur í för með sér. Skattskyldar tekjur skal reikna út miðað við mismun á gangverði eigna og skattalegu stofnverði þeirra að teknu tilliti til áður fenginna fyrninga á þeim uppgjörsdegi sem efnahagsreikningur samrunaáætlunar miðast við og skal ákvörðun skatts taka mið af því tímamarki. Við útreikning skulda skal einungis miða við skuldir og skuldbindingar skv. 75. gr.
Ákvörðun skatts samkvæmt ákvæði þessu skal hafa farið fram innan tveggja mánaða frá því að samruni er staðfestur með tilkynningu til hlutafélagaskrár og fellur hann í gjalddaga 10 dögum síðar. Við útreikning skattskyldra tekna samkvæmt ákvæði þessu er heimilt að undanskilja þær eignir skattlagningu sem eftir verða hér á landi og gætu talist til reksturs fastrar starfsstöðvar í eigu hins sameinaða félags enda verði hún skráð hér á landi.
Fresta má greiðslu á þeirri skattskuld sem er gjaldfallin skv. 4. mgr. í allt að fimm almanaksár. Höfuðstóll skattskuldar skal bera vexti til greiðsludags í samræmi við almenna óverðtryggða vexti af peningakröfum sem birtir eru á vef Seðlabanka Íslands. Félög sem óska eftir frestun skulu hafa staðið skil á skattframtali fyrir liðin tekjuár og þann hluta tekjuárs sem efnahagsreikningur samrunaáætlunar miðast við. Ef eignir, réttindi og skuldbindingar eru færðar til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyja fellur frestun á greiðslu eftirstöðva skattskuldar niður frá og með næsta gjalddaga.
Afborgun af höfuðstól skattskuldarinnar skal að lágmarki á hverju tekjuári eftir samrunann nema 1/5 af hinni frestuðu fjárhæð þar til greitt hefur verið að fullu. Gjalddagi er [1. nóvember]1) ár hvert og eindagi 15 dögum síðar. Reikna skal dráttarvexti í samræmi við 1. mgr. 114. gr. hafi greiðsla ekki farið fram á eindaga. Að öðru leyti en greinir í þessu ákvæði skulu ákvæði laga þessara um framtöl, skýrslugjafir, álagningu, eftirlit, kærur og innheimtu gilda eftir því sem við á.
Félag sem hefur fengið frest á greiðslu höfuðstóls skattskuldar skal leggja fram bankatryggingu til tryggingar greiðslunni til [ríkisskattstjóra]2) ef hin frestaða fjárhæð er umfram 50 millj. kr. [nema fyrir hendi sé heimild til að afla nauðsynlegra upplýsinga á grundvelli tvísköttunarsamnings eða annars alþjóðasamnings].3) Bankatrygging skal tryggja greiðslu á höfuðstól kröfunnar ásamt dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skal leggja fram bankatryggingu óháð fjárhæðarmörkum í þeim tilvikum þar sem ekki er fyrir hendi tvísköttunarsamningur með ákvæði um innheimtuaðstoð eða aðrir samningar um aðstoð við innheimtu í heimilisfestarríki yfirtökufélags. Árlega, á meðan frestur varir, skal yfirtökufélag skila ársreikningi og skýrslu til ríkisskattstjóra í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður þar sem fram koma upplýsingar um hinar yfirfærðu eignir, svo sem sölu þeirra eða aðrar ráðstafanir. Sé skýrslu ekki skilað fyrir 1. október ár hvert gjaldfellur hin frestaða fjárhæð frá og með næsta gjalddaga.
Sömu reglur gilda eftir því sem við á þegar um innlent yfirtökufélag er að ræða. Fari skattalegt uppgjör ekki fram í samræmi við gangverðsreglur í fyrrverandi heimilisfestarríki skal eftir atvikum miða skattalegt stofnverð eigna við upphaflegt kostnaðarverð að frádregnum fyrningum umreiknað í íslenskar krónur eða starfrækslugjaldmiðil samkvæmt gengi á dagsetningu efnahagsreiknings samrunaáætlunar. Sé yfirfærslan byggð á gangverðsútreikningi skal sýnt fram á að skattuppgjör hafi tekið mið af því.
Framangreind ákvæði eiga ekki við nema heimild sé fyrir hendi til að afla nauðsynlegra upplýsinga á grundvelli tvísköttunarsamnings eða annars alþjóðasamnings. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd samruna yfir landamæri, m.a. um bankatryggingu, skýrslur o.fl.]4)
Þegar samvinnufélög sameinast, sbr. 56. gr. laga nr. 22/1991, um samvinnufélög, eða hlutafélag sameinast samvinnufélagi, sbr. 59. gr. sömu laga, skal hið sameinaða félag taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum hinna fyrri félaga.
Sé samvinnufélagi slitið á þann hátt að því sé breytt í hlutafélag og félagsaðilar samvinnufélagsins fái eingöngu hlutabréf í hlutafélaginu sem gagngjald fyrir séreignarhluti sína í samvinnufélaginu skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem séreignarhlutinn lét af hendi. Hafi samvinnufélag sem breyta á í hlutafélag myndað sérstaka B-deild stofnsjóðs með sölu hluta og eigendur samvinnuhlutabréfanna í B-deild fá eingöngu hlutabréf í hlutafélaginu sem gagngjald fyrir B-deildarhluti sína í samvinnufélaginu, þá skulu skiptin á sama hátt ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem samvinnuhlutabréfin lét af hendi. Þegar samvinnufélagi er breytt í hlutafélag skal hlutafélagið, sem við tekur, taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum samvinnufélagsins sem slitið var.
   1)L. 33/2020, 5. gr. 2)L. 142/2018, 1. gr. 3)L. 124/2015, 3. gr. 4)L. 142/2013, 6. gr.
52. gr.
[Sé hlutafélagi skipt þannig að öllum eignum og skuldum sé skipt á milli hins skipta félags og/eða þeirra félaga sem [við tóku eða]1) urðu til við skiptin, og hluthafar í félaginu sem skipt var fái eingöngu hlutabréf í þeim félögum sem eignir og skuldir deildust á við skiptin, skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutabréfin lét af hendi.]2) Eignarhlutir hluthafa í félögunum skulu vera innbyrðis í sömu hlutföllum og eignarhlutirnir voru í því félagi sem skipt er. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Ákvæði þessarar málsgreinar eiga einnig við þegar hlutafélagi er skipt þannig að fleiri en eitt hlutafélag taka við hluta eigna og skulda í upprunalegu félagi. Sé samvinnufélagi skipt þannig að fleiri en eitt samvinnufélag eða hlutafélag taki við eignum og skuldum frá félaginu skulu ákvæði þessarar málsgreinar gilda um slíka skiptingu. Séreignarhlutir félagsaðila í samvinnufélögunum skulu vera innbyrðis í sömu hlutföllum og séreignarhlutirnir í hinu skipta félagi en taki hlutafélag við eignum og skuldum frá samvinnufélaginu skulu allir hlutir í hlutafélaginu vera í eigu hins skipta félags.
Við skiptingu skv. 1. mgr. skiptast skattalegar skyldur og réttindi milli félaganna í sama hlutfalli og bókfært verð eigna að frádregnum skuldum sem flytjast til þeirra.
[Sé hlutafélagi skipt þannig að öllum eignum og skuldum sé skipt á milli hins skipta félags og/eða þeirra félaga sem við tóku eða urðu til við skiptin, sem heimilisföst eru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og hluthafar í félaginu sem skipt var fái eingöngu hlutabréf í þeim félögum sem eignir og skuldir deildust á við skiptin, skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutabréfin lét af hendi. Eignarhlutir hluthafa í félögunum skulu vera innbyrðis í sömu hlutföllum og eignarhlutirnir voru í því félagi sem skipt er. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Ákvæði þessarar málsgreinar eiga einnig við þegar hlutafélagi er skipt þannig að fleiri en eitt hlutafélag taka við hluta eigna og skulda í upprunalegu félagi. Sé um hlutafélög að ræða sem eru eða yrðu heimilisföst í lágskattaríki á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a.
Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um skiptingu yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu, innlent félag og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að öll þau félög sem taka þátt í skiptingu skulu bera óskipta ábyrgð á þeim sköttum sem lagðir eru á við skiptin. Hafi skiptin í för með sér slit hins upphaflega skipta félags hvílir óskipt ábyrgð á þeim félögum sem við taka.]3)
   1)L. 165/2010, 7. gr. 2)L. 128/2009, 8. gr. 3)L. 124/2015, 4. gr.
53. gr.
Sé sameignarfélagi slitið, þannig að það sé algjörlega sameinað öðru slíku sameignarfélagi eða hlutafélagi og eigendur í fyrrnefnda félaginu fái eingöngu eignarhluta eða hlutabréf í síðarnefnda félaginu sem gagngjald fyrir eignarhluta sína í félagi því sem slitið var, þá skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem lét eignarhluta sinn af hendi og heldur ekki fyrir félag það sem slitið var. Við slíkan samruna félaga skal það félag, er við tekur, taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum þess félags sem slitið var.
Ef sameignarfélagi, sbr. 1. mgr. þessarar greinar, er breytt í hlutafélag þannig að eigendur í fyrrnefnda félaginu fái eingöngu hlutabréf í síðarnefnda félaginu sem gagngjald fyrir eignarhluta sína í félagi því sem slitið var, þá skal þessi breyting ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir eigendur sameignarfélagsins eða félagið sjálft. Við slíka breytingu skal hlutafélagið taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum sameignarfélagsins.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. bera eigendur sameignarfélags, sem slitið er eða breytt er í hlutafélag, ótakmarkaða ábyrgð á greiðslu þeirra opinberu gjalda sem varða reikningsár fyrir slit eða breytingu.
[53. gr. a.
[Sé verðbréfasjóði eða hlutdeildarsjóði slitið, sbr. lög um verðbréfasjóði og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, þannig að hann sé algjörlega sameinaður öðrum slíkum verðbréfasjóði eða hlutdeildarsjóði skal sameiningin ekki leiða til skattskyldu hjá eigendum þess sjóðs sem slitið er, enda sé um jafngild verðmæti að ræða.]1)]2)
   1)L. 45/2020, 120. gr. 2)L. 124/2015, 5. gr.
54. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 51.–53. gr. [og 53. gr. a]1) skal rekstrartap, þar með taldar eftirstöðvar rekstrartapa frá fyrri árum, sbr. 8. tölul. 31. gr., hjá því félagi sem slitið var ekki flytjast til þess félags eða þeirra félaga sem við taka nema uppfyllt séu öll skilyrði þessarar greinar. Félag eða félög þau sem við taka skulu hafa með höndum skyldan rekstur eða starfsemi og það félag sem slitið var. Tap flyst ekki milli félaga við sameiningu eða skiptingu þegar það félag sem slitið var átti fyrir slitin óverulegar eignir eða hafði engan rekstur með höndum. Sameining eða skipting félaga verður að vera gerð í venjulegum og eðlilegum rekstrartilgangi. Hið yfirfærða tap verður að hafa myndast í sams konar rekstri og það félag sem við tekur eða þau félög sem við taka hafa með höndum.
Við skiptingu eða sameiningu félaga er heimilt að miða uppgjör rekstrar og framtalsskil, sbr. 90. gr., félaga þeirra er skiptingin eða slitin varða við það tímamark þegar skiptingin eða slitin eiga sér stað samkvæmt samþykktum félaganna. [Sameining eða skipting skal þó ætíð miðast við upphafsdag innan tekjuársins og skal sameining eða skipting hafa verið samþykkt í öllum félögunum á því ári.]2)
[Ákvæði þessarar greinar gilda, eftir því sem við á, þegar yfirtökufélag skv. 2. mgr. 51. gr., við samruna yfir landamæri, er heimilisfast hér á landi enda hafi verið sýnt fram á að um raunverulega atvinnustarfsemi hafi verið að ræða í hinu yfirtekna félagi. Tap flyst ekki milli félaga nema sannað sé með fullnægjandi hætti að það hafi verið ónýtanlegt eða ekki nýtt áður.]3)
   1)L. 124/2015, 6. gr. 2)L. 42/2023, 8. gr. 3)L. 142/2013, 7. gr.
Samsköttun félaga.
55. gr.
[Ríkisskattstjóri]1) getur heimilað að tvö eða fleiri hlutafélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., séu skattlögð saman. [Sama gildir um innlend dótturfélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og fastar starfsstöðvar, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., hlutafélaga og einkahlutafélaga sem skráð eru í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða í Færeyjum. Þá geta innlend dótturfélög undir eignarhaldi samstæðufélaga í öðrum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu eða í Færeyjum notið samsköttunar og skal þá tekjuskattur af sameiginlegum tekjuskattsstofni hinna innlendu félaga, sbr. 3. mgr., lagður á eitt þeirra. Heimildir skv. 2. og 3. málsl. eiga aðeins við ef sýnt er fram á að öll skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt.]2) Skilyrði samsköttunar eru að eigi minna en 90% hlutafjár í dótturfélögum sé í eigu móðurfélagsins sem óskar samsköttunar eða annarra dótturfélaga sem einnig taka þátt í samsköttuninni. Jafnframt hafi öll hlutafélögin sama reikningsár og eignarhald hafi varað allt reikningsárið, nema þegar um nýstofnuð dótturfélög [eða fasta starfsstöð]3) er að ræða eða slit á dótturfélagi [eða lokun fastrar starfsstöðvar].3) Samsköttun skal að lágmarki standa í fimm ár og ef samsköttun er slitið er ekki heimilt að fallast á hana að nýju fyrr en að liðnum fimm árum frá því að henni var slitið. [Samsköttun skal þó falla niður með félagi sé það tekið til gjaldþrotameðferðar eða sæti slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002.]4)
Umsókn um samsköttun skal beint til [ríkisskattstjóra]1) eigi síðar en þrjátíu dögum fyrir lok framtalsfrests vegna þess tekjuárs sem óskað er eftir að verði samskattað.
Við samsköttun skal tekjuskattur af sameiginlegum tekjuskattsstofni …5) allra hlutafélaga sem taka þátt í samsköttuninni lagður á móðurfélagið en öll hlutafélögin bera sameiginlega ábyrgð á skattgreiðslum. Þó er [ríkisskattstjóra]1) heimilt að leggja tekjuskatt …5) á hvert og eitt félag óski hlutafélögin í samsköttun sérstaklega eftir því.
Tap sem verður á rekstri eins eða fleiri samskattaðra hlutafélaga má draga frá tekjum hinna áður en tekjuskattur er reiknaður. Þó skal viðkomandi tekjuár ávallt gert upp áður en tekið er tillit til yfirfæranlegs taps fyrri ára. Yfirfæranlegt tap hlutafélags sem stafar af rekstri frá því fyrir samsköttun má aðeins nýta í því félagi. …6)
[Innlendu móðurfélagi er heimilt að óska eftir takmarkaðri samsköttun með dótturfélögum sínum skráðum í einu aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða í Færeyjum, enda séu öll skilyrði samsköttunar uppfyllt að öðru leyti. Í takmarkaðri samsköttun felst að heimilt er að nýta rekstrartap dótturfélags sem myndast frá upphafi samsköttunar á því ári sem félagi er slitið og tap telst sannanlega ónýtanlegt. Skilyrði nýtingar taps er að sýnt sé fram á að um raunverulega atvinnustarfsemi hafi verið að ræða, að samstæðan hafi hætt starfsemi í erlenda ríkinu og ekki hafi verið unnt að jafna tapið á fyrri árum innan samstæðunnar samkvæmt þarlendum lögum og íslenskum lögum miðað við að um íslensk félög hafi verið að ræða. Tap skal reikna út samkvæmt íslenskum lögum og telst ekki frádráttarbært umfram það sem heimilast við ákvörðun á tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. 61. gr. Umsókn um takmarkaða samsköttun skal beint til ríkisskattstjóra innan sex mánaða frá lokum rekstrarárs samstæðunnar sem óskað er eftir að verði upphafsár takmarkaðrar samsköttunar.]2)
Nú er dótturfélag í eigu samvinnufélags [eða sparisjóðs]7) og gilda þá ákvæði þessarar greinar, enda sé skilyrðum hennar fullnægt.
[Ráðherra]8) er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um samsköttun móður- og dótturfélaga, svo sem um nýtingu taps á milli félaga.
   1)L. 136/2009, 2. gr. 2)L. 132/2021, 1. gr. 3)L. 77/2018, 1. gr. 4)L. 165/2010, 8. gr. 5)L. 129/2004, 7. gr. 6)L. 164/2008, 4. gr. 7)L. 77/2004, 1. gr. 8)L. 126/2011, 377. gr.
Yfirfærsla einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag.
56. gr.
Stofni einstaklingur í atvinnurekstri einkahlutafélag sem tekur við öllum eignum og skuldum atvinnurekstrarins og hefur með höndum sams konar rekstur eða starfsemi skal sú yfirfærsla ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir eigandann eða félagið, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
   a. Eigandi rekstrarins skal bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi, sbr. 1. gr.
   b. Félagið er tekur við rekstrinum skal skráð hér á landi og bera ótakmarkaða skattskyldu, sbr. 2. gr.
   c. Við yfirfærsluna fær eigandi rekstrarins eingöngu hluti í félaginu sem gagngjald fyrir yfirfærðar eignir og skuldir rekstrarins.
   d. Tilkynningu til hlutafélagaskrár um stofnun félagsins skal auk þeirra upplýsinga sem krafist er samkvæmt lögum um einkahlutafélög fylgja efnahagsreikningur einstaklingsrekstrarins sem jafnframt skal vera stofnefnahagsreikningur einkahlutafélagsins. Efnahagsreikninginn skal miða við 31. desember og má hann ekki vera eldri en fjögurra mánaða við stofnun einkahlutafélagsins og skal hann endurskoðaður af endurskoðanda og áritaður án fyrirvara. Jafnframt skal endurskoðandi staðfesta að hagur fyrirtækisins hafi ekki rýrnað vegna úttektar eiganda frá þeim tíma sem yfirfærslan skal miðuð við og fram að stofnun félagsins. Í skattalegu tilliti telst einkahlutafélagið yfirtaka rekstur og efnahag frá dagsetningu efnahagsreiknings. Stofnefnahagsreikningur ásamt yfirlýsingu um yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir í einkahlutafélag skal enn fremur fylgja fyrsta skattframtali félagsins.
Við yfirfærsluna skal félagið taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum rekstrarins, þar með töldum eftirstöðvum rekstrartapa frá fyrri árum, enda séu skilyrði 8. tölul. 31. gr. uppfyllt. Þó ber sá sem stundaði reksturinn ótakmarkaða ábyrgð á greiðslu þeirra opinberu gjalda sem varða reksturinn fyrir yfirfærslu hans. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Stofnverð gagngjalds hluta í einkahlutafélaginu, sbr. c-lið 1. mgr., ákvarðast jafnt bókfærðu eigin fé í efnahagsreikningi sem stofnefnahagsreikningur miðast við.
[Þrátt fyrir ákvæði b- og d-liðar 1. mgr. gilda eftir atvikum almenn ákvæði 1. og 2. mgr. við þær aðstæður þegar einstaklingur í atvinnurekstri stofnar við yfirfærslu einstaklingsrekstrar einkahlutafélag sem er heimilisfast í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda séu skilyrði ákvæðisins uppfyllt að öðru leyti. Stofni einstaklingur í atvinnurekstri einkahlutafélag í lágskattaríki á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a. Tilkynna skal yfirfærsluna til hlutafélagaskrár þess ríkis þar sem einkahlutafélagið er heimilisfast.
Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um yfirfærslu einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að óskipt ábyrgð á þeim sköttum sem eru lagðir á við yfirfærsluna hvílir á einstaklingnum og viðtökufélaginu.]1)
   1)L. 124/2015, 7. gr.
[56. gr. a.
Flytji hlutafélag lögheimili sitt eða eignir til annars aðildarríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða til Færeyja skal flutningurinn sem slíkur ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir félagið eða eigendur þess, sbr. þó 2. mgr., enda sé slíkt heimilt samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Sé lögheimili hlutafélags eða eignir þess fluttar til lágskattaríkis á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a.
Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um flutning lögheimilis eða eigna yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að við flutning eigna hvílir ábyrgð á þeim sköttum sem yrðu lagðir á við yfirfærsluna á því félagi sem lét eignir af hendi og er heimilisfast hér á landi.]1)
   1)L. 124/2015, 8. gr.
[Óvenjuleg skipti í fjármálum og milliverðlagning.]1)
   1)L. 142/2013, 8. gr.
57. gr.
Ef skattaðilar semja um skipti sín í fjármálum á hátt sem er verulega frábrugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en gera það ekki vegna samningsins, teljast honum til tekna.
Kaupi skattaðili eign á óeðlilega háu verði eða selji eign á óeðlilega lágu verði geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt kaup- eða söluverð. Mismun kaupverðs eða söluverðs annars vegar og matsverðs hins vegar skal telja til skattskyldra tekna hjá þeim aðila sem slíkra viðskipta nýtur.
[Ef verðlagning og/eða skilmálar í viðskiptum milli tengdra lögaðila [eða milli íslensks lögaðila og lögaðila í lágskattaríki]1) eru ekki sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum á milli ótengdra aðila skal meta og eftir atvikum leiðrétta verðlagninguna …2) og ákvarða skattstofn eða skattstofna að nýju eftir því hvort verð reynist of- eða vanmetið. Sama á við um verðlagningu í viðskiptum lögaðila við fastar starfsstöðvar sínar. Með viðskiptum er átt við almenn kaup og sölu á vörum og þjónustu, efnislegum og óefnislegum eignum og hvers kyns fjármálagerninga.
Lögaðilar teljast tengdir í skilningi 3. mgr. þegar:
   a. þeir eru hluti samstæðu skv. 2. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, eða eru undir beinu og/eða óbeinu meirihlutaeignarhaldi eða stjórnunarlegum yfirráðum tveggja eða fleiri lögaðila innan samstæðu, eða
   b. meirihlutaeignarhald eins lögaðila yfir öðrum er til staðar samanlagt með beinum og óbeinum hætti, eða
   c. þeir eru beint eða óbeint í meirihlutaeigu eða undir stjórnunarlegum yfirráðum einstaklinga sem eru tengdir sifjaréttarlegum böndum, t.d. einstaklinga í hjónabandi eða staðfestri samvist, systkina og einstaklinga sem eru skyldir í beinan legg. …2)
Ef rekstrartekjur lögaðila á einu reikningsári eða heildareignir í upphafi eða við lok reikningsárs eru yfir 1 milljarði kr. er hann skjölunarskyldur frá og með næsta reikningsári vegna viðskipta við tengda lögaðila, sbr. 4. mgr. Með skjölunarskyldu er átt við að lögaðili skrái upplýsingar um eðli og umfang viðskipta við tengda lögaðila, eðli tengsla og grundvöll ákvörðunar milliverðs. [Skjölunarskyldur aðili skal varðveita sérstaklega gögn um slík viðskipti, upplýsingar um viðskiptaskilmála, veltu, eignir og annað sem þýðingu kann að hafa við milliverðlagninguna og sýna fram á að verð og skilmálar séu sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila undir sambærilegum kringumstæðum. Skjölunarskylda gildir ekki um viðskipti milli tengdra lögaðila þegar allir aðilar eru heimilisfastir hér á landi.]2)3) Lögaðili skal staðfesta skjölunarskyldu við framtalsskil og að fullnægjandi skjölun hafi átt sér stað. Lögaðili skal bregðast við beiðni skattyfirvalda um aðgang að skjölunarskyldum gögnum eigi síðar en 45 dögum eftir að beiðnin kom fram. [Gagna og upplýsinga skal gæta í sjö ár frá lokum reikningsárs.]3)
[Ríkisskattstjóra er heimilt að leggja stjórnvaldssekt á hvern þann lögaðila sem vanrækir að skjala viðskipti við tengda aðila að hluta eða að öllu leyti og brýtur þar með gegn ákvæði 1. málsl. 5. mgr. og reglugerðum settum á grundvelli þessarar lagagreinar. Stjórnvaldssekt verður beitt óháð því hvort vanræksla á að skjala viðskipti stafar af ásetningi eða gáleysi.
Ákvörðun um stjórnvaldssekt skal tekin með úrskurði ríkisskattstjóra og er hann aðfararhæfur. Sekt rennur í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu. Sé stjórnvaldssekt ekki greidd innan mánaðar frá dagsetningu úrskurðar ríkisskattstjóra skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá úrskurðardegi.
Ákvörðun ríkisskattstjóra um stjórnvaldssekt má kæra til yfirskattanefndar, sbr. lög um yfirskattanefnd. Kæra til yfirskattanefndar frestar hvorki innheimtu né leysir lögaðila undan viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu sektarinnar.
Sekt sem lögð er á lögaðila getur numið allt að 3 millj. kr. fyrir hvert reikningsár sem skattaðili hefur látið hjá líða að uppfylla skilyrði 1. málsl. 5. mgr. að hluta eða að öllu leyti. Sekt skal nema 3 millj. kr. hafi lögaðili ekki sinnt skjölunarskyldu sinni innan 45 daga. Sekt skal nema 1,5 millj. kr. hafi lögaðili skilað inn gögnum sem teljast ófullnægjandi og lögaðili hefur ekki orðið við kröfum ríkisskattstjóra um úrbætur innan 45 daga. Getur sektarálagning af þessu tilefni tekið lengst til sex tekjuára sem næst eru á undan því ári þegar sektarákvörðun fer fram og numið hæst 6 millj. kr.
Ef lögaðili bætir úr annmörkum innan 30 daga frá úrskurði ríkisskattstjóra um stjórnvaldssekt skal ríkisskattstjóri lækka sektarfjárhæð um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá úrskurði ríkisskattstjóra um stjórnvaldssekt skal lækka sektarfjárhæð um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá úrskurði ríkisskattstjóra um stjórnvaldssekt skal lækka sektarfjárhæð um 40%.
Skjölunarskylda skv. 5. mgr. tekur enn fremur til fastra starfsstöðva erlendra lögaðila hér á landi vegna viðskipta við höfuðstöðvar og við lögaðila sem tengjast þeim. Lögaðili sem rekur hér á landi fasta starfsstöð skal enn fremur sæta stjórnvaldssekt skv. 6.–10. mgr. sé sú skylda vanrækt.]3)
Ráðherra setur með reglugerð4) nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, meðal annars um kröfur varðandi skjölun á ákvörðun milliverðlagningar.]5)
   1)L. 112/2016, 2. gr. 2)L. 33/2015, 3. gr. 3)L. 61/2021, 1. gr. 4)Rg. 1180/2014, sbr. 1156/2017. 5)L. 142/2013, 8. gr.
[Skattlagning vegna …1) eignarhalds á lágskattasvæðum.]2)
   1)L. 45/2013, 1. gr. 2)L. 46/2009, 2. gr.
[57. gr. a.
Skattaðili sem á beint eða óbeint hlut í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heimilisföst í lágskattaríki skal greiða tekjuskatt af hagnaði slíkra aðila í hlutfalli við eignarhluta sinn án tillits til úthlutunar. Hið sama á við um skattaðila sem stjórnar félagi, sjóði, stofnun eða eignasafni í lágskattaríki sem skattaðili hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Tekjur þessar eru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.
Ríki eða lögsagnarumdæmi telst lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.
Ákvæði 1. mgr. á við þegar minnst helmingur eignarhalds í aðilum, sbr. 1. mgr., er beint eða óbeint í eigu íslenskra skattaðila eða stjórnunarleg yfirráð hafa verið til staðar innan tekjuárs.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við ef:
   1. félag, sjóður eða stofnun fellur undir samning milli Íslands og lágskattaríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun [eða annan alþjóðasamning],1) enda sé unnt á grundvelli samningsins að fá allar nauðsynlegar upplýsingar og tekjur félags, sjóðs eða stofnunar eru ekki að meginstofni til eignatekjur; eða
   2. félag, sjóður eða stofnun er stofnsett og skráð í öðru EES-ríki, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]1) og hefur þar með höndum raunverulega atvinnustarfsemi, og íslensk skattyfirvöld geta á grundvelli tvísköttunarsamnings eða annars alþjóðasamnings krafist allra nauðsynlegra upplýsinga, sbr. 1. tölul. Þar sem ekki er fyrir hendi samningur, sbr. 1. málsl., hvílir upplýsingaskyldan á skattaðilanum.
Tekjur skattaðila með beina eignaraðild miðast við samsvarandi hlutdeild í hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar eins og hagnaður yrði ákveðinn hér á landi ef aðilinn væri íslenskur skattaðili. Sé um óbeina eignaraðild að ræða skal miða við sameiginlegt eignarhald á þeirri starfsemi sem skattlagningin tekur til. Tap [færist eingöngu á móti hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar og]2) er því aðeins frádráttarbært skv. 8. tölul. 31. gr. að skattaðili geti, að ósk skattyfirvalda, lagt fram fullnægjandi gögn er liggja að baki útreikningi á tapi.
Hafi félag, stofnun eða sjóður úthlutað hagnaði til skattaðila, sem skattlagður hefur verið skv. 1. mgr., skal úthlutunin ekki talin til skattskyldra tekna hjá honum nema hún sé hærri en þær tekjur sem skattlagðar eru skv. 5. mgr.
[Ráðherra skal með reglugerð3) setja ákvæði um nánari framkvæmd þessarar greinar og meðal annars skilgreina hvað felst í hugtakinu raunveruleg atvinnustarfsemi o.fl.]2)]4)
   1)L. 128/2009, 9. gr. 2)L. 45/2013, 1. gr. 3)Rg. 1102/2013. 4)L. 46/2009, 2. gr.
[Takmörkun á frádrætti vaxtagjalda.]1)
   1)L. 112/2016, 3. gr.
[57. gr. b.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. takmarkast frádráttur vaxtagjalda og affalla [umfram 100 millj. kr.],1) sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 49. gr., skattaðila skv. 2. gr. vegna lánaviðskipta við tengda aðila skv. 4. mgr. 57. gr. við 30% af hagnaði skattaðilans. Þau vaxtagjöld og afföll sem umfram eru koma ekki til frádráttar.
Með hagnaði í 1. mgr. er átt við hagnað samkvæmt ársreikningi að viðbættum tekjuskatti, fjármagnsliðum, afskriftum og niðurfærslum fastafjármuna. Hafi skattaðili fært í rekstrarreikning hlutdeildartekjur frá öðru félagi innan samstæðunnar skal draga þær frá framangreindum hagnaði og bæta við úthlutuðum arði frá sama félagi hafi arðgreiðsla átt sér stað.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við ef:
   a.1)
   b. [vaxtagjöld eru greidd vegna lánaviðskipta innan samstæðu sem nýtur heimildar til samsköttunar skv. 55. gr., eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar, þegar öll félög samstæðu eru heimilisföst á Íslandi],2)
   c. skattaðili sýnir fram á að eiginfjárhlutfall hans sé eigi lægra en tveimur prósentustigum undir eiginfjárhlutfalli samstæðu sem hann tilheyrir; undanþágan gildir þó ekki ef eigið fé skattaðila var hækkað innan við sex mánuðum fyrir dagsetningu efnahagsreiknings og lækkað aftur að samsvarandi fjárhæð innan við sex mánuðum eftir dagsetningu efnahagsreiknings; hafi skattaðili bókfært eignarhlut í öðru fyrirtæki samstæðunnar samkvæmt hlutdeildaraðferð ber við útreikning á eiginfjárhlutfalli að miða við kostnaðarverð eignarhlutans, eða
   d. skattaðili er fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, vátryggingafélag samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi eða félag í eigu fyrrgreindra aðila sem starfar í sambærilegum rekstri.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð þar sem kveðið er á um nánari skilyrði um framkvæmd þessarar greinar og skilgreiningar hugtaka.]3)
   1)L. 33/2020, 6. gr. 2)L. 138/2018, 31. gr. 3)L. 112/2016, 3. gr.
Ákvörðun launa við eigin atvinnurekstur.
58. gr.
Endurgjald fyrir vinnu manns, sem reikna skal sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., skal eigi vera lægra en launatekjur hans hefðu orðið ef unnið hefði verið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. Sama gildir um endurgjald fyrir starf maka manns, barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, venslamanns hans eða nákomins ættingja. [Ríkisskattstjóri setur árlega við upphaf tekjuárs reglur um reiknað endurgjald og birtir þær að fenginni staðfestingu [ráðherra].1) Við ákvörðun lágmarksendurgjalds skal höfð hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf að viðbættum hvers konar hlunnindum og skiptir ekki máli hvernig þau eru greidd eða í hvaða formi þau eru. Ákvörðun reiknaðs endurgjalds samkvæmt þessari málsgrein er óháð ákvörðun launa skv. 11. gr.]2)
Færi maður sér til tekna á framtali lægra endurgjald en áskilið er í reglum [ríkisskattstjóra],2) sbr. 1. mgr., skal [ríkisskattstjóri]3) hækka endurgjaldið, óháð ákvörðun á staðgreiðsluári, enda hafi framteljandi ekki lagt fram fullnægjandi gögn og rökstuðning með skattframtali sem honum ber að gera ótilkvaddur. [Ríkisskattstjóra]3) er heimilt að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur [þessar]2) kveða á um, enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur framteljanda og eftir atvikum launagreiðanda sem réttlætt getur slíka ákvörðun. Framteljandi skal m.a. láta í té upplýsingar um umfang og eðli starfs og starfsemi, afkomu rekstrarins, fjármagn bundið í rekstri og upplýsingar um útselda vinnu eftir því sem það á við.
Ákvörðun [ríkisskattstjóra]3) um hækkun á reiknuðu endurgjaldi manns með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi má ekki mynda tap umfram það sem nemur samanlögðum almennum fyrningum skv. 37. gr. [Ríkisskattstjóri]3) skal við ákvörðun reiknaðs endurgjalds elli- og örorkulífeyrisþega við eigin atvinnurekstur gæta þess að tap myndist ekki við það í rekstrinum.
[Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um starf á vegum lögaðila eftir því sem við getur átt, enda vinni maður við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, þó ekki ef um er að ræða starf á vegum lögaðila sem skráður er á [skipulegum markaði].4) [Maður telst hafa ráðandi stöðu í þessu sambandi ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum eða starfandi hluthöfum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 5% hlut í þeim lögaðila.]5)]6)
Telji skattyfirvöld að endurgjald fyrir starf maka manns eða barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sé hærra en makinn eða barnið hefði aflað hjá óskyldum eða ótengdum aðila skulu þau ákvarða tekjur makans eða barnsins af starfinu.
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 128/2009, 10. gr. 3)L. 136/2009, 3. gr. 4)L. 115/2021, 148. gr. 5)L. 142/2013, 9. gr. 6)L. 73/2011, 3. gr.
[Útleiga manna á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og öðru húsnæði.]1)
   1)L. 59/2017, 4. gr.
[58. gr. a.
Tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis, m.a. þar sem gisting er boðin gegn endurgjaldi, skulu teljast stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi nema:
   a. Tekjurnar stafi af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög, enda séu hinar útleigðu sérgreindu [íbúðir]1) ekki fleiri en tvær. Frá tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, er heimilt að draga leigugjald sem hann greiðir af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur þessi leyfist eingöngu á móti leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er í útleigu.
   b. Útleigan teljist heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hún hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Þá skal heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu aldrei nema hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. Sé húsnæðið í útleigu tveggja eða fleiri manna skal við afmörkun heildarfjárhæðarinnar telja tekjur þeirra allra hjá hverjum og einum.
Tekjur af starfsemi sem fellur undir b-lið 1. mgr. skulu skattlagðar samkvæmt ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. án frádráttar. Nemi heildarfjárhæð leigutekna skv. b-lið 1. mgr. hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar falla allar leigutekjurnar á tekjuárinu undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi.]2)
   1)L. 140/2020, 6. gr. 2)L. 59/2017, 4. gr.
Tekjutímabil.
59. gr.
[Tekjuskatt skal miða við tekjur næsta almanaksár á undan skattákvörðun, nema annað sé venjulegt rekstrarár í atvinnugrein aðila eða hann sýnir, þegar hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár. Getur ríkisskattstjóri þá veitt honum heimild til að hafa það reikningsár í stað almanaksársins. [Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.]1)]2)
Tekjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári sem þær verða til, þ.e. þegar myndast hefur krafa þeirra vegna á hendur einhverjum, nema um óvissar tekjur sé að ræða.
   1)L. 165/2010, 9. gr. 2)L. 136/2009, 4. gr.
60. gr.
[Ríkisskattstjóri getur heimilað þeim sem hafa mjög breytilegar tekjur milli ára af framleiðslu og sölu eigin verka, svo sem listaverka, að telja þær tekjur til skattskyldra tekna á fleiri en einu ári, þó að hámarki fjórum árum. Einnig er ríkisskattstjóra heimilt að leyfa sams konar dreifingu á skattlagningu björgunarlauna sem áhafnir skipa, annarra en björgunarskipa, hljóta.]1)
   1)L. 128/2009, 11. gr.

V. kafli. Tekjuskattsstofn.
Almenn ákvæði.
61. gr.
Tekjuskattsstofn er sú fjárhæð sem skattur er reiknaður af og ákveðst þannig:
   1. Tekjuskattsstofn manna, sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, telst tekjur skv. II. kafla, eftir því sem við á, að teknu tilliti til þess frádráttar sem slíkum aðilum er heimilaður skv. 30. gr.
   2. Tekjuskattsstofn lögaðila, sbr. 2. gr., telst tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til þess frádráttar sem þessum aðilum er heimilaður skv. 31. gr.
   3. Tekjuskattsstofn manna, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er þessi:
   a. Tekjur skv. II. kafla, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, að teknu tilliti til þess frádráttar sem heimilaður er frá þeim tekjum, sbr. 30. gr.
   b. Tekjur skv. II. kafla, sem tengdar eru atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, að teknu tilliti til þess frádráttar sem heimilaður er frá þeim tekjum, sbr. 31. gr.
   Samanlagðar tekjur ákveðnar eftir a- og b-liðum mynda tekjuskattsstofn aðila samkvæmt þessum tölulið. Sé tap á atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, þannig að b-liður þessa töluliðar verði neikvæður, telst tekjuskattsstofn einungis tekjur skv. a-lið.
   Tap af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi er aldrei heimilt að draga frá tekjum sem ekki eru tengdar slíkri starfsemi, en heimilt er að yfirfæra það skv. 8. tölul. 31. gr. og draga það frá hagnaði sem síðar kann að myndast í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi aðila.
Tekjuskattsstofn hjóna og barna.
62. gr.
Hjón sem samvistum eru skulu telja fram tekjur sínar sem hér segir:
   1. Hvoru hjóna um sig ber að telja fram tekjur sínar skv. A-lið 7. gr. Frá þessum tekjum skal síðan draga frádrátt skv. A-lið 1. mgr. 30. gr.
   2. Tekjur hjóna skv. C-lið 7. gr. skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna sem hærri hefur hreinar tekjur skv. 1. tölul. þessarar greinar. Ekki skiptir máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Frá tekjum þess hjóna skal síðan draga frádrátt skv. B-lið 1. mgr. 30. gr.
   3. Hreinar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. B-lið 7. gr. og 31. gr., skal telja hjá því hjóna sem stendur fyrir rekstrinum og skulu þær skattlagðar með öðrum tekjum þess, sbr. ákvæði 3. tölul. 61. gr.
   Þegar atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi er háð sérþekkingu eða persónubundnum rekstrarleyfum skulu hreinar tekjur af rekstrinum taldar hjá því hjóna sem sérþekkinguna eða leyfið hefur. Starfi hjón sameiginlega að atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi og hafi bæði þá sérþekkingu eða leyfi sem krafist er, eða sé slíkrar sérþekkingar eða leyfa ekki krafist, skal skipta hreinum tekjum af rekstrinum í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig og telja til tekna hjá hvoru hjóna. Geri hjón ekki fullnægjandi og rökstudda grein fyrir vinnuframlagi hvors um sig eða þyki skýrslur þeirra tortryggilegar skulu skattyfirvöld áætla skiptingu hreinna tekna af atvinnurekstrinum eða hinni sjálfstæðu starfsemi.
   Um meðferð á tapi af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi fer eftir sömu reglum og gilda um hreinar tekjur, sbr. 1. og 2. mgr. þessa töluliðar.
Nemi heildarfrádráttur, er um ræðir í 1. og 2. tölul. 1. mgr., hærri fjárhæð hjá öðru hjóna en tekjur þær, er um ræðir í 1., 2. og 3. tölul. 1. mgr., skal það, sem umfram er, dregið frá tekjum hins hjóna við álagningu.
[Einstaklingar í óvígðri sambúð eiga rétt á að telja fram og vera skattlagðir sem hjón, sem samvistum eru, enda óski þeir þess báðir skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er eða skrá má í þjóðskrá skv. [3. mgr. 5. gr. laga um lögheimili og aðsetur],1) enda eigi sambúðarfólk barn saman eða von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta. Ríkisskattstjóra er heimilt að leita umsagnar [Þjóðskrár Íslands]2) þyki leika vafi á um að skráningarskilyrði séu uppfyllt.]3)
3)
   1)L. 80/2018, 20. gr. 2)L. 77/2010, 5. gr. 3)L. 65/2010, 46. gr.
63. gr.
Þeir skattaðilar sem uppfylla skilyrði 62. gr. aðeins hluta úr ári, t.d. vegna stofnunar eða slita hjúskapar á árinu, slita á samvistum eða andláts maka, skulu telja fram tekjur sínar á þeim tíma sem umrædd skilyrði voru uppfyllt í samræmi við ákvæði 62. gr. og skulu skattlagðir sem hjón þann tíma. Tekjur á öðrum tíma ársins skal telja fram hjá þeim, sem þær hafði, sem einstaklingi, og skattleggja þær samkvæmt því. Um útreikning tekjuskatts og ónýtts persónuafsláttar fer eftir ákvæðum 2. mgr. 69. gr., en tímamörk skulu miðast við þann dag sem til hjúskapar var stofnað eða skilnaður eða sambúðarslit fóru fram eða maki andaðist. Þeim sem gengið hafa í hjúskap á árinu eða uppfyllt hafa skilyrði 3. mgr. 62. gr. er þó jafnan heimilt að telja fram allar tekjur sínar á árinu sem hjón í samræmi við ákvæði 62. gr. og fer þá um álagningu tekjuskatts og ákvörðun ónýtts persónuafsláttar samkvæmt því. Eftirlifandi maka skal ætíð heimilt að telja fram allar tekjur sínar og hins látna maka sem hjón væru í samræmi við ákvæði 62. gr., í allt að níu mánuði frá og með andlátsmánuði makans og fer þá um álagningu tekjuskatts og ákvörðun persónuafsláttar samkvæmt því. Þá er hjónum sem slíta hjúskap eða samvistum á árinu heimilt að telja fram allar tekjur sínar á því ári hvoru í sínu lagi. Hafi þau samnýtt persónuafslátt þannig að annar makinn hefur nýtt persónuafslátt hins á staðgreiðsluárinu skal telja þannig nýttan persónuafslátt þeim fyrrnefnda til góða, en skerða persónuafslátt hins síðarnefnda sem því nemur. Gera skal sérstaka grein fyrir þessari nýtingu með framtali að staðgreiðsluári liðnu.
Sé svo ástatt hjá hjónum að annar hvor makanna er skattskyldur hér á landi skv. 1. gr. en hinn makinn ber ekki ótakmarkaða skattskyldu hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum, þá skal sá maki sem skattskyldur er hér á landi skattlagður sem einstaklingur. Til tekna hjá honum skal telja allar sérafla- og séreignatekjur hans í samræmi við ákvæði um ótakmarkaða skattskyldu hér á landi að viðbættu sannanlegu framfærslufé frá hinum makanum. Sé eigi unnt að færa sönnur á slíkt framfærslufé skal skattyfirvöldum heimilt að áætla sanngjarnt og hæfilegt framfærslufé með hliðsjón af öllum aðstæðum hjónanna.
64. gr.
Tekjur barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., skulu teljast með tekjum þess foreldris sem hærri hefur hreinar tekjur skv. 1. tölul. 1. mgr. 62. gr. ef foreldrar þess eru skattlagðir sem hjón en ella með tekjum þess foreldris eða manns sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. [og barnið er með skráð lögheimili hjá].1)
Þær tekjur barns, sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. að frádregnum frádrætti skv. 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr., skulu þó skattlagðar sérstaklega hjá því í samræmi við ákvæði 2. mgr. 66. gr.
[Ríkisskattstjóri]2) má taka til greina umsókn framfæranda barns um að allar tekjur barns, sem misst hefur báða foreldra sína og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði 2. mgr. 66. gr. Sama á við ef barn hefur misst annað foreldri sitt.
   1)L. 28/2021, 33. gr. 2)L. 136/2009, 6. gr.
Heimild til lækkunar á tekjuskattsstofni.
65. gr.
[Ríkisskattstjóri skal taka til afgreiðslu umsókn manns um lækkun tekjuskattsstofns þegar svo stendur á sem hér greinir:]1)
   1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega.
   2. Ef á framfæri manns er barn sem haldið er langvinnum sjúkdómum eða er fatlað …2) og veldur framfæranda verulegum útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostnað og mótteknar bætur.
   3. Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sínu.
   4. Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna 16 ára og eldri.
   5. Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignartjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila.
   6. Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans.
[Ríkisskattstjóri getur veitt ívilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Berist umsókn eftir að kærufresti skv. 99. gr. lýkur er ríkisskattstjóra heimilt að taka hana til afgreiðslu enda séu skilyrði 2. mgr. 101. gr. uppfyllt.]3)
[Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri að fenginni staðfestingu ráðherra gefa út reglur um nánari skilyrði fyrir veitingu ívilnana samkvæmt ákvæði þessu.]4)
   1)L. 128/2009, 12. gr. 2)L. 61/2008, 4. gr. 3)L. 16/2010, 1. gr. 4)L. 50/2018, 2. gr.

VI. kafli. Tekjuskattsútreikningur, afslættir og barnabætur.
Skattstigi manna.
66. gr.
Tekjuskattur þeirra manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga þessara og hafa verið heimilisfastir hér á landi allt tekjuárið, skal reiknast af tekjuskattsstofni þeirra skv. 1. og 3. tölul. 61. gr. sem hér segir:
   1. [Af tekjuskattsstofni að [3.962.699 kr.]1) reiknast [16,55%]2) tekjuskattur.
   2. [Af næstu 7.162.346 kr. reiknast [23,05%]2) tekjuskattur.]1)
   3. Af því sem umfram er [11.125.045 kr.]1) reiknast [31,35%]2) tekjuskattur.
   4. [Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með [23,05%]2) skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast [23,05%]2) skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.]1)
   5. Fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. skulu taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við [mismun á vísitölu neysluverðs]3) frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils [að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári].3) [Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.]3) Breytingarnar á framangreindum viðmiðunarmörkum skal birta með auglýsingu [ráðherra]4) fyrir upphaf staðgreiðsluárs í fyrsta sinn í árslok 2010.]5)
   [6.]5) Frá reiknaðri fjárhæð skv. [1.–3. tölul.]6)1) dregst persónuafsláttur skv. A-lið 67. gr.
   [7.]5)7)
Sú fjárhæð, sem þannig fæst, telst tekjuskattur ársins.
Tekjuskattur af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr., skal vera 4% af tekjum umfram [180.000 kr.]8) og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
[Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera [22%]9) af þeim tekjum. Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi tekjur skv. 1.–8. tölul. C-liðar 7. gr., þ.e. vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur. [Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af annars vegar vaxtatekjum og hins vegar tekjum af hlutabréfaeign í formi arðs og söluhagnaðar í félögum skráðum á skipulegum [markaði]10) eða markaðstorgi fjármálagerninga, samtals allt að 300.000 kr. á ári hjá manni og skal frádráttur nýttur þannig að fyrst skal jafna út vaxtatekjur, næst arðstekjur og loks söluhagnað af hlutabréfum þar til hámarki frádráttar hefur verið náð. Enn fremur skal ekki reikna tekjuskatt af 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nýtt er til búsetu leigjanda og fellur undir húsaleigulög [enda hafi leigusamningur verið skráður í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 5. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, eða maður talið leigutekjur sérstaklega fram í skattframtali].11)]12) [Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. A-liðar 7. gr. skulu greiðslur til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa vegna síðari afnota eftir að verk skv. 1. gr. höfundalaga, nr. 73/1972, hefur verið gert aðgengilegt almenningi, birt eða gefið út, sbr. 2. og 3. gr. sömu laga, teljast til fjármagnstekna án nokkurs frádráttar.]13)]14)
Sú fjárhæð, sem reiknast skv. 3. mgr., skal vera endanleg álagning á fjármagnstekjur. Skulu engin önnur opinber gjöld, sem reiknuð eru á tekjuskattsstofn, leggjast á þessar tekjur. Sömuleiðis skulu tekjurnar ekki taldar til tekjuskattsstofns til viðmiðunar við útreikning bóta eða annarra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar, lögum um [húsnæðisbætur]15) eða öðrum lögum nema sérstaklega sé kveðið á um það í þeim lögum. Um afdrátt skatts af vaxtatekjum og arði samkvæmt þessari málsgrein skulu á tekjuárinu gilda lög um staðgreiðslu skatts af slíkum tekjum samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í þeim lögum.
16)
   1)L. 132/2019, 1. gr. 2)L. 100/2023, 25. gr. 3)L. 131/2021, 29. gr. 4)L. 126/2011, 377. gr. 5)L. 128/2009, 13. gr. 6)L. 165/2010, 10. gr. 7)L. 59/2017, 5. gr. 8)L. 139/2013, 1. gr. 9)L. 96/2017, 2. gr. 10)L. 115/2021, 148. gr. 11)L. 121/2022, 11. gr. 12)L. 142/2020, 2. gr. 13)L. 111/2019, 1. gr. 14)L. 76/2007, 6. gr. 15)L. 75/2016, 32. gr. 16)L. 142/2013, 10. gr.
67. gr.
A.
Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., skal vera [530.466 kr.]1) [[Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils [að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári].2)]3) [Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.]2) Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu [ráðherra]4) fyrir upphaf staðgreiðsluárs.]5)
Nemi persónuafsláttur skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en reiknaður tekjuskattur af tekjuskattsstofni skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun, og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða útsvar hans á álagningarárinu [og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu].6) Sá persónuafsláttur, sem þá er enn óráðstafað, fellur niður nema um sé að ræða óráðstafaðan persónuafslátt annars hjóna, sem skattlagt er samkvæmt ákvæðum 62. gr., og skal þá óráðstöfuðum persónuafslætti annars makans bætt við persónuafslátt hins. Nemi þannig ákvarðaður persónuafsláttur síðarnefnda makans í heild hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekjuskattsstofni hans skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun til að greiða útsvar hans á álagningarárinu [og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu].6) Af þeim persónuafslætti sem þá er óráðstafað skal [22/37]7) hlutum ráðstafað til að greiða tekjuskatt sem lagður er á fjármagnstekjur, sbr. 3. mgr. 66. gr. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá verður enn óráðstafað, fellur niður.
Ráðherra skal í reglugerð8) setja ákvæði um ráðstöfun persónuafsláttar launamanna á móti staðgreiðslu á tekjuári samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Í reglugerðinni skal og kveðið á um hlutfallslega skiptingu persónuafsláttar sem draga skal frá staðgreiðslu á hverju greiðslutímabili. Persónuafsláttur er ekki millifæranlegur milli mánaða en í reglugerðinni má heimila að ónotaður persónuafsláttur, sem safnast hefur upp á meðan launagreiðandi hefur haft skattkort launamanns undir höndum, nýtist við síðari launagreiðslur, enda séu uppfyllt þau skilyrði um launabókhald og skilagreinar sem nánar verði ákveðin í henni.
B. …9)
   1)L. 128/2009, 14. gr. 2)L. 131/2021, 30. gr. 3)L. 73/2011, 5. gr. 4)L. 126/2011, 377. gr. 5)L. 174/2006, 6. gr. 6)L. 164/2011, 5. gr. 7)L. 96/2017, 3. gr. 8)Rg. 535/2016. 9)Brbákv. XXX, sbr. l. 128/2009, 24. gr.
68. gr.
A. Barnabætur.
Með hverju barni innan [18]1) ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri þeirra sem skattskyldir eru skv. 1. gr., skal ríkissjóður greiða barnabætur til framfæranda barnsins. Framfærandi telst sá aðili sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess í lok tekjuársins. Sá er greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi. Hjón, sem skattlögð eru skv. 62. gr., teljast bæði framfærendur og skiptast barnabætur milli þeirra til helminga. Hið sama gildir um sambúðarfólk sem uppfyllir í lok tekjuársins skilyrði 3. mgr. 62. gr. enda þótt það óski ekki að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein. [Að sama skapi teljast þeir sem halda heimili saman ásamt barni sínu framfærendur í skilningi ákvæðisins þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt. Við slíkar aðstæður skal ákvarða barnabætur eins og um hjón sé að ræða.]2) Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal reikna því fullar barnabætur vegna þeirra barna hjónanna sem eru heimilisföst hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis. [Þegar foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns samkvæmt ákvæðum barnalaga teljast, þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. málsl., báðir foreldrar framfærendur þess í skilningi ákvæðisins. Ákvarðast barnabætur vegna barnsins til hvors foreldris skv. 4. mgr. í samræmi við fjölskyldustöðu hvors þeirra fyrir sig í árslok og aldur barns og takmarkast við helming af útreiknuðum barnabótum eftir að tekið hefur verið tillit til tekjuskerðingar miðað við framangreindar aðstæður hjá hvoru þeirra um sig.]3)
Fyrir barn sem öðlast heimilisfesti hér á landi á tekjuárinu skal einungis greiða barnabætur í hlutfalli við dvalartíma þess hér á landi á því ári. [Þannig skal fjárhæð barnabóta og skerðingarmörk vegna tekna, sbr. 4. mgr., ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.]4)
4)
[Greiða skal]4) tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan [18]1) ára aldurs á tekjuárinu sem árlega skulu nema [310.000 kr.]5) Tekjutengdar barnabætur með [hverju barni]5) einstæðra foreldra skulu vera [460.000 kr.]5) [Barnabætur samkvæmt þessari málsgrein skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn [umfram 9.785.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.893.000 kr. hjá einstæðu foreldri].5)5) Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr.]6) [Skerðingarhlutfallið skal vera 5% með hverju barni.]5) [Til viðbótar barnabótum samkvæmt þessari málsgrein skal greiða tekjutengdar barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu. Skulu þær árlega nema [130.000 kr.]5) og skal skerðingarhlutfall þeirra vera [5%]5) með hverju barni [af tekjuskattsstofni umfram [9.785.000 kr.]5) hjá hjónum og umfram [4.893.000 kr.]5) hjá einstæðu foreldri].6)]4)
Fjárhæð barnabóta skal skerða um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefur fengið erlendis frá á sama tekjuári vegna barnsins.
Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar barnabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Álag samkvæmt þessari málsgrein skal þó fellt niður ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar [ríkisskattstjóra].7)
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessa stafliðar má ákvarða barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri ríkisborgara hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda sé framfærandi skattskyldur hér á landi skv. 1. gr. þessara laga eða tryggður á grundvelli [4. eða 5. gr.]8) laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.]9) Skilyrði fyrir ákvörðun barnabóta samkvæmt þessari málsgrein eru þau að börnin séu heimilisföst í einhverju ríkja hins Evrópska efnahagssvæðis, [í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]10) og að fram séu lögð fullnægjandi gögn frá bæru stjórnvaldi í því landi þar sem börnin eru heimilisföst. [Sá sem rétt kann að eiga til barnabóta með börnum sem ekki hafa heimilisfesti á Íslandi skal sækja um bætur til [ríkisskattstjóra]7) og leggja fram upplýsingar um tekjur framfærenda ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis, sbr. 1. mgr.]9) Heimilt er að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar í reglugerð.11)
Barnabætur skulu ákveðnar [á grundvelli skattframtals]12) við álagningu, sbr. X. kafla. [Barnabætur sem eru ákvarðaðar lægri en [5.000 kr.]13) á hvern framfæranda á grundvelli skattframtals falla niður.]14) [Nánari reglur, m.a. um fyrirframgreiðslu og útborgun barnabóta og innheimtu ofgreiddra barnabóta, þ.m.t. ofgreiddar barnabætur erlendis, skulu settar í reglugerð.15) Barnabótum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns].16)]17) [Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu barnabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.]7) [Heimilt er að gera aðför til tryggingar greiðslu ofgreiddra barnabóta á grundvelli úrlausna eða ákvarðana erlendra dómstóla eða yfirvalda með sáttum gerðum fyrir þeim sem íslenska ríkið hefur að þjóðarétti og með lögum skuldbundið sig til að viðurkenna.]8)
B. Vaxtabætur.
Maður sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin kaup á [búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum],12) á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum, enda geri hann grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali [skv. 1. mgr. 90. gr.]14) í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Vaxtagjöld, sem mynda rétt til vaxtabóta, eru vaxtagjöld vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldarábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sama á við þegar um er að ræða lán frá Íbúðalánasjóði, [ÍL-sjóði og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]18) sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtagjöld vegna lána, sem tekin eru til skemmri tíma en tveggja ára, er einungis heimilt að telja með á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæði er tekið til íbúðar ef það er síðar. Vaxtagjöld teljast í þessu sambandi:
   1. [Greiddir]19) vextir og [greiddar]19) verðbætur á afborganir og vexti.
   2. Afföll af verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum sem framteljandi hefur gefið út sjálfur og selt þriðja aðila og notað andvirðið til fjármögnunar íbúðar til eigin nota, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin reiknast hlutfallslega miðað við afborganir á lánstímanum.
   3. Lántökukostnaður, árlegur eða tímabundinn fastakostnaður, þóknanir, stimpilgjöld og þinglýsingarkostnaður af lánum.
Til vaxtagjalda teljast ekki uppsafnaðar áfallnar verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs.
Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur [5%]20) af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Vaxtagjöld samkvæmt þessari málsgrein geta þó ekki verið hærri en [554.364]21) kr. hjá einstaklingi, [727.762]21) kr. hjá einstæðu foreldri og [901.158]21) kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Hámark vaxtagjalda hjá mönnum, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári, ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu.
Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð sem svarar til 6% af tekjuskattsstofni. Framangreint hlutfall skal þó lækkað um 0,5 á hverju ári sem maður á rétt á vaxtabótum samfellt vegna sama íbúðarhúsnæðis umfram 25 ár. Hafi maður fengið vaxtabætur samfellt vegna sama íbúðarhúsnæðis í 36 ár skal frádráttur á grundvelli tekjuskattsstofns falla niður. Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laganna, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Hjá hjónum eða sambýlisfólki, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 62. gr. í lok tekjuárs, skal við útreikning miðað við samanlagðar tekjur beggja að teknu tilliti til frádráttar samkvæmt framansögðu. [Hið sama á við um fólk sem sannanlega er í sambúð og heldur heimili saman þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt.]2) Þannig ákvarðaðar vaxtabætur skerðast hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr., fram úr [7.119.124]22) kr. hjá einstaklingi og [11.390.599]22) kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki uns þær falla niður við 60% hærri fjárhæð. Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkomandi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Við ákvörðun vaxtabóta á því ári þegar maður aflar sér íbúðarhúsnæðis, en hefur ekki fengið vaxtabætur árið áður, skal þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar reikna vaxtabætur frá og með þeim ársfjórðungi sem fyrsta fasteignaveðlán vegna kaupanna er tekið. Skal hámark vaxtagjalda, tekjuskattsstofn og hámark vaxtabóta þá ákveðið hlutfallslega miðað við það. [Þegar foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns, sbr. 1. mgr. A-liðar, og eru hvorki í hjúskap né uppfylla skilyrði til samsköttunar eða eru sannanlega í sambúð í árslok, ákvarðast vaxtagjöld þeirra, sbr. 3. mgr., og vaxtabætur líkt og hjá einstæðum foreldrum.]3) Vaxtabætur geta aldrei verið hærri en [189.957]21) kr. fyrir hvern mann, [244.299]21) kr. fyrir einstætt foreldri og [314.134]21) kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs. Hámark vaxtabóta hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á tekjuárinu. Vaxtabætur, sem eru lægri en [692]21) kr. á mann, falla niður.
Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Rétturinn stofnast þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota er keypt eða bygging þess hefst. Jafnframt getur stofnast réttur til vaxtabóta vegna lána frá Íbúðalánasjóði, [ÍL-sjóði og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]18) sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
Réttur til vaxtabóta fellur niður þegar íbúðarhúsnæði telst ekki lengur til eigin nota. Sé íbúðarhúsnæði selt án þess að hafin sé bygging eða fest kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á sama ári fellur réttur til vaxtabóta niður frá þeim tíma sem sala átti sér stað. Við útreikning vaxtabóta skal þá miða við skuldastöðu eins og hún var við sölu.
Skipta skal vaxtabótum til helminga milli hjóna. Sama gildir um sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs, enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein. [Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal ákvarða því vaxtabætur hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja.]23)
Ef annað hjóna, sem á rétt á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón sé að ræða næstu fimm ár eftir lát maka.
Heimilt er að greiða fyrir fram ársfjórðungslega áætlaðar vaxtabætur til þeirra sem festa kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á árinu 1999 og síðar. Skulu áætlaðar vaxtabætur greiddar út fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs.
Áætlaðar vaxtabætur skal miða við gjaldfallna og greidda vexti hvers ársfjórðungs af þeim veðlánum sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis, þó ekki meira en fjórðung af hámarki vaxtagjalda, sbr. 3. mgr.
Frádrátt frá vaxtagjöldum hvers ársfjórðungs, sbr. 4. mgr., skal miða við fjórðung af staðgreiðsluskyldum tekjum síðustu 12 mánaða á undan honum að viðbættum þeim tekjum utan staðgreiðslu sem fram koma á skattframtali fyrra árs. Fyrirframgreiddar vaxtabætur fyrir hvern ársfjórðung skulu eigi vera hærri en fjórðungur af hámarki vaxtabóta, sbr. 4. mgr.
Sá sem rétt kann að eiga til fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári sem hann aflar sér íbúðarhúsnæðis skal sækja um fyrirframgreiðsluna til [ríkisskattstjóra]7) og leggja fram tilskildar upplýsingar. Lánastofnanir, lífeyrissjóðir og aðrir aðilar sem veita lán til íbúðarkaupa gegn veði í fasteign skulu veita skattyfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að ákvarða fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Ráðherra skal með reglugerð24) setja nánari reglur um ákvörðun og fyrirframgreiðslu vaxtabóta. [Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu vaxtabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.]7)
Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar vaxtabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar [ríkisskattstjóra].7)
Reglur um skuldajöfnun vaxtabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns]16) …,21) þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.
   1)L. 174/2006, 8. gr. 2)L. 128/2009, 15. gr. 3)L. 28/2021, 33. gr. 4)L. 164/2010, 2. gr. 5)L. 129/2022, 28. gr. 6)L. 137/2018, 1. gr. 7)L. 136/2009, 8. gr. 8)L. 33/2020, 7. gr. 9)L. 166/2007, 7. gr. 10)L. 108/2006, 24. gr. 11)Rg. 443/2012. Rg. 861/2012. Rg. 618/2013. Rg. 1099/2013. Rg. 962/2015. Rg. 306/2019. Rg. 875/2019. 12)L. 164/2008, 5. gr. 13)L. 124/2014, 3. gr. 14)L. 164/2011, 6. gr. 15)Rg. 555/2004, sbr. 7/2005, 346/2006, 249/2008, 1152/2008, 55/2016, 565/2018 og 1423/2022. Sjá einnig brbákv. XXXI. 16)L. 45/2023, 12. gr. 17)L. 125/2015, 2. gr. 18)L. 137/2019, 19. gr. 19)L. 164/2010, 3. gr. 20)L. 129/2004, 10. gr. 21)L. 173/2008, 10. gr. Sjá einnig brbákv. XXXII um viðmiðunarfjárhæðir við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2010 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2009. 22)L. 61/2008, 6. gr. Sjá einnig brbákv. XXXII. 23)L. 145/2012, 1. gr. 24)Rg. 990/2001, sbr. 300/2003, 559/2004, 642/2004, 33/2005, 347/2006, 1153/2008, 266/2009, 639/2011, 228/2016 og 252/2016.
Tekjuskattur manna sem heimilisfastir eru á Íslandi hluta úr ári, menn sem dveljast erlendis við nám eða vegna veikinda o.fl.
69. gr.
Hjá manni sem hefur tekjur sem um ræðir í 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. skal við álagningu tekjuskatts á aðrar tekjur hans nota það skattþrep sem beita skyldi ef hann hefði ekki notið frádráttar sem þar um ræðir.
Í tekjuskattsstofn manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. en hafa einungis verið heimilisfastir hér á landi hluta tekjuársins, skal deila með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu og margfalda síðan þá útkomu með 365. Tekjuskattur skal síðan reiknast skv. 66. gr. af þannig reiknuðum tekjuskattsstofni, að teknu tilliti til 67. gr., eins og um væri að ræða menn heimilisfasta hér á landi allt árið. Í þá fjárhæð skal deila með 365 og margfalda þá útkomu með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu. Sú fjárhæð sem þannig fæst skal vera endanlega ákvarðaður og álagður tekjuskattur eða ákvarðaður ónýttur persónuafsláttur.
Þeir menn, sem dveljast erlendis við nám eða vegna veikinda, geta þrátt fyrir ákvæði 1. gr. haldið öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum um opinber gjöld. [Ráðherra]1) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar með reglugerð,2) m.a. um hvaða nám falli hér undir, rétt maka, framtalsskil o.fl.
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)Rg. 648/1995, sbr. 694/2008 og 394/2011.
Tekjuskattur aðila með takmarkaða skattskyldu.
70. gr.
Tekjuskatt aðila, sem skattskyldir eru skv. 3. gr., skal ákvarða sem hér segir:
   1. Tekjuskatt manna, sem um ræðir í 1. tölul. 3. gr., skal ákvarða á sama hátt og um er rætt í 2. mgr. 69. gr. Sama gildir ef um ónýttan persónuafslátt er að ræða.
   2. [Tekjuskattur manns sem um ræðir í 2. tölul. 3. gr. skal nema [20%]1) af tekjuskattsstofni hans.]2)
   Sá aðili, sem kemur fram í atvinnuskyni til skemmtunar eða keppni, sbr. 1. mgr. þessa töluliðar, án ákveðinna launa eða þóknunar en nýtur í þess stað afraksturs af slíkri starfsemi, skal greiða [15%]3) tekjuskatt af heildartekjum af slíku starfi án nokkurs frádráttar.
   [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal tekjuskattur eftirlaunaþega og lífeyrisþega sem um ræðir í 2. tölul. 3. gr. reiknast af tekjuskattsstofni skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 66. gr. að teknu tilliti til persónuafsláttar skv. A-lið 67. gr.]2) Persónuafsláttur skal í þessum tilvikum einungis dreginn frá tekjuskatti af eftirlaunum og lífeyri viðkomandi aðila og skal ónýttum hluta hans einungis ráðstafað til greiðslu á útsvari af sömu tekjum. Sá hluti persónuafsláttar sem þá er enn óráðstafað fellur niður og er hann ekki millifæranlegur milli hjóna nema þau séu bæði eftirlaunaþegar eða lífeyrisþegar og falli að öðru leyti bæði undir ákvæði þessarar málsgreinar.4)
   3. [Tekjuskatt aðila sem fá greiðslur fyrir þjónustu eða starfsemi sem innt er af hendi hér á landi, sbr. 3. tölul. 3. gr., skal reikna sem hér segir:
   a. [20%]1) af greiðslunni ef um menn er að ræða. Þessi hundraðshluti reiknast m.a. af launum eða þóknunum til listamanna og annarra sem fram koma í atvinnuskyni til skemmtunar eða í hvers konar keppni, en með launum og þóknunum teljast hvers konar hlunnindi, [þó ekki gisting og]5) flutningur að og frá landinu hafi móttakandi ekki greitt hann sjálfur. Eigi skiptir máli hvort maður kemur fram á eigin vegum eða í nafni annars aðila eða hvort greiðsla er frá innlendum eða erlendum aðila.
   b. [20%]3) af greiðslunni ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða.
   c. [37,6%]6) af greiðslunni ef um aðra lögaðila er að ræða.]2)
   4. [Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. af tekjuskattsstofni með skatthlutfalli skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 66. gr. án persónuafsláttar skv. A-lið 67. gr. ef um mann er að ræða,
   b. [20%]3) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða,
   c. [37,6%]6) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða.
Tekjuskattsstofn erlendra vátryggingafélaga, sem starfa hér á landi, telst sá hluti heildarágóðans sem svarar til hlutfallsins milli iðgjaldatekna hér á landi og iðgjaldatekna af allri starfsemi þeirra.]2)
   [5. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 5. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. [22%]6) af tekjum ef um menn er að ræða. [Þegar um er að ræða tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. a-lið 1. mgr. 58. gr. a. Þó skal ekki leggja tekjuskatt á 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög [enda hafi leigusamningur verið skráður í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 5. gr. húsaleigulaga, nr. 36/ 1994, eða maður talið leigutekjur sérstaklega fram í skattframtali]7)],8)
   b. [20%]3) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila er að ræða.]2)
   [6. Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 6. tölul. 3. gr. skal vera [22%]6) af tekjum.]2)
   [7. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 7. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. [22%]6) af tekjum ef um mann er að ræða. [Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af arði og/eða söluhagnaði af hlutabréfaeign í félögum sem skráð eru á skipulegum [markaði],9) eða markaðstorgi fjármálagerninga, allt að 300.000 kr. og að því marki sem frímark vaxtatekna skv. a-lið 8. tölul. hefur ekki verið fullnýtt],10)
   b. [20%]6) af tekjum ef um lögaðila er að ræða.]2)
   [8. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 8. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. [12%]6) af tekjum ef um mann er að ræða. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af vaxtatekjum að [300.000 kr.]10) á ári.
   b. [12%]6) af tekjum lögaðila.]2)
   [9. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 9. tölul. 3. gr. skal reikna á sama hátt og greinir í 4.–8. tölul. þessarar greinar.]2)
   [10. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 10. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. [22%]6) af tekjum ef um mann er að ræða.
   b. [20%]6) af tekjum lögaðila.]11)
   [11. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 11. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
   a. Af tekjuskattsstofni með skatthlutfalli skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 66. gr., án persónuafsláttar ef um mann er að ræða.
   b. 20% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða.
   c. 37,6% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða.]12)
   1)L. 33/2015, 4. gr. 2)L. 128/2009, 16. gr. 3)L. 164/2010, 4. gr. 4)L. 102/2023, 11. gr. Málsgreininni var breytt með l. 102/2023, 11. gr.; breytingin tekur gildi 1. jan. 2025. 5)L. 124/2015, 9. gr. 6)L. 96/2017, 5. gr. 7)L. 121/2022, 11. gr. 8)L. 59/2017, 6. gr. 9)L. 115/2021, 148. gr. 10)L. 142/2020, 3. gr. 11)L. 142/2013, 11. gr. 12)L. 102/2023, 11. gr.
[Tekjuskattur manna með takmarkaða skattskyldu sem afla meiri hluta tekna sinna hér á landi.]1)
   1)L. 165/2010, 11. gr.
[70. gr. a.
Þeir menn sem búsettir eru í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og bera takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 3. gr., en fá sem nemur eigi minna en 75% heildartekna sinna á tekjuárinu frá Íslandi, eiga rétt á að vera skattlagðir líkt og þeir hefðu verið skattskyldir skv. 1. gr. allt tekjuárið, með þeim réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum um opinber gjöld.
Sama rétt eiga þeir menn sem skattskyldir eru skv. 1. gr., en hafa einungis verið heimilisfastir hér á landi hluta tekjuársins, hafi þeir dvalið í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda nemi tekjur þeirra frá Íslandi eigi minna en 75% heildartekna þeirra á tekjuárinu.
Heimilt er hjónum og einstaklingum í staðfestri samvist og óvígðri sambúð sem búsett eru í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum að telja fram í samræmi við ákvæði 62. gr. ef annað þeirra eða bæði eiga rétt til skattlagningar skv. 1. eða 2. mgr. þessarar greinar, enda nemi tekjur frá Íslandi eigi minna en 90% samanlagðra tekna þeirra á tekjuárinu og þau séu skráð saman til heimilis við lok tekjuárs.
[Ráðherra]1) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar með reglugerð,2) m.a. um rétt maka, framtalsskil o.fl.]3)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)Rg. 257/2012. 3)L. 165/2010, 11. gr.
Tekjuskattur lögaðila.
71. gr.
[Tekjuskattur lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera [20%]1) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr.]2)2)
[Tekjuskattur annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., skal vera [37,6%]3) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr.]2)
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal tekjuskattur þeirra lögaðila er greinir í 3., [4.]4) og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. af fengnum arði skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. vera [22%]3) af þessum tekjum. [Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. og 1. málsl. þessarar málsgreinar skal einnig leggja sérstakan fjársýsluskatt á aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga um fjársýsluskatt. Sérstaki fjársýsluskatturinn skal vera 6% af tekjuskattsstofni yfir 1.000.000.000 kr., sbr. 2. tölul. 61. gr.]5) [Við álagningu sérstaks fjársýsluskatts skal ekki tekið tillit til samsköttunar og yfirfæranlegs taps.]6)
Lögaðilar þeir, er undanþegnir eru skattskyldu skv. [1., 2., 5., 6., 7. og 8. tölul.]7) 4. gr., skulu þrátt fyrir það greiða tekjuskatt af fjármagnstekjum, sbr. 3., 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr., svo og skv. 8. tölul. sama stafliðar 7. gr., að því er varðar söluhagnað af hlutabréfum. Skal hann vera [22%]3) af þeim stofni. Afdráttur skatts og innborgun hans samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur skal vera fullnaðargreiðsla og koma í stað álagningar samkvæmt lögum þessum. Þó skulu þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og sjálfir annast um innheimtu vaxta í eigin lánaumsýslu eða fá vaxtatekjur sem ekki er dregin af staðgreiðsla, skila greinargerð um vaxtatekjur til skattyfirvalda og standa skil á [22%]3) tekjuskatti af slíkum vöxtum að tekjuári loknu. Þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og hafa aðrar fjármagnstekjur, skulu sömuleiðis standa skil á [22%]3) tekjuskatti af slíkum tekjum að tekjuári loknu. Við ákvörðun á stofnverði eigna sem félög, sbr. 4. tölul. 4. gr., eignast við gjöf skal við sölu miðað við að stofnverðið sé markaðsverð á yfirtökudegi félagsins á eigninni. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um skilagreinar og skil vegna þessarar málsgreinar.
Eftirtaldir aðilar eru undanþegnir ákvæðum 4. mgr.:
   1. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun, Íbúðalánasjóður, [ÍL-sjóður, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun],8) Framkvæmdasjóður fatlaðra, Framkvæmdasjóður aldraðra, [Matvælasjóður],9) Lánasjóður sveitarfélaga [ohf.],10) Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, Seðlabanki Íslands, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, [Fiskræktarsjóður],11) [lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar].12)
   2. Lánastofnanir sem skattskyldar eru samkvæmt lögum nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana, með síðari breytingum, en fjármagnstekjur þeirra falla undir almenna skattskyldu samkvæmt þeim lögum.
   1)L. 164/2010, 5. gr. 2)L. 143/2003, 6. gr. 3)L. 96/2017, 6. gr. 4)L. 166/2007, 8. gr. 5)L. 165/2011, 18. gr. 6)L. 142/2013, 12. gr. 7)L. 32/2021, 4. gr. 8)L. 137/2019, 19. gr. 9)L. 31/2020, 3. gr. 10)L. 150/2006, 5. gr. 11)L. 165/2010, 12. gr. 12)L. 76/2007, 7. gr.

VII. kafli. [Eignir og skuldir.]1)
   1)L. 129/2004, 21. gr.
[Framtalsskyldar eignir.]1)
   1)L. 129/2004, 11. gr.
72. gr.
[Framtalsskyldar eignir eru]1) allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi, með þeim takmörkunum sem um ræðir í 74. gr., og skiptir ekki máli hvort eignirnar gefa af sér arð eða ekki.
   1)L. 129/2004, 11. gr.
73. gr.
Við mat [framtalsskyldra]1) eigna gilda eftirfarandi reglur:
   1. Allar fasteignir, hverju nafni sem nefnast, skal telja til eignar á gildandi fasteignamatsverði. Sé fasteignamatsverð ekki fyrir hendi skal eignin talin til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum fengnum fyrningum, eða á áætluðu fasteignamatsverði sambærilegra eigna, hvort sem hærra er. [Ríkisskattstjóri]2) skal áætla fasteignamatsverð í þessu sambandi með hliðsjón af gildandi ákvæðum um fasteignamat.
   …3)
   2. Búpening skal telja til eignar svo sem hann væri framgenginn að vori næst á eftir, með verði er ríkisskattstjóri ákveður til eins árs í senn.
   3. [Varanlegir rekstrarfjármunir, þ.m.t. skip og loftför, sem nýtast takmarkaðan tíma vegna aldurs, úreldingar eða af hliðstæðum ástæðum, teljast til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum.]4)
   Lausafé manna, sem ekki er heimilt að fyrna og ekki er notað í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, skal telja til eignar á upphaflegu kaup- og kostnaðarverði. Þó skal ár hvert heimilt að færa niður verð bifreiða um 10% af því verði sem þær voru taldar til eignar hjá framteljanda árið áður.
   4. Vörubirgðir verslana og framleiðsluaðila, þar með taldar rekstrarvörubirgðir, svo sem hráefni, eldsneyti, veiðarfæri og vörur á framleiðslustigi, skal telja til eignar á kostnaðar- eða framleiðsluverði eða dagverði í lok reikningsárs, að frádregnum afföllum á gölluðum og úreltum vörum. Þó skal heimilt að draga allt að 5% frá þannig reiknuðu matsverði.
   5. [Hlutabréf skal telja til eignar á nafnverði nema sannað sé að raunvirði eigna félags að frádregnum skuldum sé lægra en hlutafé þess. Sama gildir um stofnsjóðsinneignir hjá samvinnufélögum, stofnfjárbréf í sparisjóðum og stofnfjáreignir í sameignarfélögum. Hlutabréf skráð í erlendum gjaldmiðli skal færa til eignar á nafnverði, umreiknað með kaupverði miðað við daggengi við kaup, en ef nafnverð er ekki þekkt skulu bréfin færð til eignar á kaupverði. Áhættufjármuni og langtímakröfur, þ.m.t. hvers konar fjármálagerninga, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga um ársreikninga, sem ekki eru skráð á skipulegum [markaði],5) skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs. Ef þessar eignir eru skráðar á skipulegum [markaði]5) skal telja þær til eignar á skráðu markaðsverði á virkum markaði í lok reikningsárs. Óefnislegar eignir, sbr. 4. og 5. tölul. 33. gr. og 48. gr., teljast til eignar á stofnverði, að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum skv. 7. og 8. tölul. 37. gr. Skammtímakröfur skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs, nema sannað sé að þær séu minna virði. Frá þannig töldu verði útistandandi viðskiptakrafna og lánveitinga er þó heimilt að draga allt að 5% og mynda með því mótreikning fyrir kröfum sem kunna að tapast. Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar í þessu sambandi teljast kröfur sem stofnast vegna sölu á vörum og þjónustu og aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum. Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.]4)
   6. Erlenda peninga, innstæður og kröfur skal telja til eignar á kaupgengi í árslok.
   7. Réttindi til stöðugra tekna skal telja til eignar eftir því endurgjaldi sem hæfilegt væri fyrir þau í lok hvers árs. [Ríkisskattstjóri]2) getur metið verð þessara réttinda.
   8. Ófyrnanleg réttindi skv. 48. gr. skal telja til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum fengnum fyrningum og að frádreginni niðurfærslu skv. 6. mgr. 15. gr.
   1)L. 129/2004, 12. gr. 2)L. 136/2009, 9. gr. 3)L. 124/2015, 10. gr. 4)L. 166/2007, 9. gr. 5)L. 115/2021, 148. gr.
Hvað ekki telst til eignar.
74. gr.
Til eignar, sbr. 72. gr., telst ekki:
   1. Skilyrt fjárréttindi, svo sem réttur til líftryggingarfjár sem ekki er fallið til greiðslu.
   2. Réttur til eftirlauna, lífeyris, framfærslu eða annarra slíkra tímabilsgreiðslna sem bundinn er við einstaka menn.
   3. Réttur til leigulauss bústaðar og hliðstæð afnotaréttindi, sbr. þó 2. mgr. 1. tölul. 73. gr.
   4. Til eignar hjá mönnum telst ekki fatnaður til einkanota, húsgögn, húsmunir, bækur og munir sem hafa persónulegt gildi.
   5. Eigin hlutabréf hlutafélags, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr.
[Skuldir.]1)
   1)L. 129/2004, 13. gr.
75. gr.
[Á framtali skal gera grein fyrir skuldum skattaðila.]1) Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem lögð eru á tekjur …1) á næsta ári eftir lok reikningsárs.
[Til skulda aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi.]1)
[Til skulda aðila sem um ræðir í [5.–9. tölul.]2) 3. gr. má einungis telja skuldir sem á eignum þessum hvíla.]1)
   1)L. 129/2004, 13. gr. 2)L. 70/2009, 8. gr.
76. gr.1)
   1)L. 129/2004, 14. gr.
77. gr.1)
   1)L. 129/2004, 15. gr.
[Tímaviðmiðun framtalsskyldu.]1)
   1)L. 129/2004, 16. gr.
78. gr.
[Framtalsskyldar eignir og skuldir skal miða við eignir og skuldir skattaðila í árslok.]1) Þó mega þeir, er með leyfi [ríkisskattstjóra]2) nota annað reikningsár en almanaksár, telja fram eignir sínar í lok þess reikningsárs síns sem er næst á undan skattálagningu.
   1)L. 129/2004, 16. gr. 2)L. 136/2009, 9. gr.
79. gr.1)
   1)L. 129/2004, 17. gr.
80. gr.
[Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., svo og tveir einstaklingar í sambúð sem óskað hafa samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni.]1)
   1)L. 65/2010, 47. gr.
81. gr.
Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr., [og barnið er með skráð lögheimili hjá].1)2)
2)
   1)L. 28/2021, 33. gr. 2)L. 129/2004, 19. gr.
Eignarskattsútreikningur.
82. gr.1)
   1)L. 129/2004, 32. gr., sbr. brbákv. XVI.
83. gr.1)
   1)L. 129/2004, 32. gr., sbr. brbákv. XVI.

VIII. kafli. [Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri o.fl.]1)
   1)L. 136/2009, 15. gr.
1)
   1)L. 136/2009, 10. gr.
84. gr.
[Landið er eitt skattumdæmi og skal starfsstöðvum skipað niður samkvæmt ákvörðun [ráðherra]1) að fengnum tillögum ríkisskattstjóra.]2)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 136/2009, 10. gr.
1)
   1)L. 136/2009, 11. gr.
85. gr.
[[Ráðherra]1) skipar ríkisskattstjóra til fimm ára í senn. Engan má skipa í það embætti nema hann uppfylli eftirgreind skilyrði:
   1. Hafi …2) ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. [Þá má hann ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef hann var fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.]2)
   2. Sé lögráða og hafi forræði fjár síns.
   3. Sé íslenskur ríkisborgari.
   4. Hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða sé löggiltur endurskoðandi. Víkja má þó frá ákvæði þessa töluliðar ef maður hefur aflað sér víðtækrar sérmenntunar eða sérþekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar.
[Ríkisskattstjóri stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn sem annast þau verkefni sem honum er falið að sinna lögum samkvæmt.]3)]4)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 141/2018, 36. gr. 3)L. 141/2019, 87. gr. 4)L. 136/2009, 11. gr.
1)
   1)L. 136/2009, 12. gr.
86. gr.1)
   1)L. 136/2009, 12. gr.
1)
   1)L. 136/2009, 13. gr.
87. gr.
[Ríkisskattstjóra er heimilt að ráða umboðsmenn til að sinna afmörkuðum verkefnum vegna skattframkvæmdar.]1)
   1)L. 136/2009, 13. gr.
[Skattrannsóknarstjóri.]1)
   1)L. 29/2021, 1. gr.
88. gr.
[Ríkisskattstjóri skipar skattrannsóknarstjóra]1) til fimm ára í senn. [Ber hann faglega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri sérstakrar einingar innan Skattsins sem fer með rannsókn skattalagabrota, ákvörðun sekta í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum.]1) Skal hann fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru í 85. gr. um embættisgengi [ríkisskattstjóra].2)
   1)L. 29/2021, 1. gr. 2)L. 136/2009, 14. gr.

IX. kafli. Framtöl og skýrslugjafir.
1)
   1)L. 136/2009, 16. gr.
89. gr.1)
   1)L. 136/2009, 16. gr.
Skattframtöl.
90. gr.
Allir, sem skattskyldir eru skv. I. kafla laga þessara, svo og þeir sem telja sig undanþegna skattskyldu skv. 4. tölul. 4. gr., skulu afhenda [ríkisskattstjóra]1) skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður þar sem greindar eru að viðlögðum drengskap tekjur á síðastliðnu ári og eignir í árslok, svo og önnur atriði sem máli skipta við skattálagningu. Skýrslu lögaðila og einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal fylgja undirritaður ársreikningur …2) í samræmi við ákvæði laga um bókhald eða eftir atvikum laga um ársreikninga, ásamt [sundurliðunum á einstökum fjárhæðum ársreiknings og]2) sérstakri greinargerð um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. [Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil skuli almennt vera með rafrænum hætti og að málsmeðferð verði jafnframt rafræn, þ.m.t. samkvæmt ákvæðum 94.–96., 98., 99. og 101. gr.]3)
Framtalsskyldan hvílir á hverjum manni. Fjárhaldsmenn skulu telja fram fyrir þá sem ekki eru fjárráða [og hvílir framtalsskylda á því foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá].4) Erfingjar skulu telja fram fyrir bú sem er undir einkaskiptum. Skiptastjórar skulu telja fram fyrir þrotabú og dánarbú. Skattframtölin skulu undirrituð af þeim sem framtalsskyldan hvílir á. Skattframtal bókhaldsskylds aðila skal undirritað af þeim sem bera ábyrgð á að ákvæðum laga um bókhald sé fullnægt.
Framtalsskyldan hvílir á lögaðila. Sé um bókhaldsskylda aðila að ræða skal framtalinu fylgja ársreikningur, sbr. 1. mgr. Í skráðum félögum er nægilegt að þeir sem heimild hafa til að binda félagið undirriti framtalið.
Skil á skýrslu í tölvutæku formi að fenginni heimild ríkisskattstjóra jafngildir undirritun skýrslunnar skv. 2. og 3. mgr.
Ef skattaðili er búsettur erlendis, dvelur erlendis eða getur af öðrum ástæðum eigi talið fram sjálfur er honum heimilt að veita manni, er lögheimili hefur hér á landi, umboð til að gera framtal og undirrita það og skal þá skriflegt umboð fylgja.
Nú er framtalsskyldur maður að mati [ríkisskattstjóra]1) ófær um að gera framtal sitt sökum hrumleika, sjúkdóms eða annarra hliðstæðra ástæðna og skal þá [ríkisskattstjóri]1) veita honum aðstoð til þess, en framteljandi skal láta í té allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn. Sá er aðstoð veitir skal rita á skattframtalið yfirlýsingu um að hann hafi aðstoðað við gerð þess.
[Hafi framtalsskyldur maður ekki sinnt skyldu sinni skv. 1. málsl. 1. mgr. er [ríkisskattstjóra]1) heimilt að útbúa skattframtal á viðkomandi með fyrirliggjandi framtalsupplýsingum, enda telji [ríkisskattstjóri]1) þær fullnægjandi. Þannig gert skattframtal skal auðkennt sérstaklega og réttaráhrif þess eru þau sömu og áætlunar skv. 2. mgr. 95. gr. Um tilkynningu og kærufresti fer skv. 2. málsl. 1. mgr. 98. gr. og 99. gr.]5)
   1)L. 136/2009, 17. gr. 2)L. 33/2020, 8. gr. 3)L. 50/2018, 4. gr. 4)L. 28/2021, 33. gr. 5)L. 164/2008, 6. gr.
91. gr.
Skýrslu lögaðila sem heimild hafa til að semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli, sbr. 11. gr. A laga um ársreikninga, skal fylgja undirritaður ársreikningur í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð, sbr. 1. mgr. 90. gr., um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og skulu fjárhæðir vera í íslenskum krónum.
Fjárhæðir í greinargerð skv. 1. mgr. skulu umreiknaðar í íslenskar krónur á eftirfarandi hátt:
   a. Tekjur og gjöld á árinu, þar með taldar fyrningar, skulu umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi reikningsársins.
   b. Eignir, skuldir og eigið fé skal umreiknað í íslenskar krónur á gengi í lok viðkomandi reikningsárs.
   c. Gengismunur sem kann að myndast við umreikning ársreiknings úr erlendum gjaldmiðli í íslenskar krónur skv. a- og b-liðum skal ekki hafa áhrif á tekjur í rekstrarreikningi.
Við umreikning í starfrækslugjaldmiðil skal umreikna fyrningargrunn eigna og fengnar fyrningar, stofnverð ófyrnanlegra eigna og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun á lokagengi þess reikningsárs og skal skattalegt stofnverð ákvarðast í samræmi við þann umreikning. Við sölu á eignarhlutum í félögum sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 1996 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við ákvæði 2. málsl. 4. mgr. 18. gr. eða 3. mgr. 19. gr. eftir því sem við á í íslenskum krónum en söluverðið skal umreikna í íslenskar krónur á daggengi við sölu. Við sölu eignarhluta í félögum sem seljandi hefur eignast eftir 1996 skal stofnverð þeirra ákvarðað í íslenskum krónum miðað við daggengi við kaup en söluverð skal umreiknað miðað við daggengi við sölu. Fasteignir skal telja til eignar skv. 1. tölul. 73. gr. og eignarhlutir í félögum skulu færðir til eignar skv. 5. tölul. 73. gr. …1) Þegar frestaður hluti söluhagnaðar er skattlagður skal fjárhæð hans færð til tekna óbreytt í krónum talið frá því ári sem hann myndaðist. Rekstrartap frá fyrri árum skv. 8. tölul. 31. gr. skal fært til frádráttar rekstrarhagnaði ársins óbreytt í krónum talið frá því sem fram kemur í greinargerðum skv. 1. mgr. á þeim rekstrarárum er tapið myndaðist. Um skattskil lögaðila, sem byggð eru á bókhaldi og ársreikningi í erlendum gjaldmiðli, gilda að öðru leyti sömu reglur og gilda um skattskil lögaðila í íslenskum krónum.
Heimilt er lögaðila, sem færir bókhald sitt í íslenskum krónum auk bókhalds í starfrækslugjaldmiðli, að byggja greinargerð sína skv. 1. mgr. á bókhaldi í íslenskum krónum, en þá skal viðhalda þeirri aðferð í að minnsta kosti fimm ár.
   1)L. 129/2004, 23. gr.
[Ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil.]1)
   1)L. 112/2016, 4. gr.
[91. gr. a.
Skattaðili skv. 2. gr. sem er móðurfélag [fjölþjóðlegrar]1) heildarsamstæðu, sbr. lög um ársreikninga, sem er með heimilisfesti í fleiri ríkjum skal [eigi síðar en 12 mánuðum frá lokum reikningsárs]2) skila ríkisskattstjóra skýrslu með upplýsingum um tekjur og skatta í þeim ríkjum þar sem félög innan heildarsamstæðunnar eiga heimilisfesti (ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil). Skýrslan skal einnig innihalda lýsingu á atvinnustarfsemi heildarsamstæðunnar í hverju ríki, auk upplýsinga um hvert samstæðufélaga og þá efnahagslegu starfsemi sem félögin hafa með höndum. [Skyldan til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil gildir ekki um innlent móðurfélag fjölþjóðlegrar heildarsamstæðu ef tekjur heildarsamstæðunnar á síðasta reikningsári samkvæmt samstæðureikningi voru lægri en 750 milljónir evra.]1)
Skylda til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil skv. 1. mgr. hvílir einnig á öðrum félögum á Íslandi þrátt fyrir að þau teljist ekki vera móðurfélag [fjölþjóðlegrar]1) heildarsamstæðu ef móðurfélag heildarsamstæðu er erlent og:
   a. hinu erlenda móðurfélagi er ekki skylt að skila inn ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil í heimilisfestarríkinu,
   b. [heimilisfestarríki hins erlenda móðurfélags hefur gert samning við Ísland þar sem kveðið er á um upplýsingaskipti en ekki er í gildi, við lok reikningsársins, samkomulag milli bærra stjórnvalda sem kveður á um sjálfvirk upplýsingaskipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum um skattskil skv. 1. mgr., eða]1)
   c. [ríkisskattstjóri hefur tilkynnt íslenska félaginu að kerfisbrestur sé til staðar í heimilisfestarríki móðurfélags sem leiðir til þess að íslensk skattyfirvöld fá ekki ríki-fyrir-ríki skýrslur]1).
[Skylda til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu er ekki til staðar þegar staðgöngufélag móðurfélags er skilaskylt í öðru ríki að því gefnu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
   1. Heimilisfestarríki staðgöngufélags móðurfélags gerir sömu kröfur um efni ríki-fyrir-ríki skýrslna og gerðar eru hér á landi.
   2. Við lok reikningsársins er í gildi samkomulag við bært stjórnvald í heimilisfestarríki staðgöngufélags móðurfélags sem kveður á um sjálfvirk upplýsingaskipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum um skattskil skv. 1. mgr.
   3. Heimilisfestarríki staðgöngufélags móðurfélags hefur ekki tilkynnt ríkisskattstjóra um að kerfisbrestur sé til staðar sem leiðir til þess að íslensk skattyfirvöld fá ekki ríki-fyrir-ríki skýrslur.
   4. Ríki-fyrir-ríki skýrslu er miðlað til ríkisskattstjóra af bæru stjórnvaldi í heimilisfestarríki staðgöngufélags móðurfélags.
   5. Samstæðufélag hefur tilkynnt bæru stjórnvaldi í heimilisfestarríki um að það sé staðgöngufélag móðurfélags í samræmi við þarlendar reglur um slíkar tilkynningar.
   6. Samstæðufélag með heimilisfesti hér á landi skilar upplýsingum til ríkisskattstjóra um auðkenni og skattalega heimilisfesti staðgöngufélags móðurfélags.
Samstæðufélag fjölþjóðlegrar heildarsamstæðu sem er með skattalega heimilisfesti á Íslandi skal innan mánaðar frá lokum reikningsárs slíkrar fjölþjóðlegrar heildarsamstæðu tilkynna til ríkisskattstjóra hvort félagið sé móðurfélag heildarsamstæðunnar eða staðgöngufélag móðurfélags.
Félag, með skattalega heimilisfesti hér á landi sem er hluti af fjölþjóðlegri heildarsamstæðu og er hvorki móðurfélag heildarsamstæðu né staðgöngufélag móðurfélags, skal innan mánaðar frá lokum reikningsárs tilkynna ríkisskattstjóra hvaða félag í samstæðunni skili ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og um heimilisfestarríki þess.]1)
Ráðherra setur með reglugerð3) nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um efni og form ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil.]4)
   1)L. 38/2019, 1. gr. 2)L. 96/2017, 7. gr. 3)Rg. 766/2019, sbr. 413/2022. 4)L. 112/2016, 4. gr.
Launaskýrslur o.fl.
92. gr.
Allir, sem hafa menn í þjónustu sinni og greiða þeim endurgjald fyrir starfa, þar með talin ágóðaþóknun, ökutækjastyrkur, húsaleigustyrkur og hvers konar önnur fríðindi og hlunnindi, eftirlaun, biðlaun og lífeyrir, skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]1) skýrslu um greiðslur þessar ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Sama gildir um greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu. Ef framangreindar greiðslur eru inntar af hendi fyrir milligöngu annars aðila og sá, er unnið var fyrir, getur eigi látið umkrafðar upplýsingar í té, hvílir skýrslugjafarskyldan á milligönguaðilanum.
Allir aðilar, þar með taldir bankar, sparisjóðir og aðrar peningastofnanir, [skipulegir markaðir]2) og aðrir sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti, [milligöngu]3) og aðra umsýslu með hlutabréf, [skuldabréf og aðra fjármálagerninga],3) skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]1) skýrslu um slík viðskipti og aðila að þeim, ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
[Bankar, sparisjóðir, önnur fjármálafyrirtæki, [rafeyrisfyrirtæki]4) og aðrir þeir aðilar skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1996 sem taka við fjármunum til ávöxtunar skulu ótilkvaddir veita skattyfirvöldum ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður upplýsingar um greidda eða greiðslukræfa vexti á árinu skv. 8. gr. laga þessara og afdregna staðgreiðslu og innstæður í bankareikningum og hvers konar [verðbréfasjóðum og hlutdeildarsjóðum].5) Sama gildir um hvers konar útlán til viðskiptamanna og vaxtagreiðslur af þeim.]3)
Allir, sem hafa á leigu eða hafa afnot gegn gjaldi af fasteign, námurétti eða veiðirétti, lausafé, einkaleyfi, framleiðslurétti, útgáfurétti eða sérþekkingu, skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]1) skýrslu um greiðslur vegna leigunnar eða afnotanna ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. [Hvað fasteignir og lausafé varðar liggur upplýsingaskylda á rekstraraðilum stafrænna vettvanga, m.a. um leigusala, hið leigða og greiðslufyrirkomulag. Með stafrænum vettvangi er átt við hugbúnað, þ.m.t. smáforrit, sem gerir leigusölum og seljendum vara og þjónustu kleift að tengjast notendum með það fyrir augum að veita þeim þjónustu, með beinum eða óbeinum hætti, og býður eftir atvikum upp á greiðslufyrirkomulag. Ráðherra skal setja reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd upplýsingaöflunar á grundvelli þessa ákvæðis þar sem nánar er fjallað um m.a. skráningarskyldu, hvaða upplýsingum skuli skila og fyrirkomulag upplýsingaskipta til skattyfirvalda og milli ríkja.]6)
[Aðilar skráðir í almannaheillaskrá, sbr. 9. tölul. 4. gr., skulu ótilkvaddir veita ríkisskattstjóra ókeypis og á því formi sem hann ákveður upplýsingar um mótteknar gjafir og/eða framlög til starfsemi sem telst til almannaheilla skv. 2. mgr. 4. tölul. 4. gr., sbr. og 7. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 2. tölul. 31. gr.]7)
Skylt er móttakanda greiðslu samkvæmt þessari grein að sýna greiðanda [persónuskilríki],8) en á greindum skýrslum skal kennitölu móttakanda getið.
Ríkisskattstjóri getur ákveðið almenna skyldu til að [honum sé afhent skýrsla]1) ókeypis og í því formi sem hann ákveður um önnur atriði sem máli skipta varðandi álagningu skatta samkvæmt lögum þessum [og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála],9) svo sem um kaup og sölu á hráefnum og afurðum, kaup og sölu á skráningarskyldum ökutækjum, hlutafé og arð, stofnfé og stofnfjárvexti, [skuldabréf og aðra fjármálagerninga sem og [tekjur]9) af þeim],3) [veittar og mótteknar gjafir eða framlög til starfsemi sem telst til almannaheilla skv. 2. mgr. 4. tölul. 4. gr.]10) og vinninga í happdrætti og keppni.
Skýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga skulu byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum eða umreiknuðum á daggengi.
[Ráðherra skal setja reglugerð11) um framkvæmd upplýsingaöflunar sem ráðist er í til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála, m.a. um áreiðanleikakannanir.]9)
   1)L. 136/2009, 18. gr. 2)L. 115/2021, 148. gr. 3)L. 46/2009, 3. gr. 4)L. 112/2016, 5. gr. 5)L. 45/2020, 120. gr. 6)L. 102/2023, 12. gr. 7)L. 133/2021, 4. gr. 8)L. 128/2009, 19. gr. 9)L. 124/2015, 12. gr. 10)L. 32/2021, 5. gr. 11)Rg. 1240/2015, sbr. 1231/2016, 206/2017, 940/2017, 557/2019 og 336/2024.
Framtalsfrestur.
93. gr.
Í upphafi hvers árs skal [ráðherra]1) að fengnum tillögum ríkisskattstjóra ákveða með auglýsingu hvenær álagningu skuli vera lokið. Álagningu skal þó vera lokið eigi síðar en tíu mánuðum eftir lok tekjuárs, sbr. 59. gr.
Ríkisskattstjóri skal í upphafi hvers árs ákveða fresti skattaðila til að skila framtali, sbr. 90. gr., og þeim gögnum sem um ræðir í 92. gr. Heimilt er að breyta þeim frestum ef nauðsyn krefur.
Þeir menn sem skattskyldir eru hér á landi skv. 1. tölul. 3. gr. og eru á förum úr landi skulu skila framtali til [ríkisskattstjóra]2) eigi síðar en viku fyrir brottför sína.
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 136/2009, 19. gr.
Upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir.
94. gr.
Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. [Hafi aðili beint eða óbeint minnst helming eignarhalds eða er með stjórnunarleg yfirráð í dótturfélagi eða útibúi í öðrum ríkjum er honum jafnframt skylt að veita upplýsingar um viðskipti dótturfélags eða útibús við aðila skattskylda skv. I. kafla og félög, sjóði og stofnanir í lágskattaríkjum sem 1. mgr. 57. gr. a laganna tekur til.]1) [Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við ríkisskattstjóra og [skattrannsóknarstjóra].2)]3)
Vegna skatteftirlits [og innheimtu, þ.m.t. kyrrsetningar],4) samkvæmt lögum þessum [og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda]5) getur [ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur]3) skatteftirlitsstörf, krafist þess að framtalsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum framtalsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri]2) vegna rannsókna skv. 103. gr. [[Skattrannsóknarstjóri]2) getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.]6)
Skattyfirvöld hafa enn fremur heimildir þær er um getur í 2. mgr. þessarar greinar gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir.
[Fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og aðrir aðilar skulu halda sérstaka skrá yfir þá viðskiptavini sína sem þau veita skattaráðgjöf eða aðra þjónustu, sem snertir umráð eða beina eða óbeina eignaraðild viðskiptavinanna að rekstri félaga, sjóða eða stofnana sem skráð eru erlendis eða eignir þar. Er þeim skylt að láta skattyfirvöldum í té umrædda skrá er þau beiðast þess.
Ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víkja fyrir ákvæðum þessarar greinar.]1)
Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri eða [skattrannsóknarstjóri]2) þá leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu].7)
   1)L. 46/2009, 4. gr. 2)L. 29/2021, 2. gr. 3)L. 136/2009, 20. gr. 4)L. 142/2018, 2. gr. 5)L. 150/2019, 22. gr. 6)L. 165/2010, 13. gr. 7)L. 88/2008, 234. gr.

X. kafli. Álagning, kærur o.fl.
Álagning.
95. gr.
Þegar framtalsfrestur er liðinn skal [ríkisskattstjóri]1) leggja tekjuskatt …2) á skattaðila samkvæmt framtali hans. Þó skal [ríkisskattstjóri]1) leiðrétta augljósar reikningsskekkjur. Enn fremur getur [ríkisskattstjóri]1) leiðrétt fjárhæðir einstakra liða ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli skattyfirvalda, svo og einstaka liði framtals ef telja má að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattaðila viðvart um slíkar breytingar. Þá skal [ríkisskattstjóri]1) ákvarða um ívilnanir skv. 65. gr.
Telji skattaðili eigi fram innan tilskilins framtalsfrests, sbr. 93. gr., skal [ríkisskattstjóri]1) áætla tekjur hans og eign svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru og ákvarða skatta hans í samræmi við þá áætlun, sbr. 108. gr.
   1)L. 136/2009, 21. gr. 2)L. 129/2004, 24. gr.
96. gr.
Komi í ljós fyrir eða eftir álagningu að framtal eða einstakir liðir þess eða fylgigögn séu ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg, eigi skráð á lögmæltan hátt eða ófullnægjandi undirrituð eða [ríkisskattstjóri]1) telur frekari skýringa þörf á einhverju atriði, skal hann skriflega skora á framteljanda að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn, þar með talið bókhald og bókhaldsgögn, sem [ríkisskattstjóri]1) telur þörf á að fá. Fái [ríkisskattstjóri]1) fullnægjandi skýringar og gögn innan tiltekins tíma leggur hann skatt á eða endurákvarðar skattinn samkvæmt framtali og fengnum skýringum og gögnum, sbr. þó 108. gr. Ef eigi er bætt úr annmörkum á framtali, svar frá framteljanda berst ekki innan tiltekins tíma, skýringar hans eru ófullnægjandi, eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir, send gögn eru ófullnægjandi eða tortryggileg eða bókhald og önnur gögn, sem skattframtal byggist á, verða ekki talin nægilega örugg heimild um atvinnurekstur eða starfsemi, skal [ríkisskattstjóri]1) áætla tekjur og eign skattaðila svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru og ákvarða eða endurákvarða skatta hans í samræmi við þá áætlun, sbr. þó 108. gr.
Hafi skattaðili eigi talið fram til skatts og álagning skatta því byggð á áætlun, en síðar kemur í ljós að áætlun hefur verið of lág, skal áætla honum skattstofna að nýju og reikna skatta hans í samræmi við það. Á sama hátt skal ákvarða eða endurákvarða skattaðila skatt ef í ljós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum eða ef ekki hefur verið lagt á skattaðila. Séu skattar endurákvarðaðir samkvæmt þessari málsgrein skal gæta ákvæða 1. mgr. þessarar greinar, sbr. einnig 108. gr., eftir því sem við á.
Sé framtali breytt fyrir álagningu með stoð í 1. mgr. þessarar greinar skal [ríkisskattstjóri]1) tilkynna skattaðila eða þeim, sem framtalsskyldan hvílir á, skriflega um breytingarnar, þar með talin áætlun, og af hvaða ástæðum þær eru gerðar. Sé ekki kunnugt um dvalarstað skattaðila, framteljanda eða umboðsmanns hans má þó [ríkisskattstjóri]1) gera breytingar án þess að tilkynna um þær.
Sé gerð breyting á framtali eða sköttum eftir álagningu eða fari fram ný skattákvörðun, sbr. 1. og 2. mgr. þessarar greinar, skal [ríkisskattstjóri]1) gera skattaðila eða þeim sem framtalsskyldan hvílir á viðvart um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar og senda tilkynningu um það skriflega. [Ríkisskattstjóri]1) skal veita skattaðila a.m.k. 15 daga frest, frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar, til að tjá sig skriflega um efni máls og leggja fram viðbótargögn áður en úrskurður er kveðinn upp. [Sé fallist á beiðni skattaðila um breytingu á skattstofnum skal tilkynning þó ekki send. Á það við hvort sem breyting leiðir til hækkunar eða lækkunar á skattstofnum, enda sé breytingin ekki umfram það sem í beiðni hans greinir.]2)
[Ríkisskattstjóri skal innan tveggja mánaða að jafnaði kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun álagningar og senda hann í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt til skattaðila eða þess sem framtalsskyldan hvílir á.]1) [Upplýsingar um skattbreytingar skal senda öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar.]3)1)
[Vakni grunur um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald eða ársreikninga hafi verið framin fer skattrannsóknarstjóri með meðferð málsins og getur lokið því með ákvörðun sektar eða með því að vísa því til meðferðar lögreglu, sbr. 2. mgr. 121. gr.]4)
   1)L. 136/2009, 22. gr. 2)L. 42/2023, 9. gr. 3)L. 142/2018, 3. gr. 4)L. 29/2021, 3. gr.
97. gr.
Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 96. gr. nær til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. [Heimild til að endurákvarða skatt skv. 96. gr. skal þó taka til síðustu tíu ára á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram vegna tekna og eigna skattaðila í lágskattaríkjum.]1) [Þá skal heimild til að endurákvarða skatt skv. 96. gr. taka til síðustu tíu ára á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram vegna mútubrota skv. 109. gr. og 264. gr. a almennra hegningarlaga.]2)
Hafi skattaðili látið í té í framtali sínu eða fylgigögnum þess fullnægjandi upplýsingar, sem byggja mátti rétta álagningu á, er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram þótt í ljós komi að álagning hafi verið of lág.
[Fari fram rannsókn [hjá skattrannsóknarstjóra eða]3) [héraðssaksóknara]4) á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst. [Sama gildir um heimild til endurákvörðunar skatts maka aðila og samskattaðs sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem leiðir af niðurstöðum rannsóknar [skattrannsóknarstjóra]3) eða héraðssaksóknara.]5)]6)
   1)L. 112/2016, 6. gr. 2)L. 42/2023, 10. gr. 3)L. 29/2021, 4. gr. 4)L. 47/2015, 30. gr. 5)L. 33/2020, 9. gr. 6)L. 129/2004, 25. gr.
98. gr.
[Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á skattaðila skal hann]1) semja og leggja fram til sýnis eigi síðar en 15 dögum fyrir lok kærufrests skv. 99. gr. álagningarskrá fyrir hvert sveitarfélag …,1) en í henni skal tilgreina þá skatta sem á hvern gjaldanda hafa verið lagðir samkvæmt lögum þessum. [Birta skal hverjum skattaðila upplýsingar um þá skatta sem á hann hafa verið lagðir og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.]2) Jafnframt skal [ríkisskattstjóri]1) auglýsa rækilega, m.a. í Lögbirtingablaðinu, að álagningu sé lokið svo og hvar og hvenær álagningarskrár liggi frammi. [Hafi skattaðili annað reikningsár en almanaksárið skal [ríkisskattstjóri]1) í stað auglýsingar skv. 3. málsl. senda honum tilkynningu um álagninguna með ábyrgðarbréfi og birta álagninguna í næstu útgáfu á álagningar- og skattskrá.]3) [Þá skal ríkisskattstjóri upplýsa aðra innheimtumenn ríkissjóðs um niðurstöður álagningar á einstaka aðila.]4)
Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., [skal ríkisskattstjóri]1) semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag …1) en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt …3) hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað …1). [Ríkisskattstjóri]1) auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.
   1)L. 136/2009, 23. gr. 2)L. 50/2018, 5. gr. 3)L. 129/2004, 26. gr. 4)L. 142/2018, 4. gr.
[Kærur til ríkisskattstjóra.]1)
   1)L. 136/2009, 24. gr.
99. gr.
[Nú telur skattaðili skatt sinn eða skattstofn, þ.m.t. rekstrartöp og ívilnun skv. 65. gr., ekki rétt ákveðinn og getur hann þá sent til ríkisskattstjóra rökstudda kæru, skriflega eða rafræna, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, studda nauðsynlegum gögnum. Kærufrestur er þrír mánuðir í tilviki einstaklinga og einn mánuður í tilviki lögaðila frá dagsetningu auglýsingar ríkisskattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið.]1) Skattframtal, sem berst eftir lok framtalsfrests, en áður en álagningu er lokið skv. 1. mgr. 98. gr., skal tekið sem kæra til [ríkisskattstjóra]2) hvort sem skattaðili kærir skattákvörðun eða ekki. Innan [þriggja]1) mánaða frá lokum kærufrests skal [ríkisskattstjóri]2) hafa úrskurðað kærur. [Úrskurðir ríkisskattstjóra skulu rökstuddir og sendir kærendum í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]2) [Jafnframt skal upplýsa aðra innheimtumenn ríkissjóðs um fjárhæðir skattbreytinga.]3)
[Úrskurðir skulu uppkveðnir og undirritaðir af ríkisskattstjóra …4)]2)
   1)L. 33/2020, 10. gr. 2)L. 136/2009, 24. gr. 3)L. 142/2018, 5. gr. 4)L. 165/2010, 14. gr.
Kærur til yfirskattanefndar.
100. gr.
Úrskurðum [ríkisskattstjóra]1) um endurákvörðun skv. 5. mgr. 96. gr. og kæruúrskurðum skv. 99. gr. má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.
   1)L. 136/2009, 25. gr.

XI. kafli. Ýmis ákvæði um skattyfirvöld.
Ríkisskattstjóri.
101. gr.
[Ríkisskattstjóri skal hafa með höndum álagningu opinberra gjalda samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Ríkisskattstjóri skal í því skyni setja framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og verklagsreglum.1) [Ríkisskattstjóri skal jafnframt birta reglur og ákvarðanir sem hann metur að hafi þýðingu fyrir skattaðila og er eftir atvikum heimilt að gefa út og hafa til sölu fyrir almenning yfirlit yfir skatta, tolla og gjöld á sviði ríkisskattstjóra eða láta í té sérþjónustu samkvæmt gjaldskrá sem staðfest skal af ráðherra og birt í B-deild Stjórnartíðinda.]2)
[Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni skattaðila um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða skattálagningu, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum …3). Þá skulu skilyrði 96. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tímamörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Heimilt er skattaðila að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.]4)
[Ríkisskattstjóra er heimilt að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni að leiðrétta álagningu á skattaðila ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa í hliðstæðu máli hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun skattstjóra eða ríkisskattstjóra var byggð á. Sama á við sé beinlínis kveðið svo á um í lögum að fallið sé frá fyrri skattframkvæmd. Breyting af þessu tilefni getur tekið til skattstofns eða skatts frá og með því tekjuári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, þó lengst sex ár aftur í tímann, talið frá því ári þegar úrskurður eða dómur var kveðinn upp. Sama viðmiðun gildir frá og með gildistöku viðkomandi lagaákvæðis. Beiðni um endurupptöku skal borin fram innan eins árs frá því að skattaðila var eða mátti vera kunnugt um tilefni hennar. Skattaðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörðun samkvæmt þessari málsgrein undir yfirskattanefnd.]5)]6)
   1)Augl. 457/1999. 2)L. 140/2020, 8. gr. 3)L. 165/2010, 15. gr. 4)L. 16/2010, 2. gr. 5)L. 73/2011, 6. gr. 6)L. 136/2009, 26. gr.
Skatteftirlit.
102. gr.
[Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti skattskila fyrir og eftir álagningu opinberra gjalda og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um skattstofn eða skattskyldu manna og lögaðila.]1)
   1)L. 136/2009, 27. gr.
[Skattrannsóknir.]1)
   1)L. 29/2021, 5. gr.
103. gr.
[Skattrannsóknarstjóri]1) skal hafa með höndum rannsóknir samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af [ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á]2) [nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu. Skattrannsóknarstjóri getur tekið mál eða tiltekna þætti þess til rannsóknar að beiðni lögreglu].3)
[Skattrannsóknarstjóri]1) getur að eigin frumkvæði eða eftir kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta lagða á samkvæmt lögum þessum eða aðra skatta og gjöld, sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hann skal annast rannsóknir í málum sem til hans er vísað, sbr. 6. mgr. 96. gr. …,2) [eftir fyrirmælum ríkissaksóknara, sbr. 121. gr.]3)
[Skattrannsóknarstjóri]1) skal við rannsókn samkvæmt þessari grein hafa aðgang að öllum framtölum og skýrslum í vörslu [ríkisskattstjóra]2) og getur hann krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á frá …2) [aðilum]3) sem um ræðir í 94. gr.
[Skattrannsóknarstjóra]1) er heimilt að fela löggiltum endurskoðanda að vinna að einstökum rannsóknarverkefnum.
Lögreglu er skylt að veita [skattrannsóknarstjóra]1) nauðsynlega aðstoð í þágu rannsókna ef aðili færist undan afhendingu bókhaldsgagna og hætta er á sakarspjöllum vegna gruns um væntanlegt undanskot gagna. [Sömuleiðis er lögreglu skylt að færa aðila til skýrslugjafar hjá [skattrannsóknarstjóra]1) ef hann hefur að forfallalausu ekki sinnt kvaðningu þess efnis.]4)
Þegar aðgerðir [skattrannsóknarstjóra]1) gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina, [sbr. 96. og 97. gr.]2)
Við rannsóknaraðgerðir [skattrannsóknarstjóra]1) skal gætt ákvæða laga um meðferð [sakamála]5) eftir því sem við getur átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi.
   1)L. 29/2021, 2. gr. 2)L. 136/2009, 28. gr. 3)L. 29/2021, 5. gr. 4)L. 77/2004, 2. gr. 5)L. 88/2008, 234. gr.
Vanhæfi skattyfirvalda.
104. gr.
Eigi má maður taka þátt í rannsókn eða annarri meðferð máls, hvorki skattákvörðun né kæru, ef honum hefði borið að víkja sæti sem héraðsdómara í málinu.
1)
   1)L. 136/2009, 29. gr.
105. gr.1)
   1)L. 136/2009, 29. gr.
Eftirlit [ráðherra].1)
   1)L. 126/2011, 377. gr.
106. gr.
[[Ráðherra]1) hefur eftirlit með því að ríkisskattstjóri …2) ræki skyldur sínar.]3) Hann hefur rétt til að fá til athugunar skattframtöl og gögn varðandi þau og [krefjast]2) skýringa á öllu því er framkvæmd laga þessara varðar.
Ráðherra skal enn fremur fylgjast með því að yfirskattanefnd ræki skyldur sínar og skal nefndin senda ráðherra árlega skýrslu um störf sín.
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 29/2021, 6. gr. 3)L. 136/2009, 30. gr.
Áætlanagerð og hagrannsóknir.
107. gr.
[Ráðherra]1) getur óskað eftir skýrslum frá …2) ríkisskattstjóra …,3) í því formi er hann ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða áætlanagerð og hagrannsóknir [ráðuneytisins].1)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 136/2009, 31. gr. 3)L. 29/2021, 7. gr.

XII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.
Álag.
108. gr.
Telji framtalsskyldur aðili ekki fram til skatts innan tilskilins frests má [ríkisskattstjóri]1) bæta allt að 15% álagi við þá skattstofna sem hann áætlar. Þó skal [ríkisskattstjóri]1) taka tillit til að hve miklu leyti innheimta gjalda hefur farið fram í staðgreiðslu. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði. Berist framtal, sem álagning verður byggð á, eftir lok framtalsfrests, en áður en álagningu [ríkisskattstjóra]1) er lokið, má þó aðeins bæta 0,5% álagi á skattstofna fyrir hvern dag sem skil hafa dregist fram yfir frestinn, þó ekki hærra álagi en 10%.
Séu annmarkar á framtali, sbr. 96. gr., eða einstakir liðir ranglega fram taldir má [ríkisskattstjóri]1) bæta 25% álagi við áætlaða eða vantalda skattstofna. Bæti skattaðili úr annmörkum eða leiðrétti einstaka liði á framtali áður en álagning fer fram má [ríkisskattstjóri]1) þó eigi beita hærra álagi en 15%.
Fella skal niður álag samkvæmt grein þessari ef skattaðili færir rök að því að honum verði eigi kennt um annmarka á framtali eða vanskil þess, að óviðráðanleg atvik hafi hamlað því að hann skilaði framtali á réttum tíma, bætti úr annmörkum á framtali eða leiðrétti einstaka liði þess.
Um kæru til [ríkisskattstjóra]1) og yfirskattanefndar fer eftir ákvæðum 99. gr. laganna og ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
   1)L. 136/2009, 32. gr.
[108. gr. a.
Ef máli er vísað til lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 108. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.
Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 108. gr. óháð því hvort endurákvörðun skv. 96. gr., sbr. 97. gr., hafi þegar farið fram.
Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna vegna kröfu um refsingu kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun skatta og opinberra gjalda skv. 97. gr.
Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.]1)
   1)L. 29/2021, 8. gr.
Refsingar.
109. gr.
Skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um tekjuskatt sinn …1) skal hann greiða fésekt allt að tífaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem undan var dreginn og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni. [Sama gildir um tekjuskatt vegna tekna manns sem telja ber fram hjá því hjóna [eða samsköttuðum einstaklingi í sambúð]2) sem hærri hefur hreinar tekjur, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 62. gr.]3) Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
Hafi skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að telja fram til skatts varðar það brot fésektum er aldrei skulu nema lægri fjárhæð en tvöfaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem á vantar ef áætlun reyndist of lág við endurreikning skatts skv. 2. mgr. 96. gr. laganna …4). Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. hegningarlaga.
Skýri skattskyldur maður rangt eða villandi frá einhverjum þeim atriðum er varða framtal hans má gera honum sekt þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslu.
Verði brot gegn 1. eða 2. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal úr búinu greiða fésekt allt að fjórfaldri skattfjárhæð af þeim skattstofni sem undan var dreginn og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. …4) Sé svo ástatt sem í 3. mgr. segir má gera búinu sekt.
Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skattframtöl annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.
Hafi maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að gegna skyldu sinni samkvæmt ákvæðum 90., 92. eða 94. gr. skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.
   1)L. 129/2004, 27. gr. 2)L. 42/2023, 11. gr. 3)L. 133/2021, 5. gr. 4)L. 29/2021, 9. gr.
Málsmeðferð og …1) rannsókn. Fyrningarreglur.
   1)L. 88/2008, 234. gr.
110. gr.
[Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 109. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skv. 121. gr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar. Skattrannsóknarstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992. Úrskurðir yfirskattanefndar um sektir eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi.
Við ákvörðun sektar skal skattrannsóknarstjóri hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 109. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
1)
Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum.
Skattakröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.
Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð.
Vararefsing fylgir ekki sektarákvörðun skattrannsóknarstjóra. Um innheimtu sekta gilda sömu reglur og um skatta samkvæmt lögum þessum, þar á meðal um lögtaksrétt.
Sök skv. 109. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. Þó fyrnist sök skv. 109. gr. vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum. [Þá fyrnist sök skv. 109. gr. og 264. gr. a almennra hegningarlaga vegna mútubrota á tíu árum.]1)]2)
   1)L. 42/2023, 12. gr. 2)L. 29/2021, 10. gr.

XIII. kafli. Innheimta og ábyrgð.
Innheimtuaðilar.
111. gr.
[Skattar álagðir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð og annast innheimtumenn ríkissjóðs innheimtu þeirra.]1)
   1)L. 150/2019, 22. gr.
Gjalddagar.
112. gr.
[Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum hvers gjaldanda, sbr. þó 4. mgr.],1) skal greiddur á tíu gjalddögum á ári hverju. Eru gjalddagar fyrsti dagur hvers mánaðar nema í janúar og í þeim mánuði sem álagningu lýkur samkvæmt ákvörðun [ráðherra],2) sbr. 1. mgr. 93. gr. [Eindagi er síðasti virki dagur mánaðarins, sbr. þó 5. og 6. mgr.]3) Við skiptingu fyrirframgreiðslu og eftirstöðva álagningar á gjalddaga skv. 2. og 4. mgr. skal þó við það miðað að ekki sé til innheimtu lægri fjárhæð en [5.000 kr.]4) á hverjum gjalddaga.
Þar til álagning liggur fyrir skal gjaldanda, sem um ræðir í 1. mgr., gert að greiða á hverjum gjalddaga ákveðinn hundraðshluta skatta er honum bar að greiða næstliðið ár. Skal þessi hundraðshluti ákveðinn með reglugerð fyrir hvert ár og skal við ákvörðun hans hafa hliðsjón af tekjubreytingum sem orðið hafa svo og almennu efnahagsástandi. Hjá þeim sem inna af hendi staðgreiðslu skal hundraðshlutinn þó reiknast af mismun álagningar opinberra gjalda og staðgreiðslu, sbr. 35. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Hafi aðrar tekjur gjaldanda en launatekjur á liðnu ári verið mun lægri en á næsta ári þar áður eða ástæður hans hafa með öðrum hætti breyst mjög má lækka mánaðarlega fyrirframgreiðslu samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð. Á sama hátt má kveða á um að fyrirframgreiðsla, sem ekki nær tilteknu lágmarki, skuli ekki innheimt. Jafnframt er heimilt að takmarka fyrirframgreiðsluskyldu við þá sem ekki ber að inna af hendi staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Álagða skatta, að frádregnu því sem greiða ber fyrir álagningu skv. 2. mgr. þessarar greinar auk mismunar sem fram kemur á álagningu tekjuskatts og staðgreiðslu launamanns, sbr. 35. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, skal greiða með sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddögum sem eftir eru á árinu þegar álagning fer fram. [Framteljanda er heimilt við framtalsskil áður en álagning fer fram að óska eftir að greiða eftirstöðvar skv. 1. málsl. í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu. Eftir að framtali hefur verið skilað er ekki unnt að óska eftir breytingu á greiðslufyrirkomulagi.]5) [Frá álögðum tekjuskatti lögaðila sem falla undir 5. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skal draga fjárhæð sem ákvörðuð er skv. 11. gr. þeirra laga áður en greiðsluskylda samkvæmt þessari málsgrein er ákvörðuð. Sé engin eða lægri greiðsluskylda fyrir hendi skal greiða frádráttinn út að hluta eða öllu leyti. Reglur um skuldajöfnun skattfrádráttar á móti opinberum gjöldum eða vörslusköttum til ríkissjóðs, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.6)]7)
Vangreiðsla að hluta veldur því að skattar gjaldandans falla í eindaga [mánuði]8) eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en [mánuði]8) eftir að álagningu er lokið.
Séu skattar gjaldanda hækkaðir eftir álagningu fellur viðbótarfjárhæðin í gjalddaga 10 dögum eftir [dagsetningu úrskurðar ríkisskattstjóra]4) um hækkunina. [Eindagi er mánuði eftir gjalddaga.]3) [Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag á eftir.]9)
Þeim erlendu ríkisborgurum eða ríkisfangslausu mönnum, er fengið hafa dvalar- eða landvistarleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, er skylt að gera full skil á [tekjuskatti]1) sínum fyrir brottför af landinu.
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð sams konar fyrirkomulag og ákveðið er í þessari grein á fyrirframinnheimtu annarra þinggjalda.
Tekjuskattur, sem lagður er á reiknað endurgjald þeirra manna sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, skal þó vera gjaldfallinn [1. júní]10) ef skattaðili hefur eigi staðið skil á fjárhæð þeirri sem um ræðir í staðgreiðslu viðkomandi tekjuárs í samræmi við 6. og 20. gr. staðgreiðslulaga.
Hafi innheimtumaður hafið aðför að skattaðila vegna skuldar sem myndast hefur í staðgreiðslu á reiknuðu endurgjaldi skulu þau aðfararúrræði, sem innheimtumaður hefur gripið til, halda lögformlegu gildi sínu við þann hluta kröfunnar sem rekja má til vangreiddrar staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi.
   1)L. 129/2004, 28. gr. 2)L. 126/2011, 377. gr. 3)L. 33/2015, 7. gr. 4)L. 124/2015, 14. gr. 5)L. 133/2021, 6. gr. 6)Rg. 758/2011, sbr. 929/2011. 7)L. 137/2009, 4. gr. 8)L. 142/2013, 13. gr. 9)L. 33/2020, 11. gr. 10)L. 50/2018, 7. gr.
113. gr.1)
   1)L. 150/2019, 22. gr.
Vextir.
114. gr.
Sé skattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Með gjalddaga í þessu sambandi er átt við reglulega gjalddaga skv. 1.–4. og 6.–8. mgr. 112. gr., en gjaldfelling vegna vangreiðslu á hluta skv. 5. mgr. 112. gr. hefur ekki áhrif á dráttarvaxtaútreikning. Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður skv. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
Nú verður ljóst þegar álagningu skatta, annarra en tekjuskatts manna, lýkur eða við endurákvörðun þessara sömu skatta að gjaldandi hefur greitt meira en endanlega álögðum sköttum nemur og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt var ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu ríkissjóðs. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Sama gildir þegar í ljós kemur við endurákvörðun á tekjuskatti manna að um ofgreiðslu hafi verið að ræða að öðru leyti en því að vextir reiknast aldrei fyrr en frá [1. júní]1) á álagningarári. [Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.]1)
2)
   1)L. 50/2018, 8. gr. 2)L. 150/2019, 22. gr.
1)
   1)L. 150/2019, 22. gr.
115. gr.
   1)L. 150/2019, 22. gr.
Ábyrgð á skattgreiðslum.
116. gr.
Hjón, sbr. 62. og 80. gr., bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir og getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. Rétt er því hjóna, er skattgreiðslur annast, að krefjast endurgreiðslu af hinu hjóna á þeim hluta skatts er það hefur greitt umfram það sem að réttum hlutföllum kemur í þess hlut miðað við tekjur og eign hvors hjóna. Reglur þessarar málsgreinar um ábyrgð hjóna skulu gilda með sama hætti um samskattað sambúðarfólk …1)
Þeir, sem hafa á hendi [fjárræði]2) ólögráða manna, bera [óskipta]2) ábyrgð á skattgreiðslum þeirra. [Félagsmenn sem bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félags]2) bera óskipta ábyrgð á skattgreiðslum þess. Erfingjar í dánarbúi, sem skipt er einkaskiptum, bera óskipta ábyrgð á skattgreiðslum hins látna og dánarbúsins. Stjórnarmenn félaga, sjóða og stofnana, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. og 4. tölul. 3. gr., bera óskipta ábyrgð á skattgreiðslum þessara lögaðila.
2)
Óheimilt er að slíta félagi fyrr en allir skattar þess hafa verið að fullu greiddir. Hafi félagi verið slitið án þess að skattar hafi verið greiddir bera skilanefndarmenn ábyrgð á skattgreiðslum. Hafi félagi verið skipt skv. 52. gr. án þess að skattar hafi verið greiddir bera þau félög sem við taka ábyrgð á skattgreiðslum.
Gera má [aðför hjá þeim sem ber ábyrgð á greiðslu skatta til tryggingar þeim skattgreiðslum]2) er hann ber ábyrgð á samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
Með ábyrgð samkvæmt þessari grein er átt við sjálfskuldarábyrgð.
[Ráðherra]3) er heimilt að krefjast þess að aðilar, sem um ræðir í 3. gr., setji tryggingu fyrir væntanlegum sköttum sínum og gjöldum svo og fyrir skattgreiðslum annarra aðila sem þeir eru ábyrgir fyrir.
[Þeir sem bera ábyrgð á skattgreiðslum skv. 1., 2. og 4. mgr. bera einnig ábyrgð á greiðslu dráttarvaxta, kostnaðar og álags sem lagt er á aðalskuldara skv. 108. og 122. gr. og skv. 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.]2)
   1)L. 65/2010, 48. gr. 2)L. 33/2020, 12. gr. 3)L. 126/2011, 377. gr.

XIV. kafli. Ýmis ákvæði.
117. gr.
[Á ríkisskattstjóra, [skattrannsóknarstjóra]1) og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila.]2) Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.
   1)L. 29/2021, 2. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.
118. gr.
[Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri að fenginni staðfestingu [ráðherra]1) gefa út reglur um mat á hlunnindum, sbr. 7. gr., og öðrum tekjum og frádrætti sem meta þarf til verðs samkvæmt lögum þessum.]2)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 128/2009, 21. gr.
119. gr.
[Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á sköttum erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis.1)]2)
Enn fremur er ríkisstjórninni heimilt að gera samninga um gagnkvæm upplýsingaskipti og um innheimtu opinberra gjalda við önnur ríki.3)
[Ráðherra]4) fer með túlkun samninga sem gerðir eru á grundvelli þessarar greinar. Getur hann sett verklagsreglur um túlkun og framkvæmd þeirra sem önnur skattyfirvöld eru bundin af.
5)
Nú er eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun á tekjur …2) skv. 1. mgr. og skattaðili, sem skattskyldur er hér á landi skv. 1. og 2. gr., greiðir til opinberra aðila í öðru ríki skatta af tekjum sínum …2) sem skattskyldar eru hér á landi og er þá [ríkisskattstjóra]6) heimilt, samkvæmt umsókn skattaðila, að lækka tekjuskatt …2) hans hér á landi með hliðsjón af þessum skattgreiðslum hans.1)
   1)Tvísköttunarsamningar: Augl. C 4/2016 (Albanía). Augl. C 5/2017 (Austurríki). Augl. C 8/2008 (Bandaríkin). Augl. C 2/2012 (Barbados). Augl. C 1/2003 (Belgía), sbr. augl. C 4/2017. Augl. C 3/2011 (Bermúdaeyjar). Augl. C 4/2011 (Bresku Jómfrúaeyjar). Augl. C 4/2014 (Bretland). Augl. C 4/2010 (Cayman-eyjar). Augl. C 4/1995 (Eistland). Augl. C 8/1992 (Frakkland). Augl. C 1/2016 (Georgía). Augl. C 1/2008 (Grikkland). Augl. C 4/2002 (Grænland). Augl. C 1/2010 (Guernsey). Augl. C 32/1998 (Holland). Augl. C 1/2007 (Indland). Augl. C 70/2004 (Írland). Augl. C 4/2008 (Ítalía). Augl. C 1/2018 (Japan). Augl. C 2/2010 (Jersey). Augl. C 24/1997 (Kanada). Augl. C 6/1997 (Kína). Augl. C 5/2008 (lýðveldið Kórea). Augl. C 1/2011 (Króatía). Augl. C 5/2014 (Kýpur). Augl. C 5/1995 (Lettland). Augl. C 3/2016 (Liechtenstein). Augl. C 12/1999 (Litháen). Augl. C 19/2001 (Lúxemborg), sbr. augl. C 3/2010. Augl. C 3/2006 (Malta). Augl. C 7/2008 (Mexíkó). Augl. C 6/2008 (Mön). Augl. C 11/1997 (Norðurlandasamningur), sbr. augl. C 36/1997, augl. C 9/2008 og augl. C 5/2019. Augl. C 2/2002 (Portúgal). Augl. C 13/1999 (Pólland), sbr. augl. C 2/2013. Augl. C 2/2008 (Rúmenía). Augl. C 3/2003 (Rússland). Augl. C 2/2003 (Slóvakía). Augl. C 10/2012 (Slóvenía). Augl. C 3/2002 (Spánn). Augl. C 3/2015 (Sviss). Augl. C 34/2000 (Tékkland). Augl. C 2/2006 (Ungverjaland). Augl. C 3/2008 (Úkraína). Augl. C 5/2002 (Víetnam). Augl. C 13/1971 (Þýskaland), sbr. 21/1973. Augl. C 4/2019 (um marghliða samning um breytingar á tvísköttunarsamningum til þess að koma í veg fyrir rýrnun skattstofna og tilfærslu). 2)L. 129/2004, 30. gr. 3)Sjá l. 46/1990 (Norðurlandasamningur um aðstoð í skattamálum). Upplýsingaskiptasamningar: Augl. C 5/2011 (Andorra). Augl. C 5/2012 (Angvilla). Augl. C 14/2012 (Antígva og Barbúda). Augl. C 6/2011 (Arúba). Augl. C 11/2012 (Bahamaeyjar). Augl. C 9/2012 (Barein). Augl. C 12/2012 (Belís). Augl. C 3/2011 (Bermúdaeyjar). Augl. C 1/2015 (Botswana). Augl. C 4/2011 (Bresku Jómfrúaeyjar). Augl. C 2/2015 (Brúnei). Augl. C 4/2010 (Cayman-eyjar). Augl. C 8/2012 (Cooks-eyjar). Augl. C 16/2012 (Dóminíka). Augl. C 4/2012 (Gíbraltar). Augl. C 15/2012 (Grenada). Augl. C 1/2010 (Guernsey). Augl. C 7/2011 (Hollensku Antillur). Augl. C 2/2016 (Hong Kong). Augl. C 30/2021 (Jamaíka). Augl. C 2/2010 (Jersey). Augl. C 3/2012 (Liechtenstein). Augl. C 19/2012 (Líbería). Augl. C 1/2012 (Makaó). Augl. C 3/2014 (Marshall-eyjar). Augl. C 5/2013 (Máritíus). Augl. C 20/2012 (Montserrat). Augl. C 2/2011 (Mónakó). Augl. C 6/2008 (Mön). Augl. C 2/2014 (Niue). Augl. C 3/2013 (Panama). Augl. C 19/2021 (Sameinuðu arabísku furstadæmin). Augl. C 7/2012 (Samóa). Augl. C 13/2012 (San Marínó). Augl. C 18/2012 (Sankti Lúsía). Augl. C 4/2013 (Seychelles-eyjar). Augl. C 6/2012 (Turks- og Caicos-eyjar). Augl. C 17/2012 (Úrúgvæ). 4)L. 126/2011, 377. gr. 5)L. 128/2009, 22. gr. 6)L. 136/2009, 34. gr.
120. gr.
[Ráðherra]1) er heimilt að breyta tímaákvörðunum og frestum skv. 99. gr. ef nauðsyn krefur.
   1)L. 126/2011, 377. gr.
121. gr.
[Ráðherra]1) setur með reglugerð2) nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, svo sem um nánari ákvörðun tekna og eigna, störf [ríkisskattstjóra, [skattrannsóknarstjóra]3)]4) og yfirskattanefndar og um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna.
[Ríkissaksóknari setur nánari fyrirmæli um hvaða málum skuli vísað til rannsóknar lögreglu. Ákvörðun um hvort vísa beri máli til rannsóknar lögreglu í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara er ekki kæranleg. Ríkissaksóknari getur gefið skattrannsóknarstjóra fyrirmæli um að vísa einstökum málum til lögreglu sem honum er skylt að hlíta.]5)
Ráðherra getur kveðið á í reglugerð um sérstakt bókhald framtalsskyldra aðila, þar á meðal birgðabókhald. Einnig getur hann kveðið á um form reikningsskila og geymslu bókhalds og annarra gagna er varða skattframtöl.
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)Rg. 245/1963, sbr. 79/1966, 307/1968, 74/1969, 167/1970, 383/1974, 9/1976, 434/1978 og 213/2001 (um tekjuskatt og eignarskatt). Rg. 37/1989, sbr. 37/1993, 109/1996, 757/1997 og 588/2008. Rg. 213/2001, sbr. 49/2008. Rg. 223/2003. Rg. 555/2004, sbr. 7/2005, 346/2006, 249/2008, 1152/2008, 55/2016, 565/2018 og 1423/2022. Rg. 443/2012. Rg. 861/2012. Rg. 618/2013. Rg. 962/2015. Rg. 306/2019. Rg. 875/2019. Rg. 1245/2019. Rg. 1290/2021. Rg. 215/2022. Rg. 808/2022. 3)L. 29/2021, 2. gr. 4)L. 136/2009, 35. gr. 5)L. 29/2021, 11. gr.
122. gr.
Við mismun, sem í ljós kemur á álögðum tekjuskatti manna og staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 34. gr. þeirra laga, eða lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og við mismun sem í ljós kemur við álagningu fjármagnstekjuskatts lögaðila, sbr. 4. mgr. 71. gr., og stafar af of lágri staðgreiðslu, skal bæta 2,5% álagi. Við mismun, sem rætur á að rekja til of hárrar staðgreiðslu, skal með sama hætti bæta 2,5% álagi.
Um innheimtu, dráttarvexti, innheimtuúrræði og lögvernd álags, sem greiða ber skv. 1. mgr., skulu gilda ákvæði XIII. kafla laga þessara eins og um tekjuskatt sé að ræða.
123. gr.1)
   1)L. 136/2009, 36. gr.
124. gr.
Ákvæði laga þessara um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf, sbr. lög um samvinnufélög, og stofnfjárbréf í sparisjóðum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eftir því sem við á.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal óráðstöfuðum persónuafslætti annars hjóna, sem skattlagt er samkvæmt ákvæðum 62. gr., bætt við persónuafslátt hins með eftirfarandi hætti:
   1. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2001 vegna tekna á árinu 2000 skal bæta 85% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.
   2. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2002 vegna tekna á árinu 2001 skal bæta 90% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.
   3. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2003 vegna tekna á árinu 2002 skal bæta 95% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.
II.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal:
   1. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda á launatímabilinu frá og með 1. apríl til 31. desember árið 2000 vera 9/12 hlutar af 294.120 kr.; við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2001 vegna tekna og eigna árið 2000 skal persónuafsláttur vera 292.326 kr.;
   2. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2001 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2002 vegna tekna og eigna árið 2001 vera 302.940 kr.;
   3. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2002 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2003 vegna tekna og eigna árið 2002 vera 312.024 kr.
III.
Til þess að sértækt endurmat stofnsjóðs A-deildar samvinnufélags samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um samvinnufélög njóti skattalegs hagræðis skv. 2. málsl. 1. mgr. 11. gr., 4. málsl. 2. mgr. 18. gr. og 3. mgr. 51. gr. laganna skal endurmatið lagt fyrir skattstjóra til staðfestingar ásamt upplýsingum um skiptihlutfallið milli félagsaðila fyrir árslok 2004.
IV.
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2002 skal árið 2003 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 3.980.000 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 7.960.000 kr. skal reikna sérstakan 7% tekjuskatt.
Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 3.980.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 3.980.000 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2003 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst 2002 til desember 2002. Fyrirframgreiðslan skal vera 7% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2002 vegna tekna á árinu 2001 umfram 3.980.000 kr. hjá einstaklingi og umfram 7.960.000 kr. hjá hjónum.
Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst 2002 til og með desember 2002. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.
Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.
V.
Við framtalsgerð á árinu 2003 skal leysa upp endurmatsreikning sem myndaður var skv. 37. gr. laga nr. 75/1981 fyrir breytingu með lögum nr. 133/2001 og færa með öðru eigin fé.
VI.
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2003 skal árið 2004 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.089.450 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.178.900 kr. skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.089.450 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.089.450 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2004 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 2003. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2003 vegna tekna á árinu 2002 umfram 4.089.450 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.178.900 kr. hjá hjónum.
Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember 2003. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.
Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.
VII.
Þrátt fyrir ákvæði 8. tölul. 31. gr. laganna er einungis heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í rekstri á árinu 1994 og síðar og yfirfæranleg eru samkvæmt lögum frá skattskyldum tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns vegna rekstrarársins 2003.
VIII.
Ákvæði þetta tekur til manna sem eiga hlutabréf í hlutafélagi um sameiginlega fjárfestingu sem fullnægir skilyrðum 5. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna og fá við slit þess á árunum 2003–2007 í stað hlutabréfs í hlutafélaginu afhent hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði, sem hefur verið stofnaður samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, og tekur við verðbréfaeign félagsins, eftir því sem nánar er kveðið á um í ákvæði þessu.
Við slit skv. l. mgr. telst afhending hlutdeildarskírteinanna ekki til skattskylds arðs skv. 4. mgr. 9. gr. laganna. Stofnverð hlutdeildarskírteinis sem afhent er skv. 1. mgr. skal vera jafnt upphaflegu kaupverði bréfanna, að teknu tilliti til 4. mgr. 17. gr. laganna, sbr. þó 3. mgr. ákvæðis þessa.
Tekjur við sölu eða innlausn hlutdeildarskírteinis sem afhent var skv. 1. mgr. í stað hlutabréfs sem keypt var á árunum 1990–1996 skulu ekki skattlagðar nema að því marki sem þær eru umfram fjárhæð er getur í 6. mgr. 17. gr. laganna, enda hafi hlutdeildarskírteini vegna þessara hlutabréfa verið sérgreind. Um ákvörðun stofnverðs að öðru leyti fer eftir 2. mgr.
Afhending hlutabréfa skv. 1. mgr. telst ekki hafa í för með sér rof á eignarhaldi, sbr. 4. mgr. l. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna. Verði hlutdeildarskírteinið selt eða það innleyst áður en eignarhaldstími þess eða þeirra bréfa sem það kom í staðinn fyrir er liðinn gilda ákvæði um kaup í nýjum bréfum eða eftir atvikum tekjufærslu nýtts frádráttar, sbr. 3.–5. málsl. 4. mgr. 1. tölul. B-liðar l. mgr. 30. gr. laganna.
[IX.
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.191.686 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.383.372 kr. skal reikna sérstakan tekjuskatt. Sérstakur tekjuskattur vegna tekna ársins 2004 skal vera 4% en vegna tekna ársins 2005 skal sérstakur tekjuskattur vera 2%.
Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.191.686 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.191.686 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts árin 2005 og 2006 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember árin 2004 og 2005. Fyrirframgreiðslan árið 2004 skal vera 4% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2004 vegna tekna á árinu 2003 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum. Fyrirframgreiðslan árið 2005 skal vera 2% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2005 vegna tekna á árinu 2004 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum.
Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember hvert ár. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal þá bæta 2,5% álagi við mismuninn.
Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.]1)
   1)L. 143/2003, 12. gr.
[X.
Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu vera 90% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.]1)
   1)L. 143/2003, 12. gr.
[XI.
Fjárhæðir í ákvæðum A- og B-liðar 68. gr., 77. gr., 82. gr. og 83. gr. laganna, sem breytt var með lögum nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003 og við ákvörðun bóta á árinu 2004. Enn fremur kemur ákvæði c-liðar 5. gr. laga nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003.]1)
   1)L. 77/2004, 3. gr.
[XII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
   1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur reiknast 25,75% af tekjuskattsstofni.
   2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur reiknast 24,75% af tekjuskattsstofni.
   3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur reiknast 23,75% af tekjuskattsstofni.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og við álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
   1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 93.325 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
   2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 96.125 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
   3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 98.528 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.]1)
   1)L. 129/2004, 32. gr.
[XIII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., vera með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:
   1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal persónuafsláttur manna vera 329.948 kr.
   2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal persónuafsláttur manna vera 339.846 kr.
   3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal persónuafsláttur manna vera 348.343 kr.]1)
   1)L. 129/2004, 32. gr.
[XIV.
   1. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarfjárhæð, sem þar er tilgreind, vera 37.397 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 46.747 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.
   2. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera: 126.952, 151.114, 211.447, 216.902, 1.487.463 og 743.732 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 1.859.329 og 929.665 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.]1)
   1)L. 129/2004, 32. gr.
[XV.
Vaxtabætur við álagningu á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004 skulu vera 95% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.]1)
   1)L. 129/2004, 32. gr.
[XVI.
Ákvæði 82. og 83. gr. laganna falla brott 31. desember 2005.]1)
   1)L. 129/2004, 32. gr.
[XVII.
Vegna félaga sem hafa annað reikningsár en almanaksárið skal álagningu hagað samkvæmt eftirfarandi reglum vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005. Álagningu skal haga samkvæmt þeim eignarskattsstofni sem ákvarðast í lok reikningsárs á grundvelli ákvæða laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og þau lög voru 30. desember 2005. Hafi félag fengið samþykki skattstjóra fyrir öðru reikningsári en almanaksári og við þá breytingu haft skert reikningsár fyrir tímabilið frá lokum fyrra tímabils til upphafs næsta reikningsárs og jafnframt greitt eignarskatt við lok hins skerta reikningstímabils skal félagið undanþegið álagningu eignarskatts vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005.]1)
   1)L. 116/2005, 3. gr.
[XVIII.
Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2005 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2006 vegna rekstrarársins 2005 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt til skattlagningar á rekstrarárin 2006, 2007 og 2008.
Frestun tekjufærslu skv. 1. mgr. kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2005 en rekstrarárið 2004.
Félag sem tekur þátt í samsköttun skv. 55. gr. getur því aðeins frestað tekjufærslu skv. 1. mgr. að samnýtanlegt rekstrartap samsköttunarfélaganna hafi verið jafnað.
Heimild til frestunar tekjufærslu skv. 1. mgr. tekur ekki til fjármálafyrirtækja sem stunda starfsemi sem fellur undir 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.]1)
   1)L. 48/2006, 1. gr.
[XIX.
Þar sem í 31., 66., 71. og 83. gr. er kveðið á um alþjóðleg viðskiptafélög skulu þau ákvæði ekki eiga við að því marki sem mismunur á skattgreiðslum alþjóðlegs viðskiptafélags, annars vegar eftir þeim sérákvæðum sem um slík félög gilda samkvæmt lögum nr. 29/1999, um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga, og hins vegar samkvæmt almennum skattalögum, fer yfir fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum á hverju þriggja ára tímabili að teknu tilliti til hvers konar annarrar ríkisaðstoðar. Fari mismunur á heildarskattgreiðslum yfir þau mörk gilda ákvæði almennra skattalaga um skattskyldu viðkomandi félags, frá því að farið er yfir mörkin.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar starfsemi alþjóðlegs viðskiptafélags er alfarið utan gildissviðs EES-samningsins eins og það er skilgreint í bókun 3 við EES-samninginn.
Skattstjóri skal hafa umsjón með því að ákvæði þessu sé framfylgt. [Ráðherra]1) er heimilt að setja reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.]2)
   1)L. 126/2011, 377. gr. 2)L. 79/2006, 1. gr.
[XX.
Endurákvarða skal vaxtabætur samkvæmt skattframtali ársins 2006 vegna vaxtagjalda á árinu 2005 í samræmi við B-lið 68. gr. Endurákvörðun vaxtabóta skal lokið eigi síðar en 31. desember 2006 og tilkynnt með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Senda skal hverjum skattaðila sem öðlast við endurákvörðun vaxtabóta rétt til vaxtabóta, sbr. B-lið 68. gr., tilkynningu um endurákvörðunina.
Endurákvörðun vaxtabóta samkvæmt grein þessari er kæranleg til skattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu auglýsingar um að endurákvörðun vaxtabóta sé lokið.]1)
   1)L. 135/2006, 2. gr.
[XXI.
Þrátt fyrir að lög nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög, falli úr gildi 1. janúar 2008 skal fara fram álagning tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna alþjóðlegra viðskiptafélaga á árinu 2007.]1)
   1)L. 166/2007, 12. gr.
[XXII.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skulu breytingar á persónuafslætti manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., ákvarðaðar með eftirfarandi hætti:
   1. Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2009 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A- liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.
   2.1)
   3.1)]2)
   1)L. 128/2009, 23. gr. 2)L. 61/2008, 9. gr.
[XXIII.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar sem skerðingarmörk barnabóta vera 2.880.000 kr. og 1.440.000 kr. við ákvörðun barnabóta á árinu 2008 vegna tekna á árinu 2007.]1)
   1)L. 61/2008, 9. gr.
[XXIV.
Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2007 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2008 vegna rekstrarársins 2007 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2007, 2008 og 2009 til skattlagningar á álagningarárunum 2008, 2009 og 2010. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2007 en rekstrarárið 2006.
Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2008 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2009 vegna rekstrarársins 2008 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2008, 2009 og 2010 til skattlagningar á álagningarárunum 2009, 2010 og 2011. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2008 en rekstrarárið 2007.
Félag sem tekur þátt í samsköttun skv. 55. gr. getur því aðeins frestað tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. að samnýtanlegt rekstrartap samsköttunarfélaganna hafi verið jafnað.
Heimild til frestunar tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. tekur ekki til fjármálafyrirtækja sem stunda starfsemi sem fellur undir 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.]1)
   1)L. 61/2008, 9. gr.
[XXV.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr. A-liðar 68. gr., sbr. reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns]1) á árinu 2009.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 173/2008, 12. gr.
[XXVI.
Þrátt fyrir 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr. laganna er heimilt að draga allt að 6% frá af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.]1)
   1)L. 13/2009, 5. gr.
[XXVII.
   1. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.
   2. Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera 246.944, 317.589, 408.374 og 900 við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.]1)
   1)L. 45/2009, 1. gr.
[XXVIII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 164/2008, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, þá kemur ákvæði 1. gr. laganna til framkvæmdar við álagningu tekjuskatts á árinu 2010.]1)
   1)L. 46/2009, 5. gr.
[XXIX.
Við álagningu gjalda árið 2010 skal leggja sérstakan 8% tekjuskatt á tekjuskattsstofn einstaklings umfram 4.200.000 kr. á tímabilinu frá og með 1. júlí til 31. desember 2009.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar sem falla til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2009 vera 15% af því sem þær tekjur eru umfram 250.000 kr. Þó skal tekjuskattur reiknast af 70% leigutekna. Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. 62. gr. taka tillit til frítekjumarks beggja hjóna, þ.e. tekna yfir 250.000 kr. hjá hvoru hjóna, við ákvörðun fjármagnstekjuskattsstofns.
Tekjuskattur lögaðila, skv. 3. og 4. mgr. 71. gr., skal frá sama tímamarki vera 15% af arðstekjum og öðrum fjármagnstekjum eftir því sem við á.]1)
   1)L. 70/2009, brbákv. I.
[XXX.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 67. gr. skal fjárhæð sjómannaafsláttar á hvern dag vera með eftirfarandi hætti:
   a. 740 kr. við álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011.
   b. 493 kr. við álagningu 2013 vegna tekjuársins 2012.
   c. 246 kr. við álagningu 2014 vegna tekjuársins 2013.
Ákvæði B-liðar 67. gr. fellur brott frá og með 1. janúar 2014.]1)
   1)L. 128/2009, 24. gr.
[XXXI.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr. A-liðar 68. gr., sbr. reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns]1) á árinu 2010.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 128/2009, 24. gr.
[XXXII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2010 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2009.
Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar vera 246.944 kr., 317.589 kr., 408.374 kr. og 900 kr. við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2010 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2009.]1)
   1)L. 128/2009, 24. gr.
[XXXIII.
Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2009, 2010 og 2011 skal við álagningu 2010, 2011, 2012 og 2013 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 3. gr.:
   a. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem lögð eru á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
   b. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem skráð eru í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í stað nafnverðs. Þá skulu lögaðilar telja fram eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
   Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem skráð eru í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins skv. 1. mgr. þessa stafliðar. Þann hluta virðis eignarhluta í félagi sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð skal telja fram í skattframtali 2011, 2012 og 2013.
   c. Auðlegðarskattsstofn er þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
   d. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
   e. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
   f. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
   g. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.
   h. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 90.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 120.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,25%. Auðlegðarskattsstofn vegna áranna 2009, 2010 og 2011 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1. málsl. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013.
   i. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1)
   1)L. 128/2009, 24. gr.
[XXXIV.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 41. gr. laga nr. 128/2009, um tekjuöflun ríkisins, koma ákvæði 17. og 37. gr. þeirra laga til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2011 hjá þeim lögaðilum sem hafa almanaksárið sem reikningsár og hjá þeim sem hafa upphaf reikningsárs 1. febrúar 2010 eða síðar á því ári.]1)
   1)L. 16/2010, 3. gr.
[XXXV.
Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskattsstofni skv. 1. tölul. og a-lið 3. tölul. 61. gr. 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu án virðisaukaskatts sem unnin er á árunum 2010 og 2011, að hámarki 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum, vegna viðhalds og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Heimild þessi tekur einnig til viðhalds og endurbóta á útleigðu íbúðarhúsnæði utan atvinnurekstrar að teknu tilliti til þeirrar frádráttarheimildar sem gildir samtals um þá vinnu sem greitt er fyrir innan ársins vegna framangreindra framkvæmda. Frádráttur hjóna og samskattaðra einstaklinga skal koma til lækkunar hjá þeim sem hærri hefur tekjuskattsstofninn.
Frádráttur skv. 1. mgr. er háður því skilyrði að staðin hafi verið skil á fullgildum reikningum vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts af sama tilefni …,1) sbr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum. Þá skal skila launamiðum eða öðrum gögnum á þann hátt sem ríkisskattstjóri ákveður. Sækja þarf um frádráttinn samhliða umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þar til gerðu eyðublaði ríkisskattstjóra innan hvers árs fyrir sig og í síðasta lagi fyrir 1. febrúar árið 2011 vegna tekjuársins 2010 og 1. febrúar árið 2012 vegna tekjuársins 2011. Frádrátturinn ákvarðast og afmarkast við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010 og álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011, sbr. 98. gr., sbr. og 99. gr. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skilyrði og framkvæmd frádráttar samkvæmt þessu ákvæði, m.a. um sundurliðun frádráttar vegna vinnu sem greidd er af húsfélögum vegna sameiginlegs viðhalds eigenda á íbúðarhúsnæði í fjöleignarhúsum og um frádrátt eigenda íbúðarhúsnæðis sem leigt er út utan atvinnurekstrar.]2)
   1)L. 165/2010, 17. gr. 2)L. 92/2010, 1. gr.
[XXXVI.
Í stað þess að telja að fullu til tekna eftirgjöf skulda umfram rekstrartöp er lögaðilum og þeim mönnum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi heimilt að tekjufæra einungis 50% af fengnum eftirstöðvum eftirgjafar skulda vegna rekstrar- og greiðsluerfiðleika á tekjuárunum 2009, 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014]1)]2)]3) allt að samtals 50 millj. kr., og 75% af eftirgjöf umfram samtals 50 millj. kr. á framangreindu tímabili. Skilyrði er að til skuldanna hafi verið stofnað í beinum tengslum við atvinnureksturinn.
Lögaðilum og þeim mönnum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er heimilt að fyrna eignir, sem eru fyrnanlegar skv. 33. gr., um fjárhæð sem nemur eftirstöðvum eftirgjafarinnar, sbr. 1. mgr., að teknu tilliti til ákvæða 42. gr., á því ári sem eftirgjöf er færð til tekna í skattframtali.
Eigi lögaðilar eða menn sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ekki eignir sem eru fyrnanlegar skal heimilt að færa eftirgjöf skulda til tekna með jöfnum fjárhæðum í skattframtölum næstu þriggja ára frá og með því tekjuári sem skuld var gefin eftir.
Skilyrði fyrir takmörkun á tekjufærslu skv. 1. mgr., fyrningu skv. 2. mgr. eða frestun á tekjufærslu skv. 3. mgr. er að rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap hafi verið jafnað.
Ákvæðið gildir ekki um eftirgjöf skulda milli móður- og dótturfélaga að því undanskildu þegar fjármálafyrirtæki yfirtaka félög til að tryggja fullnustu kröfu, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
[Þegar kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi í stað eftirgjafar skal það talið fullnaðargreiðsla hennar. Aðilar geta samið um niðurfellingu á hluta kröfunnar áður en slík greiðsla með hlutafé er innt af hendi. Sé skipt á kröfu og hlutafé skal fara fram mat á verðmæti hlutafjárins og skal matsverðið miðast við þann dag þegar skiptin eiga sér stað. Skuldara ber að tekjufæra mismun á verðmæti hlutafjárins og bókfærðu verði skuldarinnar. Kröfuhafa ber eftir atvikum að tekjufæra eða gjaldfæra mismun á bókfærðu verði kröfunnar og matsverði hlutafjárins. Mat á verðmæti hlutafjár skal unnið af óháðum matsaðila þegar skipti á kröfu og hlutafé fara fram á milli eignatengdra aðila.]4)
Við eftirgjöf skulda skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að unnt verði að sinna upplýsingaskyldu skv. 92. gr. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Sé skilmálum í samningi um lán sem tengjast rekstri lögaðila og sjálfstætt starfandi manna breytt með þeim hætti að endurgreiðsla miðist við íslenskar krónur í stað erlends gjaldmiðils telst það vera skilmálabreyting láns en ekki eftirgjöf skuldar í skilningi laganna, þótt uppreiknaður höfuðstóll sé leiðréttur til lækkunar, enda sé breytingin gerð á málefnalegum forsendum og lánskjörum breytt í kjör sem eru almennt í boði við sambærilegar aðstæður. Sama á við ef breyting er gerð á viðmiðunarvísitölu verðtryggðra lána, eða hluti af uppreikningi höfuðstóls verðtryggðra lána er felldur niður. Séu gerðar breytingar á uppreiknuðum eftirstöðvum lána, sbr. 1. og 2. málsl., ber rekstraraðila að leiðrétta áður gjaldfærðan fjármagnskostnað til samræmis.]5)
   1)L. 139/2013, 3. gr. 2)L. 146/2012, 8. gr. 3)L. 164/2011, 8. gr. 4)L. 165/2010, 18. gr. 5)L. 104/2010, 1. gr.
[XXXVII.
Í stað fullrar tekjufærslu á eftirgjöf veðskulda utan atvinnurekstrar og skulda vegna bílasamninga utan atvinnurekstrar er heimilt að telja ekki til tekna allt að samtals 15 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 30 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum vegna greiðsluerfiðleika á tekjuárunum 2009, 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014].1)]2)]3) Fari eftirgjöf fram úr tilgreindum fjárhæðum, sbr. 1. málsl., má falla frá tekjufærslu sem nemur 50% af eftirgjöfinni að hámarki samtals 30 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 60 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum, og 25% af eftirgjöf umfram samtals 30 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 60 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum á framangreindu tímabili. Ákvæði 1. og 2. málsl. eiga ekki við um eftirgjöf á upprunalegum höfuðstól að teknu tilliti til afborgana. Skilyrði er að um sé að ræða skuld sem ekki tengist atvinnurekstri. [Ráðherra]4) er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd tekjufærslunnar á grundvelli þessa ákvæðis.
Heimilt skal að fresta tekjufærslu á eftirgjöf skulda manna, sbr. 1. mgr., í tvö ár frá og með því tekjuári sem skuld er gefin eftir. Heimilt skal að færa eftirgjöf skulda til tekna með jöfnum fjárhæðum í skattframtölum næstu fimm ára frá og með því tekjuári þegar skuld var sannanlega gefin eftir eða frá og með því ári þegar tveggja ára frestunartímabili lauk.
Ákvæðið á ekki við gildi 3. tölul. 28. gr. um eftirgjöf skulda.
Við eftirgjöf skulda skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að unnt verði að sinna upplýsingaskyldu skv. 92. gr. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Þeir sem ekki hafa þegar fengið úrlausn sinna mála skv. 3. tölul. 28. gr. eða óskað eftir því geta sótt um til ríkisskattstjóra sem skal á grundvelli umsóknar lækka eða fella niður tekjuskattsstofn manns sem myndast hefur vegna eftirgjafar skulda, sbr. 1. mgr., að loknu tveggja ára frestunartímabili skv. 2. mgr. þegar fyrir liggur samkvæmt hlutlægu mati á fjárhagsstöðu skuldara, og eftir atvikum maka hans, að eignaaukning hafi orðið lítil eða engin vegna skuldaniðurfærslna, eða eignir séu litlar sem engar eða aflahæfi sé verulega skert. [Ráðherra]4) skal setja reglugerð um hvernig meta skuli fjárhagsstöðu manns og um nánari skilyrði fyrir lækkun tekjuskattsstofns á grundvelli þessa ákvæðis.
Sé skilmálum í lánasamningi milli lánastofnunar og manns breytt með þeim hætti að endurgreiðsla miðist við íslenskar krónur í stað erlends gjaldmiðils telst það vera skilmálabreyting láns en ekki eftirgjöf skuldar í skilningi laganna, þótt uppreiknaður höfuðstóll sé leiðréttur til lækkunar, enda sé breytingin gerð á málefnalegum forsendum og lánskjörum breytt í kjör sem eru almennt í boði við sambærilegar aðstæður. Sama á við ef breyting er gerð á viðmiðunarvísitölu verðtryggðra lána, eða hluti af uppreikningi höfuðstóls verðtryggðra lána er felldur niður. Leiðréttingar á skuldum sem gerðar eru í tengslum við sértæka skuldaaðlögun og sjálfvirka greiðslujöfnun, sbr. lög nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, teljast til skilmálabreytinga en ekki eftirgjafar skulda, enda sé framkvæmdin í samræmi við verklagsreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra laga. Sama á við um leiðréttingu samkvæmt tímabundinni greiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.]5)
   1)L. 139/2013, 4. gr. 2)L. 146/2012, 9. gr. 3)L. 164/2011, 9. gr. 4)L. 126/2011, 377. gr. 5)L. 104/2010, 1. gr.
[XXXVIII.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr. A-liðar 68. gr. um greiðslu barnabóta verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns]1) á [árunum 2011, 2012, 2013 og 2014].2)]3)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 139/2013, 5. gr. 3)L. 164/2010, 6. gr.
[XXXIX.
Þrátt fyrir h-lið ákvæðis til bráðabirgða XXXIII skal á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok [ársins 2010 við álagningu 2011]1) reikna auðlegðarskatt manna þannig: Af fyrstu 75.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 100.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,50%. Auðlegðarskattsstofn vegna [ársins 2010 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2012]1) með tilliti til viðbótareigna skv. b-lið ákvæðis til bráðabirgða XXXIII. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1. málsl. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda 2012 …1)]2)
   1)L. 164/2011, 11. gr. 2)L. 164/2010, 6. gr.
[XL.
Við endurreikning á gengistryggðum húsnæðis- og bílalánum einstaklinga utan atvinnurekstrar í lán í íslenskum krónum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010 þar sem gengistryggðir bílasamningar voru dæmdir ólögmætir, skulu inneignarvextir skuldara sem ákvarðaðir eru af þessum sökum á árunum 2010 og 2011 ekki teljast til fjármagnstekna. Endurútreikningur afborgana og vaxta af þessum sökum skal ekki hafa áhrif á áður ákvarðaðar vaxtabætur eða barnabætur hvort sem er til hækkunar eða lækkunar, nema skattaðili fari fram á endurákvörðun þeirra og skal ríkisskattstjóri þá taka til greina beiðni skattaðila um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða skattálagningu, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum sem ekki var unnt að koma að innan tímamarka 99. gr. Þá skulu skilyrði 96. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tímamörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Heimilt er skattaðila að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.
Endurútreikningur afborgana og vaxta, sbr. 1. mgr., hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur endurútreikningurinn ekki áhrif á greiðslu húsaleigubóta skv. 9. gr. laga um húsaleigubætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr., atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006, og námslán Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sbr. 1. gr. laga nr. 21/1992.]1)
   1)L. 164/2010, 6. gr.
[XLI.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022, [2023 og 2024]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)]12) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022 og 2023]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)].12)
Þrátt fyrir ákvæði 3. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skulu hámarksfjárhæðir vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta, sem þar eru tilgreindar, vera [840.000 kr.],6) [1.050.000 kr.]6) og [1.260.000 kr.]6) við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022, [2023 og 2024]1)]2)]3)]4)]5]6)]7)]8)]9)]10)]11)]12) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022 og 2023]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)].12)
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall, sem þar er tilgreint, vera [8,5%]9) við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022, [2023 og 2024]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)]12) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022 og 2023]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)].12)
Þrátt fyrir ákvæði 7. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. skulu skerðingarfjárhæðir eigna að frádregnum skuldum, sem þar eru tilgreindar, vera [7.500.000 kr.]2) og [12.000.000 kr.]2) við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022, [2023 og 2024]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)]12) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022 og 2023]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)].12)
Þrátt fyrir ákvæði [12. og 14. málsl.]1) 4. mgr. B-liðar 68. gr. skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera [420.000 kr.],6) [525.000 kr.],6) [630.000 kr.]6) og 5.000 kr. við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022, [2023 og 2024]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)]12) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018, [2019, [2020, [2021, [2022 og 2023]1)]2)]3)]4)]5)]6)]7)]8)]9)]10)]11)].12)]13)
   1)L. 100/2023, 26. gr. 2)L. 129/2022, 29. gr. 3)L. 131/2021, 32. gr. 4)L. 133/2020, 31. gr. 5)L. 135/2019, 26. gr. 6)L. 137/2018, 2. gr. 7)L. 96/2017, 8. gr. 8)L. 126/2016, 2. gr. 9)L. 125/2015, 4. gr. 10)L. 125/2014, 3. gr. 11)L. 139/2013, 6. gr. 12)L. 146/2012, 11. gr. 13)L. 164/2010, 6. gr.
[XLII.
Við álagningu opinberra gjalda á árunum 2011 og 2012 skal ákvarða mönnum sérstaka vaxtaniðurgreiðslu með eftirfarandi hætti:
   1. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla skal vera 0,6% af skuldum vegna lána sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum, eins og þær eru í árslok 2010 og 2011. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning.
   2. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla getur aldrei verið hærri en 200.000 kr. á ári fyrir hvern mann og 300.000 kr. á ári fyrir einstætt foreldri og hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs. Hámark sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu.
   3. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla skerðist hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr., fram úr 10.000.000 kr. hjá einstaklingi og 15.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og hjónum eða sambýlisfólki uns hún fellur niður við tvöfalda þá fjárhæð.
   4. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla að viðbættum vaxtabótum skv. B-lið 68. gr. má ekki vera hærri en vaxtagjöld ársins vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.
   5. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslu skal greiða með jöfnum hætti og í tvennu lagi hvort gjaldárið fyrir sig 2011 og 2012. Skal fyrri greiðsla ársins fara fram 1. maí og hin síðari 1. ágúst að lokinni álagningu opinberra gjalda.
   6. Um rétt til sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr. um vaxtabætur eftir því sem við á.
   7. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna.]1)
   1)L. 164/2010, 6. gr.
[XLIII.
Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. laga nr. 128/2009, sem breytti 60. gr. laganna, er þeim aðilum sem atvinnurekstur stunda eða sjálfstæða starfsemi og selja þjónustu og fengið höfðu heimild ríkisskattstjóra til að miða tekjuuppgjör rekstrarins við innborganir vegna seldrar þjónustu, í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu, í þeim tilvikum sem vinnuþáttur hinnar seldu þjónustu var almennt yfir 70%, heimilt að færa til tekna með jöfnum hætti á þremur árum uppsafnaða fjárhæð sem áður hafði verið frestað að færa til tekna, þ.e. á tekjuárunum 2010, 2011 og 2012.]1)
   1)L. 165/2010, 19. gr.
[XLIV.
Þrátt fyrir 1.–4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum skal þeim rekstraraðilum sem fá eftirgefnar skuldir vegna greiðsluerfiðleika á árunum 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014]1)]2)]3) vera heimilt í skattskilum sínum að færa á milli tekjuáranna 2010 til og með 2014 þann hluta eftirgjafarinnar sem er umfram yfirfæranlegt rekstrartap og rekstrartap ársins, fyrningar og niðurfærslu. Skilyrði fyrir yfirfærslu skv. 1. málsl. er að skattaðili hafi fyrnt að fullu að teknu tilliti til 42. gr. allar fyrnanlegar eignir sínar og nýtt mögulegar hámarksniðurfærslur á viðskiptakröfum og vörubirgðum. Þá er skilyrði að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2010 til og með 2014. Ríkisskattstjóri getur heimilað skattaðila að taka þátt í samsköttun og sameiningu við aðra skattaðila eða skiptingu upp í fleiri félög að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis.
Standi eftir í árslok 2014 eftirgjöf skulda sem hærri er en 500 millj. kr. er skattaðila heimilt að færa það sem umfram er til tekna með jöfnum fjárhæðum á tekjuárunum 2015 til og með 2019. Sé eftirgjöf lægri en 500 millj. kr. í lok árs 2014 færist hún ekki til tekna.
Eftirgefnar skuldir sem á einhvern hátt tengjast refsiverðri háttsemi skattaðila skal tekjufæra án nokkurs frádráttar.
Að öðru leyti gildir 5.–8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI.]4)
   1)L. 33/2015, 8. gr. 2)L. 146/2012, 12. gr. 3)L. 164/2011, 12. gr. 4)L. 165/2010, 19. gr.
[XLV.
Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað.]1)
   1)L. 165/2010, 19. gr.
[XLVI.1)]2)
   1)L. 164/2011, 13. gr. 2)L. 73/2011, 7. gr.
[XLVII.
Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIX skal haga álagningu auðlegðarskatts við álagningu opinberra gjalda á árunum 2012, 2013 og 2014 með eftirfarandi hætti: Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2011, 2012 og 2013 skal við álagningu 2012, 2013 og 2014 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr.:
   a. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
   b. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi lögaðila í stað nafnverðs, svo sem eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
   Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í lögaðila sem ekki er skráður í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárin 2011 og 2012. Þann hluta virðis eignarhluta í lögaðila sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð í árslok 2011 og 2012 skal telja fram í skattframtali 2013 og 2014 vegna þessarar viðbótareignar.
   c. Auðlegðarskattsstofn eru þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
   d. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
   e. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
   f. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
   g. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.
   h. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig:
   1. Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.
   2. Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 1,5%.
   3. Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%.
   Auðlegðarskattsstofn vegna stöðu eigna í árslok 2011 og 2012 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2013 og 2014 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1.–3. tölul. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda framangreindra ára. Álagning vegna endurreiknings á eignir lögaðila í árslok 2010 skal fara fram við álagningu 2012 í samræmi við ákvæði til bráðabirgða XXXIX.
   i. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1)
   1)L. 164/2011, 14. gr.
[XLVIII.
Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. ekki taka breytingum í upphafi ársins 2012, í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils, eins og þar er kveðið á um.]1)
   1)L. 164/2011, 14. gr.
[XLIX.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr. skal heimilaður frádráttur frá tekjum manna, [á tímabilinu 2012 – 1. júlí 2014],1) vera allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað á tímabilinu [2012 – 1. júlí 2014]1) skulu þrátt fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.]2)
   1)L. 139/2013, 7. gr. 2)L. 164/2011, 14. gr.
[L.
Greiða skal fyrir fram upp í álagðan sérstakan fjársýsluskatt skv. 2. [og 3.]1) málsl. 3. mgr. 71. gr. 1. apríl 2012 vegna janúar, febrúar og mars 2012 en eftir það mánaðarlega á árinu 2012 og miðast sú greiðsla við skattstofn af reglulegri starfsemi eins og hann var í árslok 2010, miðað við skatthlutfall skv. 2. [og 3.]1) málsl. 3. mgr. 71. gr., án tillits til samsköttunar og yfirfæranlegs taps.]2)
   1)L. 145/2012, 3. gr. 2)L. 165/2011, 18. gr.
[LI.
Við álagningu opinberra gjalda 2014, 2015 og 2016 vegna tekjuáranna 2013, 2014 og 2015 er heimilt að lækka tekjuskatt manns sem ber fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. að því gefnu að hann hafi aflað tekna vegna vinnu erlendis samfellt í sex mánuði eða lengur. Lækkunin skal nema þeim tekjuskatti sem reiknaður er hér á landi af hinum erlendu tekjum. Heimilt er að taka tillit til hinna erlendu tekna þegar tekjuskattur er reiknaður á aðrar tekjur. Lækkun tekjuskatts skv. 1. málsl. er þó eigi heimil ef tvísköttunarsamningur milli Íslands og vinnuríkisins kveður á um að Ísland eigi skattlagningarréttinn á tekjunum.
Maður telst afla tekna með vinnu erlendis skv. 1. mgr. hafi hann verið sendur af vinnuveitanda sínum til starfa á erlendri grundu og svo fremi sem hann dvelur ekki hér á landi í meira en 6 daga í hverjum mánuði allan ráðningartímann eða samtals lengur en 36 daga miðað við hálft ár eða 72 daga miðað við heilt ár.
Heimild til lækkunar skv. 1. mgr. á hvorki við um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem fara til starfa erlendis á vegum launagreiðenda sinna né þá menn sem starfa á íslenskum skipum eða loftförum.
Kjósi maður sem á rétt á lækkun skv. 1. mgr. að ákvæðum tvísköttunarsamnings milli Íslands og vinnuríkisins verði frekar beitt þarf slíkt að koma fram í umsókn um lækkun.
Ráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis með reglugerð þar sem fram kemur hvaða gögn skuli fylgja umsókn um lækkun og hvernig lækkun skuli reiknuð.]1)
   1)L. 146/2012, 13. gr.
[LII.
Ríkisskattstjóri skal ákvarða sérstakar vaxtabætur, lánsveðsvaxtabætur, til handa manni sem hefur tekið fasteignaveðlán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, sem tryggt er með veði í fasteign í eigu annars einstaklings. Skilyrði er að íbúðarhúsnæðið hafi verið í eigu hans á tímabilinu frá og með 1. janúar 2009 til og með 31. desember 2010, um lengri eða skemmri tíma, að eftirstöðvar allra fasteignaveðlána vegna sama húsnæðis hafi þá verið umfram 110% af fasteignamati og einnig að hann hafi ekki fengið höfuðstól þeirra lána lækkaðan við sölu eða á annan hátt fyrir gildistöku laga þessara.
Ákvæðið gildir einungis um fasteignaveðlán sem stofnað var til vegna fasteignakaupa sem fóru fram á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008.
Lánsveðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fasteignaveðlána 31. desember 2010 og 110% af fasteignamati þeirrar fasteignar sem lánið var tekið til kaupa eða byggingar á miðað við sömu dagsetningu. Hafi íbúðarhúsnæðið verið selt á árunum 2009 eða 2010 skal reikna lánsveðsvaxtabætur hlutfallslega í samræmi við samanlagðan eignarhaldstíma á þeim árum og eftirstöðvar fasteignaveðlána og fasteignamat eins og það var við sölu.
Lánsveðsvaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þús. kr. hjá einstaklingi og 280 þús. kr. hjá hjónum og sambúðarfólki samkvæmt hjúskaparstöðu 31. desember 2010.
Lánsveðsvaxtabætur samkvæmt ákvæði þessu skerða ekki rétt til annarra vaxtabóta og geta komið til viðbótar þeim.
Sá sem rétt kann að eiga til lánsveðsvaxtabóta skal sækja um þær til ríkisskattstjóra eigi síðar en 15. september 2013 og leggja fram þau gögn sem ríkisskattstjóri telur nauðsynleg til ákvörðunar bótanna. Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni um lánsveðsvaxtabætur sem berst eftir þetta tímamark í allt að tvö ár.
Lánveitendur lána samkvæmt ákvæði þessu skulu að beiðni lántakenda afla og afhenda ríkisskattstjóra þau gögn sem hann telur nauðsynleg vegna ákvörðunar lánsveðsvaxtabóta. Gögnin skulu afhent á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta samkvæmt ákvæði þessu skal fara fram eigi síðar en 17. mars 2014. Heimilt er að kæra ákvörðun bóta samkvæmt ákvæði þessu til yfirskattanefndar.
Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer að öðru leyti eftir B-lið 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á.]1)
   1)L. 43/2013, 1. gr.
[LIII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. reiknast 22,86% tekjuskattur af tekjuskattsstofni við álagningu 2015 [og 2016].1)]2)
   1)L. 125/2014, 4. gr. 2)L. 139/2013, 8. gr.
[LIV.
Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal fjárhæð skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 3.480.000 kr. og fjárhæð skv. 2. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 5.935.428 kr. vegna ársins 2014.]1)
   1)L. 146/2013, 2. gr.
[LV.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. A-liðar 7. gr. telst útgreiðsla viðbótariðgjalda af iðgjaldsstofni skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1. júlí 2014 til [og með 31. desember 2024],1) ekki til tekna hjá mönnum ef öll skilyrði ákvæðis til bráðabirgða XVI í sömu lögum eru uppfyllt.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. A-liðar 7. gr. telst útgreiðsla viðbótariðgjalda af iðgjaldsstofni skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1. júlí 2014 til [og með 31. desember 2024],1) vegna iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, ekki til tekna enda séu öll skilyrði ákvæðis til bráðabirgða XVII í sömu lögum uppfyllt.
Samanlögð hámarksfjárhæð einstaklings skv. 1. og 2. mgr. er [5.250.000 kr.]1) og samanlögð hámarksfjárhæð hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, skv. 1. og 2. mgr. er [7.875.000 kr.]1) Ef útgreiðsla séreignarsparnaðar fer fram úr því hámarki sem gildir skv. 1. og 2. mgr. telst það sem er umfram til skattskyldra tekna á greiðsluári.
Ráðherra er heimilt með reglugerð2) að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]3)
   1)L. 51/2023, 8. gr. 2)Rg. 991/2014. 3)L. 40/2014, 2. gr.
[LVI.
[Við álagningu opinberra gjalda á árunum 2016 og 2017 vegna tekna áranna 2015 og 2016 skal]:1)
   a. [eftirgjöf skulda við gerð nauðasamninga aðila, sbr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, teljast til skattskyldra tekna skuldara þar til jafnað hefur verið rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap frá fyrri árum, en eftirgjöf umfram tap skal falla niður. Á það jafnt við hvort sem skuldari gefur út hlutafé til greiðslu upp í skuldir eða ekki. Afkoma ársins skal leidd fram með hefðbundnum hætti í skattskilum áður en til tekjufærslu eftirgjafar skulda kemur. Eftir atvikum skal jafna rekstrarhagnað með yfirfæranlegu rekstrartapi fyrri ára áður en slíkt tap er jafnað með tekjufærslu eftirgjafar skulda. Inni skuldari af hendi greiðslu upp í skuld með útgáfu nýs hlutafjár til kröfuhafa telst við þær aðstæður til eftirgjafar í hendi skuldarans mismunur nafnverðs þess hluta skuldar sem gengur til greiðslu hlutafjárins og raunvirði þess útgefna hlutafjár sem á móti kemur, miðað við stöðu bókfærðs eigin fjár skuldara að virtri eftirgjöf skulda og útgáfu hins nýja hlutafjár. Kröfuhafa er heimilt, sbr. 3. tölul. 31. gr., að færa eftirgjöf skulda að fullu eða að hluta til frádráttar tekjum af rekstri á því ári sem skuldir eru eftirgefnar. Að því leyti sem kröfuhafi færir eftirgjöf ekki til frádráttar tekjum af rekstri, eða getur ekki notið slíks frádráttar, telst fjárhæð eftirgefinna skulda til stofnverðs hinna nýju hluta í hans hendi],1)
   b. ekki telja til skattstofns skv. 3. mgr. 71. gr. tekjur vegna eftirgjafar skulda í tengslum við slitameðferð skattaðila skv. 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.]2)
   1)L. 107/2015, 2. gr. 2)L. 59/2015, 5. gr.
[LVII.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2016 og álagningu tekjuskatts á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016:
   1. Af tekjuskattsstofni að 3.709.680 kr. reiknast 22,68% tekjuskattur.
   2. Af næstu 5.530.320 kr. reiknast 23,9% tekjuskattur.
   3. Af því sem umfram er 9.240.000 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur.
   4. Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 9.240.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 23,9% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 9.240.000 kr., þó reiknast 23,9% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.765.160 kr. við þessar aðstæður.]1)
   1)L. 125/2015, 5. gr.
[LVIII.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, hækka um 1% til viðbótar vísitöluhækkuninni við staðgreiðslu á árinu 2019 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.]1)
   1)L. 137/2018, 3. gr.
[LIX.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. greinarinnar í upphafi [áranna 2019, 2020 og 2021]1) taka breytingum í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok [áranna 2018, 2019 og 2020].1)]2)
   1)L. 132/2019, 3. gr. 2)L. 137/2018, 3. gr.
[LX.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2020 og álagningu tekjuskatts á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020:
   1. Af tekjuskattsstofni að 3.962.699 kr. reiknast 20,6% tekjuskattur.
   2. Af næstu 7.162.346 kr. reiknast 22,75% tekjuskattur.
   3. Af því sem er umfram 11.125.045 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur.
   4. Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,75% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast 22,75% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.]1)
   1)L. 132/2019, 4. gr.
[LXI.
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, í upphafi staðgreiðsluáranna 2020 og 2021 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2021 og 2022, taka breytingu í réttu hlutfalli við margfeldi tveggja stærða:
   a. hlutfallsbreytingar vísitölu neysluverðs milli upphafs og loka næstliðins tólf mánaða tímabils og
   b. hlutfalls nýrrar grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga, að útsvarsprósentu meðtalinni, af grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga árið áður, að útsvarsprósentu meðtalinni.]1)
   1)L. 132/2019, 4. gr.
[LXII.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. mgr. 112. gr. og 1. mgr. 114. gr. er ráðherra heimilt með reglugerð1) að ákvarða að á árinu 2020 megi lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu gjaldenda upp í tekjuskatt sem lagður er á á því ári vegna tekna ársins 2019 eða ákvarða aðra gjalddaga fyrirframgreiðslna en mælt er fyrir um í þeim ákvæðum.]2)
   1)Rg. 1227/2019, sbr. 34/2020 og 637/2020. 2)L. 25/2020, 5. gr.
[LXIII.
Auk barnabóta skv. A-lið 68. gr. skal við álagningu 2020 greiða sérstakan barnabótaauka, annars vegar 42.000 kr. með hverju barni í þeim tilvikum þar sem greiddar eru tekjutengdar barnabætur til framfærenda og hins vegar 30.000 kr. með hverju barni þeirra framfærenda sem ekki fá greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingarákvæða.
Sérstakur barnabótaauki samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.
Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns].1)
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 25/2020, 5. gr.
[LXIV.
Þeim lögaðilum sem skattskyldir eru skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. og bera tekjuskatt við álagningu á árinu 2020 er heimilt að fresta að hluta til eða að öllu leyti um eitt ár greiðslu tekjuskatts allt að 20 millj. kr., enda sé fyrirsjáanlegur taprekstur á yfirstandandi rekstrarári. Samskattaðir lögaðilar teljast sem einn lögaðili í þessu sambandi.
Reikna skal skatteign við álagningu á árinu 2021 hjá lögaðila, sem frestað hefur greiðslu skv. 1. mgr., hafi orðið tap á rekstri samkvæmt niðurstöðu álagningar á tekjur ársins 2020. Skatteign reiknast 20% af rekstrartapi við álagningu á árinu 2021 og skal henni jafnað sem nemur allt að frestuðum skatti skv. 1. mgr. Nemi rekstrartap hærri fjárhæð en nægir til fullrar jöfnunar yfirfærist það sem umfram er skv. 8. tölul. 31. gr.
Skilyrði fyrir frestun skv. 1. mgr. eru að arði sé ekki úthlutað eða eigin hlutir keyptir á meðan krafan er óuppgerð við ríkissjóð. Enn fremur er það skilyrði frestunar að lögaðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum, síðastliðin þrjú ár eða síðan lögaðilinn hóf starfsemi.
Lögaðili skal tilkynna Skattinum um fjárhæð þeirrar skattgreiðslu sem hann kýs að fresta skv. 1. mgr. fyrir 10. nóvember 2020, á því formi sem Skatturinn ákveður.
Nemi frestuð skattgreiðsla skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en jöfnuð verður skv. 2. mgr. skulu dráttarvextir falla á fjárhæð sem nemur mismuninum frá þeim tíma þegar hann hefði fallið í gjalddaga hefði frestun ekki komið til. Dráttarvextir reiknast frá sama tíma af frestaðri fjárhæð reynist skilyrði frestunar ekki til staðar skv. 1. málsl. 3. mgr. Skattinum skal heimilt að fella niður dráttarvexti þegar lögaðili sem frestar skattgreiðslu skv. 1. mgr. getur sýnt fram á að hann hafi haft réttmæta ástæðu, þegar Skattinum var tilkynnt um frestun skv. 4. mgr., til að ætla að skatteign skv. 2. mgr. næmi að lágmarki fjárhæð jafnri hinni frestuðu skattgreiðslu.
Engir vextir skulu falla á fjárhæð sem jöfnuð er skv. 2. mgr.]1)
   1)L. 37/2020, 1. gr.
[LXV.
Í stað þess að telja að fullu til tekna eftirgjöf skulda umfram rekstrartöp vegna greiðsluerfiðleika á árunum 2020, 2021 og 2022 skal lögaðilum og þeim mönnum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi vera heimilt að færa á milli tekjuáranna 2020 til og með 2022 þann hluta eftirgjafarinnar sem er umfram yfirfæranleg rekstrartöp og rekstrartap ársins, fyrningar og niðurfærslu. Skilyrði fyrir yfirfærslu skv. 1. málsl. er að skattaðili hafi fyrnt að fullu, að teknu tilliti til 42. gr., allar fyrnanlegar eignir sínar og nýtt mögulegar hámarksniðurfærslur á viðskiptakröfum og vörubirgðum. Þá er skilyrði að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2020 til og með 2022. Skatturinn getur heimilað skattaðila að taka þátt í samsköttun og sameiningu við aðra skattaðila eða skiptingu upp í fleiri félög að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis. Nýta skal allar heimildir samkvæmt ákvæðinu áður en til samsköttunaruppgjörs kemur.
Standi eftir í árslok 2022 eftirgjöf skulda sem er hærri en 500 millj. kr. er skattaðila heimilt að færa það sem umfram er til tekna með jöfnum fjárhæðum á tekjuárunum 2023 til og með 2027. Sé eftirgjöf lægri en 500 millj. kr. í lok árs 2022 færist hún ekki til tekna.
Skilyrði er að til skuldanna hafi verið stofnað í beinum tengslum við atvinnureksturinn.
Ákvæðið gildir ekki um eftirgjöf skulda milli móður- og dótturfélaga að því undanskildu þegar fjármálafyrirtæki yfirtaka félög til að tryggja fullnustu kröfu, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Þegar kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi í stað eftirgjafar skal það talið fullnaðargreiðsla hennar. Aðilar geta samið um niðurfellingu á hluta kröfunnar áður en slík greiðsla með hlutafé er innt af hendi. Sé skipt á kröfu og hlutafé skal fara fram mat á verðmæti hlutafjárins og skal matsverðið miðast við þann dag þegar skiptin eiga sér stað. Skuldara ber að tekjufæra mismun á verðmæti hlutafjárins og bókfærðu verði skuldarinnar. Kröfuhafa ber eftir atvikum að tekjufæra eða gjaldfæra mismun á bókfærðu verði kröfunnar og matsverði hlutafjárins. Mat á verðmæti hlutafjár skal unnið af óháðum matsaðila þegar skipti á kröfu og hlutafé fara fram á milli eignatengdra aðila.
Við eftirgjöf skulda er kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar byggjast á þannig að unnt verði að sinna upplýsingaskyldu skv. 92. gr. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Eftirgefnar skuldir sem á einhvern hátt tengjast refsiverðri háttsemi skattaðila skal tekjufæra án nokkurs frádráttar.]1)
   1)L. 37/2020, 1. gr.
[LXVI.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 98. gr. er Skattinum ekki skylt að leggja fram álagningarskrá fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019.
[Þrátt fyrir 1. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020 vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru.]1)]2)
   1)L. 69/2021, 4. gr. 2)L. 37/2020, 1. gr.
[LXVII.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. skal einstaklingi heimilt að draga frá tekjuskattsstofni sínum, sbr. 1. og 3. gr., að viðbættum fjármagnstekjum, 75% af fjárhæð sem hann sýnir fram á að sé tilkomin vegna fjárfestinga í hlutafélagi eða einkahlutafélagi sem uppfyllir skilyrði 2. og 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. við álagningu opinberra gjalda á árunum 2021, [2022, 2023, 2024 og 2025],1) vegna fjárfestinga á árunum 2020, [2021, 2022, 2023 og 2024].1) Jafnframt skal einstaklingi heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 2. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., að nýta frádráttarheimild vegna heildarfjárfestinga sem nemi að hámarki 15 millj. kr. á almanaksári 2020, [2021, 2022, 2023 og 2024].1) Að öðru leyti gilda ákvæði B-liðar 1. mgr. 30. gr.]2)
   1)L. 133/2021, 7. gr. 2)L. 37/2020, 1. gr.
[LXVIII.
Álagi skv. 2. mgr. 108. gr. skal ekki beitt [frá 1. janúar 2020 til 1. maí 2021]1) ef máli skattaðila vegna þeirra atvika sem eru tilefni endurákvörðunar skv. 96. gr. hefur verið vísað til refsimeðferðar skv. 110. gr.
Ef meðferð máls sem vísað hefur verið til rannsóknar lögreglu skv. 4. mgr. 110. gr. lýkur með því að rannsókn er hætt þar sem sakargögn hafa ekki þótt nægjanleg til ákæru eða vegna þess að það sem fram er komið þykir að rannsókn lokinni ekki nægilegt eða líklegt til að leiða til sakfellingar, eða ef atvikin eru af öðrum ástæðum ekki lengur til rannsóknar sem saknæm háttsemi, er heimilt að endurupptaka úrskurð um skattbreytingar vegna atvikanna og bæta álagi á vantalda skattstofna skv. 2. mgr. 108. gr., enda sé úrskurður þar um kveðinn upp innan sex mánaða frá lokum málsmeðferðar lögreglu. Sama á við ef málsmeðferð lýkur með frávísun yfirskattanefndar vegna þess að sökunautur hlítir ekki málsmeðferð hennar, sbr. 4. mgr. 110. gr., eða án sektarákvörðunar eftir sektarboð skv. 2. mgr. 110. gr., enda sé staða skattaðila sem sakbornings felld niður. Heimild til álagsbeitingar samkvæmt þessari málsgrein takmarkast ekki af ákvæðum 97. gr.
Ákvæði þetta tekur til allra mála sem ekki hafa verið tekin til úrskurðar um endurákvörðun við gildistöku laga þessara.]2)
   1)L. 140/2020, 9. gr. 2)L. 33/2020, 13. gr.
[LXIX.
Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. og b-liðar 4. tölul. 37. gr. skal lögaðila eða sjálfstætt starfandi einstaklingi sem stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi heimilt á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 að fyrna skráningarskylt ökutæki að fullu á kaupári þess niður að niðurlagsverði eignar, sbr. 42. gr., að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
   a. Skráningarskylt ökutæki sé eingöngu knúið metani, metanóli, rafmagni eða vetni og sé að öllu leyti nýtt í skattskyldri starfsemi lögaðila eða sjálfstætt starfandi einstaklings.
   b. Ökutæki sé skráningarskylt og falli undir 47. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019.]1)
   1)L. 154/2019, 3. gr.
[LXX.
Þrátt fyrir hámark fyrningar skv. 1.–4. tölul. 37. gr. er heimilt á árunum 2021–2025 að fyrna eignir skv. 1. tölul. 33. gr., sem aflað er á árunum 2021 og 2022, um allt að 50% af fyrningargrunni, allt að niðurlagsverði eignar, sbr. 42. gr.
Að auki er heimilt að reikna sérstakt fyrningarálag á stofnverð eigna [skv. 1. mgr.]1) sem aflað er á árunum 2021–2025 og teljast umhverfisvænar, stuðla að sjálfbærri þróun, uppfylla áskilin skilyrði og falla undir einn af eftirfarandi flokkum:
   1. Vistvænar samgöngur.
   2. Endurnýjanleg orka.
   3. Hreinsun fráveituvatns og endurnýting úrgangs.
   4. Sjálfbær og umhverfisvæn stýring á náttúruauðlindum og landnotkun.
Fyrningarálag skv. 2. mgr. skal vera eftirfarandi:
   1. 25% vegna lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.
   2. 13,3% vegna lögaðila skv. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr.
   3. 13,18% vegna einstaklinga í atvinnurekstri.
Fyrningarálag skv. 2. og 3. mgr. á einnig við um eignir sem falla ekki undir framangreinda flokka en eru umhverfisvottaðar af viðurkenndum aðilum eða uppfylla a.m.k. tvö af eftirfarandi skilyrðum:
   1. Eru með A+ eða hærri einkunn samkvæmt orkuviðmiðum Evrópusambandsins.
   2. Eru hluti af kerfi eða starfsemi sem felst í framleiðslu á vöru sem hefur hlotið umhverfisvottun frá viðurkenndum aðilum.
   3. Eru tilgreindar í viðeigandi BAT-niðurstöðum Evrópusambandsins og uppfylla losunarviðmið í viðeigandi BAT-niðurstöðum Evrópusambandsins.
   4. Eru knúnar a.m.k. 85% af raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, lífeldsneyti eða rafeldsneyti.
   5. Minnka rafmagnsnotkun um a.m.k. 30% eða minnka losun loftmengunarefna um a.m.k. 50% samanborið við hina útskiptu eign eða samanburðareign á markaði.
Fyrningarálag er fyrnanlegt með jöfnum fjárhæðum á þremur árum frá og með rekstrarárinu 2023 en er hvorki heimilt að færa niður í heild eða að hluta á móti skattskyldum söluhagnaði, sbr. 14. gr., né telst til stofnverðs skv. 2. mgr. 12. gr. við útreikning á skattskyldum söluhagnaði. Ónýtist eign eða er seld áður en fyrningarálagið er að fullu nýtt fellur það sem eftir stendur niður án gjaldfærslu.
Fyrningarálag og nýting þess skal vera aðgreint sérstaklega í eignaskrá með skattframtali hvers árs með tilvísun til þeirrar eignar sem það reiknast af. Með framtali skal jafnframt skila, á því formi sem ríkisskattstjóri óskar, rökstuðningi um hvernig skilyrði fyrningarálags teljast uppfyllt varðandi hverja eign.
Óheimilt er að reikna fyrningarálag þegar fjárfestinguna leiðir af skyldum og kröfum sem skattaðila ber að uppfylla í rekstri sínum og rekstrarumhverfi samkvæmt lögum eða alþjóðasamningum. Enn fremur er ekki heimilt að reikna fyrningarálag, þrátt fyrir að skilyrði 2. eða 4. mgr. teljist uppfyllt, ef eign telst valda umtalsverðu tjóni sem gengur gegn einu eða fleiri umhverfismarkmiðum eins og þau markmið eru skilgreind í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 8. mgr.
Ráðherra skal í reglugerð2) setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, þar á meðal nánari afmörkun á því hvaða eignir teljast falla undir 2. og 4. mgr., þar sem alþjóðleg viðmið skulu höfð til hliðsjónar …1)]3)
   1)L. 73/2022, 2. gr. 2)Rg. 565/2022. 3)L. 33/2021, 1. gr.
[LXXI.
Auk barnabóta skv. A-lið 68. gr. skal við álagningu 2021 greiða sérstakan barnabótaauka að fjárhæð 30.000 kr. með hverju barni í þeim tilvikum þar sem ákvarðaðar eru tekjutengdar barnabætur til framfærenda.
Sérstakur barnabótaauki samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.
Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns].1)
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 37/2021, 8. gr.
[LXXII.
Þrátt fyrir 2. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra skattskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Skattskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.]1)
   1)L. 69/2021, 5. gr.
[LXXIII.
Auk barnabóta skv. A-lið 68. gr. skal hinn 1. júlí 2022 greiða sérstakan barnabótaauka að fjárhæð 20.000 kr. óháð ákvæði 2. mgr. A-liðar 68. gr. með hverju barni í þeim tilvikum þar sem ákvarðaðar eru tekjutengdar barnabætur til framfærenda við álagningu 2022.
Sérstakur barnabótaauki samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.
Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til [sýslumanns].1)
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 27/2022, 1. gr.
[LXXIV.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal ákvarða og greiða barnabætur í fyrirframgreiðslu og við álagningu 2023 með eftirfarandi hætti:
Greiða skal tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan 18 ára aldurs á tekjuárinu sem árlega skulu nema 295.000 kr. Tekjutengdar barnabætur með hverju barni einstæðra foreldra skulu vera 440.000 kr. Barnabætur samkvæmt þessari málsgrein skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 9.500.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.750.000 kr. hjá einstæðu foreldri og skal skerðingarhlutfallið vera 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% með þremur börnum eða fleiri. Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Til viðbótar barnabótum samkvæmt þessari málsgrein skal greiða tekjutengdar barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu. Skulu þær árlega nema 138.000 kr. og skal skerðingarhlutfall þeirra vera 4% með hverju barni af tekjuskattsstofni umfram 9.500.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.750.000 kr. hjá einstæðu foreldri.]1)
   1)L. 129/2022, 30. gr.
[LXXV.
Ákvæði 2. málsl. 9. tölul. 31. gr. skal einnig taka til Bretlands hvað varðar greiðslur frá og með árinu 2021. Ákvæði þetta fellur úr gildi þegar gerð hefur verið breyting á tvísköttunarsamningi Íslands og Bretlands, eða samið um nýjan samning, og hún tekið gildi.]1)
   1)L. 42/2023, 13. gr.
[LXXVI.
Þrátt fyrir ákvæði 70. gr. og 1. og 2. mgr. 71. gr. skal tekjuskattur lögaðila reiknast með eftirfarandi hætti rekstrarárið 2024 og við álagningu á árinu 2025:
   1. 21% af greiðslunni ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 3. tölul. 70. gr.
   2. 38,4% af greiðslunni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 3. tölul. 70. gr.
   3. 21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 4. tölul. 70. gr.
   4. 38,4% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 4. tölul. 70. gr.
   5. 21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 5. tölul. 70. gr.
   6. 21% af tekjum ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 7. tölul. 70. gr.
   7. 13% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 8. tölul. 70. gr.
   8. 21% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 10. tölul. 70. gr.
   9. 21% af tekjuskattsstofni lögaðila, sbr. b-lið 11. tölul. 70. gr.
   10. 38,4% af tekjuskattsstofni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 11. tölul. 70. gr.
   11. 21% af tekjuskattsstofni lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 1. mgr. 71. gr.
   12. 38,4% af tekjuskattsstofni annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 2. mgr. 71. gr.]1)
   1)L. 100/2023, 27. gr.
[LXXVII.
Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. A-liðar 7. gr. teljast ekki til skattskyldra tekna styrkir sem einstaklingar utan rekstrar hljóta til kaupa á hreinorkubifreiðum og veittir eru úr Orkusjóði á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024, sbr. lög nr. 76/2020.]1)
   1)L. 102/2023, 13. gr.
[LXXVIII.
Vegna náttúruhamfara í Grindavík telst sérstök eftirgjöf af vöxtum og verðbótum af skuldum manna utan atvinnurekstrar, vegna nóvember og desember 2023 og janúar, [febrúar, mars og apríl]1) 2024, af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þ.m.t. kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum, ekki til skattskyldra tekna við álagningu opinberra gjalda á árunum 2024 og 2025. Skilyrði er að um sé að ræða vexti og verðbætur vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði. Ákvæðið gildir um eftirgjöf sem reiknast af allt að 50 millj. kr. lánsfjárhæð hjá einstaklingi, hjónum eða samsköttuðum einstaklingum og hlutfallslega sé lánsfjárhæð hærri. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd eftirgjafarinnar á grundvelli þessa ákvæðis.
Ákvæðið á ekki við gildi 3. tölul. 28. gr. um eftirgjöf skulda.
Við eftirgjöf vaxta og verðbóta samkvæmt ákvæði þessu skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að upplýsingaskyldu skv. 92. gr. verði sinnt. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]2)
   1)L. 12/2024, 3. gr. 2)L. 102/2023, 13. gr.
[LXXIX.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. mgr. 112. gr. og 1. mgr. 114. gr. er ráðherra heimilt með reglugerð1) að ákvarða að á árinu 2024 megi lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu gjaldenda upp í tekjuskatt sem lagður er á á því ári vegna tekna ársins 2023 eða ákvarða aðra gjalddaga fyrirframgreiðslna en mælt er fyrir um í þeim ákvæðum vegna náttúruhamfara í Grindavík.]2)
   1)Rg. 1470/2023, sbr. 35/2024. 2)L. 102/2023, 13. gr.