Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um almannatryggingar

2007 nr. 100 11. maí


Upphaflega l. 117/1993. Tóku gildi 1. janúar 1994. Breytt með: L. 148/1994 (tóku gildi 1. jan. 1995). L. 129/1995 (tóku gildi 19. des. 1995). L. 144/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 95/1996 (tóku gildi 25. júní 1996). L. 100/1996 (tóku gildi 25. júní 1996). L. 153/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997). L. 51/1997 (tóku gildi 29. maí 1997). L. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997). L. 123/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998). L. 130/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998 nema 12. gr. sem tók gildi 30. des. 1997). L. 147/1997 (tóku gildi 30. des. 1997). L. 148/1997 (tóku gildi 30. des. 1997). L. 41/1998 (tóku gildi 27. maí 1998). L. 59/1998 (tóku gildi 1. júlí 1999 nema b-liður 3. gr. sem tók gildi 18. júní 1998). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 149/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999). L. 60/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999). L. 62/1999 (tóku gildi 1. sept. 1999). L. 61/2000 (tóku gildi 26. maí 2000). L. 95/2000 (tóku gildi 1. janúar 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 36. gr.). L. 108/2000 (tóku gildi 6. júní 2000; áskilnaður skv. 22. gr. kom þó til framkvæmda skv. 33. gr.; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 65/65/EBE, 75/319/EBE og 89/105/EBE, I. og II. viðauki tilskipun 92/25/EBE, II. viðauki tilskipun 92/28/EBE og I. viðauki tilskipun 93/41/EBE). L. 111/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001). L. 3/2001 (tóku gildi 1. febr. 2001). L. 9/2001 (tóku gildi 1. apríl 2001). L. 93/2001 (tóku gildi 1. júlí 2001). L. 154/2001 (tóku gildi 31. des. 2001). L. 74/2002 (tóku gildi 17. maí 2002; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 36. gr.). L. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002). L. 149/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003). L. 76/2003 (tóku gildi 1. nóv. 2003). L. 89/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003). L. 130/2003 (tóku gildi 1. jan. 2004). L. 78/2004 (tóku gildi 18. júní 2004). L. 83/2004 (tóku gildi 18. júní 2004). L. 91/2004 (tóku gildi 2. júlí 2004). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 53/2005 (tóku gildi 30. maí 2005). L. 65/2006 (tóku gildi 27. júní 2006). L. 82/2006 (tóku gildi 30. júní 2006). L. 166/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 40/2007 (tóku gildi 1. sept. 2007).
Endurútgefin, sbr. l. 166/2006, 19. gr., sem l. 100/2007. Tóku gildi 30. maí 2007. Breytt með: L. 105/2007 (tóku gildi 1. júlí 2007). L. 160/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 17/2008 (tóku gildi 1. apríl 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 11. gr.). L. 57/2008 (tóku gildi 10. júní 2008). L. 112/2008 (tóku gildi 1. okt. 2008 nema 12. tölul. 59. gr. sem tók gildi 25. sept. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. mgr. 56. gr.). L. 155/2008 (tóku gildi 31. des. 2008). L. 173/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 20. gr.). L. 55/2009 (tóku gildi 1. maí 2009). L. 70/2009 (tóku gildi 30. júní 2009 nema 1.–3. gr., 12.–26. gr. og brbákv. V og VI sem tóku gildi 1. júlí 2009, 4. gr. sem tók gildi 1. sept. 2009 og brbákv. IV sem tók gildi 16. júní 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 29. gr., sbr. og l. 97/2009 (tóku gildi 3. sept. 2009)). L. 120/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 136/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 164/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011 nema 2., 6., 22. og 26. gr. sem tóku gildi 31. des. 2010; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 29. gr.). L. 51/2011 (tóku gildi 27. maí 2011). L. 106/2011 (tóku gildi 13. sept. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 178/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 28/2012 (tóku gildi 1. júní 2012). L. 134/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013). L. 86/2013 (tóku gildi 16. júlí 2013; komu til framkvæmda frá 1. júlí 2013). L. 107/2013 (tóku gildi 28. sept. 2013; komu til framkvæmda frá 1. júlí 2013). L. 140/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 4.–12., 16.–18., 23.–29., 31.–32., 34.–38. og 40.–48. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014 og 21. gr. sem tók gildi 1. jan. 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 8/2014 (tóku gildi 1. febr. 2014). L. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 137/2014 (tóku gildi 31. des. 2014). L. 88/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 130/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 107/2016 (tóku gildi 22. okt. 2016). L. 116/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 2. málsl. 2. efnismgr. 2. gr., 4. efnismgr. 2. gr. og 4. efnismgr. 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018). L. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.). L. 9/2017 (tóku gildi 1. mars 2017). L. 96/2017 (tóku gildi 31. des. 2017 nema 1., 11., 13., 14., 17.–27., 31.–35. og 38.–46. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 80/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019 nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020 og brbákv. I sem tók gildi 28. júní 2018). L. 90/2018 (tóku gildi 15. júlí 2018; EES-samningurinn: XI. viðauki reglugerð 2016/679). L. 127/2018 (tóku gildi 28. des. 2018). L. 138/2018 (tóku gildi 28. des. 2018 nema 1.–13., 17., 19., 23.–28. og 31. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 32. gr.). L. 48/2019 (tóku gildi 26. júní 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 97/2019 (tóku gildi 16. júlí 2019 nema d-liður 1. gr. og 2. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 3. gr.). L. 135/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 16. gr. sem tók gildi 24. des. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 42. gr.). L. 140/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 2. málsl. 3. mgr. 11. gr. sem tók gildi 1. maí 2021, 2. mgr. 12. gr. sem tók gildi 1. júní 2022, 4. mgr. 12. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021 og 14. gr. sem tók gildi 1. jan. 2022). L. 25/2020 (tóku gildi 1. apríl 2020). L. 37/2020 (tóku gildi 23. maí 2020). L. 75/2020 (tóku gildi 1. sept. 2020). L. 127/2020 (tóku gildi 11. des. 2020 nema 1. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021). L. 133/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021 nema 37. og 38. gr. sem tóku gildi 17. des. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 40. gr.). L. 49/2021 (tóku gildi 8. júní 2021). L. 107/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 43. gr.). L. 108/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022). L. 131/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022 nema d-liður 20. gr. sem tók gildi 31. des. 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 61. gr.). L. 27/2022 (tóku gildi 26. maí 2022). L. 55/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023). L. 122/2022 (tóku gildi 31. des. 2022). L. 123/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023). L. 129/2022 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema a-liður 31. gr. sem tók gildi 1. mars 2023 og 37. og 60. gr. sem tóku gildi 31. des. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 68. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.). L. 18/2023 (tóku gildi 12. apríl 2023). L. 45/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 8. gr. og b-liður 9. gr. sem tóku gildi 21. júní 2023; um lagaskil sjá nánar 11. gr.). L. 54/2023 (tóku gildi 29. júní 2023). L. 100/2023 (tóku gildi 1. jan. 2024 nema 31., 32. og 38. gr. sem tóku gildi 30. des. 2023; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 39. gr.). L. 109/2023 (tóku gildi 11. jan. 2024).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við félags- og vinnumarkaðsráðherra eða félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

[I. kafli. Markmið, skilgreiningar og gildissvið.]1)
   1)L. 88/2015, 1. gr.
[1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Með bótum og greiðslum skv. 1. mgr., ásamt þjónustu og aðstoð sem kveðið er á um í öðrum lögum, skal stuðlað að því að þeir sem lögin taka til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi.]1)
   1)L. 88/2015, 1. gr.
[2. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
   1. Lífeyrisþegi: Einstaklingur sem fær greiddan lífeyri sem hann hefur sjálfur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.
   2. Greiðsluþegi: Einstaklingur sem fær greiðslur samkvæmt lögum þessum.
   3. Bætur: Bætur greiddar í peningum og aðstoð sem veitt er á annan hátt.
   4. [Tryggingatímabil: Það tímabil tryggingaverndar sem réttindaákvörðun samkvæmt lögum þessum byggist á.]1)
   5. Búseta: Lögheimili í skilningi laga um lögheimili [og aðsetur]2) nema sérstakar ástæður leiði til annars.
   6. Hjón: Einstaklingar í hjúskap samkvæmt hjúskaparlögum.
   7. Óvígð sambúð: Sambúð tveggja einstaklinga, sem skráð er í þjóðskrá, enda eigi þeir barn saman, eigi von á barni saman eða hafi verið í sambúð samfleytt lengur en eitt ár.
   8. Tekjur: Tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt, að teknu tilliti til ákvæða …1) sömu laga um hvað telst ekki til tekna og frádráttarliða skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 31. gr. sömu laga eða undantekninga og takmarkana samkvæmt öðrum sérlögum; einnig …1) tekjur sem aflað er erlendis og ekki eru taldar fram hér á landi.
   9. Atvinnutekjur: Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu skv. 1. tölul. A-liðar og B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt sem og greiðslur sem koma í stað slíks endurgjalds.
   10. [Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum: Greiðslur sem byggjast á iðgjaldi skv. 1. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.]3)
   11. Fjármagnstekjur: Tekjur skv. C-lið 7. gr. laga um tekjuskatt.
   [12. Móðir: Kona sem elur barn.]4)
   [13. Viðbótarlífeyrissparnaður: Sparnaður sem takmarkast við 4% framlag rétthafa af iðgjaldsstofni og 2% mótframlag launagreiðanda af iðgjaldsstofni.
   14. Viðbótartryggingavernd: Sú tryggingavernd sem er umfram þá lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu iðgjalds samkvæmt sérstökum samningi við þá aðila sem tilgreindir eru í 1.–3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.]3)]5)
   1)L. 18/2023, 1. gr. 2)L. 80/2018, 20. gr. 3)L. 55/2022, 11. gr. 4)L. 49/2021, 19. gr. 5)L. 88/2015, 1. gr.
[3. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um lífeyristryggingar almannatrygginga, ráðstöfunarfé …1) og fyrirframgreiðslu meðlaga og annarra framfærsluframlaga.
[Lífeyristryggingar taka til ellilífeyris, örorkulífeyris, örorkustyrks, barnalífeyris, aldursviðbótar og tekjutryggingar.]2)]3)
   1)L. 130/2015, 8. gr. 2)L. 18/2023, 2. gr. 3)L. 88/2015, 1. gr.
[4. gr. Tryggðir samkvæmt lögunum.
Sá sem búsettur er hér á landi, sbr. 5. tölul. 2. gr., telst tryggður að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara nema annað leiði af milliríkjasamningum, [sbr. 59. og 64. gr.]1)
Tryggingavernd fellur niður þegar búseta er flutt frá Íslandi nema annað leiði af milliríkjasamningum eða ákvæðum þessa kafla.
Tryggingastofnun ákvarðar hvort einstaklingur telst tryggður hér á landi samkvæmt lögum þessum.]2)
   1)L. 18/2023, 3. gr. 2)L. 88/2015, 1. gr.
[5. gr. Sérákvæði um tryggingavernd.
Sá sem er tryggður samkvæmt lögum þessum telst áfram tryggður í allt að fimm ár þótt hann uppfylli ekki skilyrði 4. gr. meðan hann stundar viðurkennt nám erlendis, enda njóti hann ekki tryggingaverndar í almannatryggingum námslandsins. Sama gildir um maka námsmanns sem var tryggður hér á landi við upphaf námsins og börn undir 18 ára aldri sem með honum dveljast.
Heimilt er að ákveða samkvæmt umsókn að einstaklingur sem er tryggður samkvæmt lögum þessum sé áfram tryggður í allt að eitt ár frá brottför af landinu þótt hann uppfylli ekki skilyrði 4. gr., enda leiði milliríkjasamningar ekki til annars. Skilyrði þessa er að viðkomandi hafi haft samfellda fasta búsetu hér á landi eigi skemur en fimm ár fyrir brottför og að tilgangur farar sé ekki að leita læknismeðferðar.
Heimilt er að ákveða samkvæmt umsókn að einstaklingur sem er tryggður samkvæmt lögum þessum sé áfram tryggður í allt að fimm ár þótt hann uppfylli ekki skilyrði 4. gr., enda starfi viðkomandi erlendis fyrir aðila sem hefur aðsetur og starfsemi á Íslandi og tryggingagjald, sbr. lög um tryggingagjald, sé greitt hér á landi af launum hans. Sama gildir um maka hans og börn undir 18 ára aldri sem voru tryggð hér á landi og fara með honum til dvalar erlendis.]1)
   1)L. 88/2015, 1. gr.
[6. gr. Dánarbú.
Ákvæði þessara laga gilda um dánarbú eftir því sem við á.]1)
   1)L. 88/2015, 1. gr.
[7. gr. Reglugerðir.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerðir1) um einstök ákvæði þessa kafla, m.a. um skráningu tryggingaréttinda, tryggingavernd, hvað teljast skuli viðurkennt nám og um tímabundna dvöl erlendis.]2)
   1)Rg. 463/1999, sbr. 1158/2007. 2)L. 88/2015, 1. gr.

[II. kafli. Stjórnsýsla.]1)
   1)L. 88/2015, 2. gr.
[8. gr. Yfirstjórn.
Ráðherra fer með yfirstjórn lífeyristrygginga og annarra málefna sem kveðið er á um í lögum þessum og markar stefnu innan ramma laganna. Ráðherra fer jafnframt með yfirstjórn Tryggingastofnunar.]1)
   1)L. 88/2015, 2. gr.
[9. gr. Hlutverk Tryggingastofnunar.
Tryggingastofnun annast framkvæmd lífeyristrygginga almannatrygginga og annarra málefna sem kveðið er á um í lögum þessum. Þá skal stofnunin sinna þeim verkefnum sem henni eru falin með öðrum lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.
Tryggingastofnun skal einnig annast aðra stjórnsýslu lífeyristrygginga, m.a. að:
   a. vera ráðherra og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar og upplýsingar um mál sem heyra undir stofnunina,
   b. veita almenningi þjónustu og ráðgjöf um réttindi og skyldur samkvæmt þeim lögum sem stofnunin starfar eftir,
   c. kynna almenningi réttindi sín með upplýsingastarfsemi,
   d. birta upplýsingar um starfsemina með reglubundnum hætti,
   e. gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun,
   f. gera árlega áætlun um bótagreiðslur hvers árs.]1)
   1)L. 88/2015, 2. gr.
[10. gr. Rekstur Tryggingastofnunar.
Kostnaður af rekstri Tryggingastofnunar greiðist úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum hverju sinni.
Reikningar Tryggingastofnunar fyrir síðastliðið ár skulu jafnan fullgerðir eigi síðar en 1. júlí ár hvert. Skulu þeir endurskoðaðir á sama hátt og reikningar annarra ríkisstofnana.]1)
   1)L. 88/2015, 2. gr.
[11. gr. Stjórn.
Ráðherra skipar fimm menn í stjórn Tryggingastofnunar og skal einn skipaður formaður stjórnar og annar varaformaður. Skipaðir skulu jafnmargir menn til vara.
Stjórn Tryggingastofnunar staðfestir skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og markar stofnuninni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og að rekstur hennar sé í samræmi við stefnuna og innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.
Formaður stjórnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stofnunarinnar, sbr. 2. mgr. Þá skal formaður stjórnar einnig gera ráðherra viðvart ef starfsemi, þjónusta eða rekstur stofnunarinnar er ekki í samræmi við lög eða stjórnvaldsfyrirmæli.
Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Forstjóri situr fundi stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétt.
Ráðherra setur stjórninni starfsreglur1) og ákveður þóknun til stjórnarmanna sem skal greidd af rekstrarfé stofnunarinnar.]2)
   1)Rgl. 880/2004. 2)L. 88/2015, 2. gr.
[12. gr. Forstjóri.
Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar til fimm ára í senn …1). Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi ásamt því að hafa þekkingu á sviði velferðarmála.
[Við skipun í embætti forstjóra skal ráðherra skipa nefnd þriggja aðila til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Ráðherra setur nefndinni reglur um mat á umsóknum. Nefndin skal láta ráðherra í té skriflega rökstudda umsögn um hæfni umsækjenda.]1)
Ráðherra setur forstjóra erindisbréf þar sem tilgreind skulu helstu markmið í rekstri stofnunarinnar og verkefni hennar bæði til lengri og skemmri tíma litið. Í erindisbréfi skal enn fremur kveðið á um samskipti forstjóra og stjórnar stofnunarinnar.
1) Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og að hún starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf skv. [3. mgr.]1) Forstjóri skal sjá til þess að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.]2)
   1)L. 18/2023, 4. gr. 2)L. 88/2015, 2. gr.
[13. gr. Stjórnsýslukærur.
[Úrskurðarnefnd velferðarmála kveður upp úrskurði um ágreiningsefni vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli laga þessara.]1)
Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála skal vera skrifleg og skal hún borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Hjá Tryggingastofnun og þjónustustöðvum hennar skulu liggja frammi eyðublöð í þessu skyni og skulu starfsmenn stofnunarinnar veita nauðsynlega aðstoð við útfyllingu þeirra.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar en stjórnsýslukæra frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Tryggingastofnunar um endurkröfu ofgreiddra bóta, sbr. [34. gr.]1)
Úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála um endurkröfur ofgreiðslna skv. 1. mgr. eru aðfararhæfir.
Að kröfu málsaðila getur nefndin ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en tíu dögum frá birtingu úrskurðar. Skal frestun á réttaráhrifum úrskurðar vera bundin því skilyrði að málsaðili beri málið undir dómstóla innan 30 daga frá frestunarúrskurði og óski þá eftir að það hljóti flýtimeðferð. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki höfðað innan 30 daga. Sé mál höfðað vegna úrskurðar nefndarinnar er henni heimilt að fresta afgreiðslu sambærilegra mála, sem eru til meðferðar hjá henni, þar til dómur gengur í málinu.
Tryggingastofnun getur höfðað dómsmál til að fá hnekkt úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála.]2)
   1)L. 18/2023, 5. gr. 2)L. 88/2015, 2. gr.
[[14. gr.]1) [Stjórnsýslulög.
Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðsluþega sé veittur betri réttur samkvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambærilegra mála.]2)]3)
   1)L. 18/2023, 11. gr. 2)L. 88/2015, 8. gr. 3)L. 8/2014, 2. gr.
[[15. gr.]1) Reglugerðir.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerðir um einstök ákvæði þessa kafla, m.a. um framkvæmd almannatrygginga, starfsemi Tryggingastofnunar og hlutverk hennar.]2)
   1)L. 18/2023, 6. gr. 2)L. 88/2015, 2. gr.

[III. kafli. Ellilífeyrir og sveigjanleg taka lífeyris.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[16. gr. Skilyrði og ávinnsla ellilífeyris.
Rétt til ellilífeyris öðlast þeir sem náð hafa 67 ára aldri og hafa verið tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla, a.m.k. þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Full réttindi ávinnast með búsetu hér á landi í a.m.k. 40 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Sé um skemmri tíma að ræða reiknast réttur til ellilífeyris í hlutfalli við búsetutímann. Heimilt er þó að miða lífeyri hjóna, sem bæði fá ellilífeyri, við búsetutíma þess sem á lengri réttindatíma. Ákvæði þessarar málsgreinar á einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
Tekið skal tillit til tryggingar-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., til að fullnægja skilyrði 1. málsl. 1. mgr. enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögunum í a.m.k. eitt ár.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[17. gr. Ellilífeyrir sjómanna.
Einstaklingur sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur á rétt á töku ellilífeyris frá og með 60 ára aldri, enda sé að öðru leyti fullnægt skilyrðum þessa kafla. Starfsár sjómanna skal í þessu sambandi miðast við að sjómaður hafi verið lögskráður á íslenskt skip eða skip gert út af íslenskum aðilum eigi færri en 180 daga að meðaltali í 25 ár.
Hafi sjómaður stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur að hluta eða öllu leyti á báti sem ekki hefur borið skylda til að lögskrá á er heimilt að ákvarða honum ellilífeyri frá og með 60 ára aldri, enda sé sannað að sú sjómennska hafi verið aðalstarf viðkomandi meðan á henni stóð.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[18. gr. Réttindahlutfall.
Heimilt er að ákvarða þeim sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt lögum þessum ellilífeyri í sama réttindahlutfalli.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[19. gr. Sveigjanleg taka ellilífeyris.
Heimilt er að fresta töku ellilífeyris til allt að 80 ára aldurs gegn varanlegri hækkun lífeyrisins, sbr. 1. mgr. 20. gr. Heimildin er bundin því skilyrði að viðkomandi hafi ekki fengið greiddan ellilífeyri frá almannatryggingum eða skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, sbr. þó 3. mgr. Umsækjanda skal þó vera heimilt að draga umsókn sína til baka innan 30 daga frá afgreiðslu umsóknar án þess að það hafi áhrif á rétt til hækkunar lífeyris. Hafi greiðsla lífeyris átt sér stað er full endurgreiðsla forsenda afturköllunar.
Heimilt er að hefja töku ellilífeyris frá 65 ára aldri gegn varanlegri lækkun lífeyrisins, sbr. 2. mgr. 20. gr. Heimild þessi er bundin því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um greiðslu lífeyris samkvæmt áunnum réttindum hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.
Heimilt er að greiða hálfan áunninn ellilífeyri samkvæmt lögum þessum frá 65 ára aldri til þeirra sem eiga rétt á ellilífeyri frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og hafa fengið samþykki viðkomandi sjóða til að taka hálfan lífeyri hjá þeim og fresta töku lífeyris að hálfu. Skilyrði um samþykki viðkomandi sjóða á þó einungis við um þá lífeyrissjóði sem heimila greiðslu lífeyris að hluta. Heimild þessi er enn fremur bundin því skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.
Ákvæði 1.–3. mgr. eiga einnig við um heimilisuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[20. gr. Áhrif sveigjanlegrar töku ellilífeyris.
Hafi töku ellilífeyris verið frestað, sbr. 1. mgr. 19. gr., skal fjárhæð ellilífeyris hækka hlutfallslega til frambúðar, byggt á tryggingafræðilegum grunni, reiknað frá ellilífeyrisaldri skv. 16. gr. fram til þess tíma er taka lífeyris hefst.
Hafi töku ellilífeyris verið flýtt, sbr. 2. og 3. mgr. 19. gr., skal fjárhæð ellilífeyris lækka hlutfallslega til frambúðar, byggt á tryggingafræðilegum grunni, reiknað frá þeim tíma er taka lífeyris hefst og til ellilífeyrisaldurs skv. 16. gr.
Þegar hálfur áunninn ellilífeyrir er greiddur skv. 3. mgr. 19. gr. skal fjárhæð hans lækka í samræmi við 2. mgr. og fjárhæð hins frestaða hluta lífeyrisins hækka í samræmi við 1. mgr. þessarar greinar.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[21. gr. Fjárhæð ellilífeyris.
Fullur ellilífeyrir skal vera 3.693.948 kr. á ári. Hálfur ellilífeyrir skal vera 1.846.980 kr. á ári. Fjárhæð lífeyris samkvæmt þessum kafla skal lækka um 45% af eigin tekjum lífeyrisþega, sbr. 22. gr., uns lífeyririnn fellur niður.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[22. gr. Tekjugrunnur.
Til tekna samkvæmt þessum kafla teljast tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að teknu tilliti til ákvæða sömu laga um hvað ekki telst til tekna og frádráttarliða skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 31. gr. sömu laga eða undantekninga og takmarkana samkvæmt öðrum sérlögum. Til tekna teljast einnig tekjur sem aflað er erlendis og ekki eru taldar fram hér á landi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu eftirfarandi tekjur ekki teljast til tekna:
   1. Greiðslur samkvæmt lögum þessum og lögum um félagslega aðstoð.
   2. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
   3. Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði.
   4. Lífeyrir almannatrygginga frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við, í samræmi við nánari ákvæði samninganna, sbr. 58., 59. og 64. gr.
Við útreikning fulls ellilífeyris skal lífeyrisþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 300.000 kr. á ári. Þá skal lífeyrisþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 2.400.000 kr. á ári.
Við útreikning hálfs ellilífeyris skal lífeyrisþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 3.900.000 kr. á ári. Þá skal lífeyrisþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 2.400.000 kr. á ári.
Tekjur maka lífeyrisþega hafa ekki áhrif á útreikning á fjárhæð ellilífeyris. Þó skulu fjármagnstekjur, sbr. 11. tölul. 2. gr., skiptast til helminga milli hjóna við útreikning lífeyris. Skiptir ekki máli hvort þeirra er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
Tryggingastofnun er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[23. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð1) um nánari framkvæmd þessa kafla, m.a. um réttindaávinnslu og búsetutíma, sveigjanlega töku lífeyris, breytingar á hlutfalli vegna frestaðrar eða flýttrar töku lífeyris, tekjugrunn, útreikning og framkvæmd greiðslna.]2)
   1)Rg. 1195/2017, sbr. 1239/2019, 843/2020, 1648/2021, 687/2023 og 1416/2023. 2)L. 18/2023, 7. gr.

[IV. kafli. Greiðslur vegna örorku.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[24. gr. Skilyrði og ávinnsla örorkulífeyris.
Rétt til örorkulífeyris öðlast þeir sem metnir eru til a.m.k. 75% örorku, sbr. 25. gr., eru 18 ára eða eldri en hafa ekki náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr., og eru tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla. Umsækjendur um örorkulífeyri skulu enn fremur uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:
   a. hafa verið tryggðir hér á landi samfellt a.m.k. þrjú síðustu árin áður en örorka þeirra var metin a.m.k. 75%,
   b. hafa verið tryggðir hér á landi við 18 ára aldur og metnir til a.m.k. 75% örorku frá 18 ára aldri,
   c. hafa verið tryggðir hér á landi í samfellt síðustu tólf mánuði áður en örorka þeirra var metin a.m.k. 75% og áður annaðhvort verið tryggðir hér á landi í a.m.k. 20 ár eftir 16 ára aldur eða að lágmarki fimm ár eftir 16 ára aldur enda hafi þá búseta erlendis eftir 16 ára aldur ekki staðið lengur en í fimm ár.
Full réttindi ávinnast nemi tryggingatímabil a.m.k. 40 almanaksárum frá 16 ára aldri til ellilífeyrisaldurs.
Sé ekki um full réttindi að ræða reiknast örorkulífeyrir í hlutfalli við áunnin tryggingatímabil umsækjanda frá 16 ára aldri fram til þess tíma að 75% örorkumat liggur fyrir í fyrsta sinn. Við tryggingatímabilið skal bæta tímabilinu sem reiknast frá þeim tíma sem 75% örorkumat liggur fyrir í fyrsta sinn og fram til ellilífeyrisaldurs, sbr. þó 4. mgr. 56. gr.
Tekið skal tillit til tryggingar-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögunum í a.m.k. eitt ár.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[25. gr. Örorkumat.
Greiðslur örorkulífeyris eru bundnar því skilyrði að umsækjendur hafi verið metnir til a.m.k. 75% örorku til langframa vegna afleiðinga læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar.
Tryggingastofnun metur örorku þeirra sem sækja um örorkulífeyri samkvæmt sérstökum örorkustaðli. Heimilt er að setja það skilyrði að umsækjandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar og viðeigandi endurhæfingu áður en til örorkumats kemur, sbr. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Tryggingastofnun er heimilt að semja um kostnað vegna mats á möguleikum til endurhæfingar.
Tryggingastofnun gefur út örorkuskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði 1. mgr. og eru jafnframt sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[26. gr. Fjárhæð örorkulífeyris.
Fullur örorkulífeyrir skal vera 698.664 kr. á ári. Fjárhæð örorkulífeyris skal lækka um 9% af eigin tekjum lífeyrisþega, sbr. 30. gr., uns greiðslur falla niður.
Fjárhæð örorkulífeyris skv. 1. mgr. reiknast samkvæmt réttindahlutfalli eins og það er ákvarðað skv. 24. gr.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[27. gr. Örorkustyrkur.
Veita skal einstaklingi á aldrinum 18–62 ára örorkustyrk að upphæð 516.492 kr. á ári ef örorka hans er metin a.m.k. 50% og hann uppfyllir skilyrði 24. gr. um tryggingavernd. Slíkan styrk skal enn fremur veita þeim sem uppfyllir skilyrði 1. málsl. þessarar málsgreinar og stundar fullt starf ef örorkan hefur í för með sér verulegan aukakostnað.
Greiða skal einstaklingi sem náð hefur 62 ára aldri og uppfyllir skilyrði 24. gr. um tryggingavernd og er metinn til a.m.k. 50% örorku örorkustyrk sem skal svara til fulls örorkulífeyris skv. 26. gr.
Fjárhæð örorkustyrks skal lækka vegna tekna samkvæmt sömu reglum og örorkulífeyrir skv. 26. gr. og um tekjur og framkvæmd tekjuútreiknings fer skv. 30. gr.
Greiða skal viðbót við örorkustyrk til þeirra sem hafa börn innan 18 ára á framfæri sínu. Viðbótin skal nema 75% af barnalífeyri, sbr. 40. gr., fyrir hvert barn á framfæri.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[28. gr. Tekjutrygging.
Þeir sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt lögum þessum eða endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skulu til viðbótar fá greidda tekjutryggingu að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna. Um ákvörðun réttindahlutfalls tekjutryggingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fer skv. 24. gr.
Tekjutrygging skv. 1. mgr. skal nema 2.237.328 kr. á ári. Fjárhæð tekjutryggingar skal lækka um 38,35% af eigin tekjum greiðsluþega, sbr. 30. gr., uns greiðslur falla niður.
Samanlögð lækkun örorku- eða endurhæfingarlífeyris og tekjutryggingar skal aldrei fara umfram 38,35% af tekjum greiðsluþega. Komi samtímis til lækkunar þessara greiðslna skal lífeyrir fyrst lækkaður og samsvarandi dregið úr lækkun tekjutryggingar. Ákvæði þessarar málsgreinar um lækkun gilda ekki um heimilisuppbót skv. 8. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Sinni einstaklingur ekki lagaskyldu um greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóðs samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er heimilt að áætla honum tekjur sem koma til frádráttar greiðslu tekjutryggingar.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[29. gr. Aldursviðbót.
Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt þessum kafla. Aldursviðbót greiðist einnig þeim sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Mánaðarleg fjárhæð aldursviðbótar skal vera hlutfall af fullum örorkulífeyri skv. 26. gr. og miðast við þann aldur þegar einstaklingur var í fyrsta sinn metinn 75% öryrki skv. 1. og 2. mgr. 25. gr. eða uppfyllti skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð, sbr. eftirfarandi:
18 til og með 24 ára100%
25 ára95%
26 ára90%
27 ára85%
28 og 29 ára75%
30 og 31 árs65%
32 og 33 ára55%
34 og 35 ára45%
36 og 37 ára35%
38 og 39 ára25%
40 til og með 45 ára15%
46 til og með 50 ára10%
51 til og með 55 ára7,5%
56 til og með 60 ára5%
61 til og með 66 ára2,5%
Um útreikning á fjárhæð aldursviðbótar vegna tekna fer skv. 26. og 30. gr. og um ákvörðun réttindahlutfalls fer skv. 24. gr.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[30. gr. Tekjugrunnur.
Til tekna samkvæmt þessum kafla teljast tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að teknu tilliti til ákvæða sömu laga um hvað ekki telst til tekna og frádráttarliða skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 31. gr. sömu laga eða undantekninga og takmarkana samkvæmt öðrum sérlögum. Til tekna teljast einnig tekjur sem aflað er erlendis og ekki eru taldar fram hér á landi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu eftirfarandi tekjur ekki teljast til tekna:
   1. Greiðslur samkvæmt lögum þessum og lögum um félagslega aðstoð.
   2. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
   3. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum þegar um er að ræða örorkulífeyri.
   4. Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þegar um er að ræða örorkulífeyri.
   5. Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði þegar um er að ræða tekjutryggingu.
   6. Lífeyrir almannatrygginga frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við, í samræmi við nánari ákvæði samninganna, sbr. 58., 59. og 64. gr.
Fjármagnstekjur, sbr. 11. tölul. 2. gr., upp að 98.640 kr. á ári skulu ekki teljast til tekna við útreikning á greiðslum samkvæmt þessum kafla.
Við útreikning örorkulífeyris skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 2.575.220 kr. á ári.
Við útreikning tekjutryggingar skal greiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 300.000 kr. á ári. Þá skal greiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem nemur 328.800 kr. á ári.
Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
Við útreikning örorkulífeyris og tekjutryggingar er ráðherra heimilt að hækka tekjugrunn þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri og tekjutryggingu til framtíðar frá Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tíu ára tímabili.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[31. gr. Reglugerðarheimild.
Heimilt er að setja reglugerð um nánari framkvæmd þessa kafla, m.a. um örorkumat, tekjugrunn, útreikning og ákvörðun greiðslna.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.

[IV. kafli A. Greiðslur, endurmat réttinda og uppgjör greiðslna.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[32. gr. Upphaf og lok greiðsluréttar og greiðslufyrirkomulag.
Réttur til greiðslna samkvæmt lögum þessum stofnast frá og með þeim degi er umsækjandi telst uppfylla skilyrði til greiðslna og skulu greiðslur reiknaðar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að greiðsluréttur er fyrir hendi. Greiðslur falla niður í lok þess mánaðar er greiðslurétti lýkur.
Greiðslur skulu inntar af hendi fyrir fram fyrsta dag hvers mánaðar. Greiðslur samkvæmt lögum þessum skulu greiddar inn á reikning hjá viðskiptabönkum eða sparisjóðum í eigu greiðsluþega eða umboðsmanns dánarbús.
Heimilt er, að ósk umsækjanda eða greiðsluþega, að fresta greiðslum og inna greiðslu af hendi í einu lagi eftir að endanlegar upplýsingar um tekjur umsækjanda eða greiðsluþega á árinu liggja fyrir við álagningu skattyfirvalda á opinberum gjöldum.
Greiðslur skulu aldrei ákvarðaðar lengra aftur í tímann en tvö ár frá því að Tryggingastofnun berst umsókn og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að unnt sé að taka ákvörðun um rétt til greiðslna og fjárhæð þeirra, sbr. þó 4. mgr. 42. gr.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[33. gr. Útreikningur og endurreikningur.
Til grundvallar útreikningi greiðslna hvers mánaðar skal leggja 1/12 af áætluðum tekjum almanaksárs. Áætlun um tekjuupplýsingar skal byggjast á nýjustu upplýsingum frá þeim aðilum sem getið er um í 47. og 48. gr. Ef um nýja umsókn er að ræða skulu tekjur áætlaðar á grundvelli upplýsinga frá þeim aðilum sem getið er um í 47. og 48. gr. og réttur til greiðslna reiknaður út frá þeim tekjum umsækjanda og eftir atvikum maka hans sem aflað er frá þeim tíma sem greiðsluréttur stofnaðist.
Tryggingastofnun skal upplýsa umsækjanda eða greiðsluþega um forsendur útreiknings greiðslna og gefa honum kost á að koma að athugasemdum. Þá skal stofnunin hafa eftirlit með því að áætlaðar tekjur séu í samræmi við upplýsingar sem hún aflar úr staðgreiðsluskrá skattyfirvalda eða frá öðrum þeim aðilum sem getið er um í 48. gr.
Eftir að endanlegar upplýsingar um tekjur greiðsluársins liggja fyrir við álagningu skattyfirvalda á opinberum gjöldum skal Tryggingastofnun endurreikna fjárhæðir greiðslna á grundvelli tekna samkvæmt þessari grein. Við þann endurreikning er Tryggingastofnun heimilt að taka tillit til almennra breytinga á launum frá þeim tíma sem ætlaðar tekjur tilheyra til þess tíma sem endanlegar tekjur varða.
Komi í ljós við endurreikning skv. 3. mgr. að um of- eða vangreiðslu hafi verið að ræða fer um það skv. 34. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er við útreikning á greiðslum skv. III. og IV. kafla laga þessara, sbr. einnig 13. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, heimilt að telja atvinnutekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuði þegar þeirra er aflað. Skal Tryggingastofnun við endurreikning greiðslna, sbr. 3. mgr., gera samanburð á útreikningi heildargreiðslna hvers mánaðar, annars vegar miðað við 1/12 af atvinnutekjum ársins og hins vegar miðað við atvinnutekjur í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Beita skal þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[34. gr. Ofgreiðsla og vangreiðsla.
Hafi Tryggingastofnun ofgreitt bætur til greiðsluþega samkvæmt lögum þessum skal stofnunin draga ofgreiddar bætur frá bótum sem greiðsluþegi síðar kann að öðlast rétt til, sbr. þó 2. mgr. Einnig á Tryggingastofnun endurkröfurétt á hendur greiðsluþega eða dánarbúi hans samkvæmt almennum reglum.
Hafi tekjutengdar greiðslur verið ofgreiddar skal það sem ofgreitt var dregið frá öðrum tekjutengdum greiðslum sem greiðsluþegi síðar öðlast rétt til. Þetta á við ef tekjur á ársgrundvelli eru hærri en lagt var til grundvallar við útreikning greiðslna og ofgreiðsla stafar af því að greiðsluþegi hefur ekki tilkynnt Tryggingastofnun um tekjuaukninguna. Þá á þetta einnig við ef greiðsluþegi hefur ekki tilkynnt stofnuninni um aðrar breyttar aðstæður sem leiddu til ofgreiðslunnar, sbr. 47. gr.
Ofgreiddar bætur skal að jafnaði draga frá greiðslum til greiðsluþega á næstu 12 mánuðum eftir að krafa stofnast. Ekki er heimilt að draga frá bótum meira en 20% af mánaðarlegum greiðslum til greiðsluþega, nema samið sé um annað, þó aldrei lægri fjárhæð en 3.000 kr., uns ofgreiðsla er endurgreidd að fullu. Hafi endurkrafa vegna ofgreiddra bóta ekki verið greidd á 12 mánuðum frá því að krafa stofnaðist skal greiða eftirstöðvar kröfunnar ásamt vöxtum. Heimilt er að falla frá kröfu um vexti ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi eða ef samningur um endurgreiðslu liggur fyrir og viðkomandi stendur við greiðsluskyldu sína samkvæmt samningnum.
Ef um vangreiðslu bóta er að ræða skal greiðsluþega eða dánarbúi hans greitt það sem upp á vantar. Greiða skal vexti á þá fjárhæð sem vangreidd var og skulu þeir reiknast frá þeim degi sem skilyrði til greiðslna eru uppfyllt, sbr. þó 32. gr. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála, sbr. 13. gr., leiðir til þess að einstaklingur á rétt á bótum en hafði fengið synjun eða lægri greiðslur hjá Tryggingastofnun, sbr. þó 32. gr. Ef vangreiðsla stafar af skorti á upplýsingum, sbr. 49. gr., falla vextir niður.
Vextir samkvæmt ákvæði þessu skulu vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Ákvarðanir Tryggingastofnunar um endurkröfu ofgreiddra bóta samkvæmt ákvæði þessu eru aðfararhæfar, sbr. þó 13. gr.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[35. gr. Vanræksla greiðsluþega.
Greiðslur, sem ætlaðar eru greiðsluþega sjálfum, greiðast ekki ef hlutaðeigandi vanrækir að fara að læknisráðum eða neitar að hlíta fyrirmælum um þátttöku í þjálfun eða starfsnámi sem bætt gæti afkomu hans eða búið hann undir nýtt starf.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[36. gr. Greiðslur til þriðja aðila.
Ef talin er hætta á að greiðslur sem ætlaðar eru greiðsluþega eða framfæranda til framfærslu séu notaðar á þann hátt að eigi samrýmist tilgangi laga þessara er heimilt, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða þær eða hluta þeirra öðrum en greiðsluþega eða framfæranda. Slíkar ákvarðanir skulu ávallt vera tímabundnar og teknar í samráði við félagsþjónustu hlutaðeigandi sveitarfélags eða barnaverndarþjónustu ef um er að ræða greiðslur vegna framfærslu barna.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[37. gr. Réttarstaða sambýlisfólks.
Einstaklingar sem eru í óvígðri sambúð njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og hjón samkvæmt lögum þessum. Um fjármagnstekjur sambýlisfólks fer skv. 22. og 30. gr.
Sameiginlegt lögheimili eða sambúð eftir öðrum ótvíræðum gögnum lengur en eitt ár skal lögð að jöfnu við skráningu sambúðar í þjóðskrá.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[38. gr. Dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun.
Dvelji lífeyrisþegi lengur en í mánuð samfellt á sjúkrahúsi sem er á föstum fjárlögum falla greiðslur til hans niður ef dvölin hefur varað lengur en sex mánuði undanfarna tólf mánuði. Ef ljóst er frá upphafi að um varanlega dvöl á hjúkrunarheimili eða í hjúkrunarrými öldrunarstofnunar er að ræða falla greiðslur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir upphaf dvalar. Heimilt er þó að víkja frá tímamörkum þessarar málsgreinar ef sérstaklega stendur á og skal við mat á framlengingu á greiðslum höfð hliðsjón af tekjum greiðsluþega.
Sjúkrahús og stofnanir skv. 1. mgr. skulu senda Tryggingastofnun mánaðarlega upplýsingar um dvöl.
Þegar greiðslur falla niður skv. 1. mgr. er heimilt að greiða lífeyrisþega sem dvelst á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða hér á landi ráðstöfunarfé allt að 1.108.872 kr. á ári. Við útreikning á fjárhæð ráðstöfunarfjár skulu tekjur lækka ráðstöfunarfé um 65% uns greiðslur falla niður. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 22. gr.
Dveljist lífeyrisþegi utan stofnunar nokkra daga í senn en útskrifast samt ekki er heimilt að greiða honum dagpeninga sem nema 4.488 kr. á dag þann tíma.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[39. gr. Fangelsisvist.
Afpláni lífeyrisþegi refsingu í fangelsi eða komi sér viljandi undan því að afplána refsingu skulu allar greiðslur til hans falla niður, sbr. 32. gr. Sæti lífeyrisþegi gæsluvarðhaldi eða sé hann á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun skulu allar greiðslur til hans falla niður eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl. Þegar greiðslur hafa verið felldar niður er heimilt að greiða ráðstöfunarfé í samræmi við 3. mgr. 38. gr. Verði lífeyrisþegi ekki dæmdur til fangelsisvistar í kjölfar gæsluvarðhalds skulu greiðslur til hans greiddar fyrir það tímabil þegar gæsluvarðhaldsvist stóð yfir.
Tryggingastofnun getur þó ákveðið að greiðslurnar, eða hluti af þeim, renni til maka hans og barna eða einhvers þriðja aðila sem sér um að greiðslurnar komi þeim að sem mestu gagni.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[40. gr. Barnalífeyrir.
Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða er örorkulífeyrisþegi, hafi annað hvort foreldra þess eða barnið sjálft búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Ákvæði laga þessara um lækkun bóta vegna tekna hafa ekki áhrif á rétt til greiðslu barnalífeyris.
Sömu réttarstöðu hafa stjúpbörn og kjörbörn þegar eins stendur á. Þó skal ekki greiddur barnalífeyrir vegna fráfalls eða örorku stjúpforeldris ef barnið á framfærsluskylt foreldri á lífi.
Tryggingastofnun getur ákveðið að greiða barnalífeyri með barni ellilífeyrisþega, svo og með barni einstaklings sem sætir gæsluvist eða afplánar refsingu í fangelsi, enda hafi vistin varað a.m.k. þrjá mánuði.
Tryggingastofnun skal greiða barnalífeyri þegar skilríki liggja fyrir um að barn verði ekki feðrað eða móður nýtur ekki við vegna sérstakra eða óvenjulegra aðstæðna.
Barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna, enda séu þau á framfæri þeirra, eða þeim öðrum er annast framfærslu þeirra að fullu, sbr. þó 4. mgr. 43. gr.
Árlegur barnalífeyrir með hverju barni skal vera 511.608 kr.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[41. gr. Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda.
Tryggingastofnun getur greitt sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
Framlag skv. 1. mgr. er einungis heimilt að greiða vegna barna sem greiddur er barnalífeyrir með skv. 40. gr. og annað hvort foreldra er látið, barn ófeðrað eða móður nýtur ekki við vegna sérstakra eða óvenjulegra aðstæðna.
Framlag skv. 1. mgr. verður aðeins ákveðið ef sýslumaður hefur úrskurðað um slíkt framlag samkvæmt beiðni sem honum skal send innan þriggja mánaða frá því að svara varð til útgjalda nema eðlileg ástæða hafi verið til að bíða með slíka kröfu.
Um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um sérstök framlög gilda sömu reglur og um úrskurði vegna sérstakra útgjalda skv. 60. gr. barnalaga, nr. 76/2003.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[42. gr. Meðlag.
Hver sá sem fær úrskurð stjórnvalds um meðlag með barni sem hann hefur á framfæri sínu, eða um aðrar greiðslur skv. IX. kafla barnalaga, nr. 76/2003, getur snúið sér til Tryggingastofnunar og fengið fyrirframgreiðslu meðlags eða annarra framfærsluframlaga samkvæmt úrskurðinum. Sama skal gilda þegar lagt er fram staðfest samkomulag um meðlagsgreiðslur og aðrar greiðslur skv. IX. kafla barnalaga. Fyrirframgreiðsla meðlags frá Tryggingastofnun skal nema sömu fjárhæð og barnalífeyrir skv. 40. gr. og vera innan þeirra marka sem þar er kveðið á um aldur barna.
Á sama hátt skal móðir fá samkvæmt stjórnvaldsúrskurði eða staðfestu samkomulagi greitt hjá Tryggingastofnun:
   1. Framfærslulífeyri í allt að þrjá mánuði skv. 1. mgr. 25. gr. barnalaga.
   2. Hjúkrunar- og framfærslustyrk í allt að níu mánuði skv. 2. mgr. 25. gr. barnalaga.
   3. Kostnað vegna meðgöngu og fæðingar skv. 1. mgr. 26. gr. barnalaga.
Þegar eftir að sýslumaður hefur veitt viðtöku ósk frá móður um að aflað verði faðernisviðurkenningar hjá lýstum barnsföður getur hún fengið meðlag greitt með barninu innan þeirra marka sem 40. gr. setur.
Tryggingastofnun er heimilt að greiða meðlag aftur í tímann allt að 12 mánuði, talið frá byrjun þess mánaðar sem stjórnvaldsúrskurður, staðfestur samningur eða vottorð sýslumanns um að hann hafi veitt viðtöku ósk móður um öflun faðernisviðurkenningar berst stofnuninni, enda eigi þá 4. mgr. 40. gr. ekki við.
Þeir sem annast framfærslu barns að foreldri látnu eða af öðrum lögmætum ástæðum, þar með talið hlutaðeigandi sveitarfélag hafi það greitt fé til framfærslu barns, eiga sama rétt og foreldri eftir því sem við getur átt.]1)
   1)L. 18/2023, 7. gr.
[43. gr. [Tilkynning til sýslumanns.]1)
Tryggingastofnun skal senda [sýslumanni]1) innan eins mánaðar tilkynningu um fyrstu greiðslu skv. 42. gr. Tilkynningunni skal fylgja afrit af yfirvaldsúrskurði eða staðfestum samningi.
1)
Ríkissjóður endurgreiðir Tryggingastofnun meðlög vegna barnsfeðra sem framfærslurétt eiga erlendis, svo og meðlög greidd skv. 4. mgr. 42. gr. þar til meðlagsúrskurður liggur fyrir.
Þegar svo háttar til að Tryggingastofnun hefur milligöngu um meðlagsgreiðslur með barni skv. 1. mgr. 42. gr. og hið meðlagsskylda foreldri öðlast rétt til barnalífeyris skv. 40. gr. vegna barnsins er stofnuninni þó heimilt að láta greiðslu barnalífeyris ganga til fyrirframgreiðslu meðlags vegna sama tímabils. Verður þá ekki um kröfu á hendur meðlagsskyldum aðila að ræða fyrir það tímabil.]2)
   1)L. 45/2023, 12. gr. 2)L. 18/2023, 7. gr.
[44. gr. Reglugerðarheimild.
Heimilt er að setja reglugerð1) um nánari framkvæmd þessa kafla, m.a. um endurreikning og uppgjör tekjutengdra greiðslna, fyrirkomulag innheimtu ofgreiðslna, áhrif dvalar á sjúkrahúsi eða stofnun á greiðslur, um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldri eða börn eru búsett erlendis og um hámarksgreiðslur sem Tryggingastofnun innir af hendi.]2)
   1)Rg. 945/2009, sbr. 250/2012, 673/2012, 1315/2013 og 498/2023. Rg. 1255/2016, sbr. 686/2023 og 1417/2023. 2)L. 18/2023, 7. gr.

V. kafli. [Leiðbeiningar- og upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir.]1)
   1)L. 8/2014, 2. gr.
1)
   1)L. 18/2023, 8. gr.
[[45. gr.]1) Leiðbeiningarskylda.
Tryggingastofnun ríkisins skal kynna sér aðstæður umsækjenda og greiðsluþega og gera þeim grein fyrir rétti þeirra samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum er stofnunin starfar eftir, reglugerðum settum á grundvelli laganna og starfsreglum stofnunarinnar. Við meðferð máls skulu staða og réttindi umsækjanda eða greiðsluþega skoðuð heildstætt. Stofnunin skal leiðbeina umsækjanda um réttarstöðu hans, þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn og um framhald málsins.
Tryggingastofnun skal upplýsa umsækjendur og greiðsluþega um heimildir stofnunarinnar til vinnslu persónuupplýsinga. Skal þar koma fram frá hverjum stofnuninni er heimilt að afla upplýsinga, um hvaða upplýsingar er að ræða og í hvaða tilgangi unnið er með þær.
Nú varðar erindi ekki starfssvið stofnunarinnar og skal það þá framsent á réttan stað svo fljótt sem auðið er og viðkomandi leiðbeint eftir því sem unnt er.]2)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
[[46. gr.]1) Rannsóknarskylda.
Tryggingastofnun skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um bótarétt er tekin, þar á meðal að öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggi fyrir.]2)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
1)
   1)L. 18/2023, 8. gr.
[[47. gr.]1) Upplýsingaskylda umsækjenda og greiðsluþega.
Umsækjanda eða greiðsluþega er rétt og skylt að taka þátt í meðferð málsins, m.a. með því að koma til viðtals og veita Tryggingastofnun þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru svo unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og annarra greiðslna samkvæmt lögunum og endurskoðun þeirra. Þá er skylt að tilkynna um breytingar á tekjum eða öðrum aðstæðum sem geta haft áhrif á bætur eða greiðslur.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um maka umsækjanda eða greiðsluþega eftir því sem við getur átt.]2)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
[[48. gr.]1) Upplýsingar um tekjur.
Tryggingastofnun ríkisins er heimilt …2) að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur umsækjanda og greiðsluþega hjá skattyfirvöldum og greiðslur hjá lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun og sambærilegum stofnunum erlendis þegar það á við með rafrænum hætti eða á annan hátt.
Þegar um hjón er að ræða er Tryggingastofnun heimilt …2) að afla upplýsinga um tekjur maka og greiðslur til hans hjá framangreindum aðilum ef þær gætu haft áhrif á fjárhæð bóta. Sama gildir um tekjur sambúðarfólks sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun skv. 3. mgr. 62. gr. laga um tekjuskatt.
Telji umsækjandi, greiðsluþegi eða maki upplýsingar frá þessum aðilum ekki réttar skal hann leggja fram gögn því til staðfestingar.
[Tryggingastofnun ríkisins ber að upplýsa viðkomandi aðila um fyrirhugaða upplýsingaöflun skv. 1. og 2. mgr. í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.]2)]3)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 48/2019, 1. gr. 3)L. 8/2014, 2. gr.
[[49. gr.]1) Skortur á upplýsingum.
Ef ekki reynist unnt að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum sem rekja má til umsækjanda, greiðsluþega eða maka hans er Tryggingastofnun heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu bóta þar til úr því er bætt. Tryggingastofnun skal tafarlaust gera viðkomandi viðvart ef til frestunar kemur, skora á hann að veita nauðsynlegar upplýsingar og gera honum grein fyrir afleiðingum þess ef áskorun um að veita upplýsingar er ekki sinnt.]2)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
[[50. gr.]1) Upplýsingaskylda heilbrigðisstarfsmanna.
Þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem bera ábyrgð á vörslu sjúkraskráa, sbr. lög um sjúkraskrár, er skylt að veita læknum og heilbrigðisstarfsmönnum Tryggingastofnunar þær upplýsingar og gögn sem stofnuninni eru nauðsynleg vegna ákvörðunar um greiðslu bóta og vegna eftirlitshlutverks hennar. Þá er læknum og heilbrigðisstarfsmönnum Tryggingastofnunar heimilt að skoða þann hluta sjúkraskrár sem nauðsynlegt er vegna eftirlits og reikningsgerð á hendur stofnuninni er byggð á. Skoðun skal fara fram á þeim stað þar sem sjúkraskrá er varðveitt.]2)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
[[51. gr.]1) Upplýsingaskylda annarra aðila.
Skattyfirvöld, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá Íslands, [sýslumaður],2) Fangelsismálastofnun, Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóri, Samgöngustofa, lífeyrissjóðir, sjúkrastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili, sveitarfélög, Lánasjóður íslenskra námsmanna, viðurkenndar menntastofnanir innan hins almenna menntakerfis og skólar á háskólastigi skulu láta Tryggingastofnun í té upplýsingar með rafrænum hætti eða á annan hátt að því marki sem slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til að unnt sé að framfylgja lögum þessum.
Þá skulu Tryggingastofnun og sjúkratryggingastofnunin á sama hátt skiptast á upplýsingum um mat á örorku og öðrum upplýsingum að því marki sem þær eru nauðsynlegar við framkvæmd laganna.]3)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 45/2023, 12. gr. 3)L. 8/2014, 2. gr.
[[52. gr.]1) Upplýsingaskylda án endurgjalds.
Upplýsingar og gögn sem Tryggingastofnun óskar eftir og unnt er að láta í té skulu veittar án endurgjalds, sbr. þó 20. gr. laga um [skráningu einstaklinga],2) og í því formi sem óskað er, enda liggi fyrir heimild um öflun þessara upplýsinga samkvæmt ákvæðum þessa kafla.]3)
   1)L. 18/2023, 8. gr. 2)L. 140/2019, 25. gr. 3)L. 8/2014, 2. gr.
[[53. gr.]1) Eftirlit og viðurlög.
Tryggingastofnun skal reglubundið sannreyna réttmæti bóta, greiðslna og upplýsinga sem ákvörðun um réttindi byggist á. Stofnuninni er heimilt í þágu eftirlits að óska eftir upplýsingum og gögnum frá þeim aðilum sem taldir eru upp í [51. gr.]1) og nauðsynleg eru til að sannreyna réttmæti ákvarðana og greiðslna.
Grundvöll bótaréttar má endurskoða hvenær sem er og samræma bætur þeim breytingum sem orðið hafa á aðstæðum greiðsluþega.
Leiki rökstuddur grunur á að bótaréttur sé ekki fyrir hendi er heimilt að fresta greiðslum tímabundið meðan mál er rannsakað frekar og stöðva greiðslur komi í ljós að bótaréttur sé ekki fyrir hendi. Um ofgreiðslur og vangreiðslur fer skv. [34. gr.]1)
Leiki rökstuddur grunur á að bætur séu greiddar á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga frá greiðsluþega er heimilt að afla upplýsinga frá þriðja aðila sem ætla má að geti veitt upplýsingar er máli skipta í því skyni að leiðrétta bótagreiðslur.
Komi í ljós að rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar hafi vísvitandi verið veittar eða einstaklingur hafi látið hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar í því skyni að njóta tryggingar eða fá óréttmætar greiðslur skal greiðsluþegi endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var að viðbættu 15% álagi.]2)
   1)L. 18/2023, 9. gr. 2)L. 8/2014, 2. gr.
1)
   1)L. 18/2023, 8. gr.
[[54. gr.]1) Þagnarskylda og meðferð persónuupplýsinga.
[Á starfsfólki Tryggingastofnunar og umboðsskrifstofa hennar, svo og starfsfólki sjúkratryggingastofnunarinnar, hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.]2)
Þagnarskyldan gildir einnig um stjórn Tryggingastofnunar og þá sem sinna verkefnum fyrir stofnunina en eru ekki starfsmenn hennar.
Við meðferð persónuupplýsinga sem aflað er skal Tryggingastofnun gæta þess að uppfyllt séu skilyrði laga um [persónuvernd og vinnslu]3) persónuupplýsinga. Stofnunin skal tryggja að fyllsta öryggis sé gætt við sendingu og meðferð upplýsinga og setja skal öryggisstefnu, framkvæma áhættumat og gera aðrar öryggisráðstafanir til samræmis við lög um [persónuvernd og vinnslu]3) persónuupplýsinga og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Þá skal stofnunin jafnframt gæta ákvæða laga um sjúkraskrár eftir því sem við á.
Upplýsingar sem aflað er vegna eftirlits á grundvelli ákvæða þessa kafla skal ekki varðveita lengur en nauðsynlegt er og skal þeim eytt að lokinni tímabundinni vinnslu í þágu eftirlits.]4)
   1)L. 18/2023, 10. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr. 3)L. 90/2018, 54. gr. 4)L. 8/2014, 2. gr.

VI. kafli. [Almenn ákvæði.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[55. gr. Umsóknir.
Sækja skal um allar greiðslur samkvæmt lögum þessum. Þó þurfa þeir sem fá greiddan örorkulífeyri ekki að sækja sérstaklega um ellilífeyri skv. 16. gr. þegar þeir ná ellilífeyrisaldri.
Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Tryggingastofnunar eða sendar með rafrænum hætti sem stofnunin telur fullnægjandi. Við afgreiðslu umsóknar skal þess gætt að öll nauðsynleg gögn og upplýsingar liggi fyrir, sbr. 46. gr., svo unnt sé að taka ákvörðun um rétt til greiðslna og fjárhæð þeirra. Sérstaklega skal þess gætt að umsækjandi, sem áunnið hefur sér rétt hjá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, hafi lagt fram umsókn um áunnin réttindi hjá viðkomandi lífeyrissjóðum og er Tryggingastofnun heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu þar til upplýsingar um það liggja fyrir, sbr. 49. gr.
Við meðferð máls og afgreiðslu umsóknar er Tryggingastofnun heimilt að afla upplýsinga frá þeim aðilum sem tilgreindir eru í 51. gr. sem og skv. 4. mgr. 53. gr. sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að taka ákvörðun um rétt til greiðslna og fjárhæð þeirra. Sama á við um nauðsynlegar upplýsingar hjá stofnunum erlendis þegar það á við.
Tryggingastofnun getur aflað upplýsinga skv. 3. mgr. rafrænt eða á annan hátt. Tryggja skal að upplýsingaöflun og úrvinnsla gangi ekki lengra en þörf krefur til að unnt sé að framkvæma lögin.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[56. gr. Samspil greiðslna.
Enginn getur samtímis notið fleiri en einnar tegundar greiðslna samkvæmt lögum þessum vegna sama atviks eða fyrir sama tímabil nema annað sé þar sérstaklega tekið fram. Þó getur lífeyrisþegi samhliða lífeyrisgreiðslum notið greiðslna og styrkja sem er ætlað að mæta útlögðum kostnaði vegna sama atviks.
Eigi greiðsluþegi rétt á fleiri tegundum greiðslna en einni samkvæmt lögum þessum sem ekki geta farið saman skal greiða honum hærri eða hæstu greiðslurnar.
Njóti einstaklingur bóta samkvæmt öðrum lögum fyrir sama tímabil og bætur eru greiddar samkvæmt þessum lögum skulu þær teljast til tekna við útreikning tekjutengdra greiðslna samkvæmt nánari ákvæðum laga þessara. Þetta á einnig við um bætur samkvæmt erlendri löggjöf eftir því sem við getur átt.
Hafi gagnkvæmur milliríkjasamningur verið gerður við ríkið sem greiðir bæturnar fer um samspil bóta eftir ákvæðum samningsins.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[57. gr. Bann við framsali og veðsetningu krafna.
Óheimilt er að framselja eða veðsetja kröfur um greiðslur samkvæmt lögum þessum og hvorki má kyrrsetja þær né gera í þeim fjárnám eða halda þeim til greiðslu opinberra gjalda.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[58. gr. Útflutningur og skörun bóta.
Greiða skal bótaþegum, búsettum í þeim ríkjum sem ríkisstjórn gerir samninga við eða ráðherra hefur samið við með stoð í 59. gr., bætur í samræmi við nánari ákvæði samninganna.
Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að frá bótum, sem bótaþegi á rétt á hér á landi, dragist bætur sömu tegundar sem hann fær samkvæmt erlendri löggjöf fyrir sama tímabil og bætur eru greiddar fyrir hér á landi.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[59. gr. Milliríkjasamningar.
Ríkisstjórninni er heimilt að semja við erlend ríki um gagnkvæm réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum og ráðherra að semja við erlendar tryggingastofnanir í samningsríkjum um nánari framkvæmd slíkra samninga. Í þeim má m.a. veita undanþágur frá ákvæðum laganna og heimila takmarkanir á beitingu þeirra.
Í samningum skv. 1. mgr. má m.a. kveða á um að búsetu-, atvinnu- eða tryggingatímabil í öðru samningsríki skuli talin jafngilda búsetutíma á Íslandi. Enn fremur er heimilt að kveða þar á um rétt til greiðslu bóta við búsetu í öðru samningsríki, jafnræði við málsmeðferð, skörun greiðslna og hvaða löggjöf skuli beita. Í samningum skv. 1. mgr. er enn fremur heimilt að semja um fyrirframgreiðslu meðlags milli samningsríkja, sbr. 42. gr., eins og um bætur almannatrygginga væri að ræða.
Við framkvæmd laga þessara skal tekið tillit til milliríkjasamninga á sviði almannatrygginga og félagsmála sem Ísland er aðili að.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[60. gr. Kostnaður við lífeyristryggingar.
Kostnaður við lífeyristryggingar almannatrygginga greiðist úr ríkissjóði, m.a. af tekjum ríkissjóðs af tryggingagjaldi. Árleg heildarútgjöld lífeyristrygginga skulu vera í samræmi við ákvörðun Alþingis samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum hvers árs.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[61. gr. Árleg áætlanagerð Tryggingastofnunar.
Tryggingastofnun skal ár hvert haga áætlanagerð sinni vegna útgjalda lífeyristrygginga fyrir næsta almanaksár í samræmi við lög um opinber fjármál, nr. 123/2015, og senda ráðherra til frekari meðferðar.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[62. gr. Árleg breyting fjárhæða.
Greiðslur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 42. gr. og fjárhæð skv. 28. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.]1)
   1)L. 18/2023, 12. gr.
[63. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara í reglugerðum.1)]2)
   1)Rgl. 374/1996. Rg. 808/1998, sbr. 691/2000 og 441/2001. Rg. 379/1999. Rg. 463/1999, sbr. 1158/2007. Rg. 245/2002. Rg. 1190/2008, sbr. 633/2009. Rg. 1191/2008. Rg. 598/2009, sbr. 1056/2009, 1118/2013 og 1128/2019. Rg. 945/2009, sbr. 250/2012, 673/2012, 1315/2013 og 498/2023. Rg. 1055/2009. Rg. 1057/2009. Rg. 661/2010. Rg. 570/2011. Rg. 1185/2014, sbr. 453/2015. Rg. 960/2015. Rg. 1255/2016, sbr. 686/2023 og 1417/2023. Rg. 1195/2017, sbr. 1239/2019, 843/2020, 1648/2021, 687/2023 og 1416/2023. Rg. 1200/2018, sbr. 1337/2020, 708/2021, 429/2022, 618/2022, 685/2023 og 1415/2023. Rg. 661/2020, sbr. 688/2023. Rg. 905/2021, sbr. 501/2023, 684/2023 og 1419/2023. Rg. 1411/2023. Rg. 1412/2023. Rg. 1414/2023. Rg. 1420/2023. Rg. 380/2024. 2)L. 18/2023, 12. gr.
[64. gr. Innleiðing EES-reglugerða.
Ráðherra er heimilt að innleiða með reglugerð1) almannatryggingareglur Evrópusambandsins eins og þær eru felldar inn í viðauka VI við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, sbr. einnig ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 frá 1. júlí 2011 sem fellir undir samninginn reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004, um samræmingu almannatryggingakerfa, og nr. 987/2009 um framkvæmd hennar. Reglugerðir Evrópusambandsins, sem teknar verða upp í samninginn og fela í sér breytingar eða viðbætur við þær reglugerðir, er einnig heimilt að innleiða með reglugerð. Sama á við um almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og milliríkjasamninga sem gilda á milli Íslands og Bretlands.]2)
   1)Rg. 442/2012. Rg. 860/2012. Rg. 617/2013. Rg. 1098/2013. Rg. 286/2019. Rg. 761/2019. 2)L. 18/2023, 12. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
   [1. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 5. mgr. 30. gr. laganna skal örorkulífeyrisþegi á tímabilinu 1. janúar [2024]1) til og með 31. desember [2024]1) hafa 2.400.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
   2. Þrátt fyrir ákvæði 26., 27., 28., 29. og 30. gr. skulu greiðslur örorkulífeyris, örorkustyrks, aldurstengdrar örorkuuppbótar og tekjutryggingar ekki lækka á tímabilinu 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2013 vegna almennra hækkana á örorkulífeyri úr lífeyrissjóðum.
   3. Við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skal á tímabilinu 1. janúar [2024]1) til og með 31. desember [2024]1) gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu [2024]1) og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk [83,83%]1) hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 2. tölul. ákvæðis þessa. Beita skal þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna.
   4. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 19. gr. gildir heimild til að fresta töku ellilífeyris til allt að 80 ára aldurs aðeins um þá sem fæddir eru árið 1952 eða síðar. Þeir sem fæddir eru árið 1951 eða fyrr hafa heimild til að fresta töku ellilífeyris til 72 ára aldurs samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi fram að 1. janúar 2017.
   5. Við útreikning ellilífeyris skal Tryggingastofnun gera samanburð á útreikningi greiðslna til þeirra ellilífeyrisþega sem fá greiddan ellilífeyri 31. desember 2016. Skal stofnunin bera saman annars vegar ellilífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu ellilífeyrisþega, samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2016, uppreiknað samkvæmt raungildi hvers ár, og hins vegar ellilífeyri og heimilisuppbót samkvæmt þeim reglum sem gilda frá 1. janúar 2017. Leiði samanburðurinn til hærri bóta samkvæmt eldri ákvæðum laganna skal stofnunin greiða mismuninn með þeim hætti að séu heildartekjur ellilífeyrisþega, sbr. 8. tölul. 2. gr., sbr. einnig 22. gr., 100.000 kr. á mánuði eða lægri skal greiða mismuninn að fullu. Greiðslufjárhæðin skal lækka um 1% fyrir hverjar 1.000 kr. umfram það uns hún fellur niður þegar heildartekjur lífeyrisþega nema 200.000 kr. á mánuði.
   6. Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24., sbr. 26. gr., slysaörorkulífeyris skv. 12. gr. laga um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015, eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2021 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 53.100 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2021, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.
   7. Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa áður fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 75% slysaörorkumats skulu eiga rétt á að frá sama tíma breytist 75% slysaörorkumat þeirra í 75% örorkumat skv. 24. gr. án sérstakrar umsóknar, að því gefnu að skilyrði 24. gr. séu uppfyllt. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar í einu lagi frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats og til viðbótar einnig fengið greiðslur á grundvelli 75% örorkumats skv. 24. gr. skulu frá sama tíma fá óskertar þær örorkulífeyrisgreiðslur skv. 24., sbr. 26. gr., sem þeir eiga rétt á vegna 75% örorkumats samkvæmt þeirri grein. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats án þess að vera jafnframt metnir til 75% örorku skv. 24. gr. eiga ekki rétt á áframhaldandi greiðslum nema þeir sæki um og fái samþykkt örorkumat skv. 24. eða 27. gr.
Skerðing örorkugreiðslna skv. 26. eða 27. gr. vegna eingreiðslu vegna slysaörorkumats sem er undir 50% samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga skal falla niður frá 1. janúar 2022.
Þeir sem hafa fengið mánaðarlega greiðslu barnalífeyris samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga fá áframhaldandi barnalífeyri greiddan án sérstakrar umsóknar ef skilyrði 40. gr. eru uppfyllt.
   8. Þrátt fyrir ákvæði 62. gr. laganna skulu bætur samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 1. mgr. 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, hækka um 3,0% frá 1. júní 2022. Greiðslur komi til framkvæmda eigi síðar en 1. júlí 2022.
   9. Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2022 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 60.300 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2022, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.
   10. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 22. gr. og 1. og 2. mgr. 30. gr. skal séreign, sem myndast hefur af iðgjaldsstofni til lífeyrissjóðs skv. 1. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða hjá einstaklingi sem hefur hafið töku lífeyris samkvæmt lögum þessum fyrir 1. janúar 2023, ekki koma til lækkunar við ákvörðun um ellilífeyri, tekjutryggingu og ráðstöfunarfé.
   [11. Þrátt fyrir ákvæði 62. gr. skulu bætur samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 1. mgr. 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, hækka um 2,5% frá 1. júlí 2023.]2)
   [12. Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.]3)]4)
   1)L. 100/2023, 16. gr. 2)L. 54/2023, 1. gr. 3)L. 109/2023, 1. gr. 4)L. 18/2023, 13. gr.